Fruntaháttur fréttamanns

Framferði Sigríðar Hagalín Björnsdóttur á Bessastöðum í gær var fyrir neðan allar hellur.  Hún gekk þar í skrokk á forsetahjónunum, eins og þau væru lögbrjótar.  Ókurteisi og dónaskapur fréttamanna ríður ekki við einteyming, ef reyna á að koma stjórnmálalegu höggi á andstæðinga RÚV, en svo virðist sem forseti lýðveldisins eigi ekki upp á pallborðið hjá sumum fréttamönnum um þessar mundir.   Hann hefur t.d. bent á nýja fleti í samskiptum ESB og Íslands, og slíkt virðist ekki vera til vinsælda fallið í vissum kreðsum.

Það er alrangt, sem haldið hefur verið fram, að forsetahjónin hafi notið sérmeðferðar yfirvalda, þegar Dorrit flutti lögheimili sitt til Stóra-Bretlands.  Öllum íslenzkum hjónum stendur þetta vandræðalaust til boða, og það er ekki eins og forsetafrúin hafi verið að flýja í skattaskjól, því að tvísköttunarsamningur Íslands og Bretlands er í gildi. 

Það er hrein háðung á 21. öldinni að þvinga hjón til að hafa sama lögheimili.  Moldviðrið í kringum þetta mál forsetahjónanna, sem á að vera þeirra einkamál, sýnir, hversu grunnt er á miðaldahugarfari og jafnvel svartnætti í opinberri umræðu á Íslandi.  Galdrafár miðalda og átthagafjötrar koma í hugann.  Það ber þegar í stað að afnema lögin um þetta efni, vegna þess að það er ekkert farið eftir þeim og þau eru úrelt.   

Forsetahjónin júní 2012

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér í þessu, Bjarni.

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni og tvennt athyglisvert hefur oft borið þar á góma.  Hjónum er bannað að eiga sitt hvort heimilið hérlendis en flytji annað hjóna úr landi í atvinnuskyni, og þar með lögheimilið, er það  látið óátalið.

Reyndar er það skýrt samkvæmt skattalögum 90/2003, 5.gr:  "Hjón eru sjálfstæðir skattaðilar hvort um sig og skal þeim ákveðinn tekjuskattur og eignarskattur hvoru í sínu lagi."

Kolbrún Hilmars, 16.6.2013 kl. 14:44

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Mikið rétt Bjarni enda er hún svolítið öfgafull.

Kv Sigurjon Vigfússon

Rauða Ljónið, 16.6.2013 kl. 14:56

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Kolbrún Hilmars;

Ég veit það af eigin reynslu, að hjónum er ekki meinað að eiga sitt hvort lögheimilið á Íslandi, þó að slíkt stríði gegn lögum.  Sitt hvort lögheimilið kann að vera hjónum nauðsyn, tímabundið, vegna atvinnunnar. 

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 16.6.2013 kl. 14:56

4 Smámynd: Rauða Ljónið

 Bjarni svona svar fékk ég frá blaðamanni á DV vegna athugasemda sem ég sett inn.

Heiða B Heiðars.
,,Þér eruð fífl Sigurjón. Í vísaði fréttin á DV í frétt á vísi. Enda var vísir fyrstur til að greina frá þessu.
Í öðru lagi er það frétt þegar forsetafrú flytur lögheimili sitt á milli landa.

Í þriðja lagi ertu sorptúlli."

Svar mitt.  ,, Takk Heiða"

Forsetafrúin svara skítkast sorpmiðilsins og sorpritstjórnar á DV. Og skýrir út stöðuna.

http://www.ruv.is/frett/vidtal-vid-dorrit-moussaieff

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 16.6.2013 kl. 15:01

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll aftur Bjarni, ég hef séð athugasemdir þess efnis að hjónum hafi einmitt verið bannað að halda sitt hvort lögheimilið hér á landi, jafnvel tímabundið vegna vinnuaðstæðna.  En auðvitað get ég ekki selt það dýrar en ég keypti.

Því má svo bæta við að aldrei hefur komið fram að forsetafrúin hafi tekjur hérlendis eða eigi hér neinar eignir. 

Kolbrún Hilmars, 16.6.2013 kl. 15:20

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Sigurjón;

Ósigur starfsmanns RÚV í fyrra í forsetakosningunum virðist hafa hleypt varanlegri ólund í RÚVara.  Þó kastar þessi blaðamaður á 365 tólfunum, hvað geðvonzku varðar í þinn garð.  Er þetta stéttarplága ?

Með góðri kveðju / 

Bjarni Jónsson, 16.6.2013 kl. 16:56

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Kolbrún;

Í tilviki okkar hjóna var þetta auðsótt mál hjá viðkomandi yfirvöldum.  Lögin, sem um ræðir, mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu, og ber að afnema.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 16.6.2013 kl. 17:00

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Bjarni

Ég sá þessa frétt í sjónvarpinu og varð hálf brugðið. Svona gera menn ekki við vinnslu á frétt, kom mér í hug.  Þarna var eitthvað mikið að.

Með kveðju

Ágúst H Bjarnason, 16.6.2013 kl. 18:58

9 Smámynd: Bjarni Jónsson

Einmitt, Ágúst, framkoma fréttamanns RÚV keyrði í þessu tilviki um þverbak og átti ekkert skylt við upplýsingaöflun fyrir áhorfandann.  Þetta var lágkúra, sem Fréttastofu RÚV væri sæmst að biðjast afsökunar á.  Höfum í huga, að hér átti ríkisfjölmiðill í hlut á forsetasetrinu.  Það verður að spyrja: hvað gekk þeim til ?

Með góðri kveðju / Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, 16.6.2013 kl. 22:07

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Það er hrein háðung á 21. öldinni að þvinga hjón til að hafa sama lögheimili

sammál en hvað er rétt skv. lögum?

Rafn Guðmundsson, 17.6.2013 kl. 00:48

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl verið þið og mikið er ég fegin að sjá skrif um þennan ruddalega gjörning. Því hann hafði gríðarleg áhrif á mig og var ég um það bil að kyngja því að ég væri óhemja,því hvergi sá ég vandlætingu um þetta atvik.Til að hleypa gremju minni og hneysklan út setti ég eina línu á Facebook að við legðum niður RÚV. Já þessa lágkúru á hún til fréttakonan.Það þarf að stokka allt upp í RÚV. ef við eigum að borga fyrir þennan ósóma lengur.

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2013 kl. 02:39

12 Smámynd: rhansen

Mál til komið  mótmæla Rúv upphátt og af alvöru ..sem á að vera Rikissjónvarp og útvarp " Allra landsmanna "...en er bara málgang áhverðinna aðila  .. alger ósómi !!

rhansen, 17.6.2013 kl. 12:57

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í fréttum núna í hádeginu (17 júní) á RUV, var sagt að þessi gjörningur Dorrittar hefði vakið mikla athygli, ég hef ekki orðið var við þessa miklu athygli að öðru leyti en því að það virðist vera að fréttastofa RUV reyni með ÖLLUM ráðum að halda lífi í þessari "frétt".

Jóhann Elíasson, 17.6.2013 kl. 13:16

14 Smámynd: Bjarni Jónsson

Góðan og gleðiríkan þjóðhátíðardag;

(10) Sambúðarfólk er ekki bundið við sama lögheimili, en hjón eru bundin við sama lögheimili samkvæmt lögum.  Hins vegar framfylgir Þjóðskrá þessum lögum ekki til hlítar og veitir hjónum undanþágu í atvinnuskyni, hvort sem er flutningur annars hjóna innanlands eða utan.  Í sumum tilvikum er þetta nauðsynlegt til að fá vinnu, t.d. gera sum sveitarfélög úti á landi það að skilyrði fyrir ráðningu að lögheimili sé flutt þangað.

(11) Ég get ekki látið hjá líða að minnast á slit samvista í þessu sambandi.  Margir blaðamenn kunna ekki að fara með þetta frekar en þeir kunni sig.  Skrifa þeir fullum fetum "þau slitu samvistir", en auðvitað á að skrifa "þau slitu samvistum".  Furðulegar getgátur getur að líta um þetta varðandi Bessastaðahjónin.

(12) Misnotkunin á RÚV er oft himinhrópandi.  Siðbreytingar er þörf þar á bæ.  Hvað gerir Illugi ?

(13) Ég er líka alveg gáttaður á lágkúrunni að reyna endalaust að blása í kulnaðar glæðurnar.

Með góðri kveðju / Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, 17.6.2013 kl. 15:38

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, það virðist vera um ólöglegann gjörning að ræða. Er þá eitthvað að því að fréttamaður spyrji þau hjón hreint út ? Eru þau yfir aðra hafin hvað lög og reglur varðar ?

Ég átta mig ekki á því hvaða dónaskap þú ert að tala um hjá fréttamanni.

hilmar jónsson, 17.6.2013 kl. 22:18

16 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sínum augum lítur hver á silfrið sannast á skrifum Hilmars Jónssonar hér að ofan, sem ber blak af téðum fréttamanni RÚV, sem gerði sig seka um ótilhlýðilega framkomu við forsetahjónin á Bessastöðum í síðustu viku og blöskraði mörgum.  Málið hverfist um tvær spurningar:

  1. Naut forsetafrúin stöðu sinnar við málsmeðferð yfirvalda á umsókn hennar, brezks ríkisborgara, um að fá að flytja lögheimili sitt frá Íslandi til Bretlands ?  Þetta vita allir, sem vilja vita, að er alrangt, því að venjuleg málsmeðferð er að veita Íslendingum slíka heimild möglunarlaust.
  2. Var ætlunin að komast hjá auðlegðarskatti á Íslandi ?  Þetta er dregið upp úr myrkviðum einhvers sálarteturs, því að um er að ræða eignarhlut brezks ríkisborgara í brezku fyrirtæki, sem starfrækt er á Bretlandi, og í gildi er tvísköttunarsamningur á milli landanna.
  3. Að kasta ofangreindum dylgjum úr koppum sínum framan í forsetahjónin í viðtali á vegum RÚV-Sjónvarps leyfi ég mér að kalla dónaskap og óviðeigandi hegðun í garð forsetaembættisins.  Slíkt er alvarlegt mál. 

Bjarni Jónsson, 18.6.2013 kl. 12:29

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ef annar aðilinn er að vinna erlendis þá er oft krafist að viðkomandi eigi lögheimili í því landi svo ég held að það séu margir hér á Íslandi, sem eru í hjúskap, sem eiga ekki sama lögheimili. Dorrit þarf að taka við þar sem foreldrar hennar eru orðin öldruð og hún á kannski greiðari leið að allri þjónustu við fyrirtækið ef hún er breskur ríkisborgari.

Það þarf að fækka kommúnistum á RUV.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.6.2013 kl. 13:37

18 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Rósa Aðalsteinsdóttir;

Umrædd atlaga að forsetahjónunum var níðhögg, sem ekki á að láta óátalið og á ekkert skylt við upplýsingaöflun í almannaþágu.  Að baki má greina ormagryfju. 

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 18.6.2013 kl. 18:06

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Ég er alveg sammála þessu. Ég kaus Ólaf og mér finnst Dorrit yndisleg. Ég var bara að benda fólki á að það erum margir sem eru ekki með sama lögheimili vegna starfa í öðru landi.

Áfram Ísland án ESB og áfram Ólafur og Dorrit.

Ég held líka að ríkisstjórnin eigi eftir að standa sig vel og mér líkaði ræðan hjá Sigmundi Davíð í gær en vinur minn sem er Samfylkingarmaður var bálvondur!

Vona að ég sé ekki að varpa sprengjum vegna andstöðu minnar við ESB!

Kær kveðja/Rósa frá Ási Vopnafirði.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.6.2013 kl. 18:54

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hvar get ég séð þennan gjörning þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir varð sér til skammar? Getur þú kópera slóð á viðtalið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.6.2013 kl. 20:18

21 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Rósa;

Hér er umbeðinn tengill:http://www.ruv.is/frett/vidtal-vid-dorrit-moussaieff við RÚV 15.06. 2013.  Þú þarft að afrita hann yfir til þín. 

ESB-aðlögunin hefur verið stöðvuð af kjósendum, sem kusu borgaralegu flokkana til valda, og það virkar, eins og að hafa losnað við óværu.  Við bindum vonir við nýja þingið.  Að slá á þjóðernisstrengi, eins og gert var nú á Austurvelli, fer alveg öfugt ofan í kratana.  Ég á bágt með að setja mig inn í hugarheim þeirra. 

Með góðri kveðju /     

Bjarni Jónsson, 18.6.2013 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband