Rįšherra og lošnan

Ķslenzkir framleišendur lošnuafurša hafa įtt stóra markašshlutdeild į lošnumörkušum, enda hafa ķslenzkar śtgeršir lengi veitt meira af lošnu en śtgeršir annars stašar. Žar af leišandi eru hagsmunir Ķslendinga meiri en annarra žjóša viš Noršur-Atlantshaf į lošnumörkušum, og žar meš įbyrgš gagnvart višskiptavinum.

 Nś er svo komiš, aš ķslenzki sjįvarśtvegsrįšherrann hefur fęrt Noršmönnum frumkvęši į žessu sviši og viršist ekkert frumkvęši ętla sjįlf aš sżna, žegar miklir hagsmunir landsins eru ķ hśfi.  Žaš er alvarlegur sofandahįttur aš hafa ekki krafizt endurskošunar į skiptisamningum viš Noršmenn um lošnu ķ landhelgi Ķslands og žorsk ķ Hvķtahafinu, žegar gildandi samningar skyndilega veita Noršmönnum yfirburšastöšu į lošnumörkušunum.  Vegna lošnubrests eru forsendur žessara samninga fallnar, en rįšherrann viršist skorta dug til aš reisa burst gagnvart fręndum okkar, sem eru haršdręgir sem kunnugt er.  Žaš veršur stundum aš berja ķ boršiš til aš standa į rétti sķnum. Hverra hagsmunum er hśn eiginlega aš žjóna ķ sķnu hįa embętti ?

Žaš hefur ekki fariš żkja hįtt, aš ķ lok janśar 2017 śthlutaši sjįvarśtvegsrįšherra Noršmönnum bróšurpartinum, 70 %, af žvķ litla aflamarki, sem Hafrannsóknarstofnun rįšlagši ķ fyrstu atrennu į žessu įri, 57 kt, og ķ hlut Ķslendinga koma ašeins 21 % af 81 %, sem er okkar skiptahlutfall ķ samningum um deilistofna.  Er žessi rįšherra ekki ķ vinnu hjį okkur ?

  Mįliš er, aš žessi samningur viš Noršmenn um 31 kt til žeirra į grundvelli "Smugusamningsins" er meingallašur, žvķ aš enginn varnagli er ķ honum um minni lošnuheimildir til handa Noršmönnum ķ lošnubresti.  Rįšherrann skilur ekki, aš nś eru uppi ašstęšur, sem śtheimta, aš hśn stigi į neyšarhemlana, eša hśn hreinlega nennir žvķ ekki, en skrifar heldur undir einhverja bölvaša vitleysu ķ rįšuneytinu, sem aš henni er rétt, og vill helzt reka "business as usual"  ķ staš žess aš brjóta blaš. Situr illa forritašur róbóti ķ rįšherrastóli ?

Stefįn Frišriksson, forstjóri Ķsfélags Vestmannaeyja, sagši eftirfarandi ķ vištali viš Gušjón Einarsson į Fiskifréttum 2. febrśar 2017:

"Žorskkvóti Ķslendinga ķ Barentshafi minnkar og stękkar ķ samręmi viš įstand žorskstofnsins žar.  Žegar lošnustofninn viš Ķsland er stór, eru įkvęši Smugusamningsins kannski ķ lagi, en žegar illa įrar ķ lošnunni, eins og nśna, hljóta allir aš sjį, aš žaš er ekki ešlilegt, aš svona stór hluti af lošnukvóta Ķslendinga fari ķ aš borga Noršmönnum veišiheimildir ķ Barentshafi.  Enginn, sem er meš veiširéttindi ķ lošnu, sér vitglóru ķ žvķ, aš svona stór hluti af žeim sé notašur ķ millirķkjasamningi um tegundir, sem žeir hafa enga aškomu aš.  Žaš er augljóslega vitlaust gefiš."

Sjįvarśtvegsrįšherra er algerlega śti aš aka ķ žessum mįlum.  Ef hśn stęši ķ ķstašinu, hefši hśn sagt viš sinn norska starfsbróšur, aš gagnkvęmniregla yrši aš gilda ķ skiptum į veiširéttindum ķ ķslenzkri lögsögu og ķ Hvķtahafinu, sem žżšir t.d., aš Noršmenn geta ekki fengiš meira en sķn umsömdu 8 % af aflamarki lošnu, į mešan žaš er undir 100 kt.  Viš aflamark 100 kt fįi žeir 10 kt + 8 %, og viš 200 kt aflamark lošnu ķ ķslenzkri lögsögu fįi žeir sķn 31 kt + 8 % gegn umsömdum réttindum Ķslendinga ķ Hvķtahafinu.  Hvaša erindi į Žorgeršur Katrķn ķ embętti sjįvarśtvegsrįšherra, ef žaš er ekkert bein ķ nefinu į henni ?  Nś vill svo vel til, aš ķ dag, 14. febrśar 2017, var aflamarkiš hękkaš ķ 299 kt, og veršur žį heildarhlutur Ķslendinga 208 kt.

Nśgildandi skiptiregla į lošnu ķ ķslenzkri lögsögu į milli strandrķkja er žessi (tonnafjöldi ķ sviga m.v. 57 kt (k=1000) aflamark: 

  • Ķsland fęr 81 % (46,17 kt)
  • Gręnland fęr 11 % (6,27 kt)
  • Noregur fęr 8 % (4,56 kt)
Nś lįta Ķslendingar frį sér 31,165 kt til Noršmanna og verša aš taka žvķ, ef Noršmenn girša fyrir žorskveišar Ķslendinga ķ Hvķtahafi, fįi žeir žetta ekki, enda hafa žorskveišar braggast hér viš land, sķšan "Smugusamningurinn" var geršur. 
Žaš er meira virši aš hindra Noršmenn ķ aš yfirtaka lošnumarkašinn.  Noršmenn eru meš tangarsókn inn į hann, žvķ aš žeir hafa gert samning viš ESB um vęnan skerf af aflahlutdeild Gręnlendinga.  Žannig nęstum tķfalda Noršmenn skerf sinn af lošnu ķ ķslenzku lögsögunni og standa nś meš pįlmann ķ höndunum og um 40 kt, og Ķslendingar fį ašeins 21 % ķ staš 81 % eftir aš hafa afhent Fęreyingum 2,85 kt.  Žaš er grįtlegt aš horfa upp į sjįvarśtvegsrįšherra kissa į vöndinn, og hśn viršist ekki einu sinni skilja, aš um vönd er aš ręša.

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband