Sæstreng bar ekki hátt í kosningabaráttu 2017

Sæstrengur á milli Íslands og Skotlands hefur stundum vakið talsverða umræðu hérlendis, en hafi hann borið á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu um sæti á Alþingi, hefur slíkt farið fram hjá blekbónda.  Þann 19. október 2017 birtist þó skrýtin grein í sérblaði Viðskiptablaðsins, "Orka & iðnaður", þó ótengd kosningabaráttunni að því, er virðist, og verður vikið að téðri grein í þessum pistli.

Að lítt rannsökuðu máli ætlar blekbóndi að halda því fram, að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki tekið skýra afstöðu með eða á móti aflsæstreng til útlanda.  Slíkt afstöðuleysi er hægt að réttlæta með því, að enginn viti enn, hvernig kaupin muni gerast á eyrinni og fyrr sé ekki tímabært að taka afstöðu.  Hér verður sýnt fram á í stuttu máli, að enginn viðskiptagrundvöllur er eða verður fyrir þessari hugmynd.  Áður en menn fara að mæla þessu verkefni bót ættu þeir að sjá sóma sinn í að leggja fram útreikninga, sem benda til þjóðhagslegrar hagkvæmni verkefnisins. Annars er áróður fyrir þessum sæstreng úr lausu lofti gripinn. 

Með vísun til grundvallarafstöðu ættu stjórnmálaflokkarnir hins vegar að vera í færum nú þegar að styðja við hugmyndina um téðan sæstreng eða að hafna henni.  Þessi grundvallarafstaða snýst um það, hvernig siðferðilega er réttmætt að nýta náttúruauðlindir Íslands.  Á að reyna að hámarka verðmætasköpun úr auðlindunum hér innanlands og þar með að nýta þær til að skapa fjölbreytilega atvinnu hér innanlands, eða á að senda þær utan sem hrávöru og láta aðra um að beita hugviti sínu og markaðssamböndum til verðmætasköpunar ?  Þriðji kosturinn er, eins og vant er, að gera ekki neitt.  Það heitir í munni sumra "að láta náttúruna njóta vafans" og er ofnotuð klisja.

Tökum dæmi af áliðnaðinum á Íslandi. Hann notar mikla raforku, eða um 14,5 MWh/t Al og framleiðslan er um 0,98 Mt/ár Al. Ætla má, af upplýsingum um tekjur hans og kostnað að dæma, að jafnaðarlega verði um 40 % af veltu hans eftir í landinu. 

Álverin eru fjölþættir og flóknir vinnustaðir, sem gera miklar kröfur til sjálfra sín um gæði, umhverfisvernd og öryggi starfsmanna.  Allt krefst þetta hátæknilausna, enda eru fjölmargir verkfræðingar, tæknifræðingar, iðnfræðingar o.fl. sérfræðingar að störfum fyrir íslenzku álverin, bæði á launaskrá þeirra og sem verktakar. 

Þess vegna er afurðaverð íslenzku álveranna talsvert hærra en hráálsverðið, s.k. LME.  Má reikna með 20 % "premíu" eða viðbót að jafnaði, svo að um USD 2500 fáist nú fyrir tonnið af áli frá Íslandi.  Þessi framleiðsla væri útilokuð hérlendis án nýtingar hinna endurnýjanlegu orkulinda Íslands, og þess vegna má draga þá ályktun, að með verðmætasköpun hérlendis úr raforkunni fáist: 69 USD/MWh (=2500 x 0,4/14,5) fyrir raforkuna í stað um 30 USD/MWh, sem álverin kaupa raforkuna á.  Verðmætasköpunin innanlands nemur tæplega 40 USD/MWh, sem þýðir 2,3 földun orkuverðmætanna fyrir landsmenn með því að nýta orkuna innanlands.  

Er mögulegt fyrir sæstreng að keppa við 69 USD/MWh ?  Svarið er nei, útreikningar blekbónda hér að neðan benda eindregið til, að sæstrengur sé engan veginn samkeppnisfær við stóriðju um raforkuna á Íslandi.  Til marks um það er útboð á vegum National Grid, brezka Landsnets, í haust um kaup á umhverfisvænni orku inn á landskerfið.  Mun lægri verð voru boðin en áður hafa þekkzt, t.d. var raforka frá vindmyllum úti fyrir ströndum ("offshore windmills") boðin á 57,5 GBP/MWh, sem samsvaraði 76 USD/MWh.  Það verður alls ekki séð, að Englendingar (Skota vantar ekki umhverfisvæna raforku) muni vilja kaupa raforku frá Íslandi við hærra verði en þeir geta fengið innlenda, endurnýjanlega orku á.

Gerum samt ráð fyrir, að vegna niðurgreiðslna brezka ríkisins til vindmyllufyrirtækjanna mundu Englendingar vilja kaupa orku frá Íslandi við enda sæstrengsins í Skotlandi (þá er eftir að flytja orkuna til Englands með talsverðum kostnaði) fyrir 80 USD/MWh.  

Þetta er raunar hærra en þjóðhagslegt virði raforkunnar á Íslandi, en munu íslenzku virkjanafyrirtækin fá á bilinu 30 - 69 USD/MWh í sinn hlut fyrir raforkuviðskiptin við Englendinga ?  Lægra verðið lætur nærri að vera meðaltal núverandi verða fyrir orku til álveranna, og hærra verðið er lágmark þjóðhagslega hagkvæms raforkuútflutnings.

  Virkjanafyrirtækin mundu fá í sinn hlut úr Englandsviðskiptunum: VV=80-FG = 0 (sbr útskýringar að neðan).   

þ.e. mismun enska orkuverðsins og orkuflutningsgjaldsins um sæstrenginn og endamannvirki hans.  Blekbóndi gerði sér lítið fyrir og reiknaði út, hvaða gjald eigandi sæstrengskerfisins yrði að taka, svo að fjárfesting hans gæti skilað 8 %/ár arðsemi yfir 25 ára afskriftartíma að teknu tilliti til 10 % orkutapa um þessi mannvirki og 2 %/ár af stofnkostnaði í annan rekstrarkostnað. 

Ef gert er ráð fyrir 1200 MW flutningsgetu mannvirkjanna og 90 % nýtingu á þeim á ári að jafnaði m.v. fullt álag, nemur orkusalan út af mannvirkjunum 8,6 TWh/ár.  (Þetta er um 45 % af núverandi orkusölu á Íslandi.)  Sé gert ráð fyrir stofnkostnaði sæstrengsmannvirkja 4,7 MUSD/km, eins og gefið hefur verið upp fyrir sambærilegt sæstrengsverkefni á milli Ísrael og meginlands Grikklands, þá mun "ÍSSKOT" verkefnið kosta MUSD 5´640.

Niðurstaða útreikninganna á þessum forsendum er sú, að fjármagnskostnaður (vextir og afskriftir) nema 535 MUSD/ár og rekstrarkostnaður alls er 149 MUSD/ár.  

Heildarkostnaðurinn nemur 684 MUSD/ár, sem útheimtir flutningsgjald um mannvirkin: FG=80 USD/MWh. 

Ásgeir Magnússon, blaðamaður, er höfundur áður nefndrar greinar,

"Hverfandi áhrif sæstrengs á orkuverð".  

Heiti greinarinnar er illa rökstutt, en hún er reist á skýrslu frá brezku Landsvirkjun.  Má benda á þveröfuga reynslu Norðmanna, en norskir raforkuseljendur hafa freistazt til að selja of mikla orku utan og þá lækkað svo mikið í miðlunarlónum Noregs, að þeir hafa orðið að flytja inn rándýra orku til að koma í veg fyrir orkuskort.  Á Íslandi er miðlunargetan tiltölulega mun minni en í Noregi, og hér verður að sama skapi meiri hætta á vatnsleysi á veturna, sem þá mundi útheimta innflutning á margföldu innlendu raforkuverði.  Hér er um hreinræktaða spákaupmennsku að ræða með alla raforkunotendur hérlendis sem tilraunadýr og hugsanleg fórnarlömb. 

Það er ótrúlega yfirborðsleg umfjöllun um orkumál í téðri grein Andrésar, þar sem hvað rekur sig á annars horn.  Hér verður birtur úrdráttur til að sýna, hversu lágt er hægt að leggjast í áróðri fyrir samtengingu raforkukerfa Íslands og Englands (um Skotland), sem á sér marga tæknilega og umhverfislega annmarka, sem ekki verða gerðir að umræðuefni hér:

"Kæmi til þess [tengingar raforkukerfa Englands og Íslands-innsk.BJo], má ljóst vera [svo !], að sæstrengur myndi auka tekjur af orkusölu hér á landi [ofangreindir útreikningar benda til annars-innsk.BJo], auka gjaldeyrisflæði til landsins og rjúfa markaðseinangrun raforkumarkaðarins hér á landi [Englendingar mundu verða stærsti einstaki raforkukaupandinn.  Það felur í sér mikla viðskiptalega áhættu. - innsk. BJo].  Í framhaldi af því myndu rekstrarskilyrði stóriðju á Íslandi taka að breytast [eru refirnir ekki til þess skornir ? - innsk.BJo], þó að það tæki sinn tíma vegna þeirra löngu samninga, sem þar eru í gildi. [Orkusamningar til langs tíma, 25-35 ára, eru ekki síður í hag virkjanafjárfestisins, því að með slíka afkomutryggingu fær hann hagstæðari lánakjör - innsk. BJo.]  Segja má, að stóriðjan hafi verið notuð til orkuútflutnings, en hún getur tæplega keppt við beinan orkuútflutning um sæstreng til lengdar.  [Fyrri setningin er rétt, en sú seinni kolröng, eins og útreikningar blekbónda hér að ofan sýna - innsk. BJo.]

Áhrif sæstrengs á atvinnulíf gætu því reynzt töluverð, en sjálfsagt þykir mörgum ekki síðri ávinningur í umhverfisáhrifum þess, að stóriðjan geti vikið. [Þetta er amböguleg málsgrein og virðist reist á dylgjum um, að stóriðjan mengi.  Þegar um stærstu raforkunotendurna hérlendis, álverin, er að ræða, er umhverfissporið hverfandi og t.d. ekki merkjanlegt í gróðri við Straumsvík og í lífríkinu úti fyrir ströndinni vegna öflugra mengunarvarna - innsk. BJo.]  Fyrir nú utan hitt, að þannig leysi hrein og endurnýjanleg íslenzk orka af hólmi mengandi og óafturkræfa orkugjafa erlendis. [Þetta er hundalógík, því að orkukræf iðjuver hérlendis, sem hætta rekstri, verða að öllum líkindum leyst af hólmi með mengandi og ósjálfbærum orkugjöfum erlendis - innsk. BJo.]

Þekkingarlaust fólk um orku- og iðnaðarmál finnur oft hjá sér þörf til að tjá sig opinberlega með afar neikvæðum og grunnfærnislegum hætti um þennan málaflokk.  Það virðist skorta skynsemi til að átta sig á því, að það hlýtur að gera málstað sínum óleik með því að túðra tóma vitleysu.

Hér hefur verið sýnt fram á, að orkuútflutningur um sæstreng frá Íslandi til Skotlands með landtengingu við England getur ekki staðið undir neinum virkjanakostnaði á Íslandi vegna nauðsynlegs flutningsgjalds um sæstrengsmannvirkin.  Sæstrengurinn verður sennilega aldrei samkeppnisfær við orkusækinn iðnað á Íslandi.   

Tröllkonuhlaup

 

 

 

 

 

 


Aukið andrými

Þeir eru nokkrir, einnig hérlendis, sem goldið hafa varhug við kenningum um hlýnun jarðar af völdum s.k. gróðurhúsalofttegunda, einkum lífsandans, CO2, sem kallaður hefur verið koltvíildi á íslenzku (ildi=súrefni).  Efasemdarmenn töldu sig fá byr í seglin í sumar, er upplýst var um, að andrúmsloft jarðar hefði í raun hlýnað 0,3°C minna árið 2015 frá árinu 1870 en spáð hafði verið með því að bæta 2,0 trilljónum (trn) tonna (1 trilljón=1000 milljarðar) af koltvíildi inn í lofthjúp jarðar í líkönum IPCC (International Panel on Climate Change), eins og talið er, að bætzt hafi við í raun frá 1870-2015. Lofthjúpurinn hefur hingað til sýnt meiri tregðu til hlýnunar en reiknilíkön höfðu verið forrituð fyrir.

Þetta þýðir, að jarðarbúar fá aukið andrúm til að kljást við hlýnun jarðar, því að samkvæmt þessu eykst magn koltvíildisins, sem óhætt er að losa út í andrúmsloftið án hlýnunar um meir en 1,5°C, úr 2,25  trn t í 2,75 trn t CO2.  Þetta þýðir, að "kvóti" andrúmsloftsins fyrir CO2 fylist ekki á 7 árum frá 2015, heldur á 21 ári, þ.e. árið 2036, m.v. losun ársins 2015. Þetta gefur von um, að unnt verði að halda afleiðingum hlýnunar í skefjum, en þá verður að bregðast við strax og draga úr losun um 1,2 mia t/ár til að ná núll nettó losun árið 2055. Þess má geta hér, að heildarlosun Íslands án tillits til þurrkaðs lands, en að stærsta losunarvaldinum, millilandafluginu, meðtöldum, nemur um þessar mundir tæplega 12 Mt/ár eða rúmlega 300 ppm (hlutar úr milljón) af heildarlosun í heiminum (án áhrifa breyttrar nýtingar lands).   

Nú þegar virðist hámarkslosun hafa verið náð, um 38 mia t/ár, og þróun sjálfbærra orkulinda gengur vel.  Ekki heyrist þó mikið af þróun kjarnorku eða samrunaorku, en þróun vindmyllna og sólarhlaðna gengur vel.  Á orkuuppboði á Bretlandi í september 2017 tókust samningar um raforku frá vindmyllum úti fyrir ströndu á 57,50 GBP/MWh eða 76 USD/MWh (að vísu enn niðurgreidd af brezka ríkinu), og raforka frá sólarhlöðum á sólríkum stöðum er nú þegar samkeppnishæf við orku frá jarðefnaeldsneytisverum, þ.e. vinnslukostnaður er kominn undir 40 USD/MWh.  Rannsóknarstofnun í Potsdam um áhrif loftslagsbreytinga áætlar, að raforka frá sólarhlöðum muni nema 30 %-50 % af raforkunotkun heimsins árið 2050, en hún nemur 2 % núna.  Þetta kallar á framleiðslu gríðarlegs magns af sólarkísli, og þótt núverandi framleiðslutækni útheimti tiltölulega mikið magn af kolum í rafskaut ljósbogaofnanna, spara sólarhlöðurnar andrúmsloftinu miklu meira af CO2 á endingartíma sínum en losað er við framleiðsluna.  Sama má segja um álið.  Fullyrðingar um, að þessi efni, kísill og ál, hafi slæm áhrif á andrúmsloftið, eru úr lausu lofti gripnar, þegar minnkun losunar við notkun þessara efna er tekin með í reikninginn.  Eina viðurkennda aðferðafræðin í þessum efnum er að horfa á allt ferli þessara efna frá öflun hráefna til endanlegrar förgunar.   

Þann 12. október 2017 birtist í Morgunblaðinu fréttin: "Draga koltvíoxíð úr andrúmslofti":

Þar er sagt frá samstarfi ON-Orku náttúrunnar við svissneska fyrirtækið Climeworks um prófun koltvíildisgleypis við Hellisheiðarvirkjun.  Christoph Gebald, annar stofnenda þessa frumkvöðlafyrirtækis, segir:

"Allar rannsóknir  benda til þess, að við náum ekki markmiðum Parísarsamkomulagsins, þ.e. að stöðva aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, með því einu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Við verðum líka að vinna að því að hreinsa andrúmsloftið."

Þessar fullyrðingar Svisslendingsins orka mjög tvímælis.  Í fyrsta lagi hefur nú þegar tekizt að stöðva árlega aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda, og í öðru lagi eru nú 66 % líkur á því að mati IPCC, að takast megi að halda hlýnun innan við 1,5 °C.

Það mun flýta fyrir því að ná núll nettó losun að draga koltvíildi úr andrúmsloftinu.  Það eru hins vegar nú þegar til aðrar mun umhverfisvænni og ódýrari aðferðir til þess.  Þar á blekbóndi við bindingu með landgræðslu og skógrækt.  Slíkt útheimtir að vísu mikið landrými, en það er einmitt fyrir hendi á Íslandi, og þess vegna á þessi gleypir og niðurdæling uppleysts CO2 ekki erindi við íslenzkar aðstæður og er einvörðungu akademískt áhugaverð tilraun.  

Gasgleypir Svisslendinganna vegur um 50 t, og þess vegna er ljóst, að framleiðsla hans skilur eftir sig talsvert kolefnisspor.  Ferlið er orkukræft og þarfnast mikils heits vatns.  Það er þess vegna rándýrt og kostar um 65 kISK/t CO2.  Til samanburðar má ætla, að binding með skógrækt á Íslandi kosti innan við 4 kISK/t CO2. Gleypisaðgerðin er meira en 16 sinnum dýrari en hin íslenzka skógrækt, sem viðurkennd hefur verið af IPCC sem fullgild aðferð við bindingu. Afköst téðs gasgleypis og niðurdælingar eru sáralítil eða 50 t/ár CO2.  Til samanburðar nást sömu afköst á 6,5 ha lands hérlendis að meðaltali með skógrækt.  

Það væri miklu ódýrara og þjóðhagslega hagkvæmara fyrir ON og önnur CO2 myndandi fyrirtæki að semja við íslenzka skógarbændur um bindingu koltvíildis en að standa í þessum akademísku æfingum á Hellisheiði, sem eru e.t.v. PR-vænar, en hvorki sérlega umhverfisvænar né geta þær nokkru sinni orðið samkeppnishæfar.   

 Kjarnorka í samkeppni við kol


Að ráða áhöfn á þjóðarskútuna

Með kosningum til Alþingis er þjóðin að velja sér stjórnendur til að fara með sameiginleg málefni sín til allt að næstu 4 ára.  Hvað hefur fólk í höndunum núna til að taka afdrifaríka ákvörðun af þessu tagi ?

Það er hægt að nota 2 aðferðir til að komast að niðurstöðu.  Í fyrsta lagi má skoða málflutning frambjóðendanna í kosningabaráttunni, og í öðru lagi má skoða feril þeirra stjórnmálaflokka, sem farið hafa með völdin síðasta áratuginn.

Vinstri flokkarnir, sem helzt eru orðaðir við stjórnarmyndun eftir kosningarnar í dag, 28.10.2017, Vinstri hreyfingin grænt framboð, Samfylking og Píratahreyfingin, hafa teflt fram fólki, sem farið hefur með hreint fleipur í kosningabaráttunni, svo að ekki sé nú minnzt á persónulegar dylgjur. Slíkt háttarlag frambjóðenda og fylgifiska þeirra lýsir óvirðingu í garð kjósenda og miklum vandræðagangi, enda er niðurstaða kosningabaráttunnar sú, að vinstri flokkarnir eru málefnavana, en vilja þó hækka skattana af gömlum vana, þótt engin þörf sé á því núna ríkisbúskaparins vegna. 

Þau hafa haldið því fram, að á Íslandi ríki mikill tekjuójöfnuður, sem þau vilji leiðrétta og beita til þess skattkerfinu.  Þessi ástæða skattahækkunar hefur verið hrakin með vísun til gagna frá Efnahags- og framfarastofnuninni í París, OECD, sem sýna, að tekjujöfnuður er mestur á Íslandi innan OECD.  Að ganga lengra í tekjujöfnunarskyni getur orðið þjóðhagslega skaðlegt, því að þá verður hvatinn til að klifra upp tekjustigann of veikur.  Slíkt hamlar framleiðni og hagvexti.  Vinstri mönnum virðist mörgum vera fyrirmunað að skilja þessi einföldu sannindi um slæm þjóðhagsleg áhrif skattahækkana, sem allir á almenna vinnumarkaðinum átta sig þó á.

Vinstri græn og samfylkingar, t.d. Katrín Jakobsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson (líklega hlufallslega auðugasti frambjóðandinn miðað við hæfileika), hafa fullyrt, að á Íslandi ríki óþolandi eignaójöfnuður, sem beri að leiðrétta með skattbreytingum, "auðlegðarskatti", hækkun erfðafjárskatts o.s.frv. Samkvæmt Hæstaréttardómi er eignaskattsálagning við núverandi efnahagsaðstæður Stjórnarskrárbrot, og samt boða Katrín, Logi, Ágúst Ólafur & Co. þessa skattheimtu nú, sem sýnir, að þessir vinstri forkólfar eru gjörsamlega úti að aka í þjóðmálunum.

Credit Suisse hefur með rannsókn komizt að því, að eignajöfnuður er mestur á Íslandi innan Norðurlandanna og sá mesti á meðal efnaðra þjóða, en í fátækari löndum er sums staðar meiri eignajöfnuður.  Til að auka eignajöfnuð enn meir en orðinn er á Íslandi, þyrfti með öðrum orðum að draga úr meðalauðlegð í landinu.  Þar með væri barninu kastað út með baðvatninu, en það er einmitt algengasta afbrot  vinstri manna.  Af einfeldningslegum, yfirborðslegum og ósönnum málflutningi þeirra í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að dæma eru þeir þess einmitt albúnir að kasta barninu út með baðvatninu.   

Það stendur sem sagt ekki steinn yfir steini í kjarnamálflutningi stjórnarandstöðunnar.  Katrín Jakobsdóttir og aðrir vinstri sinnar eru orðin ber að því að fara með eintómt fleipur.  Vinnubrögð þeirra eru svo óvönduð, að með öllu er óboðlegt almenningi þessa lands, og það er með öllu ógerlegt fyrir athugulan kjósanda að bera nokkurt traust til þeirra.  Fólk af þessu sauðahúsi kann ekki að vinna, enda hafa sumir í þessari sauðahjörð aldrei gert neitt af viti.  Hvernig geta slíkir leitt aðra ?  Þeir hafa enga hæfileika til þess.

Þau hafa bitið hausinn af skömminni með því að halda því fram, að kjör almennings á Íslandi séu lakari en í nágrannalöndunum.  Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið og stenzt ekki skoðun Credit Suisse, sem hefur komizt að því, að kaupmáttur ráðstöfunartekna er nú orðinn hærri á Íslandi en í nokkru öðru landi innan OECD, nema Svisslandi.  Þetta er í samræmi við þá staðreynd, að "Eymdarvísitalan" er lægst á Íslandi af öllum löndum, þar sem hún er mæld. Þetta sýnir, að á vinstri væng er nú við að etja vindmylluriddara, þ.e.a.s. fólk, sem málar skrattann á vegginn án þess, að fyrir því sé flugufótur.  Þetta er annaðhvort ómerkilegt eða sjúklegt.  Hvernig getur hvarflað að nokkrum manni með jarðsamband í þessu þjóðfélagi að fela vindmylluriddurum forsögn og forystu fyrir sameiginlegum málum þjóðfélagsins ? Það er eins víst og 2 x 2 = 4, að slíkt mun leiða til ófarnaðar. 

 Núverandi staða þjóðmála er rós í hnappagat Sjálfstæðisflokksins, sem fór með stjórn fjár- og efnahagsmála í ríkisstjórn 2013-2016 og leiddi ríkisstjórn 2017.  Formaður Sjálfstæðisflokksins átti veg og vanda að uppgjöri ríkisins við slitabú föllnu bankanna og leiddi það til lykta með slíkum glæsibrag, að ríkissjóður rétti hlut sinn þannig, að hann og Seðlabankinn komu skaðlausir út úr Hruninu.  Þetta afrek var á kostnað slitabúanna, enda stundar slitabú Glitnis nú rætna hatursherferð gegn forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni.  Þar liggja hýenur vogunarsjóða á fleti fyrir, en munu ekki hafa erindi sem erfiði.  Allur mun sá óþverraskapur snúast í höndum þeirra og ómerkilegra handbenda þeirra.  

Sem fjármála- og efnahagsráðherra mótaði Bjarni Benediktsson skuldaleiðréttingu húsnæðiseigenda og kom því í kring, að bankarnir fjármögnuðu hana, þótt hugmyndin hafi vissulega komið frá núverandi formanni Miðflokksins.

Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, átti frumkvæði að lagasetningu um stöðugleikaákvæði fyrir rekstur ríkissjóðs, sem bindur hendur framkvæmdavaldsins varðandi þenslu ríkisútgjalda og rekstrarafgang hans.  Þetta var tímabær lagasetning, sem getur bætt fjármálastjórnun ríkisins og orðið mikilvægur steinn í vörðu efnahagslegs stöðugleika á Íslandi.  

Lokahnykkur umbótanna kom í hlut ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, sem mynduð var í janúar 2017 og felld í september 2017 í múgæsingi og misskilningi.  Þar er um að ræða afnám gjaldeyrishaftanna.  Það er hægt að fullyrða með því að rýna sögu vinstri stjórnarinnar 2009-2013, að engu af þeim afrekum, sem hér hafa verið tíunduð, hefði hún komið í verk. Mistakaferill þeirrar ríkisstjórnar er alræmdur, sbr "Icesave samninga" og afhendingu tveggja ríkisbanka "hrægömmum", algerlega að þarflausu.  Þar um borð kunnu menn ekkert til verka, og óþarfi að rekja það nánar. 

Engin ástæða er til að búast við neinu af nýrri vinstri stjórn, nema fíflagangi í utanríkismálum, fjárhagslegri fásinnu með ríkisfé, lakari kaupmætti ráðstöfunartekna almennings vegna aukinnar og skaðlegrar skattheimtu og vaxandi verðbólgu.   

Þarf þá frekari vitnana við um það, hverjir eru hæfir og hverjir eru óhæfir til að fara með stjórn landsins ?  Með Sjálfstæðisflokkinn sem slíka kjölfestu á Alþingi, að framhjá honum verði ekki gengið, þegar þingið mótar framkvæmdavaldið, verður hér haldið áfram veginn og álögum létt af fyrirtækjum og fólki, svo að viðkvæm staða útflutningsgreinanna styrkist nóg til að treysta viðkvæmt atvinnuöryggið og kaupmáttinn í landinu, sem er fyrir mestu. 

Atvinnuöryggið er viðkvæmt núna vegna mikilla kostnaðarhækkana fyrirtækjanna, og útflutningsfyrirtækin hafa jafnframt þurft að glíma við styrkingu ISK.  Hið jákvæðasta fyrir alla er lág verðbólga (undir viðmiði Seðlabankans), sem aðeins næst með ríflegum afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem síðan gengur til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.  Til að búa ríkið undir næsta efnahagsáfall má ekki hægja á uppgreiðslu skulda.  Þær eru nú miaISK 900, sem þýðir, að enn er ekki nægt borð fyrir báru til að mæta áföllum. 

Að velja þá til forystu, sem jafnan éta útsæðið, er ávísun á óstöðugleika og skort.

Vilborg Arna Gissurardóttir á Suðurpólnum í janúar 2013Listakjör


Utanríkismál í uppnámi eina ferðina enn

Fyrir Alþingiskosningar 28. október 2017 hafa utanríkismálin legið í láginni.  Það er óheppilegt, því að vinstri flokkarnir búast til að svíkjast aftan að þjóðinni í þeim efnum rétt einu sinni.  Þeim er á engan hátt treystandi til að halda af ábyrgð og festu á hagsmunamálum Íslands gagnvart erlendum þjóðum, eins og dæmin frá 2009-2013 sanna.

Afturganga síðustu ríkisstjórnar, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, ESB, hefur t.d. ekki verið kveðin niður, og utanríkisráðherra vinstri stjórnarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur haft á orði, að eftir kosningar verði Samfylkingin "í dauðafæri" að blása til nýrrar sóknar um aðalhugðarefni sitt, inngöngu í ESB og upptöku evru. 

Forsætisráðherraefni vinstri grænna, hin vingulslega Katrín Jakobsdóttir, mun eiga auðvelt með aftur að kyngja öllum heitstrengingum sínum í nafni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, VG, um að standa vörð um fullveldi Íslands, enda mun skoðunarkönnun hafa sýnt, að drjúgur hluti stuðningsmanna VG styður nú aðild Íslands að ESB, svo furðulegt sem það hljómar í samanburði við opinbera stefnuskrá VG, þar sem varað er við því, að stórauðvaldið noti fríverzlunarsamninga til að læsa klónum í auðlindir (smá) ríkja.  ESB er ekki nefnt þar á nafn.  

Undir "verkstjórn" Katrínar Jakobsdóttur má telja víst, að stjórnarskrárkapall verði lagður, þar sem leitazt verður við að lækka þröskuld fullveldisframsals til að greiða leið aðildar landsins að ESB.  Það verður gert undir þeim formerkjum, að greiða þurfi fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi, og það verður vísað til vafa um lögmæti EES-aðildar.  Tíminn mun fara í tóma vitleysu, eins og hjá síðustu ríkisstjórn vinstri flokkanna, 2009-2013, og landið fyrir vikið reka af leið stöðugleika og til upplausnar, eins og vant er undir vinstri stjórn, en vinstri forkólfarnir eru hreinlega ekki nægir bógar til að standa í ístaðinu.  Þar ber mest á lyddum og landeyðum. Þar vantar festu og myndugleika höfðingja Sunnlendinga á sinni tíð, Jóns Loftssonar í Odda, sem stóð gegn ásælni kaþólsku kirkjunnar í kirkjujarðir, þrátt fyrir bannfæringu biskups, og stóð á rétti jarðeigenda til eignarhalds með vísun til frelsis forfeðranna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þennan myndugleika til að bera, enda ber hann höfuð og herðar yfir aðra formenn stjórnmálaflokka, sama hvernig á hann er litið. 

Hann lýsti því yfir á fundi SES (Samband eldri sjálfstæðismanna) í Valhöll, 25.10.2017, að Sjálfstæðisflokkurinn muni beita öllu afli sínu gegn endurnýjun aðildarumsóknar og berjast gegn samþykkt hennar í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hugsanleg vinstri stjórn eftir kosningarnar, 28.10.2017, mun væntanlega setja á. Hann lýsti því jafnframt yfir, að sér þætti ekki mikið koma til stjórnmálamanna, sem kasta ágreiningsmálum á sínum vettvangi í þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að taka sjálfir afstöðu.  Slíkir hafa gefið pólitíska sannfæringu upp á bátinn fyrir völdin, en eru fyrir vikið engir leiðtogar.  Þetta taldi Bjarni Benediktsson vera misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslum.  Þær ætti að nota til fá staðfestingu eða höfnun þjóðar á gjörningi eða ákvörðun ríkisstjórnar, og stjórnmálaleiðtogar yrðu að standa eða falla með afstöðu sinni, líkt og gerðist í Brexit-atkvæðagreiðslu Bretanna, þar sem David Cameron, forsætisráðherra Breta, sagði af sér eftir að málstað hans var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þessari skýru afstöðu Bjarna Benediktssonar var fagnað með drynjandi lófataki á téðum fundi.  Katrín Jakobsdóttir kýs hins vegar að ganga til kosninga, "opin í báða enda enda".   

Hætt er við deilum á næsta kjörtímabili um aðild Íslands að NATO, sem landinu getur ekki orðið til framdráttar, því að okkur er nauðsyn á skjóli varnarsamtaka vestrænna ríkja nú sem fyrr.  Vinstri grænir eru á móti aðild Íslands að NATO.  Það mun ekki fara fram hjá helztu bandamönnum okkar, ef forysta ríkisstjórnar Íslands lendir í höndum slíks flokks, sem að þessu leyti sker sig úr í Evrópu og myndar skálkabandalag með "Die Linke"-vinstri sinnum í Þýzkalandi, sem eru arftakar SED-hins austur þýzka kommúnistaflokks Walters Ulbricht og félaga.  Það getur orðið örlagaríkt eftir kosningar, að skessur kasti á milli sín fjöreggi þjóðarinnar.

Samkvæmt stefnuskrá vinstri grænna verða ekki gerðir neinir nýir fríverzlunarsamningar við erlend ríki undir forsjá VG.  Ástæðan mun vera ótti um, að einhver græði.  Það er banvæn meinloka hjá vinstri grænum, að enginn megi græða.  Allt okkar samfélag er þó reist á því, að einstaklingar og fyrirtæki græði.  Að hafna gróða er ávísun á eymd og fátækt eins samfélags.  Slíkur flokkur er í raun ekki stjórntækur í lýðræðissamfélagi, enda eru "Die Linke" ekki taldir stjórntækir í Berlín.  Sannleikurinn er sá, að allir landsmenn græða á greiðum og hömlulitlum viðskiptum.  Það er nauðsynlegt að ná fríverzlunarsamningi á næstu misserum við okkar helztu viðskiptaþjóð, Breta.  Það er glapræði að standa á sama tíma í aðildarviðræðum við framkvæmdastjórn ESB.  Að berjast samtímis á tveimur vígstöðvum er ávísun á vandræði og að lokum algert tap.

Þá má ekki gleyma flóttamannavandamálinu, en þar reka vinstri flokkarnir óheillastefnu, sem einkennist af algeru virðingarleysi í meðferð skattfjár, hreinræktaða sóun, sem engum gagnast, nema fólkssmyglurum og lögfræðingum, sem reyna að tefja fyrir brottvísun tilhæfulausra hælisumsækjenda og vilja nú fá tryggar og auknar greiðslur fyrir þennan gjörning úr ríkissjóði, eins og lögfræðingur á framboðslista Samfylkingar í Reykjavík svo ósmekklega hefur lagt til. 

Á sama tíma og allar Evrópuþjóðir hækka þröskuldinn fyrir hælisleitendur, ætla vinstri flokkarnir að lækka hann.  Það þýðir bara eitt: smyglarar munu beina straumi flóttafólks hingað í meiri mæli, eins og gerðist með Albani, eftir misráðna ákvörðun Alþingis um málefni albanskra hælisleitenda.  Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir, að hann vilji taka upp norsku regluna um brottvísun tilhæfulausra hælisumsækjenda á innan við 48 klst.  Útlendingastofnun er nú komin niður í nokkrar vikur, og við þann árangur fækkaði hælisleitendum, sem gera út á heimsku og barnaskap Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í útlendingamálum okkar. 

Það er sjálfsagt mál að verja landið gegn afætum frá útlöndum með tilhæfulausar hælisumsóknir.  Það er engum greiði gerður með félagslegu dekri við hælisumsækjendur frá löndum, sem skilgreind eru örugg, í lengri tíma.  Vinstri grænir, samfylkingar og píratar munu örugglega klúðra þessum málum í barnaskap sínum og einfeldni með 10-20 milljarða ISK/ár kostnaði fyrir skattborgara.

Á sama tíma og að þessu rituðu er rétt að gera sér grein fyrir því, að atvinnulífinu hérlendis er um þessar mundir haldið uppi af hörkuduglegum útlendingum, líka frá löndum utan EES, þ.á.m. (kristnum) Georgíumönnum, sem halda uppi hagvexti og halda verðbólgu í skefjum, öllum til hagsbóta. Að stemma stigu við erlendum afætum á félagslega kerfinu hér á ekkert skylt við ímigust á útlendingum.  

Stærsta utanríkismálið í höndum nýrrar vinstri stjórnar verður án vafa umræða um að endurvekja strandaðar aðildarviðræður frá ársbyrjun 2013, sem höfðu reyndar steytt á skeri löngu áður, þegar ESB neitaði að opinbera rýniskýrslu sína um stöðu íslenzkra sjávarútvegsmála.  Sú neitun jafngilti þeirri niðurstöðu ESB, að íslenzk sjávarútvegsstefna væri ósamrýmanleg hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB.  

Í forystugrein Morgunblaðsins 17. október 2017,

"Engin fyrirstaða hjá VG",

eru leiddar að því líkur, að VG-forystan verði Samfylkingunni enn leiðitamari í næsta ESB-leiðangri en í þeim síðasta, og þótti þó flestum nóg um undirlægjuhátt flokksforystu VG þá.  Stefna Sjálfstæðisflokksins er hins vegar kýrskýr.  Engar aðildarviðræður, nema þjóðin samþykki fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu að hefja þær að nýju. Þeir valdsmenn, sem leggi slíkt mál fyrir þjóðina, verði síðan að standa og falla með skýrri afstöðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn mun tvímælalaust berjast hatrammlega fyrir höfnun þjóðarinnar á slíkri beiðni vinstri flokkanna og til vara, að þær hefjist ekki fyrr en fríverzlunarsamningur við Breta hefur verið til lykta leiddur. 

Höfnun felur í sér vantraust á þá ráðherra, sem fyrir aðildarviðræðum berjast, og þeim er þá ekki lengur til setunnar boðið, heldur verða að taka hatt sinn og staf. Ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs munu bera kápuna á báðum öxlum, svo óheiðarleg sem sú framkoma er gagnvart kjósendum, en þetta óhreinlyndi þeirra stafar af valdagræðgi.  Ráðherrar vinstri grænna munu vilja halda völdum óháð niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.  Þar kemur afstaða sósíalistans til lýðræðisins berlega í ljós.  Hann ber hvorki virðingu fyrir vilja, sjálfsaflafé né eignarrétti kjósandans.  Kjósandinn í huga sósíalistans er verkfæri hans til að framkvæma sósíalismann, eins og sósíalistanum þóknast að túlka hann á hverjum tíma.  Kjósandinn getur ekki treyst vinstri grænum fyrir horn.  

Úr téðri forystugrein:

"Nú er öldin önnur.  Þeir flokksmenn [VG], sem voru eindregið á móti Evrópusambandsaðild, eru horfnir á braut, og eftir sitja þeir, sem annaðhvort eru hlynntir aðild eða láta sig litlu varða, hvort fullveldið verður framselt til Brüssel.

Formaður flokksins er einn þessara, eins og sást glöggt í vinstri stjórninni, sem sótti um aðild og naut í einu og öllu stuðnings núverandi formanns. 

Fleira bendir til, að Vinstri græn verði létt í taumi að þessu sinni.  Í kosningaáherzlum flokksins fyrir kosningarnar 28. október 2017 er t.a.m. ekki minnzt á andstöðu flokksins við aðild að Evrópusambandinu.  Þeirri stefnu hefur einfaldlega verið stungið undir stól til að undirbúa stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna."

 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað þá skýru stefnu til nýrra aðildarviðræðna við ESB, að þær skuli alls ekki hefja, nema samþykki fáist fyrir því í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrst og síðan á Alþingi. Stjórnarflokkunum ber þá að taka lýðræðislegum afleiðingum úrslitanna, en þeir eiga ekki að hanga áfram við völd, eins og vinstri stjórnin 2009-2013 gerði svo skammarlega eftir þjóðaratkvæðagreiðslur um "Icesave-samningana".  Ef á að endurtaka sama leikinn og árið 2009 að gösslast í viðræður án umboðs frá þjóðinni beint, mun hins vegar hitna illilega í kolunum, bæði á Alþingi og í þjóðfélaginu.  Það eru gjörólíkar tímar nú gengnir í garð.   

 

 

 Tifandi tímasprengja


Bábiljurnar ríða ekki við einteyming

Sýnt hefur verið fram á, að kosningabarátta vinstri grænna hefur snúizt um fullyrðingar, sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar.  Það er klifað á lygum, sem eiga að réttlæta bylgju skattahækkana, ef/þegar vinstri flokkarnir ná tangarhaldi á ríkisvaldinu. Ómerkilegheitin ganga svo langt, að reynt er að telja fólki trú um, að almenningur muni ekki verða var við neinar skattahækkanir. 

"Hliðrun" byrða er bara kjaftæði. Hátekjuskattur á laun yfir 25 MISK/ár, eignaskattur á hreina eign yfir MISK 150 og eyðileggjandi hækkandi veiðileyfagjald mun tímabundið auka árlegar skatttekjur ríkissjóðs um minna en miaISK 20, sem er aðeins 10 % af fjármagninu, sem þarf í loforðaflaum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.  Þar eru hreinræktaðir loddarar og lýðskrumarar á ferð, sem munu ekki vita sitt rjúkandi ráð í ríkisstjórn. Nú er Katrín Jakobsdóttir farin að masa um samráð við stjórnarandstöðu á Alþingi og samráð við aðila vinnumarkaðarins, en það verður ekkert samráð um heimskupör hennar.  Þetta fjas er aðeins yfirbreiðsla á ákvarðanafælni hennar sjálfrar.

Bábiljurnar, sem hraktar hafa verið með vísun til OECD-Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París og Credit Suisse eru um, að á Íslandi sé meiri tekju- og eignaójöfnuður en annars staðar í norðanverðri Evrópu og að þetta þurfi að leiðrétta með tekjuskattshækkunum bæði á launatekjur og fjármagnstekjur, endurupptöku eignaskatts, og hver veit, nema hækkun erfðafjárskatts fái að fljóta með annarri tvísköttun.  Skattborgarans bíður ógnarstjórn villuráfandi sauða, sem vita ekkert í sinn haus.  Niðurstaðan verða hrossakaup a la Reykjavík, öll í boði skattborgaranna.

Það er dæmigert siðleysi að hálfu sossanna að reisa kosningabaráttu sína og væntanlega ríkisstjórnarstefnu á lygum.  Þegar hallað hefur á þá í rökræðunum, hafa þeir síðan sett mykjudreifarana í gang.  Það er lýsandi fyrir innrætið, því að í þeim ranni hefur jafnan gilt, að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem þannig háttar til, skiptir siðferði og heiðarleiki engu máli.   

Fyrir utan siðleysið þá er furðufávíslegt að leita sér ekki haldbærra upplýsinga um það, sem ætlunin er að láta kosningabaráttuna snúast um.  Hjá OECD hafa komið fram óyggjandi gögn, sem sýna svart á hvítu, að tekjujöfnuður er mestur á Íslandi af öllum ríkjum OECD, og hjá Credit Suisse hafa birzt gögn, sem sýna, að eignajöfnuður á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi og jafnframt mestur á meðal auðugra ríkja í heiminum.

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, benti jafnframt á þriðju bábilju hinna rakalausu og berstrípuðu vinstri flokka í Morgunblaðsgrein á bls. 29 þann 14. október 2017. Hún er sú, "að laun og auður séu með lægsta móti á Íslandi, og þar með séu lífskjör í mun verra horfi en í nágrannalöndunum.  Fyrst örlítið um ríkidæmi Íslendinga.  Samkvæmt rannsókn Credit Suisse eru auðæfi fullorðinna Íslendinga þau næstmestu að meðaltali á eftir Sviss af öllum þjóðum heims.  Ekki meira um það.

Annað - ef landsframleiðsla á mann á meðal ríkja heims er skoðuð, kemur í ljós, að áætlað er, að hún verði sú fimmta hæsta í heiminum [á Íslandi] á þessu ári.  Einungis Lúxemborg, Sviss, Noregur og Makaó búa við meira ríkidæmi á þennan mælikvarða en Ísland.  Þetta má lesa úr gögnum frá Alþjóða gjaldaeyrissjóðinum."

Það er alveg sama, hvar borið er niður.  Það stendur hvergi steinn yfir steini í málflutningi þessa lágkúrulega og brenglaða fólks, sem heldur dauðahaldi í kenningar sínar um, að íslenzka þjóðfélagið sé einhvers konar eymdarsamfélag, sem sé ekki við bjargandi án stórfelldra inngripa stjórnmálamanna til að bæta kjör alþýðunnar.  Öllum ætti að vera orðið ljóst, að þetta eru einfeldningsleg öfugmæli, sem engan veginn eiga við raunverulegar þjóðfélagsaðstæður á Íslandi, heldur ímyndað þjóðfélag slagorðaglamrarans Katrínar Jakobsdóttur og sósíalistískra fylgifiska hennar.  

Sveimhugar og grillupúkar af þessu tagi eru ófærir um að stjórna heilu þjóðfélagi.  Þess vegna mun illa fara með þetta fólk í Stjórnarráðinu. Það mun beita röngum ráðum, sem skapa munu fleiri vandamál en þau leysa.  Það er vegna þess, að sýn sósíalista á viðfangsefnin er röng og forgangsröðunin brengluð.

Það er enda eins víst og nótt fylgir degi, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna mun minnka fljótlega eftir að áhrifa fíflagangs þeirra með tekjur og gjöld ríkissjóðs fer að gæta. 

Það er jafnframt víst, að landsmenn væru ekki í sinni frábæru stöðu nú, ef undirmálsliðið hefði vermt ríkisstjórnarstólana eftir kosningarnar 2013 og hingað til.  Nægir að nefna "skuldaleiðréttingu heimilanna", uppgjör ríkissjóðs við þrotabú bankanna með stórfelldum stöðugleikaframlögum í ríkissjóð og afnám gjaldeyrishaftanna (enn eru þó hömlur á innflæði). Fjórar marktækar einkunnagjafir eru hækkun alþjóðlegs lánshæfismats á ríkissjóði, mikil skuldalækkun hans, lækkun vaxta Seðlabankans og lág verðbólga, sem þó hefur verið mæld óþarflega há vegna of mikils vægis húsnæðisliðarins.

Einn af þeim sköttum, sem Katrín Jakobsdóttir ætlar að hækka, ef/þegar hún kemst aftur til valda, er fjármagnstekjuskattur.  Sumir hagfræðingar telja, að sú skattlagning hafi neikvæðust áhrif á hagvöxtinn.  Flokksmenn Katrínar hafa margir hverjir horn í síðu hagvaxtar, sem þeir tengja við ósjálfbæra neyzlu og ofneyzlu, og þess vegna má búast við mikilli hækkun þessarar skaðlegu skattheimtu, sem þó er áætlað, að afli ríkissjóði aðeins 3,4 % skatttekna árið 2018. Þessi skattstofn skreppur auðveldlega saman við hærri skattheimtu og stækkar að sama skapi við lægri skattheimtu. Er til of mikils mælzt, að vinstri menn hugsi einhvern tíma málið til enda, en gösslist ekki áfram að afloknum hrossakaupum í samsteypustjórninni ? 

Um víðtækar og slæmar afleiðingar þessarar skattheimtu ritaði Vilhjálmur Bjarnason, Alþingismaður, í Morgunblaðið, 13. október 2017:

"Frjáls sparnaður með frjálsri þjóð":

 

Því miður er það svo, að allir hvatar í þessu samfélagi, sér í lagi skattalegir, eru til að auka skuldsetningu og draga úr sparnaði.  Raunar er það svo, að slíkir hvatar leiða að lokum til erlendrar skuldsetningar, greiðsluhalla við útlönd og þeirra meina, sem af slíkum halla leiða, sem eru gengisfellingar og kjaraskerðingar, sem fylgja gengisfellingum.  Þeir, sem vilja draga úr peningalegum sparnaði, eru landsölumenn."

Það eru álög á veruleikafirrtum vinstri mönnum, að þeir virðast enga grein gera sér fyrir afleiðingum skattahækkana sinna á hegðun skattborgaranna. Hún getur þó hæglega leitt til landflótta og samdráttar í atvinnulífinu, sérstaklega við núverandi aðstæður, þar sem hagkerfið er takið að hægja á sér.  Að láta skattheimtuna ráðast af geðþótta stjórnmálamanna og pólitískum kennisetningum í stað skýrra hagfræðilegra raka er ótrúlega frumstætt og kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum á 21. öld.  Katrín Jakobsdóttir hefur ekki enn aflað sér grundvallar þekkingar í hagfræði og á efnahagsmálum Íslands.  Ætlar hún að læra með því að fara sársaukafullu leiðina ?  Er það ekki of mikil leti ?

Þótt skattheimtan sé að forminu til 20 % núna af fjármagnstekjum, er hún í raun miklu hærra hlutfall af raunvöxtum, sem er hið eðlilega skattaandlag, en alls ekki verðbótaþátturinn.  Ef t.d. verðbótaþátturinn er 2 % og vextir 3 % af sparifjárupphæð, þá verður skattheimtan af raunávöxtuninni 33 %.  Þetta er svo mikil skattheimta, að hún letur til sparnaðar, samfélaginu til stórtjóns.  Þessa skattheimtu ætti að lækka niður í 10 % af raunávöxtun einvörðungu.  Slík aðgerð fæli í sér jákvæðan hvata til aukins sparnaðar, og mikill sparnaður einstaklinga er undirstaða heilbrigðs hagkerfis.  Samkvæmt lögmáli Lafflers munu tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti hækka við slíka skattheimtulækkun, en þær eru áætlaðar miaISK 28,5 árið 2018.

Um þetta skrifaði Vilhjálmur Bjarnason:

"Sparnaður er aldrei hættulegur. Sparnaður er forsenda framfara og nýsköpunar. Í öllu tali um skattlagningu fjáreigna er hvatinn sá að gera útlendinga ríka.  Auðvitað á markmiðið að vera að gera Íslendinga frjálsa."

Þetta er umhugsunarvert hjá Vilhjálmi.  Frjáls er einvörðungu sá, sem nýtur fjárhagslegs sjálfstæðis.  Margir Íslendingar hafa þurft að fórna fjárhagslegu frelsi sínu tímabundið á fyrri hluta ævinnar til að öðlast slíkt frelsi síðar á ævinni.  Hægri og vinstri stjórnmálaflokka greinir aðallega á um það, hvort almenningi eigi að gefast kostur á að safna eigin fé um dagana eða hvort hið opinbera eigi jafnóðum að gera upptækt allt, sem aflögu er.  Vinstri flokkarnir hérlendis hafa skrúfað skattheimtuna upp í rjáfur, en samt boða þeir skattahækkanir eftir kosningar 28. október 2017.  Útgjaldaloforðin eru samt margföld á við þær skattahækkanir, sem nefndar hafa verið, svo að engu er líkara en vinstri flokkarnir hyggist í raun halda enn út í skuldsetningarfyllerí, þ.e. hætta að grynnka á skuldasúpu ríkissjóðs, en dýpka hana þess í stað.  Að senda börnunum reikninginn með þessum hætti væri eftir öðru hjá vinstri mönnum.  Það er hámark ábyrgðarleysis glámskyggnra stjórnmálamanna.  

Að lokum þessi tilvitnun í Vilhjálm Bjarnason um þjóðhagslegt mikilvægi sparnaðar:

"Það er nefnilega þannig, að almannatryggingakerfi, sem hér hefur verið byggt upp, greiðir einungis lágmarksbætur.  Til þess að treysta það þurfa einstaklingar að byggja upp sinn viðbótar lífeyrissparnað og að eiga frjálsan sparnað því til viðbótar.  Til þess þarf að vera hvati, en ekki, að sparnaðurinn sé einungis skattaandlag. 

Hinn frjálsi sparnaður byggir upp velferð allra í samfélaginu, ekki aðeins þeirra, sem eiga, þótt þeir njóti síðar.

Með þeirri aldursskiptingu, sem er með þjóðinni, geta bætur almannatrygginga aldrei orðið grundvöllur ellilífeyris.  Frjáls sparnaður og hvatar hans geta einungis bætt úr vanda almannatrygginga og lífeyriskerfis."

Lækkum skattheimtu af fjármagnstekjum niður í 10 % af raunávöxtun.

 

  

 


Af skattheimtu og réttlæti

Vindmylluriddara-gengið, VG, vinnur nú samkvæmt kenningu formannsins, Katrínar Jakobsdóttur, um "hliðrun skattbyrðanna".  Það fer vart á milli mála, hvað hún á við, þótt orðalagið sé álappalegt.  Spurð um það, hverjir eiga að bera byrðar hennar, svarar hún því til, að það verði ekki almenningur. Athyglivert væri að heyra skilgreiningu hennar á þeim, sem ekki eru hluti almennings.

Ef hún ætlar að hafa eitthvað upp í kosningaloforðin, sem nema 200 miaISK/ár, verður hún að gera a.m.k. 3 efstu tekjutíundirnar að fórnarlömbum sínum, svo og fyrirtæki landsins, stór og smá, sparendur og fasteignaeigendur.  

Það þýðir, að hún mun stórhækka jaðartekjuskattheimtuna, sem nú nemur rúmlega 46 % á tekjur yfir 10 MISK/ár, og fara með hana yfir 50 % á tekjur yfir 7,0 MISK/ár (583 kISK/mán) og jafnvel í 75 % að hætti franskra sósíalista á tekjur efstu tveggja tekjutíundanna með tekjur yfir 10 MISK/ár. Þar með fara yfirvöld ránshendi um veski landsmanna.  Er það vilji stórs hluta almennings ?

Þar sem sossarnir íslenzku búa í afbökuðum og firrtum veruleika, átta þeir sig aldrei á viðbrögðum raunveruleikans.  Sossarnir eru eins og fiskar á þurru landi, þegar kemur að viðbrögðum fólks við hækkun þeirra á skattheimtu. Þau munu verða atgervisflótti, nokkuð sem Ísland má allra sízt við nú eftir að hafa nýendurheimt marga þá, sem flýðu á dögum síðustu vinstri stjórnar, 2009-2013, er hún sló skjaldborg um fjármálastofnanirnar, eins og flestum ætti að vera í fersku minni, og lét sér í léttu rúmi liggja, þótt bankar í eigu vogunarsjóða o.fl. beittu atvinnulíf og einstaklinga harkalegum innheimtuaðferðum og innheimtu miklu meira en Fjármálaeftirlitið reiknaði með við endurreisn bankanna með ríkisframlögum.  

Um kosningaloforð skrifaði Elías Elíasson í Morgunblaðið, 11. október 2017, undir fyrirsögninni:

"Kosningaloforðin í dag eru skattar morgundagsins":

" Mönnum er væntanlega enn í fersku minni flótti heilbrigðisstétta úr landi fyrir fáum árum vegna lágra launa.  Atvinnurekendur og fjárfestar geta líka flúið, með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið, en þetta er bara ein ástæðan fyrir því, að stilla verður skattlagningu í hóf og trúa loforðum varlega."

Vinstri grænir taka lítið sem ekkert mark á fræðum um skattheimtu, sem fara nærri um það við hvaða skattheimtu (%) hámarks samfélagslegur ávinningur fæst.  Sú skattheimta er lægri en núverandi jaðarskattheimta efra tekjuskattsþrepsins á Íslandi, 46,24 %, en líklega í grennd við lægra þrepið, 36,94 %.  Þess vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, boðað, að hann vilji lækka jaðartekjuskattsheimtuna niður í 35 %. Þessi stefnumörkun hans markar þáttaskil í sögu skattheimtu seinni ára á Íslandi.

Sennilega mundi þessi stefnumörkun í verki hámarka s.k. "mögulega velferð", sem tekjuskattur getur yfirleitt staðið undir, með einu slíku skattþrepi og tvöföldun persónuafsláttar, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur líka nefnt, ef blekbónda skjátlast ekki.  

Vinstri grænir ætla hins vegar í þveröfuga átt, enda hafa þeir legið á því lúasagi að ala á öfund í garð þeirra, sem um hríð njóta tiltölulega hárra launa.  Það, sem skiptir máli í þessu sambandi, eru ævitekjur manna, og það tekur langskólagengna sérfræðinga langan tíma að ná uppsöfnuðum meðalráðstöfunartekjum launamanna á Íslandi. Að ala á öfund vegna tímabundinna hárra tekna fyrir að sinna miklum ábyrgðarstöðum er lágkúruleg framkoma forkólfa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.  Þar fiska þeir í gruggugu vatni sem endranær, og heilbrigð skynsemi kemst hvergi nærri, þar sem fordómar og þröngsýni svífa yfir vötnunum.    

Um skattheimtuna (%) skrifar Elías:

"Hér [í ræðu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, við eldhússdagsumræður 29.09.2017] er ótæpilega lofað og án allra takmarkana og greinilegt, að ræðumaður reiknar með, að aukinni skattheimtu fylgi ætíð meiri þjónusta og meiri samhjálp.  En er það svo ?

Svarið er nei.  Ef skattprósentan er núll, fást auðvitað engar tekjur.  Þegar skattprósentan vex og stefnir á 100 %, hætta fleiri og fleiri að vinna, og við 100 % eru allir hættir. Þá fást heldur engar tekjur.  Mestar tekjur hljóta þá að fást einhvers staðar þarna á milli, og í grennd við þann stað getur þjóðfélagið veitt þegnum sínum þá mestu velferð, sem það megnar."

Hér má bæta því við, að nettó skatttekjur fást, þegar kostnaður við innheimtu og eftirlit hefur verið dreginn frá brúttóskatttekjunum.  Til einföldunar má reikna með, að þann kostnað megi draga upp sem beina línu frá upphafspunkti, sem sker síðan öfuga parabólu skattteknanna í einum punkti.  Þar eru skatttekjur lækkandi og orðnar jafnar innheimtu- og eftirlitskostnaði, og þess vegna er ljóst, að nettó skatttekjur lækka hratt með hækkun skatttheimtu umfram þá prósentu, sem hæstar gefur skatttekjurnar.  Nettó skatttekjur eru mismunur tekna og kostnaðar og ná hámarki við lægri skattheimtu en gefur hámarks brúttó skatttekjur.  Það er líklegt, að "kjörskattheimta" í skilningi hámarks nettóskatttekna jafngildi jaðarskatti á bilinu 30 % - 35 %.

Nú er formaður vinstri grænna tekinn að draga í land varðandi nýja skatta og skattahækkanir.  Þá kemur upp sú staða, að himinn og haf er á milli kosningaloforða hennar og skattahækkunaráforma, sem hún hefur gefið í skyn, þegar á hana er gengið, að séu á döfinni. Hún hefur sem sagt hvorki reiknað eitt né neitt í þessu sambandi, og það er ekki vitað, hvort hún kann litlu margföldunartöfluna, en hún reiknar samt með að njóta leiðsagnar Indriða H. Þorlákssonar við ákvörðun skattheimtu nýrrar vinstri stjórnar á gömlum belgjum. Vituð þér enn, eða hvað ?

Í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur eftir seinni fréttir í Ríkisútvarpinu 11. október 2017 mátti skilja á henni, að hún vildi þrepskiptan eignarskatt ofan við nettó eign MISK 150 á einstakling.  Þá  verður nú ekki feitan gölt að flá, því að meðaltals nettó eign í efstu eignatíundinni er um MISK 100.  Það má telja líklegt, að þegar Indriði, skattaráðgjafi Steingríms á sinni tíð, hefur útskýrt fyrir Katrínu, að þessi skattheimta svari varla kostnaði, þá muni hún endurskoða afstöðu sína og breikka skattstofninn.  Þess má geta, að vinstri stjórnin 2009-2013 skattlagði nettó eign einstaklinga allt niður í MISK 75. Vinstri vítin eru til að varast þau.

S.k. "auðlegðarskattur" er mjög ósanngjarn, t.d. af því, að hann felur í sér margsköttun.  Það hafa verið greiddir skattar af tekjum til að afla eignarinnar, og síðan eru árleg fasteignagjöld til sveitarfélaganna af þessu skattaandlagi.  Hér er um hægfara eignaupptöku að ræða, sem sennilega stríðir gegn Stjórnarskrá. Þess vegna var um tímabundin lög á sínum tíma að ræða, sem runnu sitt skeið á enda árið 2015.

Um fasteignagjöldin skrifaði Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði, í Fréttablaðið, 10. október 2017:

"Fasteignaskattur á Íslandi grundvallast á jafnundarlegum skattstofni [áætlað verðmæti eignar myndar skattstofn].  Það er talið réttlæta skattahækkun, að eign hafi hækkað í verði, þótt not af eigninni hafi ekkert breytzt og skattþegninn hafi ekki bætt við sig tekjum.  Opinberum stofnunum er falið að áætla söluverðmæti eignar, og síðan er stjórnvöldum gefið veiðileyfi í samræmi við það.  Það er undir duttlungum sveitarstjórna komið, hvort og hvernig þær útfæra veiðileyfið, t.d. með því að skattleggja mismunandi eftir aldri eigenda."

Sama má segja um væntanlegan "auðlegðarskatt" Katrínar Jakobsdóttur, sem væntanlega verður að mestu fasteignaskattur.  Þetta gefur einnig tilefni til að leiða hugann að þætti fasteignaverðs í neyzluvísitölunni.  Það gengur ekki að láta villtar sveiflur á húsnæðismarkaði hafa mikil áhrif á vísitölu verðlags.  Við útreikning vísitölunnar ætti bæði að draga úr vægi húsnæðiskostnaðar og deyfa verulega allar skammtíma sveiflur samhliða því, sem fasteignagjald verði miðað við brunabótamat og þak sett við 0,15 % af brunabótamati.  Sennilega er skynsamlegast að taka upp samræmda neyzluvísitölu að evrópskri fyrirmynd.

 

 

 

 

 


Ábyrgðarlaus útgjaldaloforð

Vindmylluriddara-gengið, VG, hefur sefjað sig upp í það, að ástand "auðvaldsþjóðfélagsins" sé með þeim hætti, að nú sé kominn tími til að ganga í skrokk á fyrirtækjum landsins, sparendum og fasteignaeigendum, og illa skilgreindum hópi "hátekjufólks", sem e.t.v. skipa þó 3 efstu tekjutíundirnar að mati VG, þ.e. þá, sem eru með meira en um 7 MISK/ár eða 0,58 MISK/mán í laun. Hvaða skattbyrði gæti þetta þýtt fyrir síðast nefnda hópinn ?  

Lausleg athugun bendir til, að verði hæstu 3 tekjutíundirnar látnar bera 3/4 af áformum vindmylluriddaragengisins um útgjaldahækkanir umfram fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þ.e. 3/4*67=50 miaISK/ár, þá mun tekjuskattheimtan af þessu fólki hækka um fjórðung.  T.d. í efstu tekjutíundinni, þar sem meðallaun árið 2016 voru MISK 18,4, var meðalskattheimtan 2016 rúmlega 40 %, en mun losa 50 % eftir líklegar skattahækkanir vindmylluriddaragengisins.  Að sjálfsögðu þarf þá jaðarskattheimtan að hækka úr 46 % og hátt yfir 50 % með öllum þeim stórskaðlegu þjóðfélagsáhrifum, sem slík eignaupptaka hefur í för með sér. 

Þetta er gjörsamlega fáheyrð skattahækkun og óréttlát með afbrigðum, því að í efstu 3 tekjutíundunum er fólkið, sem fórnað hefur mörgum árum ævi sinnar í launalausan undirbúning ævistarfs, sem hefur hingað til verið á mörkunum, að skilaði þessu fólki, sem stundum er nefnt menntafólk, meðalævitekjum á hverjum tíma í landinu. 

Katrín Jakobsdóttir, sem ekkert tækifæri lætur annars ónotað til að smjaðra fyrir menntun, ætlar með öðrum orðum að girða fyrir það, að menntafólk njóti þeirrar lágmarkssanngirni að hálfu ríkisvaldsins að eiga möguleika á að njóta sambærilegra ráðstöfunartekna yfir ævina og meðaltekjumaður í samfélaginu.  Þetta er fáheyrð frekja og yfirgangur að hálfu stjórnmálamanna, sem eru viti sínu fjær í ímynduðu þjóðfélagi íslenzkra sósíalista.

Þjóðfélagið, sem sossarnir hafa sefjað sig upp í að ímynda sér, að þeir lifi í, til að réttlæta dauðahald sitt í sósíalismann, er ekki til, og þess vegna eiga úrræði þeirra engan veginn við í raunveruleikanum, heldur eru beinlínis hættuleg fyrir velferð þjóðarinnar.  Katrínu Jakobsdóttur má líkja við hálfblindan og heyrnarlausan skipstjóra, sem stýrir eftir kolröngu sjókorti.  Slík sjóferð mun enda voveiflega.   

Sannleikurinn er sá, að horfurnar eru miklu svartari en þetta fyrir skattgreiðendur.  Loforðaglamur skyni skroppinna stjórnmálamanna, sem skeyta engu um staðreyndir, en lifa í tilbúinni veröld, kostar í framkvæmd nálægt 200 miaISK/ár, en ekki 67 miaISK/ár, eins og VG lagði til við gerð fjármálaáætlunar vorið 2017 á Alþingi.  Hvað hefur Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, um þetta að segja ?  Hún skrifaði "Endahnútinn" í Viðskiptablaðið, 5. október 2017, og verður nú vitnað í hana:

"Háværar kröfur eru hjá flestum flokkum, að auka þurfi ríkisútgjöld og draga úr þeim mikla ójöfnuði, sem hér ríkir.  Það sé því nauðsynlegt að skattleggja fyrirtækin og þá ríkari í samfélaginu.  Það virðist minna til vinsælda fallið að benda á tölulegar staðreyndir.  Hér er tekjujöfnuður einn sá mesti á meðal þróaðra ríkja.  Þá er skattheimta og útgjöld hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu nær hvergi hærri en hér á landi.  Fyrir síðustu kosningar gengu flest loforð út á að hækka það hlutfall"

Við þær aðstæður, sem Ásdís Kristjánsdóttir lýsir hér, er óðs manns æði að auka skattheimtuna enn meir á Íslandi, og það er alveg öruggt mál, að verði opinberi geirinn stækkaður umfram þau 45 %, sem hann er í núna, mun það fljótlega grafa undan samkeppnishæfni landsins um fólk, þjónustu og vörur, og geta valdið harðri lendingu hagkerfisins með miklu atvinnuleysi, sem samdrætti hagkerfisins fylgir. Það er ekkert borð fyrir báru núna hjá litlum fyrirtækjum, einkum í útflutningsgeirum atvinnulífsins.  Til að létta atvinnurekstrinum róðurinn er nauðsynlegt að létta opinberum álögum af fyrirtækjunum til að stuðla áfram að starfsemi þeirra og atvinnusköpun, en ekki að þyngja álögurnar, eins og veruleikafirrtir vindmylluriddarar boða nú.   

Tugmilljarða ISK/ár skattahækkanir í kjölfar kosninga væru algert óráð og raunar skemmdarverk á hagkerfinu, sem greiða ekki fyrir kjarasamningum, en munu leiða  til snöggrar minnkunar á atvinnuframboði og eftirspurn í hagkerfi, þar sem hagvöxtur fer nú þegar minnkandi.  Það verður hins vegar engu tauti við sossana komið.  Þeir lifa í gerviveröld sjálfsblekkingar og hafa algerar ranghugmyndir um íslenzka samfélagið, sem styðjast ekki við neinar tölfræðilegar staðreyndir, hvorki um nettó tekjudreifingu né eignadreifingu. Sossarnir eru eins og illa lesnir nemendur í skóla, sem reyna að bjarga sér á hundavaði með fullyrðingum, sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar.  Þetta fólk hefur aldrei getað né viljað temja sér vönduð vinnubrögð. 

 Sossarnir eru í krossferð gegn "kapítalinu" sökum eigin sálarháska vegna gjaldþrots sósíalismans hvarvetna í heiminum og munu skola barninu út með baðvatninu, nái þeir tökum á balanum hér á landi í kjölfar kosninganna 28.10.2017.  

Ný kynslóð í landinu hefur látið glepjazt af fagurgala um allt fyrir alla ókeypis og virðist vilja fara út í þá þjóðfélagstilraun, sem óhjákvæmilega fylgir valdatöku sossanna, og brotlending efnahagslífsins með kjarahruni almennings verður óhjákvæmileg afleiðing svo gáleysislegrar og óþarfrar tilraunar.  Í kjölfarið verður þó sá draugagangur vonandi kveðinn niður hér um langa hríð, en dýrkeypt verður það, eins og oft vill verða, þegar kveða þarf niður óværu.

Aftur að "Endahnúti" Ásdísar Kristjánsdóttur:   

"Tölur sýna, að sé leiðrétt fyrir aldurssamsetningu þjóða, eru útgjöld til heilbrigðismála einna hæst hér á landi.  Aldurssamsetningin mun hins vegar breytast og útgjöldin með, en slík framkvæmd nú [hækkun opinberra útgjalda hérlendis til heilbrigðismála upp í 11 % af VLF] auk afnáms greiðsluþátttöku myndi kosta ríkissjóð hátt í 100 milljarða kr á ári." [Undirstrikun BJo.]

Þessi ósköp eru einmitt á stefnuskrá Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, en hún hefur þó aðeins lagt til hækkun á árlegum útgjöldum ríkissjóðs um miaISK 67 að meðaltali (miaISK 53 til 75) á næstu 5 árum.  Þetta sýnir svart á hvítu, að það vantar samræmi á milli "útgjaldaloforða" vinstri grænna haustið 2017 og tillagna þeirra um auknar ríkistekjur við gerð fjármálaáætlunar á Alþingi vorið 2017. Vinstri grænir eru svo ábyrgðarlausir í tali um fjármál og efnahagsmál, að furðu sætir, nema skýringin sé sú, að þeir ráði engan veginn við þetta viðfangsefni.  Blekbóndi hallast að því, enda virðist hugsunargangur þeirra oft á tíðum vera af öðrum heimi. 

Formaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, fer á fundum undan í flæmingi og þykist ætla að "hliðra" skattbyrðunum, þannig að þær lendi ekki á "almenningi".  Hún virðist ætla að láta efstu tekjutíundirnar þrjár borga brúsann. Hvers konar óráðshjal er þetta eiginlega ?  Þarna sitja t.d. á fleti fyrir fyrrverandi námsmenn, sem hafa lokið námi, oft erlendis, stórskuldugir, og munu rétt verða með miðlungs ráðstöfunartekjur yfir ævina vegna fremur stutts starfsferils og langs launalauss náms.  Nú á sem sagt að gefa langskólanámi þumalinn niður og höggva enn í þennan knérunn, svo að líkja má þá við eignaupptöku.  Hvaða afleiðingar halda menn, að önnur eins endemis ósanngirni og dónaskapur hafi fyrir þjóðfélagið ?  Landflótti er líklegur, spekileki, sem þó bar að forðast í lengstu lög. Vinstri grænir eru veruleikafirrtur sértrúarhópur, stórskaðlegur sjálfum sér og öðrum í raunheimum.  

Áfram með hina glöggu og skýru Ásdísi:

"Heitið var að hækka lágmarksgreiðslur almannatrygginga í 300´000 kr, tvöfalda barnabætur, lengja fæðingarorlofið, hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs, byggja þúsundir leiguíbúða með ríkisstuðningi og auka stuðning við fyrstu kaup fasteigna.  Í heild myndi sá loforðaflaumur kosta aðra 100 milljarða kr." [Undirstrikun BJo.]

Hér stöndum við frammi fyrir kosningaloforðum vinstri grænna upp á 200 miaISK/ár.  Þetta er um 25 % aukning ríkisútgjalda.  Hér er verið að lofa því að eyða miklu meiru af annarra manna aflafé en flest fólk sættir sig við, og stöðugleiki hagkerfisins leyfir, í þeirri von, að peningaflóðið greiði þeim leiðina til valda.  Þetta er siðlaust og glórulaust framferði, sem ber að berjast hatrammlega gegn á öllum vígstöðvum.  


Vindmylluriddara-gengið: VG

Einkenni á málflutningi VG-félaga er, að þeir búa sér til gerviveröld og æsa sig síðan upp í hatrömmum andróðri við "óréttlætið" í þessum gerviheimi. Þessi skrýtna hegðun vinstri grænna hefur opinberazt í furðumálflutningi þeirra í yfirstandandi kosningabaráttu um jöfnuð og kaupmátt ráðstöfunartekna á Íslandi, sem hefur verið flett ofan af sem hreinum ósannindum.  VG-félagar eru furðudýr í pólitískum sýndarveruleika, án minnstu þekkingar á fjármálum íslenzka ríkisins og lögmálum efnahagslífsins.  Þeir svífa um á rauðu skýi klisja og slagorða. Sannkallaðir vindmylluriddarar.

Sósíalistar komust í sálarháska við fall Ráðstjórnarríkjanna árið 1990, og ráð þeirra út úr því hugmyndafræðilega öngstræti var að hverfa á vit sýndarveruleika.  Þá skálda þeir upp "óréttláta og spillta" gerviveröld, og sefja sig upp í hatramma baráttu gegn henni. Þetta höfum við séð í málflutningi Hugos Chavez og Nicolas Maduros í Venezúela, og þetta sjáum við á Íslandi, þar sem sósíalistar skálda upp sviðsmynd af fátækt, ójafnrétti og misskiptingu efnislegra verðmæta, sem stenzt enga skoðun.

Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, gaf innsýn í forneskjuleg hugarfylgsni sín á Flokksráðsfundi VG 19. ágúst 2017.  Þar varpaði hún ljósi á fáránlega sviðsmynd, sem hún hefur dregið upp af Íslandi og á sér enga stoð í raunveruleikanum:

"Vaxandi misskipting gæðanna sprettur beinlínis af því efnahagskerfi og þeim pólitísku stefnum, sem hafa verið ráðandi undanfarna áratugi, og nú er svo komið, að sífellt fleira fólk er farið að finna fyrir því."

Kjósendur ættu að velta því fyrir sér, hvaða efnahagskerfi það er, sem "litla stúlkan með eldspýturnar og púðurtunnuna" vill, að leysi núverandi efnahagskerfi af hólmi.  Niðurstaða blekbónda er sú, að það eigi ýmislegt skylt við "alræði öreiganna".  

Þarna er forsenda formanns vindmylluriddara-gengisins sú, að á Íslandi eigi sér stað "vaxandi misskipting gæðanna".  Þessi forsenda formannsins er röng.  Tekjujöfnuður er hvergi meiri á Vesturlöndum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum GINI-ójafnaðarstuðli, og þessi ójafnaðarstuðull hefur farið nánast stöðugt lækkandi frá tíð vinstri stjórnarinnar 2009-2013.  Þarf mikla ósvífni eða ótrúlega fávísi, og er hvorug gott vegarnesti inn á Alþingi og jafnvel í stól forsætisráðherra, til að varpa fram þessum ósannindavaðli.  

Lítum þá á eignastöðuna.  Hagstofan birti í v. 40, fyrstu viku október 2017, árlegar tölur um eigna- og skuldastöðu einstaklinga og heimila.  Eigið fé heimilanna jókst um 13 % árið 2016 og fór í rúmlega miaISK 3300 (mia=milljarður) í árslok.  Þetta sýnir minnkandi skuldsetningu og aukið efnahagslegt öryggi almennings.  Efsta eignatíund heimilanna á 62 % heildareignanna eða miaISK 2100.  Erlendis er þetta hærra hlutfall, enda er íbúðareign almennari hér en víðast hvar annars staðar, þótt sigið hafi á ógæfuhliðina í þeim efnum á þessum áratugi vegna geggjaðra verðhækkana af völdum lóðaskorts og útleigu til ferðamanna. Til að lækka verðið þarf einfaldlega að stórauka framboðið. Þá reka vinstri flokkarnir andróður gegn sjálfseignastefnu húsnæðis.  Allt hefur þetta leitt til hlutfallslegrar fækkunar fólks, sem býr í eigin íbúð.  Það er brýnt velferðarmál að snúa þessu við, svo að yfir 90 % fjölskyldna nái að koma sér eigin þaki yfir höfuðið og tryggja þannig afkomu sína til æviloka, eins og bezt verður á kosið.

Hvað eru þetta miklar hreinar eignir á mann í efstu tíund ?  100 MISK/mann (M=milljón) er meðaltalið, þ.e. hús, bíll og nokkur peningalegur sparnaður.  Það er nú allt og sumt.  Vart er hægt að hugsa sér meiri eignajöfnuð í landi, þar sem ein helzta lífeyristrygging landsmanna er eigið húsnæði, og bíll er hverjum manni nauðsyn til að komast ferða sinna.  

Annar mælikvarði á þróun eignastöðu fjölskyldnanna er breyting á fjölda með neikvætt eigið fé.  Fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði fækkaði árið 2016 um 20 % og voru 5856 í árslok með að meðaltali -MISK 5,0 í eigið fé.  Fjölskyldum í eigin húsnæði, sem ætla má, að búi við þröngan kost, fækkaði þannig um 1-2 þúsund.  Frá árinu 2010, þegar alræmd "skjaldborg heimilanna" var við lýði, hefur þessum fjölskyldum fækkað um 70 %, en þær voru þá 25´000 talsins.  Þetta er "bylting auðvaldskerfisins" til batnaðar fyrir heimilin í landinu.  

Á árabilinu 2010-2016 hefur eiginfjárstaða einstaklinga hækkað úr miaISK 1565 í miaISK 3343 eða rúmlega tvöfaldazt.  Til samanburðar hefur eiginfjárstaða eignamestu tíundarinnar "aðeins" hækkað um 53 %.  Auðvitað munu firrtir vindmylluriddarar VG stinga hausnum í sandinn við þessi tíðindi, en hvernig skyldi upplitið á þeim verða við þau tíðindi, að eigið fé 5. tíundarinnar hefur frá 2010 aukizt um 413 % og 6. tíundar um 317 %.  Fólk í tíundinni með verstu eiginfjárstöðuna hefur lækkað nettóskuldir sínar um helming.  Tveir eignatíundarhópar, 3. og 4. tíund, voru með neikvætt eigið fé árið 2010, en þessi 20 % skattgreiðenda eru nú með jákvætt eigið fé.  

Óðinn skrifar um þetta í Viðskiptablaðið 5. október 2017:

"Allt tal um, að uppgangur síðustu ára hafi verið á kostnað launafólks og bara til hagsbóta fyrir fjármagnseigendur og "auðvaldið" er því úr lausu lofti gripið.  Það er gott að hafa í huga í aðdraganda enn einna kosninganna."   

Það, sem hér hefur verið dregið fram af talnastaðreyndum Hagstofunnar, sannar, að eignajöfnuður í landinu hefur batnað gríðarlega frá 2010 og hélt áfram að batna árið 2016.  Tali formanns vindmylluriddaragengisins um "vaxandi misskiptingu gæðanna" er á grundvelli ofangreindra tölulegu staðreynda bezt lýst sem helberri þvælu, sem reist er á firrtu sósíalistísku viðhorfi til raunveruleikans.

  Katrín Jakobsdóttir hefur náð talsverðri leikni sem vindmylluriddari í að draga upp falsmynd af þjóðfélaginu og síðan að ráðast á þessa falsmynd í anda byltingarsinnaðra sósíalista, nákvæmlega eins og vindmylluriddarinn "sjónumhryggi" á sinni tíð á Spáni réðist á vindmyllur, sem hann taldi illa dreka.  Það er ódýr kosningabarátta að ætla að umbylta því, sem er ekki til, og boðar ekkert gott fyrir hag landsins eftir kosningar 28. október 2017, ef vindmylluriddarar ná völdum.  Að afneita staðreyndum og húka í heimi tilbúningsins, leikritsins, hentar almenningi afskaplega illa, ef hinir firrtu sitja í Stjórnarráðinu.    

 


Eymdarvísitalan

Eymdarvísitala er einfaldur mælikvarði á lífskjör í einu landi.  Höfundur hennar er Arthur Okun, hagfræðingur, sem nefndi hana á ensku "The misery index", en sumir kalla hana "The economic discomfort index".  

Hún er reiknuð þannig út, að tekin er verðbólga síðustu 12 mánuðina, vb %, og meðaltals atvinnuleysi á sama tímabili, al %, og lagt saman:

EV = vb % + al %.

Síðan 1991 hefur EV yfirleitt verið á bilinu 5-10, en árin 2016-2017 bregður svo við, að hún er undir 5 og er um þessar mundir í sínu sögulega lægsta gildi, 4,2.  Eymdarvísitalan hefur ekki farið undir 5 síðan árið 1998. Hún náði hámarki í árslok 2008 og hefur nánast samfellt verið á niðurleið síðan.  Eymdarvísitalan er núna einna lægst á Íslandi af öllum löndum heims, enda er kaupmáttur launa hvergi hærri, nema í Sviss.  Íslendingar hafa skriðið fram úr Norðmönnum, Dönum og Lúxemborgurum, hvað kaupmáttinn varðar.  Það ríkir hins vegar óvissa um framhaldið, og nokkurrar svartsýni er tekið að gæta um, að takast muni að varðveita þennan tiltölulega háa kaupmátt.  

Um þá, sem hæst hafa skorað í Eymdarvísitölu, skrifar Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, í Markaði Fréttablaðsins, 4. október 2017:

"Í samanburði á eymdarvísitölunni við erlend ríki má sjá, að þau, sem skora verst í eymdarvísitölunni, eru þau, þar sem efnahagsleg óstjórn og óstöðugleiki er mestur, og þar ríkir raunveruleg eymd."

 

Það er mikil hætta á því, að eftir kosningarnar 28. október 2017 stigi hér Eymdarvísitalan.  Ástæðan er sú, að þá er líklegast, að fylgi vinstri flokkanna og miðjumoðsins dugi til að mynda sams konar meirihluta um landsstjórnina og nú ríkir í Ráðhúsi Reykjavíkur, þ.e. vinstri grænir, samfylkingar og píratar, eða miðjumoð í stað hinna ókræsilegu pírata.  Í Reykjavík hafa verið mikil lausatök á fjármálum og skuldum verið safnað upp í rjáfur þrátt fyrir hámarks skattheimtu á nánast öllum sviðum.  Skuldastaða Reykjavíkur-samstæðunnar, þ.e. borgarsjóðs og dótturfyrirtækja, er ósjálfbær, þannig að nú stefnir í, að yfir Reykjavík verði settur tilsjónarmaður snemma á næsta áratugi. Er það hrikaleg lítillækkun fyrir eina höfuðborg.

Í stuttu máli má telja ástæður árangursleysis vinstri manna við stjórnun opinberra málefna þær, að þá skortir bæði þekkingu og áhuga á fjármálum og áhrifum breytinga á opinberum gjöldum á hag og hegðun almennings, og tilhneigingu þeirra til að þenja út opinber umsvif og stjórnkerfi hins opinbera auk dómgreindarleysis, sem leiðir til, að þeir sjá ekki skóginn fyrir trjánum og fara á flot með glórulaus gæluverkefni.   

Nú hægir á hjólum efnahagslífsins á Íslandi.  Því til sannindamerkis lækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti sína um 0,25 % í byrjun október 2017 , og eru þeir þá 4,25 %.  Það má þá búast við, að atvinnulausum fjölgi í vetur frá núverandi gildi, 2,8 %, þótt engar íþyngjandi kvaðir verði lagðar á fólk og fyrirtæki.  Þess vegna er rétta ráðið nú að halda áfram á braut skattalækkana.  Hækkun skatta skapar skilyrði brotlendingar hagkerfisins við núverandi aðstæður.    

Vinstri græn lögðu í vor fram hugmyndir um auknar tekjur ríkissjóðs við umræður um fjármálaáætlun ríkisstjóðs 2018-2022 upp á um miaISK 333, stighækkandi frá 53 miaISK/ár til 75 miaISK/ár.  Þetta var til að fjármagna heldur minni útgjaldahugmyndir.  VG útfærði ekki hugmyndir sínar um aukna fjáröflun fyrir ríkissjóð.  Katrín Jakobsdóttir hefur í umræðum um þetta sýnt, að hún ber mjög takmarkað skynbragð á fjármál ríkisins, því að hún hefur gert tilraun til að telja fólki trú um, að þessi tekjuöflun sé möguleg með því einvörðungu að auka skattheimtu á efstu tekjutíunduna, auðugustu heimilin og sjávarútveginn.  Þetta hefur verið hrakið rækilega, en málflutningurinn afhjúpar téða Katrínu sem loddara af ósvífnustu gerð gagnvart þjóð sinni.  Hún er þar með orðin fullkomlega ótrúverðug og í engu treystandi.  Að kaupa af henni notaðan bíl væri glapræði. 

Ef ný ríkisstjórn fjármagnar þetta með aukinni skattheimtu á almenning, sem þeim ber að gera í stað þess að senda framtíðinni reikninginn, er hér um svo gríðarlegar viðbótar álögur á fólk og fyrirtæki (um 1,0 MISK/íb) að ræða, að atvinnuleysið mun örugglega vaxa mun hraðar en ella.  

Aukið peningamagn í umferð verður fylgifiskur þess að hægja á uppgreiðslu ríkisskulda, en verja auknu fé þess í stað til rekstrar og fjárfestinga á vegum ríkisins.  Aukið peningamagn í umferð mun leiða til vaxandi verðbólgu, sem grefur undan lífskjörum almennings og þyngir skuldabyrði flestra húsnæðislána.  Hætt er við, að þetta nýja, en gamalkunnuga ástand, skapi ólgu á vinnumarkaði. Eymdarvísitalan nær þá örugglega tveggja stafa tölu.  Vitleysan í vinstri grænum getur orðið þjóðinni dýrkeypt.   

Aukin skattheimta af fyrirtækjum á tímum minnkandi hagvaxtar mun neyða þau til að draga saman seglin í mannahaldi, enda mun hækkun tekjuskatts leiða til minni eftirspurnar vöru og þjónustu.  

Þetta saman lagt mun óhjákvæmilega leiða til þess, að þessi ágæti mælikvarði á stjórnarfar í landinu, Eymdarvísitalan, mun taka stökk upp á við, þegar áhrifa nýrrar vinstri stjórnar tekur að gæta.  Miðað við hefðbundið getuleysi vinstri manna til að stjórna landinu, hirðuleysi um efnahagslögmálin og andúð á hagvexti, þá er ástæða til að óttast hækkun Eymdarvísitölunnar um 2,0/ár, þannig að hún verði komin yfir 10,0, ef vinstri stjórn endist út fullt kjörtímabil, en það er sögulega séð óvenjuhá Eymdarvísitala á Íslandi.  Það verður spennandi að fylgjast með þessu og hafa þá ríkulega í huga, að borgaralegum ríkisstjórnum hefur tekizt svo vel upp að undanförnu, að Eymdarvísitalan árið 2017 náði niður í 4,2 og var á niðurleið í október 2017.   

falkinn1_444247

  


Hægir á hjólum efnahagslífsins

Þann 4. október 2017 ákvað Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um 0,25 %.  Þetta er staðfesting Seðlabankans á því, að nú hægir á hjólum efnahagslífsins, spurn eftir vinnuafli og hagvöxtur fer minnkandi. Samt er enn góður hagvöxtur, en hann fer minnkandi, og hagkerfið virðist stefna inn til mjúkrar lendingar. 

Frekari rök fyrir vaxtalækkun er verðhjöðnun í landinu síðustu 12 mánuði 3,1 % á helztu vörum og þjónustu, sem almenningur notar, en 1,4 % verðbólga, sé húsnæðiskostnaði, sem e.t.v. vigtar of mikið í vísitölunni, bætt við. Nýleg rannsókn leiddi í ljós, að verðlækkunaraðgerðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta kjörtímabili, þ.e. afnám almennra vörugjalda og tolla ásamt lækkun VSK á flestum vörum úr 25,5 % í 24,0 %, hafa nú skilað sér að fullu til neytenda.  Þá breyttist viðskiptaumhverfið til hins betra við þetta, svo að COSTCO og Hennes & Mauritz ákváðu að hasla sér völl á Íslandi.  Öllu þessu voru vinstri grænir á móti, eins og sönnum afturhaldsflokki sæmir, sem lítur á neytendur og skattborgara sem jarmandi sauðfé í rétt, sem ríkið eigi að rýja inn að skinni. Því miður virðast vinstri grænir alltaf velja verri kostinn, eigi þeir tveggja kosta val.  Ef þessum fíl verður hleypt inn í postulínsbúðina, þá mun verða hér hörð lending hagkerfisins og kaupmáttur ráðstöfunartekna alls þorra þjóðarinnar mun hrynja.  Það er nefnilega engan veginn sama, hvaða stjórnarstefnu er fylgt um okkar sameiginlega sjóð, ríkissjóðinn, blessaða. 

Við þessar aðstæður er von á vinstri stjórn eftir Alþingiskosningar 28. október 2017.  Þá má því miður búast við "harðri lendingu" hagkerfisins af sömu ástæðum og bíða varð uppsveiflu eftir samdráttinn mikla 2008-2009 allt þar til 2013, en þá tók ný ríkisstjórn við, sem jók mönnum bjartsýni. Hagvöxtur fór reyndar að taka við sér árið 2012 vegna makrílgengdar og fjölgunar erlendra ferðamanna.

Ástæður langdreginnar kreppu á Íslandi voru stærsti hugmyndafræðilegi sigur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, VG, fram að þeim tíma, þ.e. 132 skattahækkanir vinstri stjórnarinnar 2009-2013.  Mun vinstri grænum takast að slá þetta met á næsta kjörtímabili með ríkisstjórn undir forsæti frasa lýðskrumarans Katrínar Jakobsdóttur, sem gerð hefur verið afturreka með grundvöll kosningabaráttu sinnar, margtugginnar þvælu um ójafna tekju- og eignaskiptingu á Íslandi og hár arðgreiðslur í sjávarútvegi, sem eru einfaldlega miklu lægri en gengur og gerist í íslenzkum fyrirtækjum sem hlutfall af hagnaði. Arður af fyrirtækjum eru sambærilegir vöxtum af öðrum fjárfestingum.  Þetta skilja ekki vinstri grænir og kalla þjófnað.  Er þetta fólk "med fulle fem" ?

Við vitum a.m.k. um hvað draumfarir vinstri manna á síðasta þingi snerust.  VG gerði tillögu um 333 miaISK auknar álögur á 5 árum, þ.e. árið 2018 miaISK 53, 2019 miaISK 64, 2020 miaISK 69, 2021 miaISK 72 og 2022 miaISK 75.  Í árslok 2022 munu þessar auknu skattbyrðar hafa numið 0,99 MISK á hvert mannsbarn í landinu eða 3,9 MISK á hverja 4 manna fjölskyldu.  Auðvitað munu þessar auknu byrðar lenda þyngst á þeim, sem nú þegar standa undir bróðurpartinum af tekjuskattsbyrðinni, þ.e. 4 hæstu tekjutíundunum, þeim einstaklingum, sem eru með um 5 MISK/ár í tekjur og hærra. Að reyna að halda því fram, að þessum hækkunum sé hægt að ná án þess að auka við skattbyrði almennings, eins og Katrín Jakobsdóttir hefur gert, er aumkvunarverður loddaraháttur.  Katrín þessi er fullkominn sauður í sauðargæru, þegar kemur að fjármálum ríkisins og efnahagsmálum almennt, enda hefur hún verið gerð afturreka með vitleysuna með opinberum útreikningum, sem sýna, að hún getur í mesta lagi kreist 15 miaISK/ár út úr launafólki með 25 MISK/ár eða meir,út úr eigendum yfir MISK 150 og sparendum.  Það vellur með öðrum orðum upp úr henni vitleysan.

Það verða þess vegna vafalaust fleiri fyrir barðinu á vinstri flokkunum, þegar þeir taka til við að hækka skattana, því að ekki er ólíklegt, að þeir hækki tekjuskatt á fyrirtæki og virðisaukaskattinn.  Fjármagnstekjuskattur er hagfræðilega skaðlegasta skattahækkunaraðgerðin.

Um hugsanlegar skattahækkanir fórust Alþingismanni vinstri grænna svo orð í andsvörum við fyrirspurn Samfylkingarþingmanns, samkvæmt grein Óla Björns Kárasonar í Morgunblaðinu 4. október 2017:

"Hugmyndafræði skattheimtuflokkanna er skýr":

"Ég get þó upplýst háttvirtan þingmann um, að það liggur fyrir, að við höfum rætt um tekjuskatt, þ.e. þrepaskipt tekjuskattskerfi [tekjuskattskerfið er nú þegar þrepaskipt, svo að VG ætlar líklega að bæta við þrepi, hugsanlega 75 %, eins og sossarnir í Frakklandi gerðu, en neyddust svo til að afnema-innsk. BJo].  Við höfum talað um auðlegðarskatt [eignaskatt, afar óréttlátt tvísköttun, sem leggst þungt á suma eldri borgara-innsk. BJo], auðlindagjöld [vegna jafns atvinnuréttar má ekki undanskilja neina náttúruauðlind auðlindaskatti, ef ein er skattlögð], fjármagnstekjuskatt [dregur úr nauðsynlegum sparnaði-innsk. BJo], kolefnisgjald [mjög þungbær fyrir atvinnulíf og samgöngur, byggðaskattur, dregur úr hagvexti-innsk. BJo], gjöld á ferðaþjónustu [meiri en hækkun VSK ?-innsk. BJo], bætta skattheimtu, sykurskatt [bitnar verst á efnaminna fólki, óréttlátur] o.s.frv. Þetta er ekkert nýtt í málflutningi vinstri grænna, og það hefur í sjálfu sér ekkert breytzt, frá því að við vorum saman í ríkisstjórn, hvar við viljum helzt taka tekjurnar og setja þær niður."

Nú er aftur komið eggjahljóð í Samfylkingu og vinstri græna, og þá er staglazt á því, að hækka eigi skattbyrði tekjuhærri hópanna.  Fjórar tekjuhæstu tíundirnar, þ.e. með tekjur yfir 5 MISK/ár, standa nú þegar undir bróðurpartinum af skatttekjum ríkissjóðs, líklega yfir 90 % af tekjuskattinum.  Það er eðlilegt, enda eru í neðri hópunum fólk, sem búið er að ljúka meginstarfsferli sínum eða er að undirbúa hann.  Þar eru auðvitað líka aðrir hópar, sem eiga erfitt uppdráttar af ýmsum fullgildum ástæðum, tímabundnum eða varanlegum.  Til að létta þessu fólki lífsbaráttuna er rétt að nota bætta stöðu ríkissjóðs með lækkandi vaxtabyrði til að hækka persónuafsláttinn. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagzt vilja beita sér fyrir um tvöföldun hans á næsta kjörtímabili í 100 kkr/mán.  Það er snöfurmannlega boðið, enda rík sanngirnisástæða til.  Úrræði vinstri manna að hækka jaðarskattinn er hins vegar fallið til að veikja skattstofninn og minnka skatttekjurnar til lengdar, því að skattheimtan á Íslandi er nú þegar í hæstu hæðum, t.d. í samanburði við önnur OECD-lönd. Það er nefnilega hægt að mótmæla með fótunum og hefur áður gerzt.  

Vinstri menn hafa aðra sýn á "veikingu skattstofna", enda eru þeir vanir að snúa staðreyndum á haus.  Þegar fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, lagði það til við þingið í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2013-2016, að efra þrep virðisaukaskatts yrði lækkað úr 25,5 % í 24,0 %, töluðu vinstri menn um "veikingu skattstofna" í stað lækkunar vöruverðs.  

""Þær breytingar, sem gerðar hafa verið undanfarin ár [á sköttum] fólu í flestum tilfellum í sér afsal á tekjum ríkissjóðs, en eru látnar heita einfaldanir, en ekki skattalækkanir, eins og rétt væri", sagði fulltrúi Vinstri grænna í umræðum um fjármálaáætlunina í maí síðastliðnum."

Að lokum er hér rétt að vitna í leiðara Fréttablaðsins 2. október 2017 eftir Þorbjörn Þórðarson:

"Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt, að kjósendur geri sér grein fyrir, að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu, sem ráðizt hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar.  Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa."

Það var þarft hjá Þorbirni að benda á órjúfanleg tengsl á milli aðhaldssamrar og agaðrar ríkisfjármálastefnu og heilbrigðra peningamála með um 3 % vaxtamun við stóru myntsvæðin, háan kaupmátt m.v. útlönd og stöðugt verðlag í landinu.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband