Of kröftugt meðal fyrir sjúklinginn

Alræmt er orðtakið: "meðalið læknaði sjúkdóminn, en drap sjúklinginn".  Þótt furðulegt megi heita, hefur ríkisstjórnin valið þá leið í smitvörnum gegn COVID-19, sennilega af dómgreindarleysi fremur en vilja til að leggja fyrirtæki í rúst og senda fjölda manns á vonarvöl atvinnuleysis. 

Afleiðingin af slíku er auðvitað bullandi hallarekstur ríkissjóðs, viðskiptahalli og fjármálalegur óstöðugleiki með gengisfalli ISK.  Svona gera menn ekki, nema önnur neyð og öllu verri skapist annars. Engin slík þróun var í augsýn um miðjan ágúst 2020, þegar tilkynnt var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun komufarþega fyrir COVID-19 og 5 daga sóttkví, þar til niðurstaða beggja skimananna væri ljóslega neikvæð. 

Það er hræðsluáróður, að ella hefði eðlileg starfsemi í landinu verið í húfi. Þá er gengið út frá öfgafullum og ónauðsynlegum viðbrögðum við lítils háttar fjölgun smita, sem trufla mundu eðlilega starfsemi í landinu algerlega að þarflausu.  Stefnumið um Ísland laust við SARS-CoV-2 er óraunhæft, og sú stefna útheimtir aðgerðir, sem engin stoð er fyrir, hvorki í Stjórnarskrá né lögum.  Slík öfgastaefna kostar margfalt meira en hún sparar. Alþingi þarf að taka í taumana, þegar það kemur næst saman.   

Kolbrún Bergþórsdóttir hefur orðið þess áskynja, að stjórnmálamenn saga nú greinina, sem margir sitja á, frá stofninum, sem er tekjustreymi frá útlöndum um ferðaþjónustuna.  Hún hefur áttað sig á, að "something is rotten in the state of Danemark", þar sem Danmörk í þessu tilviki stendur fyrir Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.  Leiðari hennar í Fréttablaðinu 3. september 2020 hét "Spurningar" og hófst þannig:

"Þótt fréttaflutningur bendi æði oft til annars, þá eru jarðarbúar ekki að stráfalla úr COVID, þótt pestin sé vissulega skæð. Tölur yfir það, hversu margir hafa látizt, eru háar, svona einar sér, en þegar þær eru settar í samhengi við fjölda jarðarbúa, má velta fyrir sér, hvort heimsbyggðin, og þar með fjölmiðlar, hafi hreinlega farið á taugum á síðustu vikum og mánuðum.  En sumt má víst ekki tala um, og vangaveltur í þessa átt eru sízt fallnar til vinsælda nú um stundir."

Þetta er rétt athugað.  Óaflátanlegar fréttir af smitum, mannslátum og yfirkeyrðum sjúkrastofnunum erlendis í vetur og vor voru til þess fallnar að skapa almennan ótta og gagnrýnisleysi á sóttvarnaraðgerðir. Nú er ráðrúm til að skoða tölfræði Kófsins og setja tölur þess í samhengi til að átta sig á því, hvers konar skepna þetta er (Wuhan-veiran). 

Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, birti lofsverðar upplýsingar í grein sinni:

"Hversu líklegt er að deyja af völdum Covid ?"

í Morgunblaðinu, 3. september 2020. Hann nefnir til sögunnar stærðirnar IFR ("Infection Fatality Rate"), sem er hlutfall sýktra (ekki aðeins greindra), sem deyja, og CFR (Case Fatality Rate), sem er hlutfall greindra, sem deyja. Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) bendir til, að hérlendis sé IFR=0,3 %, en hins vegar er CFR=0,47 %.  Hjá fólki yngra en sjötugu er IFRy70=0,1 %.  Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, áætlaði dánartíðni af völdum COVID-19 sjúkdómsins 3,2 % í marz 2020, líklega á grundvelli talna frá Kína. Daglegar dánarhlutfallstölur frá Kína voru reyndar þegar í upphafi grunsamlegar, því að þær hefðu getað verið fyrirskipaðar, svo stöðugar voru þær. Þessi áætlun WHO er meira en tífalt íslenzka dánarhlutfallið, IFR. Nú reynist dánarhlutfallið, IFR, afar misjafnt eftir löndum og einna lægst á Íslandi.  

Fróðlegt er að bera dánarhlutfall af völdum COVID-19 saman við dánarhlutfall af völdum inflúenzu.  Á Íslandi er IFRi: 0,1 %-0,2 %, þrátt fyrir bólusetningar.  Það má segja, að dánarhlutfallið sé sambærilegt fyrir þessa 2 sjúkdóma, en eftirköst eru algengari og e.t.v. alvarlegri eftir COVID-19. Langvinn og margvísleg eftirköst eru þó algeng í kjölfar veirusjúkdóma.

Í ljósi þessa má draga þá ályktun, að ekkert samræmi sé í tillögum sóttvarnaryfirvalda til ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaraðgerðir, þegar litið er til hættunnar af hinum mismunandi sjúkdómum, nema gagnvart umönnunarstofnunum veiklaðra einstaklinga, COVID-19 sækir þá harkalega heim.  COVID-19 er þeim hættulegur sjúkdómur, og þeir þarfnast sérstkrar verndar.  Að öðrum kosti munu þeir yfirlesta sjúkrahúsin. Þessi þáttur er til fyrirmyndar hérlendis og er ein skýringin á litlu sjúkrahúsálagi og lágu dánarhlutfalli sýktra af COVID-19.

Jón Ívar Einarsson rekur dánartíðnina eftir aldri:

"T.d. sýnir nýleg rannsókn, þar sem tekin eru saman  gögn  frá mörgum löndum (m.a. Íslandi), að IFR fyrir 0-34 ára er 0,01 % (1/10´000), og 35-44 ára 0,06 % (1/1´667).  Hins vegar er IFR fyrir aldurshópinn 75-84 ára  7,3 % og fyrir 85 ára og eldri 27,1 %.  Þetta tekur ekki inn í myndina áhættuþætti.  Þannig myndi hraustur ungur einstaklingur hafa enn lægri dánartíðni, en eldri einstaklingur með undirliggjandi sjúkdóma enn hærri dánartíðni."  

Hvaða ályktanir ber að draga af þessari tölfræði Jóns Ívars Einarssonar ?  Í fyrsta lagi eru sóttvarnarráðstafanir á landamærunum fram úr öllu hófi íþyngjandi, því að þær hafa kippt fótunum undan ferðaþjónustunni í landinu og valdið samfélaginu milljarðatjóni án teljandi sparnaðar, jafnvel þótt sýna mætti fram á, að nýgengisstuðullinn fari lækkandi vegna miklu færri erlendra ferðamanna í landinu. Leggja ætti af takmarkanir á ferðafrelsi til og frá landinu, þ.e. öllum lögmætum farþegum verði heimil för, gegn einfaldri skimun og smitgát fram að niðurstöðu ellegar 14 daga sóttkví á kostnað ferðalangs.   

Spyrja má, hvort ætlunin sé að setja samfélagið á annan endann, ef hingað berst skæður flenzufaraldur í vetur, en dánarlíkur af völdum slíks eru svipaðar og af COVID-19.

Í öðru lagi þarf að beina sóttvörnum aðallega að eldri borgurum og að fólki með langvarandi sjúkdóma og/eða veiklað ónæmiskerfi.

Í þriðja lagi eiga íþyngjandi almennar sóttvarnaraðgerðir innanlands á borð við 200 manna samkomutakmörkun og 75 % fjöldatakmörkun á sundstöðum og í þreksölum engan rétt á sér lengur.  Engin rök standa gegn afnámi þessara takmarkana gegn fullri smitgát á borð við andlitsgrímur og plasthanzka á viðburðum yfir 200 manns og sótthreinsun hvers tækis í þreksölum eftir brúk.  Sjálfsagt er að viðhafa 1,0 m fjarlægðarreglu þar.  Sótthreinsun í verzlunum er líka mikilvæg, enda mun hún jafnframt draga úr umgangspestum á vetri komanda.  Á veitingahúsum þarf að gæta að smitgát með grímum og plasthönzkum starfsfólks. 

Einstaklingsbundnar sóttvarnarráðstafanir eru nauðsynlegar til að s.k. smitstuðull, þ.e. fjöldi þeirra, sem hver sýktur smitar, verði minni en 1 að jafnaði.  Þannig verða veirur, sem til landsins berast, og það munu þær óhjákvæmilega gera, skaðlitlar.  Bakkus gefur skít í sóttvarnir, og hans staðir verða að taka afleiðingunum af aðgangstakmörkunum.  Verst, að sóttvarnir skána ekki undir yfirborði jarðar. 

Hér kemur meira úr grein Jóns Ívars:

"Það er hlutfallslega fleira yngra fólk að smitast í þessari bylgju, og það skýrir sennilega að mestu, að hún virðist vægari.  Nýleg rannsókn frá Oxford-háskóla, byggð á gögnum Medical Research Council Biostatistics Unit á Englandi, sýnir líka, að IFR hefur farið lækkandi í sumar, en á tímabilinu júní til ágúst 2020 lækkaði IFR úr u.þ.b. 0,7 % niður í 0,3 % og virðist enn á niðurleið.  Það er ekki ólíklegt, að þetta sé a.m.k. að hluta vegna þess, að nú séu hlutfallslega fleiri ungir og hraustari einstaklingar að sýkjast."  

Nú eru þjóðfélögin að aðlagast SARS-CoV-2 veirunni með því að halda uppi sérstökum smitvörnum fyrir þá, sem fremur ólíklegir eru til að ráða niðurlögum veirunnar sjálfir.  Þá hafa og komið fram lyf, sem virðast hjálpa sjúklingum í baráttunni við veiruna.  Það eru hins vegar engin "Wunderwaffen" eða dásemdarvopn handan við hornið.  Ekki er skynsamlegt að búast við viðurkenndum bóluefnum innan árs, því að langan tíma tekur að ganga úr skugga um virkni og skaðleysi bóluefnis og að framleiða það í magni, sem dugi til hjarðónæmis í samfélögum.   

"IFR er einn af þeim þáttum, sem þarf að taka tillit til, þegar teknar eru ákvarðanir um samfélagslegar aðgerðir út frá heildrænu sjónarmiði.  Vissulega eru afleiddir kvillar Covid líka mikilvægir, og þarf að rannsaka [þá] betur.  Það er hins vegar ekki heillavænlegt að keyra á hræðsluáróðri til lengdar, því [að] fólk á Íslandi er skynsamt og vel upplýst, og ef gögn styðja ekki skilaboðin, þá fjarar smám saman undan samstöðunni.  Það er líka mikilvægt, að stjórnmálamenn taki ákvarðanir sínar, byggðar á nýjustu og beztu upplýsingum."

Ríkisstjórnin, þá aðallega heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra, hafa algerlega brugðizt í þessu máli.  Ráðherrarnir hafa ekki haft uppi neina tilburði til að leggja sjálfstætt mat á málið.  Ráðherrarnir ættu þó að vita af biturri reynslu áranna 2009-2013, þegar þær sátu í ríkisstjórn, að þegar fjarar undan ríkisstjóði, þá er þess skammt að bíða, að fjari undan fjármögnun heilbrigðiskerfisins.  Ríkisstjórnin hafði enga tillögu frá Sóttvarnalækni um næsthörðustu atlögu að ferðaþjónustunni næst á eftir 14 daga sóttkví komufarþega.  Hún valdi valkost sinn úr vopnabúri hans.  Nú hefur hann gert tillögur um tilslakanir innanlands 7. september 2020, sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt, sem ganga allt of skammt m.v. stöðu sjúkdómsins innanlands.  Þann 4. september 2020 var enginn á sjúkrahúsi af 96 sjúkum, 7 ný smit, 579 í sóttkví og nýgengi innanlands, NGi=16,6.  Það er brýnt, að heildrænt mat komi á ákvarðanatöku í þessum efnum. 

Enn bólar ekkert á hugbúnaði, sem gerir stjórnendum kleift að ákvarða aðgerðir út frá lágmörkun samfélagslegs kostnaðar.  Hvers vegna í ósköpunum er ekki smíðað slíkt líkan ?  Það er hundódýrt m.v. þann geigvænlega kostnað, sem sóttvarnaraðgerðir hafa í för með sér.  Sóttvarnarlæknir bleytir þumalfingurinn, rekur hann upp í loftið og við liggur, að heilbrigðisráðherra jesúsi sig í bak og fyrir af hrifningu yfir hinni "faglegu" niðurstöðu.  Þetta eru frumstæðir stjórnarhættir, sem við getum varla verið þekkt fyrir á árinu 2020. 

"Það er áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands, þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa o.s.frv.  Mér finnst raunar sums staðar, að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir, sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni.  Það var ekki gert lengi vel, en vonandi hefur það beytzt.  Hins vegar þykja mér aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu, sem við erum í nú, og utan meðahófs."

Undir þetta skal taka. Við eigum að gæta vel að persónulegum smitvörnum, en þegar kemur að fjöldatakmörkunum af öllu tagi, nema líklega á skemmtistöðum, þar sem áfengissala er ótæpileg, þá ber að fara mjög varlega.  Má ekki ná sama árangri með áfnámi fjöldatakmarkana gegn grímuskyldu og plasthanzkaskyldu, þar sem fleiri en 200 m koma saman ? 

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum eru nýjar upplýsingar um dánarlíkur, og að við verðum að fara að venja okkur við að lifa með þessari veiru og þá sem eðlilegustu lífi, eins og við erum vön.

Í lok greinarinnar reit Jón Ívar, læknir, og skal taka undir þann málflutning heilshugar og þakka honum fyrir framlag hans til umræðunnar á Íslandi, sem þó hefur ekki gengið kárínulaust fyrir hann:

"Við vitum, að það er óraunhæft, að við [munum] búa í veirufríu landi, og neikvæð umræða, sem elur á ótta, er ekki heillavænleg til langframa.  

Ég tel, að nýjustu gögn bendi til, að dánartíðni Covid hafi verið ofmetin, en við erum nú að ganga í gegnum eitt mesta efnahagsáfall sögunnar og því afar mikilvægt að hlúa að innviðum, andlegri heilsu og lágmarka skaðann fyrir sem flesta."

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ekki nógu mikið vitað um afleiðingar kóvid sýkingar til þess að dæma.  Undanfarið hafa birst fréttir af fólki sem seint og illa nær sér, tugir bíða eftir endurhæfingu á Reykjalundi.
Hitti sjálf fyrir konu í morgun sem sýktist í vor og vegna þess að ég þekki engan nákominn eða tengdan sem hefur greinst, gerðist ég því spurul.
Hún sagðist ekki hafa veikst illa, fékk t.d. ekki lungnabólgu, en á enn í dag erfitt með andardrátt og er þreklítil.  Sagðist samt taka eftirköstin á jákvæðninni og reynir að byggja sig upp með útiveru og gönguferðum.  Nær því þó að vera í hlutastarfi en er enn langt frá því að ná fyrra þreki.
Það er ekki nóg að meta aðeins dánartíðni.

Kolbrún Hilmars, 9.9.2020 kl. 12:49

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Brjálæðið hefur tekið völdin. Og til að fá almenning til að sætta sig við tjónið er nú hamast við að telja fólki trú um að bóluefni sé alveg að koma.

Þróun bóluefna tekur gjarna upp undir tíu ár, oft lengri tíma. Hvers vegna? Jú, ástæðan er að það getur tekið mörg ár fyrir aukaverkanir að koma fram. Yfirvöld eru tilbúin að taka áhættuna af því að fólk verði fyrir stórfelldu heilsutjóni vegna hálfprófaðra bóluefna. En að láta tiltölulega hættulausa flensu ganga yfir, það má alls ekki, og lífi og heilsu þúsunda er fórnandi til að hindra það.

Ekki myndi ég láta mér til hugar koma að láta bólusetja mig með því sem nú er verið að sulla saman og kalla bóluefni, jafnvel þótt ég væri í bullandi áhættuhópi.

PS. Takk fyrir fína grein í Mogganum

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2020 kl. 19:04

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Kolbrún;

Það munu vera dæmi um aukaverkanir allra eða flestra veirusjúkdóma, þannig að COVID-19 virðist ekki sér á báti, hvað það varðar.

Bjarni Jónsson, 9.9.2020 kl. 22:12

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Þorsteinn;

Í dag komu fyrstu fréttir af bakslagi við bóluefnisþróun gegn SARS-CoV-2.  Virtist vera fremur alvarleg aukaverkun með bólgum við mænuna hjá einu tilraunadýri af tegundinni "homo sapiens".  Það er óþarfi að reikna með almennilegu bóluefni á næsta ári. 

Sammála.  Frekar skal ég fást við þessa veiru en eiga á hættu aukaverkanir af bóluefni á tilraunastigi.  

Þakka þér fyrir umsögnina um Morgunblaðsgreinina.  Hún var knöpp út af plássinu.  Grein Karls Rútssonar var líka mjög góð.  Hef ekki séð blaðagrein eftir hann fyrr, en honum er greinilega nóg boðið.

Það er gert út á óttann.  Stjórnmálamenn vantar tól, sem reiknar út fyrir þá, hvaða sóttvarnaraðgerðir lágmarka samfélagslegt tjón.  Það er tréhestastjórnun að taka bara við því, sem Sóttvarnalæknir telur bezt, og fella það inn í reglugerð.  Það verður að skoða afleiðingarnar af meira frelsi og minna íþyngjandi aðgerðum.  Núna er augljóslega verið að valda allt of miklu og óþörfu tjóni.

Bjarni Jónsson, 9.9.2020 kl. 22:29

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú hefur ESB gefið út tilskipun sem mér sýnist, þótt ég sé ekki löglærður, að taki hugsanlega á því þegar meðalhófs er ekki gætt í ferðatakmörkunum. Það verður áhugavert að sjá hvað lögmenn segja um málið: https://ec.europa.eu/info/live-work-travel-eu/health/coronavirus-response/travel-and-transportation-during-coronavirus-pandemic_en#a-common-approach-to-travel-measures

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2020 kl. 22:56

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þetta er fróðlegt ESB-skjal, Þorsteinn.  ESB er þarna að leggja aðildarlöndum sínum línurnar um þau lönd, sem má viðurkenna.  Skilyrði er, að NG<50 eða Npos < 3 % ; þ.e. nýgengisstuðull minni en 50 eða hlutfall jákvæðra greininga er minna en 3 % af öllum greiningum.  

Kína er á lista yfir lönd, þaðan sem ferðamenn mega koma, ef gagnkvæmni ríkir.  Ég er hræddur um, að koma Kínverja sé enn bönnuð til Íslands.  Það er eins og þessi mál séu í heljarfjötrum.  Hvers vegna í ósköpunum er ekki öllum hleypt hingað, á meðan þetta "pottþétta" eftirlit varir á landamærunum.  

Í dag á Gunnlaugur Jónsson, eðlisfræðingur, uppbyggilega grein í Fréttablaðinu um fyrirkomulag eftirlits á landamærunum.   

Bjarni Jónsson, 10.9.2020 kl. 10:18

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er fullt af greinum á bloginu mínu. https://jonasg-egi.blog.is

Ekki gleyma Forseta Bandaríkjanna, með bestu fáanlega sérfræðinga, reynir að koma lyfjum til fólksins, sem oft virka 100%, og oft þarf ekki að fara á sjúkrahús.

Mér er orða vant, ég er hugsi. Hér bollaleggið þið um COVID-19, en þið nefnið ekki að til eru lyf sem virðast minnka dánartíðni um 73 %

Slóð

Lönd sem notuðu hýdroxýklórókín við meðhöndlun covid-19 sáu 73% lægri dánartíðni, sem þýðir að Fauci, CDC og FDA hafa lagt á ráðin um að DREPA tugi þúsunda Bandaríkjamanna til að vernda ábatasaman bóluefnaiðnað

6.9.2020 | 10:25

Slóð

Lyfið verður að gefa strax og vart verður við veikina. Lyfið eyðir vírusnum og þá komast hinir sýklarnnir ekki í líffærin. Best er að gefa lyfið áður en fólk veikist. Þá virkar lyfið sem bólusetning. Tekst okkur að skilja þetta mikla vandamál?

3.9.2020 | 11:04

Getur það verið að það sé bannað að leysa vandamálið?

slóð

Hydroxychloroquine, drepur vírusinn, ef það er gefið strax, en ef vírusinn fær í friði að skaða líffæri, þá virkar þetta frábæra lyf síður. Bakteríudrepandi lyf virka þá hugsanlega betur. Bakteríulyf í dýrafóðri, gera virkni þeirra minni í mannfólkinu.

5.9.2020 | 22:38

&#132;Skilaboð mín til vísindamannanna eru:&#132; Ég skil að það er mikill þrýstingur þarna úti, kannski frá stórum lyfjafyrirtækjum eða tímaritum um að komast að ákveðinni niðurstöðu. Ég bið vísindamenn að standa með sannleikanum. Ef bandarískir vísindamenn standa ekki í lappirnar og segja ekki satt undanbragða laust, þá gerir það enginn - vissulega ekki fjölmiðlar, örugglega ekki stjórnmálamenn. ***

"Þetta var svo átakanlegt fyrir mig," segir Dr. Gold, sem er einnig lögfræðingur. "Það hafði aldrei gerst, að ríkisstjórnin segði lækni hvort þeir hefðu rétt eða ekki rétt til að ávísa FDA- samþykktri lyfja meðferð. 

Og ég hugsaði með mér: "Ef læknar láta þetta yfir sig ganga, þá töpum við allir." **

 

&#147;The JAMA study was in Brazil. They used chloroquine.

The lethal dose of chloroquine has been well-established for more than 30 years in 1988 a New England Journal Medicine.

Again, one of the world premier journals established and everyone accepts that the lethal dose of chloroquine is 5 grams.

Well, the Jama study had two groups.

In the high-dose chloroquine group, they gave them 1.2 grams a day which means by the fourth day, they had almost 5 grams&#133;

&#147;Hydroxychloroquine and chloroquine sit in your body for very long time, at least a month, perhaps 2 months; somewhere between 30 and 60 days is its half-life.

So, to give someone 4.8 grams in four days is a very large dose; people would often possibly call that a lethal dose.

&#147;The study went on for 10 days, which meant that the people in that group got 12 grams. Again, New England Journal of Medicine in 1988 established 5 grams as a lethal dose&#133;Mind you, these are elderly, critically-ill patients that are intubated or in severe respiratory distress&#133;

&#147;It&#146;s not just my speculation or the science data that says it&#146;s a very high, toxic dose. So many patients died in the high-dose group that they halted that study early. They quit the high dose group because so many patients died. That&#146;s extremely dramatic for a scientific study.

&#147;It&#146;s very unusual for a study to have given such a large dose of a medication, because all the scientific studies that involve human subjects have to be overseen by an ethics board. The scientists that did this study and presented the paper to JAMA are saying that they went through an ethics board &#150; however, that&#146;s in doubt.

&#147;The Brazilian Ministry of Justice is actually investigating. There&#146;s no proof that there actually was an ethics board&#133;

slóð

Kallar RUV og bakstjórnin lyfið hreinsiefnið? Stjórnvöld landa og Sameinuðuþjóðanna, sögð taka lyfið. Elítan virðist óhrædd um að smitast. Er það satt að hún taki meðalið, 7 krónu pilluna? Er þetta besta viðskifta tækifærið hjá LYFJAIÐNAÐINUM??

1.9.2020 | 11:06

Slóð

Hver ræður stjórnvaldinu. Lyfjaiðnaðurinn eyddi 2019, 295 millj. dollara, 40.214.000.000 kr. í eftirlit með stjórnvöldum og lagasetningu. Tvöfalt meira en aðrir. Alls ekki má nota trausta allmenna þekkingu, eða þraut reynd lyf sem kosta lítið, og virka.

21.8.2020 | 13:09

000

Egilsstaðir, 12.09.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 12.9.2020 kl. 21:42

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Slóð nota þetta frekar, hitt er of langt.

Komufarþegi ef veikur, bati hefst eftir 3 klst. Bólusetning, lækning.Tafla, 7 krónur sinnum 7 dagar = 49 krónur. 10 sinnum dýrara, þá 490 krónur. Er þetta eitthvert vandamál, ef svo er viltu þá skýra það fyrir okkur? Hvert er vandamálið?

12.9.2020 | 22:02

Það er fullt af greinum á bloginu mínu. https://jonasg-egi.blog.is

Ekki gleyma Forseta Bandaríkjanna, með bestu fáanlega sérfræðinga, reynir að koma lyfjum til fólksins, sem oft virka 100%, og oft þarf ekki að fara á sjúkrahús.

Mér er orða vant, ég er hugsi. Hér bollaleggið þið um COVID-19, en þið nefnið ekki að til eru lyf sem virðast minnka dánartíðni um 73 % í heilu löndunum.

Slóð

Lönd sem notuðu hýdroxýklórókín við meðhöndlun covid-19 sáu 73% lægri dánartíðni, sem þýðir að Fauci, CDC og FDA hafa lagt á ráðin um að DREPA tugi þúsunda Bandaríkjamanna til að vernda ábatasaman bóluefnaiðnað

6.9.2020 | 10:25

Ekki getur þetta verið rétt? Þetta er varúðar setning.

Jónas Gunnlaugsson, 12.9.2020 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband