Fćrsluflokkur: Trúmál

Marteinn Lúther, 1483-1546

Upprifjun á ćvi ţýzka guđfrćđiprófessorsins Marteins Lúthers í sjónvarpi undanfariđ í ţýzkum og íslenzkum frćđsluţáttum hefur kastađ ljósi á, hvílíkur eldhugi og byltingarmađur Marteinn Lúther var.  Ćvistarf hans bylti samtíđ hans á trúmálasviđinu og lagđi grunninn ađ ţróun Evrópu og Vesturlanda allra í átt til upplýsts sjálfsákvörđunarréttar einstaklingsins og andlegs frelsis hans, einstaklingshyggju međ samfélagslegri ábyrgđ í anda kristilegs kćrleika. Án starfa Lúthers og samverkamanna hans vćru Vesturlönd líklega ađ mörgu leyti lakar sett en reyndin er á okkar dögum.

Lúther var Saxi og fćddist og dó í Eisleben í Saxlandi, en starfađi ađallega í Wittenberg í Saxlandi, sem ţá var sennilega miđstöđ frjálslyndis og fróđleiksleitar ţar um slóđir. Lúther gerđist ungur ađ árum munkur af reglu Ágústínusar og einhvern tímann á árabilinu 1513-1517 varđ hinn rúmlega ţrítugi munkur fyrir vitrun Guđs og fannst hann vera "endurborinn og hafa gengiđ gegnum opnar dyr inn í paradís". Ţessi upplifun hans breytti vafalaust sjálfsmynd hans og sjálfstrausti og varđ honum sennilega eldsneyti til mikilla afreka sem baráttumađur gegn valdakerfi kaţólsku kirkjunnar og fyrir andlegu frelsi og ţekkingu lýđnum til handa. Hann var hins vegar ekki slíkur hefđbundinn byltingarforingi, sem berst fyrir auknum hlut alţýđunnar af auđi ađalsins og annarra stóreignamanna. 

 Lúther einbeitti sér alla tíđ ađ trúmálum, og honum ofbauđ spilling rómversk-kaţólsku kirkjunnar, sem hann kynntist sem munkur, og fann sig knúinn til ţess 31. október 1517 ađ tjá opinskátt hneykslun sína á framferđi kirkjunnar manna.  Dropinn, sem fyllti mćlinn, var sala sendimanna páfans á aflátsbréfum, sem voru eins konar skuldabréf, sem endurgreidd voru međ ríkulegum vöxtum hinum megin međ ţví ađ létta og stytta veru breyskra manna og kvenna í hreinsunareldinum, jafnvel löngu framliđinna. Í krafti frćđa sinna sem Biblíufrćđingur sá Lúther í gegnum ţennan viđurstyggilega blekkingarvef og fjárplógsstarfsemi, ţví ađ hvergi var í Biblíunni minnzt á neinn hreinsunareld, svo ađ ekki sé nú minnzt á aflátsbréf eđa eitthvađ keimlíkt.  Páfastóllinn hafđi innleitt hreinsunareldinn í kenningakerfi sitt til ađ ná tangarhaldi á lýđnum og beitti ógnarstjórn međ ţví ađ skapa skelfingu syndugs lýđsins gagnvart dauđanum.  Var ţetta hinn lúalegasti gjörningur Rómverjanna gagnvart fávísum og fátćkum almúga.

Mótmćli Marteins Lúthers, sem hann negldi upp á ađalhurđ hallarkirkjunnar í Wittenberg í Saxlandi, vafalaust međ samţykki kjörfurstans, voru í 95 liđum, sem voru einn samfelldur reiđilestur út af andlegri kúgun og spillingu kirkjunnar manna.  Ćđsti veraldlegi valdhafinn í Saxlandi var á ţeim tíma tiltölulega frjálslyndur og hafđi stofnađ tiltölulega frjálslyndan háskóla í Wittenberg.  Ţar stundađi Lúther frćđistörf á sérsviđi sínu, Biblíunni. Kirkjunnar mönnum líkađi ekki alls kostar viđ ţau frćđistörf, sem í ţessum háskóla voru stunduđ, m.a. útleggingar Lúthers á Nýja Testamentinu og rök hans fyrir ţví, ađ "hiđ heilaga orđ" yrđi ađ ná beint til fólksins, međ ţví ađ bođskapurinn vćri á móđurmáli ţess, og hann ţýddi sjálfur Biblíuna á alţýđumál Saxa, sem síđan varđ grundvöllurinn ađ ritmáli allra ţýzkumćlandi manna, sem tala fjölbreytilegar mállýzkur.  Nokkru seinna vann Oddur Gottskálksson andlegt ţrekvirki viđ grútartíru í fjósinu í Skálholti í óţökk ţáverandi Skálholtsbiskups, Ögmundar Pálssonar, og myndađi ađ sama skapi grundvöll íslenzks ritmáls međ verki sínu.  

Ţađ er óvíst, ađ Lúther hefđi opinberađ andúđ sína á gjörđum kirkjunnar ţjóna og útleggingum ţeirra á fagnađarerindinu međ jafnögrandi hćtti og raunin varđ, ef hann hefđi ekki veriđ hvattur áfram af veraldlegum höfđingjum í Saxlandi, ţ.á.m. téđum kjörfursta.  Ţar, eins og á Íslandi, hafđi lengi veriđ togstreita á milli kirkjuvaldsins og veraldlegra höfđingja um veraldlegar eignir, t.d. jarđnćđi.  Veraldlegir höfđingjar Saxlands sáu sér nú leik á borđi, er sterkrar gagnrýni á kirkjuna gćtti innan hennar, ađ grafa undan áhrifamćtti hennar međ beinum og óbeinum stuđningi viđ harđvítuga og frćđilega gagnrýni á störf kirkjunnar ţjóna frá munkum og prelátum og upp í páfastól sjálfan. Sennilega voru Siđaskipti samt ekki ćtlun höfđingjanna, en fljótlega varđ ekki aftur snúiđ, og úr varđ alger viđskilnađur viđ rómversk kaţólsku kirkjuna, og höfđingjarnir tóku viđ hlutverki páfastóls sem verndarar kirkjunnar. Ţar međ sópuđu ţeir gríđarlegum verđmćtum kirkna og klaustra í gullkistur sínar, og höfđu ţá hvorir um sig í hópi mótmćlenda, trúmennirnir og auđmennirnir, nokkuđ fyrir sinn snúđ, og alţýđan uppskar sem sáđ var međ tíđ og tíma.  

Höfđingjar Saxlands horfđu auđvitađ blóđugum augum eftir háum fjárhćđum, sem runnu frá ţeim og almúganum til Rómarborgar í formi skattheimtu, og steininn tók úr, ţegar páfinn tók ađ fjármagna byggingu stórhýsis í Róm, Péturskirkjuna, međ sölu fyrrnefndra aflátsbréfa.  Leiđa má getum ađ ţví, ađ megniđ af fjármögnun ţessa stórhýsis hafi komiđ frá Ţýzkalandi, enda stöđvađist bygging kirkjunnar um tíma, ţegar áhrifa andmćlanna 95 á kirkjuhurđinni í Wittenberg tók ađ gćta um allan hinn ţýzkumćlandi heim fyrir tilstyrk mestu tćkninýjungar ţess tíma.  

Fullyrđa má, ađ áhrifa róttćkrar frćđilegrar gagnrýni og réttlátrar reiđi Marteins Lúthers á andlega kúgun kirkjunnar, vafasamar útleggingar preláta og biskupa á Biblíunni, m.a. í krafti ţess, ađ fáir utan prelátastéttar voru í fćrum ađ kynna sér Biblíuna af eigin raun á latínu, hefđu orđiđ miklu stađbundnari, minni og hćgvirkari, ef Lúther og baráttufélagar hans í hópi guđfrćđinga og höfđingja hefđu ekki tekiđ í gagniđ byltingarkenndustu hönnun og nýsmíđi ţess tíma, prentsmiđju Jóhannesar Gútenbergs, 1400-1468, frá 1439, sem ţá var búiđ ađ setja upp og ţróa enn frekar í 70 ár á nokkrum stöđum í Ţýzkalandi og víđar í Evrópu.  Auđvitađ var prentun rándýr í árdaga prenttćkninnar, en bandamenn Lúthers hafa vafalaust fjármagnađ fyrirtćkiđ međ glöđu geđi, ţví ađ áhrifamáttur bođskapar á móđurmálinu hefur veriđ orđinn vel ţekktur.  

Andmćlin 95 og rit Lúthers, ţ.á.m. Biblíuţýđing hans á ţýzku, sem varđ grundvöllur háţýzku, ţýzka ritmálsins, dreifđust eins og eldur í sinu um Ţýzkaland og tendruđu ţar frelsisbál.  Bćndur landsins sáu nú kjör sín og ađstöđu í nýju ljósi; ţeir ţyrftu ekki um aldur og ćvi ađ búa viđ ţrćldóm, harđýđgi, kúgun og gripdeildir ađ hálfu landeigenda og kirkju og gerđu uppreisn gegn yfirvöldunum og kröfđust frelsis fyrir sig og fjölskyldur sínar auk eigin landnćđis. 

Sundrung hefur frá upphafi einkennt lútherska söfnuđi, enda vantađi söfnuđina miđstjórnarvald í líkingu viđ páfadóminn til ađ úrskurđa um deilumál og halda hjörđinni saman. Einn fyrsti klofningurinn í röđum fylgismanna Lúthers var vegna afstöđunnar til vopnađrar uppreisnar bćnda í Ţýzkalandi 1524-1525, sem var innblásin af andlegri byltingu Lúthers.  Sumir baráttufélaga Lúthers tóku einarđa afstöđu međ almúga sveitanna og blönduđu sér beinlínis í baráttuna, en Marteinn Lúther var hins vegar eindregiđ á móti ţví ađ reyna ađ rétta hlut almúgans snögglega gagnvart ađlinum međ ofbeldi og blóđsúthellingum, enda ćtti slíkt ađ verđa friđsamlegt ţróunarferli.  Hér verđur fernt nefnt, sem kann ađ hafa ráđiđ afstöđu Lúthers til bćndauppreisnarinnar:

  1. Biblíufrćđingurinn, Lúther, fann ţví hvergi stađ í bođskap biblíunnar, ađ Guđi vćri ţađ ţóknanlegt, ađ almúginn gripi til vopna gegn valdhöfum og raskađi ţar međ gildandi ţjóđfélagsskipan.
  2. Lúther vildi ađ sönnu rétta kjör almúgans, en taldi skyndilausn á borđ viđ vopnađa uppreisn ekki vćnlega leiđ til ţess, heldur ţyrftu réttarbćtur og bćttur hagur ađ fylgja auknum ţroska og menntun alţýđu, sem hann vissulega hafđi hrundiđ af stađ og vann alla tíđ ađ.
  3. Lúther gerđi sér grein fyrir ţví, ađ viđ ofurefli var ađ etja á vígvellinum, ţar sem voru brynjađir riddarar ađalsins og vel vopnum búnir og ţjálfađir fótgönguliđar gegn óţjálfuđum og illa búnum bćndunum.  Uppreisn myndi ađeins leiđa til blóđbađs og auka enn viđ sára neyđ og eymd bćnda, hvađ og á daginn kom.  
  4. Lúther var í bandalagi viđ saxneska höfđingja, sem vernduđu hann gegn hefndarađgerđum kaţólsku kirkjunnar, enda vildu ţeir losna undan andlegri og skattalegri kúgun kaţólsku kirkjunnar. Annars hefđi Lúther líklega ekki kembt hćrurnar. Hagsmunir höfđingjanna og Marteins Lúthers sköruđust, og hann taldi réttilega óráđlegt ađ rjúfa bandalagiđ viđ ţá, ţví ađ ţá stćđi hann á berangri. Lúther leit jafnan svo á, ađ hagsmunir mótmćlendasafnađanna og veraldlegu höfđingjanna fćru saman.  Ţeir urđu síđan verndarar hinnar lúthersku kirkju, og ţađan höfum viđ í raun núverandi tengingu ríkis og kirkju á Norđurlöndunum, ţar sem ríkisvaldiđ er bakhjarl lúthersku kirkjunnar, ţótt fullt trúfrelsi ríki.   

Lúther var agndofa yfir ţeim frelsisöflum, sem hann hafđi leyst úr lćđingi, og sama hefur vafalaust átt viđ um höfđingjana, sem studdu hann međ ráđum og dáđ í skefjalausri valdabaráttu sinni viđ kirkjuvaldiđ í Róm.  Ţeir stóđu ađ mörgu leyti í pólitískri ţjóđfrelsisbaráttu fyrir sjálfstćđi lands síns og hagsmunum ţjóđar sinnar gagnvart fornu drottinvaldi hins gíruga Rómarvaldis. 

Ţessir umbrotatímar minna á okkar eigin tíma, ţegar megn óánćgja er víđa ađ brjótast út međ Brüssel-valdiđ, sem reisir valdheimildir sínar gagnvart ađildarţjóđunum einmitt á Rómarsáttmálanum og síđari sáttmálum Evrópusambandsríkjanna. Brüssselvaldiđ grípur nú ţegar inn í daglegt líf almennings án ţess ađ hafa hlotiđ til ţess lýđrćđislegt umbođ eđa bera lýđrćđislega ábyrgđ gagnvart almúganum. Ţessi óánćgja almennings brauzt síđast út í ţjóđaratkvćđagreiđslu á Bretlandi í júní 2016, ţegar meirihluti kjósenda fól ţingi og ríkisstjórn ađ draga Bretland undan stofnanavaldi og skattheimtu ESB. Nú sýnir Brüsselvaldiđ samningamönnum Bretlands um útgönguna klćrnar, og enginn veit enn, hvernig samskiptum útgönguríkisins viđ ESB-ríkin verđur háttađ. 

Lúther skrifađi bók til ađ reyna ađ stöđva ofbeldiđ, en ţađ var ţá um seinan.  Bókin hét: "Gegn gripdeildum og drápum bćndamúgs".  Lúther var augsýnilega enginn lýđskrumari, og hann var ekki lýđrćđissinni í okkar skilningi hugtaksins. Lýđurinn lét ekki segjast viđ ţetta andóf Lúthers. Hann hafđi veriđ leystur úr andlegum viđjum aldalangrar kúgunar Rómarkirkjunnar.  Úr ţví ađ Guđ hafđi talađ beint til hans međ hinu ritađa orđi Biblíunnar, hvađ var ţá ađ óttast frá hendi kónga og biskupa ?

Ţađ er óyggjandi, ađ andleg bylting Marteins Lúthers lagđi grunninn ađ einstaklingsfrelsi, einkaframtaki, mannréttindum og upplýsingastefnunni, sem ţróađist í Evrópu, einkum í löndum mótmćlenda.  Upplýsingastefnan lagđi grunninn ađ grunnmenntun almennings í lestri, skrift og reikningi, sem var stćrsta einstaka skrefiđ í átt ađ auknum lýđréttindum, jafnrćđi og lýđrćđi.  "Kirkjur [mótmćlenda] voru skólar lýđrćđis", hefur The Economist eftir brezkum trúar ţjóđfélagsfrćđingi í ítarlegri umfjöllun um Martein Lúther 4. nóvember 2017, sem blekbóndi hefur stuđzt viđ í ţessari umfjöllun um ţann mann, sem mestum vatnaskilum olli á miđöldum um ţróun vestrćnnar menningar, svo ađ ekki sé nú skafiđ utan af ţví.

Blekbóndi hafđi frá grunnskólaárum sínum frekar horn í síđu Marteins Lúthers, ţví ađ stráksi kenndi honum hálft í hvoru um meinleg örlög Jóns, biskups, Arasonar í Skálholti í nóvember 1550 ásamt tortímingu menningarverđmćta klaustranna og ránsferđum Dana ţangađ.  Í kjölfariđ fór hagur landsmanna versnandi og viđ tóku hindurvitni og lögleysa međ galdraofsóknum.  Ómögulegt er hins vegar ađ segja um, hvernig ţróunin hefđi orđiđ hér á landi, ef kaţólikkar hefđu náđ ađ koma í veg fyrir Siđaskiptin hér á landi.  Eitt er víst, ađ eftir mikla óáran hérlendis vegna "Litlu ísaldar", eldgosa og landlćgs afturhalds í atvinnulegum efnum, náđu Íslendingar ađ hrista af sér andlega og stjórnarfarslega hlekki og beinlínis ađ rísa úr öskustó í krafti "upplýsingarinnar", einkaframtaks og einarđrar stjórnmálaforystu í anda Jóns Sigurđssonar, forseta, og var ekki linnt látunum fyrr en fullveldi var endurheimt og fullt frelsi međ stofnun lýđveldis á Ţingvöllum 1944.  

Í krafti dugnađar og ţekkingaröflunar í útlöndum međ innleiđingu nýjustu tćkni á hverju sviđi tókst landsmönnum ađ bćta hag sinn á um 150 árum frá ţví ađ vera ein bágstaddasta ţjóđ Evrópu í efnalegu tilliti í ţađ er vera ein sú bezt stćđa um ţessar mundir.  Ekki er ţó sopiđ káliđ, ţótt í ausuna sé komiđ, ţví ađ veldur hver á heldur, og varđveizla gćđanna er líka vandasöm.   

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband