27.1.2010 | 20:22
Á hringsóli
Ríkisstjórninni verđur allt ađ vandamáli, hún fer í hringi sem villuráfandi sé í ţoku. Stefnumörkun er engin af viti og vinnubrögđin afleit. Skárra vćri ađ hafa Mikka mús sem forsćtisráđherra og Ragnar Reykás sem fjármálaráđherra.
Einkavćđing bankanna í fyrra var hneyksli. Allt ţađ ferli var fyrir luktum dyrum, og fátt er enn vitađ um, hverjir eiga bankana. Stjórnarflokkarnir núverandi gagnrýndu mjög einkavćđinguna upp úr aldamótunum síđustu, en frá sjónarmiđi lýđrćđis og opinnar stjórnsýslu var ţađ ferli hrein hátíđ hjá seinni einkavćđingunni, og stjórnendur bankanna eru hinir sömu í bođi ríkisstjórnarinnar međ fáeinum undantekningum.
Bankakreppan hefur ţess vegna tekiđ á sig nýja mynd, vegna ţess ađ ríkisstjórnin gengur aldrei hreint til verks. Gríđarleg mismunum á sér stađ í atvinnulífinu, ţar sem fyrirtćki í gjörgćzlu bankanna keppa viđ önnur, sem enn eru sjálfstćđ, a.m.k. ađ nafninu til.
Ríkisstjórnin hefur sagt ađalatvinnuvegi ţjóđarinnar, sjávarútveginum, stríđ á hendur. Ţegar fimbulfamb kjaftaska og stjórnmálalegra púđurkerlinga hefur veriđ hreinsađ úr umrćđunni um fyrningu aflaheimilda, stendur eftir grímulaust eignarnám ríkisins á útgerđunum, sem minnir á eignarnám böđulsins,Jósefs Djúgaswilis Stalíns, Kremlarbónda, á fyrirtćkjum og bújörđum Rússlands, Úkraínu og fleiri landa á sinni tíđ.
Máliđ snýst hér um ţađ ađ flytja aflaheimildarnar međ valdbođi úr einkaeign og í hendur stjórnmálamanna, sem síđan eiga ađ endurúthluta ţeim. Ţetta er eins ógćfuleg ráđstöfun og hugsazt getur. Hún er ólögleg og brýtur gegn eignarréttarákvćđum Stjórnarskráar, enda veit ríkisstjórnin ekki, hvernig hún á ađ framkvćma ţessa óláns fyrningu. Rikisstjórnin má skerđa og auka heildaraflaheimildir međ vísindalegum stuđningi Hafrannsóknarstofnunar í nafni ţeirrar greinar laganna um fiskveiđistjórnun, sem kveđur á um ţjóđareign aflaheimilda, en hún hefur ekki lagaheimild til ađ taka kvótaeign af einum eiganda og fá hana öđrum. Ríkisstjórnin veit hvorki í ţennan heim né annan, en ţó hafa vinstri flokkarnir ekki gleymt ţví, ađ ţeir ćtluđu ađ koma höggi á útgerđina. Ţađ mun ţó sannast hér sem endranćr, ađ skamma stund verđur hönd höggi fegin. Ţegar efnahagslíf landsins er í molum, er ţessi heimskulegi hernađur gegn atvinnuréttindum fyrirtćkja í sjávarútvegi algerlega óafsakanlegur og brottrekstrarsök úr Stjórnarráđinu.
Ţađ er misskilningur, ađ íslenzkur sjávarútvegur hafi fengiđ gríđarlega forgjöf frá ríkinu á kostnađ annarrar atvinnustarfsemi í landinu, og ţess vegna hafi myndazt svo nefnd auđlindarenta í útgerđarfélögunum, sem almenningur í landinu eigi siđferđilegan rétt á, ađ ríkiđ geri upptćkan. Íslenzkur sjávarútvegur stendur í harđvítugri samkeppni á erlendum mörkuđum viđ ríkisstyrktan sjávarútveg, ađallega í Evrópu og ţá einkum ESB. Sá fyrr nefndi rćđur ekki markađsverđinu og verđur ađ selja framleiđslu sína á ţví verđi, sem býđst. Stundum grćđir hann og stundum tapar hann. Međ ţví ađ taka aflaheimildir eignarnámi er veriđ ađ kippa gjörsamlega fótunum undan íslenzkum sjávarútvegi í samkeppninni á erlendum mörkuđum. Kemur ţá ađ ţví, ađ sameignarsinnar stjórnarflokkanna taki bújarđir landsins eignarnámi, ţegar skortur verđur á landrými ?
Nú hefur sú bábilja ríkisstjórnarinnar, ađ á Íslandi vilji enginn fjárfesta vegna óuppgerđra deilumála viđ Breta og Hollendinga, veriđ afsönnuđ. Rio Tinto Alcan hefur bođađ umtalsverđar fjárfestingar í Straumsvík til ađ treysta starfsemi sína ţar í sessi. Fyrirtćkiđ er auk ţess međ vandađa hagkvćmnikönnun í gangi á ţví ađ fjárfesta enn frekar međ viđamiklum breytingum á framleiđslutćkjunum til ađ auka framleiđsluna eins og kostur er međ ţví ađ beita nútímatćkni til hins ýtrasta viđ hönnun og framleiđslu.
Vinstri flokkarnir hafa aldrei veriđ hrifnir af starfseminni, sem fram fer í Straumsvík, enda er ţar um einkaframtak ađ rćđa ađ hálfu erlends fyrirtćkis, sem er eitur í beinum vinstri sinnađra stjórnmálamanna. Er skemmst ađ minnast, hvernig Samfylking og vinstri-grćnir lögđu stein í götu nýrrar verksmiđju í Straumsvík áriđ 2007. Ţeir komust lengi vel upp međ, ađ ţeirra stefna vćri ađ "fá eitthvađ annađ", en nú sést berlega, ađ sá keisari er ekki í neinu; eitthvađ annađ í draumórum vinstra fólks er annađ hvort ekki til eđa tóm vitleysa frá atvinnulegu og fjármálalegu sjónarmiđi. Gagnrýnin um dýr störf í áliđnađi er óskiljanleg í ljósi ţess, ađ erlend fjárfesting einkaframtaks stendur ađ baki ţeim störfum, mikil fjárfesting veldur mikilli framleiđni, sem er grundvöllur góđra launa, og hár kostnađur hvers starfs eykur hagsmuni eigandans af stöđugleika og veitir ţar međ meira starfsöryggi. Hver vill hlaupa frá dýrri og arđsamri fjárfestingu ?
Fyrirbrigđiđ, Vinstri hreyfingin grćnt frambođ, hélt flokksráđsfund fyrir skemmstu. Ţar kom í ljós, ađ fundarmenn voru algerlega úti á ţekju. Ţeir ályktuđu gegn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu af gömlum vana og gegn ađild ađ Evrópusambandinu, ESB, ţó ađ ţingflokkur ţeirra hafi veitt umsókninni brautargengi á Alţingi 16. júlí 2009. Ţá var hvorki minnzt á "Icesave" né á ríkisfjármálin í ályktun fundarins. Ţetta eru ţó lykilmál um afkomu almennings í landinu. Ţetta hlýtur ađ vera met í stjórnmálalegri eyđimerkurgöngu.
Umsóknin um ađildarviđrćđur er andvana fćddur skrípaleikur, sem gefur Evrópuríkjunum kolröng skilabođ frá Íslandi. Ein ástćđan fyrir óbilgirni andstćđinganna í "Icesave" málinu er, ađ ţeir töldu sig hafa kverkatak á Íslendingum, sem upp til hópa ţráđu ţađ heitast ađ komast međ ţeim í eina sćng. Rándýra og skađlega umsókn á ađ draga hiđ snarasta til baka í ljósi stjórnmálastöđunnar.
Enn tröllríđur hégiljan um, ađ íslenzk stjórnvöld hafi skuldbundiđ Ísland til ađ greiđa hverjum innistćđueiganda á "Icesave" allt ađ kEUR 21,887, umrćđunni hérlendis, ţó ađ hún sé ađ verđa margbreytilegri erlendis. Ţann 23. janúar 2010 er eftirfarandi afturfótafyl á forsíđu Fréttablađsins:
"Slíkar skuldbindingar er ađ finna í fjölda skjala, allt frá yfirlýsingum og fréttatilkynningum til samţykkta á Alţingi. Til dćmis segir í samţykkt Alţingis frá 5. desember 2008: "Ísland hefur heitiđ ţví ađ virđa skuldbindingar á grundvelli innistćđutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggđum innlánshöfum""
Hér er vitnađ til tilskipunar ESB nr 94/19, sem leidd var í lög á Íslandi áriđ 1999. Ţar er skilmerkilega tekiđ fram, ađ sú tilskipun feli alls ekki í sér ríkisábyrgđ á skuldbindingum rétt stofnađra innistćđutryggingarsjóđa, sem séu sjálfseignarstofnanir, fjármagnađar af bönkunum sjálfum. Hér skýtur Fréttablađiđ sig í fótinn, og međ ţessu markinu er allur áróđur stjórnarsinna í "Icesave" málinu brenndur. Stjórnvöld hafa enn ekki náđ ađ skuldbinda landsmenn ađ ţessu leyti. Forseti lýđveldisins bjargađi málinu fyrir horn 5. janúar 2010. Umrćđan er ađ mörgu leyti enn mörkuđ fávísi um stađreyndir málsins, undirlćgjuhćtti og heimóttarskap í garđ útlendinga.
Međ ţví ađ ganga ađ stađlausum kröfum Breta og Hollendinga, ţar sem stjórnvöld reyna ađ klóra yfir eigin mistök og senda Íslendingum reikninginn, vćri veriđ ađ kippa stođunum gjörsamlega undan efnahagslífinu á Íslandi; lánshćfi ţjóđar á gjaldţrotsbarmi er ekkert, gjaldmiđillinn ćtti sér ekki viđreisnar von, og almenn fátćkt héldi innreiđ sína á Íslandi á ný. Ţetta er himinhrópandi óréttlćti gagnvart afkomendum okkar og kemur ţess vegna ekki til nokkurra mála. Ţá tökum viđ heldur skammvinna snerru nú en ađ búa viđ áratuga fátćktarhlekki útlendinga.
Ţann 25. janúar 2010 birtist grein á bls. 17 í Morgunblađinu eftir tvo allólíka, mikils metna lögfrćđinga, Jón Steinar Gunnlaugsson, hćstaréttardómara, og Sigurđ Líndal, prófessor, undir fyrirsögninni, "Réttur íslensku ţjóđarinnar til međferđar fyrir dómi". Ţeir leggja til eftirfarandi opinbera kúvendingu viđ stjórnmálamenn allra flokka:
"Ţeir ćttu ţví ađ koma sér saman um ađ ríkisstjórn Íslands skuli nú tilkynna stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi, ađ umbeđin ríkisábyrgđ á skuldbindingum Tryggingasjóđs innistćđueigenda verđi ekki veitt nema ađ undangenginni niđurstöđu dómstóls, sem lögsögu hefur í málinu, um ađ ábyrgđin sé fyrir hendi."
Undir ţessa tillögu er hćgt ađ taka, og ekki verđur betur séđ en hún sé stjórnmálalega fyllilega raunhćf. Um lagalega haldbćrni tillögunnar ţarf vart ađ efast, ţegar slíkir menn eiga í hlut. Međ ţessu er höggviđ á ţann Gordíonshnút, sem flćkjufćtur ríkisstjórnarinnar hafa reyrt ţjóđina í.
Ţví miđur er gćfusnauđ óţurftarríkisstjórn ólíkleg til ađ samţykkja ţennan kost. Ţegar ríkisstjórnin kemur ađ vandamáli á hringsóli sínu, ţá ţćfir hún ţađ, en leysir ekki vandann. Hún ţćfist viđ, en hefur ekki leyst eitt einasta stórmál. Dómurinn um hana, ári eftir valdatöku, er óhjákvćmilega - ÓHĆF. Hún er verri en gagnslaus, hún ţvćlist fyrir og er einvörđungu til vandrćđa.
Afleiđingin er auđvitađ sú, ađ á Íslandi er enginn hagvöxtur og ekki útlit fyrir hann. Eins og stöplaritiđ ađ ofan ber međ sér, er vćnzt 2 % hagvaxtar í ríku löndunum 2010 og 5 % hagvaxtar í ţróunarríkjunum. Íslendingum ríđur á ađ fá góđan hagvöxt strax nú áriđ 2010. Undir vinstri stjórn er slíkt algerlega borin von. Bezta lausnin á núverandi ţjóđfélagsvanda og á efnahagsvandanum er ađ vinstri stjórnin leggi upp laupana og fari frá völdum, ţannig ađ ungir, vel menntađir og öflugir forystumenn borgaralegra afla geti hafiđ hér löngu tímabćrt endurreisnarstarf.
Margt bendir til, ađ ríkisstjórnin njóti ekki stuđnings meiri hluta Alţingis viđ helztu mál sín, hún hefur orđiđ fyrir áfalli međ synjun forseta lýđveldisins á lagasetningu, ţar sem hún lagđi líf sitt undir, og miklar líkur eru á stađfestingu ţjóđarinnar međ miklum meirihluta á synjun forsetans.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)