Verður eflingarsprauta á 4 mánaða fresti ? - 2 af 2

Hér fer á eftir þýðing skrifara á síðari hluta vefgreinar Sebastians Rushworths 5. nóvember 2021 um hneykslanlega lélega endingu C-19 bóluefnanna.  Í stað þess að viðurkenna haldleysi bóluefnanna, er frá líður, er bætt við sprautum með ærnum samfélagslegum kostnaði og heilsutjóni, sem engin yfirsýn er á núna.  Það er eins og Bakkabræður hafi ákveðið að skella á stórtækri tilraunastarfsemi á kostnað skattborgaranna. Engin heildstæð stefnumörkun er fyrir hendi hjá heilbrigðisyfirvöldum landsins um að komast út úr þessum faraldri, nema stöðugar bólusetningar, og sú leið er ófær að mati Sebastians Rushworth, sem greint hefur skilvirkni bóluefnanna sem óviðunandi.  Þar er um misheppnaða vöru að ræða, sem fyrir löngu ætti að vera búið að gangast við af hálfu framleiðendanna. Það er auðveldara að ná fram hjarðhegðun en hjarðónæmi.  Hið síðar nefnda næst úr þessu aðeins á náttúrulegan hátt. Að telja fólki trú um, að "örvunarsprautan" skili okkur til hjarðónæmis, er líklega hreinræktuð óskhyggja, sem ekki styðst við neinar marktækar rannsóknir.  

"Ef ríkisstjórnum hefði ekki legið svona mikið á að koma bóluefnum í borgarana, en hefðu þess í stað krafizt 6 mánaða reynslutíma af tvöföldu blindprófi með bóluefnin, í stað 2 mánaða, hefði aðeins Moderna-bóluefnið verið viðurkennt í upphafi. 

Þegar við athugum lengra tímabil en 6 mánuði frá bólusetningu, verður ástæða til að verða enn niðurdregnari.  Við 9 mánaða markið veitir Pfizer-bóluefnið ekki lengur nokkra vörn við einkennum covid-19.  Því miður voru ekki til haldbær gögn um Moderna-bóluefnið eftir 9 mánuði vegna aðeins fárra, sem hlutu bólusetningu með því fyrir 9 mánuðum, en að 6 mánuðum liðnum hafði eiginleiki Moderna til að hindra smit C-19 með einkennum fallið niður í aðeins 59 %.  Þannig virðist vera samfellt fall í skilvirkni Moderna-bóluefnisins við sérhverja áfangaathugun, og ekkert bendir til stöðvunar fallsins.

Hvað kemur í ljós, ef við lítum á lýðfræðilega undirhópa, t.d. eldri borgara, sem eru í langmestri áhættu vegna covid-19, og eiga þess vegna mest undir gagnsemi bólusetninganna ?

Fólk yfir 80 sýndi í upphafi sterk viðbrögð við bóluefninu, þ.e. 73 % lækkun hlutfallslegrar áhættu einkennasmits eftir 1-2 mánuði frá bólusetningu.  Hins vegar lækkar þetta niður í aðeins 50 % eftir 2-4 mánuði og eftir 6 mánuði er gagnsemin alls engin.  Jafnvel fyrir miðaldra (50-64 ára), sem hafa virkara ónæmiskerfi og ættu þess vegna að bregðast öflugar við bóluefnunum, eru þau gjörsamlega gagnslaus við að hindra sýkingu með einkennum eftir 4-6 mánuði.  Eini hópurinn, þar sem skilvirkni bóluefnanna er meiri en 50 % eftir 4 mánuði, er undir 50 ára aldri (skilvirkni 51 % eftir 4-6 mánuði). 

Hversu góð bóluefnin eru við að koma í veg fyrir smit með einkennum, er auðvitað ekki aðalatriðið, ef við venjulega eigum við með einkennasmiti eitthvað í líkingu við algengt kvef fremur en Spænsku flensuna.  Það, sem höfuðmáli skiptir, er, hversu vel bóluefnunum tekst að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.  Nú skulum við skoða það.

 Á tímabilinu 1-2 mánuðum frá bólusetningu leiddu bóluefnin til 91 % áhættulækkunar að lenda á spítala eða deyja.  Á tímabilinu 4-6 mánuðum féll þetta í 74 %, og frá 6 mánuðum lækkaði áhættuminnkunin í 42 %, þótt mismunur á áhættu bólusettra og óbólusettra að þessu leyti væri ekki lengur tölfræðilega marktækur.  M.ö.o. var ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á áhættu bólusettra og óbólusettra sjúklinga að lenda í alvarlegum veikindum með spítalavist eða að deyja.  

[Undirstrikun skrifara.]

Ég tel 2 mögulegar skýringar á hröðu falli á virkni bóluefnanna.  Sú fyrri er, að það sé vegna takmarkaðs ónæmis af völdum bóluefnanna, og hin seinni er stöðug þróun veirunnar og einkum ris Delta-afbrigðisins.  Ef seinni skýringin er rétt, er alls engin ástæða til að gefa fólki viðbótar sprautur (örvunar), því að þær mundu ekki gera nokkurn skapaðan hlut til að bæta ónæmið.

Ef fyrri skýringin er rétt, er viss ástæða til viðbótar sprautu, þótt það virðist fráleitt að sprauta alla með viðbót á 4 mánaða fresti gegn veiru, sem fyrir flesta hefur ekki meiri áhrif en kvef, og 99,8 % af smituðum lifa C-19 af, og þótt verulegt náttúrulegt ónæmi sé nú þegar fyrir hendi í öllum samfélögum vegna allra þeirra, sem nú þegar hafa smitazt af covid.  Ólíkt skammtíma vörn bóluefnanna, hefur vörnin, sem verður til við smit, reynzt vera bæði endingargóð og breiðvirkandi, þrátt fyrir ruslvísindi, sem halda fram hinu gagnstæða og CDC [Centers for Disease Control and Prevention í BNA] stendur að. Hins vegar er rík ástæða til reglulegra bólusetninga fjölveikra eldri borgara á 4 mánaða fresti, helzt með Moderna-bóluefninu.

Jæja, hvaða ályktanir getum við núna dregið ?

Bóluefnin eru miklu óskilvirkari en búizt var við upphaflega, og skilvirknin fellur hratt.  Með þessa vitneskju í farteskinu er hugmyndin um, að hægt sé að bólusetja þjóðir til að losna við faraldurinn, hrein vitleysa.  [Sóttvarnarlæknir og heilbrigðisráðherra Íslands (Svandís S.) halda þessari bölvaðri vitleysu (bolaskít) enn að þjóðinni.]  Eina leiðin til að losna við faraldurinn er, að nægilega margir smitist og þrói með sér náttúrulegt ónæmi, en þannig hafa allir undangengnir veirufaraldrar í öndunarfærum horfið.  

  

 

 

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband