Skynsamleg tillaga kunnáttumanns virt að vettugi

Hvers vegna er gagntillögu reynds íslenzks  samgönguverkfræðings um "létta hliðsetta borgarlínu", sem útheimtir mun minni fjárfestingar og veldur miklu minni tafakostnaði á framkvæmdatíma en miðjusetta borgarlínan, sópað út af borðinu sem ótækri eða ógildri, jafnvel af hinum ágæta stjórnanda, bæjarstjóranum í Kópavogi.  Það olli vonbrigðum, því að vissulega er um raunhæfan valkost að ræða. Þegar  takmarkað fé er til ráðstöfunar í mörg verkefni, eru ýmsar viðurkenndar leiðir farnar til að forgangsraða fénu, ef pólitísk hentistefna ræður ekki ferðinni eða aðrar hundakúnstir. Ein er t.d. að forgangsraða eftir arðsemi framkvæmda, og ef um umferðarmannvirki er að ræða, er að sjálfsögðu reiknaður með áætlaður kostnaður af slysum fyrir og eftir framkvæmd. Þetta er ekki hægt að gera fyrir borgarlínuna, því að arðsemi hennar hefur ekki verið reiknuð, en að líkindum verður stórtap af henni, og þess vegna er ótímabært að ráðstafa fé til hennar.  Henni er þess vegna pakkað inn í umbúðir, sem heita "Samgöngusáttmáli, og smyglað þannig inn á framkvæmdaáætlun.  Þetta er verk Samfylkingar og pírata, enda óeðlileg vinnubrögð. Þörf fyrir borgarlínu gæti komið síðar á þessari öld, og þá er hægt að setja hana á braut yfir öðrum mannvirkjum eða neðan jarðar.  Núverandi hugmyndafræði borgarlínu er úrelt og sogar til sín fjármagn, en ekki farþega. 

Morgunblaðið lætur ekki sjónhverfingar ósvífinna  stjórnmálamanna villa sér sín.  Þar birtist skörp forystugrein 22.08.2024 undir fyrirsögninni:

    "Borgin blekkt".

Hún hófst þannig:

"Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B., formaður borgarráðs, virðist enn halda á lofti hinu óskiljanlega verkefni sínu um "borgarlínu", og snýtir það fyrirbæri óendanlegum fjármunum úr nösum fjármálaráðherrans, og virðist þá engu skipta, hver það er, sem situr í fjármálaráðherrastóli það augnablikið.

Á borgarstjóratíð sinni lofaði "orlofssugu óhemjan" því margoft og reglubundið og helzt svona 3 mánuðum fyrir hverjar kosningar, að einmitt það kjörtímabil, sem senn færi nú í hönd, myndi borgin í allri sinni góðsemi og takmarkalausri framsýni leggja Miklubrautina loks í stokk, á meðan borgin yrði jafnframt á fleygiferð um leið að leggja "borgarlínuna", sem myndi þó í bezta falli flytja svo sem 4 % þeirra, sem fara þyrftu um borgina.  Og þá byndu borgaryfirvöld vonir við, að fullkomlega væri búið að eyðileggja alla bifreiðaumferð í borginni og trylla almenna borgara með himinháum gjöldum frá hverju horni til horns og margt benti til, að þeim myndi einnig takast í sömu andrá að setja borgarsjóð Reykjavíkur á höfuðið, eins og meirihlutinn hefði lengi stefnt að."

Loforðaflaumur stjórnmálamanna um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu einkennist af litlu viti, engri framsýni og stórkarlalegum loftköstulum um hundruða milljarða ISK verkefni á sama tíma og Samfylkingin hefur tekið út af aðalskipulagi borgarinnar mannvirki, sem með tiltölulega litlum kostnaði mundu greiða mjög úr umferðarteppum í borginni á fljótvirkan hátt, ekki sízt, ef samhliða yrði fjölgað akreinum efir hentugleikum.  Hér er átt við mislæg gatnamót.  Óvitarnir sóa fjármunum í að fækka akreinum og vilja grafa göng og leggja vegstokka.  Að skipuleggja umferðarkerfið er ekki á færi skammsýnna og sveimhuga stjórnmálamanna, sem ekki kunna með fé að fara, heldur er þetta eðlilegt viðfangsefni sérfræðinga í umferðarfræðum. Hvers vegna að mennta umferðarverkfræðinga, ef þekking þeirra er sniðgengin, en amatörar látnir um stefnumörkun ? Úr þekkingaráttinni hafa komið ágætar tillögur, sem kosta aðeins brot af draumórum stjórnmálamanna.  Ef ekki verður farið að greiða úr umferðarvandanum á höfuðborgarsvæðinu með arðsömustu  fjárfestingunum þegar í stað, blasir við umferðartæknilegt og fjárhagslegt skipbrot í boði Samfylkingarinnar. 

"Þegar upp komst um strákinn Dag B., og hvernig hann hefði hagað sér, er hann saug ólöglegar orlofsgreiðslur til sín og sinna upp úr botnlausum borgarsjóði, sem hann hafði gert gjaldþrota, þá svaraði hann, eins og aðeins sá einn getur, sem kann ekki að skammast sín.  Hann sagði, að þessar ótrúlegu orlofsgreiðslur til sín hefðu komið "algjörlega sjálfvirkt", eins og þegar menn vinna hæsta vinning í lottóinu.  En það er reyndar einnig þekkt úr lottóinu, að þegar aðeins einn fær risavinninginn, getur hann orðið stór, eins og í orlofstilviki Dags B. Eggertssonar." 

  Téður Dagur hefur fyrir löngu sýnt og sannað, að þar fer algerlega ábyrgðarlaus stjórnmálamaður.  Hann hefur reynzt vera ótrúlega dýr á fóðrum, en skaðlegust hefur "borgarlínan" hans reynzt, því að hún er látin móta skipulagsmál borgarinnar með lóðum á dýrum þéttingarreitum, og nágrannasveitarfélögin hafa undirgengizt helsi, sem felst í banni við að brjóta nýtt land til byggðar utan ákveðinna marka.  Þau verða að brjótast undan þessu helsi, en skipulag "borgarlínunnar" ætti að verða banabiti Samfylkingarinnar.  

 


Bloggfærslur 11. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband