11.6.2010 | 19:52
Stórveldi leitar hófanna
Ţann 9. júní 2010 varđ allnokkur opinber atburđur, kyrfilega sviđsettur. Fulltrúi í stjórnmálaráđi miđstjórnar kínverska kommúnistaflokksins var hér međ 80 manna fylgd í bođi utanríkisráđherra Íslands. Hinn ţurftarfreki gamli Trotzky-isti skrifađi undir gjaldeyrisskiptasamning fyrir hönd Seđlabanka Íslands viđ seđlabanka Kína. Óvíst er, hvađa ávinningur er fólginn í ţessum samningi fyrir Ísland, en hins vegar er ljóst, ađ slíkur samningur getur orđiđ forleikur ađ lánalínu og lántökum.
Ţá skrifađi hinn nýi forstjóri Landsvirkjunar undir viljayfirlýsingu um fjármögnun Búđarhálsvirkjunar gegn ţví, ađ kínverskt verktakafyrirtćki, CWE, öđlist forgang ađ verkefninu.
Ţessum gjörningi hefur veriđ leikstýrt út iđnađarráđuneytinu, en dáđleysi og ákvarđanafćlni hafa einkennt feril ráđherra Samfylkingarinnar, sem ţar situr nú ađ völdum. Nú gćti hins vegar svo fariđ, ađ hún skildi eftir sig sviđna jörđ.
Óţarfi er ađ taka fram, ađ gjörningar af ţessu tagi eru óhugsandi alls stađar annars stađar innan "Festung Europa" eđa á Innri markađi Evrópu.
Ljóst er, ađ Kínverjar hafa gert langtíma áćtlun um ađ öđlast ítök á Íslandi. Kínverskir stjórnmálamenn og embćttismenn hugsa ekki í kjörtímabilum, heldur í mannsöldrum. Utanríkisstefna Kínverja er heimsvaldastefna í ţeim skilningi, ađ ţeir leggja áherzlu á ađ ná tökum á auđlindum jarđar, vinna ţćr úr jörđu eđa framleiđa landbúnađarvörur og senda hráefni til Kína til frekari úrvinnslu. Ţessi hegđun ţeirra er afar áberandi í Afríku, ţar sem ţeir hafa t.d. keypt mikiđ land til námugraftrar og landbúnađar, en ţeir láta líka ađ sér kveđa í Suđur-Ameríku. Nú stunda 40 % íbúa Rauđa-Kína landbúnađarstörf, en áćtlađ er ađ ţeim fćkki í 24 % á nćstu 10 árum. Framleiđni er lág, og Kínverjar óttast matvćlaskort, sem gćti valdiđ miklum innanlandsóróa.
Hvađ fyrir ţeim vakir hérlendis, er ekki ljóst. Langtíma markmiđiđ kann ađ vera ađ ná tökum á matvćlaframleiđslu landsins, en til skemmri tíma beinist áhuginn ađ orkulindunum og nýtingu ţeirra. Í ţessu sambandi er vert ađ minnast, ađ siglingaleiđin á milli Íslands og Kína mun styttast umtalsvert, ţegar norđurleiđin opnast, sem taliđ er muni verđa á ţessum áratug. Ađgengi ađ auđlindum á sjávarbotni, iđnvćđing Íslands og tenging Íslands viđ markađi ESB kunna og ađ vekja áhuga ţeirra.
Viljayfirlýsingin, sem hinn nýbakađi forstjóri Landsvirkjunar undirritađi, er međ algerum ólíkindum og fullkomin fásinna. Yfirlýsingin hlýtur ađ hafa veriđ samţykkt af stjórn Landsvirkjunar og er ţar međ á ábyrgđ iđnađarráđherra, Katrínar Júlíusdóttur, sem Samfylkingin ber stjórnmálalega ábyrgđ á. Ţessum ráđherra virđist engan veginn vera sjálfrátt og ómögulegt ađ sjá, hvađa erindi hún á í ráđherrastól, jafngagnslítil og hún hefur reynzt. Afskipti Samfylkingarinnar af orku-og iđnađarmálum landsins eru ein samfelld hrakfallasaga. Er skemmst ađ minnast fáránlegs úrskurđar Ţórunnar Sveinbjarnardóttur, fyrrverandi umhverfisráđherra, um sameiginlegt umhverfismat allra tengdra framkvćmda álveri Alcoa á Bakka viđ Húsavík. Hefđi sá biđleikur ekki veriđ leikinn, vćri öđru vísi umhorfs á atvinnumarkađinum á Íslandi nú um stundir, og um 100 milljarđar króna í vćndum í auknum útflutningstekjum. Dýrir ćtla sameignarsinnarnir í Stjórnarráđinu ađ verđa landsmönnum, og mun hiđ fyrra hruniđ verđa barnaleikur hjá sjálfskaparvítum vinstri flokkanna viđ völd.
Ţetta síđasta útspil Samfylkingarinnar í orkumálum tekur ţó út yfir allan ţjófabálk. Verkalýđshreyfingin (ASÍ)hefur fordćmt verknađinn, og skal taka heils hugar undir ţá fordćmingu. Segja má, ađ betra er heima setiđ en af stađ fariđ, ef virkja á međ kínversku vinnuafli á međan yfir 20 ţúsund Íslendingar hafa ekki vinnu viđ hćfi. Kínverja má ekki ráđa hér til vinnu, ef vinnuafl fćst á Innri markađinum. Ţetta er "Festung Europa".
Kínverjar unnu hér viđ Kárahnjúkavirkjun og ber ekki ađ vanţakka framlag ţeirra ţar, en ţá ríkti efnahagsţensla, og ekki fékkst nćgt vinnuafl á Innri markađi EES. Ţetta er ófrávíkjanleg forgangsregla hins Innra markađar og međ algerum ólíkindum, ađ ríkisstjórnin hćtti nú á hörđ viđbrögđ frá Evrópu og víđar, ţegar okkur ríđur á ađ bćta samskiptin viđ ţessar ţjóđir án ţess ađ leggjast ţó í duftiđ og sleikja skósóla "Brüssel-búrókrata", eins og utanríkisráđherra er tamt.
Ţađ verđur ekki á Samfylkinguna logiđ. Ísland er innan "Festung Europa" međ kostum ţess og göllum, og ESB mun ekki líđa ţađ, ađ kínverskt vinnuafl njóti réttinda til vinnu á Íslandi umfram vinnuafl á innri markađi EES. Ţegar horft er til ţess međ hvađa hćtti ţessi forréttindi skapast, er ljóst, ađ gjörningurinn er ţar ađ auki brot á samkeppnireglum Innri markađarins, ţar sem einu fyrirtćki er keyptur ađgangur ađ verki međ lánveitingu eđa fjármögnun hins opinbera í viđkomandi landi (Kína) til verkkaupans.
Hér er satt ađ segja um alveg glórulausan gjörning ađ rćđa og heimskulegan í alla stađi. Gjörningurinn, sem viljayfirlýsingin fjallar um, stenzt ekki einfaldasta próf á sviđi tilskipana og laga ESB ađ ekki sé nú minnzt á íslenzk lög og reglur.
Téđ viljayfirlýsing er svo vitlaus, ađ međ ólíkindum er, ađ nokkur hérlandsmađur skyldi ljá nafn sitt viđ hana. Hún mun ţar ađ auki skađa okkur erlendis, bćđi vestan hafs og austan, ţar sem menn gjalda mikinn varhuga viđ ásókn kínverska stórveldisins.
Íslenzka ríkisstjórnin er hins vegar ţeirrar gerđar um ţessar mundir, ađ hún telur sér alla viđhlćjendur vini. Allt vitnar ţetta mál um ótrúlega skammsýni, ţekkingarleysi og dómgreindarleysi, ţ.e. óhćfni vinstri stjórnarinnar og trúnađarmanna hennar. Kostnađurinn af afglöpum, úrrćđaleysi og fordómum vinstri stjórnarinnar er svo hár, ađ ţjóđin hefur ekki lengur efni á, ađ hún hangi hálfdauđ viđ völd.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alţjóđamál, Viđskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ći !
Gunnlaugur I., 11.6.2010 kl. 21:16
Sćll. Ég er ekki búinn ađ lesa ţessa viljayfirlýsingu, en ég er sammála ţér og steinhissa á ţessu uppátćki ađ ćtla Kínversku verktakafyrirtćki ađ hafa forgang viđ virkjun fyrir Landsvirkjun. Hvar sefur nú verkalýđshreyfingin á međan ţetta gengur yfir? ASÍ og BSRB og SI og öll ţessi félög? Er ţessi fáránlega ríkisstjórn okkar sem er miklu meiri brandari en Besti flokkurinn getur nokkurn tíma orđiđ, búin ađ svćfa öll hagsmunasamtök međ leiđindum?
En ţetta er skiljanlegt af hálfu Kínverjanna, ţeir reka öfluga eiginhagsmunastefnu, ég vćri ekki hissa ţó ţeir fái nćst ferskvatnsréttindi í landinu fyrir lítiđ ţegar ríkiđ stelur ţeim á nćstu dögum til ađ fćra einhverjum útvöldum.
Íslendingar eru á margan hátt vitlausasta ţjóđ í heimi. Ríkisstjórnin sem ţjóđin kaus sér er besta sönnun ţess. Nú spila Kínverjar á ţetta, heimskupör Íslendinga vekja athygli alla leiđ til Kína.
Jón Pétur Líndal, 11.6.2010 kl. 23:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.