Fingurbrjótar ríkisstjórnar

Afleikir klúđraranna í Stjórnarráđinu eru legió. Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, hefur lýst yfir stuđningi viđ vafagemlinginn, efnahags-og viđskiptaráđherra, Gylfa Magnússon, í kjölfar fingurbrjóts hans í umgengni viđ sannleikann. 

Téđur Gylfi ţorđi ekki, sumariđ 2009, ađ upplýsa ţing og ţjóđ um greinargerđ yfirlögfrćđings Seđlabankans, sem reist var á annarri frá lögfrćđistofu í Reykjavík. Viđbára um trúnađarskjal frá bankanum var orđhengilsháttur, ţví ađ trúnađarskyldan lá á greinargerđ lögfrćđistofunnar.  Yfirlýsing um ţessa trúnađarskyldu hefur enda veriđ borin til baka af Seđlabankanum og Efnahags-og viđskiptaráđuneytinu.  

Hvers vegna blekkti ráđherrann Alţingi sumariđ 2009 og áhorfendur Kastljóss RÚV 10. ágúst 2010 ? Skođum fyrst, hvernig ráđherrann gerđi ţetta.   

Spurning ţingmannsins var skýr og einföld.  Hún var um lögmćti myntkörfulána.  Ráđherrann afvegaleiddi ţingiđ međ ţví ađ svara annarri spurningu.  Hann sagđi lögfćđiálit ráđuneytisins og stofnana hníga til ţess, ađ lán í erlendri mynt vćru lögleg.  Međ ţessu lét hann líta ţannig út, ađ tvö hugtök, myntkörfulán og gjaldeyrislán, ţýddu hiđ sama og gaf ţar međ í skyn, ađ myntkörfulán vćru lögleg ađ beztu manna yfirsýn.  

Ţessum leik hélt hann áfram í tilvitnuđum Kastljóssţćtti.  Dósentinn vissi allan tímann betur, en komst upp međ blekkinguna í bćđi skiptin, sem er miđur.  Eftir dóm Hćstaréttar um ţetta efni 16. júní 2010 rann upp fyrir fólki lögfrćđilegi mismunurinn á ţessum tveimur hugtökum.  Sekt ráđherrans er núna augljós.  Seta slíks manns á ráđherrastóli er móđgun viđ ţjóđina. Honum er ekki treystandi til ađ fara međ forrćđi opinberra málefna. Forsćtisráđherra lagđi hins vegar blessun sína yfir setu hans, ţegar máliđ komst í hámćli.  Hvers vegna ? 

Svariđ er hiđ sama og viđ spurningunni um ţađ, hvers vegna efnahags-og viđskiptaráđherra lagđi út á sína blekkingabraut.  Ef hann hefđi svarađ sannleikanum samkvćmt, á grundvelli beztu, fáanlegu upplýsinga, á Alţingi, ţá hefđi komiđ í ljós stórfelldur afleikur ríkisstjórnarinnar međ fjármálaráđherra og efnahagsmálaráđherra, sem ţá var Jóhanna, í broddi fylkingar, viđ stofnun nýju bankanna, ţví ađ ţar var ein forsendan til grundvallar flutningi lánasafns til nýju bankanna sú, ađ myntkörfulánin vćru lögleg og mundu skila sér ađ mestu leyti gengistryggđ til baka.

Fjármálaráđherrann og ţingmenn vinstri stjórnarinnar hafa hingađ til vísađ til ţessa bankauppgjörs sem nánast einu rósarinnar í hnappagati ríkisstjórnarinnar.  Nú er komiđ í ljós, ađ hún klúđrađi ţessu máli herfilega, eins og flestum öđrum málum, sem hún hefur komiđ nálćgt. Er getuleysi, dómgreindarleysi og lánleysi ţessarar dćmalausu langs-og ţversumklofnu ríkisstjórnar međ algerum endemum.  Viđvaningshátturinn, ţvergirđingurinn, ţröngsýnin og leyndarhyggjan ríđa ekki viđ einteyming í Stjórnarráđinu nú um stundir.  Allt rekur ţar á reiđanum.

Mál er ađ linni.  Óhćfnin er ekki ein á báti, heldur er óheiđarleikinn međ í för.  Ţađ sannar myntkörfuhneyksliđ, sem hér hefur veriđ reifađ.  Ekki tekur betra viđ, ţegar litiđ er til ţriđja hjólsins undir stjórnarskriflinu, utanríkisráđherrans.  Hann varđ ađ athlćgi á blađamannafundi í Brüssel nýlega međ stćkkunarstjóranum, Stefan Füle.  Blađamenn rak í rogastans viđ ţá séríslenzku kenningu, ađ evran mundi hafa orđiđ Íslendingum hjálparhella í hinni alţjóđlegu bankakreppu, sem leiddi til bankahruns hér, af ţví ađ ríkiđ hafđi ekki bolmagn til ađ bjarga bönkunum hér, eins og ţađ gerđi t.d. á evrusvćđinu, einnig á Bretlandi og í BNA. Ţýzkir blađamenn sperrtu eyrun, ţví ađ ţeir voru vanari ţví ađ heyra evrunni kennt um vandrćđin, t.d. á Írlandi og í Suđur-Evrópu. Hinir einu, sem blómstra nú á evrusvćđinu, eru Ţjóđverjar, međ sitt sterka framleiđslukerfi og útflutningsknúna hagkerfi, sem nú er ađ springa út í fyrsta skipti eftir "die Wende" eđa endursameiningu Ţýzkalands.    

Ţá fimbulfambađi utanríkisráđherra Íslands um bjartsýni sína á, ađ Ísland fengi hagstćđa samninga viđ ESB.  Ţađ mátti stćkkunarstjórinn eiga, ađ hann leiđrétti ţetta snarlega.  Engar varanlegar undanţágur yrđu veittar.  Ţetta á ekki síđur viđ um hvalveiđar, nýtingu á lögsögu Íslands, innflutning landbúnađarafurđa, herskyldu í vćntanlegum Evrópuher en hvađ annađ, sem á fjörurnar kann ađ reka í ađlögunarviđrćđunum. Ţá er vitađ, ađ sérsamningar án lagalegs stuđnings sáttmála ESB eru haldlausir, ef hagsmunaárekstrar verđa, sem leiddir eru til lykta fyrir Evrópudómstólinum. 

Taka má dćmi af sjávarútveginum.  Blekiđ verđur ekki ţornađ á samninginum viđ ESB, ţegar spćnskur togari fer inn í landhelgina.  Varđskip mun taka hann og fćra til hafnar viđ Ísland. Spánverjar kćra fyrir Evrópudómstólinum, sem dćmir samkvćmt sáttmálum og lögum ESB, ađ lögsaga ESB sé ein og óskiptanleg.  Samningurinn viđ ESB haldlaus og Ísland breytist í verstöđ Evrópu.

Ţađ, sem í bođi er í Brüssel, er ESB međ sáttmálum ţess, lögum og tilskipunum.  Annađ er blekking og/eđa blindni, og er hvort tveggja ófyrirgefanlegt.   

Af ţessum sökum, sem hér hafa veriđ tíundađar, og er ţá margt óupptaliđ af ávirđingum ríkisstjórnarinnar, er hún ekki á vetur setjandi, heldur ber ađ setja hana af hiđ fyrsta og kjósa til Alţingis.  Nú er búizt viđ nýrri holskeflu hagkerfissamdráttar erlendis, og ţá er nauđsynlegt, ađ viđ stjórnvöl ţjóđarskútunnar íslenzku séu hvorki heybrćkur né hugstola fólk.   

   Atvinnuleysi Evrópu 2008-2010   

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Hér er vart einu orđi hallađ! Listagóđ skrif, sem bera sannindi í hverri línu. 

Dingli, 13.8.2010 kl. 21:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband