Langavitleysan lafir enn

Ríkisstjórninni eru ótrúlega mislagðar hendur.  Hún stundar einvörðungu heimskulegar leiksýningar, lýðskrum, naflaskoðun og bjálfalegt sjálfshól.  Fjármálaráðherra gumar af, að botninum sé náð.  Tveimur árum eftir alþjóðlega fjármálakreppu og tæpum tveimur árum eftir hrun útbólginnar svikamyllu furðuverks íslenzkra spákaupmanna í fjármálageiranum, hjakkar íslenzka efnahagskerfið í sömu förunum, sem er einsdæmi, eins og fram kemur með talnagögnum hér að neðan.  Verri ríkisstjórn er ekki að finna í þróuðum ríkjum.  

Hagstofan hefur birt gögn, sem sýna, að fjármálaráðherra fer með fleipur eitt.  Þess vegna komu þau ummæli forsætisráðherra afturhaldsins lítt á óvart, að nú væri ríkisstjórnin farin að huga að því að koma á laggirnar nýrri ríkisstofnun, Þjóðhagsstofnun, til að matreiða ritskoðaðar upplýsingar ofan í lýðinn.  Hinír afstyrmislegu stjórnarhættir á Íslandi árið 2010 minna á alþýðulýðveldi Austur-Evrópu á dögum Kremlarbóndans frá Georgíu, Jósefs Djugaschwilis.

HAGVXT~1  Myndin með hagvaxtarstólpum 2007-2009 hér til vinstri sýnir hrikalegan samdrátt í efnahagskerfi Íslands á síðasta ári, og tölur Hagstofunnar sýna nú, að enn á árinu 2010 er efnahagssamdráttur.  Þetta er þvert á innantóma fullyrðingu fjármálaráðherra um hagvöxt, sem augljóslega hefur ekkert vit á því, sem hann á að að fjalla um í ríkisstjórninni.  Verri fjármálaráðherra hefur landið aldrei haft, þó að farið sé aftur til daga kammerráðsins danska. Þessi samdráttur á Íslandi árið 2010, þó að minni sé en árið á undan, er skilgetið afkvæmi Steingríms J. Sigfússonar og stjórnmálaflokks hans, Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.  Þau hafa drepið hagkerfið í dróma með hrikalegum skattahækkunum, sem engu hafa skilað í ríkissjóð, og með því að þvælast fyrir öllum erlendum fjárfestingum, sem borið hefur á góma hér að fá til landsins. 

Hagvaxtarþróun 2009-2011

Myndin hér til hægri með stólpunum 2009-2011 sýnir mun minni samdrátt annars staðar árið 2009 og hagvöxt þegar árið 2010.  Þetta sýnir, hversu mjög Íslendingar dragast nú aftur úr öðrum þjóðum.  Þetta er gjaldið, sem fólk greiðir fyrir að lyfta steinrunnum vinstri flokkum í valdastóla.  Það mun taka taka nokkur ár að vinna upp afspyrnu slæma stjórnarhætti hérlendis. 

atvinnuleysi2010Myndin hér til vinstri sýnir beina afleiðingu afturhaldsstefnu vinstri stjórnarinnar í prósentum atvinnuleysis af vinnumarkaðinum, og þó er landflóttinn ekki inni í þessu grafi.  Að honum meðtöldum næmi fjöldi atvinnulausra á Íslandi yfir 25 þúsund manns.  Langtímaatvinnuleysi er að verða að mesta þjóðfélagsböli á Íslandi.  Þetta vandamál er skilgetið afkvæmi kolrangrar stefnu í ríkisfjármálum og fjandsemi í garð athafnalífsins.  Eins og grafið um atvinnuleysi á Íslandi ber með sér, fer það vaxandi og verður næsti vetur óbjörgulegur með sótsvart afturhald hangandi aðgerðarlaust í brúnni á strönduðu skipi.  Þessu verður að linna.

Atvinnuleysi Evrópu 2008-2010Eins og sést á gröfunum tveimur hér til hægri, er aukning atvinnuleysis mun hægari á evru-svæðinu en á Íslandi, og Þjóðverjum hefur tekizt, með því að herða sultarólina, að snúa vörn í sókn.  Þessi þróun, sem er Íslandi mjög í óhag, á sér stað þrátt fyrir mjög hagstætt gengi íslenzka gjaldmiðilsins fyrir útflutningsgreinarnar, en þær hafa bjargað landinu frá gjaldþroti.  Þetta kemur fram á næstu mynd.     

VRUSKI~1Þrátt fyrir dágóðan vöruskiptajöfnuð er viðskiptajöfnuður landsins samt enn óhagstæður.  Á meðan svo er, er ekki að búast við mikilli styrkingu gjaldmiðilsins.  Það mun ekki geta gerzt án mikils innstreymis gjaldeyris til landsins.  Heilbrigðast er, að slíkt gerist án áhættu fyrir landsmenn, og lánstraustið mun þá reyndar fylgja í kjölfarið.  Þannig er einmitt háttað til með erlendar fjárfestingar í atvinnuvegum landsmanna.  Þær útilokar hins vegar afturhaldið, sem nú situr á valdastólunum í Stjórnarráðinu.  Viðreisn er útilokuð með vinstri stjórn.  Viðundrin verða að víkja. Þá verður unnt að koma hjólum atvinnulífsins í gang aftur.  Nóg er komið af ruglinu og tími til að hefjast handa. 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góður pistill eins og alltaf, Bjarni.

Ágúst H Bjarnason, 4.9.2010 kl. 14:48

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þakka þér kærlega fyrir umsögn þína, Ágúst.  Hana met ég mikils.  Myndir segja meira en mörg orð, er sagt, og það geta verið einkunnarorð þessa pistils. 

Með góðri kveðju / BJo

Bjarni Jónsson, 4.9.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Dingli

Sæll Bjarni

Góður pistill eins og alltaf, Bjarni.  Er álit það sem Ágúst H Bjarnason hefur á skrifum þínum hér fyrir ofan. Ég er þessu ósammála. Upphafið er í fínu lagi enda flest þar sannleikanum samkvæmt, en það sem á eftir fylgir, er hreinlega út í hött. Ef ég hleyp yfir þetta í stuttu máli, þá er það fyrst Þjóðhagsstofnun. Þú segir:  nýrri ríkisstofnun, Þjóðhagsstofnun, til að matreiða ritskoðaðar upplýsingar ofan í lýðinn.   

Þjóðhagsstofnun er ekki ný stofnun og hún matreiddi aldrei neitt. Hún birti RÉTTAR tölulegar upplýsingar, eins og þú ert að gera með súluritum frá hagstofunni, en þegar RÉTTAR tölur hennar voru ekki í samræmi við lygar ríkisstjórnar Dabba og Dóra, lagði Davíð hana niður með einu pennastriki! Margir eru á því, að með brotthvarfi Þjóðhagsstofnunar hafi síðustu hindrun Íslandsræningjana verið rutt úr vegi.

Auðvitað varð hrikalegt hrun í efnahagskerfinu af orsökum sem allir þekkja nema kannski þú. Að orsökin sé að Steingrímur J. sé lélegasti fjármálaráðherra allra tíma er umsnúningur staðreynda og hrein og klár lygi. Bullið í fíflinu og hans eigin lygar koma bullinu í þér bara ekkert við. Að mörgum óhæfum mönnum í þessu embætti ber Árni Mattisen af sem aumingi.

 Þetta er gjaldið, sem fólk greiðir fyrir að lyfta steinrunnum vinstri flokkum í valdastóla. 

Ha! Svo vitlaus og órökrétt er þessi settning auk fleiri í svipuðum dúr síðar í pistli þínum, að ég nenni ekki að elta ólar við þær.

Mér finnst það leiðinlegt, að um leið og þú dregur um sanna mynd af óhæfi stjórnar Jóku og Steina, þá styðjir þú vitfyrta glæpagengið sem á undan fór!

Dingli, 5.9.2010 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband