7.7.2019 | 09:52
Innlend afskipti af verðlagningu rafmagns bönnuð í OP#4
Yfirlýst hlutverk orkupakka #3-4 er myndun sameiginlegs markaðar rafmagns í Evrópu. Nú eru nokkrir svæðisbundnir raforkumarkaðir þar, og er einn slíkur fyrir norðanverða Evrópu, NordPool. Innri markaðurinn hefur þegar leitt til mikillar jöfnunar á raforkuverði, þar sem raforkuverð til heimila og iðnaðar á Norðurlöndunum hefur hækkað mjög sem hlutfall af meðalverði í Evrópu, en lækkað t.d. í Austurríki, Þýzkalandi, Belgíu og Frakklandi. Þessi þróun hefur að sama skapi leitt til breyttrar samkeppnisstöðu, atvinnustigs og lífskjara í þessum löndum, jaðarsvæðunum á Norðurlöndum í óhag, en þungamiðju framleiðslu í Evrópu í hag, enda kerfið hannað með það fyrir augum. Orkan er alls staðar undirstaða nútímaþjóðfélags. Ætlum við að ganga í þessa gildru stórkapítals og stjórnenda Evrópusambandsins ? Augljóslega er það keppikefli ESB-sinna.
Ísland er mjög háð raforku vegna atvinnuhátta, iðnaðarins og hnattlegu landsins. Talsverður hluti hitunarkostnaðar húsnæðis er raforkukostnaður, einnig á hitaveitusvæðum, því að hitaveitur þurfa talsverða raforku til að dæla miklu vatni. Raforkuverðhækkun á Íslandi er þess vegna stórmál og mjög neikvæð fyrir allt þjóðfélagið, og það er algerlega ótækt, að stjórnun verðlagningar á raforku í landinu verði í höndum embættis, sem er algerlega utan seilingar lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsmanna. Þar er átt við Landsreglarann (The National Energy Regulator), sem starfa mun hér undir stjórn og á ábyrgð ACER-Orkustofnunar ESB, þótt ESA-Eftirlitsstofnun EFTA fái fyrir siðasakir að afrita og hafa milligöngu um afhendingu gagna til og frá ACER.
Í OP#4, gr. 59.3, er eftirfarandi tekið fram um valdsvið Landsreglarans:
- hann skal taka bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki
- hann skal taka ákvarðanir, sem tryggja, að raforkumarkaðurinn virki, eins og ætlazt er til
- hann skal leggja sektir á raforkufyrirtæki, sem ekki fara eftir rafmagnstilskipuninni, ákvörðunum Landsreglarans eða samþykktum ACER. [Allt er þetta ótækt með öllu fyrir þjóð, sem ekki vill ganga ESB á hönd-innsk. BJo].
Landsreglarinn á að taka þátt í fundum ACER, en EFTA-löndin verða þar án atkvæðisréttar. Auk þess skal hann taka þátt í svæðisbundnu samstarfi til að:
- tryggja næga flutningsgetu á milli landa
- samræma þróun á flutnings- og dreifikerfisskilmálum og öðrum reglum
- Landsreglarinn getur stundað svæðisbundið samstarf óháð íslenzkum yfirvöldum. [Hann verður ríki í ríkinu - innsk. BJo].
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér Bjarni einstaka baráttu fyrir velferð Íslands með því að opinbera sannleikann um innihald op#3 og nú op#4. Íslenskir ESB.,sinnar kveinka sér yfir sí vaxandi tortryggni gagnvart EES samningnum og hún sögð knúin markvisst áfram af síendurteknum rangfærslum ósannindum og áróðri einangrunarsinna,já sem leynast víða.(tek þetta úr grein háttvirtrar Þorgerðar Katrínar í blaði Mannlífs.) Sannleikurinn er ekkert flókið reiknidæmi útkoman fæst rétt með opinberum staðreyndum oftast dregnum upp úr leyniboxi.
Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2019 kl. 13:30
Tek alfarið undir með Helgu. Að mínum dómi er kominn tími til að segja EES samningnum upp og draga ESB umsóknina formlega til baka. En ætli þessir vesalingar á Alþingi hafi til þess kjark og þor???????
Jóhann Elíasson, 7.7.2019 kl. 14:37
Sæll Bjarni. Ég botna ekkert í á hvaða ferðalagi þú ert á með þessi orkupakkamál. En þú laðar að þér fólk sem einhverra hluta vegna andskotast út í EES samninginn og evrópusambandið, og vill slíta sig frá þeim samningum, á einhverjum óljósum þjóðernisástæðum og sjálfstæðis hugmyndum. Ég er líka enn að klóra mér yfir þeirri skoðun þinni að réttlæta megi að fiskur veiddur í íslenskri landhelgi þurfi ekki að fara á uppboðsmarkað því fyrirtæki græði meira ef einokunun (virðiskeðjan) er ekki slitin.
Tryggvi L. Skjaldarson, 7.7.2019 kl. 15:03
Tryggvi, hefur Bjarni einhvern tímann nefnt það að fiskur veiddur í Íslenskri landhelgi, þurfi ekki að fara á uppboðsmarkað?????? Og hefur þú kynnt þér eitthvað innihald orkupakkanna og veistu eitthvað hvað þeir fela í sér??? HÁTT GLYMUR Í TÓMRI TUNNU, VIRÐIST VERA SANNMÆLI Í ÞÍNU TILFELLI.......
Jóhann Elíasson, 7.7.2019 kl. 15:32
Auðvitað liggja "þjóðernisástæður" að baki mótmælum. Klént ef sjálfstætt ríki gæti ekki stjórnað sínum orkumálum sjálft. Svo þetta með fiskinn - hvað með þá einokun að enn þarf að greiða tolla af honum til ESB? Þrátt fyrir EES.
Kolbrún Hilmars, 7.7.2019 kl. 17:15
Þeir, sem segjast vera á móti aðild Íslands að ESB, en berjast samt fyrir innleiðingu orkupakka #3, verða nú að útskýra, hvers vegna þeir eru á móti aðildinni. Hætt er við, að þá rekist hvað á annars horn. Innleiðing OP#3 og OP#4 er ígildi aðildar að ESB á lykilsviði þjóðfélagsins, orku- og umhverfissviði. Það er tvískinnungur að vera í orði kveðnu á móti aðild, en vilja leggja orkumálin í hendur ESB.
Bjarni Jónsson, 7.7.2019 kl. 18:06
Hver var ávinningurinn fyrir Ísland að samþykkja Orkupakka 1 og 2?
Benedikt V. Warén, 7.7.2019 kl. 23:03
Hver verður ávinningur fyrir Ísland að samþykkja Orkupakka 3?
Benedikt V. Warén, 7.7.2019 kl. 23:04
Hvernig kemur Orkupakki 3 að virka án sæstrengs?
Benedikt V. Warén, 7.7.2019 kl. 23:11
Ítrekað er haldið fram að það sé dýrt að búa á Íslandi.
Við njótum þess að hafa hreint loft, ómengað vatn, ódýra raf- og jarðvarmaorku.
Hvað veldur því að við, Íslendingar, getum ekki fengið að njóta þessa án afskipta ESB-sinna?
Þeirra sömu sem kvarta hvað mest um dýrtíðina á Íslandi.
Benedikt V. Warén, 7.7.2019 kl. 23:13
Jóhann Elíasson, já Bjarni hefur varið það fyrirkomulag sem viðgengst og m.a. borið við að ekki væri gott að slíta í sundur virðiskeðjuna, með öðrum orðum einokunina. Og já ég hef reynt kynna mér orkupakka 3. M.a. með að lesa: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=01f8e16f-c022-479f-8308-93ed73d59a1f
Tryggvi L. Skjaldarson, 8.7.2019 kl. 09:33
Tryggvi, að lesa áróður frá ráðherra myndi ekki kallast að "kynna sér málið". Þú verður að gera betur en þetta. Ef þú getur lesið ensku og skilur hana, þá er einfaldast að lesa "frumeintakið" á vef ESB og svo væri nú ekki úr vegi að skoða líka orkupakka fjögur og hvernig orkupakki fjögur "slátrar" helsta fyrirvara Íslenska Utanríkisráðherrans. En kannski finnst mönnum það ekki skipta neinu máli?????
Jóhann Elíasson, 8.7.2019 kl. 12:11
Jóhann Elíasson að gefa skít í það sem kemur fram á vef stjórnarráðsinssegir mér aðeins að við komumst ekkert lengra með þetta mál þú og ég.
Tryggvi L. Skjaldarson, 8.7.2019 kl. 19:49
Gefur þú ekki skít í það sem er vef Orkunnar Okkar, Tryggvi? Þvi finnst mér tilvalið að þú skoðir frumheimildina.
Jóhann Elíasson, 9.7.2019 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.