23.8.2020 | 18:37
Bjargi sér hver sem bezt hann getur
Allar iðnaðarþjóðir heims og flestar, ef ekki allar, aðrar hafa orðið fyrir alvarlegum skráveifum af völdum hinnar bráðsmitandi veiru SARS-CoV-2, sem hefur valdið illræmdasta faraldri í sögu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, að sögn framkvæmdastjóra hennar. WHO gaf sjúkdóminum hið bráðstofnanalega heiti COVID-19, en Bandaríkjaforseta, sem dró BNA út úr WHO, er tamara að tala um Kínaveiruna. Þetta kvikindi hefur á ferli sínum innvortis í hýslinum "homo sapiens" stökkbreytt sér nokkrum sinnum, eins og ólíkindatólið og vísindamaðurinn Kári Stefánsson í Íslenskri erfðagreiningu, ÍE, hefur frætt Íslendinga fjálglega um. Þótt sósíalistanum Svandísi Svavarsdóttur, hafi ekki þóknazt að strjúka Kára eðlilega meðhárs fyrir ómetanlega góðan þátt ÍE við að fást við vágestinn, þá hefur þetta merkilega einkafyrirtæki, að miklu eða öllu leyti í erlendri eigu, haldið áfram að leggja sig í líma við að draga þunglamalegt ríkisapparatið að landi. Er ekki kominn tími til, að innlend einkafyrirtæki á sviði læknisfræði fái loks að njóta sín, t.d. á sviðum, þar sem hið opinbera er með allt á hælunum ?
Þann 27. júlí 2020 ritaði Philippe Legrain, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, athyglisverða grein í Morgunblaðið, sem hann nefndi þó því villandi heiti:
"Evrópa bjargar sér".
Fyrirsögnin ber með sér alþekktan ruglanda á Evrópusambandinu og Evrópu. Þennan ruglanda er t.d. að finna í heiti evrubankans og æðsta dómstóls Evrópusambandsins. Því fer fjarri, að rétt sé að setja jafnaðarmerki á milli ESB og Evrópu og sú villa óx gróflega við úrsögn næst öflugasta ríkis Evrópu (vestan Rússlands) úr ESB. ESB ætlar ekki að bera sitt barr eftir það áfall.
Ágreiningur innan sambandsins vex og verður illvígari. Nú er ekki lengur hægt að skella skuld misklíðarinnar á Breta, heldur virðist Sambandið vera að gliðna um fellingafjöll Alpanna. Það er líka gjá á milli austurs og vesturs innan Sambandsins, sem liggur austan Þýzkalands og að öðru leyti um gamla "Járntjaldið". Hvort Úrsúlu von der Leyen tekst að bera græðandi smyrsl á sárin (hún er læknir), er óvíst. Ferill hennar sem varnarmálaráðherra Þýzkalands var ófagur, en Bundeswehr er í sárum eftir asnaspörk hennar þar við að reyna að uppræta fornar hefðir hersins og virðingu fyrir föllnum stríðshetjum. Jafnvel mynd af Helmut Schmidt, fyrrum kanzlara Vestur-Þýzkalands, í einkennisbúningi Wehrmacht, lét hún rífa ofan af vegg. Stríðsmáttur Bundeswehr, ekki sízt Luftwaffe, var í molum eftir ráðstafanir hennar. Hvernig mun viðskilnaður hennar verða í Brüssel ? Þar eru nú lykilstöður mannaðar Þjóðverjum og þeim hefur fjölgað mjög í Berlaymont. Kannski þeim takist að halda ferlíkinu á floti ?
Grein sína hóf Legrain þannig:
"Eftir 4 sólarhringa af erfiðum samningaviðræðum og mörgum sársaukafullum málamiðlunum hafa leiðtogar Evrópu komizt að samkomulagi um byltingarkenndan mrdEUR 750 björgunarsjóð. Sem merki um samhug gagnvart Ítalíu, Spáni og öðrum löndum, sem enn eru í sárum vegna COVID-19-krísunnar, er samkomulagið stórt skref fram á við fyrir Evrópusambandið. Það gerir hins vegar lítið til að taka á dýpstu vandamálum evrusvæðisins."
Að risavaxinn björgunarsjóð þurfi að setja á koppinn handa ríkjum, sem orðið hafa undir í samkeppninni við germönsku ríkin á evrusvæðinu, Þýzkaland, Austurríki og Holland, er sjúkdómseinkenni á myntsamstarfinu. Þar er vonlaust að vera, nema reka stranga aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum og tryggja samkeppnishæfni atvinnulífs landsins. Hið fyrra hafa Þjóðverjar gert með því að binda í Stjórnarskrá Sambandslýðveldisins reglur um ríkisbúskapinn, og hið síðara er gert með framleiðnihvetjandi umhverfi fyrir fyrirtækin og hóflegum launahækkunum, sem ekki verða umfram framleiðniaukninguna.
"Enn betra er, að samkomulagið [leiðtoganna] felur í sér marga jákvæða þætti tillögu Merkel og Macron, þar sem mrdEUR 390 vegna ESB-styrkja eru efstir á blaði án margra skilyrða. Fjögur af efnaðri ríkjum Norður-Evrópu með Hollendinga í fararbroddi höfðu áður sett það sem skilyrði, að ESB veitti eingöngu lán, sem væru háð því, að ríkisstjórnirnar, sem þægju þau, framkvæmdu umbætur, sem ESB krefðist (og að þjóðirnar samþykktu þau). En ágeng skilyrði af því taginu hafa slæmt orð á sér eftir samskipti ESB og Grikklands fyrir áratug, þannig að Suður-Evrópuþjóðirnar gátu engan veginn samþykkt neitt slíkt."
Hrakfallasaga evrusamstarfsins er dæmalaus, og meðferðin á Grikkjum fyrir tæplega áratug var forkastanleg, þar sem þeim var fórnað á altari peningaveldis í ESB. Þýzkir og franskir bankar, lánadrottnar Grikklands, voru skornir úr snörunni og lengt í hengingaról Grikkja. Evrópusambandið er ekki góðgerðarstofnun, sem hleypur undir bagga með aðildarríkjunum, þegar á bjátar. Evrópusambandið er samansúrrað hagsmunaveldi evrópsks stórauðvalds og búrókrata í Brüssel, sem maka krókinn með risasporslum og skattafríðindum.
Hérlendis eru barnalegar sálir, sem vilja fyrir alla muni troða Íslandi inn í þessa samkundu og japla jafnan á tuggunni um friðarhlutverk ESB í Evrópu, sem er ímyndun ein. Vinstri stjórninni 2009-2013 mistókst ætlunarverk sitt með aðildarumsókn og aðlögunarferli í kjölfarið, en umsóknin er enn geymd í skúffu í aðalstöðvunum, Berlaymont, í Brüssel. Trúin á nytsemi aðildar hefur nú breytzt í trúarbrögð.
"Helzti kosturinn við björgunarsjóðinn er þó pólitískur. Með honum sýnir Evrópusambandið, að það getur komið Evrópubúum til hjálpar, þegar þeir þurfa mest á því að halda. Þetta ætti að veita nauðsynlegt mótvægi við vantrú á sambandið og draga úr reiði fólks vegna krísunnar."
Þarna er mikil óskhyggja á ferðinni. Evrópusambandið mundi gera Evrópubúum mest gagn með því að leggja sjálft sig niður og leysa upp evruna. Þar með mundu Evrópubúar losna við 40 k blýantsnagara, sem virka sem hreinræktaðar afætur á vinnandi fólk Evrópu. Núverandi aðildarríki myntsamstarfsins mundu þá annaðhvort taka upp sinn gamla gjaldmiðil, eða þau mundu bindast samtökum um einhvers konar gjaldmiðilssamstarf, e.t.v. í tvennu eða þrennu lagi. Það blasir við, að germanskar þjóðir bindist slíkum samtökum, rómanskar þjóðir myndi sín samtök og e.t.v. slavneskar. Finnar munu að fornu fylgja Germönum, en Grikkir munu sennilega lýsa yfir þjóðargjaldþroti með skuldir ríkissjóðs um 180 % af landsframleiðslu. COVID-19 kann að ríða efnahag Ítala gjörsamlega á slig líka, þótt mrdEUR 82 í títtnefndum björgunarsjóði ESB séu markaðir Ítölum. Það er dropi (5 %) í hafið hjá 60 M manna þjóð, þar sem ríkisskuldir stefna í 160 % af landsframleiðslu árið 2021.
"Frá sjónarhóli stjórnsýslu er samkomulagið mikill sigur fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem var oft utanveltu í myntbandalagskreppunni 2010-2012. Það verður Framkvæmdastjórnin, sem tekur mrdEUR 750 lánið til að fjármagna sjóðinn, og hún mun beina styrkjum og lánum með fjárveitingarvaldi sínu innan ESB. Með annað augað á greiðslu skuldarinnar eftir 2027 mun hún einnig hafa yfirumsjón með leit að nýjum tekjustofnum fyrir ESB, svo sem skatti á stafræna þjónustu eða kolefnisjöfnunarskatti innflutnings."
Þjóðverjar hafa nú undirtökin í Berlaymont, og hér má greina handbragð þeirra. Þeir ætla að standa í stafni björgunaraðgerðanna, og munu reyna að gæta þess vandlega, að féð nýtist af skynsamlegu viti, en brenni ekki á spillingarbáli. Þeir ætla greinilega að auka við fjárlög ESB, þótt síðustu 10 Sambandsreikningar eða svo hafi ekki hlotið samþykki skipaðra endurskoðenda, af því að þeir töldu fullnægjandi skýringar með útgjöldum skorta.
Það var vonum seinna, að sást til áforma um kolefnisjöfnunargjald á innflutning. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist í nýlegu blaðaviðtali vera orðinn þreyttur á tvískinnungi í umhverfisverndarumræðunni. Annars vegar væru lagðar þungar byrðar á hagkerfi EES-ríkjanna til að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum, en hins vegar væri flutt inn á svæðið ótæpilegt vörumagn frá ríkjum, sem losuðu margfalt meira út í umhverfið en ríkin í EES við sams konar framleiðslu, ekki sízt Íslendingar, sem eru þar fremstir í flokki ásamt Norðmönnum.
Í næstu tilvitnun í Legrain kemur fram, að ESB-ríkin séu nú að heykjast á orkustefnu sinni, enda er hún óskilvirk og dýr. Henni hefur nú verið skákað aftar í forgangsröðina með krókódílstárum í Berlaymont:
"Gallinn er sá, að vegna þess, að björgunarsjóðurinn var felldur inn í víðtækari samningaviðræður um fjárhagsáætlun ESB 2021-2027, þurfti að gera nokkrar óheppilegar málamiðlanir. Áður en heimsfaraldurinn brast á var Evrópska græna samkomulagið til að takast á við loftslagsbreytingar flaggskipsframtak Ursulu von der Leyen, forseta Framkvæmdastjórnarinnar. Nú hefur verið dregið úr fjárveitingum til að styðja við umskipti í hreinni orkugjafa."
Það er reyndar engin þörf á því lengur á meginlandinu að greiða niður sólar- og vindorku vegna mikils framboðs slíkrar orku á samkeppnishæfu verði m.v. kol og jarðgas. Það er hins vegar full ástæða til að huga að "lokalausn" á þessum málum og þróa umhverfisvæna orkugjafa, sem staðið geta undir jafnri og mikilli framleiðslu. Hér er væntanlega helzt um að ræða kjarnorku, þ.e. sundrun annarra efna en úrans og samruna vetnisatóma.
Í lokin skrifaði Philippe Legrain:
"Eftir myntbandalagskrísuna 2010-2012 benti mannúðarfrömuðurinn George Soros á, að Merkel gerði alltaf rétt nóg til að halda evrunni gangandi, "en aldrei meira en það". Þetta á enn við. Björgunarsjóðurinn er kærkomið skref fram á við, en hann leysir ekki grunnvanda evrusvæðisins, s.s. ósjálfbæra skuldaþróun á Ítalíu, tilhneigingu til verðhjöðnunar í Þýzkalandi og skort á endurstillingu hagkerfa. Evrusvæðið er sloppið fyrir horn í þetta sinn, en það er samt engan veginn komið í varanlegt skjól."
Spurningin er sú, hvort verr hafi verið farið en heima setið, þ.e. að samkomulag leiðtoganna hafi verið svo dýru verði keypt, að kalla megi Phyrrosarsigur fyrir ESB. Evrópusambandið er ófært um að ráðast að rótum vandamála sinna. Angela Merkel er á útleið, og arftaki hennar mun verða annarrar gerðar, sem þýðir, að það heyri brátt fortíðinni til, að Þjóðverjar skrifi upp á stórfelldar millifærslur úr vösum sínum til þeirra, sem neita að beita sig þeim lágmarksaga, sem ríki þurfa til að tekjur hrökkvi fyrir útgjöldum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ítalía og Lúxemborg voru árið 1949 á meðal 12 stofnfélaga Atlantshafsbandalagsins en hvorugt þessara ríkja er við Norður-Atlantshafið.
Átján ríki í Evrópu, sem ekki eru við Atlantshafið, hafa gengið í Atlantshafsbandalagið, þannig að meirihluti þrjátíu ríkja í bandalaginu er ekki við Atlantshafið.
Kýpur, sem er í Asíu, er í Evrópusambandinu.
Þar að auki hafa Kýpur og Ísrael, sem einnig er í Asíu, tekið þátt í Eurovision, svo og Ástralía.
En harla ólíklegt er að nöfnum Atlantshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og Eurovision verði breytt.
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:09
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:21
Rússland, Hvíta-Rússland og Úkraína gætu að sjálfsögðu fengið aðild að Evrópusambandinu, enda þótt það verði nú ekki strax í fyrramálið.
Rússland hefur engan hag af því að Úkraína fái ekki aðild að Evrópusambandinu.
Sovétríkin, sem í raun voru eitt ríki, hafa ekki verið til í þrjá áratugi.
Rússland hefur hins vegar átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki, sem hefur efni á að greiða markaðsverð fyrir rússneskar vörur, til að mynda gas.
Hagsmunir Evrópusambandsins og Rússlands eru að viðskipti þeirra verði áfram mikil, þrátt fyrir núverandi viðskiptaþvinganir vegna Krímskaga, og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO-ríki.
Rússar eiga mest viðskipti við Evrópusambandið og fjórðu mestu viðskipti þess eru við Rússland.
Undirritaður hefur búið til að mynda í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi og Ungverjalandi, ólíkt Ómari Ragnarssyni sem allt þykist vita um þessi ríki.
19.8.2020 (síðastliðinn miðvikudag):
Only 2 Percent of Belarusians Living in Hungary Voted for Lukashenko
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:24
Hins vegar er harla ólíklegt að NATO-ríki ráðist inn í Hvíta-Rússland.
27.9.2014:
"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.
Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.
Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.
Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."
Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:30
27.3.2014:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu og styður það
18.8.2012:
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine-European Union relations
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:31
19.8.2020 (síðastliðinn miðvikudag):
"Prime Minister Viktor Orbán [forsætisráðherra Ungverjalands] underlined his support for the position of Poland on Belarus at a meeting of the Visegrád Group [V4] on Wednesday, the chief of press of the prime minister told MTI, adding that at a videoconference of European Union leaders afterwards, Orbán called for the bloc to draw up a geostrategic plan that would contain military and economic aspects.
The V4 countries were in agreement on the issue of Belarus, according to the prime minister, and the position of Poland was firmly supported by all V4 countries, Bertalan Havasi said."
Prime Minister of Hungary on Belarus: The European Union Needs Geostrategic Plan
"The Visegrád Group, Visegrád Four, or V4, is a cultural and political alliance of four countries of Central Europe (the Czech Republic, Hungary, Poland and Slovakia), all of which are members of the European Union and NATO, to advance co-operation in military, cultural, economic and energy matters with one another and to further their integration to the European Union."
The Visegrád Group - V4
15.5.2020:
"Trade between Hungary and Serbia reached record volume last year, Viktor Orbán [forsætisráðherra Ungverjalands] said, and freight traffic and commuter traffic is currently flowing across the borders, he said.
Orbán pledged support for Serbian investments in Hungary, and said the construction of the Budapest-Belgrade rail line had reached a phase of acceleration.
"It is obvious that delivering Chinese goods quickly to Europe is one of the key issues of the future," he said.
Hungary is a committed supporter of the efforts of Serbia to join the European Union, Orbán said, calling on Brussels to open the accession chapters that Serbia is ready to conclude."
"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010 and he was also Prime Minister from 1998 to 2002.
He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:35
Viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna Krímskaga skipta harla litlu máli fyrir okkur Íslendinga, því við seljum allan þann fisk sem við viljum selja og fáum hátt verð fyrir fiskinn erlendis.
5.9.2019:
"Íslensk fyrirtæki settu upp tæknibúnað í nýrri vinnslustöð í eigu rússneska fyrirtækisins Gidrostory á Shikotan-eyju, rússnesku yfirráðasvæði norður af Japan.
Búnaðurinn í verksmiðjunni er íslenskur og fyrirtækin Skaginn 3X, Frost, Rafeyri og Style komu að hönnun og smíði hans.
Búnaðurinn gerir útgerðinni kleift að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring.
Verðmæti samningsins hleypur á milljörðum króna."
"Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræsti verksmiðjuna við hátíðlega athöfn á Eastern Economic Forum, viðskiptaráðstefnu sem nú stendur yfir í Vladivostok í austurhluta Rússlands.
Pétur Jakob Pétursson sölustjóri Skagans 3X segir að þetta sé til marks um áherslu rússneskra stjórnvalda á að efla innlenda matvælaframleiðslu.
Sú áhersla er að stórum hluta til komin vegna viðskiptabanns sem vestrænar þjóðir lögðu á Rússland vegna ólöglegrar innlimunar Krímskaga árið 2014.
Því má segja að viðskiptabannið hafi komið þessum íslensku fyrirtækjum til góða, þótt enn sé í gildi innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir í Rússlandi."
Íslensk fyrirtæki reistu verksmiðju í Rússlandi fyrir milljarða króna
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:37
Frábær pistill Bjarni og svo sannur.
Leiðinlegt með þessar athugasemdir frá þessum "copy paste" ritsóða.
Hann gæti alveg verið málefnalegri, en virðist ekki kunna annað
nema copy paste.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.8.2020 kl. 19:45
21.8.2020 (í fyrradag):
"UK government debt has risen above £2 trillion for the first time amid heavy spending to support the economy amid the coronavirus pandemic.
Spending on measures such as the furlough scheme means the debt figure now equals the value of everything the UK produces in a year.
Total debt hit £2.004tn in July, £227.6bn more than last year, said the Office for National Statistics (ONS).
Economists warned the situation would worsen before improving.
It is the first time debt has been above 100% of gross domestic product (GDP) since the 1960-61 financial year, the ONS said."
Virus spending pushes UK government debt to £2 trillion - BBC
Rétt eins og fjölmörg önnur ríki gera vegna Covid-19 dælir nú bandaríska ríkið með Trump í broddi fylkingar gríðarlegum fjárhæðum út í bandaríska hagkerfið, sem bandarískir skattgreiðendur munu greiða.
Og Bandaríkin fá þessar trilljónir Bandaríkjadala auðvitað að láni hjá Kínverjum, sem eru stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna, og auka þar með enn frekar skuldir bandaríska ríkisins, sem voru um 108% af vergri landsframleiðslu árið 2017, með þeim mestu í heiminum.
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 19:56
Evrópusambandsríkin og Bretland eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.
Að sjálfsögðu gæti Bretland fengið aðild aftur að Evrópusambandinu og þar að auki gæti Skotland orðið sjálfstætt ríki en Norður-Írland sameinast Írlandi og meirihluti íbúa í Skotlandi og á Norður-Írlandi vill aðild að Evrópusambandinu.
Um 80% Íra eru ánægð með evruna og á evrusvæðinu búa 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.
Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.
Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.
Bretland hefur hins vegar hvorki verið með evru né á Schengen-svæðinu og Írland er ekki heldur á Schengen-svæðinu, ólíkt Íslandi og Noregi, sem með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu eru de facto í Evrópusambandinu en hafa þar ekki atkvæðisrétt.
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Að sjálfsögðu er best fyrir okkur Íslendinga að hér á Íslandi sé notaður gjaldmiðill sem sveiflast ekki gríðarlega gagnvart til að mynda evrunni, breska pundinu og Bandaríkjadal, líkt og íslenska krónan hefur lengi gert og langoftast með tilheyrandi mikilli verðbólgu.
Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi mörlensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því þeir voru flestir hér árin 2017 og 2018 þegar gengi krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þau ár dvöldust hér flestir erlendir ferðamenn.
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Og nú hefur gengi íslensku krónunnar hrunið frá síðustu áramótum um 20% gagnvart evrunni, aðallega vegna þess að nú dveljast mun færri erlendir ferðamenn hér á Íslandi en áður vegna Covid-19.
En vegna mikils góðæris síðastliðinna ára hafa þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur getað tekið á sig þetta gengishrun íslensku krónunnar.
Þar að auki voru miklar skuldir ríkissjóðs Íslands að mestu leyti greiddar upp vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hér og þaðan kemur einnig mikill gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti.
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu og laun í ferðaþjónustunni hér eru hærri en í stóriðjunni.
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Þorsteinn Briem, 12.7.2014:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.
Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna
16.4.2020:
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna
13.8.2020:
Heildarskuldir ríkissjóðs Íslands voru 1.136 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en 882 milljarðar í janúar síðastliðnum.
Hrein skuld ríkissjóðs var 745 milljarðar króna í lok júlí en 619 milljarðar í janúar.
Hlutfall ríkisskulda af vergri landsframleiðslu er nú tæplega 40% en var 28% í janúar.
Skuldir ríkissjóðs Íslands jukust um 250 milljarða króna á sex mánuðum
17.8.2020 (síðastliðinn mánudag):
Skuldir ríkissjóðs Íslands hafa aukist um rúman milljarð króna á degi hverjum frá því í mars síðastliðnum vegna Covid-19
Þorsteinn Briem 17.2.2015:
Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í tæp sjö ár.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku viðskiptabankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
19.8.2018:
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins [nú Miðflokksins].
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 23.8.2020 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.