17.11.2024 | 15:00
Orkuskortur stendur hagvexti fyrir þrifum
Þau gleðitíðindi hafa nú orðið eftir mikið japl, jaml og fuður, að Landsvirkjun hefur fengið öll tilskilin leyfi til að hefjast handa við framkvæmd Hvammsvirkjunar. Fyrirtækið mun sem betur fer ekki bíða af sér kærufrestinn, heldur hefjast þegar handa. Það er satt að segja orðið neyðarástand í raforkumálum landsins, sem lýsir sér í, að Landsvirkjun sér sig strax um 25.10.2024 knúna til að nýta sér að fullu skerðingarheimildir sínar á ótryggðri raforku hér suðvestan lands. Fiskimjölsverksmiðjur munu þurfa að brenna olíu í vetur, þótt þær hafi fjárfest í rafmagnskötlum, þegar veiði uppsjávartegunda hefst. Á Vestfjörðum er ástand raforkumála fyrir neðan allar hellur. Þessi lélega staða grunninnviða landsins er sök stjórnvalda og verður skrifuð á reikning afturhaldsins, sem þvælzt hefur fyrir framförum í landinu með setu sinni í ríkisstjórn, en er nú horfið þaðan og við það að hverfa af sjónarsviðinu, enda hvert var erindið ?
Í Morgunblaðinu
Athugasemdir
Hvað fá gagnaverin stóran hlut af raforkuframleiðslunni?
Júlíus Valsson, 18.11.2024 kl. 14:41
Rúmlega 5 % í venjulegu árferði.
Bjarni Jónsson, 19.11.2024 kl. 17:43
Áhugavert! Það er svipað og öll heimilin í landinu.
Júlíus Valsson, 19.11.2024 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.