Bjart ķ įlheimum

Verš fyrir įl og įlmelmi er meš hęsta móti um žessar mundir.  Žar sem raforkuverš til įlveranna fylgir heimsmarkašsverši į įli aš nokkru leyti, er innstreymi gjaldeyris til ķslenzkrar orkuvinnslu ķ meiri hęšum en nokkru sinni fyrr.  Ekki veitir nś af, žvķ aš mikill halli er į višskiptum landsmanna viš śtlönd.  Hlutfall śtflutnings af landsframleišslu er minna hjį okkur Ķslendingum en hjį fręndum okkar į hinum Noršurlöndunum.  Brżnasta framfaramįl Ķslendinga er žess vegna aš laša til sķn erlendar fjįrfestingar, sem skjóta styrkum og varanlegum stošum undir śtflutningsišnašinn.   

Spyrja mį, hversu viturlegt sé aš fjįrfesta ķ miklum męli ķ virkjunum, sem reistar eru į grundvelli samninga um orkusölu til įlvera.  Žvķ er til aš svara, aš įliš sękir stöšugt ķ sig vešriš og vinnur nżja markaši.  Meginįstęša žess er léttleiki įlsins og orkusparandi eiginleikar žess.  Ešlisžungi įls er um žrišjungur af ešlisžunga stįls.  Įliš er ekki jafnsterkt og stįl og žess vegna žarf įlmassa, sem nemur um helmingi žess stįlmassa, sem įlmelmiš leysir af hólmi.  Nś hefur hins vegar veriš žróuš ašferš, sem eykur notagildi įls, aušveldar smķši śr įli og minnkar žann įlmassa, sem žarf viš smķšina nišur ķ um 35 % af stįlmassanum, sem leystur er af hólmi. 

U.ž.b. helmingur allra įlsteypa er svo nefnd hįžrżsti mótasteypa, HPDC ("high pressure die-casting").  Žetta er hagkvęm og fljótvirk ašferš, sem gerir kleift aš bśa til hluti śr įli meš mikilli nįkvęmni og meš góšri yfirboršsįferš į miklum afköstum, 15-20 s per stykki.  Sį galli er žó į gjöf Njaršar,  aš ķ fęstum tilvikum er unnt aš herša žessar įlsteypur.  Herzla er hitamešferš mįlma, venjulega til aš styrkja steypta hluti, sem fólgin er ķ hitun, snöggkęlingu og sķšan višhaldshitun, sem stundum stendur dögum saman.  

Hitamešferš steyptra įlhluta hefur framkallaš sprungur ķ žeim.  Örsmįar gasbólur verša til ķ steyptum įlmelmum, og springa žęr viš hitunina meš žeim afleišingum, aš rifur myndast ķ hlutnum.  Nż herzluašferš įlmelma er fólgin ķ nįkvęmu hitaferli, en viš lęgra hitastig og ķ mun skemmri tķma en hefšbundnar ašferšir.  Til samanburšar er algengt aš hafa hluti ķ 500°C heitum ofni ķ 8 klst, en nżja herzluašferšin krefst ašeins 420°C-480°C ķ 10-15 mķn.  Ašferšin er reist į kķsilögnum ķ įlmelminu, sem breyta lögun viš aš hitna og halda gasfylltum holrżmum ķ skefjum, svo aš žau ženjast ekki śt viš aš hitna.  Hér er tķminn lykilatrišiš.  Ef hann er of langur, breytist lögun kķsilagnanna of mikiš, og sprungur myndast ķ įlinu.  Žó aš žetta sé ekki fullkomin herzla, tvöfaldar hśn samt styrkleika įlmelmisins.

Žessi ašferš sparar orku og hęgt er aš nżta hana viš fjöldaframleišslu, af žvķ aš hśn er snögg.  Žumalfingursregla er, aš 10 % styrkaukning melmis minnkar efnisžörf um 3 %.  Žess vegna jafngildir žessi ašferš 30 % minni efnisžörf įlmelma.  Framleišslan veršur aš sama skapi hagkvęmari, og orkusparnašur viš įlnotkun, t.d. ķ farartękjum, eykst enn. 

Annar kostur er, aš varmaleišni ķ hertum hlutum eykst, og žess vegna batnar kęling, žar sem hitamyndun er, t.d. ķ vélablokkum.  Einnig eykst mįlmžreytužoliš, žannig aš įreišanleiki įlnotkunar batnar.  Allt leišir žetta til žess, aš nżir markašir opnast fyrir įliš, og spurn eftir įli mun fara vaxandi, ekki sķzt aš hįlfu bķlaišnašarins. 

Plastefni veita įlinu samkeppni, en įliš er hins vegar mun umhverfisvęnna en plast, žvķ aš plast er erfitt eša ómögulegt aš endurvinna meš hagkvęmum hętti.  Įliš er hins vegar mjög ódżrt aš endurvinna eftir aš žaš hefur veriš hreinsaš. 

Sś tękniframför ķ framleišsluferli įls, sem hér hefur veriš lżst, eykur mjög samkeppnihęfni žess og mun žess vegna vafalaust auka markašshlutdeild žess.  Žessi žróun į markašinum er enn ein röksemd fyrir žvķ aš framleiša og selja enn meiri raforku til vaxandi įlišnašar į Ķslandi og styrkja žar meš gjaldeyrisstöšu landsins, sem höfušnaušsyn er į um žessar mundir.

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband