21.4.2008 | 16:20
Ei viđ einteyming
Tvískinnungur margra á vinstri kanti stjórnmálanna gagnvart orkumálum ríđur ekki viđ einteyming. Hann lýsir sér ţannig, ađ mćlt er gegn nánast öllum virkjanaáformum hér heima, en mikill fagurgali hafđur í frammi um orkuútrás eđa virkjanir íslenzkra fyrirtćkja erlendis.
Frá umhverfissjónarmiđi er ţetta illskiljanlegt. Hvers vegna eru "umhverfisspjöll" fólgin í virkjun fossa eđa jarđgufu á Íslandi, en ekki í Afríku eđa Asíu ? Ekki verđur séđ, ađ fé ávaxti sig betur í virkjunum erlendis en innanlands. Áhćttan í ţeim löndum, ţar sem íslenzkir stjórnmálamenn vilja bera niđur í orkuútrás, er gríđarleg, enda fćst einkaframtakiđ ekki til ađ fjárfesta ţar. Ţađ er vegna ótryggs stjórnmálaástands, hrćđilegrar spillingar og hćttu á náttúruhamförum, t.d. jarđskjálftum og eldgosum.
Sérfrćđiţekking er af skornum skammti í virkjanamálum, og Íslendingar hafa ekki bolmagn til ađ virkja erlendis, ef ţeir ćtla ađ halda áfram ađ virkja í eigin landi. Orkuútrás er af ţessum sökum glórulaus og rétt ein fótalaus hugdetta seinheppinna stjórnmálamanna, sem hika ekki viđ ađ hćtta fé íslenzks almennings, ţar sem einkaframtakiđ hefur ekki litiđ viđ ađ fjárfesta. Eru refirnir e.t.v. til ţess skornir ađ hefta virkjanir á Íslandi ?
Ţađ er međ öllu óbođlegt, ađ einokunarfyrirtćki á borđ viđ Orkuveitu Reykjavíkur, OR, eđa dótturfyrirtćki ţess, Reykjavik Energy Invest, REI, hćtti fé sínu erlendis. Ef OR á fé aflögu, á hún ađ verja ţví til fjárfestinga í rafveitu, hitaveitu, vatnsveitu eđa fráveitu á athafnasvćđi sínu á Íslandi eđa ađ lćkka verđiđ á ţessari ţjónustu til viđskiptavina sinna, sem ekki geta leitađ annađ. Félög međ lögvarđa einokunarstarfsemi eiga ađ vera undir ströngu verđlagseftirliti og eiga ekki ađ hafa heimild til ađ setja fé sitt í óskylda starfsemi, hvorki í eigin nafni né í nafni dótturfélaga hérlendis eđa erlendis.
Skömminni skárra er, ţó ađ ríkisfyrirtćki, sem alfariđ eru í samkeppnirekstri, stundi slíkt. Annađ mál er, ađ ríkisfyrirtćki ćttu ekki ađ stunda samkeppni viđ einkaframtakiđ. Slík félög á ađ einkavćđa. Hér skilur á milli forrćđishyggjunnar og einstaklingshyggjunnar. Forrćđissinnađir stjórnmálamenn mega ekki heyra minnzt á, ađ dregiđ verđi međ nokkrum hćtti úr opinberri starfsemi og skirrast jafnvel ekki viđ ađ fara međ fé almennings á gáleysislegan hátt, en stjórnmálamenn einstaklingshyggjunnar vilja draga sem mest úr umsvifum hins opinbera, en leyfa ţeim, sem afla fjárins, ađ ráđstafa ţví ađ eigin vild.
Íslenzk fjármálafyrirtćki töldu orkuútrás góđa viđskiptahugmynd. Búiđ var ađ spenna fyrirtćki í eigu almennings, OR, fyrir vagninn, og ađeins var eftir ađ reiđa svipuna til höggs, ţegar Sjálfstćđismenn í borgarstjórn Reykjavíkur báru gćfu til ađ stöđva gjörninginn og ađ vinda ofan af ósómanum. Ţetta kostađi samstarfsslit viđ Framsóknarflokkinn í borgarstjórn. Samfylkingin og VG virtust međ orkuútrásinni vilja finna opinberum rekstri nýjar lendur. Nú mundu stjórnmálamenn forrćđishyggjunnar fá ný tilefni til ferđalaga og veizluglaums á kostnađ skattborgaranna. Vonandi tekst Sjálfstćđisflokkinum ađ stöđva bruđliđ.
Meginflokkur: Dćgurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viđskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góđa grein Bjarni.
Ágúst H Bjarnason, 22.4.2008 kl. 06:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.