Fiskveiðistefna ESB

Ráðstjórnin er augljóslega óhæf til að fást við vanda þjóðfélagsins.  Hún býr ekki yfir neinum raunhæfum úrræðum og virðist ekkert lag hafa á að skipuleggja endurreisnina.  Samfylkingarfólk blaðrar að vanda um inngöngu í ESB (Evrópusambandið) sem "kínalyfselixír" fyrir samfélagið, en hefur ekki lagt fram neina greiningu á kostum þess og göllum né lagt fram samningsmarkmið, sem ræða mætti og leggja í úrskurð þjóðarinnar. 

Eitt mikilvægasta málið í þessu samhengi er ráðstöfun auðlinda í íslenzku efnahagslögsögunni.  Framkvæmdastjórn ESB hefur viðurkennt gjaldþrot fiskveiðistefnu ESB, enda eru 88 % fiskistofna í lögsögu ESB ofveiddir.  Um 93 % af þorski í Norðursjó er veiddur áður en hann verður kynþroska.  Úthlutaðir fiskveiðikvótar eru í mörgum tilvikum 50 % yfir þeim mörkum, sem vísindamenn ráðleggja.  Svindlið er svo yfirgengilegt, að eftirlitsstofnun ESB (EU´s Court of Auditors) lýsti því yfir árið 2007, að veiðimagnið væri "óþekkt".  Veiðifloti ýmissa landa er 60 % - 80 % of stór, og hann er rekinn með svo miklu tapi, að ríkisstuðningur við útgerðirnar nemur í sumum tilvikum jafnhárri upphæð og söluverðmæti veiðinnar.  Auk þess eiga sér stað duldar niðurgreiðslur á formi niðurfellingar opinberra gjalda af olíu til útgerðar.   

Af þessum sökum er fræmkvæmdastjórn ESB nú að undirbúa að söðla algerlega um.  Hún hefur samið "grænbók" um nýja fiskveiðistefnu, þar sem fyrirmynda er leitað í fiskveiðistefnu Íslands og Nýja Sjálands.  Framkvæmdastjórn ESB er með öðrum orðum að móta fiskveiðistefnu, sem miðar að úthlutun framseljanlegs kvóta til útgerðanna.  Það á að virkja kraft einkaeignarhalds með veðsetningarrétti og reyna þannig að bæta umgengni við auðlindina.  Efnahagslögsaga ESB-landanna á að verða "innri markaður" ESB með veiðiheimildir.  Viðskipti með kvóta eiga að verða frjáls á milli landa innan ESB.  Það á sem sagt að leggja fyrir róða stefnuna um "hlutfallslegan stöðugleika", sem aðildarsinnar hérlendis hafa þrástagazt á sem haldreipi fyrir íslenzkan sjávarútveg, ef Ísland gengur í ESB. 

Ef Ísland gengur í ESB, munu niðurgreiddar evrópskar útgerðir geta boðið í kvóta í eigu íslenzkra útgerða eða á íslenzkum kvótamarkaði.  Hvernig halda menn, að samkeppnistaða Íslendinga verði gagnvart niðurgreiddum risaútgerðum Evrópu, sem vantar verkefni fyrir flota sinn.  Hætt er við, að saga einstakra byggðarlaga á Íslandi muni þá færast yfir á landið allt.  Ísland gæti fyrr en varir orðið rúið þessari meginauðlind sinni.  Hvers vegna er ekki rætt um þessa hlið "grænbókar" ESB hérlendis ?  Það er vegna þess, að í ESB-vaðlinum tröllríður ábyrgðarleysið þekkingarleysinu.   

 

Þa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Já einmitt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.5.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það hefði staðið þér nær að telja upp alla gallana á raforkukerfi Evrópu og nota það sem rök gegn aðildarumsókn. Þar má örugglega víða finna léleg háspennumöstur, lélegar tengingar dósir og tengingar, skort á jarðsambandi og ótrygga spennu sem geti farið illa með rafmagnstæki í Austur Þýskalandi sem endað gætu á íslenskum heimilum er fram líða stundir   

En að öllu gríni slepptu, þá getur þú endalaust talið upp galla á fiskveiðikerfi ESB. En við munum samt í engu þurfa að taka þá upp þó við gengjum í sambandið. Lögsagan verður eftir inngöngu að öllum líkindum skilgreind sem sér fiskstjórnunarsvæði þar sem við munum hafa fullt forræði. Þá munum við halda okkar ráðgjöf og úthlutunarkerfi eins og við höfum – nema við viljum endilega breyta því.

Þessar fabúleringar þínar varðandi hið svokallaða framsal eru útí móa. Komi það til sem ekkert bendir þó til,  þá er hugmyndin sú að gott væri að hafa þann möguleika að færa  heimildir í einstökum tegundum frá einu landi til annars þar sem þær hugsanlega nýttust betur þeim útgerðum sem þar eru - frekar en að láta þær liggja þar sem engin getur hvort eð er lifað á þeim. Viðkomandi  þjóðir yrðu þá  að koma sér saman um það og greiðsla kæmi þá á móti. Þessar hugmyndir hafa samsagt ekkert með einstakar útgerðir að gera eða úthlutanir innan hvers lands.

  Hættan kemur því ekki að utan. Heldur er innköllun heimilda hér innanlands og fyrirhugaur uppboðsmarkaður afskaplega vanhugsað svo ekki sé meira sagt. Það opnar beina leið fyrir erlenda aðila til að koma og gera hér út á jafnræðisreglunni...... og á þarf ekki einu sinni ESB samning til þess... EES samningurinn dugar að öllum líkindum.     

Atli Hermannsson., 2.5.2009 kl. 14:21

3 identicon

Það er ekkert mál að halda tekjunum innanlands og þér er mér nokk sama hvort maðurinn heitir Guðmundur eða Smith sem á kvótann, það breytir ekki neinu fyrir mig eða þig. En annars má benda þér á að Joe Borg sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdarstjórn ESB sagði í sambandi við þessa grænbók og ísland að tekið yrði mið af stefnu Noregs og íslands og að fundin yrði lausn sem útvegsmenn hér á landi ættu að geta sætt sig við. það er ótrúlegt hvað það eru margir varðhundar kvótakerfisins, jafnvel fólk sem á ekki einu sinni einn þorsk, er samt að verja þessa kvótgreifa með kjafti og klóm.

Enn og aftur ætla ég að höfða til raunveruleikans. Ég tók 18 miljón króna lán til 40 ára og þarf að borga það 17 falt til baka. Takk fyrir það ESB andstæðingar. Ef við færum í ESB þá myndu vextir á heimilin og fyrirtækin í landinu lækka um 228 miljarða á ári. Hugsaðu þér hvað fólk þarf að leggja á sig aukalega til þess að borga alla þessa vexti. Takk fyrir það ESB andstæðingar. Hættið þessu rugli að vera verja sérhagsmunaaðila, hugsið um og takið afstöðu með almenningi en ekki kvótagreigum og afturhaldsöflum þessa lands.

Valsól (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ágæt grein hjá þér.

En burtséð frá því hvort ESB apparatið ætlar að halda í þennan svokallaða "hlutfallslega stöðugleika eða ekki" þá sjá allir bullið og ruglið sem þetta miðstýrða apparat hefur komið sjávarútveginum í innan Sambandsins.

Enda fyirfinnst ekki sjómaður eða útgerðarmaður innan ESB, allt norður frá Danmörku og til Miðjarðarhafsins sem sjá ekki og viðurkenna fúslega að þetta gjörspillta ESB ofstjórnarkerfi sé handónýtt skrýmsli sem hafi nánast lagt þessa atvinnustarfsemi í rúst hjá aðildarlöndunum.

Hvers vegna í veröldinn ættum við sem eigum svo mikið undir þessari atvinnugrein að óska eftir því að ganga inníí þetta vonlausa og gjörspillta ofstjórnar apparat.

Bara það eitt fær mig til að hrylla mig við ESB og ættu að vera nægjanleg rök til þess að við ættum algerlega að hafna ESB aðild. 

Gunnlaugur I., 2.5.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gott kvöld Bjarni: Getur þú sagt mér hver staða ÍSLENDINGA er í DAG, sem vilja hefja útgerð á Íslandi? Veist þú hjá hverjum væri hægt að fá kvóta, og hvað kostar hann? Eg hef verið sjómaður alla mína starfsævi bæði fyrir og eftir framsal á óveiddum fiski, Eg hef alltaf verið leiguliði, það skiptir mig engu máli hvort útgerðarmaðurinn heitir John eða Jón, í báðum tilfellunum geta þeir selt sig út með stórhagnaði og sent leiguliðan á atvinnuleysiskrá.

Bjarni Kjartansson, 2.5.2009 kl. 21:28

6 identicon

skoðið verðkönnun Björns Heiðdal: Matarverð í ESB hærri en á Íslandi?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 08:43

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Bjarni Kj. "leiguliði". Ég frétti það rétt fyrir kosningar að stór útgerðaraðili hafi verið að kaupa kvóta á 900 krónur sem áður kostaði 4000 kr og það töluvert magn. Ef eigandinn héti John væri líklegt að við værum komin inn í EB og þá geturðu gleymt því að þú fengir leigðan kvóta því þá verður öll Evrópa komin að  borðinu,opinn markaður og Spánverjar og Bretar búnir að taka þennan kvóta yfir. Þetta er mín skoðun en auðvitað svarar Bjarni fyrir sína skoðun. Það væri gaman að fá útlistun hjá þér, hvernig í ósköpunum þið getið rekið útgerð á leigukvóta. Ég sá skuggalegt dæmi hjá útgerðarkonu sem hitti okkur á Kænunni í Hafnarfirði og ég átti ekki orð yfir vitleysuna.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.5.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband