Útúrboruháttur

Fregnir berast um, að kínverski forsætisráðherrann hafi haft hug á að heimsækja þann íslenzka nú um miðjan júlí 2011 með 100 manna sendinefnd, sem að stórum hluta væri viðskiptasendinefnd.  Af ástæðum, sem rekja má til íslenzka forsætisráðuneytisins hefur heimsókninni verið aflýst og hótelbókanir Kínverjanna afturkallaðar.  Íslenzka forsætisráðuneytið fer undan í flæmingi, þegar leitað er skýringa, og ráðherrann virðist hafa breytzt í lofttegund.  Það er óbjörgulegt, ef ferðinni er heitið til kanzlara Merkel í komandi viku.  Kínverjarar munu hafa einnig lagt til fundartíma viku seinna, svo að heimsókn á Potzdamer Platz er ekki haldbær skýring. 

Hér skal fullyrða, að enginn forsætisráðherra í Evrópu, annar en sá íslenzki, mundi setja upp hundshaus og sýna af sér fádæma ókurteisi og útúrboruhátt í stað þess að taka fagnandi tækifæri af þessu tagi til að efla samskiptin, ekki sízt viðskiptatengsl, við annað stærsta hagkerfi heims og það, sem örast vex, ef hið indverska er undanskilið, nú um stundir.  Hér er þess vegna argasta stjórnvaldshneyksli á ferðinni, sem draga mun dilk á eftir sér og sannar, að hagsmunagæzla fyrir Íslands hönd er ekki upp á marga fiska í stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Það hafði reyndar áður komið í ljós, t.d. í "Icesave"-deilunni, en þetta atvik undirstrikar, að mönnun þessa embættis er fullkomlega óboðleg og raunar stórskaðleg sem stendur.  Forsætisráðherra vinnur ekki fyrir kaupinu sínu, enda fer því fjarri, að hún valdi starfinu.  Á þessu ber Samfylkingin stjórnmálalega ábyrgð, sem hún getur ekki vikizt undan í næstu kosningum.  Þá mun hún fá þá ráðningu, sem dugir til að fleygja henni út úr stjórnarráðinu, en tjónið, sem af veru hennar þar hefur hlotizt, nemur hundruðum milljarða króna og hefur orðið mörgum þungt í skauti.  "Alþýðuhetjan" reyndist alþýðubaggi, þegar til kastanna kom.

Annar alvarlegur ábyrgðarhlutur jafnaðarmanna heitir Össur Skarphéðinsson.  Hann er fíll í postulínsbúð, sem gösslast nú áfram í samningaviðræðum við ESB umboðslaus og án skýrra samningsmarkmiða.  Hann hefur ekki umboð frá Alþingi, þó að hann hafi það frá marklausri Jóhönnu, til að semja um, að eina trygging Íslands fyrir óbreyttum yfirráðarétti efnahagslögsögunnar sé vinnuregla ESB um "hlutfallslegan stöðugleika".  Sú regla er haldlaus og á útleið samkvæmt yfirlýsingum fulltrúa ESB.  Er fávísi Össurar með eindæmum að hampa þessu plaggi. Er alveg ljóst nú af flumbruhætti Össurar, að forynjur hafa komið höndum yfir fjöregg þjóðarinnar og kasta því nú á milli sín í Brüssel.

ESB hefur mótað sér sameiginlega fiskveiðistefnu og sameiginlega landbúnaðarstefnu, enda sameiginlegur málaflokkur hjá ESB, og það er jafnlíklegt, að sambandið samþykki sérreglur fyrir Ísland og það er, að Össur Skarphéðinsson muni ganga á vatni á morgun.  Ástæðan fyrir þessu er, að sérlausnir eða varanlegar undanþágur til handa einstökum ríkjum fela í sér mismunun ríkjanna.  Stefan Füle, stækkunarstjóri, hefur lýst því yfir á blaðamannafundi með Össuri í Brüssel, að ekkert slíkt sé í boði að hálfu ESB.  Ástæðan er sú, að slíkt grefur undan einingu ríkjanna.  Samþykktarferlið yrði torsótt fyrir Füle, því að samþykki allra ríkjanna er áskilið.

Þó að svo ólíklega vildi til, að slíkt næðist í gegn, er samningur Íslands við ESB á slíkum forsendum haldlaus, ef eitthvert aðildarríkjanna seinna meir, t.d. í einhverju ágreiningsmáli við Ísland, ber réttmæti undanþáganna upp við Evrópudómstólinn.  Sá leggur stofnsáttmála ESB til grundvallar dómum sínum, og fordæmi eru fyrir því, að ákvæði inntökusamninga, sem brjóta í bága við stofnsáttmálana, eru dæmd ógild.  Hvað mundu Íslendingar gera, sem í góðri trú færu inn í Evrópusambandið á röngum forsendum, ef haldreipi þeirra yrði þannig dæmt ónothæft og þeir mundu þurfa að sæta því að hlíta undanbragðalaust hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu og sameiginlegu fiskveiðistefnu ?  Fyrr en síðar mun slíkt hafa í för með sér skiptan hlut í lögsögunni og minni hlutdeild í flökkustofnum.  Slík þróun mála jafngildir minni tekjum sjávarútvegsins inn í íslenzka hagkerfið, því að íslenzka lögsagan undir stjórn framkvæmdastjórnar ESB yrði nýtt m.a. af verkefnalitlum stórflotum ESB-landanna, sem sæta færis. Gæti slíkt í ofanálag rústað lífríki hafsins, því að þessir flotar eru ekki þekktir af vandaðri umgengni við veiðislóðir, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni.

Til hvers var þá baráttan fyrir fullveldi og forræði yfir 200 mílna lögsögu, ef allt á að afhenda yfirþjóðlegu valdi 500 milljóna manna gjörsamlega að þarflausu ?  Hvers vegna að dæma sig til áhrifaleysis um eigin auðlindir og meginhagsmuni í nafni Evrópuhugsjónar, sem í upphafi snerist um að skapa varanlegan frið á milli Frakklands og Þýzkalands og nú snýst aðallega um viðskiptahagsmuni þessara tveggja landa.  Þessi Evrópuhugsjón er góð og gild, en okkur ber engin siðferðisleg skylda til að fórna einu né neinu fyrir hana.

Nú um stundir er téð Evrópuhugsjón í uppnámi.  Rígurinn yfir Rín er kominn í hámæli.  Tilraun Frakka til að draga úr efnahagsveldi Þýzkalands með því að þröngva Þjóðverjum til að fórna þýzka markinu fyrir endursameiningu Þýzkalands er dæmd til að snúast upp í niðurlægingu þeirra sjálfra.  Þýzkaland ræður nú þegar örlögum evrunnar, og Evrópusambandið hvílir á evrunni. 

Hið eina, sem bjargað getur evrunni í sinni núverandi mynd er myndun sambandsríkis Evrópu, en slíkt er borin von, sbr kosningarnar um stjórnarskrá ESB, sem sýndu miklar efasemdir um réttmæti og innihald hennar.  Síðan hefur tortryggni og úlfúð magnazt.  Það, sem er að gerast á evrusvæðinu núna, er einmitt það, sem Þjóðverjar óttuðust og sem þeir reyndu að girða fyrir með Maastricht-samninginum.  Hann dugði ekki, og Þjóðverjar ætla ekki að dæla fé í þá, sem hvorki hafa getu né vilja til að taka til í eigin ranni og fylgja agaðri hagstjórn í anda Prússanna við ána Spree.  Til að átta sig á, hvað baráttumenn fyrir varðeizlu ESB eru að fást við núna, ættu menn að lesa grein Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýzkalands, í Morgunblaðinu 8. júlí 2011, sem kemur þar til dyranna, eins og hann er klæddur.

Doktorinn frá Englandi í kynlífi laxfiska, sem nú fyrir kaldhæðni örlaganna gegnir stöðu utanríkisráðherra Íslands án þess að geta það, er að halda inn á jarðsprengjusvæði.  Það er gert með samþykki og í fylgd fyrirbrigðis, sem kallar sig Vinstri hreyfinguna grænt framboð.  Innan tíðar verða flokkur doktorsins og þetta fyrirbrigði hreyfingarlaus á sviðinni jörðu.  Tilraunin með tæra vinstri stjórn á Íslandi mistókst hrapallega, enda gerir hún ekkert annað en að skemmta skrattanum.  

 

           

 

 

  

Þýzka herskiptið Berlín-174 m


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á ekki til orð, yfir hálfvitahættinum.

Hvað er að ykkur þarna á þessu kalda kuldaskeri, er heilabúið á ykkur gersamlega frozið.   Það kemst ekkert annað fyrir í hausnum á ykkur, en peningar, bjór og fyllerí.  Nú hafið þið heirt að Kínverjar eigi pening, þá á að hlaupa til og reyna að fá eitthvað þar ... fyrir hvað, skiptir ekki máli bara eitthvað.

Hefur þú einhvern skylning á, hvað það er sem Kínverjar þurfa á að halda? Þeir þurfa á því að halda, að flytja fólk sitt erlendis ... fyrist og fremst, því fólksfjöldinn hjá þeim er aðal vandamálið. Kaupa af þér átappað vatn? þeir kaupa sér bara Coca Cola vinur, eða Pepsi er vinsælt í Kína, ekki Coca Cola, þó að þeir hafi fyrstir á staðinn.

Þú hefur engann skilning á því, hvað það er, sem Kínverjar (eða aðrir) hafa raunverulega í pokahorninu hjá sér.  Þess vegna áttu ekki að vera að gaspra þetta, og allra síst þegar þú átt ekki bót fyrir rassgatið á þér.  Ef einhverjir vilja kaupa þig fátæklinginn, þá er það ekki vegna þess hversu klár þú ert ... þetta ættir þú að geta skilið.

Ekki ætla ég að spá í, af hverju Jóhanna vildi ekki fara á fundinn.  En ég geri ráð fyrir, að ástæða hennar sé af mannréttinda ástæðum, og þá sérstaklega hvað varðar samkynhneigða í Kína.  Hún hefur ábyggilega ekki frekar vit á því, hvað þeir hafa í pokahorninu, en þú.

Reynið að hafa vit fyrir ykkur, og vera ekki að selja undan ykkur skerið ... bjánarnir ykkar.

var gtbTranslateOnElementLoaded;(function(){var lib = null;var checkReadyCount = 0;function sendMessage(message, attrs) { var data = document.getElementById("gtbTranslateElementCode"); for (var p in attrs) { data.removeAttribute(p); } for (var p in attrs) { if ("undefined" != typeof attrs[p]) { data.setAttribute(p, attrs[p]); } } var evt = document.createEvent("Events"); evt.initEvent(message, true, false); document.dispatchEvent(evt);}function checkLibReady (){ var ready = lib.isAvailable(); if (ready) { sendMessage("gtbTranslateLibReady", {"gtbTranslateError" : false}); return; } if (checkReadyCount++ > 5) { sendMessage("gtbTranslateLibReady", {"gtbTranslateError" : true}); return; } setTimeout(checkLibReady, 100);}gtbTranslateOnElementLoaded = function () { lib = google.translate.TranslateService({}); sendMessage("{EVT_LOADED}", {}, []); var data = document.getElementById("gtbTranslateElementCode"); data.addEventListener("gtbTranslate", onTranslateRequest, true); data.addEventListener("gtbTranslateCheckReady", onCheckReady, true); data.addEventListener("gtbTranslateRevert", onRevert, true); checkLibReady();};function onCheckReady() { var ready = lib.isAvailable(); sendMessage("gtbTranslateLibReady", {"gtbTranslateError" : !ready});}function onTranslateRequest() { var data = document.getElementById("gtbTranslateElementCode"); var orig = data.getAttribute("gtbOriginalLang"); var target = data.getAttribute("gtbTargetLang"); lib.translatePage(orig, target, onProgress);}function onProgress(progress, opt_finished, opt_error) { sendMessage("gtbTranslateOnProgress", {"gtbTranslateProgress" : progress, "gtbTranslateFinished" : opt_finished, "gtbTranslateError" : opt_error});}function onRevert() { lib.restore();}})(); (function(){var d=window,e=document;function f(b){var a=e.getElementsByTagName("head")[0];a||(a=e.body.parentNode.appendChild(e.createElement("head")));a.appendChild(b)}function _loadJs(b){var a=e.createElement("script");a.type="text/javascript";a.charset="UTF-8";a.src=b;f(a)}function _loadCss(b){var a=e.createElement("link");a.type="text/css";a.rel="stylesheet";a.charset="UTF-8";a.href=b;f(a)}function _isNS(b){for(var b=b.split("."),a=d,c=0;c

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:17

2 identicon

Ég veit ekki hvað hefur gerst þegar ég studdi á "Senda", eitthvað sem kemur frá "google translate" að ég held.  Það var ekki gert af ásettu ráði.  Ég biðst afsökunar á þessum óþarfa óláta texta hjá mér.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:20

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Svo er að sjá af ofangreindu, að útúrboruhátturinn sé orðinn að útflutningsvöru "af skerinu" í einhverjum mæli.  Auðvitað er framferði Kínverja, t.d. í Afríku og S-Ameríku, þekkt, en það er háttur siðaðra manna að ræða málin til að komast að því, hvort grundvöllur sé fyrir auknu samstarfi ríkja, t.d. á viðskiptasviðinu.  Það er ekki á hverjum degi, sem Wen Jiabao, forsætisráðherra, er í Evrópu og óskar samtala við ríkisstjórnir Evrópu og viðskiptamenn, þ.á.m. á Íslandi.  Allir viðkomandi forsætisráðherrar tóku við kínversku sendinefndinni, nema útúrboran á Íslandi.  Þetta er dónaskapur og stjórnmálalegt axarskapt, sem lengi verður í minnum haft.  Sæmilega séðir viðskiptamenn og stjórnmálamenn vita, að óskynsamlegt er að hafa öll eggin í sömu körfu, jafnvel þó að karfan heiti ESB.

Bjarni Jónsson, 9.7.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband