Sýndarveruleiki utanríkisráðherra

Þegar raunveruleikinn loks rann upp fyrir ráðuneyti utanríkismála við Rauðarárstíg í Reykjavík, þá greip það í tómt. Hringt var af Rauðarárstíg í skiptiborðið í Berlaymont í Brussel, en viðkomandi, sem beðið var um Sambönd ráðuneytisstjórans, fyrrverandi aðalsamninsamband við, voru þá í orlofigamanns um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ESB, í Berlaymont, eru þá ekki beysnari en þetta.  Eru engin takmörk fyrir eymd einnar stjórnsýslu ?

Í ársbyrjun 2014 var rífandi gangur í samskiptum Íslands og Rússlands á viðskiptasviðinu, og samskipti stjórnvaldanna endurspegluðu þetta.  Á einum áratugi, 2004-2013, þrettánfaldaðist vöruútflutningur Íslands til Rússlands og nam líklega ISK 35 milljörðum árið 2014.  Íslenzkir útflytjendur fiskafurða hafa í samvinnu við rússneska innflytjendur þróað nýjan og dýrmætan markað, sem líklega var einstæður í þeim skilningi, að annars staðar er ekki unnt að þróa annan sambærilega verðmætan markað fyrir þær uppsjávarafurðir, sem hér um ræðir.  Þar að auki hlupu Rússar undir bagga með Íslendingum, þegar ESB o.fl. gerðu tilraun til að kúga Íslendinga til að hverfa frá fyrirætlunum sínum um nýtingu á nýrri tegund í lögsögunni, makrílnum. 

Við þessar aðstæður var rétt af utanríkisráðuneytinu að funda með Rússum í Reykjavík um þróun viðskipta landanna á fjölmörgum sviðum. Í tilkynningu Utanríkisráðuneytisins í Reykjavík 30. janúar 2014 stóð, að fulltrúar ríkjanna mundu hittast einu sinni eða tvisvar á ári til að ræða fjölbreytileg verkefni til að stuðla að og greiða fyrir viðskiptum á milli landanna.  Á fundinum var rætt um ferðaþjónustu, matvæli, fjarskipti, fjárfestingatækifæri og orkumál auk nýsköpunarverkefna. Tekið var fram, að sendiráð landanna ynnu ötullega að því að fylgja þessum málum fram í samstarfi við atvinnulífið. 

Í ársbyrjun 2014 lék sem sagt allt í lyndi á milli Íslendinga og Rússa.  Hefði utanríkisráðherra Íslands betur haldið í heiðri ofangreinda viljayfirlýsingu í stað þess að eltast við ESB og áhangendur þess á Alþingi, en hann átti á þessum tíma nokkuð undir högg að sækja hjá þeim vegna ógildingar umsóknarinnar um aðild að ESB.

Nú tekur hann til við að láta eins og fíll í postulínsbúð algerlega að þarflausu.  Í aðdraganda innlimunar Krím í Rússland í marz 2014, sem auðvitað var brot á alþjóðalögum og bar að mótmæla, kallaði Gunnar Bragi Sveinsson sendiherra Rússlands á sinn fund og sagði grundvallaratriði, að Rússar stæðu við skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðalögum og drægju herlið sitt til baka úr Úkraínu.

Látum þessa framkvæmd utanríkisstefnunnar vera, en svo fór Utanríkisráðherra yfir strikið þann 7. marz 2014, er hann lýsti yfir stuðningi við alþjóðlegar aðgerðir í þágu Úkraínu, og hinn 17. marz 2014 lýsti hann því yfir, að alþjóðasamfélagið þyrfti að senda skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi.  Íslendingar gætu á grundvelli EES-samningsins tekið þátt í refsiaðgerðum ESB og ættu að gera það. 

Þarna gekk ráðherrann of langt.  Íslendingar hefðu ekki átt að taka þátt í sérsniðnum refsiaðgerðum ESB, því að þátttaka Íslands breytti alls engu um þær, þar eð viðkomandi vörur og þjónusta eru ekki í boði á Íslandi. Utanríkisráðherra með bein í nefinu hefði útskýrt þetta skilmerkilega fyrir starfsbræðrum og síðan og tilkynnt rússneska sendiherranum, að hann teldi viljayfirlýsingu þjóðanna frá ársbyrjun 2014 í fullu gildi.

Um lokahnykk vitleysunnar skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, í Morgunblaðið 21. ágúst 2015, "Harka hleypur í Rússaviðskipti":

"Hinn 20. mars 2014, eftir samráð utanríkisráðherra við  utanríkismálanefnd, tilkynnti utanríkisráðuneytið, að ráðherrann hefði þann sama dag staðfest "þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum, sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga."  Utanríkisráðherra fordæmdi innlimun Rússlands á Krím og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um ólögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 16. mars."

Utanríkisráðherra tók sér stöðu með "haukunum" í þessu máli algerlega að þarflausu og þrátt fyrir að vera í engu hafður með í ráðum um refsiaðgerðirnar og að þær vörðuðu Ísland ekkert.  Síðan kom innflutningsbann Rússa á matvæli frá "refsiþjóðunum", nema Íslendingum og örfáum öðrum.  Þá þekkti utanríkisráðuneyti Íslands ekki sinn vitjunartíma og lét algerlega hjá líða að tryggja sér áframhaldandi undanþágu.  Fyrir vikið stendur Ísland viðskiptalega mun ver að vígi í viðskiptaátökum við ESB, sem munu halda áfram sem þáttur í baráttunni um deilistofnana, vinnuframboð á Íslandi minnkar, fyrirtæki verða fyrir skelli og dregur úr hagvexti.  Síðast en ekki sízt er búið að ómerkja gott og vaxandi viðskiptasamband við stóran markað.

Þetta eru pólitísk afglöp af stærri gerðinni, sem draga munu dilk á eftir sér.  Fyrir þeim er æðsta stjórn Utanríkisráðuneytisins ábyrg, og þessi ábyrgð merkir í þessu tilviki, að ráðuneytisstjórinn og/eða ráðherrann verður að axla sín skinn.   

  

 

  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....Og það hebbði ég haldið!- - Það er ekki vandalaust að taka að sér eitt miklvægasta ráðherraembætti Íslands og það á þessum tímum. Menn ættu að muna hvernig þeir voru stemmdir í kosningunum og hversvegna þeir áttu kost á þessu embætti. Frómt frá sagt fuðraði ég upp við fyrstu fréttir af sleikjugangi hans við ESB.beið eftir skýringum.- Það er gott að lesa þennan greinargóða pistil þinn Bjarni. Hann eflir mig í sannfærungunni um að Utanríkisráðuneytið ber skýlausa ábyrgð.  

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2015 kl. 16:55

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Helga;

Það átti að láta nægja að mótmæla framferði Rússa á Krím og í Austur-Úkraínu.  Með aðild að sérhönnuðum og afar takmörkuðum viðskiptaþvingunum, sem ekkert snertu Ísland, gegn Rússum var tekin áhætta með mjög mikla viðskiptahagsmuni Íslands.  Nú er búið að draga mjög mikið úr því viðskiptasvigrúmi, sem Ísland hefur lengi haft í átökum við lönd Vestur-Evrópu um auðlindir í Norður-Atlantshafi, nú síðast margvíslega flökkustofna.  Viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Íslandi, sem geta endurtekið sig, munu verða Íslendingum mun skeinuhættari, ef þeir geta ekki leitað undankomuleiðar á mörkuðum Rússlands.  Utanríkisráðuneyti Íslands virðist algerlega hafa láðst að taka þetta með í reikninginn.  Skammsýni hefur ráðið för, nema annað og verra búi að baki. 

Bjarni Jónsson, 3.9.2015 kl. 17:23

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ditto.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2015 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband