Fullveldisdagurinn 2007

Á þessum merka degi er við hæfi að renna huganum fram og aftur í tíma (sjá grein hér á síðunni).  Hver verður mesti áhrifavaldur á stjórnmálaþróun og hermálaþróun í nánustu framtíð ?  Svarið er að öllum líkindum orkan eða öllu heldur orkuskortur.  Orkan mun fara síhækkandi í verði vegna skorts og vegna hamla á brennslu eldsneytis.  Þá ríður á miklu fyrir okkur Íslendinga bregðast rétt við.  Er lausnin sú að hlaupa út um allar koppagrundir og kaupa orkufyrirtæki, t.d. í þriðja heiminum, til að selja fátæku fólki orku í umhverfi, sem er afar áhættusamt, náttúrufarslega og stjórnmálalega ?  Ef einkafyrirtæki meta það áhættunnar virði, er ekkert við því að segja, en að verja opinberu fé í slíkt er algerlega óverjandi meðferð á fé skattborgaranna.  Stjórnmálamenn hafa ekkert leyfi til að nota eigur almennings til annars en að fullnægja þörfum hans beint.  Ef fé er til annars konar fjárfestinga, er það merki um okur á verðlagningu þjónustunnar við almenning. 

Miðjumoðið í íslenzkum stjórnmálum vill hleypa lífi í opinberan rekstur með því að hleypa einkafjármagni inn í hann.  Þetta er banvæn blanda.

Fyrirtæki í samkeppnirekstri eiga ekki að vera í opnberri eigu.  Alls staðar hefur gefizt vel að einkavæða þau.  Þetta á líka við um orkugeirann.  Virkjanafyrirtæki lúta venjulegum viðskiptalögmálum.  Íslendingar ættu að hámarka arð þjóðarinnar af virkjunum með því að einkavæða þær. Hið opinbera fengi mikið lausafé til sjóðamyndunar og örugga tekjustofna á formi skattfjár, en einkaframtakið mundi hámarka afrakstur orkulindanna.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband