Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hið opinbera fitnar, eins og púkinn á fjósbitanum

Það er sterk tilhneiging í samtímanum til að þenja hið opinbera út og þar með að fjölga starfsmönnum á launaskrám þess.  Heilbrigðis- og umönnunarkerfið er dæmi um þetta, og undirliggjandi kraftur þar er öldrun þjóðarinnar, en heilsufar eldri borgara er miklu bágbornara en vera þyrfti, sem stafar af óhollum lifnaðarháttum í allsnægtaþjóðfélaginu. Það er vandlifað í henni versu. Lyfjaátið er yfirþyrmandi og allt of lítið mark tekið á næringarráðgjöfum og þjálfunarsérfræðingum á borð við Janus Guðlaugsson. Þegar allt er komið í óefni, er heimtað "quick fix", en slíkt er ekki til. 

Grunnskólakerfið hefur þanizt út að mannafla í mun meira mæli en nemendafjöldinn.  Að sama skapi hefur árangur nemenda 10. bekkjar versnað að mati OECD og PISA-prófdómaranna, enda eru komnar alls konar aðrar starfsstéttir inn í kerfið en áður tíðkuðust þar.  Þegar nemendum var raðað eftir getu í bekkjardeildir, var minna álag á kennurum í tímum, þótt í bekkjardeild væri yfir 30 manns, og árangur nemenda var að jafnaði betri en síðar varð, þegar "kerfi án aðgreiningar" hafði haslað sér völl.  Er einhver í stakk búinn til að mótmæla með rökum þessum tveimur staðhæfingum, sem hér eru settar fram sem tilgátur án eigin rannsóknar.  Ef ekki, hvers vegna er þá viðhöfð sú þrákelkni á grunnskólastiginu að viðhalda þessari aðferðarfræði, sem er óframkvæmanleg með góðu móti og hefur reynzt afspyrnu illa (dregið meðaltalsárangur niður) ?

Þann 9. febrúar 2024 birti Magdalena Anna Torfadóttir fróðlega yfirlitsfrétt um umfang hins opinbera á viðskiptafréttasíðu Morgunblaðsins undir sláandi fyrirsögn:

"Ráðstafar annarri hverri krónu".

Hún hófst þannig:

"Hið opinbera velti árið 2022 um mrdISK 1650, sem þýðir, að það ráðstafar tæplega annarri hverri krónu, sem verður til í hagkerfinu.  Hlutfallið hefur vaxið jafnt og þétt, allt frá lýðveldisstofnun, þegar um 5. hver króna fór um hendur hins opinbera [þ.e. úr 20 % í 50 % á 78 árum, eða um 0,4 % VLF/ár að meðaltali - innsk. BJo].

Þetta er meðal þess, sem kom fram í skýrslu Viðskiptaráðs, sem kynnt var á Viðskiptaþingi ráðsins í gær [08.02.2024].  Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti skýrsluna og niðurstöður hennar.  Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera, og hvernig megi bæta þjónustu þess til lengri tíma litið.

"Í ljósi umfangs ríkis og sveitarfélaga er rétt að rýna, hvernig þessum fjármunum er varið, hvar og hvernig megi gera betur, og hvort hið opinbera þurfi að sinna öllum þeim verkefnum, sem það hefur nú á sinni könnu", segir í skýrslunni."

Umfang opinbers rekstrar á Íslandi vex með ósjálfbærum hætti.  Þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa verið of leiðitamir þrýstihópum og fyrir vikið fórnað mikilvægum hagsmunum skattborgaranna og þjóðarinnar allrar, sem sýpur seyðið af óskilvirku bákni, sem er ekki nægilega vel stjórnað og mikil byrði fyrir  avinnulífið.  Í EES-samninginum er mikil áherzla lögð á, að hið opinbera gæti sín í hvívetna að skekkja ekki samkeppnisstöðu, þar sem það er á markaði í samkeppni við einkafyrirtæki.  Á þessu er misbrestur hérlendis, sem er ein ástæða ofþenslu báknsins.  Ríkisútvarpið er skýrt dæmi um þetta, en það er mjög óeðlilegt, að það keppi um auglýsingar á miðlamarkaði, því að það getur notað skattfé til að viðhalda markaðsráðandi stöðu sinni.  Menningar- og viðskiptaráðherra talar og skrifar mikið og stundar pólitík í anda lýðskrums, en gerir fátt af viti og þ.á.m. næsta lítið, sem máli skiptir, til að minnka umsvif ríkisrekna risans á fjölmiðlamarkaði, sem stöðugt færir út kvíarnar sem opinbert hlutafélag án lagaheimilda til þess. 

Landsvirkjun er annars konar dæmi um ríkisfíl í postulínsbúð.  Þar er að vísu ekki um ríkisframlög að ræða, heldur arðgreiðslur til ríkisins, en hegðunin er ámælisverð, og hana verður að skrifa á lyndiseinkenni forstjórans, sem nýlega gekk hart fram um setningu laga um viðbrögð við skorti á rafmagni á markaði, sem áttu að hlaða enn meira undir Landsvirkjun, og dylgjaði þessi forstjóri þar um "leka á milli markaða", þ.e. að aðrir en Landsvirkjun hygluðu stórfyrirtækjum á kostnað almennra neytenda. Allt koðnaði það niður hjá honum, enda bitu menn frá sér.  Á Alþingi var hætt við þessa lagasetningu, enda hún einskær vitleysa frá Orkustofnun og ráðuneyti orkumála.  Eftir stendur, að Landsvirkjun eyðileggur alla raunverulega samkeppni á raforkumarkaði vegna stærðar sinnar og þeirrar staðreyndar, að megnið af tekjum hennar kemur frá stórnotendum á grundvelli langtímasamninga, sem ríkið veitti Landsvirkjun forgang að án samkeppni.  Þar af leiðandi mega stjórnendur fyrirtækisins alls ekki traðka í salatinu.  Meira að segja Samkeppnisetirlitið mælti gegn téðri skömmtunarlagasetningu.  Hvenær gerir stofnunin frumkvæðisathugun á samkeppni á raforkumarkaði ?

Heilbrigðiskerfið er mikið vandræðabarn á ríkissjóði, enda að mestu fjármagnað af honum.  Nú er langt komið eða jafnvel búið að meta alla helztu verkþætti Landsspítalans til kostnaðar og spítalinn farinn að fá greitt samkvæmt innsendum reikningum, enda hafa ekki heyrzt núna þau relubundnu harmakvein um fjármagnsskort, sem landsmenn áttu að venjast.  Þetta kerfi gerir Sjúkratryggingum kleift að bjóða fyrirhafnarlítið út verkþætti, sem hægt er að úthýsa innanlands og jafnvel á Evrópska efnahagssvæðinu, er útboðið er stórt.  Það verður að ganga út frá því sem vísu, að Sjúkratryggingar Íslands nýti útboðsleiðina út í yztu æsar og gefi íslenzkum sérhæfðum læknastofum tækifæri til að hagnýta fjárfestingar sínar í nannauði, húsnæði og tækjabúnaði, og spari um leið skattgreiðendum landsins stórfé. 

Kostnaður við hvern grunnskólanemanda hefur vaxið mikið á þessari öld og á sama tíma hefur árangur hans versnað í alþjóðlegu samhengi.  Nemendur koma með furðulega gloppótta þekkingu út úr grunnskóla.   Kerfið þarf þess vegna að stokka upp.  Væri ekki ráð að veita skólunum meira sjálfstæði og ýta undir samkeppni þeirra á milli, t.d. með birtingu meðaltala úr PISA fyrir hvern skóla ?  Skólarnir gætu t.d. ráðið því, hvernig þeir raða í bekkjardeildir og mættu flokka nemendur í deildir eftir getustigi, eins og gert var áður fyrr með góðum árangri. 

"Svanhildur Hólm stýrði stýrði umræðum með Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, stofnanda Kara Connect, og Andra Heiðari Kristinssyni, fyrrverandi leiðtoga Stafræns Íslands.  Þau ræddu m.a. þær áskoranir og hindranir, sem verða á vegi tæknifyrirtækja í samskiptum við opinberar stofnanir.  Þorbjörg Helga lýsti m.a. samskiptum sínum við opinberar stofnanir, þá sérstaklega embætti Landlæknis, sem lagt hafa stein í götu félagsins og starfsemi þess.  Hún sagði, að þrátt fyrir yfirlýsinar stjórnmálamanna um nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og mikilvægi þess að leita nýrra lausna í þjónustu, væri því ekki fylgt eftir með almennilegum hætti."  

Embætti Landlæknis virðist vera steinrunnið apparat, sem er mjög umhendis að veita almenningi þjónustu.  Frammistaðan í Kófinu var fyrir neðan allar hellur, þar sem beitt var ótæpilegum og dýrum höftum á umgengni fólks, sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið og andlega líðan fólks.  Þetta voru aðgerðir, sem sniðgengu meðalhófsreglu stjórnsýslulaga rýrðu pesónufrelsi án umtalsverðrar gagnsemi.  Eins og spáð var um á grundvelli fræða um þessi mál, varð dánartíðnin í kjölfar aðgerðanna hærri en efni stóðu til.  Þar bætti ekki úr skák sú stefna embættisins að beita margítrekuðum sprautunum gegn veirunni með tilraunaefnum á bráðabirgðaleyfi Lyfjaefirlits Evrópu.  Af þeim hafa hlotizt margvíslegir skaðar á heilsu fólks, en varnarvirknin dalaði mjög hatt eftir inngjöf.  Tilraunaefnin hefðu að réttu lagi ekki komizt í gegnum hefðbundið prófunarferli lyfja, og það vekur mikla furðu, að enn skuli þau vera í brúki hérlendis.  

"Í fyrrnefndri skýrslu Viðskiptaráðs kemur fram, að undanfarin 30 ár hefur fjöldi starfsfólks í stjórnsýslunni tæplega tvöfaldazt.  Árið 1995 störfuðu 387 manns í um 11 ráðuneytum, en í dag starfa 724 í 12 ráðuneytum.

"Að mati Viðskiptaráðs sýnir þróunin, að verulega skorti á hagræðingu hjá hinu opinbera [ríkinu í þessu tilviki - innsk. BJo].  Leiða má líkur að því, að lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins leggi stein í götu stjórnvalda til að bregðast við, þegar verkefni breytast, falla niður eða ný verða til.  Tækifæri til meira hagræðis í starfsmannahaldi eru vannýtt, og stafræn umbylting virðist frekar hafa verið nýtt til að auka umfang stjórnarráðsins en annað.  Það ætti ekki að vera náttúrulögmál, að stöðugt fjölgi í stjórnarráðinu, þótt á þessu tímabili hafi starfsmönnum einungis fækkað á árunum 2013-2016", segir í skýrslunni."

Höfundar skýrslu Viðskiptaráðs hljóta að hafa kynnt sér Lögmál Parkinsons, sem einmitt fjallar um hina ríku tilhneigingu innan opinberrar stjónsýslu að þenjast út, engum til gagns. Þar að auki eru 2 utan að komandi kraftar að verki.  Á árunum 2009-2013 var í gangi umsókn um aðild að Evrópusambandinu (ESB), og þar á bæ var óspart fundið að fámenni og getuleysi íslenzkrar stjórnsýslu.  Vafalaust brást hin "fyrsta tæra vinstri stjórn" hart við þessu, og aldrei hefur verið undið ofan af þeirri fjölgun, enda á sér stað umfangsmikil innleiðing ESB-reglugerða og -tilskipana, sem útheimtir starfsfólk.  Þá má ekki gleyma því, að síðan árið 2017 hefur harðsvíraður miðstýringar- og ríkisafskiptaflokkur leitt hér ríkisstjórn og sett af stað gæluverkefni og gælustofnanir, sem eru óþörf fyrir ríkisreksturinn.    

Það var þarfur gjörningur hjá Viðskiptaráði að benda á talnalegar staðreyndir málsins, en þróunin var við búin og er bein afleiðing vanhugsaðrar ákvarðanatöku kjósenda og Alþingismanna.  Það er ekki hægt að snúa þessari óheppilegu þróun við, nema henda vinstri mönnum út úr stjórnarráðinu og hætta að rembast við að aðlaga löggjöf smáríkis að löggjöf stórrar ríkjasamsteypu. 

  

   

 

              


Það verður að komast til botns í COVID-19 hneykslinu

Það er ýmislegt á reiki um uppruna SARS-CoV-2 veirunnar, um gagnsemi aðferðarfræðinnar í baráttunni við hana og um gagnsemi og skaðsemi tilraunaefnanna, sem sprautað var í fólk í nafni keppikeflisins hjarðónæmis, sem aldrei náðist. Það þarf að rannsaka þetta allt til að mynda grunn að nýrri stefnumörkun í sóttvarnarmálum, þegar lærdómur hefur verið dreginn af reynslunni af því, sem gert var í baráttunni við SARS-CoV-2. 

Kínverjar halda því fram, að þessi veira hafi stokkið úr leðurblökum í menn á útimarkaði fyrir matvæli í borginni Wuhan í Kína. Þessi kenning hefur alltaf hljómað barnalega. Hvaða aðstæður voru fyrir hendi á þessum stað árið 2019, sem auðveldaði veirunni að leggja undir sig nýjan hýsil ?  Það hafði hún ekki gert áratugum eða öldum saman í sambúðinni við "homo sapiens".

Ýmsir vísindamenn, sem rannsakað hafa téða veiru, sjá á henni manngerð ummerki.  Skammt frá téðum útimarkaði í Wuhan stendur stór bygging, sem hýsir veirurannsóknir.  Þar eru taldar fara fram tilraunir með veiruræktun í því augnamiði að ná fram ákveðnum eiginleikum.  Vitað er, að stórveldin stunda þetta í hernaðarlegum tilgangi til að lama andstæðinginn, en þá þarf jafnframt að þóa mótefni, svo að veiran snúist ekki gegn skapara sínum.  Sé SARS-CoV-2 ættuð af rannsóknarstofu, hefur hún sloppið út áður en téðri ræktunarstarfsemi lauk, því að hættan af henni fyrir ungt og hraust fólk var lítil og fór minnkandi með stökkbreyttum afbrigðum. Spánska veikin var miklu skæðari, svo að dæmi sé tekið, þó ekki sé minnzt á ebóluna. 

Þann 31. janúar 2024 birtist fróðleg grein eftir Helga Örn Viggósson, hugbúnaðarsérfræðing, og Þorgeir Eyjólfsson, eftirlaunaþega, í Mogunblaðinu um viðbrögð íslenzka sóttvarnayfirvalda við SARS-CoV-2 veirunni undir fyrirsögninni:

"Afsökun um reynsluleysi og vankunnáttu ekki lengur í boði".

Hún hófst þannig:

"Það voru mikil mistök að hefja að nýju örvunarbólusetningar gegn covid á haustmánuðum [2023] eftir að hafa hætt bólusetningum í lok apríl [2023]. Ákvörðunina um framhald bólusetninga tóku sóttvarnayfirvöld þrátt fyrir rannsóknarniðurstöður, sem staðfestu takmarkanir efnanna [til] smitvarnar, auk niðurstaðna fjölda rannsókna, sem sýna fram á skaðsemi efnanna fyrir heilsu almennings og sem sýna, að efnin eru þeim eiginleikum búin, að eftir því sem einstaklingurinn er bólusettur oftar, þeim mun líklegri er hann til að sýkjast af covid, þ.e. sjúkdómnum, sem bóluefnið átti að koma í veg fyrir.

Afleiðingar þessarar röngu ákvörðunar embættis landlæknis létu ekki á sér standa, því [að] dauðsföllum fjölgaði um 37 % á Íslandi í viku 42 [2023], sem byrjaði mánudaginn 16. október, borið saman við meðaltal látinna í vikunum tveimur þar á undan.  Það var einmitt í viku 42, sem bólusetningar á hjúkrunarheimilunum hófust."

Það eru nokkrar tilvísanir í heimildir í þessum kafla, sem er sleppt hér.  Þótt tilvísunum sé sleppt, verður að telja þessa hörðu gagnrýni á Landlæknisembættið, en sóttvarnalæknir er þar undir, vera vel rökstudda. Þá hafa höfundarnir fundið óyggjandi fylgni á milli upphafs þessara endurbólusetninga og aukinnar dánartíðni í landinu.  Það er stórfurðulegt til þess að vita m.v. forsögu málsins, sem höfundarnir geta um, að ákveðið skuli hafa verið að hefja gagnslitlar og hættulegar bólusetningar með tilraunabóluefnum.  Þarf að leita að peningaslóðinni í þessu máli til að finna einhverja haldbæra skýringu á þessu einkennilega ráðslagi ? Gagnsleysi og skaðsemi þessara tilraunaefna, sem sóttvarnalæknir vill dæla í fólk gegn ærnum kostnaði, blasa við leikmönnum.  Það er maðkur í mysunni, sem verður að hreinsa burt áður en lengra er haldið. 

"Þekkt eru skaðleg áhrif mRNA-efnanna á starfsemi  hjartans, en helzti ráðgjafi sóttvarnayfirvalda hefur staðfest, að bólusetning gegn veirunni þrefaldi líkur á bólgu í hjartavöðva, og á annað þúsund ritrýndar vísindagreinar hafa komið út um, hvernig sprauturnar geta skaðað hjartað, þ.á.m. framskyggnar rannsóknir (þátttakendur mældir fyrir og eftir sprautu) með niðurstöðum, sem segja, að í kringum 3 % ungs fólks fái hjartavöðvabólgu, í langflestum tilvika einkennalaust, en getur engu að síður verið lífshættulegt ástand."

 Það er stórundarlegt, að lyfjaiðnaðurinn og yfirvöld skuli nú hafa fellt úr gildi allar hefðbundnar varúðarreglur, sem krefjast margra ára blindrannsókna á afleiðingum fyrirbyggjandi og læknandi efna á mannslíkamann, eftir dýratilraunir.  Það standa bara engin efni til þess arna gagnvart margstökkbreyttri SARS-CoV-2 veiru, sem er orðin tiltölulega meinlaus, og hefur reyndar alltaf verið meinlítil gagnvart óbældu ónæmiskerfi.  

 

 

     

 


Útþenslustefna er feigðarflan

Otto von Bismarck, járnkanzlaranum, tókst að sameina þýzku ríkin "með eldi og blóði" undir foystu Prússa á síðari hluta 19. aldar.  Segja má, að þetta hafi verið eðlilegt framhald rómantísku stefnunnar, sem gagntók Þjóðverja í öllum þýzku ríkjunum og hertogadæmunum í kjölfar yfirgangs og stríðsbrölts Napóleons Bonaparte frá Korsíku í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789. Þá má og segja, að Bismarck hafi gripið sögulegt tækifæri til að hnekkja hefðbundinni brezkri  utanríkisstefnu um að hindra, að nokkurt ríki á meginlandinu yrði nógu öflugt til að skáka Bretlandi. Vilhjálmur 2., Þýzkalandskanzlari, klúðraði þessari jákvæðu þýzku þróun  með því að "mikið vill meira", og hann "vildi fá hlutdeild í sólskininu" með stofnun nýlendna í Afríku og flækja Þjóðverja í átök, sem urðu að Heimsstyrjöldinni fyrri 14. ágúst 1914.

Þjóðverjar börðust á austur- og vesturvígstöðvum, höfðu betur austanmegin, Nikulási 2. var steypt og kaffihúsamarxistanum Lenín trillað til Rússlands til að hella olíu á eldinn og gera friðarsamning við Þýzkaland. 

Úrslit styrjaldarinnar réðust þó á vesturvígstöðvunum, þar sem þátttaka Kanada og Bandaríkjanna með Frökkum og Bretum réði úrslitum.  Þjóðverjar töpuðu þýzkum landsvæðum og urðu að undirgangast miklar skaðabætur, sem sliguði hagkerfi þeirra og ollu óðaverðbólgu. 

Með hefndarhug var aftur lagt af stað, í raun 1938, en Vesturveldin sögðu Stór-Þýzkalandi ekki stíð á hendur fyrr en í kjölfar innrásarinnar í Pólland 01.09.1939.  Í þeim hildarleik, sem fylgdi, keyrði um þverbak. 

Nú hefur Rússland rofið friðinn í Evrópu, sem ríkt hafði frá 1945 með Balkanstríðinu sem undantekningu.  Það er stórfurðulegt, að stjórnvöld í Kreml skuli telja, að á 21. öldinni sé einfaldlega hægt að ákveða ný landamæri í Evrópu einhliða með hervaldi.  Engir lærdómar eru dregnir af sögunni á þeim bænum.  

Rússland hefur orðið sér mjög til minnkunar með gegndarlausum brotum á alþjóðalögum og lítilmannlegum beinum grimmdarárásum á almenna borgara Úkraínu. Allur stórveldisbragur er horfinn af Rússlandi, sem er að breytast í fylgiríki Kína.  Útanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi þá ákvörðun Ekvadors að afhenda Bandaríkjamönnum gamlan rússneskan vopnabúnað til framhaldsflutnings til Úkraínu. Ekvador tilkynnti, að landið mundi senda það, sem kallað var "úkraínskur og rússneskur brotamálmur" til Úkraínu og fá í staðinn nútíma vopnabúnað að verðmæti MUSD 200.  Hljómar líkt og samningur.  Yfirvöld í Ekvador sögðu frá því, að Moskvuvaldið hefði áður varað þau við þessu, en þau hefðu engu að síður til þess fullan rétt.  Smælki af þessu tagi vex í huga Pútíns þessi dægrin, en ekkert heyrist frá honum um hervæðingu Eystrasaltslandanna við landamærin að Rússlandi í varnarskyni, raunar ekki langt frá sumardvalarstað hans.  Ætlunin er að styrkja varnirnar, svo að hægt verði að hrinda þar innrás Rússa innan 3-4 ára.  Þau munu ekki brúka til þess vopn frá Ekvador.  Þeirra eigin verksmiðjur framleiða nú nútímavopn í fremstu röð.  Sumir Rússar sjá nú skriftina á veggnum, enda hefur utanríkisstefna Rússlands beðið skipbrot við inngöngu Finnlanda og Svíþjóðar í NATO. Pútín er mesti mistakasmiður í sögu æðstu valdamanna Kremlar, enda lifir hann í veruleikafirrtum heimi.   

Ofurstinn Alexander Khodakovsky, næst æðsti yfirmaður þjóðarvarðliðanna í Alþýðulýðveldinu Donetsk, sem hernumið er af Rússum, sagði herlið sitt ekki geta brotið úkraínska herinn á bak aftur. 

Hann kallar eftir vopnahléi, svo að Rússland geti safnað kröftum.  Gangur innrásarinnar hefur sýnt hinum ímyndunarveika Pútín, að afskipti Vestursins af stríðinu séu vegna mikilvægis þessa landssvæðis og að Vestrið (NATO) hafi augljóslega verið að ráðgera árás á hann þaðan.  Ennfremur þykir þessum Pútín kostur, að sannleikur þessa máls skyldi birtast áður en til innrásar að vestan kom, en styrjöld við NATO telur þessi afstyrmislega Rússaforysta óhjákvæmilega.  Bullið úr Pútín minnir óþyrmilega á einræður Adolfs Hitlers, þegar mistök hans voru orðin lýðum ljós. Pútín segir, að miklu erfiðara hefði orðið að taka á móti NATO-innrás en að eiga í stríði við NATO með Úkraínu sem lepp.  Þannig að allt, sem gerist, styrkir Pútín að hans eigin mati.  Hann lifir í sýndarveruleika, eins og karlinn í Bunkernum á sinni tíð. 

Við ættum að hafa hugfast, að stríðið nær langt út fyrir vopnaviðskiptin, sem fréttir greina frá daglega.  Miklir pólitískir kraftar eru þar á ferðinni, sem munu koma Úkraínumönnum og Vesturlandabúum á óvart og blása þessum aðilum kappa í kinn, enda er mikið í húfi. 

 Hvað segir Yudin í þessu sambandi ?:  "Stríðið við Úkraínu er vitlausasta stríðið í sögu okkar [Rússa] ... [reist á] gremjublandinni vanþóknun - tröllvaxinni, endalausri gremju.  Samkvæmt Pútín er engin hamingja til í lífinu ... . Í heimssýn hans eru engin landamæri [á hinum rússneska heimi].  Þessi stefna hefur orðið að opinberri stefnumörkun: Rússland endar hvergi." 

Er nema von, að Evrópa hervæðist nú á ný eftir fall Járntjaldsins, þegar þessi boðskapur berst út ? Sturlunin er við völd í Kreml. Rússland er fast í fúafeni, sem virðir mannslíf og örlög fólks einskis.  Í báðum löndum eru feður, sem munu ekki verða viðstaddir brúðkaup barna sinna; systur, sem munu aldrei sjá bróður sinn aftur; mæður, sem munu aldrei halda á börnum sínum eða heyra hlátur barnabarna sinna.  Ein ófreskja getur valdið með ólíkindum mikilli eyðileggingu.  Slíka verður að stöðva, og hún verður stöðvuð.  Hún er glæpur gegn mannkyni.   

 


Gregory Yudin heldur áfram greiningu sinni

Gregory Yudin er rússneskur fræðimaður, sem er mjög gagnrýninn á heimsvaldastefnu Rússa, sem heimurinn horfist nú í augu við og sem sumir valdamenn Vesturlanda neita að skilja, hvað merkir.  Það háttarlag heitir að stinga hausnum í sandinn, eins og strúturinn gerir, þegar honum þykir að sér sótt.  Það er furðulegt háttarlag og heimskulegt í meira lagi af "homo sapiens" að taka það upp eftir strútinum.

Að undanteknu Hvíta-Rússlandi hafa öll fyrri ríki Ráðstjórnarinnar annaðhvort greitt atkvæði með eða setið hjá við fordæmingu Sameinuðu þjóðanna á innrás Rússlands í Úkraínu og farið fram á heimkvaðningu rússneska hersins.  Jafnvel æðsti varðhundur Kremlar í Minsk, Alexander Lukashenka, hefur sagt, að "við höfum engan metnað til að berjast í Úkraínu".  85 % Hvít-Rússa eru mótfallnir því, að her þeirra gangi til liðs við Rússa í Úkraínu.  Hvít-Rússar hafa í raun komið á fót mannúðaraðstoð í Úkraínu og fyrir úkraínska flóttamenn í Hvíta-Rússlandi. 

Innrásin í Úkraínu 24.02.2022 hleypti lífi í þjóðernishreyfingar minnihlutahópa innan rússneska ríkjasambandsins, en gremjan í garð Moskvuvaldsins eða "Muscovy", eins og margir minnihlutahópar kalla það, hefur verið í áratugagerjun, og sumir mundu segja um aldir í gerjun.  Pútín hefur fundið, að þrýstingi hans til að mynda heimsveldi út frá Rússlandi hefur verið mætt með jafnstórum krafti í hina áttina: metnaði til að stofna til sjálfstæðra ríkja á meðal þeirra ríkja, sem nú eru í ríkjasambandinu. Sundrung rússneska ríkjasambandsins munu verða heimssöguleg tíðindi ekki síður en upplausn Ráðstjórnarríkjanna. 

Síðast þegar Pútín kynnti nýtt herútboð, var stofnuð hreyfingin "Ráð mæðra og eiginkvenna" ("Council of Mothers and Wives").  Ætlunarverkið var samhæfing aðgerða um allt Ríkjasambandið af hálfu aðstandenda hinna herkvöddu, þ.á.m. að þrýsta á yfirvöld að bæta úr skák, svo að menn verði ekki kvaddir ólöglega í herinn eða afhentur bilaður búnaður. 

Það var einmitt samblástur mæðra, sem leiddi til falls zarsins 1917.  Verkakonur í vefnaðariðnaðinum Vyborg-megin í Pétursborg lýstu yfir verkfalli vegna brauðskorts.  Karlarnir sameinuðust þeim og úr varð mikill mannfjöldi á Nevsky, þar sem hrópað var "brauð!" og "niður með zarinn!".  Er leið að kvöldi, voru 100.000 verkamenn komnir í verkfall, og það urðu átök við lögreglu. 

 

Allt og sumt, sem zarinn hafði úr að moða til að fást við fjöldamótmæli, voru ungir varaliðar án reynslu af að fást við múg.  Reynslulausir herkvaddir án búnaðar ... hljómar kunnuglega.  Daginn eftir héldu 150.000 verkamenn út á göturnar.  Það var þessi bylting - kvennabyltingin - sem leiddi til falls hinnar ríkjandi Romanov-ættar og opnaði nýja möguleika fyrir framtíð rússneska ríkisins, sem þá átti í stríði við m.a. Þjóðverja. 

Núverandi kvennahreyfing í Rússlandi krefst m.a. árstímatakmörkun fyrir herkvaðninguna, eða að hernum verði breytt í atvinnuher.  Hreyfingin krefst einnig réttar til þjóðfélagslegra mótmæla og fjöldasamkoma ásamt "þjóðfélagslegu réttlæti og jöfnum réttindum og skyldum þegnanna, einnig til handa herkvöddum." 

Þær eru mjög óánæggðar með fréttir af hermönnum, sem meinað hefur verið að yfirgefa herinn, þótt þeir hafi þjónað allan herskyldutímann.  "Moscow Telegraph", sem hefur næstum 90.000 áskrifendur, safnaði saman nokkrum viðbrögðum ættmenna hinna herkvöddu á samfélagsmiðlum og skrifaði: "Fjölskyldur hinna herkvöddu spá vopnaðri uppreisn".  

"Þeir munu grípa til vopna og gera uppreisn ... maðurinn minn getur ekki lengur liðið þetta", skrifaði einn "Telegram" samfélagsmiðilsnotandi.

Bandalag Rússlands við önnur ríki virðist líka liggja banaleguna.  Kínverski viðskiptabankinn Chouzhou hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, að hann sé að binda endi á öll viðskipti við þá vegna greiðsluvandkvæða af völdum vestræns viðskiptabanns.  Allir kínversku meginbankarnir hafa að sögn eflt fylgni sína við strangara vestrænt viðskiptabann, sem auglýst var í desember 2023.  Flestir kínversku meginbankarnir reka útibú í Bandaríkjunum, sem gerir þá viðkvæma fyrir framfylgd viðskiptabannsins.  Kínverjarnir vita líka, að rússneska hagkerfið er að fjara út; rússnesk rúbla er orðin verðminni en 1 USc.  Hallarekstur ríkissjóðs er að þurrka upp sparnaðarsjóði ríkisins.  Það kemur að greiðsluþroti (ríkisgjaldþroti). 

Fundir Pútíns með aðalritaranum Xi, sem mikið veður var gert af í Rússlandi, leiddu ekki til neins, nema kínverskrar innreiðar í Asíuhéruð Ríkjasambandsins Rússlands, sem áður voru hluti Kínaveldis.  Rússland er að breytast í pólitískan dverg með hegðun sinni í Úkraínu, og nú berast fregnir af því, að Moskvuvaldið hafi boðið NATO upp á friðarsamninga, þar sem megninu af Úkraínu yrði skipt á milli Rússlands, Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu.  Veruleikafirringin í Kreml núna er ekki minni en hún var í hinum alræmda "Bunker" í Berlín 1945.    

 

 


Enn af rússneska fræðimanninum Yudin

Yudin kveður djúpstæðan klofning vera í rússneska þjóðfélaginu.  Klofning vantar ekki á Vesturlöndum, en hann er annars eðlis:

"Við erum að tala um land með ótrúlega lítið persónulegt traust á milli manna, óhemju lítinn áhuga á pólitík og sérstaklega á pólitískri þátttöku og litla trú á að geta haft áhrif á pólitíkina.  Stríðið er almennt talið koma að utan og ekkert við því að gera.  Þetta getur ekki skapað verulega einingu.  Það skapar ótta, óvissu og angist."

Hann fullyrðir, að þjóðfélaginu megi skipta í þrennt: 

Fyrsti hópurinn - minnihluti 15 % - 20 % - styðja herinn, og aðeins þeirra skoðanir eru leyfðar opinberlega.  Þeir eru í eldri kantinum; eldra fólk, sem aðhyllist þá heimssýn, sem ráðamenn setja fram.  Jafnstórum hópi fólks býður við þessu stríði og líta á það sem grundvallar mistök, sem leiða muni miklar þjáningar yfir Rússland.  Mikill meirihluti fólks er þarna á milli og er í grundvallar atiðum fús til að sætta sig við það, sem henda kann.

Annar þjóðfélagsklofningur er fólginn í tekjuskiptingunni.  Þetta er ekki aðeins stríð þeirra gömlu, heldur líka stríð hinna ríku Rússa.  Þetta er í raun stríð þeirra, sem ekki eiga á hættu að deyja.  Þeir gömlu vilja alls herjar herútboð, en þeir verða undanþegnir, þeir munu senda börnin sín á vígstöðvarnar.  Hið sama á við um tekjuhópana.  Ríkisbubbarnir verða ekki sendir á vígstöðvarnar.  Þeir munu bara senda fátæklingana.  Þessi mismunun skapar gíðarlega þjóðfélagsspennu.  Óánægjunni er ekki hleypt út vegna stríðsins, en er fyrir hendi og getur brotizt út af minnsta tilefni. 

 

Afleiðing af þessu er, að Rússland er deyjandi heimsveldi. 

Það hefur ekkert áhugavert fram að færa fyrir þau landssvæði, sem það hefur hug á að stjórna.  Hið eina, sem er í boði, er hugmyndin um endurreisn Ráðstjórnarríkjanna, sem eru aðeins hugarórar.  Þar er engin siðmenninggarleg verkefni að finna.  Þess vegna virka yfirráð Rússa mjög fráhrindandi á Úkraínumenn og aðrar þjóðir.  Þess vegna er valdbeitingin eina haldreipi Rússa. 

 

Yudin ræður frá samningaviðræðum við Pútín: stríðið snýst um, að Úkraínumenn vilja varðveita fullveldi Úkaínu.  Hugmyndin um að þvinga Úkraínumenn að samningaborðinu er öfgakennd forsjárhyggja.  Hún felur í sér að samþykkja þá sturluðu hugmynd Pútíns, að Úkraína sé ekki fullvalda ríki; að einhver utan Úkraínu setji skilmálana. 

"Í huga Pútíns snýst þetta stríð ekki um Úkraínu.  Þetta stríð er til að endurreisa heimsveldið.  Heimsveldið felur að sjálfsögðu í sér Varsjárbandalags-löndin, arfleifð Stalíns. Þar eð hann gefur ekkert fyrir hlutleysi, ætlar hann ekki að gera þessi lönd hlutlaus, heldur að færa þau aftur á áhrifasvæði Rússlands, gera þau leppa þess. Þar er Austur-Þýzkaland meðtalið.  Þetta þarf þýzka ríkisstjórnin í Berlín að gaumgæfa vel.  Ef hún hefði gert það af einhverju viti, væru Taurus flaugar nú þegar komnar í hendur úkraínska hersins og ráðgjafar (forritarar) Bundeswehr með þeim.  Það er stórhættulegt að reyna að taka á rússneska birninum með silkihönzkum. Ef Rússum tekst ætlunarverk sitt í Úkraínu, láta þeir ekki staðar numið þar.  Moldóvía er greinilega inni í hernaðaráætlun Rússa. 

Pútín á í vandræðum með það hrokafulla og ofbeldishneigða viðhorf sitt, að Úkraína sé ekki til.  Úkraínumenn geta ekki setzt niður með slíkum stjórnvöldum til samningaviðræðna, en gætu náð árangri með næstu stjórnvöldum Rússlands.  Framtíðarsýn Pútíns er óhjákvæmilegt stríð við Vestrið, við NATO.  Hann lítur ekki á það sem valkvætt, sem það er, auðvitað.  Hugarfarið, sem hann hamrar á í Rússlandi, er, að Rússar lifi í heimi án vals. 

Nú er Rússland að rifna, því að spennan av völdum óvinnandi stíðs eykst. Pútín er að missa tökin á héraðsstjórnum Sambandsríkisins. Fyrrverandi Ráðstjórnarlönd eru andstæð Kreml. Kazakhstan hefur kallað innásina í Úkraínu stríðsaðgerð og sent hjálp til Úkraínu.  Moldóvía hefur sótt um aðild að ESB, eins og Úkraína. 

 

    

 


Rússneski heimspekingurinn og félagsfræðingurinn Grigory Yudin

Nú, seint og um síðir, virðist vera að renna upp ljós fyrir Vestur-Evrópuleiðtogunum, að Evrópu stafar tilvistarhætta af Rússlandi og það verður undir hælinn lagt, hversu gagnlegur hernaðarstuðningur mun berast frá Bandaríkjunum, ef/þegar í harðbakkann slær. Nú bítur Evrópa úr nálinni með að hafa sofið á verðinum frá lokum Kalda stríðsins 1989 og hunzað heri sína.

Frakkar hafa frá forsetatíð Charles de Gaulle, hershöfðingja, þann steininn klappað, að Evrópuþjóðirnar ættu að efla herstyrk sinn, jafnvel undir sameiginlegri herstjórn, en vegna NATO hefur þetta sjónarmið ekki hlotið hljómgrunn fyrr en nú.  Samstaða um að senda evrópskt herlið inn í Úkraínu til að berjast þar við hlið Úkraínumanna hefur þó ekki náðst.  Gjammið í Kreml sem viðbögð við því er þó ekki annað en gelt í grimmum og tannlausum hundi.  Hernaðaryfirburðir NATO gagnvart Rússlandi eru 4-5 faldir á öllum sviðum hernaðar, enda er landsframleiðsla Rússlands ekki meiri en Spánar. 

Rússneski heimsspekingurinn og félagsfræðingurinn Gegory Yudin spáði því, að "stríð Rússlands gegn Úkraínu yrði hörmung (e. disaster) fyrir Rússland á allan mögulegan hátt".  Hann var einn örfárra rússneskra sérfræðinga þeirrar skoðunar í febrúar 2022, að stríð á milli Rússlands og Úkraínu væri óhjákvæmilegt. Í grein, sem birtist 2 dögum fyrir innrásina, spáði Yudin því, að meiriháttar stríð væri yfirvofandi, að Rússar mundu verða ginnkeyptir fyrir ásökunum Kremlar á hendur Vesturveldunum og að viðskiptaþvinganir hefðu engin áhrif á Pútín - allt gekk þetta eftir. 

Hann sagði, að Pútín þyrfti "viðvarandi stríð" til að halda almenningi í skefjum.  Á móti kvað hann breiðfylkingu stríðsandstæðinga mundu myndast í Rússlandi.  Nú er spurning, hvað gerist í kjölfar aftöku aðalstjórnarandstæðingsins Navalny og kosningaskrípaleiks til forsetaembættis. 

 

"Stríðið er nú endalaust.  Með því eru engin náanleg markmið, sem leitt geta til lykta þess.  Það heldur einfaldlega áfram, af því að [í hugarheimi Pútíns] eru þeir óvinir, og þeir ætla að drepa okkur, og við viljum drepa þá.  Fyrir Pútín er þetta tilvistarbarátta við óvin til að eyðileggja hann."

Yudin er prófessor í stjórnmálalegri heimsspeki í Moskvuháskóla fyrir félags- og hagfræði.  Í mótmælum gegn stríðinu var hann barinn og lagður inn á sjúkrahús. 

Hann var líka einn hinna fyrstu til að greina þýðingu uppreisnarinnar gegn Pútín, sem leidd var af foringja Wagner-málaliðanna, Yevgeny Prigozhin. 

Hann benti á, að Prigozhin hafði sakað hernaðarforystu Rússlands um lélega skipulagningu, sem leitt hefði til svika við og fórna á rússneskum hermönnum, og á sama tíma dró hann í efa rökin fyrir stríðinu í Úkaínu. Hann hélt því fram, að allt stríðið væri afleiðing innantóms þjóðernismonts Pútíns, af því að Úkraínuforseti, Volodymyr Zelensky, hefði verið opinn fyrir samningaviðræðum í upphafi. 

Við eitt tækifæri hefði Prigozhin kallað rússnesku forystuna "geðsjúka drullusokka og hálfvita" fyrir að ákveða að "fleygja aftur nokkum þúsundum rússneskra drengja inn í kjöthakkavél til að drepast eins og hundar". 

Vönduð greining Yudins á tilhneigingum og stemningu í rússnesku samfélagi leiðir til einnar ályktunar: æ fleiri Rússum finnst, að landið sé komið í blindgötu. Ennfremur kemst hann að þeirri niðustöðu, að það sé algerlega útilokað fyrir Rússland að vinna. 

Í Úkraínu er engin sýnileg leið til rússnesks sigurs, þótt handbendið Donald Trump nái markmiði sínu, því að Evrópa mun sjá Úkraínu fyrir nauðsynlegum stuðningi, þótt takmarkaður sé.  Pútín spinnur upp sviðsmyndir fyrir óhjákvæmilegan rússneskan sigur: Fyrst átti að nást auðveldur sigur með því að ýta Kænugarðsstjórninni frá völdum, síðan með því að leggja undir sig Donbas, þá með eyðileggingu lífsnauðsynlegra innviða í Úkraínu og valda alvarlegum orkuskorti í Evrópu síðast liðinn vetur, síðan með því að bíða eftir þreytu vestrænna ríkja við stuðning við Úkraínu með vopnasendingum.  Margir Rússar voru fúsir til að leggja trúnað á veruleikafirrtan spuna Pútíns, en fáir geta nú látizt trúa því, að góður endir sé í sjónmáli.  Fremur liggur ósigur í loftinu, og þótt um bannorð sé að ræða í opinberri umræðu, eins og var í Þriðja ríkinu á sinni tíð, skýtur því æ oftar upp í einkasamtölum. Við opinber tækifæri, á meðan á Prigozhin-uppeisninni stóð, ýjaði Pútín þó að möguleikanum á ósigri með því að hefja máls á "rýtingsstungu í bakið". 

Það er eftirtektarvert, að Prigozhin mætti í uppreisn sinni sáralítilli mótspyrnu frá yfirstéttinni, sem þagði að mestu í heilan sólarhring.  Almenningur fagnaði og embættismenn aðhöfðust ekkert, þegar her Prigozhins hélt til Moskvu án teljandi viðnáms rússneska hersins.  Þetta segir þá sögu, að allir séu orðnir hundleiðir á sjúklegum stjórnarháttum Pútíns.      


Úkraína og önnur lönd Evrópu

Flest Evrópuríkin hafa vanrækt varnir sínar síðan Járntjaldið féll og kommúnistastjórnir Austur-Evrópu þar með.  Þau hafa teyst á varnarmátt Bandaríkjanna og skjöldinn, sem NATO-aðildin veitir þeim.  Tvennt hefur valdið algjöru endurmati þeirra á öryggi sínu.  Gáleysisleg og algerlega ábyrgðarlaus ummæli handbendis rússneskra ólígarka, Donalds Tumps. (Þeir hafa forðað honum frá gjaldþroti einu sinni.  Hann á hvergi heima, nema á bak við rimlana.  Hvenær verður hann dæmdur fyrir landráð ?) DT lét hafa eftir sér þau ótrúlegu ummæli, sem gert hefðu út af við framavonir allra, nema hans, að yrði hann forseti BNA aftur, og Rússar réðust á NATO ríki, sem ekki hafa náð markmiði NATO um árleg útgjöld til hermála, mundi Bandaríkjaher ekki verja þau, heldur hvetja Rússa til að hertaka þau.  Þessi maður er greinilega ekki með öllum mjalla.

Hitt atriðið, sem vakið hefur Evrópu upp af Þyrnirósarsvefni hins eilífa friðar, var innrás Rússahers í Úkraínu 24.02.2024, sem augljóslega er tilraun gerspilltra Kremlverja til að hneppa Úkraínu í nýlenduánauð og er aðeins fyrsta skref þeirra til að hneppa öll Varsjárbandalagsríkin í nýlenduánauð.  Þessi ríki fara ekki í grafgötur um þetta óþverrabragð Kremlarfantsins og hervæðast nú sem mest þau mega.

  Eftir mikið japl og jaml og fuður eru Þjóðverjar nú loksins að taka forystu um varnir Evrópu eftir að vera lausir úr viðjum Rússa um orkuafhendingu.  Forysta Þýzkalands viðist hafa sannfærzt um hættuna, sem landinu og hagsmunum þess stafar af útþenslustefnu einræðisríkis í austri og hefur sett hertólaverksmiðjur Þýzkalands á full afköst og verið er að auka framleiðslugetuna, m.a. með verksmiðju Rheinmetall í Úkraínu. 

Á meðan mannfall Rússa í Úkraínu fer yfir 400 k, hefur óvinur þeirra, sem þeir reyna að hræða frá stuðningi við Úkraínu - Evrópa - aftur á móti brýnt sverð sitt.  Öll 31 NATO-ríkin og Svíþjóð hafa hafið æfinguna "Staðfastur varnarher" til að framkalla það, sem varnarmálaráðherra Breta, Grant Shapps, kallar "reassurance against the Putin menace". 

U.þ.b. 90 k hermenn frá öllum NATO-löndunum (Landhelggisgæzlan frá Íslandi ?) taka þátt í þessari miklu heræfingu.  Upphaflega verður einblínt á eflingu yfirráða NATO á öllu Atlantshafinu og í Norður-Íshafinu.  Í síðari þættinum verður æft að senda herlið um alla Evrópu til varnar, frá Íshafinu og að austurvæng NATO. Þetta er umfangsmesta heræfing NATO í 35 ár.  Þannig væri tíminn ranglega valinn nú hjá rússneskum varðmanni á finnsku landamæunum að hleypa "óvart" af skoti. 

Þriðjungur rússneskra hermanna á vígstöðvunum fellur, og er það sama hlutfall og í Rauða hernum í Heimsstyrjöldinni síðari.  Aðaldauðaorsökin er blóðmissir vegna útlimasárs.  Aðalupphafsmeðferð  særðra rússneskra hermanna á sjúkrahúsi er aflimun.  Að komast á sjúkahús er martröð.  Flestir særðra rússneskra hermanna eru fluttir á bílum að vígvallarsjúkrahúsum við landamæri Rússlands, og tekur ferðin að jafnaði einn sólarhring.  Eftir fyrstu aðgerð þar bíða þessir særðu hermenn eftir flugferð langt inn í Rússland, sem yfirleitt tefst.

Hreinlæti og sótthreinsun er ekki viðhaft í rússneska hernum, og heldur ekki í herteknum þorpum og borgum, t.d. Mariupol.  Faraldrar geta þess vegna hafizt þarna senn. 

Rússland hefur misst 6442 skriðdreka frá 24.02.2022 til 31.01.2024. Þetta eru fleiri skriðdrekar en tóku þátt í byrjun innrásarinnar.  Rússar nota nú 50 ára gamla skriðdreka, uppfærða frá 7. áratugi 20. aldarinnar.  Þá hafa rússar á tímabilinu misst 12090 brynvarin bardagatæki, 12691 ökutæki og eldsneytisflutningabíla, 9620 fallbyssur, 671 loftvarnarkerfi, 984 fjölflugskeytapalla, 332 flugvélar, 325 þyrlur, 7404 dróna and 25 herskip og -báta. 

Hermenn, sem fylla skörðin, eru illa þjálfaðir.

Til samanburðar misstu Ráðstjórnarríkin 15 k menn í innrásinni í Afganistan, og íbúar þeirra voru næstum tvöfalt fleiri en Rússlands nú.  

Á sjó er staða Rússa enn verri en á landi og í lofti.  Þriðjungur Svartahafsflota þeirra hefur verið eyðilagður með úkraínskum sjávardrónum, og afgangurinn hefur flúið Krímskagann og halda sig til hlés í rússneskum höfnum, og rússnesk eldflaugaskip hafa flúið út úr Svartahafi.  Svartahafið er nú á valdi Úkraínu, og kornútflutningur landsins fer nú óáreittur af hryðjuverkaríkinu um Svartahafið. 

Mistakasmiðurinn Pútín er að verða uppiskroppa með fallbyssufóður og hertól.  Honum hefu tekizt að mynda almenna samstöðu gegn sér í heiminum og einkum í Evrópu, þar sem menn sjá söguna endurtaka sig að breyttu breytanda.  Þótt Frakkar hafi látið tiltölulega lítinn hernaðarstuðning í té við Úkraínumenn fram að þessu, hefur nú franski forsetinn opinberlega bryddað upp á því, að Evrópurríkin sendi hermenn sína til að berjast við hlið Úkraínumanna.  Þetta óttast Kremlarmafían mjög, enda kom strax hlægileg tilkynning úr Kremlarkjaftinum um, að þar með væri NATO komið í stríð við Rússland.  Þetta er innantóm hótun.  Rússland getur ekki unnið stríð við NATO.  Því lyki löngu áður en allsherjar herútboð gæti farið fram í Rússlandi. 

Ein milljón manns á herskyldualdri hefur flúið Rússland síðan "sérstaka hernaðaraðgerðin" hófst.  Árin 2022-2023 laut rússneski herinn á tímabili í lægra haldi fyrir úkraínska hernum með þeim afleiðingum, að Úkraínumenn náðu að frelsa 40 % af herteknu landi. 

 

Þýzki kanzlarinn, Olaf Scholz, hafði vonandi rétt fyrir sér, þegar hann kvað nýtt tímabil runnið upp, þar sem nýtt Þýzkaland kæmi fram á sjónarsviðið, sem væri reiðubúið að axla nýjar skyldur.  Þar með hefur garminum Pútín tekizt það, sem bandamönnum Þýzkalands tókst ekki: að fá Þýzkaland til að axla hernaðarlegt forystuhlutverk í Evrópu.  Í Heimsstyrjöldinni seinni átti Wehrmacht í höggi við bandarískan vopnaiðnað á  austurvígstöðvunum, sem sá Rauða hernum fyrir stórum hluta af skriðdrekum hans, flutningabílum og fallbyssum.  Það, sem heldur Rússlandi á floti núna, eru Kína og Íran.   

  

 

 

 

 


Pyrrosarsigur Rússa - að míga í skóinn sinn

Barry Gander, Kanadamaður, sem býr í Connecticut í Bandaríkjunum, ritar um samtímaatburði af þekkingu í Mastodon@Barry.  Um miðjan febrúar 2024 skrifaði hann um Úkraínustríð 21. aldarinnar, og verður hér stuðzt við grein, sem heitir: "Today it is 400.000".

Fjöldi fallinna rússneskra hermanna í Úkraínu hefur nú farið yfir 400 k síðan hin ósvífna og skammarlega innrás hófst 24.02.2022.  Þetta þýðir um 550 manns á dag og undanfarnar vikur hefur talan verið 950 á dag, sem sýnir í hnotskurn, hversu gríðarlega mikla áherzlu gerspillt stjórnvöld í Kreml leggja á það að knésetja lýðræðislega kjörin stjórnvöld Úkraínu í Kænugarði. Mannfallið í bardögum um borgina Avdevka, nærri Donetsk borg, hefur verið gríðarlegt, og hún féll um miðjan febrúar 2024 í hendur Rússa, rústir einar. Brezk leyniþjónusta spáir 500 k Rússum föllnum í Úkraínu við árslok 2024.  Enginn veit, hvar víglínan verður þá, en það er ljóst, að harðstjórinn í Kreml ætlar að gera Úkraínu að nýlendu Rússlands.  Það mega Vesturlönd ekki láta kúgarann í Kreml komast upp með á 21. öld, enda væri þá öryggi og stöðugleika í Evrópu ógnað alvarlega. 

Á sama tíma og Rússar hafa misst 400 k, hafa 70 k úkraínskir hermenn fallið og aðrir 120 k særzt.  Þannig hefur 1 úkraínskur hermaður fallið á móti 5,7 Rússum, sem er hátt hlutfall og vitnar um ólíka herstjórnarlist. Staðan versnar enn fyrir Rússa, þegar málaliðar á borð við Wagner-herinn eru teknir með í reikninginn.  Tala fallinna þar er um 100 k.  Hlutfallið hækkar þá í 7,1. 

Í byrjun janúar 2024 voru meira en 320 k rússneskir hermenn í Úkraínu.  Úkraína er með 800 k framlínuhermenn í þjónustu, og 500 k verða kvaddir í herinn fyrir sumarið 2024.  Það gefur 1,3 M undir vopnum, þjálfaðir og einbeittir í að verja fósturjörðina gegn rugluðum villimönnum að austan. 

Rússar berjast með undirmönnunarhlutfall 1:2,5, en innrásarher er jafnan talinn þurfa að vera með yfirmönnunarhlutfall 3:1.  Rússar hafa hins vegar haft meira af skotfærum og ráðið í lofti, ef drónarnir eru undanskildir.  Með tilkomu F16 orrustuþotna í herafla Úkraínumanna munu þeir ná yfirhöndinni í lofti.  Þegar þeir jafnframt fá Taurus stýriflaugarnar þýzku, munu verða kaflaskil í þessum átökum austurs og vesturs.

Enginn viti borinn stjórnmálamaður með sæmilega hernaðarráðgjafa hefði ráðizt með jafnveikum herafla inn í Úkraínu og Pútín gerði 24.02.2022.  Hann er dómgreindarlaus fantur, sem lifir í óraunveruleikaheimi fortíðarþráar.  Haft er eftir Lafrov, utanríkisráðherra Kemlarklíkunnar, þegar hringt var í hann um innrásarnóttina og hann spurður, hver hefði eiginlega ráðlagt forsetanum þetta.  Lafrov sagði þá efnislega, að Pútín hlustaði aðeins á 3 ráðgjafa, og það væru Ívan grimmi, Pétur mikli og Katrín mikla. 

Leyniskýrsla frá herforingjaráði og pólitískri elítu Rússlands til Pútíns, "Conclusions of the war with NATO in Ukraine", klykkti út með, að 5 M rússneska hermenn þyrfi til að vinna slíkt stríð.  (Voru ekki 6 M í Rauða hernum, sem rak Wehrmacht til Berlínar ?) Pútín sigaði 250 k hermönnum inn í Úkraínu 24.02.2024, og þá voru 300 k í úkraínska hernum, og þeir voru betur þjálfaðir. 

Síðar þennan dag komu nokkrar tylftir olígarka saman í Kreml.  Þeir voru meðvitaðir um, að Vesturveldin mundu hrinda af stað refsiaðgerðum gegn Rússum.  "Allir voru gjörsamlega ráðþrota", er haft eftir einum fundarmanna, en þeir sáu illa fenginn auð sinn (að mestu þýfi frá rússneska ríkinu) í algjöru uppnámi. 

Það lítur út fyrir, að Pútín hafi ímyndað sér ríkisstjórn Zelenskys vera veika og óvinsæla, og almenning í Úkraínu upptekinn við vandamál fjárhagslegs eðlis.  Hann óttaðist, að rússnesk áhrif í Úkraínu færu dvínandi, einkum vegna djúptækara samstarfs Kænugarðs við Bandaríkin og NATO-bandamenn þeirra.  Hann leit á Evrópu sem veika og sundraða.  Angela Merkel, kanzlari Þýzkalands, sem hann skemmti sér við að hræða með hundum sínum, af því að hún óttaðist hunda, var að láta af völdum, Bretland væri í óreiðu eftir úrsögnina úr ESB og COVID ylli uppnámi um alla Evrópu.  Hann óttaðist ekki NATO: NATO væri veikt og sundurþykkt. Kjáninn trúði eigin áróðri.  

Allt voru þetta ranghugmyndir vitstola manns, og Rússar gjalda þær dýru verði með ógnarlegu mannfalli og hergagnatapi upp á hundruði mrdUSD.  Mannfallið og hergagnatapið í bardögunum um Avdevka, þar sem Rússar unnu nýlega Pyrrosarsigur, sýnir, að Moskva hefur ekki "lært lexíuna um, hvernig á að standa almennilega að vélahernaði", samkvæmt Riley Bailey, Rússlandssérfræðingi hjá "The Institute for the Study og War".   

Beztu deildir rússneska hersins hafa verið eyðilagðar og allt, sem eftir er af honum, eru illa þjálfaðir herkvaðningarmenn, gamlir skriðdrekar og brynvarðir bílar.  Á meðan fær Úkraínuher nútíma búnað og beztu þjálfun og herstjórnarlist.

Undirbúningsleysi jafngildir alvarlegum afleiðingum.  Í desember 2022 greindu rússneskir sálfræðingar u.þ.b. 100 k hermenn, sem þjáðust af áfallastreituröskun. Þessi fjöldi er ábyggilega meiri, af því að viðverutími hermannanna á vígvöllunum er mjög langur.  Um þetta stóð í brezkri skýrslu: 

"With a lack of care for its soldiers´ mental health and fitness to fight, Russia´s combat fighting effectiveness continues to operate at sub-optimal levels".  

 


Orð af viti frá þingflokksformanni

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins rekur í stuttu og lauslegu máli umræður á þingi að hennar frumkvæði um orkumál í Morgunblaðsgrein 27. janúar 2024 undir fyrirsögninni:

"Orkumál í stóra samhenginu"

Ingibjörg Ísaksen lýkur grein sinni með eftirfarandi rökréttu ályktun:

"Niðurstaðan hlýtur að vera sú, að aukin virkjun og framleiðsla á raforku ásamt betra dreifikerfi [og flutningskerfi - innsk. BJo] þjóni hagsmunum okkar allra í stóra samhenginu."

Afturgöngurnar, sem iðka það að setja sig á háan hest, afneita staðreyndum, berja hausnum við steininn, og kasta fram fullyrðingum út í loftið, komu lítillega við sögu hjá Ingibjörgu:

"Þátt fyrir að sérfræðingar innan orkuiðnaðarins hafi lengi bent á aukna orkuþöf þjóðarinnar og yfirvofandi orkuskort hér á landi, þá eru greinilega aðilar, sem enn eru ekki sannfærðir um vandann.  

Eftirspurn eftir raforku hér á landi er orðin meiri en framboð, og samfélagið er hvatt til þess að spara orku, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða heimili.  Æ oftar gerist það, að fyrirtæki neyðast til þess að brenna olíu til að halda daglegri starfsemi sinni gangandi í samræmi við samninga vegna ótryggðrar orku, sem mikilvægir eru til að fullnýta kerfið.  Í þessu felst kostnaður fyrir okkur öll ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum, sem slík brennsla hefur í för með sér."

Þeir, sem stinga hausnum í sandinn og afneita borðleggjandi staðreyndum um orkuskort, eru hinir sömu og enn þvælast fyrir öllum raunhæfum úrræðum til úrlausnar.  Ingibjörg nefnir hér ekki þingflokk vinstri grænna, þótt þar séu "the usual suspects", en fleiri furðufugla af þessu tagi hefur flotið á fjörur Alþingis og sitja þar nú mörgum til ama. 

Þessi hegðun heitir vanræksla, og hafa stjórnmálamenn hlotið dóm fyrir slíka synd gegn þjóðarhagsmunum.  Nú gangast menn upp í því að vanrækja skyldur sínar og bera fyrir sig heimskuvaðal á borð við, að "náttúran verði að njóta vafans". Embættismenn margir hverjir eru lítt skárri, og mætti þar nefna Orkustofnun sem dæmi, en núverandi gagnsleysi þeirrar stofnunar fyrir fólkið í landinu hefur birzt í atburðum tengdum jarðeldunum á Suðurnesjum. 

"Þó svo að heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki, verði að mestu óhult, ef til skömmtunar á raforku kemur, þá þurfum við að horfa á stóru myndina.  Ef við öflum ekki meiri raforku og dreifum henni á sem beztan máta, þá mun það hafa talsverð áhrif á atvinnulíf hér á landi.  Stórnotendur raforkunnar okkar bera þungann af skerðingum á raforku.  Um er að ræða þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, sem skila samfélaginu talsverðum útflutningstekjum, og það kom nokkuð á óvart, að talsmenn sumra flokka á Alþingi hefðu takmarkaðar áhyggjur af því, að slíkar skerðingar eigi sér stað í rekstri þeirra með tilheyrandi áhrifum á vöru þeirra og þjónustu."

Það eru sósíalistísk viðhorf að hafa horn í síðu fyrirtækja og leggja jafnvel heilar atvinnugreinar í einelti. Þannig hefur viðhorf sósíalista hérlendis frá upphafi stóriðju á Íslandi mótazt af fordómum og fávizku, þótt þeir viti varla lengur ástæðurnar.  Nú eru oft tilfærðar umhverfisástæður, sem er út í hött, því að eins og fyrrverandi Orkumálastjóri, Jakob Björnsson, rafmagnsverkfræðingur, þreyttist ekki á að benda á, t.d. í blaðagreinum, leggur engin hérlend atvinnugrein jafnmikið að mörkum til lofslagsmála á heimsvísu og málmiðjuverin.

Ingibjörg Ísaksen hefur með þessarri blaðagrein sýnt, að hún hefur sig upp fyrir lágkúruna á Alþingi, og gæti hæglega farizt stjórn á ráðuneyti vel úr hendi. 

"Þegar öllu er á botninn hvolft, þá verðum við að ákveða  í hvernig [hvers konar] samfélagi við viljum búa.  Viljum við takmarka orku fyrir stórnotendur og þar með gera þá nauðbeygða til að nýta óhreina raforkukosti  í sínum rekstri, eða viljum við tryggja, að stór og stöndug fyrirtæki hafi nægjanlega orku fyrir hendi til að skapa útflutningstekjur, sem skila sér til framkvæmda á mikilvægum innviðum og í velferð samfélagsins ? Hér er átt við öflug fyrirtæki, sem flokkast sem stórnotendur og bjóða upp á haldbærar vörur og/eða þjónustu.  Hér þufum við að gera greinarmun á milli slíkra fyrirtækja og annarra stórnotenda á borð við rafmyntagröft, en ekki setja alla stórnotendur undir sama hatt."

Þarna sýnir Inibjörg góðan skilning á þjóðhagslegu mikilvægi orkukræfrar starfsemi með langtíma samninga um raforkukaup, fjöldann allan af fjölbreytilegu vel launuðu starfsfólki í vinnu og mikla og vaxandi verðmætasköpun með aukinni sérhæfingu.  

 

   

 


Skaginn til fyrirmyndar

Það er óvenjulegt að sjá vitræna, einróma samþykkt stórs sveitarfélags um málefni, sem tengjast átakalínum í stjórnmálum.  Morgunblaðið gerði þó grein fyrir einni slíkri 27. janúar 2024 undir fyrirsögninni:

"Skagamenn óttast raforkuskerðingu til stóriðju".

Til marks um, að ályktun sveitarfélagsins tengist átakalínu í landsmálum er, að drjúgur hluti eins ríkisstjórnarflokkanna gengur um og boðar hverjum, sem heyra vill, þá draumórakenningu útibúsins Landverndar, að hagkvæmt og pólitískt rétt sé að ljúka þeim kafla í íslenzkri viðskiptasögu að selja raforku til orkukræfrar starfsemi á sviði málmvinnslu.  Hvernig slík bábilja fær fætur í stjórnmálaflokki, sem býður fram á landsvísu, en mun sennilega ekki hafa erindi sem erfiði í næstu Alþingiskosningum, er óskiljanlegt og efamál, að djúpsálfræðingurinn Sigmund Freud eða núlifandi kollegar hans gætu útskýrt það af viti. 

Að þessu sögðu er rétt að snúa sér að hinni gagnmerku frétt Ólafs E. Jóhannessonar:

""Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu raforkumála og þeirri stöðu, sem frekari orkuöflun er í.  Staðreyndin er, að þegar eru skerðingar á orku, og skortur á orku er farinn að hafa áhrif á fyrirtæki, sem veita hundruðum íbúa Akraness atvinnu og setur störf þeirra og lífsafkomu í hættu."

Svo segir í ályktun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar, sem samþykkt var með atkvæðum allra bæjarfulltrúa  á fundi bæjarstjórnarinnar, sem haldinn var s.l. þriðjudag [23.01.2024], en tilefni ályktunarinnar er yfirvofandi raforkuskerðingar til stóriðju, sem boðaðar hafa verið vegna yfirvofandi raforkuskorts í landinu." 

Téður raforkuskortur er landshlutabundinn við svæði, sem ekki hafa nógu öfluga tengingu við stærstu virkjun landsins, Fljótsdalsvirkjun. Þetta á við um athafnastaði á Austurlandi á borð við Vopnafjörð og Höfn í Hornafirði ásamt vesturhluta landsins.  Ef Landsnet hefði fengið að hraða uppbyggingu nýrrar Byggðalínu norður um og vestur til Klafa í Hvalfirði, þyrfi ekki að skerða þegar umsamda raforkuafhendingu í vetur, en efir sem áður mundi rafmagn til nýrrar starfsemi vanta.  Vinstri hreyfingin grænt framboð og meðreiðarsveinar hennar hafa lagzt þversum gegn þeirri Byggðalínu, sem Landsnet hefur forhannað og telur skynsamlegasta kostinn. Eins og fyrri daginn eru beturvitar legió og hafa allt aðra skoðun á málinu.  Hverjum þykir sinn fugl fagur, og beturvitar hlusta ekki á raffræðileg og fjárhagsleg rök.  Dyntir þeirra um útlit línunnar og legu hafa fengið óheyrilegt vægi, sem miklum kostnaði og mengun vegna olíubruna hefur valdið. 

"Í ályktuninni segir, að um 20 % af heildaratvinnutekjum íbúa Akraness komi [verði] til vegna framleiðslu fyrirtækja á Grundartanga, Norðuráls og Elkem, og skortur á raforku, til lengri eða skemmri tíma, hafi bein áhrif á afkomu íbúa sveitarfélagsins.

 Núverandi ástand og horfur geti leitt til tapaðra starfa og minnkandi verðmæta, sem leiða muni af sér samdrátt og lakari lífskjör.  

Bæjarstjórnin skorar á stjórnvöld að leita allra leiða til að styðja við frekari orkuöflun og hraða uppbyggingu á virkjunum og endurbótum á flutningskerfi raforku."

Þetta eru orð í tíma töluð og hárrétt hjá bæjarstjórninni.  Ástandið er í boði afurhaldsafla, sérvitringa, sem leggjast gegn frekari nýtingu orkulindanna á grundvelli fordildar um, að siðferðilega rangt sé að grípa á nokkurn hátt inn í sköpunarverkið.  Þetta er alger þvættingur, enda er þetta fyrirsláttur til að draga dul á það, sem að baki býr.  Andstaða þessa sérvitringahóps er raunverulega við hagvöxtinn.  Sérvitringarnir vilja draga úr neyzlu almennings, en ekki auka hana, eins og verkalýðsforingjarnir, sem líka lifa í annarlegum heimi og hreykja sér hátt og vilja stjórna Seðlabankanum, sem er að slá á neyzluna til að hægja á verðbólgunni. 

Það vekur athygli, að sambærileg bæjarstjórnarsamþykkt hefur ekki sézt að sinni frá Hafnarfirði.  Menn verða að gera sér grein fyrir því, að með manngerðum og skipulögðum orkuskorti eru forsendur brostnar fyrir sölusamningum raforku til stóriðjuveranna.  Eigendur þeirra sömdu um að taka á sig orkuskort af náttúrunnar völdum, sem áætlaður var um 10 % af rekstrartímanum, en nú dynja raforkuskerðingar á stóriðjunni á næstum   hverju ári og búast má við þeim árlega út þennan áratug. 

Ekki nóg með það, heldur vofir nú yfir forgangsorkuskerðing stóriðju í krafti nýrrar lagasetningar.  Bæjarstjórn Akraness hefur gert sér grein fyrir alvarleika stöðunnar og segir ríkisstjórninni að hysja upp um sig buxurnar og leggja fyrir Alþingi frumvarp til sérlaga um virkjanir og flutningslínur.  Það verður að höggva á hnútinn nú, þegar allt er komið í óefni.

""Í atvinnuteknagreiningu Byggðastofnunar eru um 20 % atvinnutekna íbúa Akraneskaupstaðar vegna framleiðslu án fiskvinnslu, og við vitum, að langstærsti hlutinn af þeirri sneið er vegna starfseminnar á Grundartanga. Þar eru meðallaun góð, en ég ætla ekki að skjóta á neina upphæð, hvað þetta gæti þýtt í töpuðum útsvarstekjum, ef samdráttur verður", segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar í samtali við Morgunblaðið."

Þetta er gríðarlega alvarlegt mál, sem virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá landsfeðrum og -mæðrum, því að annars hefðu þau þegar gert raunhæfar ráðstafanir til að leysa viðfangsefnið, sem þegar væru komnar til framkvæmda.  Í staðinn kemur orðhengilsháttur frá flokki forsætisráðherrans um, að sýna verði fram á orkuskortinn áður en samþykkt verði, að hefjast handa, og útibúið, Landvernd, leggst gegn öllum úrbótum á þessu sviði, nú síðast Vatnsdalsvirkjun, sem þó má kalla borðleggjandi verkefni fyrir Vestfirðinga til að leysa brýnan orkuvanda Vestfjarða.  Orkuráðherra er eins og karlinn í tunglinu, sem horfir hryggum augum á, fer með rullu, en gerir ekkert, sem gefur von um úrbætur á orkuskorti.

Fróðlegt viðtal var við forstjóra Elkem á Íslandi um málið í Morgunblaðinu 09.02.2024.  Elkem kaupir ekki ótryggða orku, heldur forgangsorku með einhverjum afslætti gegn samningsbundnum réttindum Landsvirkjunar til að krefjast endurkaupa á hluta orkunnar, sem þá að sjálfsögðu er ekki afhent.  Þetta hefur síðan í desember 2023 valdið gríðarlegri framleiðsluskerðingu hjá Elkem á Íslandi með tekjutapi upp á um 1 mrdISK/mán, sem miðað við áætlaðar árstekjur 2024 um mrdISK 25 er tilfinnanlegt og getur hæglega leitt til minni fjárfestinga móðurfélagsins í þessu dótturfélagi og uppsagna starfsmanna.  

""Við eigum mjög mikið undir fyrirtækjunum, og mörg þjónustufyrirtæki á svæðinu eiga gríðarlega mikið undir starfsemi fyrirtækjanna á Grundartanga.  Á meðan þau eru í skerðingum, erum við að ógna framtíð þeirra og vaxtarmöguleikum þeirra líka", segir Haraldur og bendir á, að raforkuskerðing hafi bæði bein og einnig afleidd áhrif í tilviki þjónustufyrirtækjanna."

Það, sem Haraldur, bæjarstjóri, er að benda á í sambandi við orkukræfu fyrirtækin, er, að þau hafa margfeldisáhrif í þjóðfélaginu, eins og önnur framleiðslufyrirtæki, sem flytja nánast alla framleiðslu sína út á erlenda markaði.  Þetta þýðir, að margfalda má starfsmannafjöldann með u.þ.b. 3, þegar finna á út jafngildisfjöldann, og sama á við um fé, sem fyrirtækin nota hér innanlands í annað en launakostnað.  Ef þessi fyrirtæki draga saman seglin vegna raforkuskorts, er vá fyrir dyrum og rekstrarhæfni þeirra í húfi. Hafa einhver viðbrögð komið frá iðnaðarráðherranum af þessu tilefni ?  Ef þau birtast ekki senn, er iðnaðarráðuneytið orðið nafnið tómt.   

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband