Eitthvað annað en Suðurnesin

Ríkisstjórnin er svo ósvífin og siðblind, að hún leyfir sér að gera lítið úr vanda Suðurnesjamanna, sem búið hafa við fjandsamlegt ríkisvald undanfarin tæp 2 ár og mesta atvinnuleysisböl á landinu.  Það er sem blaut tuska í andlit tekjulágra og atvinnulausra Suðurnesjamanna og helber móðgun við þá alla að kasta því fram sem lausn á atvinnuleysinu, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir stofnun herminjasafns og rétt einnar Parkinsons-nefndarinnar til að fjalla um úrlausn vandans.  Þetta er hráskinnaleikur valds án jarðsambands, fullkomlega óboðleg framkoma og hreinn dónaskapur, enda hreinræktaður afturúrkreistingur vinstri flokkanna.

Nú er loksins að koma í ljós, hvað "eitthvað annað" en álver þýðir í raun.  Það er eitthvað svo lítilmótlegt, gagnslaust og innihaldslaust, að meintur geimveruborgarstjóri (fulltrúi geimvera á Íslandi hefur afneitað honum, hvað þá aðrir), leikarinn og leikhöfundurinn Jón Gnarr, sem reyndar þekkir ekki muninn á debet og kredit frekar en ísbjörn í Húsdýragarði, hefði tæpast náð slíkum hæðum í sýndarveruleika sínum.  Til að bæta stjórnun höfuðborgarinnar væri reynandi fyrir borgarstjórn að fá loðinn ísbjörn á borgarstjóraskrifstofuna og senda þann snoðna til vistar í Húsdýragarðinum. Sá loðni kæmi margfalt betur út í sjónvarpi en hinn, sem þó virðist lifa í gegnum einhverjar hetjur hvíta tjaldsins, og af þessu yrði mörgum hinn mesti léttir. 

Eitt fullkomnasta dýr jarðarAfmán Stjórnarráðsins er þyngri en tárum taki.  Fordómar ríkisstjórnarinnar í garð vissrar atvinnustarfsemi eru, eins og margir aðrir fordómar, reistir á þekkingarleysi, skilningsleysi og þröngsýni og lélegu uppeldi.  Lausnir þessa vesalings fólks, sem skolað hefur upp í ábyrgðarstöður án meiri verðleika en búast má við af úthýstri geimveru, eru út í hött rugguhesta embættismennskunnar, annaðhvort skaðlegar hagkerfi landsins eða vita gagnslausar, en allar afspyrnu kjánalegar.  

Þann 9. nóvember 2010 birtist merk grein í Morgunblaðinu eftir fyrrverandi þingmann, Kristin H. Gunnarsson, undir heitinu: "Stóriðjan styrkir Ísland og Austurland".  Þar ritar maður, sem hvorki verður vændur um að ganga erinda alþjóðlegs auðvalds né að draga taum frjálshyggjuafla samfélagsins, heldur er hann þekktur af gagnrýninni og málefnalegri umfjöllun, enda vel að sér á marga lund.  Hann fjallar í téðri grein um skýrslu á vegum stjórnvalda um áhrif framkvæmdanna miklu á Austurlandi, er Kárahnjúkavirkjun og Fjarðaálsverksmiðjan voru reist.  Kristinn rekur á hnitmiðaðan hátt hina þjóðhagslegu hagkvæmni orkusölunnar, sem veiti arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar 13,4 %.  Þessi arðsemi mun fara vaxandi á næstu árum vegna aukinna orkukaupa Fjarðaáls við hækkandi orkuverði vegna tengingarinnar við álverðið.  Mat flestra er, að orkuverð og álverð muni hækka meira á næstu 30 árum en vísitala neyzluverðs, t.d. í BNA.  Þá hafa skýrsluhöfundar leitt í ljós, að 40% af söluandvirði álsins verði eftir í íslenzku efnahagslífi.  Í lok greinar sinnar ritar Kristinn:

"Kárahnjúkavirkjunin og álverið í Reyðarfirði hafa sannað gildi arðbærs atvinnureksturs í stóriðju fyrir land og þjóð. Vatnsaflið og jarðhitinn eru auðlindir vegna þess að það er hægt að breyta þeim í verðmæti; það er aðeins hægt með arðbærum atvinnurekstri.  Stóriðja er komin til að vera, líka á landsbyggðinni, vegna þess að hún bætir hag landsmanna.  Umhverfis-og náttúruverndarsjónarmið eru þörf og eiga fullan rétt á sér, en þau eiga að stuðla að skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar, en ekki að koma í veg fyrir hana.  Það er ekkert annað, sem kemur í stað glataðra verðmæta ónotaðrar auðlindar."

Mæli Kristinn hér manna heilastur, enda er hér á ferð rödd heilbrigðrar skynsemi.  Kristinn H. Gunnarsson hefur vegið og metið staðreyndir um stóriðjuna og komizt að rökréttri niðurstöðu, eins og hans var von og vísa.  

20100909kosningar1  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð færsla en nú þú búast við því að þú fáir alla Bezta-flokks hjörðina yfir þig.

Jóhann Elíasson, 13.11.2010 kl. 09:52

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er líka önnur hlið á málum suðurnesjamanna sem fáir tala um,til dæmis sú staðreynd að það var skipulagt flutt inn fólk á tímum sem var atvinnuleysi á svæðinu,ekkert verra fólk en við svæðið þoldi bara ekki fjölgun  .Ég er sammála að það þarf að koma álversframkvæmdum af stað sem fyrst,en það þarf líka að stoppa margt annað.

Friðrik Jónsson, 13.11.2010 kl. 10:01

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.  Sá freðni (sbr Bjarnfreðarson) á stóli borgarstjóra hefur óafvitandi opnað augu margra, sem áður höfðu samúð með félagshyggjuflokkunum, fyrir því, að þar eru í forystu tómir lýðskrumarar, niðurrifsöfl og afturhaldsseggir, sem af forpokun beita sér gegn öllu, er verða má til að snúa af braut samdráttar til hagvaxtar. Með öðrum orðum mundi ekkert breytat, þó að forsætisráðherra og borgarstjóri hefðu hlutverkaskipti með öllu sínu hyski.  Borg og land eru stjórnlaus.

Með góðri kveðju;

Bjarni Jónsson, 13.11.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband