Landsreglari tjáir sig

Eins og kunnugt er, gegnir Orkumálastjóri líka hlutverki Landsreglara (National Energy Regulator), sem er æðsti fulltrúi Evrópusambandsins (ESB) hér á landi á sviði orkumála eftir innleiðingu Orkupakka 3 (OP#3).  Hlutverk hans er í stuttu máli að hafa eftirlit með því, að stefnu ESB sé framfylgt hérlendis, eins og hún birtist í orkulöggjöf ESB, innleiddum orkupökkum, og að íslenzkri löggjöf á þessu sviði sé fylgt.  Þar sem ósamræmi er á milli þessa tvenns, skal löggjöf ESB vera rétthærri við túlkun.  Þetta er skýrt tekið fram í EES-samninginum. 

  Nú virðist vera kominn upp ágreiningur á milli Landsreglara og ráðherra umhverfis- og auðlindamála og reyndar einnig Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, því að Ari Trausti Guðmundsson, Alþingismaður VG, hefur andmælt sjónarmiðum Landsreglara um regluverk vindmylla frá A-Ö.  Báðir hafa skrifað í Fréttablaðið um ágreininginn, og Landsreglarinn borið andmælin til baka á sama vettvangi. 

Sá, sem skrifar fyrir hönd Landsreglara, er starfsmaður hans, Skúli Thoroddsen, lögmaður.  Grein hans í Fréttablaðinu þann 17. júní 2020 bar yfirskriftina:

"Vindorka fellur ekki að rammaáætlun".

Hún hófst þannig:

"Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir hér í blaðinu, 12. júní sl., að "vindorka sé hluti af heildarskipulagi orkuvinnslu og falli að rammaáætlun".  Á vegum Landsvirkjunar séu "vindorkuver í orkunýtingarflokki og biðflokki "svokallaðrar rammaáætlunar" og margir myllulundir í skoðun.  Þetta er rangt. 3ja rammaáætlun hefur ekki verið samþykkt, og engir vindlundir eru í núgildandi áætlun. Það er Orkustofnun [les Landsreglari], sem ákveður, hvaða virkjunarkostir eru nægilega skilgreindir, til þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun og faghópar, á hennar vegum, geti yfirhöfuð fjallað um þá.  Orkustofnun hefur ekki skilgreint neina vindorkukosti og því engir myllulundir í skoðun á þeim bæ.  

Umhverfisráðherra sagði, aðspurður  um vindorku, það vera "mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að málefni vindorku heyri undir rammaáætlun".  Atvinnuvegaráðuneytið kveðst aðspurt aldrei hafa haldið þessu fram.  Afstaða þess sé óbreytt, en "þessi mál" séu til umfjöllunar í starfshópi þriggja ráðuneyta og "niðurstöðu verði að vænta innan skamms".  

Þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skriplar á skötunni, þegar kemur að því lagaumhverfi, sem hann á að starfa eftir.  Hann virðist fljótfærari en góðu hófi gegnir fyrir mann í hans stöðu.  Með Orkupakka #3 fékk Orkustofnun sjálfstæða stöðu innan stjórnkerfisins, og Orkumálastjóri (Landsreglari) er óháður ráðuneytunum, nema um fjárveitingar; staðan hefur ígildi orkuráðherra.  Túlkun Skúla Thoroddsen er vafalítið rétt.  Orkustofnun (Landsreglari) skammtar Verkefnahópi Rammaáætlunar verkefni, og hann getur hvorki hafið sjálfstæða rannsókn á einu né neinu.  Úr því að Orkustofnun ekki hefur enn skilgreint neinn vindorkukost, er allur undirbúningur vindorkuverkefna unninn fyrir gýg.  Það er t.d. algerlega ótímabært fyrir sveitarfélög að breyta aðalskipulagi sínu til að geta hýst vindorkuver innan sinna vébanda.  Það er Landsreglarinn, sem gefur tóninn, á meðan OP#3, eða seinni orkupakkar, hefur hér lagagildi. 

"Tillaga umhverfisráðherra um vindorkukosti í 3ju rammaáætlun, Blöndulund í nýtingarflokk og Búrfellslund í biðflokk, er byggð á hugmynd verkefnastjórnar um "vindorkuver Landsvirkjunar", án afstöðu Orkustofnunar og þannig reist á röngum grunni.  Ráðherra er vissulega frjálst að leggja hana fram sem sína tillögu í þágu Landsvirkjunar þrátt fyrir ágallana og mismuna þar með vindorkufyrirtækjum.  Þar á Alþingi síðasta orðið eða eftir atvikum dómstólar."

 

 "Fyrir liggur, að um orkurannsóknir slíkra kosta [vinds] fer eftir lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, auðlindalögum, sem lög um rammaáætlun vísa til í því sambandi.  Auðlindalögin gilda ekki, hvorki um vind né vindorkurannsóknir.  Sú stefnumörkun, sem felst í rammaáætlun, takmarkar stjórnarbundnar heimildir sveitarfélaga í skipulagsmálum.  Slíkar skerðingar í þágu almannahagsmuna til verndar eða nýtingar á náttúruauðlindum, þurfa ótvíræða, skýra lagastoð, eins og rammaáætlun er varðandi vatnsföll og háhitasvæði.  Hvort rammaáætlun taki til vindorku, ríkir í bezta falli óvissa um.  Sé það svo, kæmi það í hlut Orkustofnunar að skilgreina vindorkulandsvæðin.  Hin "takmörkuðu gæði", sem þannig verða til í eignarlandi sumra - en ekki allra - eða í þjóðlendum, yrði ríkið að bjóða út.  Slíkt útboð tæki til skipulagssvæðis með gildu virkjunarleyfi fyrir vindlund til handa orkufyrirtæki á grundvelli jafnræðis innan Evrópska efnahagssvæðisins. Ekkert regluverk lýsir slíkum útboðsferli hér á landi, frá afmörkun vindlunda til virkjunarútboðs.  Svo virðist sem umhverfisráðherra vaði reyk um rammaáætlun, villtur vega.  En þessi mál eru annars til umfjöllunar í starfshópi þriggja ráðuneyta, og þaðan er niðurstöðu að vænta "innan Skamms". 

Undirstrikunin er pistilhöfundar til að leggja áherzlu á, að þar heldur Landsreglari Evrópusambandsins um fjaðurstaf.  Umhverfis- og auðlindaráðherra er úti á þekju í þessu máli, og það virðast sumir þingmenn vera líka, t.d. Ari Trausti Guðmundsson, sem stakk niður penna og andmælti Skúla Thoroddsen á sama vettvangi. Í raun og veru er texti Skúla algerlega samhljóma úrskurði ESA árið 2016, sem Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, féllst á af fullkomnu dómgreindarleysi.  Það verður sem sagt að bjóða nýtingarrétt orkulinda í eigu ríkisins út á Evrópska efnahagssvæðinu.  Það felur í sér stórkostlegt fullveldisafsal yfir auðlindum Íslands, sem hafa mun mjög neikvæð áhrif á lífskjör í landinu.  Héldu menn, að OP#3 mundi bara engin áhrif hafa á Íslandi, ef bara væri móazt við að taka við aflsæstreng frá Innri orkumarkaði ESB ? Orkulindirnar eru í uppnámi, þótt upphaflegi EES-samningurinn spanni þær ekki. 

 burfellmgr-7340


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein. cool

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt." cool

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. cool

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt." cool

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því. cool

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað. cool

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttismálum, neytendamálum, umhverfismálum, menntamálum og vísinda- og tæknimálum."

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila [hins vegar] tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.cool

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2018:

"Kanadíska orkufyrirtækið Innergex hefur ákveðið að bjóða til sölu tæplega 54% eignarhlut sinn í HS Orku. cool

Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna.

Á meðal eigna fyrirtækisins er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. cool

Innergex eignaðist hlutinn í HS Orku í byrjun þessa árs þegar það gekk frá kaupum á öllu hlutafé kanadíska orkufélagsins Alterra.

HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta." cool

Kanadíska orkufyrirtækið Innergex vill selja meirihluta sinn í HS Orku

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir:" cool


"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur."

"Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku."

Í þessu tilviki "er í raun um að ræða frávik frá 56. grein stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns." cool

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [í þessu tilviki einnig Danmerkur]." cool

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 21:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru Ísland og Noregur de facto í Evrópusambandinu en hafa ekki atkvæðisrétt í sambandinu. cool

Loðna hefur gengið
á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið yrði ekki hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga og raunar allra aðildarríkjanna. cool

Evrópusambandsríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður allir tollar á íslenskum sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda skyri og lambakjöti, sem stóreykur fullvinnslu á bæði sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum hér á Íslandi. cool


Við Íslendingar yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum.

Afli íslenskra skipa og skipa frá Evrópusambandsríkjunum

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 22:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi mörlensku krónunnar hefur hrunið einn ganginn enn og nú kostar evran 17% fleiri mörlenskar krónur en um síðustu áramót. cool

Gengi dönsku krónunnar er hins vegar bundið gengi evrunnar og færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni, enda eru Færeyingar danskir ríkisborgarar.

Á evrusvæðinu búa um 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu. cool

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð." cool

19.8.2018:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins [nú Miðflokksins].

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands. cool

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 23:04

10 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Með öðrum orðum - skilji ég rétt - er O#3 búinn að innsigla Ísland í Evrópusovétið eins og búið var að spá um.

Guðjón E. Hreinberg, 12.7.2020 kl. 00:10

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

það virkar eins og uppgjöf að þegja lengi yfir þessari skömm og vekja máls á því aftur og spyrja núna;hversu oft getum við átt von á því að ESB breyti upprunalegum samningi milli Íslands og ESB fyrst þessi firra um #orku-pakka rataði inn EES-samning. Jón Baldvin þekkir upphaflegan samning enda ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem samdi um inngöngu í EES.og staðfestir að Ísland getur réttilega hafnað að stimmpla þessa orkupakka,sem hún gerði ekki.- ,
 get eg ein "komin ansi nálægt bakkanum,kært eftirgjöf stjórnvalda á pakkanum í eigu Íslands til ESB. Ég tel það Já,þar sem öll kúgun og svik eru sýnileg og ýmislegt verður það í meðferðinni. Bjarni ég var svo oft hér í pakkaumræðunni að kynna mér málin og steita görn;það tók sig upp gamalt last.Vona það besta fyrir íslensku þjóðina og að íslendingar skilji hvað er á seiði 
      

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2020 kl. 01:53

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Bjarni

Er það rétt skilið að ríkinu beri að bjóða alla virkjanakosti út á ees/esb svæðinu, líka þá sem eru á einkalandi. Sé svo er hætt við að spúsa ráðherrans úr Laxárdalnum sé komin í vandræði.

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2020 kl. 20:35

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér Bjarni fyrir að fylgjast svona vel með. 

Ragnhildur Kolka, 13.7.2020 kl. 12:03

14 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Gunnar.

Nei, krafa ESA spannaði aðeins opinberar eignir, og hugsunin er sú að jafna aðstöðu einkaframtaks og opinbers, en hængurinn á því fyrir hérlandsmenn er sá, að allar einingar hér, opinberar og einka, eru dvergvaxnar og mega síns einskis í samkeppni á þessu sviði innan Evrópska efnahagssvæðisins.  

Bjarni Jónsson, 15.7.2020 kl. 11:20

15 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Ragnhildur;

Landsreglari læðist með veggjum enn sem komið er, en fingraförin leyna sér ekki.  

Bjarni Jónsson, 15.7.2020 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband