13.8.2020 | 14:09
Veiran verður á meðal vor
Sigríður Á. Andersen, Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að mati höfundar þessa vefpistils verið rödd skynsaminnar í afstöðunni til aðgerða gegn veirunni og umtals um þróun farsóttarinnar. Hún varar við að "dramatísera" þróunina með orðum eins og "bakslagi". Það verður að halda starfsemi þjóðfélagsins sem eðlilegastri og þar með skólunum með þeim varúðarráðstöfunum, sem tiltækar eru á borð við andlitsgrímur og hanzka. Áherzlu ber að leggja á að verja viðkvæma hópa, sem sóttvarnaryfirvöld hafa rækilega upplýst um, hverjir eru.
Við verðum að lifa með þessari veiru, þangað til nægilega mikið af bóluefni berst til landsins til að skapa hjarðónæmi. Rússar hafa tilkynnt, að þeir hyggist hefja bólusetningu á framlínufólki sínu í baráttunni við COVID-19 í október 2020. Það mun létta þeim róðurinn, ef vel tekst. Enn er undir hælinn lagt, hvenær öruggt bóluefni kemur á markaðinn á Vesturlöndum. Enn hefur ekki tekizt að þróa bóluefni gegn HIV-veirunni eftir 20 ára rannsóknarvinnu, og sagt er, að SARS-CoV-2 svipi til HIV-veirunnar. Ekkert bóluefni er enn til gegn eldri gerðum kórónuveirunnar (flensuveiru).
Skimun á landamærum gegnir sjálfsagt vísindalegu hlutverki, en það, sem hún hefur skilað til smitvarna, er ekki í neinu samræmi við tilkostnaðinn. Í viku 32/2020, sem var fyrsta heila vikan í ágúst, höfðu frá 15.06.2020 greinzt 32 virk smit í meira en 75´000 sýnum úr fólki að koma til Íslands. Sýktir innkomandi ferðamenn, að heimamönnum meðtöldum, námu þannig um 0,04 % af þýðinu, sem er lægra hlutfall en nemur hlutfalli COVID-19-sýktra í íslenzka þjóðfélaginu samkvæmt nálgunarmælingum Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE. Hlutfallið þar á milli er marktækt eða 2,5. Þar á ofan verður að taka tillit til smithættunnar. Talið er, að hver smitaður íbúi í landinu smiti að jafnaði 2,5 aðra, en erlendir ferðamenn eru mun minna smitandi, af því að þeir eru í nánum samskiptum við miklu færri hérlendis. Þetta smitnæmi gæti vefpistilshöfundur ímyndað sér, að væri undir 1,0. Takmarka mætti fjölda ferðamanna hingað með kröfu um nýgengisstuðul í landi þeirra undir 100, þegar þeir bóka ferð. Að þessu öllu virtu, geta erlendir ferðamenn ekki haft nein úrslitaáhrif á gengi veirunnar hér. Þegar sóttvarnarráðstafanir eru gerðar í landinu, einkum á landamærunum, verður að taka tillit til staðreynda, sem nú eru fyrir hendi um þennan nýlega vágest, í stað þess að ofvernda íbúa landsins með öllum þeim kostnaði og tekjutapi, sem slíkt leiðir af sér.
Skimun á landamærum orkar tvímælis m.v. hversu lágt hlutfall ferðamanna greinist smitaður. Ef kostnaður við hverja skimun er kISK 15, þá nemur kostnaðurinn við að finna hvern sýktan ferðamann MISK 40 eða kUSD 300. Þetta er mun hærri upphæð en búast má við, að nemi kostnaðinum af að hleypa hinum sýkta inn í landið. Fækka mætti skimunum með því að einungis ferðamenn frá löndum með hátt nýgengi, t.d. 50-100, væru skyldaðir í skimun eða sóttkví. Þá mundi fólk frá t.d. Frakklandi (NG=57) og Spáni (NG=122) af Schengen-löndunum þurfa að fara í skimun m.v. stöðuna 1.-6. ágúst 2020.
Það er mjög æskilegt, að skólakerfið starfi sem mest óraskað. Þar af leiðandi ber að fagna tilslökun á fjarlægðarreglu fyrir framhaldsskólanemendur úr 2,0 m í 1,0. Hvers vegna ekki að minnka smithættuna þar með grímuskyldu, ef fjarlægð er minni en 2,0 m.
Sundlaugum og öðrum heilsueflandi stöðum, eins og þrekmiðstöðvum, ber að halda opnum fram í rauðan dauðann með nauðsynlegum fjöldatakmörkunum og grímunotkun, ef fjarlægð er undir 2,0 m. Fyrir utan almenna fjölatakmörkun ætti að setja hámarksfjölda á m2 á veitingastöðum, því að þar er grímunotkun óraunhæf. Hvers vegna ekki að leyfa starfsemi kvikmyndahúsa, leikhúsa og tónleikahaldara með 1,0 m reglu og grímuskyldu fyrir gesti, og tíðri innköllun hluta starfsfólks til skimunar ?
Í sunnudags Moggagrein sinni 9. ágúst 2020,
"Þetta veltur á okkur",
ritaði Þórdís Reykfjörð, ferðamálaráðherra, þetta m.a.:
"Bakslag reynir jafnvel enn meira á þrautseigju okkar og þolinmæði en þær hörðu aðgerðir, sem gripið var til [til] að kveða fyrstu bylgjuna niður. Samheldnin, sem ríkti á mestu ögurstundum í baráttunni og gleðin yfir sameiginlegum árangri víkur fyrir vonbrigðunum með bakslagið. Við sjáum í samfélaginu, að þetta veldur vanlíðan, óþoli og leit að sökudólgum."
Hér gerir ráðherrann mikið úr meintu bakslagi, sem er hugtak, sem Sigríður Andersen, Alþingismaður, telur óviðeigandi í þessu sambandi á þeim tíma, þegar ljóst er, að veiran verður ekki kveðin niður fyrr en hjarðónæmi hefur skapazt og að við verðum að búa við þessa veiru í samfélaginu. Eftir á séð virðast sóttvarnarráðstafnir við fyrstu bylgju hafa verið of strengar og íþyngjandi (dýrkeyptar), því að fyrsta bylgjan hjaðnaði svo hratt, að kom sóttvarnayfirvöldum á óvart.
Í næsta bút greinarinnar kemur skoðun ráðherrans á þessu raunverulega fram, og pistilhöfundur vill þar taka undir með Þórdísi:
"Þetta er skiljanlegt og þarf ekki að koma á óvart. En það þarf ekki heldur að koma á óvart, að þetta bakslag skyldi koma. Það hefur allan tímann verið talað á þeim nótum, að það væri líklegt. Það hefur verið sagt alveg skýrt, að við gætum þurft að læra að "lifa með veirunni" í töluvert langan tíma. Við þurfum að setja okkur andlega í þann gír. Öðru vísi komumst við ekki með góðu móti í gegnum þetta tímabil."
Síðasta málsgreinin er kjarni málsins, en hvað felst í "að lifa með veirunni". Í stuttu máli er átt við, að þjóðlífið geti að mestu gengið sinn vanagang að viðhöfðum lágmarks sóttvörnum. Í þessu gæti t.d. falizt að leyfa þéttsettna bekki á tónleikum og í kvikmyndahúsum (með 1 sæti á milli ótengdra), ef grímuskylda yrði virt.
Síðan tekur Þórdís tvo hagfræðinga til bæna, en þeir þykjast hafa fundið það út, að betur borgi sig fyrir þjóðfélagið að hindra ferðir innlendra og erlendra um landamæri Íslands. Þótt alls ekki megi vanmeta skaðleg heilsufarsáhrif þess vágests, sem allt þetta umstang snýst um, þá telur höfundur þessa vefpistils, að hagfræðingarnir hafi ekki hitt naglann á höfuðið við þessar vangaveltur sínar, enda er ekki vitað um neitt eyland, sem hefur lokað sig af vegna smithættu af SARS-CoV-2. Segja má, að lokunarstefnan og "að lifa með veirunni" sjónarmiðið takist á.
Þórdís skrifar:
"Tveir hagfræðingar, Þórólfur Matthíasson og Gylfi Zoëga, hafa nýlega kvatt sér hljóðs og lýst þeirri skoðun, að tilslakanir á landamærunum hafi verið misráðnar og gefa í skyn, að fjölgun smita núna undanfarið sé afleiðing þeirra ákvarðana. Það á ekki við rök að styðjast."
Það er rétt hjá Þórdísi, að hagfræðingarnir virðast fremur vera á tilfinninganótunum með þennan málflutning sinn. Það er ekki hægt að útiloka, að smit berist til landsins, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að útiloka landsmenn frá samskiptum við útlendinga. Þar með sitjum við uppi með innanlandssmit og enga ferðamenn, hvorki innkomandi né útfarandi. Innanlandssmit hefur um hríð verið greint í 0,1 % þýðisins. Sýnaþýðið á landamærunum er að 0,04% smitað, og eru Íslendingar þar á meðal innkomandi ferðamanna. Lítil smithætta af ferðamönnum veldur því, að sú tilgáta hagfræðinganna, að stöðvun ferðamennskunnar borgi sig fjárhagslega fyrir þjóðarbúið eða auki við lífsgæðin í landinu virðist vera og er sennilega alveg út í hött. Þessi tillaga þeirra, ef tillögu skyldi kalla, nýtur varla nokkurs fylgis, og íslenzk yfirvöld mundu ekki ríða feitum hesti frá fjarfundum, þar sem þau reyndu að útskýra, hvernig sú einangrunarniðurstaða hefði verið fengin, sérstaklega þar sem tillagan hefur alls ekki komið frá sóttvarnaryfirvöldum landsins.
Að lokum reit Þórdís, ferðamálaráðherra m.m.:
""Stjórnmálamaður gerist hagfræðingur" gæti nú einhver sagt. Já, ég leyfi mér að hafa áhyggjur af stöðu ríkissjóðs, efnahagslífsins, fyrirtækja og einstaklinga. Ég leyfi mér líka að benda á, að þótt það sé rétt hjá Gylfa, að atvinnuleysisbætur örvi eftirspurn, þá er það ekki sjálfbært.
Við þurfum núna á öllu okkar að halda. Öllum þeim tekjum, sem við getum aflað með ábyrgum hætti. Allri okkar sérfræðiþekkingu á sóttvörnum. Öllu því aðhaldi, sem við getum beitt í ríkisfjármálum, sérstaklega með nýsköpun í ríkisrekstri og snjöllum lausnum ásamt því að örva efnahagslífið, eins og kostur er. Allri okkar árvekni gagnvart vágestinum. Og allri okkar þrautseigju, þolinmæði og samtakamætti."
Það er vert að taka undir þetta með ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar. Rökrétt framhald af þessu er að hleypa ferðamönnum utan Schengen-svæðisins til Íslands með einni skimun á landamærunum, ef Nýgengisstuðullinn í landi þeirra eða brottfararlandinu er á bilinu 50-100, en hleypa fólki ekki inn, ef það hefur á undanförnu 14 daga tímabili dvalið í landi með nýgengisstuðul yfir 100.
Gylfi Zoëga settist niður við skriftir eftir lestur sunnudagspistils ráðherrans og úr varð grein, sem birt var í Morgunblaðinu 10. ágúst 2020 undir fyrirsögninni:
"Í tilefni af grein ráðherra".
Höfundi þessa vefpistils finnst holur hljómur í boðskap Gylfa, sem gæti stafað af því, að sterk rök skorti og að hann hafi ekki ígrundað málefnið nægilega vel. Það ber að fagna andstæðum sjónarmiðum, en smithættan, sem hann telur stafa af tiltölulega fáum ferðamönnum í haust og vetur er stórlega ofmetin. Gylfi vill pakka landinu inn í bómull, ofvernda þjóðina. Þetta er skrýtinn málflutningur hjá hagfræðingi og nefndarmanni í Peningastefnunefnd Seðlabankans:
"Stjórnvöld þurfa að ákveða, hversu mikið eigi að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu á næstu mánuðum með því að auðvelda ferðir um landamæri. En þá er einnig við því að búast, að Íslendingar ferðist meira til útlanda, sem dregur úr innlendri eftirspurn. Ferðir innlendra sem erlendra ferðamanna yfir landamæri auka hættuna á, að farsóttin komi til landsins aftur, eftir að núverandi bylgja er gengin niður. Það þarf ekki sóttvarnalækni til þess að skilja, að því meiri, sem hreyfanleiki fólks er, þ.e.a.s. því fleiri Íslendingar, sem ferðast til útlanda og því fleiri erlendir ferðamenn, sem hingað koma, þeim mun meiri hætta er á, að farsóttin berist til landsins."
Við þetta er ýmislegt að athuga. Eftir að þessi árstími er genginn í garð, eru litlar líkur á, að Íslendingar, sem vilja "lengja hjá sér sumarið" með sólarlandaferð, en komast ekki vegna smitsjúkdómshindrana yfirvalda, muni eyða meiru fé innanlands fyrir vikið. Ætli séu ekki meiri líkur á, að þeir auki sparnað sinn og hyggi gott til glóðarinnar, þegar lífið færist í eðlilegra horf ?
Að fara með almennar og óskilyrtar eða magnteknar staðhæfingar, eins og hagfræðingurinn gerir um samband "hreyfanleika ferðamanna" og smithættu innanlands er villandi og býður hættunni á röngum ályktunum lesandans heim. Þessi staðhæfing Gylfa er álíka nytsamleg, og ef pistilhöfundur tæki sig til og skrifaði blaðagrein um það, að hættan á, að ekið verði á bíl hans stóraukist við það að fara á honum út á vegina í stað þess að láta hann standa á hlaðinu.
Í lýðræðisþjóðfélagi ber stjórnvöldum að gæta meðalhófs við ákvarðanatöku, eins og Arnar Þór Jónsson, héraðsdómslögmaður, bendir á í mjög þarfri hugvekju í Morgunblaðinu 13. ágúst 2020, og huga um leið að beztu þekkingu í þessum efnum. Slíka ákvarðanatöku er t.d. hægt að reisa á því sjónarmiði, að öllum, sem hingað vilja koma í lögmætum tilgangi sé heimil för með skilyrðum, sem snúa að nýgengi COVID-19 í heimalandi þeirra eða þaðan, sem þeir koma. Nýgengisstuðullinn 20 reisir óskynsamlega háar skorður við frjálsri för. Talan NG=100 virðist réttlætanlegri, enda séu ferðamenn skimaðir, ef NG>50. Þar sem fólk búsett á Íslandi er mun meira smitandi en almennt ferðafólk, er eðlilegt að beita það strangari sóttvarnaákvæðum, t.d. tvöfaldri skimun og sóttkví á milli við komu til landsins. Með þessu móti væri gætt meðalhófs, en með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum er ekki gætt meðalhófs.
"Ef aukið flæði ferðamanna hefur í för með sér, að farsótt geisi innanlands, verður efnahagslegt tjón þjóðarbúsins margfalt meira en sá ávinningur, sem fjölgun ferðamanna hefði í för með sér. Hagkerfi margra Vesturlanda hefur orðið fyrir miklu áfalli í ár; ekki vegna þess, að ferðamönnum hefur fækkað, heldur af því, að fólk getur ekki mætt til vinnu og margvísleg viðskipti geta ekki átt sér stað. Ekki þarf að horfa mikið lengra en til Bretlands til þess að sjá slæmar efnahagslegar afleiðingar farsóttar og harkalegri sóttvarna en Íslendingar hafa hingað til kynnzt."
Hagfræðingurinn getur varla verið þekktur fyrir að senda frá sér slíkan texta. Hann getur ekki fullyrt, að efnahagstjónið af völdum geisandi farsóttar innanlands af völdum ferðamannafjölgunar verði margfalt á við ávinninginn af fjölgun ferðamanna. Hér er verið að mála skrattann á vegginn til að skapa andrúmsloft ótta, sem fær stjórnvöld til að hálfloka landinu, og efnahagslegar afleiðingar farsóttar eru algerlega háðar sóttvarnarviðbrögðunum. Þessi ráðgjöf er ekki upp á marga fiska.
Enn heggur Gylfi í sama knérunn:
"En þeir, sem taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, verða að hafa heildarhagsmuni skýra. Ekki má horfa framhjá þeim mikla efnahagslega skaða, sem verður, ef farsóttin herjar á samfélagið í vetur. Efnahagslegt tap af völdum farsóttar innanlands getur verið mikið, eins og sést í mörgum nálægum ríkjum."
Við verðum að lifa með veirunni, og óttinn er mjög slæmt vegarnesti í langferð. Miklu nær er að blása til gagnsóknar, reyna að auka tekjurnar á öllum sviðum, svo að stöðva megi skuldasöfnun, sem hefur verið mikil það, sem af er árinu, og efla mótvægisaðgerðir, sem gefizt hafa vel, á borð við skimun fyrir veirunni og smitrakningu með sóttkví, sem stytta má í 5 daga með skimun. Það má heita líklegt, að heimurinn þurfi að glíma við miklu hættulegri veiru en SARS-CoV-2 síðar, og þess vegna vert að þjálfa varnarviðbrögð og færa reynsluna inn í hönnun nýja spítalans við Hringbraut, sem verður að vera í stakk búinn til að fást við skæða veirufaraldra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Árið 2012 komu um 1.800 erlendir ferðamenn hingað til Íslands að meðaltali á degi hverjum og fjöldi erlendra ferðamanna hér á Klakanum núna í miðju kóvítinu sýnir að framtíð ferðaþjónustunnar hér er björt, þrátt fyrir daglegt svartagallsraus bæði mörlenskra einangrunarsinna og frjálshyggjumanna.
11.8.2020 (í fyrradag):
"Á landamærunum voru tekin sýni af rúmlega þrjú þúsund farþegum í gær og þá komu hingað til Íslands um 4.700 farþegar."
Þessir farþegar eru langflestir erlendir ferðamenn og að sjálfsögðu verður ekki hætt í fyrramálið að taka sýni hér á Klakanum af ferðamönnum sem koma til landsins.
Ferðaþjónustan er sá atvinnuvegur sem mörg undanfarin ár hefur skapað hér langmestu gjaldeyristekjurnar og langflestu störfin.
Og heimsbyggðin verður einfaldlega bólusett á næsta ári gegn Covid-19 og öllu gasprinu í mörlenskum einangrunarsinnum.
Þar að auki eru þeir langflestir orðnir svo gamlir að þeir eiga ekki langt eftir hvort eð er, hvort sem þeir eru lengst til hægri eða vinstri.
Og mörlenskir hagfræðingar eru greinilega sumir hverjir með jafn mikla veiru í kollinum og fyrir Hrunið hér á Klakanum haustið 2008.
Fáir Mörlendingar ferðast núna til útlanda, þeir sem búsettir eru hér á Klakanum eyða því ekki miklum erlendum gjaldeyri erlendis og miklu fleiri erlendir ferðamenn dvelja núna hér á Klakanum en Íslendingar erlendis.
Þar að auki eru flest aðföng og vörur sem seldar eru hérlendis fluttar inn frá útlöndum fyrir erlendan gjaldeyri en ekki mörlenskar krónur, sem eru ekki gjaldgengar erlendis, eins og til að mynda evran.
Og þessi erlendi gjaldeyrir hefur mörg undanfarin ár að mestu leyti komið frá ferðaþjónustunni hér á Klakanum, rétt eins og gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti.
Með því að banna fólki að ferðast hingað til Íslands vilja mörlensku einangrunarsinnarnir hins vegar eyða öllum gjaldeyrisforðanum sem fyrst, rétt eins og stríðsgróða Mörlendinga var eytt á skömmum tíma eftir seinni heimsstyrjöldina.
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:26
Undirritaður erfði nokkra skömmtunarseðla frá ömmu minni á Baldursgötunni og Gylfa Zoëga er velkomið að fá þá til hliðsjónar, því karlanginn vill greinilega verða skömmtunarstjóri mörlenska ríkisins.
"Í ágústlok 1947 var svo illa komið að [mörlensku] bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar.
Til að spara gjaldeyri greip Stefanía [mörlenska ríkisstjórnin] til þess ráðs að skammta ýmsar innfluttar nauðsynjavörur undir forystu sérstaks skömmtunarstjóra.
Matvæli, föt og byggingarvörur voru skammtaðar á þessum haftaárum.
Við þennan lista má bæta skófatnaði, kaffi, bensíni og hreinlætisvörum.
Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar.
Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar.
Skömmtunarseðlum var úthlutað en þeir dugðu ekki alltaf til, því oft kom fyrir að fólk fékk einfaldlega ekki þær vörur sem það vantaði.
Skömmtunarkerfið og vöruskorturinn olli þannig kurr meðal almennings sem hafði kynnst neysluævintýrum stríðsgróðans.
Til samanburðar má geta þess að á árunum 1945-1947 nærri því tvöfaldaðist bílaeign Reykvíkinga og innflutningur á ávöxtum jókst til muna.
Á sama tíma hófst verulegur innflutningur á heimilistækjum. Skömmtunarárin voru því mikil og þungbær umskipti fyrir almenning.
Sérstök nefnd var stofnuð til að ákveða hverjir fengju leyfi til að flytja eitthvað inn í landið.
Á haftaárunum mátti ekki byggja bílskúra, stéttir eða steyptar girðingar án leyfis hins svokallaða Fjárhagsráðs sem réði öllu um framkvæmdir í landinu."
Skömmtunarárin - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:28
11.8.2020 (í fyrradag):
Smit í 0,04% tilfella á landamærum Íslands
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:30
12.8.2020 (í gær):
Kanna hvort Covid-19 hafi borist til Nýja-Sjálands með frakt
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:31
21.7.2020:
"Fimm skipverjar dvelja nú í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg. Tveir þeirra eru með staðfest smit og hinir þrír í sóttkví vegna nálægðar við þá. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins.
Samkvæmt heimildum mbl.is eru skipverjarnir af [súráls]skipinu Seaboss, sem lagðist að bryggju við Grundartanga á miðvikudag eftir siglingu þangað frá Brasilíu."
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:32
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu og laun í ferðaþjónustunni hér eru hærri en í stóriðjunni.
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:34
Engeyjarættin, sem aldrei hefur haft vit á peningum, til að mynda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra, gapa nú mjög um stóraukinn kaupmátt Mörlendinga síðastliðin ár, sem fyrst og fremst stafar af stóraukinni ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Mörlenskir hægrimenn hafa hins vegar fundið ferðaþjónustu hér á Íslandi allt til foráttu, eins og mýmörg dæmi sanna, til að mynda hér á Moggablogginu allt frá árinu 2007.
Og hvernig var staðan hér á Klakanum í janúar 2009 þegar Björn Bjarnason hrökklaðist frá völdum sem ráðherra?!
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:37
Erlendar skuldir hér á Íslandi hafa að nú mestu leyti verið greiddar upp, fyrst og fremst af ferðaþjónustunni, og þaðan kemur einnig gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti.
Þorsteinn Briem, 12.7.2014:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.
Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna
16.6.2016:
"Ríkissjóður greiðir upp 62 milljarða skuldir. Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt að undanförnu og nema nú 230 milljörðum króna."
23.7.2016:
"Lækkun ríkisskulda undanfarin fjögur ár á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs sé enn nokkuð há í sögulegu samhengi.
Frá árinu 2011 hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um hartnær 500 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, eða úr 86,6% af vergri landsframleiðslu niður í 51%."
14.8.2018:
"Hlutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en árið 2013 var það 52%."
16.4.2020:
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna
5.7.2016:
Kaupmáttur hér á Íslandi hefur aukist um 30% frá árinu 2010
Gengi íslensku krónunnar hefur nú fallið um 19% gagnvart gengi evrunnar frá síðustu áramótum, fyrst og fremst vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn hafa dvalið hér á Íslandi á þessu ári en síðastliðin ár vegna Covid-19.
Verðbólgan hefur hins vegar ekki aukist mikið hér á Íslandi á þessu ári vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og vegna þess að þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur hafa nú getað tekið á sig gengislækkunina að miklu leyti vegna góðæris síðastliðinna ára.
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:43
Þorsteinn Briem 17.2.2015:
Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í tæp sjö ár.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi mörlensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því þeir voru flestir hér árin 2017 og 2018 þegar gengi krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þau ár dvöldust hér flestir erlendir ferðamenn.
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Hins vegar er að sjálfsögðu best að gengi þess gjaldmiðils sem við notum hér á Íslandi sé sem stöðugast en sveiflist ekki gríðarlega upp og niður gagnvart til að mynda evru, breska pundinu og Bandaríkjadal, eins og gengi mörlensku krónunnar hefur lengi gert og nær alltaf með tilheyrandi mikilli verðbólgu hér á Klakanum.
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 14:51
Þetta er vönduð umfjöllun hjá þér. Mig grunar að Gylfi og sumir aðrir hagfræðingar sem hafa skrifað um þetta geri fyrst og fremst þrjár villur. Í fyrsta lagi virðast þeir halda að ferðalög milli landa séu einungis í afþreyingarskyni. Þ.e.a.s. að einungis ferðaþjónustan verði fyrir áhrifum sé landinu lokað. Þetta er auðvitað víðsfjarri lagi. Fyrirtæki þurfa að geta sent fólk milli landa í margvíslegum tilgangi og ráðið fólk til starfa yfir landamæri, tugþúsundir stunda nám erlendis, svo eitthvað sé nefnt. Í öðru lagi hafa hagfræðingarnir vanmetið efnahagslegt vægi ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er í grunninn einkaneysla, og allt hagkerfið grundvallast á slíkri neyslu. Ef enginn neytir neins verður ekkert framleitt. Og ferðaþjónustan er afar stór þáttur í þessari neyslu hér, eða hefur verið það til skamms tíma. Í þriðja lagi virðist vægi smita erlendis frá stórlega ofmetið. Í fjórða lagi, en það má auðvitað ekki benda á, virðist spurningin um raunverulega hættu af þessari pest ekki einu sinni koma upp á borðið.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2020 kl. 15:21
Ég renndi augum yfir eitthvað af athugasemdaflóði Þorsteins Briem og sá þá, mér til ánægju, minnst á skömmtunarseðlana hennar ömmu hans, blessaðrar.
Vöknuðu þá upp hjá mér ljúfar æskuminningar, kannski er þetta "Stofnauki númer 13". Þessir skömmtunarseðlar eru mikið dýrmæti.
Hörður Þormar, 13.8.2020 kl. 18:07
Þakka umfjöllunina hjá þér Bjarni Jónsson. Ég set hana í sarpinn til að melta hana þar. Getum við ekki einfaldað málið? Við höfum HCQ Hydroxychloroquine og svo Budesonide sem er andað að sér.
HCQ Hydroxychloroquine, Kostar 5 cent pillan, ( 6,8) 7 kr, 100 pillur 700 krónur.
Öll, ?, stjórnsýslan, elítan tekur pilluna, Indverjar hafa selt 85 milljónir skammta.
Indverjar ætla að gefa öllum íbúum kost á að fá HCQ Hydroxychloroquine pilluna.
HCQ Hydroxychloroquine pillan, kemur í veg fyrir að þú fáir veikina.
HCQ Hydroxychloroquine pilluna, læknar veikina.
Demókrataþingmaðurinn, sem var með veikina, heyrði Trump segja frá HCQ Hydroxychloroquine lyfinu, og bað læknana um að gefa sér lyfið, sem hann svo fékk.
Hann sagði að batinn hefði byrjað eftir þrjá klukkutíma.
Við gefum komufarþegum kost á að fá lyfið, eða þá skimun og allt sem því tilheyrir.
Komufarþeginn getur þá fengið viku eða mánaðar skammt af lyfinu, HCQ Hydroxychloroquine ásamt góðum leiðbeiningum.
Þarna höfum við bæði bólusetningu og lækningu.
Er þetta eitthvert vandamál, ef svo er viltu þá skýra það fyrir okkur?
Við vitum allir að forseti Bandaríkjana ræður til sín færustu sérfræðinga, og kemur svo með sínar ráðleggingar frá þeim, og ráðleggur að nota HCQ Hydroxychloroquine lyfið.
Stórfyrirtækin, og bakstjórnin fyrir þeirra hönd, það er stór hluti að stjórnsýslunni, vill selja nýtt bóluefni á 1000 földu verði, eftir kosningar en koma á ringulreið fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum þann 3. Nóvenber.
Egilsstaðir, 14.08.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.8.2020 kl. 10:10
Budesonide, lyfinu er andað að sér.
Ég setti grein læknisins á bloggið hjá mér.
En, andað að sér, ilmur, ilmurinn, hugsum.
Tökum eftir tómatplöntunni og öllum ilmplöntunum.
Á tómatplöntunum er allt fullt af einhverskonar hárumm og ef við snertum hárin, þá sprautar plantan ilmvökva á fingurinn og hrekur burtu eða eyðir þeim sem vilja skaða plöntuna.
Ilmurinn getur haft jákvæð áhrif á býflugur sem hugsamlega frjóga plöntuna.
Setja nokkrar ilmplöntur í húsin, einhverjar gætu haft eiðingar áhrif á vírusinn.
Salatblað eiðir ormun úr meltingarvegi, sagði sjáandinn, Edward Case
Bryðja negulnagla, eða malaðann, hýði utan af fræjum og ávöxtum virka eins.
Ef þú drekkur birki te, eða lætur knorr súputening í könnu, og hellir heitu vatni á, þá virðist bólgan í (líffærum) blöðruhálskyrtlinum minnka og þá getur þú frekar pissað,
Auðvitað á að rannsaka þessi áhrif.
Nú er allt svona falið og kallað skottulækningar.
Egilsstaðir, 14.08.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 14.8.2020 kl. 10:52
Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg fyrir efnahag og farsæld landsmanna eins og Þorsteinn bendir á. Ferðamenn halda uppi heilum sveitarfélögum. Bjarni, Þú segir að kostnaðurinn við að finna hvern sýktan ferðamann nemi 40 milljónum íslenskra króna og það sé líklega mun meiri kostnaður en af því að hleypa sýktum ferðamanni inn í landið. EF einhver deyr vegna þess að sýkti ferðamaðurinn smitar einhvern er þá líf hins sem smitast þar með minna en 40 milljón kr. virði? Hér erum við að verðleggja mannslíf. Það er svo sem ekkert nýtt því mannslíf eru svo sem verðlögð með því að ákvarða útgjöld til heilbrigðismála. Harkalegar sóttvarnaraðgerðir (t.d. innilokun) hafa einnig fórnarkostnað, bæði heilsufarslegan (mannslíf) og efnahagslegan, -jafnvel stjórnarfarslega áhættu v. alræðistilburða. En þetta EF er frekar ólíklegt þar sem ferðamenn eru mun ólíklegri til að smita en innlendir og dánartíðni mjög lág vegna þessarar veiru. Hvað hafa margir dáið á Islandi vegna hennar? Ég man bara ekki eftir því að hafa lesið um það neins staðar. Á hvaða aldri voru þeir? Það er kannski leyndó. Það þarf meiri opinbera umfjöllun um kostnað og ábata í þessum málum, minni upphópanir og áróður. Bjarni þú mátt alveg stytta bloggfærslur þínar um helming. Þeir eru fáir sem nenna að lesa langar færslur.
Guðjón Bragi Benediktsson, 14.8.2020 kl. 11:09
Samkvæmt fjölmiðlum og opinberu vefsíðunni Covid.is eru 1993 staðfest smit og 7 hafa dáið, þar af 6 íslendingar. Þannig að sirca 3 af hverjum 1000 sem hafa veikst hafa látist. Hinir látnu íslendingar voru á áttræðis, níræðis og tíræðisaldri, utan einn sem var tæplega sjötugur. Búast má við að hlutfall látinna sé lægra þar sem hlutfall þeirra sem greinast er lægra en þeirra sem fá veiruna í sig. Spurja má hversu margir á þessum aldri deyja í árlegum flensufaraldri? Er sú tölfræði aðgengileg?
Guðjón Bragi Benediktsson, 14.8.2020 kl. 11:45
Það eru reyndar 10 látnir held ég. Smitin eru hins vegar ekki 1993 því samkvæmt rannsókn ÍE í vor var niðurstaðan að um 1% þjóðarinnar hefðu smitast. Það eru miklu áreiðanlegri gögn en það sem finnst með skimunum. Smitin eru því um 3.600 og líklega eitthvað fleiri núna. 2,5 af hverjum þúsund hafa því látist, að hámarki.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.8.2020 kl. 14:51
Sæll, Þorsteinn Siglaugsson:
Þakka þér áhugavert innlegg. Allt er þar (10) rétt athugað, tel ég. Samkvæmt opinberum gögnum eru 10 látnir á Íslandi af völdum umræddrar veiru (þar af einn erlendur ferðamaður, ef ég fer rétt með). Ef við gefum okkur, að 4000 manns hafi sýkzt af veirunni hérlendis, er dánarhlutfall sýktra hérlendis 0,25 %. Þetta er eitthvert lægsta hlutfall, sem þekkist í þessum heimsfaraldri og er svipað og í inflúensufaröldrum. Þetta held ég, að þú eigir við með 4. villu hagfræðinganna. Viðbrögðin við þessari veiru eru yfirdrifin. Yfirvöld hérlendis eru að skjóta hátt yfir markið. Sumir útlendingar segja við tilefni, eins og þetta, að verið sé að skjóta spörfugl með kanónu. Móðursýki ræður för, en ekki hlutlægt mat.
Bjarni Jónsson, 14.8.2020 kl. 17:27
Sæll, Guðjón Bragi:
Sé kostnaðinum af skimun og greiningu vegna COVID-19 á landamærunum jafnað niður á fjölda sýktra, sem fundizt hafa, fást að lágmarki 40 MISK/sjúkling. Mér finnst of miklu til kostað, en nú á víst að fara að gefa í. Enginn heldur því fram, að líf COVID-sjúklinga sé þar með metið á MISK 40. Þú sést bezt af því, að það eru aðeins 0,025 % líkur á, að þessi sjúklingur deyi, sem eru lítið eitt meiri dánarlíkur en fyrir flensusjúkling. Það er nær lagi að draga þá ályktun, að stjórnvöld meti líf COVID-19 sjúklingsins á MISK 40/0,00025=mrdISK 160, sem er út úr korti og sýnir fáránleikann. Þetta er hins vegar röng nálgun viðfangsefnisins.
Bjarni Jónsson, 14.8.2020 kl. 17:42
160 milljarðar. Þetta hljóta að vera ákaflega verðmætir sjúklingar. Spurning hvort ekki sé þá rétt að beita sömu aðferðafræði á flensusjúklinga og setja á útgöngubann til frambúðar svo enginn fái framar flensu.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.8.2020 kl. 19:28
Kommuvilla í 18: á að vera 0,25 % og mrdISK 16.
Bjarni Jónsson, 15.8.2020 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.