Vinnumálalöggjöfin er barn síns tíma

Furđulegar uppákomur í verkalýđshreyfingunni hafa dregiđ athyglina ađ rotnun hennar.  Úrelt löggjöf um vinnumarkađinn, sem ađ uppistöđu til er frá krepputíma 4. áratugar 20. aldarinnar, á sinn ţátt í ţessari hrörnun.  Hluti ţessarar löggjafar, eins og sá, er varđar raunverulega ađildarskyldu ađ stéttarfélagi, er gjörsamlega út úr kú, ţegar hann er borinn saman viđ mannréttindaákvćđi samtímans og löggjöf annarra vestrćnna landa um sama efni.  Steingervingsháttur vinstri flokkanna hefur hindrađ umbćtur á ţessu sviđi, og vitnar hann um afturhaldseđli ţessara stjórnmálaflokka og hrćsni, ţví ađ ţeir mega vart vatni halda í hverri viku yfir meintum mannréttindabrotum einhvers stađar í heiminum, einkum hérlendis gagnvart hćlisleitendum. 

 Nú reyna nokkrir ţingmenn Sjálfstćđisflokksins ađ rjúfa stöđnunina á ţessu sviđi, og er ţađ löngu tímabćrt, en ţeir hafa fengiđ skít og skömm fyrir frá miđstjórn Alţýđusambands Íslands (ASÍ).  Hvađ skyldi bankadrottningin, sem nú hefur tekiđ viđ formennsku í  "Jafnađarflokkinum", hafa um ţessa nútímavćđingu hluta af íslenzkri vinnulöggjöf ađ segja ?  Hćtt er viđ, ađ ţar á bć hafi bara orđiđ umbúđaskipti fyrir ímyndina, og ađ ţar sé enn á ferđinni gamalt vín á nýjum belgjum.

Í 2. grein lagafrumvarps sjálfstćđisţingmannanna segir:

"Launamenn og vinnuveitendur skulu hafa rétt til ţess ađ stofna og ganga í ţau stéttarfélög, sem ţeir kjósa, og eru einungis háđir reglum hlutađeigandi félaga um inngöngu í ţađ.

Óheimilt er ađ draga félagsgjald af launamanni eđa skrá hann sem félagsmann í stéttarfélag, nema međ skýru og ótvírćđu samţykki hans.  Óheimilt er ađ skylda mann til ađ ganga í tiltekiđ stéttarfélag."

Ţetta, sem virđist sjálfsagt og eđlilegt á 21. öldinni, líta verkalýđsforingjar á sem ađför ađ frelsi sínu til ađ ráđskast međ alla á sínu fagsviđi og svćđi.  Ţarna er sem sagt stungiđ á kýli verkalýđshreyfingarinnar, sem verđur ađ fá ađ vessa úr, ef ţessi hreyfing á ađ eiga sér viđreisnar von í samtímanum.  Ţegar formađur Starfsgreinasambandsins sér sig knúinn til ađ biđja umbjóđendur sína afsökunar á ţví í beinni útsendingu sjónvarps, hvađ sé ađ gerast á Alţýđusambandsţingi, ţegar ţar fór allt í háaloft í haust, er ljóst, ađ ASÍ hefur rotnađ innan frá vegna einokunar verkalýđsfélaganna á vinnumarkađinum í skjóli löggjafarinnar, sem sjálfstćđismenn vilja nú hleypa hleypa nútímanum ađ.

Til ţess enn frekar ađ herđa á rétti launamanna til félagafrelsis á vinnumarkađi stendur ţetta í 3. grein frumvarps sjálfstćđismannanna:

"Vinnuveitanda er óheimilt ađ synja ađ synja umsćkjanda um laust starf eđa segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsađildar hans.

Vinnuveitanda er óheimilt ađ synja umsćkjanda um laust starf eđa segja launamanni upp starfi á ţeim grundvelli, ađ hann standi utan félags eđa félaga."

Ţarna er lögđ rík áherzla á, ađ ţađ séu mannréttindi launamanns ađ ákveđa sjálfur án afskipta atvinnurekandans, hvort hann gangi í stéttarfélag eđa ekki.  Ţetta er í takti viđ tíđarandann um einstaklingsfrelsi á Vesturlöndum, og allt annađ er arfleifđ kommúnisma eđa ţjóđernisjafnađarstefnu, sem tröllriđu húsum í Evrópu og víđar á ţeim tíma, ţegar grunnurinn ađ núgildandi vinnulöggjöf var mótađur.  Ađ hanga á ţessum forréttindum stéttarfélaga um forgangsrétt stéttarfélagsfélaga ađ vinnu ber dauđann í sér fyrir vinnumarkađinn, sérstaklega stéttarfélögin, ţar sem félagsáhuginn er lítill sem enginn, og hvatinn til ađ gćta langtímahagsmuna félagsmanna er hverfandi vegna einokunarađstöđu verkalýđsfélaganna.  Ţess vegna komast valdagráđugir slagorđakjánar til valda í verkalýđsfélögunum, oft á tíđum raunveruleikafirrt fólk međ sáralítinn eđa engan skilning á gangverki efnahagslífsins, fólk, sem afneitar efnahagslegum og fjárhagslegum stađreyndum, en setur í stađinn fram heimskulegar kenningar og gagnrýni á Seđlabankann, sem ná engri átt og ţjóna engan veginn hagsmunum umbjóđenda ţeirra, launţeganna. 

Morgunblađiđ fjallađi um ţetta mál í forystugrein 28.10.2022 undir fyrirsögninni:

 "Félagafrelsi".

Ţar var getiđ um taugaveiklunarkennd viđbrögđ fyrsta miđstjórnarfundar ASÍ eftir ađ ţing ţess splundrađist af ástćđum, sem nokkra vinnustađasálfrćđinga ţarf til ađ greina, en ţeir munu áreiđanlega ekki ráđa bót á vandanum, ţví ađ hann liggur í ţví heiftarlega ófrelsi, sem ríkir á vinnumarkađinum og snertir raunverulega skylduađild ađ verkalýđsfélögum.  Hún drepur niđur áhugann innan félaganna og greiđir leiđ furđufugla til valda ţar:

"Í gćr gerđist ţađ t.a.m., ađ miđstjórn Alţýđusambands Íslands samţykkti sérstaka ályktun um fyrrgreint frumvarp og lýsti ţar yfir "mikilli furđu á framkomnu frumvarpi ţingmanna Sjálfstćđisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkađi".  Í ályktuninni segir, ađ verkalýđshreyfingin hafi "engan hug á ađ láta sérvizku jađarhóps stjórnmálamanna hafa áhrif á ţá kjarnastarfsemi sína" ađ vinna ađ bćttum kjörum launafólks."

Ţessi ályktun miđstjórnarinnar er alveg eins og út úr kú.  Hún er ţóttafull einkunnargjöf til hóps ţingmanna, sem enginn, nema afneitarar stađreynda í hópi furđufugla verkalýđshreyfingarinnar, hefur komiđ til hugar ađ kalla jađarhóp.  Margur heldur mig sig, enda er vćgt til orđa tekiđ, ađ svartagallsrausarar miđstjórnarinnar séu jađarhópur á Íslandi samtímans. 

Síđar stóđ í téđri forystugrein:

"Ţetta er raunar ekki meiri sérvizka en svo, ađ nánast öll vestrćn ríki hafa bannađ forgangsréttarákvćđi kjarasamninga, enda ganga ţau gegn hugmyndum um raunverulegt félagafrelsi.  Eins og Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmađur frumvarpsins, benti á í framsögurćđu sinni á ţingi, er markmiđiđ međ frumvarpinu ađ tryggja, ađ íslenzkt launafólk búi viđ sömu réttindi og launafólk í nágrannalöndunum. Frumvarpiđ er "ekki róttćkara en ţađ", eins og hann benti á, og bćtti viđ:"Viđ erum ađ tryggja íslenzku launafólki sömu réttindi og launafólk hefur í Danmörku, Noregi, Svíţjóđ og öđrum ţeim löndum, sem viđ viljum gjarnan bera okkur saman viđ".  

Heiftarleg viđbrögđ Alţýđusambands Íslands eru mikiđ umhugsunarefni og eru enn ein vísbendingin um, ađ stéttarfélögin eru úr tengslum viđ félagsmenn sína. Ţetta kemur fram í sérhverjum kosningum um forystu í ţessum félögum, ţar sem ţátttaka er jafnan sáralítil, og ţetta kemur fram í baráttu ţessarar forystu, sem iđulega gengur ţvert gegn hagsmunum félagsmannanna." 

Verkalýđshreyfingin er helsjúk, eins og uppnám út af engu á ASÍ-ţinginu í haust sýndi, en ţar gerđu nokkrar prímadonnur ţingiđ óstarfhćft.  Ţessi sýki eđa úrkynjun stafar af einokunarstöđu verkalýđsfélaganna á vinnumarkađinum, sem flutningsmenn téđs frumvarps á Alţingi vilja afnema og fćra ţar međ ţennan hluta vinnulöggjafarinnar til nútímahorfs.  Fróđlegt verđur ađ sjá afstöđu Viđreisnar, sem aldrei lćtur af skjalli sínu á Evrópusambandinu (ESB), en frumvarp sjálfstćđismannanna er í samrćmi viđ stefnu ESB og ađildarlandanna í ţessum efnum.  Ţá verđur athyglisvert ađ virđa fyrir sér bankadrottninguna, sem nú hefur setzt í hásćti Samfylkingarinnar-Jafnađarflokks og vill afla sér ímyndar ferskra, nútímalegra strauma í stjórnmálunum.  Er ţađ bara í nösunum á henni ? Verđur hún ígildi Tonys Blair, formanns brezka Verkamannaflokksins, fyrir misheppnađa Samfylkingu ?  Ţá ţarf hún á talsverđu hugrekki ađ halda.  Hefur hún ţađ ? 

 

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Bjarni.  Atvinnurekendur geta alltaf gert betur viđ starfsfólk en kjarasamningar segja til um. En ţađ er sennilega ekki ţađ sem vakir ţeim sem vilja brjóta upp verkalýđsfélögin.

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.11.2022 kl. 08:20

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Tryggvi: ţessi alhćfing er ţér ekki sćmandi.  Gallinn viđ ţessi "stóru samflot" er einmitt, hversu ósveigjanleg ţau eru, og ýmis fyrirtćki ráđa engan veginn viđ ţćr launahćkkanir, sem ţeim er gert ađ standa skil á.  Ţá er óviđeigandi af ţér ađ gera höfundum tillögunnar upp illan hug til verkalýđshreyfingarinnar.  Tillaga ţeirra mun hleypa nýju lífi í verkalýđshreyfingu, sem er ađ veslast upp úr innanmeinum.  Ţau hafa sýkt hana vegna ţeirra forréttinda, sem hún býr viđ og margrakin hafa veriđ. 

Bjarni Jónsson, 22.11.2022 kl. 11:18

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

  Ađ ćtla ađ reyna ađ brjóta niđur verkalýđshreyfinguna kallar bara á stríđ. Skiptir engu hvađ er mér sćmandi eđa ekki.  Endurtek: ţađ má alltaf gera betur viđ fólk en kjarasamningar segja til um.  Ţađ ţarf engin ný lög.

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.11.2022 kl. 23:58

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ađ vilja fćra löggjöf um verkalýđshreyfinguna til nútímahorfs og í átt til ţess, sem tíđkast á hinum Norđurlöndunum og víđar, er ekki jafngildi ţess ađ ćtla ađ brjóta niđur verkalýđshreyfinguna.  Ef hún er svona brothćtt, ţá er hún ekki ţess virđi ađ varđveita hana í núverandi mynd. 

Bjarni Jónsson, 23.11.2022 kl. 11:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband