Skammarstrikiđ

Menningar- og viđskiptaráđherra er í meira lagi yfirlýsingaglöđ, en svo mikiđ vantar upp á efndir og eftirfylgni, ađ tala má um verkleysi. Dćmi um ţetta er fjölmiđlaheimurinn hérlendi, sem er í úlfakreppu ríkisafskipta og mjög óheilbrigđrar og ósanngjarnrar  samkeppni.  Lilja D. Alfređsdóttir lýsti ţví yfir fyrir um ári, ađ hún ćtlađi ađ laga ţá skökku stöđu, sem ţarna ríkir, međ ţví ađ láta skattleggja íslenzkar auglýsingar í erlendum miđlum, ađallega í netheimum, og ađ draga úr auglýsingum á RÚV o.h.f., "útvarpi allra landsmanna", sem í raun virkar eins og útvarp allra vinstri manna og afćta.

Ekkert af ţessu hefur gerzt, erlendu miđlarnir hafa nú sogađ til sín helming auglýsingamarkađarins í ISK taliđ og umsvif RÚV á ţessum markađi aukast stöđugt.  Velta ţessa ríkisfjölmiđils er talin munu nema mrdISK 8 í ár, sem er auđvitađ vábođi, ţótt varaformađur Framsóknarflokksins láti enn duga ađ tala út og suđur.  Jafna verđur ţegar í stađ skattheimtuna af öllum fjölmiđlunum, draga RÚV út af auglýsingamarkađi og draga úr umsvifum ţess.  Ein rás af hverju tagi er meira en nóg fyrir ţennan ríkisrekstur, sem er ađ verđa eins og svarthol fyrir ríkissjóđ. 

Staksteinar Morgunblađsins á ţrettándanum 2023 fjölluđu um fjölmiđlahneyksli, sem sem vinstri fjölmiđlarnir hafa reynt ađ ţegja í hel.  Svo virđist sem starfsmenn RÚV-fréttastofu, sem kalla sig "rannsóknarblađamenn" ţar, hafi veriđ hafđir ađ ginningarfíflum í Namibíu í Afríku, ţar sem yfirvöld rannsaka alvarlegt spillingarmál. Fórnarlamb fréttamanna í ţessu máli varđ útgerđarfélagiđ Samherji. 

Ţetta félag sćtir engri ákćru ţar í landi, og ţess vegna lítur út fyrir, ađ óprúttnir menn ţar hafi látiđ líta svo út í augum grobbinna íslenzkra "rannsóknarblađamanna", ađ íslenzka útgerđarfélagiđ hefđi hlunnfariđ alţýđufólk í Namibíu.  Ţessi mynd var dregin upp fyrir áhorfendum Kveiks og lesendum fylgitunglanna, sem frá greinir í téđum Staksteinum:

"Björn Bjarnason skrifar um Fishrot-hneyksliđ í Namibíu, sem náđ hefur hingađ og fengiđ nafniđ Samherjamáliđ. "Yfir lykilblađamönnum Stundarinnar og Kjarnans hvílir sameiginlegur skuggi lögreglurannsóknar, einn angi Samherjamálsins svo nefnda.  Ţađ má rekja til umfjöllunar í ţćttinum Kveik í ríkissjónvarpinu 12. nóvember 2019.  Skuggi rannsóknarinnar nćr ţví einnig inn á fréttastofu ríkisútvarpsins", skrifar Björn." 

Ţessi skuggi lögreglunnar á Norđurlandi eystra stafar líklega af meintum stuldi gagna úr farsíma skipstjóra nokkurs hjá Samherja.  Augljóslega er ţar um alvarlegt mál ađ rćđa, ţótt upphlaupsmiđlar hafi ekki gert sér mikinn mat úr ţví, enda nćrri ţeim höggviđ.  Ţarna kom fréttastofa RÚV einnig viđ sögu, en vonandi verđa allir viđkomandi blađamenn hreinsađir af sök í ţessu máli, ţví ađ sönnuđ sök vćri til vitnis um alvarlegan dómgreindarskort. 

"Ţá bendir hann á, ađ Samherji hafi greitt fyrir veiđirétt undan strönd Namibíu, en svo hafi komiđ í ljós, ađ 10 stjórnmálamenn, athafnamenn og lögfrćđingar ţar í landi, hafi veriđ sakađir um mútur og [ađra] spillingu.  Enginn Samherjamađur sćti ţó ákćru vegna málsins, sem er umhugsunarvert í ljósi látanna, sem hér urđu."  

Nokkrir íslenzkir blađamenn voru í einhvers konar krossferđ gegn Samherja og töldu sig hafa komizt í feitt og dylgjuđu ótćpilega um refsiverđa háttsemi  útgerđarfélagsins ţar niđri í Afríku.  Ţađ er međ ólíkindum m.v. ţađ, sem á undan er gengiđ, ađ hvorki er fram komin ákćra í Namibíu né á Íslandi á hendur téđu útgerđarfélagi eđa starfsmönnum ţess.  Sú stađreynd vitnar um ótrúlegt dómgreindarleysi Kveiksfólks, sem ađ ţessari ţáttagerđ kom, og óvönduđ vinnubrögđ.  Ganga ţau nú međ veggjum ?

  Tilbúningurinn og vitleysan var á kostnađ íslenzkra skattborgara, sem minnast ţess ađ hafa séđ Helga Seljan heldur gleiđfćttan spígspora sem Sherlock Holmes í Namibíu, og norskum banka var flćkt í máliđ.  Hvernig fór sú rannsókn ?

"Og Björn bendir á frétt Morgunblađsins í gćr um, ađ yfirlögfrćđingur Samherja "hafi leitađ til hérađsdóms til ađ fá rannsókn á hendur sér dćmda ógilda, og ađ hún verđi felld niđur".  Lögfrćđingurinn hafi haft réttarstöđu sakbornings í 3 ár."

Ţetta er dćmi um ótćk vinnubrögđ réttarkerfisins, sem ekki geta orđiđ lögum og rétti í ţessu landi til framdráttar.  Skörin er ţó tekin ađ fćrast upp í bekkinn, ţegar í ljós kemur, ađ ekki er einvörđungu um óhćfni ađ rćđa, heldur er bullandi vanhćfi á ferđinni í ţessari rannsókn:

"Svo vill til, ađ saksóknarinn íslenzki er bróđir blađamanns Stundarinnar, sem fjallađ hefur um ţetta mál.  Björn segir óskiljanlegt, hve lengi saksóknarinn sitji yfir málinu án ţess, ađ nokkuđ gerist.  "Er hann örmagna andspćnis ţví, eđa er ţađ tilefnislaust ?", spyr Björn."

Ţađ er víđar spilling en í Namibíu, en ţađ er ekki sama Jón og séra Jón, allra sízt í vinstri pressunni.  Er ekki löngu tímabćrt, ađ "Reichsanwahlt", ríkissaksóknari leysi téđan saksóknara frá málinu ?

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Heill og sćll.

Ţetta mál er eitt ríkishneyksli og amlóđaháttur ráđherra sem fer međ ţessi mál er alger. Breytir ţá engu hvort um handahaf allra hlutabréfa í ţessu félagi um rćđir er turdildúfunnar.

Sindri Karl Sigurđsson, 30.1.2023 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband