Í tilefni landvinningastríđs í Evrópu í meira en eitt ár nú

Ţann 24. febrúar 2022 réđist rússneski herinn inn í Ukraínu úr 3 höfuđáttum, úr norđri, austri og suđri, svo ađ augljóslega var ćtlun Kremlar ađ ná Kćnugarđi á sitt vald og ađ leggja alla Úkraínu undir sig.  Úr norđri og norđ-austri var stefnt á Kćnugarđ, enda er hér um nýlendustríđ ađ rćđa.  Ţví voru Úkraínumenn óviđbúnir, en samt tókst úkraínska hernum ađ stöđva Rússana í útjađri Kćnugarđs, og minnast menn um 80 km langrar rađar vígtóla, ađallega bryndreka, sem stöđvađist á leiđ til Kćnugarđs fyrir tilverknađ skriđdrekabana Úkraínumanna og skorts Rússahers á vistum, ţ.m.t. á eldsneyti. Grátbrosleg sýningarţörf á ógnarmćtti, sem fór fyrir lítiđ.  Hiđ gegnmorkna Rússaveldi kemst ekki upp úr spillingarfeninu, og setur ţess vegna upp Pótemkíntjöld, rétt einu sinni.

Innrás Rússa var tilefnislaus og óréttlćtanleg međ öllu.  Kremlverjar hafa međ ţessum gjörningi orđiđ sér ćvarandi til háđungar.  Rússar hafa upp skoriđ hatur og fyrirlitningu allrar úkraínsku ţjóđarinnar, einnig í austurhéruđunum, og á međal allra slavnesku ţjóđanna í Evrópu.  Ţeir hafa sýnt af sér grafalvarlega siđferđisbresti međ ţví ađ taka upp á ţví ađ ganga í skrokk á varnarlausum borgurum Úkraínu, ţegar sókn ţeirra inn í landiđ mćtti harđri mótspyrnu og her ţeirra var stöđvađur og hrakinn til baka úr hverju hérađinu á fćtur öđru.  Framganga hersins og léleg frammistađa á vígvöllunum, ţótt ekki vanti vígtólin og fjöldann í eikennisbúningum, sćtir furđu og sýnir, ađ Kremlverjar hafa gortađ af herstyrk, sem er ekki fyrir hendi.  Sennilega var svipađ uppi á teninginum á dögum Ráđstjórnarinnar.  Ţađ, sem varđ henni til bjargar 1941-1943 var harđur vetur og gríđarlegur hergagnaflutningur frá Bandaríkjunum.  

Trúđurinn Medvedev, varaformađur öryggisráđs Rússlands og fyrrverandi forseti og forsćtisráđherra, er enn međ furđulegar ógnanir gagnvart fyrrum leppríkjum Ráđstjórnarríkjanna.  Nýleg furđuyfirlýsing var á ţá leiđ, ađ til ađ skapa friđ í Úkraínu ţyrfti ađ ýta pólsku landamćrunum til vesturs.  Hann horfđi fram hjá ţeirri stađreynd, ađ pólski herinn er nú sá öflugasti í Evrópu, og rússneski herinn mundi ekki hafa rođ viđ honum, ef ţeim lysti saman.  Pólland ţyrfti enga ađstođ NATO til ađ ganga frá fúnum og gjörspilltum rússneskum her, sem Úkraínumenn eru nú ţegar búnir ađ draga vígtennurnar úr um tíma.

 

 Ţann 24. febrúar 2023 birtist frábćr grein í Morgunblađinu eftir Mateusz Morawiecki, forsćtisráđherra Póllands.  Var hún eins og hvítt og svart í samanburđi viđ viđbjóđslegan lygaţvćtting, sem birtist í Morgunblađinu 2 dögum fyrr og sendiherra Rússlands á Íslandi var skrifađur fyrir, en ţađ gćti veriđ lygi líka, ţví ađ um var ađ rćđa ömurlega sjúklega og veruleikafirrta ţvćlu, sem streymir frá Kreml.  Ţađ er öllu snúiđ á haus.  Ţessi samsuđa varđ Birni Bjarnasyni, fyrrverandi Alţingismanni og ráđherra, tilefni til ţess í vefpistli sínum ađ krefjast brottrekstrar ţessa handbendis hryđjuverkamanna Kremlar af landinu, sem verđa sóttir til saka fyrir stríđsglćpi í anda Nürnbergréttarhaldanna, ef/ţegar réttlćtiđ nćr fram ađ ganga austur ţar.   

Merk grein forsćtisráđherra Póllands hófst ţannig:

"Fyrir sléttu ári, 24. febrúar 2022, hófu rússnesk stjórnvöld stríđsrekstur sinn gegn Úkraínu og splundruđu ţar međ ţeirri skipan, sem komst á eftir kalda stríđiđ.  Örygginu og hagsćldinni, sem heilu kynslóđirnar í löndum Evrópu höfđu fengiđ áorkađ, var stefnt í mikla hćttu.  Rússar hafa hafiđ landvinningastríđ sitt međ ađeins eitt markmiđ í huga: ađ endurheimta áhrifasvćđi Sovétríkjanna fyrrverandi, hvađ sem ţađ kostar án nokkurs tillits til fórnarlambanna.  Viđ verđum ađ gera allt, sem í okkar valdi stendur til ađ binda enda á ţessa verstu heimspólitísku martröđ 21. aldarinnar."  

Stríđ eru upplýsandi um styrkleika og veikleika stríđsađila.  Fyrsta ár ţessa stríđs Rússa og Úkraínumanna hefur sýnt, ađ Rússland er hernađarlegur og siđferđilegur dvergur og ađ Úkraína er hernađarlegur og siđferđislegur risi.  Rússland hefur enga burđi til ađ brjóta undir sig ađra Slava eđa nágranna af öđrum uppruna og alls enga siđferđislega burđi til ađ leiđa ţá og stjórna ţeim.  Úkraínumenn hafa sameinazt um ađ berjast fyrir varđveizlu fullveldis síns og endurheimt alls lands, sem Rússar hafa međ dćmalausri frekju, siđleysi, grimmd og yfirgangi lagt undir sig síđan 2014. Ţessi "versta heimspólitíska martröđ 21. aldarinnar" endar ekki fyrr en Úkraínumenn hafa endurheimt allt landsvćđi sitt, svo ađ landamćrin frá 1991 verđi aftur virk, og gengiđ í NATO og Evrópusambandiđ.  Ţar međ hafa ţeir fengiđ verđskuldađa stöđu sem sjálfstćđ ţjóđ í samfélagi vestrćnna ríkja og eiga sér vonandi glćsta framtíđ sem traust lýđrćđis- og menningarţjóđ í auđugu landi af náttúrunnar hendi, en öll vopn snerust í höndum hins glćpsamlega árásargjarna einrćđisherra í Kreml, sem hóf tortímingarstríđ gegn sjálfstćđum nágranna og mun hljóta fyrir ţađ makleg málagjöld međ öllu sínu hyski. Ţađ er engin framtíđ til fyrir rússneska sambandslýđveldiđ í sinni núverandi mynd.  Ţađ hefur fyrirgert tilverurétti sínum og rotnađ innan frá.  Ţađ stendur nú á brauđfótum.  

"Hvernig er stađan núna ?  Viđ höfum orđiđ vitni ađ fáheyrđri grimmd Rússlands í 12 mánuđi. Mánuđirnir mörkuđust af reglulegum sprengjuárásum á skóla, sjúkrahús og byggingar óbreyttra borgara.  Ţeir mörkuđust ekki af fjölda daga, heldur af fjölda fórnarlamba.  Rússar hafa ekki hlíft neinum og drepiđ karlmenn, konur, gamalt fólk og börn.  Hópmorđin í Bucha, Irpin og fleiri bćjum fćra okkur heim sanninn um, ađ Rússar hafa framiđ hryllilega glćpi.  Fjöldagrafir, pyntingaklefar, nauđganir og mannrán - ţetta er hin sanna ásjóna árásarstríđs Rússa."  

Rússneski herinn og stjórnendur Rússlands sýna ţarna sitt rétta andlit.  Ţeir eru siđblindir glćpamenn - fjöldamorđingjar.  Viđ ţá er ekki hćgt ađ gera neina samninga, ţví ađ ţeir eru algerir ómerkingar - virđa ekki nokkurn skapađan hlut.  Eina fćra leiđin er ađ búa Úkraínumenn sem beztum og mestum vopnum fyrir landhernađ og lofthernađ gegn innrásarher Rússlands í Úkraínu, svo ađ hann verđi rekinn af löglega viđurkenndu úkraínsku landi sem fyrst.  Ţannig má lágmarka blóđtöku úkraínsku ţjóđarinnar og skapa grundvöll langvarandi friđar í Evrópu, ef NATO ábyrgist varđveizlu landamćranna.

Ţegar nánar er ađ gáđ, ţarf ömurleg frammistađa rússneska hersins á vígvöllunum ekki ađ koma á óvart.  Hún hefur lengi veriđ ţekkt.  Ţađ voru úkraínskir kósakkar, sem brutu rússneska hernum leiđ í austurátt og lögđu megniđ af Síberíu undir zarinn.  Ţađ voru ţeir, sem veittu hinum 600 k manna her Frakkakeisarans Napóleóns Bonaparte verstu skráveifurnar í innrásinni í Rússland 1812, einkum á undanhaldinu, enda sluppu ađeins 100 k úr ţessari svađilför Frakkahers. Rússakeisari varđ fyrstur Evrópumanna til ađ tapa bardaga viđ Asíumenn 1905, ţegar Japanir gjörsigruđu rússneska herinn.  Frammistađa rússneska keisarahersins í Fyrri heimsstyrjöld var mjög slök, og samiđ var um friđ viđ Ţjóđverja 1917.

Enn áttust ţessar ţjóđir viđ 1941-1945.  Stalín hafđi látiđ flytja hergagnaverksmiđjur austur fyrir flugsviđ Luftwaffe, og ţar framleiddu Sovétríkin 100 skriđdreka á mánuđi, á međan RAF, brezki flugherinn, sprengdi upp hergagnaverksmiđjur Ţriđja ríkisins.  Rússneskir herforingjar voru ţá, eins og jafnan fyrr og síđar, meiri slátrarar en útsjónarsamir herstjórnendur.  Ţeir sendu hverja bylgju lítt ţjálfađra ungra manna fram á vígvöllinn, eins og nú endurtekur sig í Úkraínustríđinu 2022- ?  Af heildarmannfalli Wehrmacht 1939-1945 varđ 80 % á Austurvígstöđvunum, en fallnir hermenn Rauđa hersins voru 4-5 sinnum fleiri.  Ćtli hlutfalliđ í Úkraínu núna sé ekki svipađ ?  

Bandaríkjamenn sendu svo mikiđ af vígtólum, skriđdrekum, brynvögnum, jeppum, flugvélum, sprengjuvörpum o.fl. til Sóvétríkjanna á árum Síđari heimsstyrjaldarinnar, ađ vafalaust hefur létt Sovétmönnum mjög róđurinn, ţótt "Úlfarnir" í "die Kriegsmarine" nćđu ađ granda nokkrum flutningaskipum međ hergögn.  Andvirđi hergagnanna, sem sent var frá BNA til Sovétríkjanna, er taliđ hafa numiđ mrdUSD 130 ađ núvirđi.  Ţá, eins og nú, réđu sovézkir herforingjar ekki viđ ađ beita samhćfđum hernađarađgerđum skriđdreka, brynvarinna vagna, fótgönguliđs og flughers, eins og Wehrmacht beitti ţó eftir mćtti, en skortur á hergögnum og vistum takmarkađi löngum ađgerđir Wehrmacht, og Foringinn greip oft óhönduglega fram fyrir hendur herforingjanna, svo ađ vćgt sé til orđa tekiđ.   

"Strax áriđ 2008, ţegar Rússar réđust inn í Georgíu, gaf Lech Kaczynski, ţáverandi forseti Póllands, út ţessa viđvörun: "Viđ vitum mjög vel, ađ núna er ţađ Georgía, sem er ađ veđi, nćst gćti ţađ veriđ Úkraína, ţá Eystrasaltsríkin og síđan e.t.v. landiđ mitt, Pólland."  Ţessi orđ rćttust fyrr en Evrópuríkin höfđu búizt viđ.  Sex árum síđar, áriđ 2014, var Krímskagi innlimađur í Rússland. Núna verđum viđ vitni ađ allsherjar árás rússneska hersins á Úkraínu. Hvernig verđur framtíđin, ef viđ stöđvum ekki rússnesku stríđsvélina ?"

Eftir langvinna og sára reynslu af kúgun hins frumstćđa austrćna valds bera Pólverjar Rússum svo illa söguna, ađ ţeir telja ţeim raunverulega ekki treystandi fyrir horn.  Viđ, sem vestar erum, áttum erfitt međ ađ skilja málflutning Pólverja, en nú sjáum viđ og skiljum, hvađ ţeir meintu.  Pólverjar hafa haft rétt fyrir sér um Rússa.  Kremlverjar reka og hafa alltaf rekiđ harđsvírađa heimsveldisstefnu (e. imperialism), og hana verđur einfaldlega ađ stöđva.  Ţađ átti ađ gera áriđ 2008 eđa áriđ 2014, en nú eru einfaldlega síđustu forvöđ. Hinn uppivöđslusami einrćđisherra Rússlands hefur lagt allt undir, og hann ţarf nú ađ brjóta á bak aftur.  Afleiđingarnar verđa ekki geđslegar fyrir Rússa, en ţađ er ţeirra vandamál, ekki Vesturlanda. 

Ţađ hefur myndazt augljós öxull Washington-Varsjá.  Pólverjar hafa nú á stuttum tíma pantađ hergögn frá BNA fyrir um mrd USD 10.  Bandaríkjaforseti hefur síđan 24.02.2022 heimsótt Varsjá tvisvar, en Berlín og París aldrei.  Valdamiđja ESB og NATO í Evrópu mun fćrast til austurs í átt ađ Varsjá, enda stafar meginógnin ađ NATO frá hinum stríđsóđa nágranna austan Úkraínu.  Ef ekki tekst ađ varđveita landamćri Úkraínu frá 1991, verđur ţessi ógn enn meiri.  Ađ láta land af hendi fyrir "friđ", er óraunhćft gagnvart landi, sem stjórnađ er af yfirvöldum, sem virđa enga samninga og brjóta allar reglur í alţjóđlegum samskiptum. 

"Ţegar viđ erum í hundrađa km fjarlćgđ heyrum viđ ekki sprengjugnýinn, hávađann í loftvarnaflautunum eđa harmagrát foreldra, sem hafa misst barn sitt í sprengjuárás. Viđ getum ţó ekki notađ fjarlćgđina frá Kćnugarđi til ađ friđa samvizkuna.  Ég óttast stundum, ađ á Vesturlöndum sé margt fólk, sem telji ţađ ađ snćđa hádegisverđ á eftirlćtis veitingastađnum eđa ađ horfa á ţćtti á Netflix skipta meira máli en líf og dauđa ţúsunda Úkraínumanna.  Viđ getum öll séđ stríđiđ geisa.  Enginn getur haldiđ ţví fram, ađ hann eđa hún hafi ekki vitađ um hópmorđin í Bucha.  Viđ verđum öll vitni ađ grimmdarverkunum, sem rússneski herinn fremur.  Ţađ er ţess vegna, sem viđ megum ekki láta okkur standa á sama.  Heimsvaldaáform rússneskra ráđamanna ná lengra en til Úkraínu.  Ţetta stríđ skiptir okkur öll máli."

Sú stađa er uppi, ađ vinveittir nágrannar Úkraínu eru flestir í NATO.  Annars hefđu ţeir sennilega sumir hverjir fariđ međ heri sína inn í Úkraínu og barizt ţar viđ hliđ Úkraínumanna gegn ofureflinu, ţví ađ hér er um ađ rćđa stríđ einrćđis gegn lýđrćđi, kúgunar gegn frelsi, ógnarstjórn gegn persónulegu öryggi. Baráttan stendur um framtíđ Evrópu. Ţar af leiđandi er gjörsamlega siđlaust af ţeim Evrópumönnum, sem láta sér í léttu rúmi liggja blóđtöku Úkraínumanna, ađ láta sem ekkert sé eđa leggjast gegn hámarksađstođ viđ ţá. Ţá eru ótalin handbendi Rússanna á Vesturlöndum, sem reyna ađ rugla almenning í ríminu međ ţví ađ dreifa falsfréttum, sem falla ađ áróđri Kremlar.  Lítil eru geđ guma. 

"Orkukreppan í heiminum og verđbólgan, sem viđ ţurfum öll ađ glíma viđ, eiga rćtur ađ rekja til landvinningastríđs rússneskra stjórnvalda.  Herská stefna Pútíns, hvađ varđar gasviđskipti í júlí og ágúst 2021, var undanfari innrásarinnar í Úkraínu.  Á ţeim tíma leiddi fjárkúgun Pútíns til hćkkandi gasverđs á mörkuđum Evrópu.  Ţetta var ađeins byrjunin.

Rússnesk stjórnvöld vonuđu, ađ hnignun orkugeirans myndi veikja Evrópuríkin og telja ţau á ađ skipta sér ekki af stríđinu Úkraínu.  Ţegar í upphafi var ţađ liđur í baráttuáćtlun rússneskra stjórnvalda gegn Vesturlöndum ađ magna orkukreppuna.  Hernađur Rússa er ein af meginástćđum hćkkandi orkuverđs í heiminum.  Viđ höfum öll mikinn kostnađ af ţeim ákvörđunum, sem teknar eru í Kreml. Tímabćrt er, ađ viđ skiljum, ađ Rússar kynda undir efnahagskreppu í heiminum." 

Pólverjar hafa lengi haldiđ ţví fram, ađ Rússar mundu beita orkuvopninu, og ţess vegna beittu ţeir sér hart á vettvangi ESB og í tvíhliđa samskiptum viđ ţýzku ríkisstjórnina gegn samkrulli Ţjóđverja og Gazprom um lagningu Nord Stream 2.  Ţar voru Pólverjar samstiga bandarísku ríkisstjórninni, en sú ţýzka var blinduđ af eigin barnaskap um glćpsamlegar fyrirćtlanir Kremlar.  Pólverjar sömdu viđ Norđmenn um afhendingu jarđgass úr gaslindum Norđmanna beint til Póllands, og var sú lögn tekin í notkun um svipađ leyti og Nord Stream 2 var sprengd í sundur áriđ 2022. 

Segja má, ađ hernađur glćpaklíkunnar gegn Vesturlöndum sé fjórţćttur í meginatriđum: Í fyrsta lagi dreifir áróđursvél Kremlar ranghugmyndum og samsćriskenningum til Vesturlanda, sem ćtlađ er ađ grafa undan málstađ lýđrćđisaflanna og sundra ţeim.  Enduróm ţessa sjúklega ţvćttings má sjá og heyra á Íslandi, eins og annars stađar, t.d. á ýmsum vefmiđlum, ţar sem ţeir ráđa ferđinni, sem af einhverjum ástćđum eru haldnir sjúklegu hatri á samfélagsgerđ Vesturlanda og ímynda sér eitthvert "djúpríki", sem ráđi ferđinni.  Hér eru ţó ekki taldir međ ţeir, sem jafnan hafa veriđ móttćkilegir fyrir hatursfullum áróđri gegn "auđvaldinu", en neita ađ horfast í augu viđ sára reynslu af ţví, sem gerist, ţegar "auđvaldiđ" er afhöfđađ međ einum eđa öđrum hćtti.  Nýjasta dćmiđ er Venezúela, sem var ríkasta land Suđur-Ameríku áđur en sósíalistar innleiddu stefnu sína ţar međ ţeim afleiđingum, ađ landiđ er eitt samfellt fátćktarbćli, sem allir flýja frá, sem vettlingi geta valdiđ.

Í öđru lagi hafa Kremlverjar reynt ađ valda tjóni og lömun innviđa međ netárásum.  Ţeim hefur ekki sízt veriđ beitt gegn fyrrverandi leppríkjum Ráđstjórnarríkjanna, og á ţeim bar mikiđ í ađdraganda innrásarinnar í Úkraínu í febrúar 2022.  Ţá má ekki gleyma gruni um tilraunir til ađ hafa áhrif á kosningar međ stafrćnum hćtti, jafnvel í BNA.

Í ţriđja lagi er ţađ orkuvopniđ, sem Kremlverjar beittu miskunnarlaust, ađallga gegn Evrópumönnum, og ćtlađ var ađ lama andstöđu ţeirra viđ löglausa og tilefnislausa innrás Rússahers í nágrannaríkiđ Úkraínu, sérstaklega ţegar kuldinn fćri ađ bíta í lítt upphituđu húsnćđi.  Ţađ gerđist ekki af tveimur ástćđum.  Veturinn var óvenju mildur í Evrópu, og ţađ á líka viđ um Úkraínu, ţar sem glćpsamlegar eldflauga- og drónaárásir Rússa á virkjanir, ađveitu- og dreifistöđvar Úkraínumanna ollu oft langvinnu straumleysi og skorti á heitu vatni til upphitunar.  Auknar loftvarnir í Úkraínu, minnkandi eldflauga- og drónaforđi Rússa og ađstođ Vesturlanda međ neyđarrafstöđvar og viđgerđar efni til handa Úkraínumönnum hafa dregiđ mjög úr straumleysistíđni og -lengd.  Hin ástćđan er, ađ Evrópumönnum hefur orđiđ vel ágengt viđ ađ útvega sér eldsneytisgas annars stađar frá, og Ţjóđverjar hafa á mettíma komiđ sér upp einni móttökustöđ fyrir fljótandi gas og fleiri eru í uppsetningu. 

Í fjórđa lagi hefur stríđsrekstur Rússa í Úkraínu frá 24.02.2022 gengiđ á afturfótunum.  Ţeir hafa misst ógrynni liđs, álíka marga fallna og sćrđa og hófu innrásina (200 k) og gríđarlegt magn hergagna.  Bardagageta landhers og flughers er miklu minni en almennt var búizt viđ á Vesturlöndum og annars stađar.  Fjölţćttar ástćđur liggja til ţess, ađ rússneski herinn hefur ţarna orđiđ sér til háborinnar skammar og er ađ ýmsu leyti í ruslflokki.  Ţetta mun hafa langtíma áhrif á stöđu Rússlands í heiminum, sem er ađ verđa eins og mús undir hinum kínverska fjalaketti.  Ađeins gorgeir, ţjóđernismont, áróđur og hótanir standa eftir. 

"Veikleikar Evrópu hafa veriđ styrkur Rússlands í nokkur ár.  Ţađ, ađ Evrópuríki eru háđ kolefnaeldsneyti frá Rússlandi, hafa átt vafasöm viđskipti viđ rússneska ólígarka og gert óskiljanlegar tilslakanir, m.a. varđandi lagningu gasleiđslunnar Nord Stream 2 - allt er ţetta til marks um sjúkleg tengsl [á] milli Vesturlanda og Rússlands. Stjórnvöld margra Evrópuríkja töldu, ađ ţau gćtu gert alvanalega samninga viđ stjórnina í Moskvu.  Ţeir reyndust ţó vera samningur viđ djöfulinn, ţar sem sál Evrópu var lögđ ađ veđi."

Ţađ má vel kalla ţađ sjúkleg tengsl, eins og forsćtisráđherra Póllands gerir, ţegar annar ađilinn telur sig eiga í ćrlegum samskiptum um ađ skapa gagnkvćma hagsmuni međ viđskiptum og bćta ţannig friđarlíkur í Evrópu, en hinn situr á svikráđum, er ekkert, nema flárćđiđ, og spinnur upp lygaţvćlu um friđarvilja sinn, en rćđst svo á nágranna sína, Georgíu 2008 og Úkraínu (Donbass og Krím 2014) og flytur ţá ţann óhugnanlega bođskap, sem alltaf lá undir niđri, ađ hin sjálfstćđa og fullvalda ţjóđ, Úkraínumenn, séu ekki ţjóđ, heldur af rússneskum meiđi og eigi ţess vegna ađ verđa hluti af Sambandsríkinu Rússlandi.  Ţessi bođskapur er algjör lögleysa og stendst ekki sögulega skođun, ţótt Kremlverjar hafi um aldarađir kúgađ Úkraínumenn og reynt ađ svelta í hel úkraínska menningu og mál. Á tímum ráđstjórnar bolsévíka reyndu ţeir jafnvel ađ svelta úkraínsku ţjóđina í hel.  Sennilega eru frumstćđir Rússar haldnir minnimáttarkennd gagnvart Úkraínumönnum, og ţađ er vel skiljanlegt, ţví ađ Úkraínumenn standa ţeim framar á fjölmörgum sviđum, eru einfaldlega á hćrra menningarstigi, enda einstaklingshyggjumenn frá alda öđli.

"Af ţessum sökum er ekki hćgt ađ snúa viđ og láta, eins og ekkert hafi í skorizt.  Menn geta ekki komiđ á eđlilegum tengslum viđ glćpastjórn.  Ţađ er orđiđ löngu tímabćrt, ađ Evrópa verđi óháđ Rússlandi, einkum í orkumálum. Pólverjar hafa lengi lagt áherzlu á ţörfina á ađ auka fjölbreytni í öflun olíu og jarđgass.  Nýjar leiđir til ađ afla slíkra afurđa skapa ný tćkifćri.  Upprćting pútínismans, ţađ ađ rjúfa öll tengsl viđ einrćđis- og ofbeldisvél Pútíns, er algert skilyrđi fyrir fullveldi Evrópu."

Pólski forsćtisráđherrann hefur lög ađ mćla.  Vesturlönd verđa ađ klippa á öll viđskiptasambönd viđ Rússa og útiloka ţá frá ţátttöku í fjölţjóđlegum keppnum og viđburđum, á međan glćpastjórn er blóđug upp ađ öxlum í Kreml í útrýmingarstríđi gegn nágrönnum sínum. Ţađ er alvarlegt íhugunarefni, hvort ástćđa er til ađ samţykkja veru sendiherra slíkrar glćpastjórnar í Reykjavík, sem virđist af málflutningi sínum ađ dćma (í Morgunblađsgrein í febrúar 2023) vera álíka forhertur öfugmćlasmiđur og umbjóđendur hans í Kreml. 

Ţađ er ljóst, ađ nú fer fram barátta upp á líf og dauđa á milli lýđrćđis og frelsisafla annars vegar og hins vegar einrćđis og kúgunarafla.  Úkraínumenn hafa fyrir löngu tekiđ af öll tvímćli um, hvorum megin ţeir vilja standa.  Ţeir hafa veriđ bólusettir um aldur og ćvi gegn öllum vinsamlegum samskiptum viđ rússneska alrćđisríkiđ.  Ţađ eru nokkur ruddaríki, sem styđja glćpastjórnina í Kreml, og má ţar nefna Íran, Norđur-Kóreu og Kína.  Kínverjar stunda nú skefjalausa útţenslustefnu á Suđur-Kínahafi og vilja útiloka 7 önnur ađliggjandi lönd frá lögsögu ţar, sem ţau eiga ţó fullan rétt á samkvćmt Hafréttarsáttmálanum, og Alţjóđadómstóllinn í Haag hefur stađfest í einu tilviki.  Ţessi ríki hafa nú myndađ bandalag gegn yfirgangi Kínverja, enda er um mikla hagsmuni ađ tefla undir botni ţessa hafsvćđis.

Japanir hafa í ljósi uppivöđslu einrćđisríkjanna Kína og Rússlands tvöfaldađ útgjöld sín til hermála 2023 m.v. áriđ á undan. Ţeir munu berjast viđ hliđ Bandaríkjamanna og Tćvana, ef einrćđisstjórnin í Peking rćđst á land hinna síđast töldu.  Ţađ er ljóst, ađ viđsjár á milli austurs og vesturs munu fara vaxandi á árinu 2023 áđur en friđvćnlegra verđur aftur eđa allt fer í bál og brand.  Ţađ verđur ađ mćta einrćđisöflum af fullri hörku.  Annars ganga ţau á lagiđ, eins og dćmin sanna. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband