Það verður að komast til botns í COVID-19 hneykslinu

Það er ýmislegt á reiki um uppruna SARS-CoV-2 veirunnar, um gagnsemi aðferðarfræðinnar í baráttunni við hana og um gagnsemi og skaðsemi tilraunaefnanna, sem sprautað var í fólk í nafni keppikeflisins hjarðónæmis, sem aldrei náðist. Það þarf að rannsaka þetta allt til að mynda grunn að nýrri stefnumörkun í sóttvarnarmálum, þegar lærdómur hefur verið dreginn af reynslunni af því, sem gert var í baráttunni við SARS-CoV-2. 

Kínverjar halda því fram, að þessi veira hafi stokkið úr leðurblökum í menn á útimarkaði fyrir matvæli í borginni Wuhan í Kína. Þessi kenning hefur alltaf hljómað barnalega. Hvaða aðstæður voru fyrir hendi á þessum stað árið 2019, sem auðveldaði veirunni að leggja undir sig nýjan hýsil ?  Það hafði hún ekki gert áratugum eða öldum saman í sambúðinni við "homo sapiens".

Ýmsir vísindamenn, sem rannsakað hafa téða veiru, sjá á henni manngerð ummerki.  Skammt frá téðum útimarkaði í Wuhan stendur stór bygging, sem hýsir veirurannsóknir.  Þar eru taldar fara fram tilraunir með veiruræktun í því augnamiði að ná fram ákveðnum eiginleikum.  Vitað er, að stórveldin stunda þetta í hernaðarlegum tilgangi til að lama andstæðinginn, en þá þarf jafnframt að þóa mótefni, svo að veiran snúist ekki gegn skapara sínum.  Sé SARS-CoV-2 ættuð af rannsóknarstofu, hefur hún sloppið út áður en téðri ræktunarstarfsemi lauk, því að hættan af henni fyrir ungt og hraust fólk var lítil og fór minnkandi með stökkbreyttum afbrigðum. Spánska veikin var miklu skæðari, svo að dæmi sé tekið, þó ekki sé minnzt á ebóluna. 

Þann 31. janúar 2024 birtist fróðleg grein eftir Helga Örn Viggósson, hugbúnaðarsérfræðing, og Þorgeir Eyjólfsson, eftirlaunaþega, í Mogunblaðinu um viðbrögð íslenzka sóttvarnayfirvalda við SARS-CoV-2 veirunni undir fyrirsögninni:

"Afsökun um reynsluleysi og vankunnáttu ekki lengur í boði".

Hún hófst þannig:

"Það voru mikil mistök að hefja að nýju örvunarbólusetningar gegn covid á haustmánuðum [2023] eftir að hafa hætt bólusetningum í lok apríl [2023]. Ákvörðunina um framhald bólusetninga tóku sóttvarnayfirvöld þrátt fyrir rannsóknarniðurstöður, sem staðfestu takmarkanir efnanna [til] smitvarnar, auk niðurstaðna fjölda rannsókna, sem sýna fram á skaðsemi efnanna fyrir heilsu almennings og sem sýna, að efnin eru þeim eiginleikum búin, að eftir því sem einstaklingurinn er bólusettur oftar, þeim mun líklegri er hann til að sýkjast af covid, þ.e. sjúkdómnum, sem bóluefnið átti að koma í veg fyrir.

Afleiðingar þessarar röngu ákvörðunar embættis landlæknis létu ekki á sér standa, því [að] dauðsföllum fjölgaði um 37 % á Íslandi í viku 42 [2023], sem byrjaði mánudaginn 16. október, borið saman við meðaltal látinna í vikunum tveimur þar á undan.  Það var einmitt í viku 42, sem bólusetningar á hjúkrunarheimilunum hófust."

Það eru nokkrar tilvísanir í heimildir í þessum kafla, sem er sleppt hér.  Þótt tilvísunum sé sleppt, verður að telja þessa hörðu gagnrýni á Landlæknisembættið, en sóttvarnalæknir er þar undir, vera vel rökstudda. Þá hafa höfundarnir fundið óyggjandi fylgni á milli upphafs þessara endurbólusetninga og aukinnar dánartíðni í landinu.  Það er stórfurðulegt til þess að vita m.v. forsögu málsins, sem höfundarnir geta um, að ákveðið skuli hafa verið að hefja gagnslitlar og hættulegar bólusetningar með tilraunabóluefnum.  Þarf að leita að peningaslóðinni í þessu máli til að finna einhverja haldbæra skýringu á þessu einkennilega ráðslagi ? Gagnsleysi og skaðsemi þessara tilraunaefna, sem sóttvarnalæknir vill dæla í fólk gegn ærnum kostnaði, blasa við leikmönnum.  Það er maðkur í mysunni, sem verður að hreinsa burt áður en lengra er haldið. 

"Þekkt eru skaðleg áhrif mRNA-efnanna á starfsemi  hjartans, en helzti ráðgjafi sóttvarnayfirvalda hefur staðfest, að bólusetning gegn veirunni þrefaldi líkur á bólgu í hjartavöðva, og á annað þúsund ritrýndar vísindagreinar hafa komið út um, hvernig sprauturnar geta skaðað hjartað, þ.á.m. framskyggnar rannsóknir (þátttakendur mældir fyrir og eftir sprautu) með niðurstöðum, sem segja, að í kringum 3 % ungs fólks fái hjartavöðvabólgu, í langflestum tilvika einkennalaust, en getur engu að síður verið lífshættulegt ástand."

 Það er stórundarlegt, að lyfjaiðnaðurinn og yfirvöld skuli nú hafa fellt úr gildi allar hefðbundnar varúðarreglur, sem krefjast margra ára blindrannsókna á afleiðingum fyrirbyggjandi og læknandi efna á mannslíkamann, eftir dýratilraunir.  Það standa bara engin efni til þess arna gagnvart margstökkbreyttri SARS-CoV-2 veiru, sem er orðin tiltölulega meinlaus, og hefur reyndar alltaf verið meinlítil gagnvart óbældu ónæmiskerfi.  

 

 

     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Bjarni.

Þarna ert þú sannarlega í essinu þínu, hnitmiðaður og beinskeyttur.

Jónatan Karlsson, 16.3.2024 kl. 17:50

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

"Ef sverð þitt er stutt, gangtu þá nær, drengur."

Takk fyrir þessa umsögn, Jónatan.

Bjarni Jónsson, 18.3.2024 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband