Per ardua ad astra

Enginn verður óbarinn biskup.  Nákvæmari þýðing á ofangreindum rómverska málshætti er þó: með striti til stjarnanna. 

Í íslenzka handboltalandsliðinu eru geysisterkir einstaklingar, en þeir mundu ekki hafa náð þeim árangri, sem raun ber nú vitni um, án hópeflis.  Liðið er sterkara en nemur summunni af getu einstaklinganna.  Þessu stigi er ekki hægt að ná án þess að virkja andlega krafta.  Liðið er nú eins og mulningsvél, sem ekkert fær staðizt.  Þetta minnir að sumu leyti á sænska landsliðið, þegar það var upp á sitt bezta.  Þá hefur Þjóðverjum tekizt að ná svo sterkri liðsheild á ýmsum vígstöðvum, og fleiri dæmi mætti tína til. 

Þetta er þó ekki heyglum hent.  Liðsmenn íslenzka landsliðsins eru væringjar, þ.e. flestir þeirra hafa æft og keppt með erlendum liðum.  Þeir þekkja þess vegna mótherjana og innviði liða þeirra gjörla.  Þetta kemur liðinu og forystu þess að gagni.

Eftir spænska leikinn flóðu tilfinningar liðsins.  Það var því hollt, göfgaði liðið og bar því fagran vott.  Við eigum ekki að vera með yfirdrifnar væntingar til liðsins nú fyrir úrslitaleikinn, heldur að hugsa til þess með auðmýkt og lotningu.  Hinum megin á hnettinum er nú hópur manna, sem berst hetjubaráttu í nafni Íslands.

Nú legg ég til, að lesandinn halli sér aftur í sæti sínu og smelli á hlekkinn hér fyrir neðan (slóðina, ekki reitinn).  Þar er að finna mikilfenglega myndasýningu (ppt) frá nágrannalandi okkar, Grænlandi.  Höfundurinn er Ursula Riesen frá Svisslandi, en bróðir hennar, Max Wiestner, sendi mér þessar myndir ekki alls fyrir löngu, og þau hafa góðfúslega leyft mér að birta þetta sjónarspil hér á vefsetrinu.  Vona ég, að áhorfandinn njóti mikilfengleikans og beini um leið huganum að hetjum okkar í Beijing.

Greenland3


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband