4.12.2009 | 23:49
Hörmang eđa (há)tćkni
Hörmangarar og tuskusalar tröllriđu hér húsum í upphafi aldarinnar, ţegar helztu seđlabankar heimsins skópu hrikalega eignabólu heims um ból međ seđlaprentun og lágum vöxtum. Ţessu var leyft ađ viđgangast hérlendis, af ţví ađ háir sem lágir fengu glýju í augu af háu verđgildi krónunnar og ört hćkkandi eignaverđi, hćkkandi launatekjum og vaxandi tekjum ríkis, sveitarfélaga og ţjóđarbúsins alls.
Andanum hafđi veriđ sleppt úr flöskunni, og hann varđ óviđráđanlegur. Áriđ 2004 reyndu stjórnvöld, sćllar minningar, ađ hefta ógnartök ţessara fjárplógsmanna á fjölmiđlum, en höfđu ekki erindi sem erfiđi, ţar sem forseti lýđveldisins greip í taumana vegna meintrar gjáar á milli ţings og ţjóđar. Á sama tíma var reyndar lagđur hornsteinn ađ starfsemi, sem nú malar gull og reist er á tćkniţekkingu á sviđum ţungaiđnađar, virkjana, hugbúnađargerđar og margvíslegrar annarrar ţekkingar á ólíkum sviđum.
Nú hefur myndazt djúpstćđari gjá á milli ţings og ţjóđar en sögur herma. Yfir 15 % kjósenda virđast munu skrifa undir bćnaskjal til forsetans um ađ stuđla ađ sínu leyti ađ ţví, ađ mesta deilumál lýđveldistímans gangi til úrskurđar ţjóđarinnar. Hafni forsetinn ţessari málaleitan, verđur ekki annađ séđ en á hann sannist, ađ hann er flautaţyrill og algerlega ósamkvćmur sjálfum sér. Hvernig mun sagan dćma slíkt framferđi ?
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins, hefur veriđ óţreytandi viđ ađ kynna nýja bók sína, Umsátriđ, um ađdraganda Hrunsins, Hruniđ sjálft, og vangaveltur sínar um lćrdóma ţá, sem nauđsynlegt er, ađ ţjóđin dragi af óförunum. Leikur ekki á tveimur tungum, ađ mikill fengur er ađ bók Styrmis og tilhlökkunarefni ađ lesa hana.
Höfundur ţessa vefseturs er sammála ţeirri niđurstöđu Styrmis, sem hann hefur undirstrikađ í viđtölum, ađ siđbótar er sár ţörf í ţessu samfélagi. Valdastéttin brást, en ţađ sem viđ tók, voluđ vinstri stjórn, er verra en nokkurn gat órađ fyrir og ţyngra en tárum taki ađ horfa upp á ađfarir hennar. Ţađ er svo alvarlegur mađkur í mysunni, ađ fćra verđur ákvörđunartöku helztu ágreiningsmála frá stjórnmálamönnum og beint til ţjóđarinnar. Slíkt hefur gefizt Svisslendingum vel. Til ađ draga úr umstangi og kostnađi viđ slíkar atkvćđagreiđslur er ćskilegt ađ virkja "upplýsingatćknina", en girđa ţó fyrir kosningasvindl. Ađ leyfa ţjóđinni ađ dćma um afskúm ţađ, sem vinstri flokkarnir rétta ađ núlifandi og komandi kynslóđum og getur riđiđ efnahag ţjóđarinnar og greiđslugetu ađ fullu, er sanngjörn krafa og yrđi viturleg ráđstöfun.
Hvađ á ađ segja um fjármálaráđherra, sem heldur ţví fram í blađagrein, ađ skattahćkkanir örvi hagvöxt ? Ţađ er ljóst orđiđ, ađ ríkisstjórnina skipar hópur rassálfa, sem kann ekki réttri hendi í rass ađ taka. Landiđ er stjórnlaust, engin forysta er veitt í neinu, sem máli skiptir og til framfara horfir, og útlendingar gapa af undrun yfir útúrboruhćtti ráđherra og pótintáta ţeirra. Allar ađgerđir ríkisstjórnarinnar hafa dýpkađ kreppuna. Hún er pukurgjörn og óheiđarleg í málflutningi og gjörđum, gerir illt verra og ţvćlist fyrir viđreisn atvinnulífsins.
Furđu gegnir, hversu illa gengur ađ henda reiđur á skuldum ţjóđarbúsins. Ţađ, sem höfuđmáli skiptir hins vegar, eru skuldir ríkissjóđs. Viđ sjáum hér ađ neđan, ađ í ýmsum löndum Evrópu eru ţćr gríđarlegar og meiri en hérlendis, ef amlóđum vinstri stjórnarinnar tekst ekki ađ hengja myllustein Evrópusambandsins um háls okkar. Auk Eystrasaltslandanna er talin hćtta á, ađ sum neđangreindra landa stefni í greiđsluţrot, ţví ađ ákvćđi eru um ţađ í Maastrichtsáttmálanum, ađ önnur ríki ESB skuli ekki hlaupa undir bagga í slíkum tilvikum. Annađ var taliđ mundu ýta undir agaleysi í ríkisfjármálum. Ţađ eykur á vandann í ţessum efnum, ađ Evrópubankinn er nú ađ undirbúa ađ draga úr peningamagni í umferđ af ótta viđ verđbólgu af völdum lausbeizlađra ríkisfjármála á evru-svćđinu. Ţá mun efnahagsvandinn í Dubai hafa neikvćđ áhrif á hagkerfi Evrópu og víđar. Ríkisskuldir verst settu ríkjanna innan evru-svćđisins ađ ţessu leyti eru sýndar hér ađ neđan sem hundrađshluti af VLF:
- Grikkland: 135 % Verđi Icesave ánauđinni ekki bćtt ofan á
- Ítalía: 118 % ríkisskuldir, sem nú stefnir í, verđa íslenzku
- Írland: 96 % ríkisskuldirnar ekki langt frá međaltali evru-
- Portúgal: 91 % svćđisins. Ţađ var ţess vegna ömurlegt
- Spánn: 74 % á Fullveldisdaginn ađ heyra ţví gerđir
- Evru-svćđiđ: 88 % skórnir, ađ Ísland stefni í gjaldţrot,
og ESB-moldvörpur settu á rćđur um, ađ ţar međ gćti landiđ ekki talizt sjálfstćtt lengur. Mannvitsbrekkur ţessar, allar á ríkisjötunni, virđast ekki hafa heyrt getiđ um Argentínu, sem í tvígang á seinni árum hefur lent í greiđsluţroti, en tapađi í hvorugt skiptiđ sjálfstćđi sínu. Rússland mćtti einnig nefna sem dćmi um land, sem lent hefur í greiđsluţroti, en hefur síđan greitt upp allar fyrri skuldir sínar viđ útlönd.
Sama á viđ um Ísland. Ţegar borgaraleg öfl loksins ná ađ leiđrétta ţau herfilegu mistök búsáhaldabyltingarinnar ađ setja hér til valda algerlega óhćft og siđlítiđ fólk til ađ stjórna landinu međ afturgöngum gjaldţrota félagshyggju í sínu Pandóruboxi og styrk stjórn tekur viđ völdunum, sem stjórnar af heilbrigđu hyggjuviti í anda vélvirkjans Lula í Brasilíu, sem Jón Hákon Magnússon ber saman viđ steingervinginn í íslenzka fjármálaráđuneytinu í Morgunblađsgrein ţann 4. desember 2009, ţá mun hagur strympu taka strax ađ vćnkast.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bćkur, Stjórnmál og samfélag, Evrópumál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.