Hagkerfi drepiđ í dróma

Talsmönnum Alţýđusambands Íslands, ASÍ, lízt illa á fjárlagafrumvarpiđ, enda ber ţađ vott um óstjórn á fjármálum ríkissjóđs.  Ţeir telja óráđsíuna ţar munu verđa skjólstćđingum sínum ţung í skauti.  Ţađ ţarf ekki hagfrćđidoktor til ađ sjá, hversu ábyrgđarlaust kosningafrumvarp hér er á ferđinni, sem mun virka sem olía á verđbólgubáliđ. 

Hinn gćfusnauđi Steingrímur Sigfússon, sem hlaut hvorki meira né minna en 199 atkvćđi í prófkjöri nýlega, hefur hellt sér yfir forseta ASÍ vegna réttmćtrar gagnrýni formannafundar Alţýđusambandsins á verk og verkleysi ríkisstjórnarinnar.  Ţar mun ţessi formađur afturhaldsins í landinu hafa sýnt sitt rétta andlit, ef andlit skyldi kalla. 

Ţessi volađa vinstri stjórn á nú hvergi höfđi sínu ađ halla, nema í kjöltu Smugunnar, ormagryfju, ţar sem ofstćkiđ tröllríđur ţröngsýninni.  Ráđherrarnir ráđa ekki viđ viđfangsefnin.  Ţeir reyna ađ breiđa yfir ţađ, en ţjóđmálastađan leynir sér ekki. Tjaldađ er til einnar nćtur í einu og öllu.  Allt er í lamasessi, og ţetta kjörtímabil er tímabil hinna glötuđu tćkifćra.  Á nćsta kjörtímabili verđur ađ slá í og láta hendur standa fram úr ermum eftir urđun ESB-dađurs og draumóra og afturhalds í nafni náttúruverndar, ţar sem hvađ rekur sig á annars horn.  Hefja ţarf til vegs kenninguna um ađ "nýta og njóta međ nútímatćkni".  Vinstra liđiđ getur á međan dundađ sér viđ ađ berjast viđ sínar vindmyllur.  

Ráđherrablćkurnar eru fallnar á prófinu og ćttu ađ taka hnakk sinn og hest í skyndi.  Meirihluti ţeirra í utanríkismálanefnd er fallinn og skyldi engan undra.  Ţetta gerđist á međan furđudýriđ í utanríkisráđuneytinu sá jarteikn í Berlaymont.  Á hverju eru menn ? 

Hvort meirihluti er fyrir eyđileggingu ráđherranna á margra ára rándýrri sérfrćđivinnu viđ Rammaáćtlun er ólíklegt, og jafnvel fjárlagafrumvarpiđ stóđ tćpt međ einn útbyrđis.  Fyrir Samfylkingu og Vinstri hreyfinguna grćnt frambođ hefur ferđin í Stjórnarráđiđ orđiđ mikil sneypuför.  Almenningi er nú orđiđ ljóst, ađ téđir stjórnmálaflokkar hafa ekkert fram ađ fćra, nema frođusnakk, blekkingaleik, öfugmćli og versnandi lífskjör öllum til handa, nema "nómenklatúrunni" og handbendum hennar.  Viđ höfum ekki efni á ţessari vitleysu.  

Ríkisstjórnin ţykist vera búin ađ leysa vanda efnahagslífsins, en ţví fer víđs fjarri; hún hefur ekkert leyst, en eykur nú viđ skuldavanda ţjóđarbúsins međ erlendum lántökum, af ţví ađ hún rekur enn ríkissjóđ međ gegndarlausum halla.  Svona gerir ađeins fólk, sem gefizt hefur upp fyrir viđfangsefnunum.  Skuldir ríkissjóđs á valdatíma ríkisstjórna Jóhönnu Sigurđardóttur hafa aukizt um 400 milljarđa kr.  Skuldirnar eru um ţađ bil ađ verđa ósjálfbćrar, og ţađ má engan tíma missa til ađ snúa ţessari öfugţróun viđ.  Samt sér ţessi aumasta ríkisstjórn allra tíma ekki sóma sinn í ađ hypja sig, enda hefur forsćtisráđherra enga sómatilfinningu.  Ţađ er starađ í baksýnisspegilinn og fimbulfambađ um Hruniđ, en hvorki skilja ţau rćtur Hrunsins né hafa ţau dregiđ réttar ályktanir af ţví. 

Hinn alrćmdi atvinnuvega-og nýsköpunarráđherra, sem var fjármálaráđherra á árunum 2009-2012, skrifar nú hverja sjálfshólsgreinina á fćtur annarri í blöđin.  Kenningar Steingríms hafa aldrei beysnar veriđ, en nú hefur slegiđ svo út í fyrir honum, ađ frá honum koma eintóm öfugmćli og ţversagnir.  Ţessum manni veitir ekki af hvíldinni.  Hún verđur honum veitt.

Er skemmst frá ađ segja, ađ ţessi orđhvati og á tíđum orđljóti ráđherra, sem bar nýlega lygar upp á forseta ASÍ, fer í téđum greinum sínum ađ miklu leyti međ stađlausa stafi, enda var frammistađa hans í embćtti fjármálaráđherra hraksmánarleg.  Í stađ ţess ađ ná jöfnuđi áriđ 2012, eins og lagt var upp međ í áćtlun AGS, ţá mun ríkissjóđshallinn nema um 55 milljörđum kr, en fjárlög gerđu ráđ fyrir 20 milljörđum kr.  Engar áćtlanir Steingríms standast.  Ţađ eru ósannindi hjá Steingrími, ađ "hvergi í okkar heimshluta, ţar sem ríkissjóđur hefur lent í vanda vegna efnahagskreppu, hafi náđst viđlíka árangur síđastliđiđ ár eins og á Íslandi". Samkvćmt hagtölum frá OECD (Economic Outlook 2012) mun t.d. afkoma ríkissjóđs írska lýđveldisins batna mun meira á árinu 2012 m.v. fyrra ár en afkoma ríkissjóđs Íslands.  Allmörg önnur ríki eru talin slaga upp í árangur Íra.  Mont Steingríms er ósvífinn blekkingarleikur, en umgengni ţessa stjórnmálalega vindhana viđ sannleikann er oft ţannig, ađ á milli ţeirra tveggja eru himinn og haf.

Afturhaldsstjórnin virđist allt í einu hafa fengiđ kalda fćtur vegna eigin ađgerđaleysis í atvinnumálum landsmanna og lofar ţá einu gćluverkefni hér og öđru ţar; gott, ef hún er ekki farin ađ taka vel í olíuboranir á Drekasvćđinu. Ţar tala ráđherrarnir reyndar út og suđur, svo ađ engrar stefnumörkunar er ađ vćnta. Ríkisstjórnin er á valdi óttans viđ atkvćđamissinn.  Hann er óhjákvćmilegur, og barnalegir tilburđir munu engu skila.  Kjósendur munu ekki láta blekkjast í hiđ annađ sinniđ.  Flokkar stjórnarinnar stefna í ađ gjalda afhrođ, og ţá er reynt ađ sprikla, en á kostnađ framtíđarinnar.  Vinnubrögđin eru fyrir neđan allar hellur og ekki hundi bjóđandi.  Nýjasta fjármögnunarleiđ vitsmunabrekkna vinstri stjórnarinnar ţoldi ekki dagsljósiđ.  Skattstofninn voru lćkningatćki, hjólastólar, bleyjur og getnađarverjur, svo ađ fátt eitt sé taliđ. 

Jafnađarmönnum tengdum ASÍ ţykir sárt ađ heyra ţví haldiđ fram, ađ ríkisstjórn ţeirra sé afturhaldsstjórn.  Ţađ er hún ţó samkvćmt skilgreiningunni.  Afturhald er og hefur alltaf veriđ á móti framförum í atvinnuháttum, iđnvćđingu og tćknivćđingu atvinnuveganna.  Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar grćns frambođs uppfyllir öll skilyrđi ţess ađ hljóta einkunnina afturhaldsstjórn. 

Ríkisstjórnin hefur í sumum tilvikum boriđ sig lymskulega ađ og ţvćlzt fyrir til ađ reyna ađ kasta glýju í augu einhverra, en almenningur sér ţó til hvers refirnir eru skornir.  Síđan liggja áhangendur ţessarar voluđu vinstri stjórnar á ţví lúasagi, ađ allt sé Hruninu ađ kenna.  Ćtla vinstri menn ađ fara í Alţingiskosningar undir ţví kjörorđi, ađ landsmönnum séu allar bjargir bannađar út af Hruninu ?  Ţađ átti ađ trođa Icesave-skuldafjötrum upp á landsmenn og síđan ađ kenna Sjálfstćđisflokkinum um.  Eymd vinstri manna er ofbođsleg.  Ferill ţeirra viđ landsstjórnina er ein samfelld sorgar- og mistakasaga.  Nú er háskólasamfélaginu jafnvel tekiđ ađ blöskra, og má ţá segja, ađ bragđ sé ađ, ţá barniđ finnur. Til marks um ţetta er viđtal viđ Gunnar Helga Kristinsson, prófessor í stjórnmálafrćđi viđ HÍ, í Morgunblađinu 13. desember 2012, ţar sem hann finnur stjórnarskráardrögum Stjórnlagaráđs, sem ríkisstjórnin hefur gert ađ sínum, allt til foráttu.

Ţá birtist í Morgunblađinu 19. desember 2012 merkilegt viđtal Baldurs Arnarsonar viđ prófessor emeritus í lögum, Sigurđ Líndal, forseta Hins íslenzka bókmenntafélags. Eftir lestur ţessa viđtals ćtti hverju mannsbarni ađ verđa ljóst, hvílík hrákasmíđi téđ stjórnarskráardrög eru, og hvílíkt ábyrgđarleysi er ađ leggja ţennan gallagrip fyrir Alţingi til samţykktar.  Slíkt er til vitnis um ríkisstjórn og ţingliđ á vinstri vćngnum, sem ekkert kann til verka, en vinnur allt međ öfugum klónum.   

Ný afriđladeild - S1

        

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband