Af hlerunum og fleiri óyndisúrrćđum

Engir atburđir hafa haft verri áhrif á samskipti forystumanna Vesturveldanna og reyndar um heimsbyggđ alla um áratuga skeiđ en uppljóstranir Bandaríkjamannsins Edwards Snowdens.  Edward vann hjá verktaka á mála hjá NSA, National Security Agency, sem mun hafa veriđ stofnađ til eftir 9/11 2001, en ţá losnađi djöfullinn úr grindum.

Uppljóstranir ES bera vott um vćskilsleg viđhorf í Washington DC, ţar sem svikizt er aftan ađ nánustu bandamönnum, hvađ ţá öđrum, međ vćgđarlausum hlerunum frá kanzlara og niđur úr.  Ţeir, sem njósnađ er um, eru auđvitađ ekki allir hvítţvegnir englar, og stunda vafalítiđ margir hverjir svipađa iđju sjálfir, ţó ađ líklega ekki í svo miklu umfangi sem bandarísk stjórnvöld. 

Hvar er keppnisandinn og íţróttamennskan ađ gera sig sekan um slíka lágkúru ?  Siđleysiđ og tvískinnungurinn í Guđs eigin landi ríđur ekki viđ einteyming.  Sízt skal ţó halda ţví fram hér, ađ ađrir séu međ englavćngi.  Sé svo, eru ţeir a.m.k. anzi sviđnir orđnir.  Í Lundúnum hafa menn t.d. löngum ćriđ krćfir veriđ á sviđi njósna og afkóđunar dulmáls, eins og frćgt er frá viđureigninni viđ Ţriđja ríkiđ, en radarinn, leyniţjónustan og ráđning á dulkóđa Wehrmacht áttu drjúgan ţátt í ađ snúa taflinu viđ í hildarleik Síđari heimsstyrjaldarinnar.  

Edward Snowden virđist nú vera orđinn óvinur Bandaríkjanna nr 1 og var fyrir vikiđ um tíma eins og hundeltur héri, og forkólfur Pírata hérlendis lét um tíma sem hún ynni ađ ţví ađ útvega honum landvistarleyfi á Íslandi.  Hvers konar stjórnmálaástand hefđi ţá myndazt á milli BNA og Íslands ?  Frá ţví ađ Bandaríkjaher hvarf af Miđnesheiđi, hefur vinskapurinn ekki veriđ upp á marga fiska, og engu var líkara en Íslendingar vćru í ónáđ hjá Seđlabanka Bandaríkjanna áriđ 2008, ţegar hćst átti ađ hóa og landiđ var skiliđ eftir á flćđiskeri statt á međan ađrar Norđurlandaţjóđir, sem um ţađ báđu, fengu opna lánalínu frá "Federal Reserve" og til seđlabanka sinna. 

Framkoma Engilsaxa í Whitehall, í Englandsbanka, í Hvíta húsinu og Seđlabanka BNA gagnvart íslenzku ríkisstjórninni og Seđlabanka Íslands í október 2008 var fyrir neđan allar hellur og hefur enn ekki veriđ skýrđ ađ neinu marki fyrir íslenzku ţjóđinni. 

Ţađ verđur ennfremur ađ fást útskýring á ţví, hvers vegna brezka Verkamannaflokksstjórnin gerđi sér far um ađ gera Íslendingum allt til miska, sem hún gat, og magna ţann vanda, sem ađ fjármálakerfi Íslands steđjađi.  Brezka ríkisstjórnin lagđi lykkju á leiđ sína međ virkjun hryđjuverkalaga til ađ koma Íslandi á kné, á sama tíma og hún bjargađi öllum öđrum bönkum á brezkri grundu.  Ţetta er almenningi enn ráđgáta.  Bretar verđa ađ gera hreint fyrir sínum dyrum í ţessum efnum til ađ um heilt geti gróiđ á milli ţjóđanna.  Hafđi brezka leyniţjónustan upplýsingar, sem mönnum eru ekki haldbćrar á Íslandi enn ţann dag í dag ?  Ţađ er ekki allt sem sýnist og ekki unnt ađ útiloka neitt í ţessum efnum.     

Bandaríkjastjórn reyndi mikiđ til ađ hafa hendur í hári téđs Snowdens, en án árangurs, og leikur kattarins ađ músinni endađi međ ţví, ađ sjálfur Vladimir Putin skaut yfir Snowden tímabundnu skjólshúsi.  Niđurlćging hins hnignandi vesturheimska stórveldis varđ enn sárari fyrir vikiđ. 

Ţađ ţarf enga mannvitsbrekku til ađ geta sér til um fyrirćtlun Rússa.  Hún er ađ reka fleyg í samstöđu Vesturveldanna.  Ţjóđverjar eru mjög sárir vegna ţess vantrausts og jafnvel tortryggni, sem njósnir NSA og MI5 sýna, ađ ríkir í garđ endursameinađs Ţýzkalands á međal Engilsaxa, ţrátt fyrir fagurgala ţeirra.  Ţeir íhuga ţess vegna ađ skjóta yfir Snowden skjólshúsi, ţegar tími hans hjá Rússum verđur á enda runninn.  Ţađ yrđi óneitanlega sterkur leikur í ţeirri refskák, sem uppljóstranir Snowdens hafa fram kallađ, en yrđi fleinn í holdi vestrćnnar samvinnu, sem leitt gćti til upplausnar NATO.  Slíkur gjörningur ţjónar varla langtíma hagsmunum Ţýzkalands. 

Nú er komiđ í ljós, hverju ţessi ákafi viđ ađ handsama ţrjótinn Snowden sćtti.  Ţađ er svo mikiđ í húfi, ađ nauđsynlegt er ađ koma ţeim bođskapi greinilega til skila, ađ ţeir, sem íhuga ađ leka viđkvćmum upplýsingum út um hegđun bandarískra stjórnvalda, skuli hundeltir, ofsóttir og handteknir og Guđ má vita hvađ, hvar sem til ţeirra nćst. Ţetta er ófélegt viđhorf forystumanna forysturíkis lýđrćđisríkjanna í heiminum, ef satt er.

Um mánađamótin nóvember-desember 2013 kynntust Íslendingar ţví á eigin skinni, hvađ ţađ getur ţýtt, ađ persónulegar upplýsingar um fólk verđi fyrir hunda og manna fótum.  Ábyrgđarlaus varzla persónulegra gagna er hneyksli, en hvađ má ţá segja um tilraun til ađ breiđa yfir ósómann, sem virtist vera á ferđinni í upphafi ?  Allt verđur ţetta mál mun ömurlegra, ţegar fréttir berast af ţví 3. desember 2013, ađ tvisvar - ţrisvar sinnum á tveggja ára tímabili hafi međ nokkrum árangri veriđ ráđizt til atlögu viđ tölvukerfi viđkomandi símafyrirtćkis án ţess ađ gripiđ vćri til teljandi varna í kjölfariđ.  Slíkt andvaraleysi er vítavert og verđur ađ draga hćfni stjórnenda, sem slíkt láta henda sig, til ađ bera ábyrgđ á tćknilegri starfsemi og umsýslu viđkvćmra gagna fyrir fjölda fólks, í efa. Enn og aftur opinbera opinberir eftirlitsađilar algert haldleysi sitt.  Vissi Póst-og fjarskiptastofnun ekkert um fyrri árásirnar ?  Póst- og fjar virđist ekki hafa rennt grun í slćlega frammistöđu undir sínum verndarvćng.  Svariđ á ekki ađ vera ađ ausa fé í eftirlitiđ.  Ţvert á móti.  Ţađ á ađ draga úr fjárveitingum ţangađ, en auka kröfur um innra eftirlit og herđa viđurlög viđ brotum leyfishafa.  Lagarammi starfsemi símafyrirtćkjanna ber vott um veiklyndi.  Fyrir vanrćkslu af ţessu tagi eiga ađ liggja viđurlög um háar fébćtur til viđskiptavina og heimild til sviptingar rekstrarleyfis, ef allt keyrir um ţverbak.  Markađurinn mun reyndar vafalaust refsa viđkomandi grimmilega fyrir amlóđaháttinn.   

Bandaríkjamenn hafa bakađ grundvelli vestrćns lýđrćđis, frelsi einstaklingsins til athafna án ţess yfirvöldin horfi beinlínis yfir öxlina á honum, ómćlanlegt tjón.  Stóri bróđir Orson Wells frá 1984 er á međal vor í öllum sínum ömurleika.  Hvílík niđurlćging og siđleysi. 

Leyniţjónustur hafa stundađ ţennan óskunda ađ hlera símtöl frá ţví, ađ nýting á gagnmerkri uppfinningu Bells hófst.  Margir fleiri hafa gerzt sekir um hleranir og einnig sá, er hér knýr lyklaborđ.  Ţađ var fyrir hálfri öld, ţegar stráksi af einhverjum ástćđum var inni í bć og ekki sást til.  Ţá var lyft upp tóli og hlustađ á samtöl, einkum ef hringt var á vissa bći ţar í Vatnsdalnum, og förum ekki nánar út í ţađ, ađ hćtti Kristjáns Ólafssonar.

Hérlendis ţarf ađ sýna dómara fram á, ađ ríkir hagsmunir séu í húfi viđ rannsókn sakamáls og ađ líklegt sé, ađ hlerun símtala einstaklinga geti auđveldađ rannsókn og/eđa sönnunarfćrslu.  Ef rök eru tilfćrđ um, ađ ríkir almannahagsmunir séu í húfi, er líklegt, ađ dómari hlusti á ţađ og taki tillit til í dómsúrskurđi. 

Ţađ gefur auga leiđ, ađ hlerun hins opinbera á símtölum og samtölum innan veggja heimila međ upptökutćkjum, er alvarleg árás á friđhelgi einkalífs.  Persónuvernd er á yfirborđinu međ strangar kröfur um lögmćti símtalaupptöku og myndatöku hvers konar, en ţegar til kastanna kemur, er einkalíf almennings berskjaldađ og nánast ekkert einkalíf, ef einhverjum ţursum dettur í hug, ađ ţađ kunni ađ vera áhugavert fyrir hiđ opinbera ađ komast ađ, hvers kyns er.  Ţursar misnota hér tćknina skefjalaust, og hérlendis hafa ýmsir á tilfinningunni, ađ dómarar séu nokkuđ lausbeizlađir, ţegar saksóknarar standa andspćnis ţeim međ beiđni um rof á friđhelgi einkalífs.  Hér eru menn komnir út á hćttulega braut, og ekki sér fyrir endann á ţessari öfugţróun.   

Ţjóđverjar eru mörgum öđrum viđkvćmari í ţessum efnum, ţó ađ ţeir láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna.  Ţađ stafar af fortíđ ţýzku ţjóđarinnar á 20. öldinni, sem var rysjótt og stormasöm undir heimsveldissinnuđum keisara, foringja og ţýlyndra alrćđissinnađra stjórnmálaflokka, enda lénsskipulagiđ ţá ađ líđa undir lok, og hinar vinnandi stéttir borgara og verkamanna ađ taka viđ valdataumunum.  Miđstéttin var ađ brjótast til valda og ýta ađlinum til hliđar.  Ţađ kostađi blóđ, svita og tár. 

GESTAPO (Leyniţjónusta ríkislögreglunnar) hélt uppi öflugri upplýsingaöflun og persónunjósnum í Ţriđja ríkinu og hernumdum löndum Wehrmacht undir stjórn Heinrichs Himmlers, Ríkislögreglustjóra og ćđsta stjórnanda SS-varnarsveitanna (Schutzstaffel).  Međ ţessum hrikalegu valdatćkjum Ţriđja ríkisins var megniđ af Evrópu tekin hređjataki á stríđsárunum og ţjóđernishreinsanir framkvćmdar.  Ţađ eimir enn eftir af hugarfari ţjóđernishreinsana í Evrópu, sbr Balkanstríđiđ, hrćđilega, í lok 20. aldarinnar, og međferđina á Sígaunum (Rómafólki) víđa um Evrópu í upphafi 21. aldarinnar.     

STASI (Öryggislögregla ríkisina) í leppríki Ráđstjórnarríkjanna á hernámssvćđi Rússa í Ţýzkalandi var međ nefiđ ofan í hvers manns koppi í DDR og hélt uppi miklu snuđri vestan megin einnig.  Almenningur fór ekki varhluta af ţessu og var ákaflega var um sig og varkár í orđavali.  Ađ búa í einrćđisríki er ţrúgandi, af ţví ađ engum er ađ treysta, og Stóri bróđir gat leynzt alls stađar, og ţađ hefur veriđ gríđarlegur léttir fyrir ţýzku ţjóđarsálina ađ losna viđ ţessa andlegu kúgun.  Allt var ţađ framferđi valdhafanna fyrirlitlegt.  

Ţess vegna hefur ţađ veriđ reiđarslag fyrir Ţjóđverja nútímans ađ frétta af hlerunum Bandaríkjastjórnar á einkasíma kanzlara Ţýzkalands, hvađ ţá öđrum, öflugasta og einum nánasta bandamanni sínum.  Hvađ mega kaţólikkar heimsins segja núna, ţegar komiđ hefur í ljós, ađ páfinn í Róm er einnig fórnarlamb ţessara dćmalausu hlerana ?  Hvađ á ţetta eiginlega ađ ţýđa ?  Er ţetta fíflagangur óvita, sem kunna ekki međ öfluga tćkni ađ fara, svo ađ siđlegt sé ? 

Allt spratt ţetta upp eftir hryđjuverk ofstćkisfullra hatursmanna vestrćns frelsis og lýđrćđis, en viđbrögđin, hnýsnin, sem nú hefur veriđ flett ofan af, grefur undan grunngildum hins vestrćna heims.  Ţađ eru grunngildin, sem hryđjuverkamenn vilja feig.  Sjálfir eru ţeir andlega á steinaldarstigi.  Ţađ mun reynast skammgóđur vermir ađ hafa yfirburđi í tćkni, vísindum og hergögnum, ef sálarlífiđ er morkiđ og andinn vesćll.  

Umfang hlerana Bandaríkjamanna er međ ólíkindum og opinberar siđlausa embćttismenn í Guđs eigin landi.  Ţetta framferđi vitnar um rotnun og heigulshátt í forysturíki hins vestrćna heims.  Máliđ er ţess vegna grafalvarlegt, vegna ţess ađ engrar iđrunar og yfirbótar sér merki, eins og Ţjóđverjar ţó höfđu manndóm til ađ sýna, eftir ađ ţeir stofnuđu sitt Sambandslýđveldi áriđ 1949, Bundesrepublik Deutschland.  Forystumenn Ţjóđverja međ Dr Konrad Adenauer, kanzlara og fyrrverandi borgarstjóra í Köln, tóku af skariđ og lýstu óbeit og andúđ á gjörđum fyrirrennara sinna, og ţjóđin tók undir međ ţeim.  Engrar iđrunar verđur á hinn bóginn vart í Hvíta húsinu.  Slíkt er ills viti.  Forseti BNA varđ sér og ţjóđ sinni til minnkunar, ţegar hann sagđist vera hćttur í bili ađ hlera síma Angelu Merkel, en ekki sýndi hann iđrun, ţó ađ hann léti sem hann mundi ekki taka upp sömu háttsemi á ný.  Ţađ er vel skiljanlegt, ađ Ţjóđverjar kunni ekki ađ meta ţessa framkomu.      

Heimurinn allur er nú í hlutverki indíánanna, frumbyggja Norđur-Ameríku, sem áttu sér stórmerkilega menningu, en kúrekarnir léku hörmulega og kúguđu illilega.  Í ţetta sinn er ţó líklegast, ađ hin svívirđilega árás á einkalíf bandamanna Bandaríkjamanna verđi ađ bjúgverpli, sem hitti ţá sjálfa illa fyrir.  Hver ţarfnast óvina, sem á slíka vini ?  Siđbótar er ţörf.  Hvar er Marteinn Lúther nútímans ?  Er hann á róandi lyfjum og mun ţess vegna aldrei hafa sig neitt í frammi ?  Gerilsneyđing, andleysi og flatneskja rétttrúnađarins tröllríđur húsum.

Nú á vel viđ Heimsósómakvćđi Skáld-Sveins frá 1614 međ ţessu erindi:

"Vesöl og snauđ er veröld af ţessu klandri,

völdin efla flokkadrátt í landi,

harkamálin hyljast mold og sandi,

hamingjan bannar, ađ ţetta óhóf standi."

Heimsósómi Skáld-Sveins 1614

 

  

Ţýzkaland eftir 1989

 

    

      

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband