14.4.2015 | 10:56
Sólarhlöšur geta bętt hag Ķslands
Žjóšverjar hafa haft forystu ķ Evrópu, og žó aš vķšar vęri leitaš, um framleišslu, uppsetningu og notkun į sólarhlöšum. Žżzka rķkiš hefur nišurgreitt orkuveršiš frį sólarhlöšum, en žörfin į nišurgreišslunum hefur fariš minnkandi, reiknaš į hverja kWh, vegna tęknižróunar, sem leitt hefur af sér bętta orkunżtni sólarhlašanna og lęgri framleišslukostnaš žeirra.
Allt er žetta hluti af orkustefnu Žjóšverja, "Die Energiewende - Orkuvišsnśningurinn", žar sem Žjóšverjar berjast į tveimur vķgstöšvum ķ einu enn og aftur, fęrast mjög mikiš ķ fang, en nś eiga hvorki Reichswehr né Wehrmacht ķ hlut, og alls ekki Bundeswehr. Annars vegar fękka žeir nś kjarnorkuverum og ętla aš losa sig viš žau, og hins vegar stefna žeir aš mjög aukinni raforkuvinnslu śr endurnżjanlegum orkulindum, hingaš til ašallega vindi og sól.
Žetta hefur undanfarin įr fléttazt inn ķ žjóšaröryggismįl, žvķ aš stöšugt ašgengi allra žegnanna aš orku er lķfsnaušsynlegt hverju nśtķmažjóšfélagi, og rśssneski björninn hefur fyrir löngu įttaš sig į žvķ og reynt aš nżta sér žaš sér til óešlilegs įvinnings.
Orkustefna Žjóšverja hefur kostaš žį offjįr ķ nišurgreišslum og einna hęstu orkuverši til heimila og atvinnuvega, sem um getur ķ heiminum. Žessi herkostnašur Žżzkalands er lķklegast kominn yfir eina trilljón evra (žśsund milljarša) og veršur sennilega hęrri en kostnašurinn af endursameiningu Žżzkalands įšur en lżkur, enda mikiš ķ hśfi. Fall evrunnar um žessar mundir er Žjóšverjum žess vegna aš mörgu leyti kęrkomiš til aš rįša betur viš žennan "strķšskostnaš".
Žżzkur išnašur greip tękifęriš, sem ofurįherzla žżzkra stjórnvalda į endurnżjanlega orkugjafa bauš upp į į sviši žróunar og framleišslu į bśnaši, sem tengist raforkuvinnslu śr endurnżjanlegum orkulindum, t.d. framleišsla į ķhlutum fyrir og samsetning į vindmyllum og sólarhlöšum. Nś hefur angi žessarar starfsemi flotiš į fjörur Ķslendinga, žar sem flest bendir til, aš 3 kķsilmįlmverksmišjur og 1 hreinkķsilverkmišja muni hefja framleišslu hérlendis įšur en žessi įratugur er śti.
Um er aš ręša tvęr kķsilmįlmverksmišjur ķ Helguvķk:
- United Silicon: 4x35 MW, 85 kt/a, 60 manns, hollenzkir, danskir og ķslenzkir fjįrfestar, ofnframleišandi Tenova Pyromet ķ Sušur-Afrķku - 0,61 kt/MW, aflbirgir er Landsvirkjun, Landsnet leggur 132 kV įljaršstreng į milli Fitja og Helguvķkur. Strengurinn er frį Nexans ķ Hannover/Žżzkalandi
- Thorsil Silicon Metal Plant: 87 MW, 730 GWh/a, aflbirgir er Landsvirkjun, 54 kt/a, 160 manns - 0,64 kt/MW, 8392 klst/a, bśnašarbirgir ekki žekktur.
Ķ fljótu bragši viršast evrópskir fjįrfestar vera rķkjandi žarna, en evrópskir birgjar ekki koma mikiš viš sögu, žó aš annaš komi vęntanlega ķ ljós, žegar mįl skżrast, t.d. hjį Thorsil. Draga veršur ķ efa, aš uppgefin afltala hjį Thorsil-verksmišjunni eigi viš hįmarksafl, eins og oftast er žó, žegar annars er ekki getiš, heldur sé um einhvers konar mešalafl aš ręša, žvķ aš aš öšrum kosti fęst nżtingartķmi topps, sem vart er į annarra fęri en įlvera aš nį.
Framleišsluferlar įlvera og kķsilvera eru gjörólķkir. Įl er framleitt viš mjög stöšugt įlag meš rafgreiningu ķ hundrušum rafgreiningarkera ķ hverri verksmišju, en ķ hverju kķsilveri eru örfįir ljósbogaofnar, og ešli žeirra er, aš įlagiš sveiflast mjög mikiš, og er żmist nįnast straumrof ķ ofninum eša skammhlaup į milli rafskauta. Žessi hegšun er mjög "óholl" fyrir stofnkerfi raforkunnar og hefur ķ för meš sér óžolandi spennusveiflur og yfirsveiflur straums og spennu į mörgum tķšnum, sem valda auknum töpum ķ kerfinu. Mikilla, įreišanlegra og dżrra mótvęgisašgerša er krafizt ķ ašveitustöš kķsilveranna vegna žessa, og į stöšum meš tiltölulega lķtiš skammhlaupsafl, ž.e. veikar tengingar viš stórar virkjanir, eru mótvęgisašgeršir enn flóknari. Žaš er ekki sérlega hįtt skammhlaupsafl frį Svartsengis- og Reykjanesvirkjunum og öflug Suš-Vesturlķna er žess vegna brįšnaušsynleg žessum verksmišjum bęši til aflflutnings og til aš sjį fyrir stķfri spennu. Hér er samt įreišanlega um ögrandi rafmagnsverkfręšilegt višfangsefni aš ręša.
- Žrišja kķsilmįlmveriš (af žremur), og lķklega žaš, sem traustustum stendur fótum bęši fjįrhagslega og tęknilega, er PCC BakkiSilicon, og er ķ eigu PCC SE ķ Duisburg ķ Žżzkalandi. Žaš į aš framleiša 36 kt/a og uppgefiš afl er 58 MW eša 0,62 kt/MW. Žarna er bśiš aš semja viš bśnašarbirginn SMS Siemag ķ Düsseldorf fyrir MEUR 32 eša ISK 4,8 milljarša um alverktöku. Žarna eru žżzk įhrif rķkjandi bęši į mešal fjįrfestanna og birgjanna. SMS samsteypan į rętur allt aftir til įrsins 1819, og innan vébanda hennar eru nś grķšarlega öflug fyrirtęki.
Fjórša kķsilveriš, Silicor Materials, er sólarkķsilverksmišja, sem stašsetja į į Grundartanga. Žetta ver er ólķkt hinum žremur, žvķ aš žaš tekur viš kķsilmįlmi frį žeim eša öšrum og breytir honum ķ hreinkķsil, sem hentar t.d. fyrir sólarhlöšur. Eigandi er Hudson Green Energy ķ Bandarķkjunum (BNA). Upphaflega įtti aš stašsetja žessa verksmišju ķ Missisippi ķ BNA, en refsitollar į višskipti Kķna og BNA 2013 komu ķ veg fyrir žessa stašsetningu, og varš žį Grundartangi fyrir valinu. Kķna er grķšarlega stór markašur fyrir sólarhlöšur og efni ķ žęr. Silicor Materials hefur samiš viš žżzka tękjabirginn SMS Siemag AG um bśnaš fyrir ISK 70 milljarša, en heildarfjįrfesting Hudson Green Energy į Grundartanga er įętluš ISK 120 milljaršar. Įętluš śtflutningsveršmęti eru ISK 50 - 60 milljaršar, en afkastagetan veršur ašeins 19 kt/a. Framtķšarstörf į Grundartanga vegna Silicor Materials eru hins vegar įętluš 450 talsins. Žessar tölur sżna, aš Silicor Materials er ósambęrilegt fyrirbęri viš kķsilmįlmverin. Silicor Materials er mun fjįrmagns- og mannaflsfrekari, en meš tiltölulaga litla framleišslugetu. Raforkubirgjar eru Landsvirkjun og Orka nįttśrunnar. Aflžörf 85 MW (óstašfest).
Ef allt žetta gengur eftir, er ljóst, aš į Ķslandi veršur umtalsverš framleišsla į kķsilvörum įšur en žessi įratugur er allur. Žessi išnašur mun njóta góšs af tvķhliša višskiptasamningi Ķslands og Kķna įsamt veru Ķslands į Innri markaši EES. Žį viršast fjįrhagsleg og tęknileg tengsl Ķslands og Žżzkalands munu styrkjast meš žessari išnžróun. Įlišnašurinn er alfariš ķ eigu engilsaxneskra fyrirtękja ķ Noršur-Amerķku, en žessi nżi išnašur ber meš sér meira evrópskt svipmót og mun verša veruleg bśbót fyrir gjaldeyrisöflunina, sem ekki veitir af. Lķklega veršur umsetning išnašarins meiri en feršažjónustunnar, ef öll žessi įform ganga eftir, en mikill munur er į fjölbreytni starfanna, sem išnašurinn og feršažjónustan skapa, žvķ aš išnašurinn žarf marga og margvķslega išnašarmenn, tękni- og verkfręšinga til framleišslunnar og til mengunarvarna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dęgurmįl, Umhverfismįl, Višskipti og fjįrmįl | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.