Skrílrćđi eđa stjórnskipulegt lýđrćđi

Mótmćli á Austurvelli , feb-2010Píratar, vinstri grćnir o.fl. hafa dögum saman lagt leiđ sína niđur á Austurvöll í aprílmánuđi 2016 og efnt ţar til skrílsláta í anda stjórnleysingja (anarkista) og kommúnista, en báđir ţessir hópar fyrirlíta ţingrćđiđ og hafa í sögulegu samhengi notađ hvert tćkifćri til ađ kasta skít í tannhjól ţess.  

Ţađ er fullkomlega löglegt ađ safnast saman til friđsamlegra mótmćla, en ţegar ţau eru orđin hávađasöm, t.d. í grennd viđ hátíđahöld á Austurvelli ađ morgni 17. júní, eins og mjög hvimleitt dćmi er um, eđa valda stórfelldum sóđaskapi eđa jafnvel eignaskemmdum, ţá gegnir allt öđru máli.  Steininn tekur ţó úr, ţegar skrílslćti eiga sér stađ viđ Alţingishúsiđ á starfstíma ţess, og er beinlínis ćtlađ ađ trufla starfsfriđ ţingsins.  Slíkt er forkastanlegt, enda stjórnarskrárbrot, sem á alls ekki líđast.  Lögreglan ver ađ sönnu ţinghúsiđ gegn innrás, en ţegar hávađi upphefst ţar, eđa skríll tekur ađ fleygja matvćlum eđa öđru í átt ađ ţinghúsinu, ţá hefur stjórnlagabrot veriđ framiđ, sem útheimtir virkar lögregluađgerđir.  Kröfur fólks, sem rýfur friđhelgi Alţingis og raskar friđi ţess og frelsi, eru ađ engu hafandi, enda eru slík skrílslćti brot á 36. greinar Stjórnarskrárinnar. Slíkir afbrotamenn eru ómerkingar og ber ađ sćta hćfilegri refsingu eftir lögreglurannsókn og dómsuppkvađningu. 

Vantrauststillaga stjórnarandstöđunnar á fyrsta starfsdegi ríkisstjórnar Sigurđar Inga Jóhannssonar, dýralćknis, var felld međ 38 atkvćđum gegn 25, og ţar međ getur ríkisstjórnin starfađ út kjörtímabiliđ eđa svo lengi, sem hún hefur meirihlutafylgi á Alţingi.  Stjórnarandstađan lagđi samt fram ađra tillögu um kosningar strax, ţ.e. innan 45 daga, og var hún einnig kolfelld, en međ 37 gegn 26.  Í geđshrćringu mikilla atburđa og óláta gáfu ţingmenn stjórnarinnar ádrátt um styttingu kjörtímabilsins um eitt ţing, en ţađ er óţingrćđislegur gjörningur á međan ríkisstjórnin hefur traustan ţingmeirihluta. Ber ađ líta svo á, ađ ráđherrarnir telji sig ekki hafa traustan ţingmeirihluta á síđasta ţingi kjörtímabilsins.  Ţađ vćri miđur, ţví ađ ríkisstjórnin ţarf allt kjörtímabiliđ til ađ treysta í sessi ţćr ađgerđir, sem flokkarnir voru kosnir til og sem ţeir einsettu sér ađ vinna ađ allt kjörtímabiliđ. Má ţar nefna haftalosunina, umbćtur á skattakerfinu, sölu ríkiseigna, endurreisn heilbrigđiskerfisins, aukna fjölbreytni í menntakerfiđ og ađ auđvelda fólki ađ eignast sína fyrstu íbúđ. Offors stjórnarandstöđunnar eru ólýđrćđislegir tilburđir til ađ draga úr árangri ţessa stjórnarsamstarfs međ ţví ađ fćrri mál verđi til lykta leidd á kjörtímabilinu en efni stóđu til.

Ţađ hefđi ennfremur veriđ í hćsta máta óţingrćđislegt ađ ganga nú í vor til kosninga áđur en öll kurl eru komin til grafar í hinu mikla hitamáli, sem skók ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar, áđur en ný frambođ fá tćkifćri til ađ kynna sig almennilega, ofan í forsetakosningarnar og ţrátt fyrir, ađ báđir stjórnarflokkar kjósi helzt ađ halda samstarfinu áfram til ađ leiđa mikilvćg mál til lykta. Stjórnarandstađan er afar seinheppin í sínum málatilbúnađi, sem bendir til svipađrar hrakfallasögu á nćsta kjörtímabili og hinu síđasta (2009-2013), ef sömu flokkar ná ađ tćla pírata til fylgilags viđ sig eftir kosningar.  Nú er reyndar alveg eftir ađ sjá, hvernig pírötum mun ganga í sínum frambođsraunum í öllum kjördćmum landsins.  Ná ţeir ađ halda hópinn, eđa springur púđurtunnan undir sjórćningjunum.  Ţreyta er komin í samstarfiđ innan ţingflokksins og óvíst, ađ međferđ vinnusálfrćđingsins dugi, ţegar streita kosningabaráttunnar fer ađ segja til sín.  Fari Birgitta ţá ađ naga eins og rotta, en samkvćmt Helga Hrafni rćgir hún fólk "ţónokkuđ oft og mikiđ", ţá mun sjórćningjafleyiđ springa í loft upp áđur en ţađ kemst í höfn.  Kannski dugir andstćđingunum ţá ađ hitta á réttan stađ í einu skoti, eins og Bismarck tókst gegn Hood vestur af Íslandi 1941. 

Lögfrćđingurinn, Skúli Magnússon, gerđi breytilega lengd kjörtímabils ađ umrćđuefni 9. apríl 2016 í Morgunblađsgrein sinni:

"Stjórnskipulegt lýđrćđi og krafan um kosningar":

"Á allra síđustu dögum hafa ýmsir tekiđ svo til orđa, ađ ríkisstjórnin sé "rúin trausti" og í samfélaginu sé uppi "hávćr krafa" um, ađ gengiđ verđi til kosninga tafarlaust.  Er ţá yfirleitt vísađ til mótmćla almennings, einkum á Austurvelli, og mćlinga í skođanakönnunum.  Ekki fer á milli mála, ađ ţeir, sem hafa ţennan málflutning í frammi, telja sig fulltrúa lýđrćđislegra sjónarmiđa."

Ţađ er ekki í anda gildandi Stjórnarskráar ađ taka ákvörđun um Alţingiskosningar á grundvelli hávćrra mótmćla, ţar sem fullyrt er út í loftiđ, ađ stjórnin sé "rúin trausti", eđa á grundvelli skođanakannana, sem allar hafa sína annmarka, og eru alls ekki ígildi leynilegra kosninga. 

Ríkisstjórn, sem nýtur stuđnings meirihluta Alţingismanna, ber samkvćmt Stjórnarskrá ađ starfa út kjörtímabiliđ.  Meirihluti ţingsins getur hins vegar ákveđiđ ađ dagsetja kosningar áđur en kjörtímabilinu á ađ ljúka, en ţá ađeins, af ţví ađ hann treystir sér ekki til ađ styđja ríkisstjórnina lengur.  Annars gćtu ríkisstjórnarflokkar freistađ ţess ađ framlengja umbođ sitt, ţegar ţeir telja byrlega blása fyrir sig á međal kjósenda.  Slíkt er ekki sanngjarnt gagnvart stjórnarandstöđu og ekki í anda núverandi Stjórnarskráar.  Athugum, hvađ téđur Skúli skrifađi um ţetta:

"Af umfjöllun Ólafs (Dr Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi forsćtisráđherra - innsk. BJo) er hins vegar ljóst, ađ sú lýđrćđishugmynd, sem hér er vísađ til, gerir ekki ráđ fyrir ţví, ađ "almannaviljinn", eins og hann er mćldur eđa talinn af sumum vera á hverjum tíma, ráđi ferđinni í hverju og einu máli. Ţegar litiđ er yfir íslenzku stjórnarskrána, uppruna hennar og meginreglur, er ţannig ljóst, ađ hún byggist á ţeirri hugmynd, ađ vernd grundvallarréttinda, svo og skýrar og fyrirsjáanlegar leikreglur í anda réttarríkisins, séu bćđi forsenda lýđrćđislegrar ákvarđanatöku og setji ţeim mörk.  Međ öđrum orđum er íslenzk stjórnskipun reist á hugmynd um stjórnskipulegt lýđrćđi, sem líta má á sem andstćđu óhefts meirihlutarćđis, skrílrćđis og lýđhyggju (poppúlisma)."

Ţetta er merkileg lögfrćđileg niđurstađa, sem virđist vera rökrétt túlkun Stjórnarskráarinnar. Til ađ hnykkja á ţessu ţyrfti ađ bćta viđ einu ákvćđi í íslenzku Stjórnarskrána, sem er t.d. í ţeirri norsku, ţ.e. ađ kjörtímabiliđ séu 4 ár og hvorki ţinginu né ríkisstjórn sé heimilt ađ breyta ţví.  Ţađ mćtti hafa varnagla um, ađ forseti lýđveldisins hafi ţessa heimild, sem hann megi beita til styttingar eđa lengingar kjörtímabils um eitt ár vegna óviđráđanlegra ytri afla eđa vegna stjórnarkeppu.  Ađ ţingmenn geti međ pólitískum refshćtti og loddaraskap, af ţćginda- eđa hagkvćmnisástćđum, stytt kjörtímabiliđ, eru ekki góđir stjórnarhćttir.  Ţađ er hćtt viđ, ađ margur ţingmađurinn eigi eftir ađ sjá eftir ţví ađ hafa hvatt til ţessa óheillaráđs.

Skúli Magnússon klykkir út međ eftirfarandi, sem einnig geta orđiđ lokaorđin hér:

"Hver geta ţá veriđ rökin fyrir kröfunni um, ađ bođađ sé til kosninga áđur en stjórnarskráin gerir ráđ fyrir ţví, ađ svo sé gert ?  Frá sjónarhóli stjórnarskrárinnar og stjórnskipulegs lýđrćđis eru slík rök vandfundin." Unnur Brá Konráđsdóttir


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörđur Ţormar

Gleymum ţví ekki ađ Sigmundur Davíđ flaug eins og fuglinn Fönix upp úr  ösku búsáhaldabyltingarinnar, nú er hann brunninn til ösku í eldi fjölmiđlafárs.

Mun einhver nýr Fönix fljúga upp úr ţeirri ösku, t.d. Birgitta Jónsdóttir eđa einhver henni líkur?

Ekki lýst mér á ţađ.

Hörđur Ţormar, 13.4.2016 kl. 14:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ţingkosningar eiga einfaldlega ađ vera á áćtlun voriđ 2017.  Óţolinmóđir nú geta alveg jafnt beđiđ og óţolinmóđir áriđ 2012. 
Ţegar upp er stađiđ munu hvort sem er öll frambođ grćđa á ţví ađ hafa nćgan tíma til ţess ađ undirbúa sig fyrir kosningar.

Kolbrún Hilmars, 13.4.2016 kl. 17:14

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hárrétt athugađ, Hörđur Ţormar.  Í skáldlegu ljósi má líta á uppgang SDG úr svađi Búsáhaldabyltingarinnar sem fuglinn Fönix, sem flaug of nćrri sólinni (ofmetnađist ?) og féll brenndur til pólitísks ólífis til jarđar.  Allt nýjabrum er fariđ af stjórnleysingjanum Birgittu Jónsdóttur, og ég hygg, ađ fólk sé búiđ ađ fá nóg af fúkyrđaflauminum, sem frá henni streymir í pontu Alţingis.  Hún er líklega ţegar "rúin trausti", ţví ađ hinir stjórnleysingjarnir eru búnir ađ fá nóg af óheiđarlegri framkomu hennar.

Einmitt, Kolbrún Hilmars.  Samkvćmt Stjórnarskrá er kjörtímabiliđ 4 ár, og stjórnmálamenn mega ekki semja um styttingu á ţví svo lengi sem starfhćf ríkisstjórn er viđ völd.  Tilbođ stjórnarinnar um styttingu var enda skilyrt viđ afgreiđslu ţingmála, sem ćtlunin var ađ afgreiđa á kjörtímabilinu.  Nú er stjórnarandstađan ađ klúđra ţví, og ţá getur engin stytting orđiđ.

Bjarni Jónsson, 13.4.2016 kl. 18:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband