Ríkjandi stétt í tilvistarvanda

Um öll Vesturlönd nćđir um valdhafa og forystu hefđbundinna valdaflokka, ţótt í stjórnarandstöđu sé.  Ísland er ţar engin undantekning. Lítiđ umburđarlyndi gagnvart valdhöfum er tímanna tákn. Ýmsar kenningar hafa veriđ settar fram til skýringa á ţessari óvenjulegu stöđu, sem einhverjir spekingar kynnu ađ kalla "postmoderníska", en fáir eru nokkru nćr međ ţann orđalepp.

Taugaveiklun stjórnarandstöđunnar á Íslandi birtist ljóslega, ţegar stjórnarkreppa vofđi yfir á Íslandi í kjölfar Fésbókarfćrslu SDG ţann 5. apríl 2016, en ţá skaut hann yfir markiđ međ ţví ađ stilla bćđi forseta lýđveldisins og ţingflokki sjálfstćđismanna upp viđ vegg auk ţess ađ móđga sinn eigin ţingflokk.  Ţví fer fjarri, ađ stjórnarandstađan hafi hreinan skjöld varđandi aflandsfélög.  T.d. reyndist innsti koppur í búri Samfylkingar, gjaldkerinn, hafa siglt undir fölsku flaggi, vera erkikapítalisti og dylja félagana ţess ađ vera eigandi aflandsfélags. Orđrómur er um, ađ háttsettir menn innan verkalýđshreyfingarinnar úr röđum stjórnarandstöđuflokkanna séu á međal eigenda aflandsfélaga.  Ţađ vćri óskandi, ađ nöfn allra ţessara íslenzku eigenda verđi birt sem fyrst, svo ađ hreinsa megi andrúmsloftiđ.  

Algeng skýring erlendis er, ađ "elítan", hafi misst traust almennings og trúverđugleika á flestum sviđum međ mistökum sínum, úrrćđaleysi og jafnvel spillingu. Á dögum borgarabyltinga 17. aldar (England), 18. aldar (Frakkland) og 19. aldar (Norđurlönd) var talađ um úrkynjun ađalsins. Borgarar og bćndur veltu ađlinum úr sessi.  Á Íslandi voru yfir 90 % mannskapsins leiguliđar og ţurrabúđarmenn.  Ţeir eignuđust loks jarđirnar og bátana á 19. og 20. öld, og sú breyting leiddi til kjarabyltingar á Íslandi. Hvađ nú, er byltingarhugur í almúganum á Íslandi ?   

Á Íslandi hefur stéttaskiptingunni stundum veriđ lýst svo af alţýđu manna, ađ hrossatađskögglarnir fljóti jafnan ofan á, en menntakerfiđ hefur mjög dregiđ úr stéttaskiptingu á Íslandi. Á sumum vettvöngum ţjóđfélagsins er ţó erfitt ađ mótmćla ţessu međ hrossatađskögglana, en annars stađar á ţessi myndlíking ekki viđ, ţví ađ viđ stjórn eru víđa hinir mćtustu menn og fremstir á međal jafningja, eđa eins og Rómverjar kölluđu Octavianus, sem síđar varđ Augustus, fyrsti keisari Rómarveldis, "Primus inter Pares".

Einn ţeirra, sem hefur lagt sitt lóđ á vogarskálarnar viđ ađ leita skýringa á ţjóđfélagsstöđunni, sem viđ blasir, er prófessor Ívar Jónsson í Morgunblađsgrein 24. október 2015.  Ţar skrifađi hann m.a.:

"Ógćfa Sjálfstćđisflokksins stafar af ţví ađ hafa lagt ofuráherzlu á ađ tileinka sér engilsaxneska nýfrjálshyggju Thatcherismans í stađ ţýzkrar nýfrjálshyggju Ordoliberalismans, sem leggur höfuđáherzlu á ađ tryggja samkeppni og réttlćti međ sérstökum ađgerđum og regluverki gegn fákeppni.  Um leiđ er markmiđiđ ađ stemma stigu viđ samţjöppun efnahagslegs og stjórnmálalegs valds einokunar- og fákeppnisfyrirtćkja.

Umrćđa um slíka nýfrjálshyggju var áberandi í Sjálfstćđisflokkinum á 6. áratuginum og Viđreisnarárunum, og ţar var fremstur í flokki hugmyndafrćđingurinn Birgir Kjaran, ritstjóri Frjálsrar verslunar.  Á ţeim árum einkenndist stefna Sjálfstćđisflokksins af raunsći og pragmatisma, en ekki hreinni hugmyndafrćđi.  Útgangspunkturinn var samfélagsleg ábyrgđ, sem fólst í áherzlum á hagsmuni ţjóđarinnar, stétt međ stétt, frjálsri verzlun, raunverulegri samkeppni og umhverfisvernd grćnu byltingarinnar."

Ţađ er gott og blessađ ađ rifja upp forna dýrđartíma Sjálfstćđisflokksins frá valdatíma Ólafs Thórs og Bjarna Benediktssonar, eldri.  Flokkurinn sló ţá á strengi, sem endurómuđu í brjóstum ţjóđar, sem var ađ feta sig áfram á braut sjálfstćđis, og var ţá enn eftirbátur margra í lífskjörum, enda ríkti hér harđsvírađ haftakerfi, sem vinstri flokkarnir höfđu smeygt um háls ţjóđarinnar í Kreppunni miklu, og Sjálfstćđisflokkurinn einn flokka barđist gegn og afnam síđan ađ mestu međ Alţýđuflokkinum í upphafi valdaferils Viđreisnarstjórnarinnar 1959-1971. Viđreisnarstjórnin er líklega sú ríkisstjórn Íslands, sem mestum vatnaskilum olli í hagkerfinu á 20. öld til hagsbóta fyrir almenning. Núverandi ríkisstjórn međ Bjarna Benediktsson, yngri, sem fjármála- og efnahgsráđherra er ţegar orđin sú ríkisstjórn, sem mestum hagsbótum hefur komiđ í kring fyrir almenning á fyrstu tveimur áratugum 21. aldarinnar.  Afrek hennar međ uppgjöri viđ slitabú föllnu bankanna til ađ greiđa fyrir afnámi gjaldeyrishafta verđur seint fullţakkađ.

Til ađ fást viđ vandamál nútímans dugir hins vegar ekki ađ horfa til fortíđar, ţótt hún sé glćst á köflum.  Ţađ er ekki nóg ađ beita gömlum ráđum á viđfangsefni nútímans, ţó ađ hugmyndafrćđi Ludwigs Erhards og Konrads Adenauers um ađ stöđva svartamarkađsbrask í Vestur-Ţýzkalandi eftirstríđsáranna og ađ stemma stigu viđ auđsöfnun og valdasamţjöppun međ valdbeitingu ríkisins til ađ sundra risum á markađinum til ađ tryggja frjálsa samkeppni, hafi gefizt vel í Vestur-Ţýzkalandi eftir fall Ţriđja ríkisins og geti áreiđanlega veriđ gagnleg á Íslandi nútímans einnig ađ breyttu breytanda. 

Nú dugir fólki ţó ekki lengur efnaleg velferđ, heldur vill ţađ móta samfélag sitt međ ţví ađ koma ađ ákvarđanatöku.  Ţađ er brýnt ađ svara ţessu međ ţví ađ móta reglur um atkvćđagreiđslur í nćrsamfélaginu og um málefni ríkisins á netinu, og nýta ţannig tćknina til eflingar lýđrćđinu, svo ađ ţađ nái ađ ţróast án óheyrilegs kostnađar, sem atkvćđagreiđslum međ pappír og blýanti upp á gamla móđinn fylgir.  Sjálfstćđisflokkinum vćri í lófa lagiđ ađ ríđa hér á vađiđ í einu af sveitarfélögunum, ţar sem hann hefur einn fariđ međ völdin um langt árabil. 

Síđar í grein sinni,

"Sjálfstćđisflokkur í sjálfheldu - Fjórflokkurinn í kreppu", segir Ívar Jónsson:

"Samkvćmt stefnuskrá Pírata eru ţau ekki andvíg verđtryggingu lána, en vilja kanna lögmćti verđtryggingarinnar.  Ţau vilja lögfesta lágmarkslaun, en styđja ekki afgerandi skipulagsprinsipp norrćns velferđarkerfis, ţ.e. jafnan rétt til ađstođar óháđ tekjum viđkomandi.  Ţau eru opin fyrir nýfrjálshyggjukerfi međ tilheyrandi mati á ţörf hvers og eins.  Píratar vilja einnig auka einkavćđingu velferđarkerfisins međ ţví ađ styrkja hlut einkafyrirtćkja í kerfinu til ađ minnka skrifrćđi í kerfinu.  Ţau vilja einfalda skattakerfiđ, en skýra ekki, hvernig ţau vilja gera ţađ, eđa hvort ţađ feli í sér andstöđu viđ skattakerfi, sem byggist á mörgum stighćkkandi skattţrepum. Ţá má nefna, ađ Píratar hafa ekki stefnu í vaxtamálum, og ţau eru ekki andvíg hávaxtastefnu nýfrjálshyggjunnar.  Loks hafa ţau enga skýra stefnu gegn fákeppnisfyrirtćkjum."

Hér orkar margt tvímćlis hjá prófessor Ívari.  Út af fyrir sig ćttu Píratar, sem eru uppreisnarflokkur gegn ríkjandi stétt, ađ geta tekiđ undir hiđ gamla slagorđ sjálfstćđismanna, "Bákniđ burt", og ţess vegna kemur ekki á óvart, ađ ţeir vilji einfalda opinbera stjórnsýslu og ţar međ skattakerfiđ, sem reyndar er og hefur veriđ í einföldunarferli á ţessu kjörtímabili, ţó ađ óskandi vćri, ađ Sjálfstćđisflokkinum hefđi orđiđ betur ágengt međ samstarfsflokkinn í ţeim efnum en raun ber vitni um. Ef kjósendur veita pírötum verulegt brautargengi í nćstu Alţingiskosningum, blasir viđ, ađ Sjálfstćđisflokkurinn gćti hugmyndafrćđilega og fylgislega myndađ tveggja flokka ríkisstjórn međ pírötum, en hvort slíkt verđur raunhćft fer eftir ţví, hvernig ţingflokkur pírata verđur skipađur.  Ţessi hreyfing stjórnleysingja er enn ađ mestu óskrifađ blađ, en eđli málsins samkvćmt eiga stjórnleysingjar meira sameiginlegt međ frjálshyggjumönnum en forrćđishyggjufólki, sem leynt og ljóst vinnur ađ útţenslu báknsins.  

Jafnađarstefnan hefur gjörsamlega gengiđ sér til húđar á Vesturlöndum, og hún er alls óskyld hinni ţýzku markađshyggju međ félagslegu ívafi. Ađ allir fái sömu bćtur úr ríkissjóđi án tillits til efnahags er hagfrćđilegt óráđ.  Ţá yrđu upphćđirnir svo lágar, ađ ţeir, sem virkilega ţurfa á öryggisneti hins opinbera ađ halda, stćđu í sömu sporum í sinni neyđ. Ţetta jafnađarkerfi er löngu hruniđ hvarvetna, enda var ţađ hagfrćđilegt óráđ. Öldrunarsamfélög Vesturlanda hafa ekki lengur efni á jafnađarmönnum viđ völd.  Ţess vegna hrynur af ţeim fylgiđ.

Dćmi um óréttlćtiđ, sem í ţessu felst, er fyrirćtlun félagsmálaráđherra ađ hćkka fćđingarorlofsfé miđlungs- og hátekjumanna, en láta ungar mćđur, sem ekki hafa veriđ á vinnumarkađinum, liggja óbćttar hjá garđi.  Ţađ er fullkomin ósvinna, ađ samfélagiđ skuli ekki fremur kjósa, og ţađ strax, ađ leggja út öryggisnet sitt til slíkra mćđra, hvort sem ţćr eru einhleypar eđur ei, og greiđa ţeim fćđingarorlofsfé, sem dugir til ađ framfleyta slíkum mćđginum eđa mćđgum.  

Prófessor Ívar klínir mörgu á nýfrjálshyggjuna, sem hún á ekki.  Eitt er hávaxtastefnan.  Nú ríkir fyrrverandi Trotzkyisti í Seđlabankanum viđ misjafnan orđstír, mađur, sem sóttur var til Basel í Sviss, af ţví ađ hann var ekki talinn hallur undir "nýfrjálshyggju", heldur hafđi starfađ fyrir dr Ólaf Ragnar Grímsson, ţáverandi fjármálaráđherra og formann Alţýđubandalagsins (Alţýjasleifarlagsins). Hann versnađi ţó varla viđ ađ vinna fyrir dr Ólaf. 

Ţessi mađur hefur ásamt sinni peningastefnunefnd haldiđ raunvöxtum í landinu í hćstu hćđum, svo háum, ađ menn hafa aldrei séđ annađ eins, og er líklega heimsmet sem međaltal í 3 ár og gerir öllum atvinnurekstri erfitt fyrir, svo ađ ekki sé nú minnzt á kaupendur sinnar fyrstu íbúđar. Gagnsemin er mjög umdeilanleg viđ ríkjandi stöđnun og jafnvel verđhjöđnun erlendis. Verđbólguspá Seđlabankans undir stjórn ţessa manns hefur reynzt vera kerfisbundiđ allt of há, og hefur bankinn ţannig orđiđ sekur um ađ skapa allt of miklar verđbólguvćntingar í ţjóđfélaginu, sem eru ţensluhvetjandi.  Hávaxtastefna dregur úr hagvexti, og ţađ er ţess vegna órökrétt ađ klína henni á nýfrjálshyggju. Fjármálakerfiđ hefur ekki frekar reynzt skjólstćđingur frjálshyggjumanna en jafnađarmanna, nema síđur sé, sbr tímabiliđ 2003-2008 á Íslandi.  

Ţví skal mótmćla međ vísun í Landsfundarsamţykkt Sjálfstćđisflokksins 2015, ađ nýfrjálshyggja eigi sér heimilisfesti í flokkinum. Stefnu Sjálfstćđisflokksins svipar, ef eitthvađ er, meira til markađshyggju međ félagslegu ívafi í anda CDU í Ţýzkalandi en til Thatcherisma eđa Reaganisma, en ţau tvö hafa mest veriđ kennd viđ nýfrjálshyggju á Vesturlöndum undanfarna áratugi. 

Í lok greinar sinnar skrifar téđur Ívar Jónsson:

"Ţađ er ţví ekki sjáanleg nein alvarleg ógn viđ núverandi nýfrjálshyggjukerfi.  Líklegt er ţví, ađ pólitísk óvissa ríki áfram og ađ Fjórflokknum muni halda áfram ađ hnigna, nema ef ske kynni, ađ ţau öfl eflist innan Sjálfstćđisflokksins, sem vilja fara ţýzku nýfrjálshyggjuleiđina." 

Ef prófessor Ívar telur vísitölutryggingu fjárskuldbindinga verđskulda heitiđ "núverandi nýfrjálshyggjukerfi", ţá verđur ađ benda honum á, ađ lögin um hana, Ólafslög, eru kennd viđ fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og forsćtisráđherra, prófessor Ólaf Jóhannesson, og ađ fyrsta tćra vinstri stjórn lýđveldisins, 2009-2013, virtist engan áhuga hafa á ađ draga úr vísitölutengingum, hvađ ţá ađ afnema ţćr, enda reyndist sú ríkisstjórn draga taum alţjóđlegs fjármálavalds í hvívetna. 

Vísitölutengingar í einu hagkerfi eru sjúkdómseinkenni, en ekki sjúkdómur. Sjúkdómurinn er óstöđugt hagkerfi.  Íslenzka hagkerfiđ er nú betur í stakk búiđ en nokkru sinni fyrr ađ fóstra stöđugleika.  Ţađ er vegna fjölbreytilegra og stórra tekjustofna í erlendri mynt. Jón Daníelsson, frćđimađur viđ London School of Economics, er međ athygliverđar kenningar um, ađ hávaxtastefna Seđlabanka Íslands vinni gegn stöđugleikamarkmiđum ríkisstjórnarinnar. 

Frelsi innlánseigenda og lántakenda til ađ velja á milli verđtryggđra og óverđtryggđra skuldbindinga hefur veriđ aukiđ, og stefnumiđiđ hlýtur ađ vera, ađ hér verđi slíkur stöđugleiki í hagkerfinu, ađ vísitölutengingar verđi óţarfar til skemmri og lengri tíma.  Hingađ til virđist markađurinn ţó ekki hafa viljađ útrýma verđtryggingu. Fullt valfrelsi í ţeim efnum er eđlilegt. 

Sú almenna krafa ađ fá meiri ađkomu ađ ákvörđunum um málefni, sem almenningur ber fyrir brjósti, hefur myndađ sér farveg í Pírötum.  Slíkt beint lýđrćđi á sér góđan samhljóm í grunngildum Sjálfstćđisflokksins um einstaklingsfrelsi til orđs og ćđis.  Hér, eins og í öllum öđrum málum, er varđa Stjórnarskrána, er hins vegar nauđsynlegt ađ vanda til verka, og fúskarar eiga ekki ađ fá ađ véla um hana, heldur verđur ađ fá verkefniđ stjórnlagafrćđingum, svo ađ fullt samrćmi verđi innan Stjórnarskrárinnar eftir sem áđur, og svo ađ ákvćđin um ţjóđaratkvćđagreiđslu verđi hafin yfir allan vafa, séu sanngjörn og leiđi ekki til öngţveitis eđa mikilla viđbótar útgjalda.  

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband