Vakna ţú mín Ţyrnirós

"Sofa forystumenn flugţjóđar af sér flugiđ ?", er heiti forystugreinar Morgunblađsins 29. ágúst 2016.  Hún hefst ţannig:

"Á dögunum gerđist sá undarlegi atburđur, ađ undirritađ var afsal um sölu á landi viđ Reykjavíkurflugvöll til Reykjavíkurborgar.  Seljandinn var ríkiđ, og er máliđ ţeim mun sérkennilegra, ţegar haft er í huga, ađ máliđ tengist lokun neyđarbrautarinnar og framtíđ flugvallarins í Vatnsmýrinni, sem nú er mjög til umrćđu; m.a. sá möguleiki, ađ ţingiđ grípi inn í og tryggi framtíđ flugvallarins."

Fjármála- og efnahagsráđherra birti ţann 26. ágúst 2016 yfirlýsingu "vegna sölu á landi í Skerjafirđi".  Af henni er ljóst, ađ ráđherrann telur ráđuneyti sitt vera bundiđ af samkomulagi fyrirrennara síns frá í marz 2013 og dómi Hćstaréttar ţann 9. júní 2016 í máli nr 268/2016, ţar sem "fallizt var á kröfu Reykjavíkurborgar um, ađ íslenzka ríkinu vćri gert skylt ađ loka NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar.  Í kjölfar niđurstöđunnar var Isavia ohf faliđ ađ hálfu innanríkisráđuneytisins ađ loka flugbrautinni og taka hana úr notkun. .... Samkvćmt ákvćđum samningsins kom fram, ađ ţegar brautinni yrđi formlega lokađ, myndi ríkiđ afsala Reykjavíkurborg rúmlega 11 ha svćđi undir suđurhluta brautarinnar." 

Ljóst er, ađ spyrna ţarf viđ fótum, og getur rokiđ úr, ţegar ţađ er gert.  Ţađ hvílir sú lagaskylda á ríkisstjórninni ađ leita heimildar Alţingis fyrir sölu á hvers konar eigum ríkisins.  Samkvćmt grein í Morgunblađinu í viku 34/2016, síđustu viku, eftir fyrrverandi Hćstaréttardómara, Jón Steinar Gunnlaugsson, dugar ákvćđi í fjárlögum ekki eitt og sér til ţess, og vísađi hann til samdóma álits frćđimanna á sviđi lögfrćđi í ţessum efnum. 

Í dag, 30. ágúst 2016, birtist ítarlegri grein í Morgunblađinu um ţetta efni, ţar sem hann ítrekar, ađ hefđ framkvćmdavaldsins um ađ láta ákvćđi fjárlaga duga, ţegar kemur ađ sölu fasteigna ríkisins, dragi ekki úr gildi 40. greinar Stjórnarskrárinnar, heldur sé áfellisdómur yfir stjórnsýslunni, sem sniđgangi Stjórnarskrána.  Nú skal vitna í grein Jóns, 30.08.2016:

"Minnisblađ fjármálaráđherra um afsal lands":

"Fráleitt er ađ halda ţví fram, ađ í ţessum orđum [Hćstaréttar] hafi falizt dómur um, ađ ekki ţyrfti ađ uppfylla kröfuna í 40. gr. stjórnarskrár, ţegar slíkur samningur yrđi gerđur [um afsal lands].  .... Í slíkri skuldbindingu felst ţá fyrirheit um, ađ ţess verđi freistađ ađ uppfylla lagaskilyrđi fyrir afsali fasteignar á ţann veg, sem stjórnarskrá mćlir fyrir um.

Ţađ fćr ţví ekki stađizt, ađ í dómi Hćstaréttar 9. júní sl. hafi falizt ţau stórtíđindiađ 40. gr. stjórnarskrár hafi veriđ breytt á ţann veg, sem fjármálaráđherra nú heldur fram." 

Ţarna var augljós viđspyrnumöguleiki fyrir ráđherrann, ef hann vildi halda í heiđri stuđningsyfirlýsingu Landsfundar Sjálfstćđisflokksins viđ Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni međ ţremur flugbrautum.  Hann gat lagt fram frumvarp til laga fyrir Alţingi um ađ banna sölu á umrćddu landi. Ţađ hefđi ađ líkindum veriđ samţykkt, og ţar međ hefđi samsćriđ gegn Vatnsmýrarvelli falliđ, eins og spilaborg. 

40. gr. Stjórnarskrár hljóđar svo:

"Engan skatt má á leggja né breyta né af taka, nema međ lögum.  Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkiđ né selja eđa međ öđru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt ţeirra, nema samkvćmt lagaheimild."

Nú verđa ţingmenn, sem óska endurkjörs, ađ draga af sér slyđruna og gera ţćr ráđstafanir strax, sem ţeir telja duga til ađ tryggja starfsemi flugs og flugtengdrar ţjónustu í Vatnsmýrinni á ţremur flugbrautum.  Ţar kemur til greina ađ taka af öll tvímćli um heimildarleysi til landsölunnar í Skerjafirđi međ ţví ađ leggja fram frumvarp til laga, sem bannar alla landsölu ríkislands viđ flugvelli landsins án sérstakrar lagasetningar til viđbótar viđ fjárlög.  Slík lagasetning mundi styrkja málflutning fyrir dómstólum um riftun hins alrćmda afsals á ţeim grundvelli, ađ gjörninginn skorti lagastođ.  Ţeir ţingmenn, sem nú bíta í skjaldarrendurnar, auka líkur sínar á endurkjöri, en hinir mega biđja Guđ um ađ gleypa sig. 

Ţađ eru fleiri en ţingmenn eins og fljótandi ađ feigđarósi í ţessu flugvallarmáli.  Ţorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, sem sér um sjúkraflutninga í lofti, nefnir Samband íslenzkra sveitarfélaga í ţví sambandi, sem ekki virđist hafa lyft litla fingri til stuđnings baráttunnar gegn skertri nothćfni Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. 

Hann ber kvíđboga fyrir vetrinum vegna sjúkraflugs, sem skiliđ getur á milli lífs og dauđa.  Vegna slćmra lendingarskilyrđa í Reykjavík á tveimur brautum, sem eftir standa í rekstri, kann svo ađ fara, ađ ekki verđi flogiđ í tćka tíđ, ţó ađ lendingarhćft sé á Neyđarbrautinni.  Hann sér fyrir sér mikinn háska í sumum ţeim 100-200 flugferđum ađ vetri, sem flokkađar eru sem forgangsflugferđir.  Tćplega 20 % fjölgun er á sjúkraflugum ţessi misserin frá ári til árs. 

Ađ búiđ skuli vera ađ stefna öryggismálum landsmanna allra í ţvílíkt uppnám međ "salami-ađferđinni" og bandalagi vinstri flokkanna, bćđi í borgarstjórn og á Alţingi, viđ byggingarverktaka í Reykjavík, er ţyngra en tárum taki.  Viđ svo búiđ má ekki standa.

Í lok téđrar forystugreinar stendur:

"Ţađ er löngu tímabćrt, ađ Alţingi taki í taumana og komi í veg fyrir, ađ innanlandsflugiđ renni landsmönnum úr greipum fyrir einhvern óskiljanlegan sofandahátt gagnvart hatrammri baráttu fámenns en útsmogins hóps andstćđinga flugsins." 

Fyrir tilstilli slćmrar lögfrćđilegrar ráđgjafar hefur fjármála- og efnahagsráđherra orđiđ á í messunni varđandi landsölu í Skerjafirđi til Reykjavíkurborgar.  Ţađ er enn hćgt ađ bćta fyrir ţađ.  Vilji er allt, sem ţarf.  Óhjákvćmilegt virđist ađ höfđa mál gegn ríkinu fyrir brot gegn 40. gr. Stjórnarskrár í téđu afsalsmáli. 

150787boeing


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Ţađ verđur aldrei frá honum Bjarna Ben tekiđ ađ hann er klaufi og ađ stökkva til á fyrsta degi til ađ samţykkja ruggliđ í sérfrćđingi í vitleysisgangi og leiđindum sem og konukjána sem lét svartan dólg hrekja sig úr embćtti okkur öllum til háđungar, er ekki til frama falliđ. 

En Dagur kemur ađ kvöldi. 

Hrólfur Ţ Hraundal, 30.8.2016 kl. 12:22

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ég er ósammála mati ţínu, Hrólfur Hraundal, á störfum núverandi fjármála- og efnahagsráđherra.  Miklu fremur tel ég téđan fingurbrjót vera undantekninguna, sem sanni regluna um vönduđ vinnubrögđ og farsćlan feril hans á ţessu kjörtímabili.  Fyrir ţennan fingurbrjót var ég ţeirrar skođunar, ađ hann vćri sá bezti í stóli fjármálaráđherra lýđveldistímans.  Hann getur enn bćtt úr skák.  Mey skal ađ morgni lofa, segir karlrembulegt máltćki.

Bjarni Jónsson, 30.8.2016 kl. 13:37

3 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Margt gott hjá ţér Bjarni Jónsson og ţökk fyrir ţađ.  En  hef ekki haldi öđru fram en ađ Bjarni Ben  vćri góđur fjármála ráđherra,  en leiđtogi er hann eigin.

Hrólfur Ţ Hraundal, 30.8.2016 kl. 14:41

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ţú ert nokkuđ dómharđur, Hrólfur.  Ţađ er engin einhlít mćlistika til á leiđtoga stjórnmálaflokks.  Einu sinni var ţessu hlutverki líkt viđ hlutverk skipstjóra á fiskiskipi.  Karlinn í brúnni verđur ađ fiska, annars lćtur útgerđin hann róa.  BB tók viđ formennskunni á mjög erfiđum tíma í sögu Sjálfstćđisflokksins.  Honum verđur ekki kennt um ţađ, ađ flokkurinn nýtur nú minna fylgis en oft áđur.  Ef viđ lítum til útlanda, getum viđ sagt, ađ miđađ viđ hina sögulegu ţróun svipađra stjórnmálaflokka standi flokkurinn bćrilega. 

Á mćlikvarđa stjórnunarfrćđinnar er BB góđur leiđtogi.   Hann er "Primus inter Pares", eins og Oktavianus áđur en hann varđ Augustus, keisari.   Ef ţú lítur yfir sviđiđ, ţá sérđ ţú algera flatneskju hjá hinum stjórnmálaflokkunum. BB ber af öđrum í ţeim samanburđi; hann skín sem gull hjá eiri.   

Bjarni Jónsson, 30.8.2016 kl. 21:05

5 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Takk Bjarni jónsson.

Hrólfur Ţ Hraundal, 30.8.2016 kl. 21:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband