Mannvonzka og lygar í öndvegi Rússaveldis

Ađ ganga fram međ grimmúđlegu og miskunnarlausu nýlendustríđi á hendur fullvalda lýđrćđisríki í Evrópu áriđ 2022 er geđveikislegt, enda er ţađ réttlćtt af árásaröflunum međ fjarstćđum á borđ viđ upprćtingu nazisma, og ađ fórnarlambiđ eigi ađ vera nýlenda "mikilfenglegs Rússlands" af sögulegum ástćđum og međ fáránlegum söguskýringum. Ţessir atburđir eru svo alvarlegir, ađ ţeir hafa sameinađ drjúgan hluta heimsbyggđarinnar undir merkjum Vesturlanda og NATO.  Svíar, sem veriđ hafa hlutlausir í átökum Evrópu síđan á Napóleónstímanum, og Finnar, sem veriđ hafa á áhrifasvćđi Rússa síđan í lok Síđari heimsstyrjaldarinnar, ţegar ţeir fengu ađ kenna á vopnuđum yfirgangi Rússa, hafa nú sótt um NATO-ađild.

Ţar međ gengur einn öflugasti og nútímalegasti her Evrópu til liđs viđ varnarbandalag vestrćnna ţjóđa, NATO.  Ţetta er högg í andlit Putins og kemur vel á vondan, ţví ađ alrćđisherra Rússlands hefur framkallađ ţessa stöđu sjálfur. Nú liggur Kola skagi vel viđ höggi, og auđvelt er ađ eyđileggja einu veg- og járnbrautartenginguna á milli Kolaskaga og annarra hluta Rússlands.   

Úkraínumenn berjast nú upp á líf og dauđa fyrir hinum góđa málstađ, ţ.e. ađ fá ađ lifa í friđi, sjálfstćđir í fullvalda ríki sínu, og fá ađ ráđa stjórnarformi sínu sjálfir og ţróun efnahagslífsins í ţessu auđuga landi frá náttúrunnar hendi, og ađ fá ađ velja sjálfir sína bandamenn og nánu samstarfsţjóđir.  Hér er líka um ađ rćđa baráttu lýđrćđis og frelsis í heiminum viđ einrćđi og illyrmislega kúgun.  Málstađur Rússlands er svo slćmur, ađ ţrátt fyrir stanzlausar áróđurslygar Kremlverja, sem dynja á rússnesku ţjóđinni, og ţótt  sannleikurinn sé bannađur, virđist baráttuandi rússnesku hermannanna ekki vera upp á marga fiska, sem ásamt innanmeinum og rotinni spillingu í rússneska hernum og ţjóđfélaginu í heild, virđist munu gera úkraínska hernum kleift ađ reka fjandmanninn af höndum sér, vonandi fyrir fullt og allt. 

Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu á Íslandi međ ađsetri í Helsinki, skrifađi upplýsandi og áhrifamikla grein til Íslendinga, sem birtist í Morgunblađinu 28. apríl 2022, ţegar Rússar höfđu níđzt á úkraínsku ţjóđinni međ sprengjuregni í rúmlega 2 mánuđi.  Ţegar ţetta er skrifađ, er 3 mánuđir voru frá innrásinni, sem lygalaupunum ţóknast ađ kalla "sérstaka hernađarađgerđ", virđast hrakfarir rússneska hersins á vígvöllunum engan endi ćtla ađ taka og ađ sama skapi heldur ekki lúalegar og illmannlegar árásir hans á almenna borgara. 

Grein sendiherrans hét:

"Stríđsglćpamönnum skal hvergi látiđ órefsađ".

"Um tveggja mánađa skeiđ hefur heimsbyggđin mátt horfa upp á miskunnarlaust ţjóđarmorđ Rússa á úkraínskri jörđ.  Mannfórnir rússnesku innrásarinnar eru skelfilegar, og sannarlega ađhafđist ţjóđ mín ekkert ţađ, er ýta mćtti undir ţćr hörmulegu stríđsađgerđir.  Konur og börn hafa týnt lífinu, ţúsundir óbreyttra borgara hafa mátt flýja heimili sín undan skefjalausu ofbeldi.

Engum dylst, ađ međ ađgerđum sínum í Úkraínu stefna stjórnarherrar Rússlands ađ ţví markmiđi ađ eyđileggja úkraínsku ţjóđina ađ einhverju eđa öllu leyti.  Ađ ţví markmiđi er sótt međ morđum og skefjalausu ofbeldi gagnvart Úkraínumönnum.  Er ţar engu eirt og börn okkar jafnvel nauđungarflutt á rússneskt landsvćđi, rúmlega 121 000 börn, eins og stađan er nú, höfum viđ eftir áreiđanlegum heimildum."

"Sérstök hernađarađgerđ" Vladimirs Putins, einrćđisherra Rússlands, var reist á alröngum forsendum um ímyndađa ógn viđ Rússland og rússneskumćlandi Úkraínumenn og kolröngu herfrćđilegu mati rússneska herráđsins. Leiftursókn ađ Kćnugarđi misheppnađist hrapallega, og úkraínski herinn rak illa skipulagđan, og óagađan Rússaherinn af höndum sér frá Kćnugarđssvćđinu, svo ađ sá undir iljar hans norđur til Hvíta-Rússlands og móđurlandsins.  Ţađan var ţessi sigrađi her fluttur til austurhérađanna, Luhansk og Donetsk, ţar sem hann veldur gríđarlegri  eyđileggingu og drápi á almennum borgurum, bćđi rússneskumćlandi og úkraínskumćlandi. 

Ţegar herstyrkur úkraínska hersins verđur orđinn nćgur til sóknar eftir vopnaflutninga Bandaríkjamanna og Breta ađ landamćrum Úkraínu, bíđur Spetsnaz og nýliđanna úr Rússaher ekkert annađ en flótti heim til móđur Rússlands.  Á 3 mánađa afmćli ofbeldisins bárust af ţví fréttir, ađ sérsveitirnar, Spetsnaz, hefđu óhlýđnast fyrirmćlum yfirmanna um ađ sćkja fram, ţví ađ loftvarnir vćru ófullnćgjandi.  Ţetta er vísbending um vćntanlega upplausn rússneska hersins, enda baráttuviljinn í lágmarki, og herstjórnin afleit.  Ţađ, sem átti ađ sýna mátt og mikilleik Rússlands, hefur opinberađ risa á brauđfótum og geltandi bolabít međ landsframleiđslu á viđ Spán og undirmálsher, sem yrđi auđveldlega undir í beinum átökum viđ NATO.  Vladimir Putin hefur međ yfirgengilegu dómgreindarleysi og siđblindu orđiđ valdur ađ fullkominni niđurlćgingu Rússlands, sem mun setja svip á ţróun heimsmálanna nćstu áratugina.  

Í suđri hefur Rússum tekizt ađ ná Maríupol eftir tćplega 3 mánađa umsátur, og borgin er í rúst eftir ţá.  Ţetta er villimannlegur hernađur af hálfu Rússa og eins frumstćđur og hćgt er ađ hugsa sér.  Vopnin eru miklu öflugri en hćfir ţroskastigi ţeirra.  Margfalt fleiri óbreyttir borgarar hafa farizt í sprengiregninu á og viđ Maríupol á ţessum tćplega 3 mánuđum en í hertöku borgarinnar og 2 ára hernámi af hálfu Wehrmacht 1941-1943. Heimurinn hefur ekki séđ jafnvillimannlegar ađfarir í hernađi og af hálfu ţessa Rússahers.  Sárin eftir ţetta stríđ verđa lengi ađ gróa, og áhrif Rússa í heiminum verđa hverfandi. 

"Heilar borgir eru nú rústir einar, s.s. Volnovaka, Isíum, Maríupol, Oktíra, Tsjernihív, Skastía o.fl. Innrásarherinn hefur skaddađ eđa eyđilagt 14 000 íbúđarhús, 324 sjúkrahús, 1 141 menntastofnun og nćr 300 leikskóla auk húsnćđis trúflokka, sveitabćja, landbúnađarfyrirtćkja og stjórnsýslu- og iđnađarbygginga.  Alls hafa Rússar valdiđ mismiklu tjóni á um ţriđjungi allra innviđa landsins; má ţar nefna 300 brýr, 8 000 km af vegum, sem gera hefur ţurft viđ eđa leggja upp á nýtt og tylft járnbrautarbrúa."

Kostnađurinn viđ enduruppbyggingu landsins eftir vandalana, sem kappkosta ađ eyđileggja sem mest af ţjóđarverđmćtum Úkraínumanna, svo ađ enduruppbyggingin taki sem lengstan tíma, og mannslífin og menningarverđmćtin verđa aldrei bćtt.  Kostnađur enduruppbyggingar mun vart nema undir trnUSD 1 í allri Úkraínu.  Frystar eignir Rússlands og ólígarkanna á Vesturlöndum verđa vonandi nýttar í uppbygginguna.  Rússar eru sjálfir ađ eyđileggja sem mest í Úkraínu, sem minnir á nýlendukúgun Rússa, en ný heimili, skólar, sjúkrahús, samgönguinnviđir og veitur verđa reist međ vestrćnni tćkni.  Úkraína mun ganga í ESB og NATO og verđa gríđarlega samkeppnishćft land međ landsframleiđslu á mann, sem verđur fljótt miklu meiri en í Rússlandi, ţar sem hún var undir 13 kUSD/íb áriđ  2021.  Landsframleiđsla Rússlands var ţá á svipuđu róli og Spánar, sem sýnir, ađ krafa Kremlar um ađ verđa talin til stórvelda međ áhrifasvćđi í kringum sig á sér enga stođ.  Eftir ósigurinn í Úkraínu gćti landiđ liđazt í sundur og Kínverjar tekiđ ytri Mongólíu, sem var hluti Kínaveldis ţar til eftir Ópíumstríđiđ á 19. öld. 

"Rússar hafa lagt undir sig eignir og valdiđ eyđileggingu á m.a. innviđum rafmagns, vatns og húshitunar auk ţess ađ standa í vegi fyrir mannúđarađstođ og brottflutningi borgara, sem fyrir vikiđ líđa illilegan skort lífsnauđsynja um kalda vetrarmánuđi, matar, vatns, hita og heilbrigđisađstođar.  Ţetta ástand er ađeins til ţess falliđ ađ valda ţjáningum og tćringu fjölda almennra borgara víđa um Úkraínu, svo [ađ] ekki sé minnzt á nýlega flugskeytaárás á Kramatorsk-járnbrautarstöđina, sem kostađi 52 mannslíf, ţar af 5 líf barna.  Ţar fyrir utan sćrđust tugir og dvelja nú á sjúkrahúsum, ţ.á.m. börn, sem misstu útlimi.  

Ađ svelta almenna borgara til ávinnings í hernađarskyni er ekkert annađ en glćpur gegn mannkyninu.  Hernám borga á borđ viđ Maríupol og Tsjernív ber ţeim ásetningi Rússa vitni ađ ćtla sér ađ tortíma a.m.k. hluta úkraínsku ţjóđarinnar."

Rússar virđast stela öllu steini léttara á hernámssvćđum sínum í Úkraínu. Ţeir stunda ţar grimma "Rússavćđingu", krefjast ţess, ađ fólk tali rússnesku og börnum er sagt, ađ ţau fái nú ekkert sumarfrí, ţví ađ í haust taki viđ rússnesk námsskrá og ţau ţurfi ađ búa sig undir hana. Hér er um illkynja nýlendustríđ ađ rćđa, ţar sem "ómenningu" herraţjóđarinnar á ađ trođa upp á undirsátana, og fólk hefur veriđ herleitt til Rússlands, ţar sem enginn veit, hvađ viđ tekur. Nái Rússar austurhéruđunum, ţar sem m.a. eru ýmis verđmćti í jörđu, verđa ţessi héruđ skítnýtt af herraţjóđinni, og undirsátarnir fá náđarsamlegast ađ ţrćla fyrir nýlendukúgarana.  Ţađ er međ eindćmum, ađ ţessi forneskjulega atburđarás eigi sér stađ framan viđ nefiđ á okkur áriđ 2022. 

"Rússar halda ţví fram, ađ ţeir ćtli sér ađ "afvćđa nasisma" [sic !?] [afnema nazisma] í Úkraínu međ ađgerđum sínum. Ţau orđ hafa ţeir notfćrt sér til ađ tengja árás sína viđ tortímingu "nazista", sem ađ ţeirra skođun búa í Úkraínu.  Stjórnvöld í Rússlandi kalla ţá Úkraínubúa "nazista", sem styđja hugmyndina um sjálfstćđa Úkraínu og berjast fyrir framtíđ landsins í samfélagi Evrópuţjóđa." 

 Áróđur Kremlverja um nazisma í Úkraínu er gjörsamlega úr lausu lofti gripinn m.v. úrslit ţeirra frjálsu kosninga, sem ţar hafa veriđ haldnar undanfarin ár, ţar sem örfá % kjósenda léđu stuđning sinn viđ eitthvađ, sem nálgast gćti ţjóđernisjafnađarstefnu.  Ţessi firra áróđursmanna Kremlar er einvörđungu til heimabrúks á međal illa upplýsts lýđs, sem býr viđ illvíga ritskođun og ríkisvćddar fréttir.  Annars stađar grefur ţessi fáránlegi málflutningur undan trúverđugleika rússneskra stjórnvalda, sem nú er enginn orđinn, ţ.e.a.s. ţađ er ekki orđ ađ marka ţađ, sem frá Putin og pótintátum hans kemur.

Hiđ ţversagnakennda er, ađ ţessi rússnesku stjórnvöld minna um margt á fasistastjórn, og hugmyndafrćđi Putins um Stór-Evrópurússland svipar á marga lund til hugmyndafrćđi foringja Ţriđja ríkisins um Stór-Ţýzkaland og "Drang nach Osten für Lebensraum" eđa sókn til austurs fyrir lífsrými handa aríum Ţriđja ríkisins, en í báđum tilvikum leikur Úkraína ađalhlutverkiđ, orkurík og gróđursćl (kornforđabúr Evrópu). Hernađur Rússa nú gegn almenningi í Úkraínu, sjúkrahúsum hans, skólum og menningararfleifđ, ber ţess vitni, ađ grimmlyndir Rússar međ mongólablóđ í ćđum frá 14. öld vilja eyđa ţjóđareinkennum Úkraínumanna, og framkoma ţeirra viđ Úkraínumenn ber vitni um hugarfar nýlendukúgara í landi, sem ţeir vilja gera ađ nýlendu sinni međ svipuđum hćtti og Stormsveitir Himmlers komu fram viđ "Untermenschen" í Síđari heimsstyrjöldinni, oft í óţökk Wehrmacht. 

 "Heimsbyggđinni vćri réttast ađ skella skollaeyrunum viđ fölskum málflutningi Rússa og hafa ţađ hugfast ađ, Rússland er árásarađili, og stjórnendur landsins eru stríđsglćpamenn. Úkraínumenn treysta á stuđning Íslendinga í sakaruppgjöri viđ alla ţá, sem gerzt hafa sekir um hrottalega glćpi gegn mannkyni, ţ.á.m. rússneska stjórnmála-, viđskipta- og hernađarleiđtoga, er stađiđ hafa fyrir falsfréttum, hindurvitnum og áróđri til ađ fela ţann hrylling, sem nú á sér stađ, og hermenn og herstjórnendur, sem nauđgađ hafa úkraínskum konum og jafnvel börnum og bera ábyrgđ á dauđa og ţjáningu ţúsunda. Ţar skal réttlćtinu fullnćgt."

Kremlverjar eru algerir ómerkingar, og málflutningur ţeirra er heilaspuni og lygaţvćttingur, sem ţví miđur endurómar sums stađar, jafnvel hérlendis. Ţeir, sem ímynda sér, ađ raunhćft verđi ađ ganga til einhvers konar "friđarsamninga" viđ ţá um, ađ ţeir komist upp međ ađ rćna austurhéruđunum (Donbass) og suđurhéruđunum viđ Svartahafiđ af Úkraínu og ađ ţeir muni láta ţar viđ sitja varanlega, vađa í villu og svíma eđa ganga beinlínis erinda ofbeldismannanna rússnesku á Vesturlöndum; eru eins konar kvislingar.  Kremlverjar eru ekki einvörđungu sekir um stríđsglćpi og glćpi gegn mannkyni, sem er nógu slćmt, heldur eru ţeir sekir viđ alţjóđalög um gróft og alvarlegt brot gegn sjálfstćđu og fullvalda ríki í Evrópu.  Evrópa á ekki ađ una sér hvíldar fyrr en ţetta hefur veriđ leiđrétt, og hún á ađ nýta sér og ýta undir vilja Bandaríkjamanna til ađ veita mikla og dýrmćta ađstođ í ţessum efnum.  Enginn veit, hvenćr vindátt snýst á ţeim bćnum og stórhćttuleg uppgjafar- og einangrunarstefna í anda fyrrverandi forseta, sem smjađrađi fyrir mafíuforingjanum í Kreml, verđur tekin ţar upp. 

"Alţjóđasamfélaginu er í lófa lagiđ ađ hindra glćpina međ ţví ađ banna ţegar í stađ öll viđskipti međ olíu og gas frá Rússlandi.  Orkuútflutningur Rússa er ţeirra helzta hagnađarvon og ţörf annarra ţjóđa fyrir hann helzta trygging stjórnenda landsins fyrir ţví, ađ ríki ţeirra sé ósnertanlegt.  Ţar međ vona ţeir, ađ heimsbyggđin sé tilbúin ađ líta framhjá stríđsglćpum herja ţeirra.  Allir rússneskir bankar eru hluti af stríđsvél landsins og styđja hana međ einum eđa öđrum hćtti.  Afnema ţarf tengingu ţessara banka viđ alţjóđahagkerfiđ. Ţađ er fullkomlega óviđunandi, ađ ţeir, sem standa á bak viđ helztu ógn öryggis í heiminum grćđi á tá og fingri."  

Vingulsháttur hefur einkennt afstöđu og ađgerđaleysi stćrstu Evrópusambandslandanna, Ţýzkalands og Frakklands, til svívirđilegrar tilraunar fasistastjórnarinnar í Moskvu til ađ hernema Úkraínu og koma ţar á leppstjórn.  Fyrir 2 mánuđum lofuđu stjórnvöld Ţýzkalands ađ senda Úkraínumönnum skriđdrekabanann Gephardt, en ţessi tćki eru enn ekki komin á vígvöllinn, og sama er ađ segja um loftvarnarkerfi, sem Úkraínumenn áttu ađ fá frá Ţýzkalandi.  Vingullinn viđ Elysée í París hefur lítiđ látiđ af hendi rakna, og hann virđist enn halda, ađ hann geti gegnt einhverju hlutverki viđ friđarsamninga. 

Ursula von der Leyen reynir mikiđ til ađ fá leiđtogaráđ ESB til ađ fallast á olíukaupabann á Rússa, en Orban í Búdapest setur löppina fyrir, svo ađ ekki er hćgt ađ loka dyrunum.  Hann gengur erinda stríđsglćpamannsins í Kreml, sem virđist ćtla ađ leggja borgir og bći Úkraínu í rúst í sjúklegri heift  yfir harđri andstöđu Úkraínumanna, úkraínskumćlandi og rússneskumćlandi, viđ valdatöku Rússa í Úkraínu, sem allir vita, ađ jafngilda mundi nýlendustöđu landsins gagnvart glćpsamlegum nýlendukúgara. 

 

 ukrainian-cloth-flags-flag-15727


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurđsson

Ţví verđur vart á móti mćlt Bjarni ađ ţú blćst örugglega mörgum lesandanum kapp í kinn er ţú segir:

Ţegar herstyrkur úkraínska hersins verđur orđinn nćgur til sóknar eftir vopnaflutninga Bandaríkjamanna og Breta ađ landamćrum Úkraínu, bíđur Spetsnaz og nýliđanna úr Rússaher ekkert annađ en flótti heim til móđur Rússlands.

Og hvađ sem segja má um meintan seinagang Ţjóđverja ţá finnst mér sanngjarnt ađ nefna ţá einnig í ţessu samhengi.  Enda hafa ţeir lofađ Úkraínu Gepard skriđdrekum um miđjan júní og öflugustu hábyssum sem framleiddar hafa veriđ eđa nánarteiltekiđ Panzerhaubitze 2000, PzH (armoured howitzer 2000), munu nú ţegar vera á leiđinni til Úkraínu,  Ţjóđverjar eru um ţessar mundir ađ ţjálfa um 40 úkraínska hermenn í beitingu ţessar ofurvopna sem draga um 70 km vegalengd á međan bandarísku hábyssurnar eru ekki nema hálfdrćttingar.  Einnig er fyrir séđ ađ ţýskir Leopard skriđdrekar komi fram á sjónarsviđiđ áđur en langt um líđur.

Daníel Sigurđsson, 30.5.2022 kl. 22:59

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sćll, Daníel;

Ţađ vantar líka Panzerfaust frá Ţjóđverjum.  Úkraínumenn kvarta undan seinagangi hinna ţýzku núna.  Öđruvísi mér áđur brá.  Ţessi seinagangur er dýrkeyptur í mannslífum.  Ţađ voru líka vonbrigđi, ađ Biden hefur neitađ Úkraínumönnum um eldflaugar međ drćgni um 500 km á ţeim forsendum, ađ ţćr gćtu lent Rússlandsmegin.  Ţađ eru slćm rök í ljósi tjónsins, sem árásarađilinn hefur valdiđ í Úkraínu.  Biden er ţó skárri en Trump, sem sennilega hefđi enga ađstođ veitt og vćri núna jafnvel búinn ađ sundra vörnum Vesturlanda og galopna Rússum leiđ allt ađ landamćrum Ţýzkalands međ ţví ađ draga Bandaríkin út úr NATO.  

Bjarni Jónsson, 31.5.2022 kl. 17:07

3 Smámynd: Theódór Norđkvist

Geta Rússar međ réttu kvartađ ţó eldflaugar frá Úkraínu myndu lenda röngu megin, ţ.e. í Rússlandi, sem ég myndi persónulega kalla réttu megin? Er ţađ ekki bara sjálfsvörn, Rússar réđust á Úkraínu og ţeir síđarnefndu eru í fullum rétti ađ verja sig?

Pútín í veruleikafirringu sinni kallar ţetta ekki stríđ eins og viđ vitum, heldur sérstaka hernađarađgerđ. Ég vil ţví ekki útiloka ađ hann vćri nógu bilađur til ađ líta á eldflaugaskot frá Úkraínu rétt innan viđ landamćrin, sem tilefnislausa árás sem er auđvitađ fjarstćđa.

Annars er ég ekki viss hvort Trump hefđi veriđ linur viđ Pútín, held hann hafi bara veriđ slćgur gagnvart honum í forsetatíđ sinni (diplómatískur.) Viđ fáum sennilega aldrei ađ vita ţađ, nema Trump vinni kosningarnar 2024 (í ţriđja sinn segja sumir) og stríđiđ standi enn yfir ţá.

Theódór Norđkvist, 31.5.2022 kl. 22:04

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Theódór; Rússar stađsetja víghreiđur sín í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi og skjóta ţađan á skotmörk sín í Úkraínu.  Ţađ er sjálfsagđur sjálfsvarnarréttur Úkraínumanna ađ fá ađ upprćta ţessi víghreiđur.  Gól einhverra ţáttastjórnenda í rússneska ríkissjónvarpinu um, ađ slíkt muni valda stigmögnun stríđsins, er ađ engu hafandi.  

Ég treysti ekki Trump.  Hann hefur talađ ţannig, ađ ćtla mátti, ađ hann mundi láta innrás Rússa í Úkraínu sér í léttu rúmi liggja.  Nú síđast stillti hann mrdUSD 40 bandarískri fjárveitingu til ađstođar Úkraínumönnum upp til samanburđar viđ kostnađ af ađ vopna kennara og ađ hafa vopnađ eftirlit í skólum Bandaríkjanna og sagđi sem svo, ađ úr ţví ađ Bandaríkjamenn hefđu efni á ţessu, hlytu ţeir ađ hafa ráđ á hinu.  Ţetta ţótti mér afspyrnu óviđeigandi og ógeđfelldur samanburđur hjá fyrrverandi forseta og manni, sem hótar ađ fara aftur í forsetaframbođ.  

Bjarni Jónsson, 1.6.2022 kl. 11:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband