Vatnsdalsvirkjun - góš hugmynd

Ekki er ķ fyrirsögn vķsaš til hinnar fögru sveitar Vatnsdals ķ Austur-Hśnavatnssżslu, žar sem höfundur žessa pistils ól manninn ķ 7 sumur viš störf og leik og kynntist žar hefšbundnum landbśnaši landsmanna, sem žį var ķ óša önn aš vélvęšast, heldur er įtt viš héraš Hrafna-Flóka į sunnanveršum Vestfjöršum. 

Orkubś Vestfjarša hefur kynnt til sögunnar mišlungs stóra virkjun, žar sem virkjunartilhögunin fellur meš eindęmum ljśflega aš umhverfinu.  Kerfislega er stašsetningin alveg kjörin, og virkjunin (20 MW) er hagkvęm, žvķ aš žar mį framleiša raforku inn į svelt Vestfjaršakerfiš fyrir um 4,9 ISK/kWh m.v. upplżsingar ķ frétt Helga Bjarnasonar ķ Morgunblašinu 3. jśnķ 2022 undir fyrirsögninni:

"Knśiš į um Vatnsdalsvirkjun".

Hśn hófst žannig:

"Hugsanleg Vatnsdalsvirkjun ķ Vatnsfirši mun hafa mjög jįkvęš įhrif į raforkuöryggi į Vestfjöršum.  Hśn hefši tiltölulega lķtil umhverfisįhrif aš mati orkubśsstjóra Orkubśs Vestfjarša [OV].  Umsókn fyrirtękisins um rannsóknarleyfi er ķ vinnslu hjį Orkustofnun [OS].  Forsenda žess, aš orkukosturinn verši tekinn til umfjöllunar hjį verkefnisstjórn rammaįętlunar er žó, aš frišlżsingarskilmįlum Vatnsfjaršarfrišlands verši breytt."

Orkustofnun mun nś hafa haft téša umsókn OV til mešhöndlunar ķ tępt įr.  Žessi langi mešgöngutķmi OS er óhęfilega og reyndar óbęrilega langur ķ ljósi mikilvęgis žess aš skżra lķnur ķ orkuöflunarmįlum Vestfiršinga.  Ekki veršur séš, aš skilvirkni stofnunarinnar hafi aukizt nokkurn skapašan hlut, sķšan stjórnmįlafręšingurinn tók viš starfi Orkumįlastjóra, enda ekki viš žvķ aš bśast.  Menntun nśverandi orkumįlastjóra hjįlpar henni ekkert viš afgreišslu žessa mįls.  Hvaš sem žvķ lķšur er seinagangur OS viš afgreišslu tiltölulega einfaldra mįla (s.s. žetta og virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun) óžolandi og ljóst er, aš tilfinning stjórnenda žar į bę fyrir brżnni śrlausn (e. sense of urgency) er ekki fyrir hendi. 

 "Elķas Jónatansson, orkubśsstjóri, segir, aš tenging Vatnsdalsvirkjunar ķ Vatnsfirši viš flutningskerfiš sé ašeins um 20 km.  Meš 20 MW grunnvirkjun žar og meš žvķ aš framkvęma įform Landsnets um hringtengingar žašan og um sunnan- og noršanverša Vestfirši vęri hęgt aš draga śr straumleysistilvikum į žéttbżlisstöšum um 90 %.  Slķk grunnvirkjun gęti kostaš um mrdISK 10 og komizt ķ gagniš ķ lok įrs 2028.  Elķas bętir žvķ viš, aš meš žvķ aš auka afl virkjunarinnar ķ 30 MW įn mikillar višbótar framleišslu [ķ GWh/įr - innsk. BJo] vęri hęgt aš stżra kerfinu žannig, aš ekki žyrfti aš grķpa til keyrslu olķuknśins varaafls, žótt tengingin viš landskerfiš rofnaši ķ einhverjar vikur.  Virkjun meš auknu afli vęri žvķ hjįlpleg ķ loftslagsbókhaldi landsins."

Hér eru įlitlegar og efnilegar hugmyndir Vestfiršinga og Landsnets į feršinni, og eins og įšur sagši eru žęr aršsamar, jafnvel meš 10 MW višbótar vél, žótt hśn mundi nżtast ašallega ķ neyšarrekstri, žegar Vesturlķna er straumlaus, og į mešan hin vél Vatnsdalsvirkjunar er frįtengd kerfi vegna višgerša eša višhalds.  Keyrsla varavéla į olķu rķmar ekki viš stefnu yfirvalda ķ loftslagsmįlum.  Vatnsdalsvirkjun getur oršiš mikilvęgur tengipunktur flutningskerfis raforku į Vestfjöršum, sem męta mun sjįlfsögšum kröfum ķbśa og fyrirtękja žar um aukiš afhendingaröryggi.  Žess vegna er brżnt aš veita žessum góšu hugmyndum brautargengi.  Eins og fyrri daginn reynir nś į yfirvöld orkumįla, sem verša aš fara aš hrista af sér sleniš. 

"Orkubś Vestfjarša sótti um rannsóknarleyfi vegna Vatnsdalsvirkjunar um mitt sķšasta įr.  Elķas segir, aš Orkustofnun sé aš leita umsagna.  Bendir hann į, aš Orkustofnun hafi įšur veitt fyrirtękinu leyfi til rannsókna ķ frišlandinu.  Žaš var vegna Helluvirkjunar, en hśn er miklu minni og reyndist ekki [vera] hagkvęm."

Žaš er kyndugt aš leita umsagna ķ heilt įr vegna umsóknar um rannsóknarleyfi.  Hjį OS eiga aš vera sérfręšingar, sem leitt geta slķka umsókn til lykta į 1-2 mįnušum.  Įhuginn hjį stofnuninni į aš veita višskiptavinum sķnum góša žjónustu er greinilega ekki lengur fyrir hendi. 

"Spuršur um įhrif į frišlandiš segir Elķas, aš umhverfisįhrif yršu lķtil į lįglendi.  Hins vegar yrši rask į landi ofan viš 250 m yfir sjįvarmįli viš byggingu stķflu og stękkun lóna og styrkingu og lengingu vegslóša, en žaš sjįi enginn nešan śr dalnum.  Hann bętir žvķ viš, aš svęšiš sé žegar raskaš vegna raflķna, sem žar liggi yfir.  Elķas bendir į, aš lagning nżs vegar um Dynjandisheiši hafi žegar valdiš mun meira raski en bśast megi viš ķ Vatnsdal.  "Viš teljum, aš śt frį nįttśruverndarsjónarmišum  yrši žetta rask talsvert minna en viš sambęrilegar framkvęmdir vķša annars stašar."   

Tvö lķtil stöšuvötn, Flókavatn og Hólmavatn, munu fara undir mišlunarlóniš, svo aš breytingin į įsżnd landsins yrši lķtil.  Stöšvarhśsinu mį koma snoturlega fyrir innst ķ dalnum og veršur žį įreišanlega ašdrįttarafl fyrir feršamanna.  Žaš er stašreynd, aš virkjanir į Ķslandi eru vinsęlir įningarstašir feršamanna.  Vatnsdalsvirkjun mundi bęta ašgengi feršamanna aš nįttśru landsins.  Slķka žętti ber aš meta meira en forstokkuš fordęmingarvišhorf žeirra, sem dęma įšur en virkjunartilhögun er fyrir hendi.

Aš lokum stóš ķ žessari athyglisveršu frétt:

"Elķas segir heimilt samkvęmt lögum aš aflétta kvöšum ķ frišlżsingarskilmįlum, ef rķkir almannahagsmunir krefjist.  Telur hann, aš svo hįtti til meš Vatnsdalsvirkjun, žegar litiš sé til orkuöryggis Vestfjarša og möguleika į orkuskiptum į nęstu įrum og įratugum.  Žótt frišlżsingarskilmįlum yrši breytt, er žaš engin trygging fyrir žvķ, aš verkefnisstjórn rammaįętlunar gefi gręnt ljós į virkjun ķ Vatnsdal.  Einnig į eftir aš vinna umhverfismat og fį önnur naušsynleg leyfi."

Eins og fram kemur ķ žessari frétt, hefur orkubśsstjórinn mikiš til sķns mįls.  Hagsmunir Vestfiršinga eru svo rķkir ķ orkumįlum aš duga til aš rökstyšja endurskošun frišlżsingarskilmįla į žessu virkjunarsvęši.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband