Hóflaus skattheimta er hagkerfinu skašleg

Ķslendingar eru ein skattpķndasta žjóš ķ heimi.  Žetta kemur aušvitaš fram ķ samanburši į samkeppnishęfni žjóša, en žar eru Ķslendingar eftirbįtar hinna Noršurlandažjóšanna, og til aš festa góš lķfskjör (kaupmįtt) ķ sessi, žarf aš bęta samkeppnishęfnina. Skattheimtan leikur žar stórt hlutverk, en hvaš er hófleysi ķ žessu sambandi ?  Margar snilldarhugmyndir og drög aš lausnum į višfangsefnum hafa oršiš til meš uppdrįttum į munnžurrkum į matarboršinu undir góšum mįlsverši. Ein slķk er kennd viš bandarķska hagfręšinginn dr Arthur B. Laffer - Laffer ferillinn og sżnir, aš til er skattheimtugildi (optimum-beztunargildi) į hverju sviši skattlagningar, sem hįmarkar beinar heildartekjur (skattspor) hins opinbera af skattlagningunni, en bęši viš lęgri og hęrri skattheimtu verša heildarskatttekjurnar minni. 

Staksteinar Morgunblašsins 25. jślķ 2022 bįru heitiš:

"Skyndilegt įhugaleysi um skatta".

Žar stóš m.a. žetta:

"Afgangurinn [af kaupverši śtgeršarfélagsins Vķsis], mrdISK 6,0, er greiddur meš peningum, en eins og greint var frį ķ frétt Morgunblašsins į laugardag [23.07.2022], fer stęrstur hluti žeirrar fjįrhęšar ķ skattgreišslu eša vel į fimmta milljarš króna. ....

Žetta [įhugaleysi żmissa fjölmišla į žessari hįu skattheimtu] kemur nokkuš į óvart ekki sķzt ķ ljósi žess, aš gagnrżnendur višskiptanna fundu m.a. aš žvķ, aš rķkiš fengi ekkert śt śr žeim.  Fyrrverandi rķkisskattstjóri, sem hefur jafnan miklar įhyggjur, ef einhvers stašar liggur óskattlögš króna, sagši t.a.m., aš višskiptin fęru fram "įn žess aš žjóšin fengi krónu ķ sinn hlut"."

Žessi višskipti eru ofurešlileg og stórfuršulegt aš halda žvķ fram, aš skattalöggjöfin hérlendis spanni ekki višskipti af žessu tagi.  Žaš er deginum ljósara, aš lķtilsigldir vinstri menn ruku upp til handa og fóta vegna višskipta, sem žį varšar ekkert um, og fóru aš fiska ķ gruggugu vatni ķ von um, aš einhver teldi sig hafa veriš hlunnfarinn. 

Aš lokum stóš ķ žessum Staksteinum:

"Žjóšin hefur notiš žess rķkulega, bęši beint og óbeint, aš hér į landi er sjįvarśtvegur rekinn meš hagkvęmum hętti, en er ekki nišurgreiddur, eins og almennt tķškast ķ nįgrannalöndum okkar.  Eigi hann įfram aš skila miklu ķ žjóšarbśiš, žarf hann aš bśa viš višunandi rekstrarumhverfi, ekki sķzt stöšugleika ķ regluverki."

Hér munar mestu um regluna um frjįlst framsal nżtingarréttarins, sem var aš verki ķ hagręšingarskyni, žegar almenningshlutafélagiš Sķldarvinnslan į Neskaupstaš festi kaup į fjölskyldufyrirtękinu Vķsi ķ Grindavķk, og önnur regla um sjįvarśtveginn į viš veišigjöldin, sem er ekkert annaš en sérskattur į sjįvarśtveginn og aušvitaš ķžyngjandi sem slķkur, enda nemur hann žrišjungi framlegšar fyrirtękjanna (framlegš er žaš, sem fyrirtękin hafa upp ķ fastan kostnaš sinn). Veišigjaldiš var į sķnum tķma réttlętt meš žvķ, aš ķ sjįvarśtveginum vęri fólgin aušlindarenta, en sś hefur aldrei fundizt. 

Nżjasta dęmiš um, aš ķ sjįvarśtveginum fyndist engin aušlindarenta (ž.e. hagnašur umfram annan atvinnurekstur), kom fram ķ grein Svans Gušmundssonar, framkvęmdastjóra Blįa hagkerfisins og sjįvarśtvegsfręšings, ķ Morgunblašinu 21. jślķ 2022. Hśn hófst žannig:

"Ķ oft og tķšum ruglingslegri umręšu um sjįvarśtveginn hafa margir lagt lykkju į leiš sķna til žess aš halda žvķ fram, aš hagnašur og afkoma fyrirtękja žar sé önnur og betri en žekkist ķ ķslenzku samfélagi. [Žetta er hin ósanna fullyršing um aušlindarentu, sem skapi rķkinu rétt til višbótar skattheimtu - innsk. BJo.] Žaš geri sķšan fyrirtękjum ķ sjįvarśtvegi kleift aš kaupa "upp" ašrar atvinnugreinar [so what ?].  Ekkert er fjęr lagi, žvķ [aš] fyrirtęki ķ sjįvarśtvegi eru ekki meš betri afkomu en gengur og gerist, og aršsemi žar er sķzt meiri en viš eigum aš venjast į ķslenzkum fyrirtękjamarkaši.  Žvķ mišur, liggur mér viš aš segja, en sem betur fer eru mörg fyrirtęki ķ sjįvarśtvegi vel rekin og skila góšri afkomu, žó [aš] žau starfi ķ mjög krefjandi umhverfi, žar sem alžjóšleg samkeppni er hörš, į sama tķma og žau žurfa sķfellt aš laga sig aš breytingum, sem lśta aš grunnžįttum greinarinnar."  

Svanur Gušmundsson bar sķšan saman framlegš ķ % af veltu fyrirtękja meš a.m.k. 80 % af veltu ķ hverri af 10 atvinnugreinum samkvęmt įrsreikningum 2020-2021.  Framlegš sjįvarśtvegs, sem ein atvinnugreina sętir žvķ af hįlfu löggjafans, aš framlegšin sé skattstofn, nam 25 %, en mešaltal 10 greina var 26,3 %. Hann bar lķka saman hagnašinn sem % af eigin fé fyrirtękjanna. Hjį sjįvarśtveginum nam hagnašurinn 14 %, en mešaltal 10 fyrirtękja nam 13,5 %. 

Žrįtt fyrir aš žessi athugušu 2 įr hefšu veriš sjįvarśtveginum tiltölulega hagfelld, er alls enga aušlindarentu aš finna ķ fórum hans.  Hvaš veldur žvķ, aš sumir hagfręšingar bśa til spuna um atvinnugrein, sem gefur skattasjśkum pólitķkusum, embęttismönnum, blašamönnum o.fl. tilefni til aš krefjast višbótar skattlagningar į atvinnugrein, sem į ķ höggi viš nišurgreiddar vörur į erlendum mörkušum ?

Skattspor sjįvarśtvegsins er stórt, žvķ aš hann veitir mörgum vinnu, bęši beint og óbeint, og greišir hį laun.  Hęrri skattheimta af honum en nś tķškast yrši ašför aš dreifšum byggšum landsins, žar sem sjįvarśtvegur er kjölfesta byggšarlaga vķša.  Óhjįkvęmilega dręgi hęrri skattheimta śr getu sjįvarśtvegsins til fjįrfestinga, sem dręgi strax śr hagvexti ķ landinu, og innan skamms kęmist hann į vonarvöl, žvķ aš fólk og fé tęki aš foršast hrörnandi atvinnugrein, og hann yrši hreinlega undir ķ samkeppninni į erlendum mörkušum. 

Ķ staš žess aš vera flaggskip ķslenzks atvinnulķfs yrši hann aš ryšklįfi, sem rķkissjóšur yrši sķfellt aš hlaupa undir bagga meš ķ nafni byggšastefnu.  Sś tķföldun veišigjalda, sem aldurhnignir Berlķnarkommar og vizkubrekkur ķ Icesave-hlekkjum śr HĶ hafa talaš fyrir, er ekki einvöršungu svo langt til hęgri į X-įsi Laffer-ferilsins, aš hann sé kominn aš nślli (0), heldur hefur Laffer-ferillinn ķ žessu tilviki skoriš X-įsinn, og rķkiš fęr žį ekki lengur skatttekjur af brjįlęšislegri skattheimtu, heldur veršur rķkissjóšur fyrir śtgjöldum viš aš halda atvinnugreininni į floti.  Žaš er einmitt draumsżn kommśnistans.     

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sęll Bjarni. Śtgeršafélög sem einnig reka fiskvinnslur og geta selt sjįlfum sér afla į lęgra verši en tķškast į fiskmörkušum eru aš sjįlfsögšu nišurgreidd og njóta rķkisstušnings.  Löngu tķmabęrt aš klippa milli veiša og vinnslu og setja allann fiskafla į opinn og frjįlsan markaš, ķ anda alvöru hęgri manna.  

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.7.2022 kl. 06:42

2 Smįmynd: Bjarni Jónsson

Sęll, Tryggvi;  Hvers vegna er žér svona mikiš ķ mun aš koma höggi į žessar fiskvinnslur ?  Slķkt yrši einvöršungu til aš draga śr veršmętasköpun hérlendis, og śtflutningur į óunnum fiski ykist til fiskvinnsla ķ Evrópusambandinu og į Bretlandi, sem eru meš lęgri rekstrarkostnaš og bśa ekki viš neinar žęr hömlur į eignarhaldi, sem žś vilt koma į hér.  

Bjarni Jónsson, 28.7.2022 kl. 10:11

3 Smįmynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sęll aftur Bjarni.  Ég hef engan įhuga į aš koma höggi į neinar fiskvinnslur.  Ég vil aftur į móti aš allar fiskvinnslur sitji viš aama borš.  Gleymum ekki aš žjóšin į aušlindina og žaš er löngu tķmabęrt aš klippa milli veiša og vinnslu.  Ef "žessar fiskvinnslur,,  rįša ekki viš aš keppa um hrįefniš viš ašra, į frjįlsum markaši, eru žęr lķklega ekki eins velreknar og haldiš er fram.  Ašdįun į viršiskešjum og einokun er eitthvaš sem erfitt er aš tengja viš hęgrisinnaša įhugamenn um stjórnmįl.

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.7.2022 kl. 17:38

4 Smįmynd: Bjarni Jónsson

Sęll, Tryggvi; Hefur Samkeppniseftirlitiš gert athugasemd viš žau eignatengsl, sem žś nefnir ?  Žaš er langt seilzt aš ętla rķkisvaldinu aš banna eignatengsl į milli śtgerša og fiskvinnsla ķ ljósi žess, aš um 98 % framleišslunnar fer į erlenda markaši, žar sem ķslenzkir śtflytjendur eiga ķ höggi viš nišurgreidda starfsemi og žurfa aš greiša toll til aš koma vöru sinni į markaš.  Žessir śtflytjendur hafa tališ sig standa bezt aš vķgi ķ samkeppninni į erlendum mörkušum meš žvķ aš hafa viršiskešjuna órofna, eins og žś nefnir.  Beturvitar į Alžingi og ķ Stjórnarrįšinu munu hlaupa ķ felur, ef/žegar neikvęšar afleišingar af hugmyndafręšilegum inngripum žeirra ķ atvinnulķfiš koma ķ ljós.  Žaš er bezt aš skerša ekki frelsi atvinnulķfsins til athafna og fjįrfestinga og lįta atvinnulķfiš um žaš, sem žaš er bezt ķ, ž.e. aš hįmarka veršmętin śr hrįefninu, sem žvķ er leyft aš afla śr sameiginlegri aušlind žjóšarinnar.  Žannig mun žjóšinni vegna bezt.  

Bjarni Jónsson, 28.7.2022 kl. 18:20

5 Smįmynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sęll Bjarni en og aftur. Starfsemi žeirra fyrirtękja sem bęši gera śt veišiskip og stunda vinnslu og kaupa fisk af sjįlfum sér, meš ašstoš rķkisvaldsins sem samžykkir veršlagningu framhjį frjįlsum markaši, er ekkert annaš en nišurgreišsla.  Žaš verš, sem er įkvešiš af veršlagsnefnd er aš jafnaši mun lęgra er śtgeršir fį į uppbošsmarkaši. Žetta snżst ekkert um beturvita ( frįbęrt orš) og mį velta fyrir sér hvort hér sé ekki um sérhagsmunagęslu aš ręša.  Gleymum ekki aš kvótinn var settur į til aš vernda fiskinn ķ sjónum en ekki til aš vernda einstakar fiskvinnslur ķ landi.  Žaš į nefnilega ekki aš skerša frelsi atvinnulķfsins til athafna, eins og žaš sem ég er aš gagnrżna hér, Heldur eiga allar fiskvinnslur hér į landi aš standa jafnfętis meš ašgang aš žeim fiski sem hér veišist.  Og leišin žangaš er einföld, allur fiskur į markaš.  Ekki vil ég gera lķtiš śr dugnaši žeirra sem nišurgreišslna njóta ķ dag en žeir hljóta aš geta stašiš ķ lappirnar žótt žeir fari ķ samkeppnis umhverfi.  

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.7.2022 kl. 20:44

6 Smįmynd: Bjarni Jónsson

Sęll, Tryggvi.  Žetta hugarfóstur um, aš rķkiš žvingi śtgeršir til aš landa öllum afla sķnum į innlendum mörkušum, getur aldrei oršiš barn ķ brók, af žvķ aš tķminn hefur hlaupiš frį žvķ.  Markaširnir, sem mįli skipta į žessum vettvangi, eru į erlendri grundu.  Žróunin er sś, aš śtgerširnar semja viš višskiptavini sķna erlendis, žegar togararnir sigla į mišin, um verš og afhendingartķma.  Aš landa hér į markaši tefur bara dżrmętan tķma, og slķkt rżrir gęši vörunnar.  Žaš flękir lķka rekjanleikann, sem višskiptavinurinn er farinn aš gera kröfu um.  Ég er hręddur um, aš žvingun stjórnvalda ķ žessa veru verši ašeins žjóšarbśinu til tjóns, eins og opinber inngrip ķ frjįlsan markaš eru vön aš valda.  Sį žvingaši "frjįlsi markašur", sem žś vilt skapa hérlendis fyrir allan fisk, veršur aldrei annaš en skrķpaleikur, sem hafa mun ķ för meš sér aukinn kostnaš og veršrżrnun.

Bjarni Jónsson, 29.7.2022 kl. 13:35

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband