Stríđ í okkar heimshluta

Frá 24. febrúar 2022 geisar illúđlegt stríđ í Evrópu.  Hiđ árásargjarna rússneska ríki heyr grimmdarlegt nýlendustríđ gegn Úkraínumönnum.  Siđferđilega rotnum og ömurlega illa skipulögđum Rússaher gengur svo illa á vígvöllunum, ađ síđan gagnsókn úkraínska hersins hófst í byrjun september 2022, hefur honum orđiđ vel ágengt viđ ađ frelsa hertekin landsvćđi, einkum í norđaustri og suđri. Ţar hefur ađkoman veriđ ömurleg. Fréttir berast nú af 4 pyntingarstöđvum rússneska hersins í frelsađri Kherson-borg í suđri.  Eru brot Rússa á Genfarsáttmálanum um stríđsrekstur, međferđ stríđsfanga og hegđun gagnvart óbreyttum borgurum, til vitnis um, ađ Rússland er villimannaríki, hryđjuverkaríki, sem útiloka á frá öllum samskiptum siđađra manna.

Siđleysi og grimmd rússneskra stjórnvalda og hersins mun koma hart niđur á óbreyttum borgurum Rússlands á nćstu árum, og getur leitt til upplausnar sambandsríkisins, ţví ađ úrţvćtti komast ekki upp međ yfirráđ til lengdar. Stríđiđ hefur leitt í ljós hrikalega rangt mat Vesturveldanna á öryggi Evrópu í hernađarlegu og viđskiptalegu tilliti og sýnt frm á  nauđsyn NATO.  Rússar hafa ofmetiđ hernađargetu sína og vanmetiđ samstöđu Vesturveldanna gegn skefjalausu ofbeldi.  Vesturveldin eru ţó of treg til ađ senda Úkraínumönnum ţau hergögn, sem gert gćtu út af rússneska herinn í Úkraínu á fáeinum mánuđum.  Ţessi tregđa leiđir enn meiri hörmungar yfir almenning í Úkraínu vegna ţess hernađar, sem hinn ömurlegi rússneski her stundar gegn almennum íbúum Úkraínu. Fólskan rćđur ţar ríkjum, og hana verđur ađ brjóta sem fyrst á bak aftur og veita síđan hinni stríđshrjáđu og dugandi úkraínsku ţjóđ inngöngu í NATO. Ţađ er óskiljanlegt, ađ Ţjóđverjar skuli ekki samţykkja tillögu Pólverja um stađsetningu Patriot-loftvarnakerfisins í Úkraínu fremur en í Póllandi.  Patriot-kerfiđ er líklegast öflugasta loftvarnakerfi, sem völ er á nú um stundir, og mundi líka verja ađliggjandi NATO-lönd, ef ţađ vćri stađsett í Úkraínu. Ţađ er engu líkara en Frakkar og Ţjóđverjar, hverra einrćđisherrar lutu í lćgra haldi fyrir gríđarlegum fjölda, sem rússneskir herforingjar öttu fram gegn herjum ţeirra á 19. og 20. öld, vilji ekki sjá Rússaher sigrađan í Úkraínu á 21. öldinni.  Ţađ er hrottalega misráđiđ af Berlín og París. Meira raunsći er uppi í Eystrasaltslöndunum, Finnlandi og Póllandi, sem liđiđ hafa undan hernámi Rússa og ţekkja eđli ţeirra.   

Einn af íslenzkukennurum höfundar í MR skrifađi góđa hugvekju í Fréttablađiđ 9. nóvember 2022 um ástćđur styrjalda almennt, og kveikjan ađ ţeim góđu skrifum er líklega árásarstyrjöld Rússa gegn Úkraínumönnum, sem hneykslazt er á hér ađ ofan.  Ţarna á í hlut Árni Björnsson, ţjóđháttafrćđingur, en höfundur man ljóslega eftir honum kryfja Eglu međ nemendum á einu misseri.  Nokkrir ţefnćmir nemendur, einkum nćrri kennarapúltinu, töldu sig einstaka sinnum skynja kaupstađarlykt í loftinu, ţegar kennarinn komst á flug viđ ađ útskýra bođskap Snorra Sturlusonar og útskýra vísurnar, sem sá lćrđi mađur úr Oddaskóla á Rangárvöllum hafđi safnađ ađ sér eđa ort sjálfur og sett á kálfskinn.  Konungar voru yfirleitt ófriđsamir og sátu yfir hlut sjálfstćđra bćnda međ skattheimtu til ađ fjármagna hirđina og herinn. Ađ breyttu breytanda á ţetta viđ um einrćđisherra nútímans.  

Nú verđur gripiđ niđur í lipurlega ritađa hugleiđingu  ţjóđháttafrćđingsins, sem bar fyrirsögnina:  

"Margtugga um stríđ":

"Ţađ er ćvinlega fámenn yfirstétt, sem hefur komiđ stríđsátökum af stađ.  Hún lćtur, ţegar grannt er skođađ, jafnan stjórnast af ásókn í land, auđlindir og völd, ţótt menningar- eđa trúarlegar ástćđur séu oft hafđar á yfirborđi.  Til ţess hefur hún sér til fulltingis snillinga á sviđi innrćtingar til ađ fá almenning til fylgis.  En ţađ er einn afdrifaríkasti veikleiki hins venjulega manns, hvađ hann er hrekklaus og ginnkeyptur fyrir málafylgju." 

Ţessi texti getur sem bezt átt viđ Rússland 2022 og Ţýzkaland 1939 og 1914.  Í öllum tilvikum var um einrćđisstjórnarfar ađ rćđa, og slík ríki eru mun ófriđlegri og árásargjarnari en vestrćn lýđrćđisríki.  Rússneska yfirstéttin, ólígarkar, ágirnist auđ Úkraínu.  Fólkiđ ţar er duglegt og skapandi, moldin er frjósöm, dýrir málmar og olía í jörđu, og nú hafa fundizt miklar jarđgasbirgđir í Suđur-Úkraínu og ţó einkum í Svartahafi í kringum Krímskagann.

Rússneska rétttrúnarkirkjan virđist vera međ böggum hildar, eftir ađ sú úkraínska sagđi skiliđ viđ hana 2019 og hefur lýst "sértćka hernađarađgerđ" Pútíns sem heilagt stríđ gegn Úkraínu.  Pútín og skósveinar ţessa  nýlenduherra lýsa ţví blákalt yfir, alveg út í loftiđ, ađ úkraínsk ţjóđ hafi enga sérstöđu og úkraínsk menning sé ekki til. Ţetta stríđir gegn heilbrigđri skynsemi og t.d. sögu 18. aldar, ţegar Úkraínumenn voru í uppreisn gegn zarnum. Frá ţví ađ sćnskir víkingar stofnuđu međ íbúunum á svćđinu Kćnugarđsríkiđ, hefur Úkraína veriđ til međ sínum kósökkum.  Hér er um harđduglega menningarţjóđ ađ rćđa, t.d. á sviđi tónlistar og dansa. 

Rússar hafa alltaf veriđ međ tilburđi til ađ ţurrka út sérstöđu ţjóđarinnar og kúga hana grimmdarlega, eins og tilbúin hungursneiđ af ţeirra hálfu 1932-1933 sýndi.  Til ţess var tekiđ, ađ Rússar stálu öllum gersemum ţjóđminjasafnsins í Kherson og höfđu á brott međ sér til Rússlands, ásamt heimilistćkjum og salernisbúnađi.  Ţeir hafa hagađ sér eins og óuppdregnir vandalar í Úkraínu. Herstjórninni vćri trúandi til ađ standa ađ slíku. Hún er ćrulaus. 

"Slík átök byrjuđu smátt fyrir ţúsundum ára.  Í frjósömum árdölum tókst fólki smám saman ađ framleiđa meiri matvćli en ţađ ţurfti til daglegs viđurvćris. Međal ţess spruttu upp klókir og gráđugir menn, sem međ ýmsum ađferđum gerđu sig ađ andlegum leiđtogum og í krafti ţess međ tímanum ađ veraldlegum foringjum, sem hirtu framleiđslu fjöldans.  Enginn ţeirra var ţó ţekktur ađ manngćzku."

Ţetta er líklega sannferđug lýsing á upphafi stéttaskiptingar í heiminum. Fólk hefur alltaf veriđ misjafnlega úr garđi gert ađ andlegu og líkamlegu atgervi, svo ađ ekki sé minnzt á hugđarefnin, svo ađ ţeir, sem gátu framleitt meira en ađrir, hafa veriđ taldir vel til forystu fallnir. Hjátrú hefur ţjakađ lýđinn ţá, eigi síđur en nú, og ţađ hefur veriđ góđur jarđvegur til ađ koma ţví inn hjá honum, ađ velgengni stćđi í sambandi viđ ćđri máttarvöld. Ţađ varđ ađ eins konar réttlćtingu á forréttindum og hóglífi ćđsta klerks, ađ ţau vćru merki um velţóknun ćđri máttarvalda.  Áróđur og innrćting hafa óralengi leikiđ stórt hlutverk í samfélagi manna og veriđ jafnan til bölvunar.  

"Ţessir foringjar komu sér upp hirđ og her til ađ tryggja völd sín, reistu sér hallir og hof og töldu lýđnum trú um, ađ toppfígúran hefđi ţegiđ stöđu sína frá ćđri máttarvöldum, sem öllum bćri ađ hlýđa.  Ţegar svo valdaklíkur í nágrannalöndum tóku ađ keppa um sömu náttúruauđlindir, var kvatt til herútbođs, einatt í nafni trúar, ţjóđernis eđa ćttjarđarástar.  Og lýđurinn kunni ekki annađ en hlýđa.  Í sögukennslu er svo látiđ heita, ađ ţetta sé gert í nafni ţjóđar og forkólfar yfirgangsins, eins og Alexander mikli, Sesar eđa Napóleon, kallađir mikilmenni." 

Höfundur ţessa pistils er hallur undir ţessa söguskýringu síns gamla lćriföđur um Eglu. Í hryđjuverkaríkinu Rússlandi er nú alrćđi eins manns, sem hefur hlotiđ blessun rússnesku rétttrúnađarkirkjunnar á villimannslegu landvinningastríđi sínu í Úkraínu, svo ađ ţar kemur sú tenging viđ yfirnáttúruleg öfl, sem Árni tínir til í kenningu sinni hér ađ ofan.  Forseti Rússlands bođar ennfremur endurreisn heimsveldis Rússa, eins og ţađ var víđfeđmast á dögum zaranna, og í raun sameiningu allra Slava í eitt ríki undir forystu Rússa.  Ţađ á ađ endurreisa "mikilfengleika Rússlands", sem er ţó anzi ţokukenndur. 

Ţetta er geđveiki, enda er ekki nokkur raunhćfur grundvöllur fyrir slíkri endurtekningu kúgunarsögunnar.  Forseti Rússlands hefur raunar bólusett Úkraínumenn og ađra Slava endanlega gegn nokkrum áhuga á ţví ađ gerast enn og aftur ţrćlar frumstćđs og ofstopafulls rússnesks ríkis. 

"Pútín er lítiđ annađ en handbendi nýríkra rússneskra auđjöfra, sem ágirnast m.a. auđlindir Úkraínu.  Vopnaframleiđendur međal ţeirra tapa ekki, ţótt rússneski herinn tapi á vígstöđvunum.  Ađ breyttu breytanda gildir sama munstriđ í stórum dráttum enn í dag. Ţađ eru ekki ţjóđir, sem keppa um auđlindir jarđar, en í stađ ađalsmanna fyrri alda er komin yfirstétt fjármálajöfra, sem hagnast m.a. á offramleiđslu og endurnýjun óţarfra hergagna.  Til ađ réttlćta hana ţarf ađ magna upp stríđsótta og helzt tímabundin átök.  Ţetta eru allt annars konar öfl en ţeir heiđarlegu dugnađarmenn í hverju landi, sem eiga frumkvćđi ađ ţví ađ byggja upp ţarflega atvinnuvegi, en halda sig frá fjármálabraski.  En í krafti hins frjálsa fjármagns ráđa braskararnir oft ferđinni."  

Hér skal ósagt látiđ, hver er handbendi hvers í ćđstu  valdastétt Rússlands.  Ţá er og komiđ í ljós núna, ađ friđarhreyfingar í Evrópu og víđar hafa haft kolrangt fyrir sér varđandi hćttuna, sem af Rússum stafar.  Ţeir eru einfaldlega enn ţá útţenslusinnađ og árásargjarnt ríki, ţótt herstyrkur og efnahagsstyrkur ţessa rotnađa ríkis sé lítill.  Ađ tala niđur fjármálamenn og fjárfesta á Vesturlöndum, af ţví ađ ţeir grćđi sumir á framleiđslu og sölu hergagna, missir nú orđiđ algerlega marks á Vesturlöndum.  Ţađ er full ţörf á NATO og hefur alltaf veriđ til ađ verja einstaklingsfrelsiđ og lýđrćđiđ.  Nú eru reyndar svartir sauđir í NATO á borđ viđ Erdogan, Tyrklandsforseta, og Viktor Orban, forsćtisráđherra Ungverjalands, sem ţvćlast fyrir inntöku Finnlands og Svíţjóđar í NATO.  Ţá verđur hegđun Orbans ć undarlegri, ţví ađ nú er hann farinn ađ sýna tilburđi um ađ vilja fćra út landamćri Ungverjalands og lćtur mynda sig međ trefil, sem sýnir ný landamćri. 

Rússar eru nú ţegar búnir "ađ spila rassinn úr buxunum" í Úkraínu og hafa breytzt í útlagaríki.  Ţađ verđur líklegra međ hverri vikunni, sem líđur, ađ draumur Úkraínumanna um ađ reka rússneska herinn út úr landi sínu og endurreisa landamćrin frá 1991 muni rćtast 2023.  Til ađ varđveita ţann friđ, sem ţeir ţá hafa lagt grunninn ađ, ţarf endilega ađ verđa viđ bón ţeirra um ađ ganga í NATO.  Síđan mun hefjast gríđarlegt uppbyggingarskeiđ í Úkraínu, ţar sem innviđir, skólar, sjúkrahús,íbúđarhúsnćđi og fyrirtćki verđa reist ađ vestrćnum hćtti, og Úkraína verđur tengd vestrćnum mörkuđum og stofnunum og verđur varnarlegt bólvirki gegn Rússum međ öflugasta her Evrópu.  

Ţađ mun ekki líđa á löngu, unz verg landsframleiđsla Úkraínu mun sigla fram úr VLF Rússlands, og ađ nokkrum áratugum liđnum munu Úkraínumenn verđa fjölmennari en íbúar leifanna af Rússaríki.  (Kákasusţjóđirnar og e.t.v. einhverjar Síberíuţjóđir munu segja skiliđ viđ Sambandsríki Rússlands.)  Auđlindir Úkraínu eru nćgar til ađ veita yfir 100 M manna ţjóđ góđ lífskjör á evrópskan mćlikvarđa.  Úkraína getur brauđfćtt og knúiđ orkukerfi allrar Evrópu vestan Rússlands. Ţannig mun Úkraína verđa öflugasta ríki Evrópusambandsins. 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Góđ grein!

Tryggvi L. Skjaldarson, 9.12.2022 kl. 08:18

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ţakka ţér fyrir, Tryggvi.  Viđ lifum á athyglisverđum tímum, en hljóđar ekki kínversk ósk um farsćld ţannig, ađ ţess er óskađ, ađ viđkomandi ţurfi ekki ađ upplifa áhugaverđa tíma ?

Bjarni Jónsson, 9.12.2022 kl. 15:57

3 Smámynd: Theódór Norđkvist

Er latur ađ logga mig inn á blog.is, en vil bara taka undir međ síđustu rćđumönnum, ţessi pistill er beint í mark. Hryđjuverkaforingjann í Kreml verđur ađ stöđva.

Theódór Norđkvist, 10.12.2022 kl. 01:00

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ţetta er mesta stórmál, sem drifiđ hefur á daga Evrópumanna síđan síđari heimsstyrjöldinni lauk 1945. Nú rćđst framtíđ Evrópu, og enn eru Bandaríkjamenn atkvćđamestir um lyktirnar.  Ţjóđverjar mega ekki lengur dóla viđ ađ taka upp öfluga forystu á međal frjálsrar Evrópu gegn yfirgangi gjörspillts Rússlands.  Ţađ er engin ástćđa og óverjandi ađ draga lappirnar lengur.  Hvar er "die Wende" ?

Bjarni Jónsson, 10.12.2022 kl. 18:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband