Niđurlćging höfuđborgarinnar

Ţađ er alveg sama, hvar boriđ er niđur.  Niđurlćging höfuđborgarinnar á ţeim tíma, sem "good for nothing persons" undir forystu Samfylkingarinnar hafa veriđ ţar viđ völd, er alger, og ţessi sjálfhćlna einskis nýta stjórnmálahreyfing, sem í krafti forsjárhyggju sósíalismans ţykist vera í stakk búin ađ hafa vit fyrir öđrum, kann ekki fótum sínum forráđ, ţegar til kastanna kemur. 

Ef mótdrćgir atburđir verđa, sem krefjast skjótra og fumlausra viđbragđa stjórnendanna, er ţađ segin saga, ađ allt fer í handaskolum.  Samfylkingin er búin ađ ganga af stjórnkerfi borgarinnar dauđu.  Nú eru hćfileikasnauđir stjórmálamenn sem stjórnendur yfirgripsmikilla málaflokka látnir stjórna málaflokkum, sem öflugir embćttismenn međ fullt vald á tćknihliđum sinna málaflokka, stjórnuđu áđur af röggsemi undir beinni stjórn borgarstjóra. Ţađ er borin von um breytingar til batnađar í borginni, á međan ráđstjórnarfyrirkomulag Samfylkingarinnar er ţar viđ lýđi.   

Dćmi um ţetta er embćtti borgarverkfrćđings, sem aflagt var, og viđ tók m.a. umhverfis- og skipulagsráđ Reykjavíkur.  Ţetta er í anda gömlu sovétanna eđa ráđanna, sem kommúnistaflokkur Ráđstjórnarríkjanna rađađi sínu fólki í.  Hvernig fór fyrir Ráđstjórnarríkjunum ?  Ţau hrundu 1991 vegna rotnunar innan frá.  

Eftir mikla snjókomu, hvassviđri og kulda helgina 18.-19. desember 2022 kom í ljós alvarleg brotalöm í snjómokstri borgarinnar.  Hún stóđ sig miklu lakar en nágrannasveitarfélögin.  Var ţá m.a. kallađur til útskýringa formađur ofangreinds ráđs borgarinnar, sem virtist vera nýdottinn ofan úr tunglinu og ekki vita í ţennan heim né annan.  Varđ ţessari formannsdulu ţađ helzt fyrir ađ leita blóraböggla utan borgarkerfisins, og urđu verktakar fyrir valinu og ţvađrađi um handbók, sem vćri í smíđum. Meiri verđur firringin (fjarlćgđin frá raunveruleikanum) ekki.  Allt er ţetta eins lágkúrulegt og hugsazt getur.  

Lítiđ skánađi máliđ, ţegar leitađ var ráđa hjá nýjustu mannvitsbrekkunni, sem inn í ţetta sovétkerfi borgarinnar gekk eftir síđustu sveitarstjórnarkosningar međ slagorđ á borđ viđ breytum borginni, varđ óđara formađur borgarráđs og á ađ taka viđ borgarstjóraembćttinu af fallkandidatinum Degi B. Eggertssyni.  Verkvit vćntanlegs borgarstjóra  lýsti sér mjög vel međ ţeirri uppástungu, ađ borgin skyldi kaupa nokkra pallbíla međ tönn framan á.  Hjá borginni leiđir blindur haltan, og firringin er allsráđandi.  

Ekki verđur hjá ţví komizt í kuldakastinu í desember 2022 ađ minnast á hlut Orkuveitu Reykjavíkur-OR og dótturfélaga í velferđ íbúa höfuđborgarsvćđisins. Nýlega kom framkvćmdastjóri ON, dótturfélags OR, sem sér um orkuöflun og hefur algerlega látiđ hana sitja á hakanum undandarinn áratug, međ spekingssvip í  fréttatíma sjónvarps allra landsmanna og bođađi ţar ţá  kenningu í tilefni vetrarkulda, ađ óskynsamlegt vćri ađ afla heits vatns til ađ anna toppálagi hjá  hitaveitunni.  Ţetta er nýstárleg kenning um hitaveituţjónustu fyrir almenning.  Tímabil međ -5°C til -10°C, eins og var á jólaföstunni á höfuđborgarsvćđinu, getur varađ vikum saman.  Ef ekkert borđ er haft fyrir báru, eins og nú virđist vera uppi á teninginum hjá OR og dćtrum, gerist einmitt ţađ, sem gerđist í ađdraganda jóla, ađ ein bilun veldur svo stórfelldum vatnsskorti (20 %), ađ loka verđur öllum útilaugum á höfuđborgarsvćđinu í 2 sólarhringa og hefđi getađ varađ lengur.  Ţetta er óbođleg stefna.  Miđa á viđ s.k. (n-1) reglu, sem ţýđir, ađ í kerfinu er borđ fyrir báru til ađ halda uppi fullri ţjónustu, ţótt ein eining bili á háálagstíma.  Ţá er líka nauđsynlegt svigrúm til fyrirbyggjandi viđhalds fyrir hendi á hverjum tíma. 

Hér gćtir fingrafara Samfylkingarinnar, eins og alls stađar í borgarkerfinu.  Hún lćtur borgarsjóđ blóđmjólka OR til ađ standa straum af gćluverkefnum sínum og silkihúfum, en fórnar fyrir vikiđ hagsmunum íbúanna, sem ekki hafa í önnur hús ađ venda, nema ađ flytjast um set a.m.k. 50 km. 

Ţarna er Samfylkingunni rétt lýst.  Hún smjađrar fyrir almenningi og ţykist allt vilja gera fyrir alla á kostnađ sameiginlegra sjóđa, en hikar ekki viđ ađ fórna hagsmunum almennings til ađ geta haldiđ uppi sukkinu, sem völd hennar í Reykjavík hvíla á. Stefna Samfylkingarinnar er reist á botnlausri skattpíningu og skuldasöfnun, sem er eitruđ blanda, sem getur ekki gengiđ upp til lengdar, enda er nú komiđ nálćgt  leiđarenda og allt í hönk.

Morgunblađiđ gerđi sorglegum stjórnarháttum Samfylkingarinnar verđug skil í forystugrein 20. desember 2022:

"Grátlegt ađ horfa upp á niđurlćginguna".

Hún hófst ţannig:

"Ţađ er sárt til ţess ađ vita, hvernig komiđ er fyrir borginni okkar, höfuđborginni. Ţađ er sama, hvert litiđ er. Hvernig gat ţetta fariđ svona illa ?  Stóru málin sýna ţetta og sanna.  Fjármál borgarinnar og ţá ekki síđur vandrćđin í skipulagsmálum hennar.  Ţetta tvennt er auđvitađ nćgjanlega yfirţyrmandi, enda mun hvert ţađ sveitarfélag bágt, ţar sem bćđi fjárhagsstađa og skipulagsmál hafa veriđ keyrđ í ţrot af fullkomlega óhćfum stjórnendum, sem hafa ekki auga fyrir slíkum ţáttum og sitja ţó keikir í stólunum í Ráđhúsinu, sem ţeir voru á móti ţví, ađ yrđi byggt og ţar međ fyrir ţeim, sem gćtu gert betur, en aldrei verr."

Samfylkingin hefur eyđilagt stjórnkerfi borgarinnar međ sovétvćđingu sinni, ráđsmennsku, og ţar međ varđađ leiđ höfuđborgarinnar til glötunar.  Stjórnmálamennirnir, sem öllu ráđa í ráđum borgarinnar, eru óhćfir stjórnendur; ţađ er ekki ofmćlt hjá ritstjóra Morgunblađsins, enda sýna  verkin merkin.  Ţađ er sama, hversu hćfir embćttismenn eru ráđnir inn í svona kerfi.  Ţeir fá ekki tćkifćri til ađ njóta sín undir ráđunum, eins og samanburđur á frammistöđu Véladeildar borgarverkfrćđings forđum tíđ og umhverfis- og skipulagssviđs nú í snjómokstri sýnir glögglega. 

Ritstjórinn vék ađ mannvitsbrekkunni, sem nú er afleysingaborgarstjóri og hefur valdiđ villuráfandi kjósendum Framsóknarflokksins ómćldum vonbrigđum á undraskömmum tíma:

"En ásamt borgarfulltrúum minnihlutans hefur formađur borgarráđs, sem vann óvćntan sigur og hefur á örfáum mánuđum siglt međ málefni borgarinnar úr öskunni í eldinn, látiđ óhćfan borgarstjóra, sem keyrt hefur fjármál og skipulagsmál í rjúkandi rúst, teyma sig út á berangur spillingur.  Allt er ţetta međ ólíkindum."  

Ţeim mun verr gefast heimskra manna ráđ, sem ţeir koma fleiri saman, var einu sinni sagt, og ţađ hefur berlega sannazt í Ráđhúsi Reykjavíkur.  Ţađ gafst afleitlega ađ fjölga borgarfulltrúum og hefur reynzt rándýrt.  Miđađ viđ meginkosningaloforđ Framsóknar í borginni hefur efsti mađur listans reynzt ómerkur orđa sinna.  Engin breyting til batnađar hefur orđiđ á högum borgarinnar viđ komu hans í pólitíkina.  Hann lćtur ferđaglađa lćkninn teyma sig á asnaeyrunum, hvert sem er.

"En tilfallandi mál opinbera einnig stjórnleysi og aumingjadóm.  Og ţađ gerđi svo sannarlega snjóhríđ og erfiđ átt, sem hvorugt var af verstu gerđ, ţótt slćmt vćri.  Ţegar í stađ varđ algerlega ófćrt um alla borg !  Ríkisútvarpiđ "RÚV" spurđi mann hjá borginni, sem var sagđur eiga ađ bregđast viđ atvikum eins og ţessum, út í öngţveitiđ, sem varđ.  Hann viđurkenndi aftur og aftur, ađ ţetta hefđi ekki veriđ nćgjanlega gott, og var sú játning ţó óţörf.  En hann bćtti ţví viđ til afsökunar, ađ borgin hefđi ađeins "tvćr gröfur" - "TVĆR GRÖFUR", sem nota mćtti í verkefni af ţessu tagi, og hefđu ţćr ekki haft undan.  Engu var líkara en "RÚV" hefđi fariđ ţorpavillt og náđ sambandi viđ 150 manna sveitarfélag úti á landi, ţar sem alls ekki vćri útilokađ, ađ tvćr gröfur hefđu getađ hjálpađ til ađ halda 200 m ađalgötu sveitarfélagsins opinni."

Ţađ er deginum ljósara nú í skammdeginu, ađ viđbúnađaráćtlun borgarinnar gagnvart hríđarviđri er hvorki fugl né fiskur eđa innleiđing hennar hefur fariđ fyrir ofan garđ og neđan, nema hvort tveggja sé.  Viđ blasir ónýtt stjórnkerfi borgarinnar, enda er ţetta ráđstjórn međ silkihúfum stjórnmálanna, sem hefur safnađ öllum völdum í sínar hendur og lagt sína dauđu hönd ţekkingarleysis og ráđleysis á verkstjórn borgarinnar.  Tiltćkur tćkjafloti borgarinnar núna er miklu minni en á dögum borgarverkfrćđings og gatnamálastjóra, sem áđur fyrr voru ábyrgir fyrir snjómokstri í borginni undir yfirstjórn borgarstjóra.  Ađ venju, ţegar eitthvađ bjátar á, hvarf borgarstjóri, og mun Dagur hafa skroppiđ til Suđur-Afríku.  Ráđstjórnarkerfi hans er ónýtt, og ţađ verđur ađ fleygja ţví á öskuhaugana áđur en nokkur von getur vaknađ um tök á ţessum málum.  Síđan verđur ađ ráđa menn međ bein í nefinu og verkţekkingu til ađ skipuleggja viđbúnađ og framkvćma hann eftir ţörfum.  Stjórnunarleikir silkihúfanna eru dramatískir sorgarleikir óhćfra leikara. 

Ađ lokum sagđi í téđri forystugrein:

"Á međan borgin var og hét og var ekki stjórnađ af óvitum, ţá hafđi hún öfluga sveit Véladeildar borgarinnar, sem búin var beztu tćkjum, sem völ var á í landinu.  Einatt, ţegar von var atburđa, eins og urđu í gćr, ţá fćrđi borgarstjórinn í alvöru borg sig inn í höfuđstöđvar Véladeildar borgarinnar, sem var hiđ nćsta höfuđstöđvum borgarverkfrćđings, og fylgdist međ viđbrögđum öflugra sveita fram eftir nóttu.  En nú ţarf ekki annađ en smáa snjósnerru og goluţyt, til ađ öllu sé siglt í strand í borg manna, sem treysta á 2 litlar gröfur í veđurneyđ.

Niđurlćging borgarinnar í fjármálaólestri og strandi skipulagsmála, sem eru ţó helztu afreksverk Dags. B. Eggertssonar, er bersýnileg, en ţegar fjármálabrall leggst viđ umferđaröngţveiti, sem sífellt versnar, er orđiđ fátt um fína drćtti."

Ţetta er athygliverđ frásögn fyrrverandi borgarstjóra um stjórnarhćtti í skilvirku stjórnkerfi borgarinnar, eins og ţađ var áđur en vinstri menn rústuđu ţví og stofnuđu ráđin, ţar sem stjórnmálamenn Samfylkingar og fylgifiska fara međ öll völd án ţess ađ hafa nokkra stjórnunargetu eđa verksvit.  Borgarstjórinn móđgar ekki afćturnar í ráđunum međ ţví ađ taka fram fyrir hendur ţeirra og setja ţar međ hagsmunabandalag vinstri klíkanna í uppnám. Ţó er til neyđarstjórn í borginni, ţar sem borgarstjóri er í formennsku, en hún var ekki kölluđ saman, ţótt ástćđa hefđi veriđ til, enda borgarstjóri ađ spóka sig á suđurhveli jarđar. 

Menn taki eftir ţví, ađ hinir hćfu embćttismenn, borgarverkfrćđingur og gatnamálastjóri, sáu ástćđu til ţess, ađ borgin réđi sjálf yfir öflugum tćkjaflota af beztu gerđ.  Amlóđar Samfylkingarinnar og fylgitunglanna reiđa sig hins vegar alfariđ á verktaka án ţess ađ hafa gengiđ frá almennilega öruggum samningum viđ ţá.  Hvers vegna er dćminu ekki snúiđ viđ til öryggis og verktökum leigđar vélarnar međ áhöfn á sumrin, ţegar borgin ţarf ekki á ţeim ađ halda, en yfirleitt er törn hjá verktökum ?  Ađ auki ţarf sérútbúnađ, eins og snjóblásara, sem blása  snjónum upp á vörubílspalla, ţví ađ mikil vandrćđi myndast annars viđ heimreiđar ađliggjandi lóđa og á gangstéttum.   

 

 

  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Snilldar pistill Bjarni. Ekki hćgt ađ orđa ţetta betur hvernig

komiđ er fyrir Reykjavík. Óhlft liđ í öllum stöđum og skiptir ekki

máli hvort viđkomandi er hann/hún/hán/kvár/kynseginn eđa hvađ sem er.

Handónýtt liđ allt saman.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 7.1.2023 kl. 15:57

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ţakka ţér fyrir, Sigurđur Kristján.  Sagt er, ađ oft velti lítil ţúfa ţungu hlassi.  Ţađ sannađist á stjórnkerfi Reykjavíkur á jólaföstunni 2022.  Hríđarveđur opinberađi, ađ keisarinn er í engu, ţ.e. stjórnkerfiđ, sem Samfylkingin hefur byggt upp í borginni međ ćrnum tilkostnađi, er handónýtt, lúiđ og feyskiđ, og getur ekki virkađ almennilega undir neinum kringumstćđum.  Stjórnmálaflokkur, sem er ábyrgur fyrir viđlíka klúđri og ţessu, verđskuldar falleinkunn, og menn skulu ekki ímynda sér, ađ myndin verđi önnur, ef ţessi stjórnmálaflokkur kemst til valda í Stjórnarráđi Íslands. 

Bjarni Jónsson, 8.1.2023 kl. 10:48

3 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Mjög góđur pistill. Dagur B. Eggertsson hefur komizt til valda međ hjálp stuđningsflokka tvisvar sinnum, ţannig ađ í raun vilja kjósendur hann ekki sem borgarstjóra. Hann hefur einhvernveginn vélađ ríkisstjórnina til ađ samţykkja Borgarlínuna, en ţađ ćtti öllum ađ vera ljóst á ţessum samdráttartímum á heimsvísu hversu fráleitt ţađ er. (Jafnvel ţótt hún hafi kosti í sjálfu sér ţessi borgarlína, ef raunhćft er ađ klára ţađ verkefni).

Ingólfur Sigurđsson, 9.1.2023 kl. 03:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband