Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
6.5.2018 | 11:35
Óðs manns æði
Talsverð umræða hefur nú skapazt í landinu um Orkusamband ESB og Orkustofnunina ACER, sem skilgreind eru í Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB frá 2009 og Sameiginlega EES-nefndin í Brüssel samþykkti 5. maí 2017 að beina til þjóðþinganna þriggja á Íslandi, í Noregi og í Liechtenstein, að "aflétta stjórnlagalegum fyrirvara á" um innleiðingu í EES-samninginn, þ.e.a.s. gjörningurinn er þegar kominn inn í orkukafla samningsins, 4. viðauka, en skortir lagagildi í hverju þessara þriggja landa, þar til síðasta þjóðþingið hefur veitt gjörninginum blessun sína.
Í þessu tilviki er Alþingi síðasti löggjafinn til að fjalla um málið; hinir hafa báðir samþykkt, sá norski með braki, brestum og eftirmálum. Pólitísku drunurnar í Noregi af gjámyndun á milli þings og þjóðar í þessu máli eru síður en svo þagnaðar og munu líklega vara allt þetta kjörtímabil, sem hófst haustið 2017, og taka undir í fjöllunum í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári, nema Stórþingið snúi af villu síns vegar við boðaða endurupptöku málsins í Stórþinginu, ef Alþingi vinnur það þarfaverk að synja þessu samkomulagi Sameiginlegu EES-nefndarinnar samþykkis.
Umræðan hérlendis er misjöfn að gæðum, eins og gengur. Fram fyrir skjöldu hefur stigið iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, með þann boðskap helztan, að umrædd staðfesting Alþingis mundi varla nokkru breyta á Íslandi. Til að finna þessum áróðri stað hefur hún látið iðnaðarráðuneytið kaupa minnisblað af innlendum lögmanni, sem áður var framkvæmdastjóri hjá ESA-Eftirlitsstofnun EFTA í Brüssel.
Ráðherrann hefur dregið niðustöður þessa minnisblaðs saman í 7 liði, sem allir eiga að sýna, að hún eigi alls ekki við ályktanir þeirra tveggja stjórnarflokka, sem ályktað hafa um málið, og að hún mundi engu breyta, sem máli skiptir um íslenzka stjórnsýslu. Hvort tveggja er kolrangt hjá ráðherranum og má furðu gegna, að hún skuli fara á flot með aðra eins vitleysu gagnvart fólki, sem kann að lesa. Fyrst verða flokksályktanirnar skoðaðar, og síðan verður sérfræðingur um orkumál leiddur fram á sviðið til að aðgæta, hvort um lítils háttar breytingar er að ræða:
a) ályktun Framsóknarflokksins frá 11. marz 2018 hljóðaði svona (aldrei er góð vísa of oft kveðin): "Framsókn stendur vörð um fullveldi Íslands í orkumálum og hafnar því, að orkulöggjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið."
Það er óyggjandi, að hluti fullveldis Íslands í orkumálum mundi glatast og færast til yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER, þar sem Ísland ekki er fullgildur aðili, ef Þriðji orkubálkurinn verður innleiddur í EES-samninginn. Það er jafnframt ljóst, að Þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB er hluti af orkulöggjöf sambandsins. Þar af leiðandi fer ekki á milli mála, að ofangreind samþykkt Framsóknarflokksins á við um væntanlega þingsályktun utanríkisráðherra og frumvarp iðnaðarráðherra um innleiðingu téðs lagabálks í EES-samninginn. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa skýra viðmiðun frá síðasta Flokksþingi sínu.
b) Ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 18. marz 2018 um þetta mál hljóðaði þannig:
"Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenzkum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins."
Það, sem hér er átt við, er, að samkvæmt Öðrum orkumarkaðslagabálki ESB hefur ESB, og í EFTA-löndunum þremur ESA, eftirlit með, að settum viðskiptareglum sé fylgt, þ.e. fjórskiptingu raforkumarkaðarins sé við haldið (frjáls samkeppni orkuvinnslu og sölu, einokunarfyrirtæki raforkuflutninga sé óvilhallt einstökum aðilum á markaði og sérleyfi dreifingarfyrirtækja, t.d. um verðlagningu, sé undir opinberu eftirliti. Þá hefur ESB/ESA eftirlit með, að langtímasamningar um raforkusölu séu í samræmi við markaðsaðstæður og feli ekki í sér undirboð, sem skekki samkeppnisstöðu). Ekkert nýtt, sem er umfram þetta, mega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja.
Það ætti hverju mannsbarni að vera ljóst, sem kynnir sér málin, að Þriðji orkumarkaðslagabálkurinn felur einmitt í sér viðbótar framsal valds yfir íslenzka orkumarkaðinum til ESB/ESA, sbr útibú ACER á Íslandi og skuldbindingu landsins með innleiðingunni um að vinna að því að raungera Kerfisþróunaráætlun ESB.
Það er hulin ráðgáta, hvernig iðnaðarráðherra dettur í hug að reyna að fara á flot með kenningu um hið gagnstæða í veikri von um, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telji sig óbundna af ofangreindri skýru ályktun gegn Þriðja bálkinum. Allar efasemdir um, að áhrifin af téðum lagabálki verði mikil, ættu þó að gufa upp sem dögg fyrir sólu við lestur Morgunblaðsgreinar Elíasar B. Elíassonar 28. apríl 2018:
"Á að stofna nýja Orkustofnun til að gera ekkert ?":
"Hin nýja Orkustofnun skal skipuð samkvæmt tilskipun nr 72 frá 2009, en þar segir í grein 35, að sérhvert ríki skuli skipa eina stofnun með reglugerðarvald sem landsstofnun. Nú fjalla þessi lög um fleiri lönd en Ísland, og íslenzki textinn liggur ekki fyrir, svo að hér verður enska orðið "regulator" þýtt sem reglari. [Norðmenn kalla þessa stofnun hjá sér "Reguleringsmyndighet for energi-RME", og virðist hún verða sjálfstæð deild í NVE, þeirra Orkustofnun, OS-innsk. BJo.] Á Íslandi mun hin nýja Orkustofnun verða landsreglari. [Landsreglarinn tekur við núverandi reglusetningarhlutverki ráðuneyta og OS um orkuflutninga og mun þess vegna hafa yfirstjórn Landsnets með höndum. Hvernig er hægt að kalla það léttvæga breytingu ?-innsk. BJo.]
Það vekur fyrst athygli, hvað reglarinn skal vera óháður öllum stjórnvöldum og stofnunum, jafnt opinberum sem einka. Starfsfólk reglarans má hvorki leita eftir né þiggja fyrirmæli frá öðrum um neitt það, er við kemur valdi hans eða beitingu þess. Þá er langur kafli um stefnumörkun, sem einkum gengur út á, að reglarinn fylgi stefnu ESB í einu og öllu í nánu samstarfi við ACER, Orkustofnun Evrópu. [Stefna ESB í orkuflutningsmálum krystallast í Kerfisþróunaráætlun ESB, þar sem Ice Link sæstrengurinn er á forgangslista yfir 170 verkefna - innsk. BJo.] Hann á t.d. að sjá til þess að efla tengingar á milli landa, þróa virka svæðisbundna samkeppnismarkaði, að kerfisstjórar [hér Landsnet-innsk. BJo] hafi hæfilega hvata til að bæta virkni kerfisins og fleira.
Þó svo, að landsreglarinn stjórni með því að setja öðrum reglurum reglur, þá munu gerðir hans vissulega snerta einkaaðila. Þar fór sú afsökunin. [Þetta er mjög mikilvægt atriði í stjórnlagalegum skilningi málsins, því að erlent vald yfir einkaaðilum á Íslandi er grundvallarbrot gegn Stjórnarskrá lýðveldisins - innsk. BJo.] Grein 37 telur síðan upp skyldur reglaranna, sem eru auðvitað fyrst þær að hafa samráð við og hlýða stofnunum ESB; með öðrum orðum að fara að lögum ESB.
Eitt dæmið er að viðhafa baunatalningu á hestaflafjölda nýrra aflstöðva í því skyni að að tryggja afhendingaröryggi. Þetta dæmi, sem og dæmið um, að hér skuli koma á virkum samkeppnismarkaði með rafmagn, lýsir algerri vanþekkingu á aðstæðum hér hjá hverjum þeim, sem lætur sér detta í hug að fara eftir þessu." [Að fulltrúi Íslands í Sameiginlegu EES-nefndinni, sem væntanlega var undir stjórn utanríkisráðherra, skyldi samþykkja þessi ósköp inn í EES-samninginn 5. maí 2017, vitnar um óafsakanlega yfirsjón og vanmat á því, sem hér er undir, þ.e. ráðstöfun rafmagnsafurða orkulinda Íslands, inn á orkumarkað ESB. Ef í þessu máli er ekki ástæða fyrir þjóðkjörna fulltrúa að grípa í neyðarhemilinn, leiðrétta stórfelld mistök utanríkisþjónustunnar og synja þessum afarkosti staðfestingar, þá verður væntanlega aldrei ástæða til þess og leiðin greið fyrir Ísland inn í ESB. Þetta er kjarni langvinnra átaka um Ísland - innsk. BJo.]
Elías fjallar síðan um sérstöðu Íslands sem vatnsorkulands og færir fyrir því sterk rök, að tæknilega eigi reglur ESB um raforkumarkaði mjög illa við Ísland og geti valdið hér stórtjóni, sé reynt að beita þeim. Hann heldur því fram, að það verði að vera hægt að setja reglur um það, hvernig vatn er tekið úr lónum, og að þær reglur verði að standa framar reglum "landsreglarans" (útibús ACER á Íslandi):
"Miðlunarlónum þarf að stýra þannig, að þau fylgist að, þegar lækkar í þeim, í samræmi við þá áhættu, sem við blasir, ef lón tæmist. Það verður með öðrum orðum af þjóðhagslegum ástæðum að stýra þeim eftir samræmdu áhættumati. Slíkt mundi jafngilda markaðsmisnotkun á sérhverjum samkeppnismarkaði.
Vegna aðstæðna getur þurft að takmarka vatnsborðssveiflur miðlunarlóna við þröng mörk. Dæmi um slíkt hér á landi er Þingvallavatn.
Vegna aðstæðna getur þurft að takmarka mjög sveiflur í vatnsrennsli frá miðlunarlónum. Bæði getur það ógnað lífi veiðimanna og skaðað lífríkið í ánni. Hraðar breytingar á markaðsverði mundu auka mjög tilhneiginguna til að fara út í slíkar sveiflur.
Allar þessar ástæður eiga við um vatnsorkuver og eru í andstöðu við frjálsan samkeppnismarkað að vilja ESB. Augljóst er, að hvorki [nýja] Orkustofnun, vegna sambands síns við ACER og ESB, né aðrir reglarar, sem starfa eftir hennar reglugerðum [t.d. Landsnet] mega hafa vald til að véla um þessa hluti. Þeir gætu [þá] jafnvel í vissum málum þurft að ganga gegn hagsmunum þjóðar sinnar."
Hér eru færð skýr rök fyrir því, að Þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB henti engan veginn íslenzka raforkukerfinu og yrði reyndar stórskaðlegur, ef reynt yrði að beita honum hér, þ.e. ef reynt yrði að koma hér á markaðsfyrirkomulagi með raforkuna að hætti ESB.
Þessu hefur iðnaðarráðherra heldur engan gaum gefið, þegar hún hefur reynt að greiða götu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB hérlendis með því að reyna með útúrsnúningum, rangtúlkunum og hálfkveðnum vísum um efni lagabálksins, með aðstoð lögmanns, sem áður gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá ESA, að telja mönnum trú um, að áhrif innleiðingarinnar yrðu lítil, sbr eftirfarandi: Ólafur Jóhannes Einarsson:
"ACER hefði engin áhrif á leyfisveitingar hér og stjórnsýslu hér á landi, né heldur valdheimildir gagnvart einkaaðilum. Valdheimildirnar gagnvart EFTA-löndunum verða hjá Eftirlitsstofnun EFTA-ESA, en ekki hjá ACER."
Síðan koma sterk aðvörunarorð frá Elíasi B. Elíassyni til Alþingismanna í lokin:
"Ef þessum og fleiri atriðum tengdum auðlindum okkar er ekki gefinn hæfilegur forgangur, getur reynzt skaðlegt að reyna að koma hér á samkeppnismarkaði, eins og landsreglarinn á að hafa sem eitt meginmarkmiðið. Það væri því í anda við málflutning stjórnvalda að fresta lögfestingu þriðja áfangans, þar til semja þarf um sæstreng og semja þá um þriðja áfangann í leiðinni. Í sannleika sagt þá er ekkert vit í öðru.
Ef sæstrengur kemur, er samkeppnisstöðu alls okkar iðnaðar hætt, nema helzt stóriðju, sem getur varið sig í einhvern tíma. Samningar um sæstreng eru hreint út sagt óðs manns æði, hafandi lögfestingu þriðja áfangans á bakinu." [Undirstrikun BJo.]
Hér verður vart bætt um betur í röksemdafærslu fyrir íslenzkum hagsmunum gagnvart Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB, sem mundi valda íslenzka hagkerfinu og nýtingarstjórnun orkulinda landsins stórtjóni, ef hann verður innleiddur í EES-samninginn, á meðan Ísland er enn í EES.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2018 | 09:47
Goðsögnin um gagnsemi EES
Hér á landi étur hver upp eftir öðrum, að Íslendingar eigi velmegun sína nú um stundir aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu að þakka. (Gleymist þá Hrunið, sem segja má, að sé því að kenna ?) Hér er heldur betur ruglað spilunum, og þessi áróður er til þess eins fallinn að draga úr sjálfstrausti og sjálfstæðisvitund landsmanna. Það er reynt að koma því inn hjá þeim, að til að lifa í nútímalegu velferðarþjóðfélagi með tiltölulega góð lífskjör á evrópskan mælikvarða þurfum við að binda trúss okkar við stóra skonnortu, sem siglir undir bláum fána með 28 gulum stjörnum núna. Þetta er rangtúlkun á staðreyndum málsins. Það, sem Ísland þarf til velferðar, er viðskiptafrelsi og óskert fullveldi, og þetta samrýmist ekki vistinni í EES.
Sams konar sjónarmið um gallana við ESB hafa vafalaust legið að baki hjá mörgum þeirra, sem mynduðu meirihluta á Bretlandseyjum í júní 2016 fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu, ESB. Sannleikurinn er sá, að miðstýring ESB eykst hröðum skrefum, þ.e. að segja flutningur á hefðbundnu valdi þjóðríkjanna til framkvæmdastjórnar ESB, og þessi samrunaþróun sogar EFTA-ríkin til sín, eins og svarthol (samanhrunin sól) sogar til sín allt sólkerfið og allt, sem í grenndinni er, einnig ljósið, sem þó er massalaust, samkvæmt lögmáli Max Plancks, ef rétt er munað úr eðlisfræðinni forðum daga.
Gott dæmi um þessa háskalegu þróun fyrir EFTA-löndin þrjú í EES-"samstarfinu", sem vilja halda sjálfstæði sínu í líkingu við fjórða EFTA-landið, Sviss, með sinn tvíhliða samninga við ESB, er Orkusamband ESB. Þegar þjóðþing EFTA-landanna þriggja samþykktu EES-samninginn 1992-1993, var ekkert í líkingu við núverandi stofnanavæðingu og flutning málefnasviða frá stjórnvöldum aðildarlandanna til Framkvæmdastjórnarinnar á döfinni.
Allar þrjár æðstu stofnanir ESB samþykktu árið 2009 að setja á laggirnar Orkustofnun ESB, ACER. Þar var viðtekin skoðun, að stórbæta þyrfti samtengingar á milli rafkerfa og gaskerfa aðildarlandanna til að auka afhendingaröryggi orkunnar, til að flýta fyrir orkuskiptum (ná markmiðum ESB um koltvíildislosun) og til að jafna orkuverð á ESB-svæðinu.
Ekkert af þessu á við á Íslandi, og þar af leiðandi eigum við ekkert erindi í ACER. Við mundum einskis ávinnings njóta, brjóta Stjórnarskrána og taka gríðarlega áhættu vegna ólýðræðislegrar ákvarðanatöku um raforkuflutningsmál landsins. Þróun slíkrar aðildar er ennfremur algerlega í þoku, því að stöðugt bætir Framkvæmdastjórnin við gerðum. Þannig er nú 4000 blaðsíðna viðbót í gerjun, sem mun kallast Fjórði orkumarkaðslagabálkurinn. Það er talið öruggt, að með honum munu völd ACER aukast enn. "Salami" eða sneiðaðferðin er hluti af stjórnlist ESB til sálrænnar aðlögunar aðildarþjóðanna að "hinni óhjákvæmilegu þróun" að "Sambandsríki Evrópu". Í þessu samhengi gerir Framkvæmdastjórnin engan greinarmun á EFTA-ríki og ESB-ríki. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Í Noregi og á Íslandi vita hins vegar margir, að ESB er hvorki upphaf né endir alls. Það er ágætislíf utan við EES, eins og Bretar munu brátt komast að.
Einkennandi fyrir málflutning stuðningsmanna inngöngu Íslands í Orkusamband ESB er að fimbulfamba um það, sem ekki skiptir máli, eða um aukaatriði eða hrein formsatriði, á meðan efnisatriði máls liggja óbætt hjá garði. Dæmi um þetta eru öll 7 atriði iðnaðarráðuneytisins í samantekt þess á minnisblaði lögmannsins Ólafs Jóhannesar Einarssonar, dags. 12. apríl 2018, sem Heimssýn mótmælti kröftuglega 23. apríl 2018
- Eignarréttur orkuauðlinda skiptir engu máli í sambandi við ACER, því að ráðstöfunarréttur (Norðmenn kalla þetta "styringsretten".) raforkunnar fer til raforkumarkaðar ESB, sem mun geta boðið í alla raforku á markaði á Íslandi samkvæmt Þriðja orkubálkinum.
- "Þriðji orkupakkinn haggar í engu rétti Íslands til að ákveða með hvaða skilyrðum orkuauðlindir landsins eru nýttar, og hvaða orkugjafar eru nýttir hér á landi." Það hefur varla nokkur haldið því fram, að Þriðji orkubálkurinn hefði áhrif á Rammaáætlun, en hitt er víst, að ásókn í íslenzkar orkulindir mundi vaxa mjög með tilkomu aflsæstrengs. Það er jafnframt undir hælinn lagt, hvað úr þessu Orkusambandi verður, nema telja má öruggt, að valdsvið ACER víkki, jafnvel út fyrir orkuflutninga.
- Að "ACER myndi þrátt fyrir aðild Íslands að stofnuninni [áheyrnaraðild] ekki hafa neitt að segja um atriði á borð við fyrirkomulag leyfisveitinga og stjórnsýslu hér á landi", kemur efnisatriðum málsins ekki við, því að hið formlega vald OS verður án innihalds, og úrskurður getur aðeins orðið ACER þóknanlegur. Annars fer málið til ESA/EFTA-dómstólsins.
- Það er beinlínis rangt, að ACER hafi aðeins valdheimildir gagnvart opinberum eftirlitsaðilum, því að útibú ACER á Íslandi verður ekki opinber stofnun, heldur óháð íslenzkum yfirvöldum og undir stjórn ACER um strengjabrúðuna ESA.
- ESA er lögræðilegt skálkaskjól fyrir stjórnarskrárbrot á Íslandi og í Noregi, sem felst í völdum yfirþjóðlegrar stofnunar, þar sem löndin njóta ekki jafnstöðu á við ESB-löndin, yfir málefnum á Íslandi, sem spanna allt þjóðfélagið (raforkuflutningar).
- Það er gróf rangtúlkun, að valdheimildir ACER eigi ekki við á Íslandi "svo lengi sem hér eru engin slík orkumannvirki", þ.e. aflsæstrengir til útlanda. Með því að samþykkja innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn, mundi Alþingi skuldbinda Íslendinga til að aðlaga flutningskerfi raforku landsins að Kerfisþróunaráætlun ESB. Þar er "Ice Link" eitt rúmlega 170 samtengiverkefna á milli landa. Sjá menn ekki skriftina á veggnum ?
- "Þriðji orkupakkinn haggar því ekki, að það er á forræði Íslands að ákveða, hvaða stjórnvald myndi veita leyfi fyrir lagningu sæstrengs ... ."Hvaða máli skiptir þetta, þegar aðrir ákveða, hvort og hvenær strengurinn verður lagður ?
Að þvílíku fyrirbrigði sem ACER-málinu skuli skola upp að ströndum Íslands sem afrakstri EES-"samvinnunnar" sýnir, hversu dýrkeyptur þessi EES-samningur er. Upptaka um 500 ESB gerða hér á ári hverju veldur auk þess íslenzku atvinnulífi og stjórnsýslu miklum óþarfa erfiðleikum og þar af leiðandi óþarfa kostnaði, sem beint og óbeint gæti numið yfir 80 miaISK/ár. Fjárfestingaþörf Landsnets vegna orkuflutninga að og frá fyrsta sæstreng, 1200 MW, gæti numið svipaðri upphæð. Það má hiklaust draga þá ályktun af öllu þessu, að vist smáríkis langt norður í Atlantshafi með "stórveldum" meginlandsins henti alls ekki og verði alger tímaskekkja á tímum "BREXIT".
28.4.2018 | 17:28
Fyrir hverja er raforkukerfið ?
Raforkukerfið er undirstaða nútímalífs á heimilum landsins og undirstaða allrar atvinnustarfsemi og þar af leiðandi verðmætasköpunar í landinu, þótt það leiki misveigamikið hlutverk eftir tækjabúnaði og starfsemi.
Því miður hefur Alþingi enn ekki mótað landinu orkustefnu, og sumpart þess vegna hefur leiðandi fyrirtæki landsins á sviði raforkumála, ríkisfyrirtækið Landsvirkjun, leiðzt inn á ankannalegar brautir í stefnumótun. Þar hefur síðan 2010 setið á forstjórastóli maður, sem boðað hefur hámörkun arðs af auðlindum, þar sem Landsvirkjun á nýtingarrétt. Sú stefna hefur aldrei verið rædd, hvað þá samþykkt af fulltrúum eigandans á Alþingi. Forstjórinn hefur boðað 10-20 miaISK/ár arð f.o.m. 2019, en fyrirtækið greiðir þó enn aðeins 1,5 miaISK í arð á ári. Virðist hann í sjálfbirgingshætti hafa tekið of mikið upp í sig og þá horft framhjá óskrifuðum skyldum langstærsta virkjunarfyrirtækis landsins um að anna lunganum af nýrri raforkuþörf á hverjum tíma. Til slíkra fjárfestinga er rétt að nota drjúgan hluta hagnaðarins í stað þess að slá lán og gera þannig vinnslukostnað virkjananna hærri.
Stjórn Landsvirkjunar virðist túlka raforkulögin frá 2003, sem kveða á um frjálsa samkeppni á sviði raforkuvinnslu og sölu rafmagns, þannig, að ætlazt sé til hámörkunar arðs til eigendanna. Þetta er órökstudd og skrýtin túlkun ríkisfyrirtækis og í raun algerlega óþörf stefnubreyting, sem virðist eiga rætur að rekja til sérvizku forstjórans um "evrópskt" orkuverð á Islandi í stað þess að lágmarka orkuverð til almennings, eins og var upprunalegt stefnumið Landsvirkjunar.
Miklu nær er að móta fyrirtækinu þá eigandastefnu, að hagnaður fyrirtækisins skuli ganga til nýfjárfestinga og lækkunar á raforkuverði til almennings, ef afgangur verður. Jafnframt verði Landsvirkjun lagðar þær skyldur á herðar að tryggja, að aldrei verði forgangsorkuskortur á landinu. Það gæti skert samkeppnishæfni fyrirtækisins og þess vegna brotið í bág við Annan orkumarkaðslagabálk ESB, sem er hluti EES-samningsins. Þetta er eitt dæmið um óhagræðið, sem hlýzt hérlendis af að innleiða reglur meginlandsins í lög hérlendis.
Þetta síðasta atriði hefur óneitanlega kostnaðarauka í för með sér, en er þjóðhagslega nauðsynlegt, því að forgangsorkuskortur er 10-1000 sinnum dýrari per kWh en vinnslukostnaður raforkunnar, háð starfseminni, sem fyrir barðinu verður á orkuskortinum.
Landsvirkjun kýs fremur að leysa öryggismálið með sæstreng til Bretlands. Það er mjög slæm lausn af eftirtöldum ástæðum:
- Rekstur slíks sæstrengs felur í sér orkusóun og þar með auðlinda- og fjársóun. Það má hiklaust reikna með 10 % töpum frá virkjunum á Íslandi og inn á flutningskerfi í Skotlandi, þaðan sem reyndar er flöskuháls til Englands. M.v. 1200 MW Ice Link, verða afltöpin 120 MW og orkutöpin tæplega 1,0 TWh/ár. Þetta er svipað og varaafl og varaorka þyrftu að vera til að girða fyrir afl- og orkuskort, ef ófyrirséðir atburðir verða.
- Sæstrengur upp á 1200 MW getur fyrirvaralaust bilað, og bilanatíðni sæstrengja og tengibúnaðar þeirra virðist vera talsvert hærri en gengur og gerist með virkjanir, aðveitustöðvar og línur á landi. Fyrir heilt landskerfi er algert óráð að reiða sig á slíkt. Ef 1200 MW álag fellur skyndilega brott af landskerfinu íslenzka, verða gríðarlegar spennu- og tíðnisveiflur. Til að draga úr tjóni af þeirra völdum, jafnvel víðtæku straumleysi, hugsanlega altæku hruni stofnkerfisins ("black-out"), þarf rándýran búnað hjá Landsneti. Hver borgar hann ? Samkvæmt Orkusambandi ESB lendir kostnaðurinn á innlendum viðskiptavinum Landsnets.
- Sæstrengur þessi mundi taka land fjarri þeim stöðum, þar sem stofnkerfið er sterkt. Þar af leiðandi mundi þurfa að styrkja flutningskerfið verulega vegna sæstrengs, líklega með 400 kV loftlínum frá helztu virkjunum landsins. Andstæðingar þessara framkvæmda verða miklu fleiri (og argvítugri) en andstæðingar bráðnauðsynlegra línulagna til héraða á landinu, sem eru í orkusvelti. Það gæti þurft að skipta um þjóð í landinu til að fá þessa framkvæmd samþykkta af þjóðinni. Framkvæmdin er þess vegna óraunhæf án einhvers konar ólýðræðislegrar valdbeitingar yfirþjóðlegs valds.
- Ice Link, 1200 MW, útheimtir líklega nýjar virkjanir að vinnslugetu 6,0 TWh/ár, en flutningsgeta strengsins nemur um 9,0 GWh/ár. Tal um bætta nýtingu orkukerfisins um 2,0 TWh/ár vegna sæstrengs er út í loftið. Þannig væri hægt að flytja inn 3,0 TWh/ár, og það er líklegt, að svo yrði gert til að mæta þörfum landsmanna fyrir aukna raforku, þ.m.t. orkuskiptanna fyrirhuguðu, en það yrðu þá sýndarorkuskipti að leysa hér jarðolíueldsneyti af hólmi með rafmagni, sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti niðri í Evrópu og flutt hingað með ærnum tilkostnaði. Þannig mundi raforkuverðið stórhækka hérlendis og orkuskiptin verða tafsamari, enda varla hagkvæm lengur fyrir þá, sem að þeim standa.
Vilja landsmenn þessi býti ? Nei, það er nánast öruggt, að mikill meirihluti þeirra yrði hundóánægður, jafnvel miður sín, með þessi býti, enda er engin vitglóra í þeim. Heilbrigð skynsemi hefur verið gerð útlæg úr landinu, ef þessi ósköp verða ofan á. Raforkukerfi Íslands er ætlað landsmönnum sjálfum til hagsbóta, en ekki ríkissjóði eða öðrum sjóðum til að græða á í viðskiptum með rafmagn, hvað þá til að framleiða og flytja rafmagn til útlanda til að flýta örlítið fyrir orkuskiptum þar. Af þessum sökum er landsmönnum hollast að viðhalda óskertum yfirráðarétti yfir raforkunni og óskertu ákvarðanavaldi um það, hvort sæstrengur verður lagður frá Íslandi til útlanda eða ekki.
Íslenzka raforkukerfið er vel rekið, en við þurfum fleiri virkjanir, öflugra flutningskerfi, styrkt og endurnýjað dreifikerfi, til aukinnar verðmætasköpunar innanlands, sem staðið getur undir a.m.k. 3,0 % hagvexti á ári og 50 miaISK/ár auknum útflutningstekjum.
Raforkuvinnslan árið 2017 nam um 18,7 TWh, og var hlutur Landsvirkjunar 75 %. Aukið rennsli í ám gaf metvinnslu í stærstu virkjun landsins, Fljótsdalsstöð, ásamt í þremur virkjunum á Þjórsár/Tungnaársvæðinu, Sigöldu, Búðarhálsi og Sultartanga og í Steingrímsstöð í Soginu. Aukin orkuvinnsla án fjárfestinga bætir auðvitað nýtingu virkjananna; framhaldi á því má búast við á næstu árum.
Til að nýta yfirfall á stíflu miðlunarlóns þarf hins vegar að fjárfesta, og það gerir Landsvirkjun nú með Búrfelli 2. Þegar hún verður tekin í rekstur síðar á þessu ári, 2018, verður hægt að draga úr vinnslu jarðgufuvera og taka þær í viðhald á meðan gnótt er vatns í lónum. Oft er það hins vegar þannig, að ekki er gott vatnsár samtímis um allt land, og þá er nauðsynlegt að geta flutt mikið afl á milli landshluta til að koma í veg fyrir staðbundinn orkuskort. Til að sæstrengur mundi nýtast sem varaaflgjafi, þarf að sjálfsögðu að afnema alla flöskuhálsa í flutningskerfinu innanlands.
Hæsti klukkustundartoppur Landsvirkjunar í fyrra var 1831 MW þann 15. desember 2017. Þá var tiltækt afl í virkjunum fyrirtækisins 1881 MW. Mismunurinn er aðeins 50 MW eða 2,7 %. Þetta er allt of lítið varaafl, til að fullnægjandi afhendingaröryggis sé gætt, og þarf a.m.k. að tvöfalda. Það er ljóst af þessu, að Landsvirkjun má ekki láta deigan síga, heldur verður strax að ráðast í nýja virkjun eftir Búrfell 2 og Þeistareyki, en hún hefur dregið lappirnar og virðist ætla að gera virkjanahlé og bíða aflskorts.
Nokkuð hefur verið litið til Vindorkugarða til að bæta úr fyrirsjáanlegum orkuskorti. Engin reynsla er af slíkum hérlendis. Það er annars konar áreiti af þeim en fallvatns- og jarðgufuvirkjunum. Sjónmengun er talsverð, og hljóðmengunin er algerlega ný af nálinni. Af þessum sökum ætti leyfisveiting fyrir vindorkugarð ekki að koma til greina innan 10 km frá byggðu bóli.
Litlum og meðalstórum vatnsvirkjunum mun örugglega fjölga talsvert á næstu áratugum, eins og nú á sér stað í Noregi. Slíkar virkjanir geta malað eigendum sínum gull, er frá líður, og aukið staðbundna orkulega sjálfbærni. Slíkt dregur úr orkuflutningsþörf inn á svæðið, en útrýmir henni aldrei. Dæmi um þetta er fyrirhuguð 55 MW Hvalárvirkjun á Ströndum. Virkjunin er gríðarlegt hagsmunamál fyrir Vestfirðinga og þar með landið allt. Hún veitir Vestfirðingum möguleika á sambærilegu afhendingaröryggi raforku og flestir aðrir landsmenn njóta, ef Vestfirðir verða samtímis hringtengdir um nýja aðveitustöð á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi. Með þessu móti yrði skotið traustri stoð undir byggðir Vestfjarða og öfluga atvinnustarfsemi á sviði fiskeldis, ferðaþjónustu, sjávarútvegs og landbúnaðar. Fyrst um sinn yrðu Vestfirðingar aflögufærir um raforku inn á landskerfið um Vesturlínu, og veitir ekki af, en fljótlega mun þurfa að bæta við virkjunum á Vestfjörðum til að anna þörfum orkuskiptanna og vaxandi mannafla.
Viðskipti og fjármál | Breytt 29.4.2018 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2018 | 10:29
Valkostir við EES
Um allt þjóðfélagið gera menn sér grein fyrir því, að EES-samstarfið er komið að leiðarlokum í sinni núverandi mynd. Alþingi, sem er einhvers konar þversnið þjóðarinnar, hefur ekki farið varhluta af alvarlegum efasemdum um, að núverandi fyrirkomulag gangi lengur. Frægar eru ræður fjármála- og efnahagsráðherra um þetta efni 6. febrúar og 22. marz 2018.
Breyting á afstöðu manna á Íslandi og í Noregi til EES-samstarfsins stafar af þeirri samrunabraut, sem ESB er á, og afar takmörkuðu umburðarlyndi þar á bæ gagnvart sjálfstæði EFTA-ríkjanna. Forsendur upprunalega EES-samningsins eru þar með brostnar. Kemur þetta fram bæði í Sameiginlegu EES-nefndinni með því, að s.k. "tveggja stoða" samstarf er í raun virt að vettugi, og í framkvæmd með stjórnunarfyrirkomulagi, sem stríðir gegn Stjórnarskrám Íslands og Noregs og er fólgið í því, að stjórnvald á afmörkuðum sviðum þjóðfélagsins er flutt frá aðildarlöndum EES og til stofnunar ESB, sem hefur hlotið víðtækar valdheimildir frá Framkvæmdastjórninni.
Ágætt dæmi um slíkan málaflokk eru flutningsmál rafmagns og jarðgass. Um valdatilflutning á þessum sviðum er fjallað í Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB frá 2009, þar sem völdum Orkustofnunar ESB, ACER, er lýst, hvers vegna hún er sett á stofn og til hvers starfsemi hennar á að leiða. Völd ACER í ESB-löndunum voru innsigluð í ráðherraráðinu 2009 og staðfest á ESB-þinginu sama ár.
Það gekk erfiðlega að troða þessum orkubálki niður um kok EFTA-landanna í sameiginlegu EES-nefndinni, en eftir 6 ára þref tókst það 5. maí 2017. Þann 22. marz 2018 var gjörningurinn leiddur í lög af Stórþingi Noregs við griðarleg mótmæli hagsmunaaðila, verkalýðsfélaga, Alþýðusambandsins og alls almennings. Hérlendis hefur utanríkisráðuneytið rekið undarlegan áróður fyrir þessari innleiðingu á Íslandi, gert lítið úr mikilvægi málsins hérlendis og mikið úr tjóni, sem Norðmenn geti orðið fyrir við höfnun Alþingis. Sjá viðhorf alþýðu til þessa í viðhengi með þessari færslu. Þá hefur iðnaðarráðuneytið lagt sig í framkróka við að reyna að sannfæra mann og annan um, að samþykki Alþingis á innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn muni nánast engu breyta varðandi fullveldi Íslands yfir raforku úr virkjunum á Íslandi. Þetta er fjarstæða, sem hefur verið hrakin rækilega hér á vefsetrinu og af Heimssýn, sjá: https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2215324 .
Í EES-samstarfinu þurfa allir aðilar, 3 EFTA þjóðir og ESB, að vera sammála, og hver EFTA-þjóð hefur neitunarvald gagnvart innleiðingu á gjörð ESB í EES-samninginn. Áróður téðra tveggja ráðuneyta fyrir inngöngu Íslands í Orkusamband ESB á ekki við nein rök að styðjast, landið hefur af honum ekkert gagn, en tekin er mikil stjórnlagaleg og stjórnskipuleg áhætta, áróðurinn gengur algerlega fótalaus og kemur úr hörðustu átt, þar sem flokkur utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra samþykkti á Landsfundi sínum 16.-18. marz 2018 eftirfarandi ályktun:
"Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenzkum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins."
Það er pólitískt glapræði af þessum ráðherrum að reyna að grafa undan alvörunni í þessari ályktun og óskiljanleg sú vegferð, sem þeir hafa tekizt á hendur í þessum efnum, þegar litið er til líklegrar afstöðu kjósendanna, en skoðanakönnun mun bráðlega leiða það í ljós. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru líka algerlega á móti innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálksins í EES-samninginn. Það kom fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins 11. marz 2018, og afstaða talsmanns VG í þessu máli, Kolbeins Proppé, bendir eindregið til, að VG sé ekki aðeins á móti þriðja bálkinum, heldur hafi að auki efasemdir um annan bálkinn, sem er afar skiljanlegt. Það er mjög æskilegt að sníða af honum alvarlega vankanta fyrir íslenzkar aðstæður, en þar verður ESA og EFTA-dómstólinum að mæta. Því mætti taka því fagnandi, ef Sameiginlega EES nefndin myndi fella Annan orkumarkaðslagabálkinn úr gildi að kröfu ESB sem andsvar við höfnun Alþingis.
Að mörgu leyti er heppilegast, að EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein, ákveði sameiginlega að slíta EES-samstarfinu, og að þessi ríki ásamt Sviss bjóði Bretum aðild að EFTA. Síðan taki þessi öfluga samsteypa upp samningaviðræður við ESB um fríverzlunarsamning.
Að svo komnu er þó ekki stjórnmálalegur grundvöllur fyrir þessu, svo að skynsamlegt væri af utanríkisráðuneytinu að kanna jarðveginn hjá ESB og hjá Bretum fyrir fríverzlunarsamningi með fyrirmynd í samninginum á milli ESB og Kanada frá 2017.
Einn ávinningur af því að losna af klafa EES er að létta byrðum af athafnalífi og opinberri stjórnsýslu, sem stafa af reglugerða- og eftirlitsbákni, sem sniðið er við tugmilljónaþjóðir, en er hér með sama hætti og annars staðar í EES, því að ESB vinnur samkvæmt "one size fits all", þ.e. engar sérsniðnar lausnir, enda yrði slíkt stjórnkerfi óviðráðanlegt, jafnvel fyrir 33´000 búrókrata í Berlaymont.
Annar ávinningur af að losna undan EES eru hagstæðari viðskiptakjör við ESB. Kanadamenn njóta nú lægri tolla fyrir sjávarafurðir sínar en Íslendingar og Norðmenn.
Þriðji ávinningurinn er að taka aftur stjórn á landamærum ríkisins, sem getur losað þjóðfélagið undan miklum beinum og óbeinum kostnaði af frjálsu flæði fólks og er í raun nauðsynlegt í sjálfsvarnarskyni fyrir smáþjóð, þegar ytri landamæri ESB eru hriplek á tímum vaxandi flóttamannaþrýstings.
Í fjórða og síðasta lagi losnar löggjafinn þá undan því óviðunandi ástandi að vera afgreiðslustofnun við innleiðingu yfirþjóðlegrar löggjafar í EES-samninginn, sem þá um leið öðlast lagagildi á Íslandi. Nú er svo komið, að stjórnkerfi ESB krefst þess í sumum tilvikum, að með samþykkt sinni brjóti Alþingi Stjórnarskrá lýðveldisins. Þetta á t.d. við, þegar stjórn innlendra málefna er færð í hendur stofnana sambandsins, þar sem Ísland að sjálfsögðu á engan fullgildan fulltrúa. Þetta er ekkert minna en frágangssök, sem réttlætir að endurskoða þessi samskipti frá grunni. Lágmarks viðspyrna er, að utanríkisráðuneytið og Alþingi setji ESB skorður í EES-samstarfinu, þegar valtað er yfir grunnregluna um EFTA og ESB sem tvo jafnréttháa aðila í tveggja stoða samstarfi.
21.4.2018 | 18:24
Raforkuframboð og orkuskipti
Nýlega var lýst í fjölmiðlum þeirri niðurstöðu BS nema í rafmagnstæknifræði við HR, að með álagsstýringu myndi núverandi rafkerfi veitna hjá OR (Orkuveita Reykjavíkur) duga fyrir 50´000 rafmagnsbíla. Forstjóri OR greip þetta á lofti og fullyrti í fjölmiðlum, að Veitur þyrftu ekki að fjárfesta eina krónu til að anna orkuþörf 50 þúsund rafbíla.
Þetta er rangtúlkun á niðurstöðu hákólanemans og ábyrgðarleysi af hálaunamanni á jötu almennings að halda slíkri vitleysu fram á opinberum vettvangi. Einhverjir mundu segja, að téður forstjóri ynni varla fyrir helmingnum af kaupinu sínu með slíku háttalagi.
Sannleikurinn er sá, að búast má við álagi á veitukerfið a.m.k. 500 MW, ef allir 50´000 rafbílarnir eru hlaðnir í einu, og er hér þó reiknað með einvörðungu fólksbílum, en talsverður fjöldi strætisvagna, langferðabíla og vinnuvéla mun senn verða tengdur við rafdreifikerfi OR/Veitna. Það er tvöföld núverandi aflgeta veitukerfis OR, en núverandi hámarksálag þar er um 220 MW.
Það er hins vegar ólíklegt, að nokkurn tíma séu öll rafmagnsfartækin samtímis í hleðslu, og m.v. núverandi meðalakstur, 13´000 km/ár, meðalorkunýtni 0,25 kWh/km og meðalrafgeymastærð 50 kWh, þá má búast við meðalálagi þessara 50´000 hleðslutækja 90 MW á veitukerfið. Því fer fjarri, að dreifikerfi Veitna ráði við þetta á daginn, en þar sem meðalálag Veitna yfir árið er um þessar mundir aðeins 133 MW og 133+90=223 MW<250 MW, sem er líkleg geta dreifikerfisins, þá má með snjalllausn koma þessu viðbótar álagi fyrir án samsvarandi styrkingar dreifikerfisins. Það verður þó ekki óhætt að reiða sig einvörðungu á orkuverðslækkun, til að bíleigendur hlaði á nóttunni, heldur verður að hanna rofmöguleika og bjóða upp á roftaxta. Vonandi flýtur OR ekki með sofandi forstjórann að feigðarósi.
Því fer víðs fjarri, að OR geti setið með hendur í skauti og flotið með forstjóra sínum að feigðarósi. Veitur verða strax að hefjast handa við 5-10 ára áætlun um snjallorkumælavæðingu allra heimila og fyrirtækja á veitusvæði sínu. Þetta mun útheimta breytingar á mörgum rafmagnstöflum, því að sértengja þarf greinar með rofrétti fyrir snjallorkumælinn og í leiðinni er rétt að þrífasa töflurnar til að minnka straumtöku og spennufall.
Hér er um fjárfestingu upp á um miaISK 10 að ræða og óskiljanlegt er, að OR-forstjórinn skuli stöðugt reyna að draga dul á, að fjárfestinga er vissulega þörf vegna orkuskipta, t.d. í virkjunum, eða hefur téður forstjóri með sinn jarðfræðibakgrunn fundið upp eilífðarvél ? Sinnuleysi í þessum efnum getur aðeins endað á einn hátt: með yfirálagi á veitukerfið, flutningskerfið og virkjanir með gríðarlegum óþægindum og samfélagslegu tjóni vegna straumleysis. Það er mikið í húfi, og ábyrgðarleysi að hálfu forstöðumanna orkufyrirtækja er ólíðandi.
Raforkuþörfin fyrir téða 50´000 rafmagnsbíla (fólksbíla) verður að lágmarki 163 GWh/ár (bílaleigubílar eru ekki inni í þessum útreikningum), sem er 14 % aukning við orkuna um kerfi Veitna. Á að virkja til að mæta þessari auknu þörf eða á að búa til orkuskort ? Lítum á, hvað Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Markaðsrýni skrifar um þetta á Sjónarhóli Morgunblaðsins 8. marz 2018 í greininni:
"Orka og samkeppnishæfni":
"Orkuskortur er nýtt og alvarlegt vandamál, sem nú blasir við Íslendingum. Sú tíð er liðin, að ríkið sendi (svo !) nefndir út af örkinni í leit að erlendum raforkukaupendum til að nýta umframorku í landinu. Ljóst er, að eftirspurnin verður meiri en framboðið í náinni framtíð, ef ekkert verður að gert. Óbreytt ástand mun hamla atvinnuuppbyggingu í landinu. Markaðir, sem búa við skort, hafa einnig þá tilhneigingu, að verð hækkar, þannig að sú staða gæti blasað við almennum notendum í landinu innan ekki svo langs tíma."
Það stefnir í óefni með raforkukerfi landsins, því að þröngsýni og einstrengingsháttur veldur því, að enginn meginþáttanna þriggja, raforkuorkuvinnslu, flutnings og dreifingar, heldur í við þróun raforkuþarfar þjóðfélagsins, heimila, fyrirtækja og opinberra stofnana. Verst hafa Vestfirðingar, Eyfirðingar og íbúar/fyrirtæki á NA-horninu orðið fyrir barðinu á þessu, en nú síðast ráku Hafnfirðingar upp ramakvein vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar um ógildingu framkvæmdaleyfis til Landsnets vegna þess formgalla að taka ekki jarðstreng með í reikninginn yfir fagrar hraunmyndanir og vatnsverndarsvæði, þótt í augum uppi liggi, að jarðstrengur sé miklu síðri lausn í þessu tilviki í umhverfislegu og kostnaðarlegu tilliti. Löggjöf um þessa úrskurðarnefnd þarfnast endurskoðunar í nafni almannahagsmuna, og svo er um löggjöf framkvæmda frá fyrstu stigum til hins síðasta. Hér stefnir í öngþveiti.
Orkumálastjóri hefur varað við þróun orkumálanna, og fenginn hefur verið erlendur ráðgjafi:
"Fyrir ári sagði dr Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, í viðtali við mbl.is, að komið væri að þolmörkum varðandi raforkukerfið hér á landi og orkuöryggi. Tilefni þessara orða voru niðurstöður skýrslu, sem þá voru kynntar af Orkustofnun. Skýrslan var unnin af sérfræðingum frá háskólastofnunum MIT í BNA og IIT Comillas á Spáni fyrir Orkustofnun, Landsvirkjun og Landsnet.
Helztu niðurstöður skýrslunnar voru þær, að sá vöxtur, sem er í raforkunotkun hérlendis, kalli fljótlega á frekari raforkuframleiðslu til að mæta þörfinni. Í skýrslunni er því kallað eftir langtímastefnu varðandi virkjanakosti, raforkuframleiðslu og raforkuflutning.
Mögulegur sæstrengur til Bretlands og áhrif hans á orkuöryggi var einnig til umfjöllunar í skýrslunni. Þar kom m.a. fram, að slíkur strengur væri það bezta, sem væri í boði varðandi fullkomið orkuöryggi, þar sem þá yrði til aðgangur að raforku frá Evrópu, ef skortur verður hér á landi. [Hér verður að gera þá athugasemd, að rekstraröryggi slíks aflsæstrengs kemst ekki í samjöfnuð við rekstraröryggi íslenzka stofnkerfisins, og þess vegna batnar rekstraröryggi íslenzka kerfisins því aðeins með sæstreng, að hann sé notaður til að viðhalda svo hárri stöðu í miðlunarlónunum, að örugglega komi ekki til orkuþurrðar að vori- innsk. BJo.]
Sæstrengur kalli hins vegar á 1000 MW raforkuframleiðslu til að verða raunhæfur kostur. Þetta þýði, að ódýrari lausn sé fólgin í því að byggja upp frekari raforkuframleiðslu hérlendis án sæstrengs. Sæstrengurinn var því ekki talinn góður kostur, nema verðið, sem Bretar eða hugsanlega aðrir kaupendur eru tilbúnir til að greiða, væri mjög gott. Skýrsluhöfunfar töldu sig ekki geta svarað því, hvort það væri raunhæft."
Bretar eru á leið úr ESB og þar með úr Orkusambandi ESB. Þeir eru ekki lengur fúsir til að greiða yfirverð frá útlöndum fyrir græna orku. Ef ACER, Orkustofnun ESB, fær tögl og hagldir á orkumálasviði hér, mun hún láta leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands, og verða Bretar þá milliliðir um orkumiðlun frá Íslandi og inn á raforkumarkað ESB. Þar yrðu viðskiptin á grundvelli markaðsverðs fyrir annars vegar jöfnunarorku, sem gerðir eru samningar um til e.t.v. ársfjórðungs í senn, og hins vegar augnabliksorku til að fylla upp í ófyrirséð brottfall vistvænnar orkuvinnslu (sól, vindur). Augljóslega er hér um mun meiri áhættufjárfestingu í sæstreng og virkjunum að ræða en við fjárfestingu fyrir innanlandsmarkað.
"Einn helzti ókostur sæstrengs væri, að verð hér innanlands myndi hækka, bæði til fyrirtækja og almennra notenda. Þetta kemur einnig heim og saman við reynslu Norðmanna. Hækkað verð gæti m.a. haft þau áhrif, að samkeppnisstaða íslenzkra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum myndi veikjast. Á hinn bóginn myndi sá orkuskortur, sem blasir við á næstu árum, einnig leiða til hækkaðs verðs og þar með hafa sambærileg áhrif á samkeppnisstöðuna."
Hér hafa verið leiddir fram á völlinn erlendir og innlendur ráðgjafi. Þeir hafa allir komizt að þeirri niðurstöðu, að aflsæstrengur,Ice Link, sé óheillavænlegur kostur fyrir raforkukerfi og efnahagskerfi Íslands. Það er hlutverk íslenzkra stjórnvalda á orkumálasviði að stýra skútunni framhjá þeim brimboðum, sem hér hafa verið nefndir til sögunnar, þ.e. því að færa eigin völd yfir raforkuflutningum í hendur ACER og því, að á landinu verði raforkuskortur. Alþingi þarf að koma að báðum viðfangsefnunum með því að fella ACER-frumvarpið/þingsályktunartillöguna um Þriðja orkumarkaðslagabálkinn, og með því að búa til hrísvönd (skyldu) og gulrót (hvata) fyrir virkjanafyrirtækin að hafa á hverjum tíma lágmarks afgangsorku í kerfinu.
17.4.2018 | 09:49
Er EES á skilorði ?
Ásteytingarsteinum EFTA-landanna í EES-samstarfinu við ESB fjölgar, og þeir verða tíðari með tímanum, og árekstrarnir verða alvarlegri. Ástæðurnar eru af tvennum toga. Stefnan um sameiginlegt stjórnkerfi ESB-ríkjanna tekur nú til æ fleiri sviða, nú síðast orkusviðsins, sem upphaflega var ekki með í EES-samninginum, og við brotthvarf Breta minnkar vilji ESB til að semja við EFTA-ríkin um sérlausnir á grundvelli tveggja jafnrétthárra aðila. ESB-mönnum þykir einfaldlega vera tímasóun að hefja samningaferli við 3 smáríki eftir að hafa loksins náð samstöðu um málefni í eigin röðum. Það gætir vissulega aukinnar ágengni, sem nefna mætti óbilgirni, að hálfu ESB gagnvart EFTA, en sá fyrrnefndi merkir upp á sitt eindæmi málaflokka viðeigandi fyrir EES, sem eru alls óskyldir viðmiðun upprunalega EES-samningsins um frelsin fjögur á Innri markaðinum. Það fjölgar þess vegna þeim, sem telja tímabært að fara fram á endurskoðun EES-samningsins bæði á Íslandi og í Noregi.
Þann 1. marz 2018 tók nýr maður við starfi aðalritara framkvæmdastjórnar ESB, sem áreiðanlega á eftir að láta að sér kveða og reka hart trippin. Hann er Þjóðverji og heitir Martin Selmayr. Selmayr var áður starfsmannastjóri Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og ræður nú yfir 33´000 manna her búrókrata í Berlaymont. Þessi her verður notaður til að berja saman Sambandsríki, með illu eða góðu, og við atganginn mun kvarnast úr hópnum og fleiri fylgja í kjölfar Breta, og hugsanlega ganga í EFTA.
Aðdragandinn að stöðuhækkun Selmayrs var ævintýralegur og hefur verið kallað "valdarán" í Berlaymont. Þjóðverjinn Martin Selmayr er nú í raun valdamesti maður ESB. Hann mun ekki hafa þolinmæði gagnvart sérþörfum EFTA-ríkjanna, heldur heimta, að þau taki við því, sem að þeim er rétt, möglunarlaust, eins og þau væru í ESB. Þessi afstaða er þegar komin fram, t.d. í ACER-málinu. Upprunalegar forsendur EES-samstarfsins (um tvo jafnréttháa aðila) eru virtar að vettugi. Staða EFTA-ríkjanna er þó enn verri en ESB-ríkjanna að því leyti, að þau geta lítil sem engin áhrif haft á þróun mála á undirbúningsstigum. Ísland hefur ekki einu sinni mannafla í að fylgjast með öllu því, sem á döfinni er. Vanmáttugar tilraunir í þá veru eru sýndarmennska og sóun opinbers fjár.
Þetta þýðir, að samstarfsgrundvellinum, sem upprunalega var lagður á milli EFTA og ESB í EES-samninginum, hefur verið kippt undan.
Þegar sjást merki um þetta, og er Orkusamband ESB gott dæmi. Orkusambandið og Orkustofnun ESB, ACER, kom sem tilskipun beint í kjölfar samþykktar Lissabonsáttmálans 2009, þar sem kveðið var á um nána samvinnu ESB-ríkjanna á sviði orkumála. Yfirstjórn ESB á orkumálum þjóðanna skyldi tryggja árangur í loftslagsmálum, koma í veg fyrir orkuskort í ESB og auka skilvirkni orkuvinnslu, orkuflutninga og dreifingar. Þessi grundvöllur Orkusambandsins á engan veginn við á Íslandi, og t.d. mundu heildarorkutöpin í raforkuflutningskerfinu þrefaldast, þegar afltöp um 120 MW vegna flutnings innanlands að landtaki sæstrengs, töp í endabúnaði og í sæstrengnum sjálfum, mundu bætast við núverandi afltöp. Í Noregi er m.v. 10 % heildarorkutöp vegna sæstrengja, og þau verða ekki minni hér vegna miklu lengri sæstrengs en þar fyrirfinnst. Þetta er hreinræktuð orkusóun.
Gagnvart EFTA er sá hængurinn á, að orkusviðið stendur alveg utan við Innri markaðinn, sem skilgreindur er í upphaflega EES-samninginum um frelsin fjögur. Þróun EES-samningsins átti einvörðungu að varða frelsin fjögur á Innri markaðinum. Þar að auki eru hagsmunir EFTA-ríkjanna, a.m.k. Íslands og Noregs, í orkumálum gjörólíkir hagsmunum ESB-ríkjanna. Þarna eru í raun djúptækir hagsmunaárekstrar á ferð, sem skýra það, að EFTA-ríkin móuðust við í 6 ár, eftir að ACER tók til starfa, að ganga í Orkusamband ESB, sem alltaf var þó vilji ESB, enda hefur Framkvæmdastjórnin lýst því yfir, að vilji hennar standi til að samþætta Noreg í orkumarkað ESB. Það voru mikil mistök að láta undan þrýstingi ESB í Sameiginlegu EES-nefndinni 5. maí 2017 og samþykkja þar innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálksins í EES-samninginn. Þann 22. marz 2018 staðfesti norska Stórþingið þennan gjörning gegn háværum mótmælum almennings og verkalýðshreyfingar, en Alþingi Íslendinga á eftir að taka afstöðu til málsins. Sé tekið mið af andstöðu Íslendinga við inngöngu landsins í ESB, má reikna með, að a.m.k. 70 % þjóðarinnar séu andvíg inngöngu landsins í Orkusamband ESB.
Meginástæðu undanlátssemi Sameiginlegu EES-nefndarinnar í þessu máli má rekja til þess, að við völd í Noregi er ríkisstjórn, sem höll er undir ESB-aðild Noregs og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Verkamannaflokkurinn, vill sömuleiðis, að Noregur gangi í ESB. Þannig er meirihluti á Stórþinginu fyrir því að sækja um aðild að ESB, en sá er hængurinn á fyrir þingið, að norska þjóðin er því algerlega fráhverf. Þetta er meginskýringin á því, að Stórþingið samþykkti 22. marz 2018 inngöngu Noregs í Orkusamband ESB með 43 % gegn 14 %, en 43 % voru annaðhvort fjarverandi eða skiluðu auðu. Stórþingsmenn munu vafalaust hljóta kárínur að launum frá kjósendum, og þess sjást reyndar þegar merki, að fylgið hrynji nú af Verkamannaflokkinum, sbr nýlega skoðanakönnun í fylkinu Troms. Á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar í Noregi, og þá mun afstaða stjórnmálaflokkanna á Stórþinginu vafalaust verða dregin fram, enda telur norskur almenningur, að innganga Noregs í Orkusambandið muni hafa neikvæð áhrif á atvinnuframboð um allan Noreg vegna hækkandi raforkuverðs.
Athyglisvert er, að samkvæmt skoðanakönnun á meðal norsku þjóðarinnar voru aðeins 9 % hlynnt þessum gjörningi, 52 % á móti og 39 % óákveðin. Ef að líkum lætur, mun þessum stóra meirihluta Norðmanna að lokum verða að vilja sínum, því að á Alþingi Íslendinga er minnihluti þingmanna hlynntur því, að aftur séu teknar upp aðlögunarviðræður við ESB með aðild sem lokamark, en aðild Íslands að ACER yrði ekkert annað en enn einn áfanginn í aðlögun Íslands að regluverki ESB. Sýnir það í hnotskurn, hversu ólýðræðisleg þessi vera landsmanna í EES getur orðið, ef menn eru ekki á varðbergi.
Það eru greinilega að myndast sprungur í EES-samstarfið, sem eru aðallega afleiðing af þróun mála innan ESB. Þar af leiðandi var eðlilegt, að utanríkismálanefnd Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 16.-18. marz 2018 liti lengra fram á veginn:
"Nú, þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES-samningsins, er tímabært að gera úttekt á reynslu Íslands af honum. Áríðandi er, að haldið verði áfram að efla hagsmunagæzlu innan ramma EES og tryggja, að möguleikar Íslands til áhrifa á fyrri stigum EES-mála verði nýttir til fulls.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar athugasemdir við, að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn, sem felur í sér valdheimildir, sem falla utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins."
Norðmenn hafa gert skýrslu um reynslu sína af aldarfjórðungsreynslu af verunni í EES, og það er fagnaðarefni, ef slík rannsókn verður gerð hérlendis. Að auki hefur Sigbjörn Gjelsvik, Stórþingsmaður norska Miðflokksins, samið merka skýrslu um valkosti Noregs við EES-samninginn.
Í upphafi þeirrar skýrsluvegferðar er vert að gæta vel að því, hvað rannsaka á, og hver rannsakar. Í janúar 2018 gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu, sem Hagfræðistofnun, HHÍ, gerði um nytsemi aðildarinnar, en hún hafði ákaflega lítið notagildi til ákvarðanatöku um framhald veru Íslands í EES. Um rannsóknarefnið skrifaði Björn Bjarnason í téðri Morgunblaðsgrein:
"Eigi að hefja svipað úttektarstarf núna [og 2004-2007], er skynsamlegt að hafa hliðsjón af því, sem leiðir af útgöngu Breta úr ESB (BREXIT), því að hún kann að geta af sér nýtt samstarfslíkan ESB við þriðju ríki."
Þetta er hverju orði sannara hjá Birni og aðalástæða þess, að "Nú eru nýir tímar", eins og hann endar grein sína á. Í væntanlegri skýrslu verður að leggja nákvæmt og hlutlægt kostnaðarlegt mat á annars vegar áframhaldandi veru í EES og hins vegar fríverzlunarsamning við ESB og Bretland. Árið 2017 luku Kanadamenn gerð fríverzlunarsamnings við ESB, og ganga má að því sem vísu, að Íslendingum standi slíkur samningur til boða.
Þegar aðildin að Innri markaðinum verður metin, verður ekki hjá því komizt að meta beinan kostnað af greiðslu í sjóði EES og ESB, útlagðan kostnað fyrri ára við þýðingar og innleiðingu reglugerða og laga ESB, sem engin vinna færi í hérlendis, ef staðið væri utan EES, ásamt styrkjum til ýmissar starfsemi hérlendis frá EES/ESB. Þá þarf að meta kostnað ríkissjóðs og atvinnulífsins vegna eftirlitskerfa, sem hér hafa verið sett upp, en mætti losa sig við utan EES. Síðast, en ekki sízt, verður að leggja mat á óbeina kostnaðinn, sem af innleiðingu óþarfs og íþyngjandi reglugerðafargans hlýzt hérlendis. Hann er fólginn í hægari framleiðnivexti fyrirtækjanna hérlendis vegna vinnu við innleiðingu og framfylgd reglugerða og laga, sem eingöngu eru hér vegna aðildarinnar að EES.
Athugun Viðskiptaráðs Íslands 2015 leiddi til þeirrar niðurstöðu, að langhæsti kostnaður atvinnulífsins af reglugerðafarganinu væri fólginn í þessum þætti, og gætu sparazt 80 miaISK/ár á verðlagi 2018 við grisjun á reglugerða- og lagafrumskóginum frá ESB að mati höfundar þessa pistils. Jafnframt var komizt að því, að þessi kostnaður ykist um 1,0 %/ár. Þennan þátt er nauðsynlegt að greina nákvæmlega í væntanlegri rannsókn.
Þá er bráðnauðsynlegt að framkvæma stjórnlagalega greiningu á EES-samninginum og afleiðingum þeirrar þróunar, sem nú á sér stað með stofnanavæðingu ESB og hunzun tveggja stoða forsendunnar fyrir samstarfi jafnrétthárra aðila. Það þýðir ekkert að tippla á tánum í kringum þetta verkefni. Ef nauðsynlegri endurskoðun fæst ekki framgengt vegna stefnu ESB um einsleitni allra þeirra gjörða, verður ekki hjá því komizt að segja EES-samninginum upp og leiða á önnur mið. Af því verður að öllum líkindum hagræðing hjá ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum, bættir viðskiptaskilmálar og í heildina þjóðhagslegur ávinningur.
Þar sem Ísland og Noregur eru utan við hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB, njóta löndin ekki tollfrjáls aðgengis að Innri markaðinum fyrir sjávarafurðir. Kanadamenn njóta aftur á móti tollfrjáls aðgengis í krafti nýgerðs fríverzlunarsamnings. Í fljótu bragði virðist það vera Íslendingum til mikilla hagsbóta að segja EES-samninginum upp, og þess vegna er vissulega tímabært að fara ofan í saumana á þessum málum. Það hefur verið gert í Noregi. Þar hefur Stórþingsmaðurinn Sigbjörn Gjelsvik samið "Alternativrapporten" eða Valkostaskýrsluna, sem til er bæði á norsku og ensku, þar sem fram fer vönduð greining á því, hvaða fyrirkomulag viðskiptamála er hagkvæmast fyrir Noreg. Það er alveg áreiðanlegt, að það er líf utan við EES, og það hafa Svisslendingar sannað, og það munu Bretar sanna.
Þróun EES-samstarfsins virðist í meiri mæli snúast um að fela stofnunum ESB forræði á málefnasviðum hérlendis, sem innlendar stofnanir hafa haft með höndum. Má þar nefna Fjármálaeftirlitið og Orkustofnun. Í fyrra tilvikinu náðist viðunandi tveggja stoða lausn eftir mikið þjark á fundum EFTA og ESB, þótt Fjármálaeftirlit ESB hafi æðsta valdið, en í síðara tilvikinu er ekki við það komandi að hálfu ESB. Það er stjórnlagalega óviðunandi lausn, að ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) virki sem stimpilstofnun fyrir fyrirmæli frá ACER til valdamikillar undirstofnunar sinnar hérlendis á sviði raforkuflutninga, sem íslenzk stjórnvöld þá hafa engin áhrif á, því að hún á að vera "óháð" samkvæmt reglum ACER.
Það eru nánast engar líkur á, að stjórnlagalega verjandi fyrirkomulag fáist í samskiptum EFTA-ríkjanna við ESB, og þess vegna er þetta samstarf nú komið að fótum fram. Það samræmist ekki stjórnarskrá fullvalda ríkja. Þess vegna er nú búizt við dómsmáli fyrir Hæstarétti Noregs, þar sem Stórþingið verður ákært fyrir stjórnarskrárbrot.
Stjórnlagafræðingar þurfa að fá tækifæri til að tjá sig um stjórnlagaþáttinn í væntanlegri uppgjörsskýrslu við EES á Íslandi. Á grundvelli þessarar skýrslu þarf Alþingi að taka ákvörðun og getur auðvitað valið þann kost að leita álits þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Má telja víst, að þingið fylgi þjóðarviljanum í kjölfarið.
12.4.2018 | 18:50
Yfirlýsing frá Noregi
Málflutningur íslenzka utanríkisráðuneytisins í s.k. ACER-máli, sem fjallar um afstöðuna til inngöngu Íslands í Orkusamband ESB, hefur vakið hneykslun hér heima og í Noregi. Hér er átt við það, sem haft er eftir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins 28. marz 2018 í fréttaskýringunni:
"Mikilsverðir orkuhagsmunir ekki í húfi". Að rakalausum málflutningi um tjón, sem Íslendingar gætu bakað Norðmönnum með höfnun Alþingis á innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn, er vikið í yfirlýsingu Trúnaðarráðs norsku samtakanna "Nei til EU", dags. 08.04.2018. Hér er þýðing höfundar á tveimur af 9 greinum yfirlýsingarinnar, en hún er í heild sinni á norsku í viðhengi með þessari vefgrein:
"Norsk yfirvöld, höll undir ESB, hafa vanizt því að fá vilja sínum framgengt sem "stóri bróðir" í EES-samstarfinu. Erna Solberg, forsætisráðherra, fullyrðir, að orkustofnunin ACER "sé ekki mikilvæg" fyrir Ísland, því að landið hefur enn ekki verið tengt evrópska orkumarkaðinum, eins og Noregur. Á milli línanna gefur hún til kynna, að hún ætlast til, að Ísland muni láta undan norskri kröfugerð í samningum um að innleiða orkubálkinn.
Íslenzk synjun mun ekki hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland eða Noreg. ESB getur í mesta lagi ógilt hluta af viðhengi 4 í EES-samninginum, sem fjallar um orku, og slíkt þjónar ekki hagsmunum ESB. Þvert á móti mun íslenzk synjun beinlínis verða til stuðnings þjóðarhagsmunum Noregs. Baráttan gegn ACER hefur verið einkar öflug á meðal starfsmanna norsks orkusækins iðnaðar, sem bera ugg í brjósti um störf sín og stöðvun á starfsemi, ef rafmagnsverð nálgast það, sem tíðkast í ESB.
Miklu máli skiptir, að allir átti sig á alvarlegum afleiðingum þess að samþykkja innleiðingu á Þriðja orkumarkaðslagabálkinum, þótt raforkukerfi landsins sé ótengt við raforkukerfi ESB. Í yfirlýsingu norsku samtakanna "Nei til EU" um tilraun norskra stjórnvalda til að hafa áhrif á stjórnmál Íslands í ACER-málinu, sem Alþingi á eftir að fjalla um, kemur skýrt fram, að Ísland mun alls ekki bera hagsmuni norsku þjóðarinnar fyrir borð með synjun á ACER-löggjöfinni, sem þá um leið jafngildir höfnun EFTA á þessari ESB-samruna löggjöf. Þvert á móti mun mikill meirihluti norsku þjóðarinnar fagna synjun Alþingis. Það er hið eina, sem máli skiptir fyrir hina norsku hlið á þessu máli Íslendinga.
Misskilnings gætir um það, hvenær valdframsals íslenzka ríkisins tæki að gæta hér á landi til ACER. Þá er ruglað saman völdum til ákvarðanatöku um málefni innlendra raforkuflutningsmála og áhrifum hins sameiginlega raforkumarkaðar ESB á íslenzka raforkumarkaðinn. Síðar nefndu áhrifin koma vitaskuld ekki fram fyrr en við gangsetningu aflsæstrengs til útlanda. Kryfjum hins vegar eina hlið á áhrifum valdframsalsins:
ESB hefur samið kerfisþróunaráætlun fyrir raforkukerfi EES. Þar er Ice Link örlítill hluti. Með því að samþykkja innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB inn í EES-samninginn, mundi Alþingi skuldbinda sig til að styðja við framkvæmd þessarar kerfisþróunaráætlunar að sínu leyti. Eftir téða samþykkt, verður fyrsta verk ACER hér á landi að stofnsetja útibú sitt, sem samkvæmt þriðja orkubálki ESB fær í hendur bæði reglugerðar- og eftirlitshlutverk með Landsneti. Í fyllingu tímans koma fyrirmæli frá ACER um stimpilstofnunina ESA þess efnis að semja tæknilega og viðskiptalega skilmála fyrir lagningu, tengingu og rekstur Ice Link. Þegar þeir eru tilbúnir, verður stofnað félag um Ice Link, sem semur og sendir umsókn um lagningarleyfi, tengileyfi og rekstrarleyfi fyrir Ice Link til Orkustofnunar, OS, þess hluta hennar, sem verður undir íslenzkum yfirvöldum.
Verður OS stætt á að hafna umsókn eiganda sæstrengsverkefnis, ef hann uppfyllir alla skilmála ? Það skortir allar lagalegar forsendur fyrir slíkri höfnun. ESB mun strax saka íslenzk stjórnvöld um samningsrof (EES-samningurinn) og ágreiningsmálið væntanlega fara sína leið um ESA til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg. Dómstóllinn mun vafalaust dæma í samræmi við skuldbindingar í EES-samninginum. Þar með verður eiganda sæstrengsins veitt leyfi til að leggja hann, tengja og reka, jafnvel í blóra við vilja íslenzkra stjórnvalda.
Í kjölfarið munu áhrifin af strengnum á raforkukerfið og á hagkerfið koma í ljós. Raforkureikningurinn mun hækka um á að gizka 75 %, sem leiða mun til meiri ásóknar í virkjanaleyfi, verri samkeppnisstöðu fyrirtækja, minni spurnar eftir vinnuafli og rýrnandi lífskjara. Miklar sveiflur verða á rennsli virkjaðra vatnsfalla, enda verða virkjanir þandar á fullu álagi á daginn og reknar á sáralitlu álagi á nóttunni, þegar raforka verður flutt inn.
Það er ekki spáð svo háu raforkuverði í Evrópu, að gróði verði mikill af þessum raforkuviðskiptum, en ESB fær með þessu aukna hlutdeild endurnýjanlegra orkulinda í sinn hlut. Botninn getur svo skyndilega dottið úr þessum viðskiptum, ef/þegar tækninýjungar gera ESB-ríkjunum kleift að leysa kolakynt orkuver sín af hólmi með áhættulitlum, kolefnisfríum orkuverum, t.d. þóríum-verum. Þá sitja landsmenn uppi með ónýtanlegar, miklar fjárfestingar, sem geta ógnað fjármálastöðugleika hérlendis, .
ACER-málið er sýnidæmi um stórvægilega galla EES-samningsins:
- hann líður fyrir vaxandi ójafnræði á milli EFTA og ESB. Samkomulags er ekki lengur freistað í Sameiginlegu EES-nefndinni, þ.e. ekkert svigrúm er lengur veitt að hálfu ESB fyrir sáttaferli á milli EFTA/ESB.
- hann er ógagnsær og þróun hans er ófyrirsjáanleg. EFTA-ríkin vita ekki, hvað þau samþykkja, því að breytingar og viðbætur eru tíðar. T.d. er í bígerð 1000 blaðsíðna viðbót við Þriðja orkumarkaðslagabálkinn, sem væntanlega verður kallaður Fjórði orkumarkaðslagabálkurinn. Þetta verður sagan endalausa.
- dómsvaldið er framselt úr landi varðandi öll ágreiningsatriði, þar sem ACER eða útibú þess lenda í ágreiningi hérlendis.
- framkvæmdavaldið er framselt úr landi, því að útibú ACER á Íslandi verður í gjörðum sínum óháð íslenzka framkvæmdavaldinu (sem og dómsvaldinu). Útibúið tekur aðeins við fyrirmælum frá ACER. Það er hvorki stjórnlagalegt né siðferðislegt haldreipi fólgið í því að láta ESA afrita þessi fyrirmæli og senda áfram, enda hafa ESA ekki verið veitt nein völd til að breyta ákvörðunum ACER.
- ákvarðanir ESB verða bindandi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og ríkið, því að útibú ACER á Íslandi mun hafa síðasta orðið um flutningsgjald Landsnets, og ákvarðanir í þágu sæstrengsins munu óhjákvæmilega varpast yfir í gjaldskrá Landsnets.
Til að tveggja stoða kerfið verði virt, þarf að stofna sams konar stofnun EFTA-megin. Fyrir því er pólitískur vilji hvorki í ESB né í EFTA. Án tveggja stoða kerfisins verður bráðlega gengið af EES-samstarfinu dauðu.
Hver og einn þessara 5 ásteytingarsteina EES-samningsins við Stjórnarskrá lýðveldisins er alvarlegur, en þegar þeir koma allir saman, mynda þeir frágangssök fyrir þetta fyrirkomulag. Það er affarasælast fyrir utanríkisráðuneytið að viðurkenna staðreyndir og að hefja þegar í stað undirbúning að því að finna eðlilega valkosti fyrir landið við EES-samninginn. Hann ber dauðann í sér. Í þessu skyni er t.d. hægt að fara í smiðju til norska Stórþingsmannsins Sigbjörn Gjelsvik, sem hefur ritað yfirgripsmikla skýrslu um þetta efni. Gjelsvik er væntanlegur til landsins 16.04.2018.
28.3.2018 | 09:52
Dýr yrði Hafliði allur
Ætli nokkurs staðar í heiminum viðgangist, að ríki þurfi að leiða í lög hjá sér lög og reglugerðir annars ríkis eða ríkjasambands, til að geta selt þangað vörur og þjónustu án hárra innflutningsgjalda ?
Það er einmitt þessi staða, sem uppi er á milli EFTA-ríkjanna í EES (Evrópska efnahagssvæðinu) og hefur verið í aldarfjórðung. Hér er ekki um neitt smáræði að ræða, heldur hefur regluflóðið numið að jafnaði 460 reglugerðum eða lögum að jafnaði á ári hverju. Þetta er mikil byrði á litlu samfélagi eins og okkar, og gefur strax til kynna, að landsmenn séu þarna á villigötum.
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) lagði í skýrslunni:
"Vilji er ekki allt sem þarf-Aðgerðir til einföldunar regluverks"-útg. 7. október 2015, mat á kostnaðinn, sem af heildarregluverkinu leiðir fyrir þjóðfélagið. Um er að ræða beinan kostnað og óbeinan kostnað fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Mestur er óbeini kostnaðurinn, sem heldur aftur af eðlilegri framleiðniaukningu vegna íþyngjandi byrða af regluverkinu, og vex sá um 1 %/ár að mati VÍ.
Auðvitað þarf hvert þjóðfélag, sem ætlar að eiga í viðskiptum við efnaðan markað, eins og hinn evrópska og norður-ameríska, á regluverki að halda, en umfang regluverks og eftirlits með því þarf að sníða að stærð hvers þjóðfélags. Einkenni íslenzks atvinnulífs eru lítil fyrirtæki með 0-9 starfsmönnum. Þau bera tvöfaldan regluverkskostnað á hvern starfsmann á við 10-49 manna fyrirtæki, ferfaldan á við 50-249 manna fyrirtæki og tífalda á við fyrirtæki 250 eða fleiri.
Starfsmenn eftirlitsstofnana eru hérlendis 15 sinnum fleiri á íbúa en á hinum Norðurlöndunum og 25 sinnum fleiri en í Þýzkalandi. Þessar tölur gefa til kynna, að regluflóðið frá ESB, sem við erum neydd til að taka upp hér vegna EES-samningsins til að vera á Innri markaði ESB, sé okkur efnahagslega þungbært, miklu dýrkeyptara en fjölmennari þjóðum og að það sé dragbítur á lífskjarabata. Sem fámenn þjóð megum við ekki við þeim kostnaði, sem hlýzt af því að vera taglhnýtingar ESB. Það hefur verið gengið hér óvarlega um gleðinnar dyr, ekki gætt að gríðarlegum kostnaði smáríkis við að skuldbinda sig til að koma á ofvöxnu bákni m.v. íbúafjölda og alls ekki reynt að leita annarra og hagkvæmari lausna, heldur bara hjakkað í sama farinu, enda er ESB/EES draumaland búrókratans. Halda menn, að það sé tilviljun, að Svisslendingar, sú kostnaðarmeðvitaða þjóð, höfnuðu EES-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu ?
Við erum taglhnýtingar ríkjasambandsins í þeim skilningi, að við verðum að taka við því, sem að okkur er rétt, ef það varðar fjórfrelsið á Innri markaðinum, án þess að hafa haft nokkur teljandi áhrif á setningu þessara reglna. Þetta er þrælsleg staða, sem er orðin óþolandi, eftir að ESB færði sig upp á skaptið og tók að heimta það af EFTA-þjóðunum í EES, að þær tækju upp risaregluverk og gríðarlega íþyngjandi um atriði utan við fjórfrelsið, eins og t.d. um orkumál. Þar keyrir um þverbak, því að Orkustofnun ESB, ACER, á að yfirtaka stjórnun Orkustofnunar Íslands og skera á á áhrif íslenzka ríkisvaldsins á alla þætti, er varða raforkuflutninga, innanlands sem og til og frá útlöndum. Þessar staðreyndir ættu að duga til að sýna öllum Íslendingum, sem ekki vilja ólmir verða þegnar ESB, að EES-samstarfið er komið að leiðarlokum.
Hver má þá ætla, að þessi umframkostnaður sé, þ.e. kostnaður af gildandi regluverki á Íslandi 2018 umfram þann kostnað, sem ætla má, að þjóðfélagið þyrfti að bera, ef landið væri utan EES, en hefði í staðinn fríverzlunarsamning við Bretland og ESB í anda nýs fríverzlunarsamnings Kanada við ESB ?
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) áætlaði árið 2015 beinan og óbeinan kostnað atvinnulífsins af framkvæmd opinbers regluverks og eftirlits. Á verðlagi 2018 jafngildir kostnaðurinn 175 miaISK/ár. Ef reiknað er með, að 80 % af þessum kostnaði stafi af skylduinnleiðingu gerða ESB og að minnka megi að skaðlausu umfang þeirra hérlendis um 60 %, þá fæst hreinn kostnaður atvinnulífsins vegna EES-aðildarinnar 84 miaISK/ár.
Fallist Alþingi á innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB í EES-samninginn að kröfu ESB, eru þingmenn með slíku samþykki ekki einvörðungu að færa núverandi völd ríkisins yfir raforkuflutningsmálum landsins til fjölþjóðlegrar stofnunar, ACER, í trássi við Stjórnarskrá landsins,gr.2, heldur eru þeir að framkalla umtalsverða hækkun á næstu árum á framfærslukostnaði heimilanna og rekstrarkostnaði fyrirtækjanna vegna hækkunar á raforkukostnaði.
Sú hækkun á rót að rekja til hækkunar á heildsöluverði frá virkjun vegna útflutnings um Ice Link á raforkumarkað með 2-3 földu núverandi verði hérlendis og til kostnaðar við eflingu flutningskerfisins að landtökustað Ice Link. Þá þarf auðvitað að slá í merina, hvað hvers konar virkjanaframkvæmdum líður til að hafa eitthvað að selja um 1200 MW sæstreng. Samkvæmt reglum ACER leggst kostnaður við flutningskerfi innanlands vegna sæstrengs á notendur innanlands.
Ef Landsnet verður mjög skuldsett út af fjárfestingu í Ice Link, þá versna lánskjör fyrirtækisins, sem kemur niður á framkvæmdakostnaði innanlands, en hér verður kostnaðarvangaveltum af því sleppt. Vægt áætlað mun smásöluverð og flutningsgjald hækka um samtals 6 ISK/kWh eða um 75 % árið 2027 á núvirði m.v. 2018. Þetta mun leiða til kostnaðarhækkana hjá almennum notendum um 24 miaISK/ár (allir án langtímasamninga). Þessi breytti markaður mun ennfremur sennilega leiða til þess, að fleiri langtímasamningar verði ekki gerðir um raforkuviðskipti og eldri samningar ekki framlengdir. Þetta mun gjörbreyta verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun landsins til hins verra, sem óhjákvæmilega mun ógna fjármálastöðugleika. Markaðsverð raforku mun hrynja, þegar gegnumbrot verður í vinnslu raforku með umhverfisvænum hætti, t.d. í þóríum kjarnorkuverum eða með samrunahverflum. Þá sitja flutningsfyrirtækin uppi með hundruði milljarða ISK í skuldir vegna fjárfestingar, sem engin not eru af, og innlendur iðnaður hefur goldið afhroð. Menn verða að horfa niður fyrir sig til að aðgæta, hvar þeir stíga. Að láta rigna upp í nefið á sér hefur aldrei þótt vera til vegsauka á Íslandi.
Hér eru engar smáræðis kostnaðartölur á ferðinni vegna EES-aðildar, og ekki mundu þær lækka við inngöngu í ESB, því að einhvern hluta reglugerðafargansins frá ESB losna landsmenn við núna, og verandi í ESB væri Ísland nú þegar í orkusambandi ESB og Ice Link verkefnið væri vafalítið í gangi. Lágmarkskostnaður af EES og ACER verður 110 miaISK/ár um 5 % af VLF til skamms tíma, en er frá líður verður kostnaðurinn svimandi hár, ef afleiðingarnar verða lokun verksmiðja orkukræfs iðnaðar og mun óhagkvæmari orkuskipti en annars.
23.3.2018 | 10:05
Höfnun ACER ógnar ekki útflutningi til ESB
Reglur EES-samningsins um frjáls vöruviðskipti munu verða áfram í gildi, þótt Alþingi hafni aðild Íslands að Orkusambandi ESB. Ótti um, að störf tapist á Íslandi við að hafna því, að ráðstöfunarréttur raforkunnar lendi í höndum Orkustofnunar ESB, er ástæðulaus. Það er aftur á móti hætta á því, að störf tapist á Íslandi, ef veruleg raforkuverðshækkun verður á innanlandsmarkaði, t.d. vegna tengingar við raforkumarkað ESB. Gangi Ísland í Orkusamband ESB, öðlast ACER-Orkustofnun ESB úrslitaáhrif á það, hvort aflsæstrengur verður lagður frá Íslandi til útlanda, og íslenzk yfirvöld verða að sama skapi áhrifalaus um það. Það er einmitt hlutverk ACER að ryðja brott staðbundnum hindrunum gagnvart bættum millilandatengingum.
Það er munur á biðsal ESB, sem kallast EES, og ESB sjálfu. Þar má nefna neitunarvald EFTA-ríkjanna þriggja í EES gagnvart gjörðum frá ESB og afar takmarkaða aðkomu EFTA-ríkjanna að málum á undirbúningsstigi. Af Stjórnarskrá Íslands, gr. 2, leiðir, að ekki er hægt að gera skuldbindandi og íþyngjandi samninga fyrir Íslands hönd við erlent ríki, ríkjasamband eða yfirþjóðlega stofnun, án þess að Alþingi fjalli um slíkt og afgreiði með atkvæðagreiðslu, þar sem Alþingi hefur frjálsar hendur, bundið af lögum og Stjórnarskrá lýðveldisins.
Í EES-samninginum eru ESB settar þröngar skorður varðandi rafsiaðgerðir við beitingu neitunarvalds EFTA-ríkjanna, og þar eru ekki settar fram neinar kröfur um röksemdafærslu við beitingu neitunarvalds.
ESB getur brugðizt við með tvennum hætti:
- ESB getur viðurkennt, að það er viss stjórnarfarslegur munur á ESB og Íslandi (og hinum 2 EFTA-löndunum í EES).
- ESB getur sett fram kröfu um það, að sá hluti EES-samningsins, sem málið snertir, falli úr gildi.
Í EES eru ákvarðanir teknar einróma. Ísland, Noregur og Liechtenstein samræma afstöðu sína í fastanefnd EFTA, sem ekki getur samþykkt ný lög eða tilskipun án samþykkis landanna þriggja. Þess vegna hefur Ísland neitunarvald gagnvart gagnvart sérhverjum ESB-gerningi. Þetta leiðir af kafla 93 í EES-samninginum og kafla 6 í samninginum um fastanefnd EFTA-ríkjanna.
Fylgispekt við samning styður væg eða engin viðbrögð:
ESB getur samþykkt höfnunina án nokkurra ákveðinna viðbragða. M.t.t. fyrirsjáanleika fyrir aðilana og fylgispekt við samninginn er þetta líklegast. Kafli 3 í EES-samninginum leggur aðilum fylgispekt á herðar, sem felur í sér, að enginn aðilanna skal valda óþarfa erfiðleikum í samstarfinu. Þetta ýtir undir, að hugsanleg viðbrögð að hálfu ESB skulu breyta innihaldi og virkni EES-samningsins eins lítið og hægt er. M.ö.o.: núverandi viðskiptafrelsi verður óskert.
ESB getur ekki hafið refsiaðgerðir gegn Íslandi, en getur ógilt viðkomandi hluta EES-samningsins samkvæmt kafla 102. Meiningin er að jafna út ávinninginn, sem Ísland fær við að hafna viðkomandi tilskipun eða lögum. Meginhluti samningsins og viðaukarnir gilda eftir sem áður. Reglurnar um t.d. frjáls vöruviðskipti og bann við viðskiptahindrunum verða ekki snertar.
Öllum tilskipunum og lögum í EES-samninginum er raðað i 22 efnisflokka í viðhengjum. Orka er viðhengi 4. Það er hér, sem Þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB með ACER-kerfinu, sem Alþingi væntanlega fær til afgreiðslu, verður settur, nema Alþingi hafni málinu. Það er Sameiginlega EES-nefndin, sem ákveður, hvort og þá hvaða hluti samningsins skuli falla úr gildi. Þar eru EFTA, þ.e.a.s Ísland, Noregur, Liechtenstein og ESB jafnréttháir aðilar, og ákvörðun útheimtir samkomulag allra.
Í skriflegu svari sínu til Stórþingsins 5. marz 2018 staðfesti Terje Söviknes, olíu- og orkuráðherra, að það er einvörðungu viðkomandi kafli EES-samningsins, hér orkukaflinn, sem hægt er að ógilda. Ráðherrann skrifaði ennfremur:
"Spurningin um, hvaða kafla samningsins málið snertir, er viðfangsefni stjórnmálamanna og verður ekki áfrýjað til EFTA- eða ESB-dómstólsins". Með öðrum orðum þarf að fara samningaleiðina og finna lausn.
Hvað í EES-samninginum snertir ACER beint ?:
Allar aðgerðir og viðbrögð í EES-samstarfinu fara eftir hlutfallsreglunni. Ásamt fylgispektinni þýðir þetta, að "það sem beinlínis snertir" skal túlka þröngt. Eðlilegi skilningurinn, sem einnig er vel þekktur í lögfræðinni, er að takmarka ógildinguna við reglurnar, sem nýju reglurnar áttu að breyta eða koma í staðinn fyrir. Varðandi Þriðja orkumarkaðslagabálkinn jafngildir þetta, að ESB getur aðeins krafizt ógildingar þeirra ákvæða, sem átti að breyta eða afnema í Öðrum orkumarkaðslagabálkinum (sbr raforkulög Alþingis um aðgreiningu aðila á raforkumarkaði í fernt frá 2003 með síðari breytingum). Þetta mun engin skaðleg áhrif hafa hér og varla í Noregi heldur.
Þótt ESB muni krefjast ógildingar á hluta orkuregluverksins, gætu íslenzk fyrirtæki áfram starfað eins og áður í orkugeira ESB/EES landanna, ef þau hefðu þar starfsemi núna. Hið sama mundi gilda um fyrirtæki frá EES í hérlendum orkugeira. EES samningurinn á að vernda áunnin réttindi einstaklinga og fyrirtækja, eins og stendur í kafla 102:
"Réttindi og skyldur, sem fólk og markaðsaðilar hafa þegar áunnið sér samkvæmt þessum samningi, skulu standa áfram."
Stuðzt var við grein Mortens Harper, lögfræðings og verkefnastjóra hjá "Nei til EU", dags. 08.03.2018, á vefsetri samtakanna.
13.3.2018 | 21:25
Viðhorf hagsmunasamtaka til ACER
Í Noregi hafa sveitarfélög og fylkisstjórnir auk fjölda landshlutafélaga stjórnmálaflokkanna og verkalýðsfélaga um Noreg endilangan ályktað gegn því að afhenda orkustofnun ESB ráðstöfunarrétt yfir raforkunni. Nú síðast samþykkti "Landsorganisasjonen"-LO, þ.e. norska Alþýðusambandið eindregna hvatningu til þingmanna Stórþingsins, ekki sízt Verkamannaflokksins, um að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi 22. marz 2018 um að innleiða Þriðja orkumarkaðslagabálk ESB í EES-samninginn.
Norðmenn fara í blysfarir og halda fundi um allt land gegn því að afhenda ACER-orkustofnun ESB ráðstöfunarréttinn yfir raforkunni, en um það snýst nýjasta dæmið um miðstýringaráráttu ESB. Þetta ómak gera fjölmargir Norðmenn sér, af því að þeir telja, réttilega, stórfellda þjóðarhagsmuni vera í húfi. Hérlendis ríkti doði og ládeyða gagnvart aðsteðjandi hættu frá valdatöku ESB á þjóðhagslega mikilvægu sviði, raforkuflutningum innanlands og til útlanda, þar til flokksþing framsóknarmanna samþykkti einróma 11.03.2018, að standa beri vörð um fullveldi Íslands í orkumálum og hafnaði upptöku lagaverks um aukna miðstýringu orkumála í EES-samninginn.
Hin sameiginlega EES-nefnd hefur þegar samþykkt valdaframsal til orkustofnunar ESB, og nú er beðið eftir að sjá, hvaða Stórþingsmenn og Alþingismenn hafa geð í sér til að kyssa á vöndinn. Vonandi aðeins minnihluti þeirra. Landsfundur sjálfstæðismanna um næstu helgi hefur í hendi sér að stöðva þetta óþurftarmál, sem borizt hefur atvinnuvegaráðuneytinu frá hinni sameiginlegu EES-nefnd EFTA og ESB. Fari málið fyrir Alþingi, eiga þingmenn hiklaust að beita neitunarvaldinu, sem fólgið er í EES-samninginum. Eftirlitsstofnun EFTA-ESA mun mótmæla, og hugsanlega mun falla EFTA-dómur um brot á EES-samningi, en hann verður aðeins ráðgefandi og ekki aðfararhæfur hér.
Fjöldi Norðmanna er réttilega þeirrar skoðunar, að sú stjórnkerfisbreyting, að meginstarfsemi orkustofnunar Noregs, NVE, færist undan stjórn ráðuneytis, sem er undir eftirliti og yfirstjórn Stórþingsins, og undir stjórn orkustofnunar ESB, skammstöfuð ACER, sem stendur fyrir Agency for the Cooperation of Energy Regulators, ógni starfsöryggi í orkusæknum iðnaði í dreifbýli landsins. Þá blasir líka við, að raforkuverð til almennings mun hækka umtalsvert. Allar áhyggjur Norðmanna út af þessu máli eiga í raun við hérlendis líka. Aðstæður eru mjög keimlíkar, og að halda því fram, að okkur sé vörn í núverandi rafmagnslegri einangrun landsins (enginn millilandastrengur enn), er haldlaus, því að ACER fær einmitt völd til að ákveða slíka millilandatengingu, og Ice Link er nú þegar kominn á forgangslista ACER
Hér að neðan er þýðing á frásögn af úrdrætti ályktunar verkalýðssambands starfsmanna í iðnaði og orkufyrirtækjum, "Industri Energi", IE, Íslendingum til glöggvunar á umræðunni í Noregi, en hana má líka sjá undir tengli norsku andófssamtakanna, "Nei til EU", hér á vefsetrinu:
"Niðurstaða greiningar IE er, að væntanlegir aflsæstrengir til Þýzkalands og Bretlands geti hækkað Smásöluverð rafmagns í Noregi um 0,1-0,4 NOK/kWh (1,3-5,2 ISK/kWh). Þetta er reist á því, að rafmagnsverðið (smásöluverð til almennings) er um þessar mundir u.þ.b. tvöfalt hærra á Bretlandi en í Noregi, u.þ.b. 0,6 NOK/kWh m.v. á Bretlandi 0,3 NOK/kWh í Noregi. (Bretland: 8,0 ISK/kWh, Ísland: 5,9 ISK/kWh, Noregur: 4,0 ISK/kWh, íslenzk stóriðja: 2,5-3,5 ISK/kWh (heildsöluverð). Varðandi raforkuverð til norsks almennings ber að hafa í huga, að hann kyndir að mestu húsnæði sitt með rafmagni, oftast þilofnum, og meðalheimili þar kaupir þar af leiðandi um 20 MWh/ár, sem er ferfalt á við meðalheimili hérlendis, og sólarhringsálagið er jafnara. Þar af leiðandi er vinnslukostnaður fyrir norskan almenning tiltölulega lægri en fyrir íslenzkan almenning. Bæði norskur og íslenzkur almenningur nýtur góðs af mikilli raforkusölu til orkusækins iðnaðar. Ofan á þessi raforkuverð bætast flutningsgjald, dreifingargjald, jöfnunargjald og virðisaukaskattur.
Vegna sæstrengjanna þarf að fjárfesta í flutningskerfi að landtökustað þeirra. Statnett hefur áætlað að þurfa þannig að fjárfesta fyrir miaNOK 2 vegna hvors sæstrengjanna tveggja til Þýzkalands og Bretlands (jafngildi miaISK 26) og þessi kostnaður mun knýja á um hækkun flutningsgjaldsins innanlands í Noregi, sem raforkunotendur innanlands verða að bera samkvæmt reglum ACER. Hvernig kostnaður millilandatenginga mun verða skipt á milli flutningsfyrirtækja viðkomandi landa, er samkomulagsatriði þeirra á milli, og ef þau ná ekki samkomulagi, sker ACER úr. Fjárhagur Landsnets og íslenzkra raforkunotenda verður í uppnámi af þessum sökum. Við blasir stjórnarskrárbrot, þar sem yfirþjóðleg stofnun, þar sem hvorki Ísland né Noregur eru fullgildir aðilar, er farin að leggja fjárhagslegar álögur á alla landsmenn.
Þar eð norska raforkukerfið er lítið í samanburði við brezka kerfið, mun viðskiptakerfi með frjálsu flæði leiða til, að raforkuverðlagið í Noregi nálgast hið brezka og ekki öfugt. Yfirleitt er raforkuverðlagið á meginlandi Evrópu enn hærra en á Bretlandi, sem leiða mun til enn meiri raforkuverðhækkana í Noregi en að ofan getur vegna Þýzkalandsstrengsins. Norðmenn munu flytja út rafmagn, sem gæti annars haldið rafmagnsverðinu niðri og atvinnustarfsemi uppi í Noregi, en flytja síðan hærra rafmagnsverð til baka. Þetta er slæm þjóðhagfræði, en orkuvinnslufyrirtækin hagnast til skamms tíma.
Hjá stéttarfélaginu IE í Noregi eru menn þeirrar skoðunar, að fylgjendur aukinna raforkuviðskipta yfir landamæri vanmeti neikvæðar afleiðingar af hærra rafmagnsverði í Noregi. Það getur tortímt orkusæknum iðnaði, og það mun hækka kostnað norskra neytenda og fyrirtækja í bæði einka- og opinbera geiranum. Gert er ráð fyrir, að hækkun um 0,1 NOK/kWh (1,3 ISK/kWh) hækki rafmagnsreikning sveitarfélaganna um u.þ.b. 4,0 miaNOK/ár, sem umreiknað eftir íbúafjölda landanna gerir 3,6 miaISK/ár.
Á hinn bóginn telja menn í IE, að fylgjendurnir ofmeti jákvæðu loftslagsáhrifin. Heildarraforkuvinnslan í Noregi, u.þ.b. 133 TWh/ár, jafngildir 3 %-4 % af heildarraforkunotkun í EES. Útflutningsgetan er mun minni (0,5 %) og verður varla merkjanleg í samanburði við þörf ESB-landanna fyrir endurnýjanlega orku eða í samanburði við þörf þeirra fyrir jöfnunarorku með þeirra eigin raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum lindum (sól og vindi). Þá má ekki gleyma miklum orkutöpum í sæstrengjum, sem jafngilda orkusóun.
Aftur á móti eru skaðleg áhrif á náttúru og umhverfi vanmetin. Möguleikinn á að græða meira fé á opnum evrópskum markaði, með hærri og breytilegum verðum, mun virka hvetjandi á raforkuvinnslufyrirtækin til að auka álag virkjananna. Vinnslan er aukin (aflaukning), þegar eftirspurnin er mikil og verðið hátt, og dregið er úr vinnslunni, þegar verðið er lágt. Þetta þýðir, að lækkað er og hækkað (með útflutningi og innflutningi rafmagns) í miðlunarlónunum með stuttum millibilum. Rannsóknir sýna, að slíkur rekstur virkjananna hefur afar neikvæð áhrif á fisk og aðrar lífverur í ám og lónum og veldur tjóni á náttúrunni í grennd. Í umræðum um þetta og um heildaráhrif fleiri sæstrengja hefur IE einkum gagnrýnt, að ekki eru gerðar vandaðar áhættugreiningar áður en leyfi eru veitt til slíkra rekstrarhátta í samræmi við norskar og alþjóðlegar forskriftir.
Andstaða IE við tengingu við ACER er þess vegna að miklu leyti vegna ótta um, að Noregur missi stjórn á stefnumörkun fyrir rafmagnsviðskipti yfir landamæri sín. Menn eru þeirrar skoðunar, að verði stjórnun innlendra yfirvalda leyst af hólmi með erlendri (ACER),muni slíkt leiða til fleiri sæstrengja, hærra rafmagnsverðs, hærri kostnaðar atvinnulífsins og glataðra starfa í Noregi.
Norsku verkalýðssamtökin, LO (Landsorganisasjonen), þ.e. norska ASÍ, og landshlutadeildir þar innanborðs, hafa tekið drjúgan þátt í umræðunni í Noregi og vara Stórþingið við alvarlegum þjóðhagslegum afleiðingum þess að samþykkja valdatöku ACER yfir raforkuflutningsmálum Noregs. Samtökin eru tortryggin út í að hleypa öðrum en Statnett (í eigu ríkisins) að eignarhaldi á utanlandssæstrengjunum. Í umsögn um frumvarpsdrög í marz 2017 stóð þetta m.a. frá LO:
"LO er mjög ósammála samþykktinni um að veita öðrum en Statnett kost á að leggja, eiga og reka utanlandsstrengi frá Noregi." Aldrei hefur nein viðlíka ályktun verið gerð á Íslandi, enda hefur alls ekki verið í umræðunni, að Landsnet ætti eða ræki millilandaaflstreng.
"LO á Þelamörk fer þess á leit við ríkisstjórn og Stórþing að forða Noregi frá fullveldisafsali til orkustofnunar ESB, ACER. ACER hefur að stefnumiði að skapa evrópskt stofnkerfi fyrir bæði gas og rafmagn án tillits til hagsmuna einstakra þjóða. Núverandi samstarf er ráðgefandi, en ACER á hins vegar að taka bindandi meirihlutaákvarðanir. Í raun er lagt til, að ACER skuli semja reglurnar um það, hvernig straumstefnu skal hátta hverju sinni um útflutningsstrengina. [Það er mun meira en reglur um straumstefnuna, sem felast mun í forskriftum ACER. Það er t.d. nýting strengjanna, hlutfall jöfnunarorku með sólarhringsfyrirvara pöntunar og augnabliksorkuafhendingar - innsk. BJo.] Í Noregi er orkusækinn efnaferlaiðnaður [t.d. álver og kísilver-innsk. BJo] lykilstarfsemi í mörgum byggðum. Það er rík ástæða til að óttast, að Noregur missi sitt mikilvægasta samkeppnisforskot, ef mikill hluti norsks rafmagns verður flutt beint út."
Allt, sem hér stendur um Noreg, getur átt við um Ísland að breyttu breytanda.