Fćrsluflokkur: Heimspeki

Hvađ er róttćkni ?

Eftir ađ hinn vitiborni mađur (homo sapiens) tók sér fasta bólfestu og hóf ađ yrkja jörđina í stađ ţess ađ vera á faraldsfćti í leit ađ veiđibráđ, leiđ ekki á löngu, unz klíkur mynduđust og hrifsuđu til sín völdin í samfélögunum.  Kaupin gerđust ţannig á eyrinni í 8000 ár ţar til borgarastríđinu á Englandi lyktađi međ sigri Cromwells og ţingsins um 1662 og bylting varđ í Frakklandi 1789.

Áđur hafđi ađallinn ráđiđ lögum og lofum í Evrópu, og honum tókst reyndar lengi vel ađ klóra í bakkann eftir téđar byltingar.  Á Íslandi réđu landeigendur lögum og lofum.  Höfđingjar, kirkjan og kóngurinn, áttu nćrri allar jarđir á Íslandi, en ábúendur voru leiguliđar.  Lýđurinn var skattpíndur og haldiđ í átthagafjötrum og í fjötrum fáfrćđi.  Hann var nánast réttlaus, en landeigendurnir réđu ráđum sínum á Alţingi og settu ţar lög til ađ tryggja valdastöđu sína. Ţetta var framhald á gođakerfi sögualdar.  Bjó almenningur á Íslandi viđ verstu kúgun og réttindaleysi, sem jađrar viđ ţrćlahald, allt fram á 20. öld. 

Síđan er mikiđ vatn til sjávar runniđ, og valdiđ hefur ađ forminu til fćrzt til almennings, en ţví fer ţó fjarri, ađ stjórnađ sé međ hagsmuni hans fyrir augum. Um ţverbak hefur keyrt undir valdstjórn svo kallađra vinstri flokka, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar grćns frambođs, enda forrćđishyggjan ţeim runnin í merg og bein. Ţarna situr í raun lítil, ţröngsýn og fáfróđ klíka á valdastólunum, sem á enga samleiđ međ almenningi í lífsbaráttu hans.

Aldrei hafa hagsmunir almennings veriđ jafnheiftarlega fyrir borđ bornir og í stjórnartíđ Jóhönnu Sigurđardóttur. Nćgir ţar ađ nefna Icesave og starfaeyđandi stefnu ríkisstjórnarinnar í garđ athafnalífsins, sem ber hagsmuni hins vinnandi manns gjörsamlega fyrir borđ. Ţađ var kominn tími til ţess, ađ almenningur sći svart á hvítu, hverjir fórna hagsmunum hans purkunarlaust á altari Evrópustefnu og sérvizku um málefni ríkisbúskapar og náttúruverndar.  Nú hefur afturhaldiđ kastađ grímunni.  Segja má, ađ miđaldasvartnćtti sé viđ lýđi hjá valdstjórninni og almenningur sé leiksoppur tilraunastarfsemi um andvana félagshyggju í ríkisbúskapi og atvinnumálum.  Ţetta sama liđ vinnur síđan ađ ţví ađ flytja úrslitavald um málefni lands og ţjóđar til nýs stórríkis í Evrópu, sem ţegar er á fallanda fćti.  "Ekkert er nýtt undir sólunni."   

Umbćtur á Stjórnarskrá ţurfa ađ hafa ađ meginmarkmiđi ađ fćra enn meiri völd til almennings, t.d. međ ţví ađ fćra almenningi rétt til ađ krefjast ţjóđaratkvćđagreiđslu um ákveđin mál, sem á döfinni eru.  Almenningur ćtti og ađ fá rétt til ađ setja forseta lýđveldisins og ríkisstjórn af međ ţví ađ krefjast nýrra forsetakosninga og Alţingiskosninga.

Verkalýđsflokkarnir, svo kölluđu, ráku upphaf sitt til kenninga Karls Marx og Friedrichs Engels og til rússnesku byltingarinnar og byltingarforingjans, Vladimirs Lenins.  Ţađ kom hins vegar strax í ljós áriđ 1917, ađ byltingin át börnin sín. Stjórnkerfi kommúnismans byggir upp nýja, gjörspillta valdaklíku.  Hér var um ađ rćđa rétt eina valdaklíkuna gegn hagsmunum almennings, en ţessi var reist á lygum, hrćsni og loddarahćtti.  Valdaklíkan var međ hagsmuni öreiganna á vörunum, en stjórnarhćttirnir voru algerlega ólýđrćđislegir og leiddu ekki til kjarabóta almennings.  Ţvert á móti var skapađ hagkerfi fátćktar.  Almenningi var beitt fyrir vagn einrćđisins. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur er af ţessum meiđi, ţó ađ hún geri sig ekki seka um blóđsúthellingar.  Ef sama fólk fćr völdin ađ afloknum nćstu Alţingiskosningum, verđur hagkerfi landsins lagt í rúst.   

Vćgari útgáfa alrćđis öreiganna var mótuđ, ţegar hryllingur stjórnarhátta Jósefs Stalíns varđ ljós.  Ţá var svo kölluđ jafnađarstefna mótuđ.  Hugmyndafrćđin um, ađ stjórnmálaflokkur verkalýđsstéttarinnar ćtti ađ móta samfélagsgerđina međ ríkisafskiptum á öllum sviđum ţjóđfélagsins og hárri skattheimtu af borgarastéttinni, hefur algerlega gengiđ sér húđar.  Ţetta var "kratisminn" eđa "socialdemocracy".  Hann lenti í blindgötu stöđnunar hagkerfisins og ćgilegri skuldabyrđi almennings, sveitarfélaga og ríkissjóđs. Ţetta er kjarninn í vandamálum Evrópu ţessi misserin, og ţessi lýsing á vissulega viđ um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur.  Evran hefur magnađ vandamál Evrópu, en hún er ekki orsök vandans.  Rćtur vandans liggja í stjórnkerfi Evrópu, sem leitt hefur til gríđarlegrar skuldsetningar ríkja, sveitarfélaga, fyrirtćkja og einstaklinga.  

Viđ ţjóđargjaldţroti lá í Svíţjóđ áđur en borgaralegu flokkarnir komust til valda 2006 og sneru af ógćfubrautinni.  Ţetta er í raun og veru vandi langflestra Evrópuríkjanna nú um stundir, ţó ađ evrunni sé um kennt, ekki alveg ţó ađ ósekju.  Hún hefur flýtt fyrir ţví, ađ ţjóđirnar kćmust fram á bjargbrúnina.  Evrópsk ţjóđfélög eru flest mjög ósveigjanleg og niđur njörvuđ í reglugerđafargan og frelsissviptingu athafnalífsins í anda jafnađarmanna, sem leitt hefur til gríđarlega hás launakostnađar og geigvćnlegs atvinnuleysis.  Ţjóđirnar eru af ţessum sökum ekki lengur samkeppnihćfar, nema Ţjóđverjar, sem tóku sér taki eftir hagbóluna, sem varđ í kjölfar endursameiningar Ţýzkalands og óhemjulegra fjárfestinga í Austur-Ţýzkalandi (mia EUR 2000).  Ţeir tröllríđa nú hagkerfum hinna evrulandanna, sem mega sín einskis, og munu senn neita ţeim um frekari fjárhagsstuđning, enda hafa ţeir ekki lengur efni á honum. Hallinn á ríkisbúskap Ţýzkalands er áriđ 2012 EUR 35 milljarđar (mia EUR 35), og stefnir í, ađ ţeir taki á sig skuldbindingar ađ upphćđ mia EUR 300. Stjórnlagadómstóll Ţýzkalands mun í septembar 2012 kveđa upp úr um, hvort slíkt samrýmist stjórnarskrá Sambandslýđveldisins.  Af ţessum sökum fer lánshćfismat ţýzka ríkisins lćkkandi.  Vonandi rís fuglinn Fönix upp úr öskuhrúgu hagkerfa Evrópu og svífur um án ćgivalds sérhagsmunanna, en í byr raunverulegs frelsis og valds almennings.  Ţađ getur ţó ađeins orđiđ viđ valddreifingu og án miđstýringar frá Brüssel eđa Berlín.  

Stjórnmál samtímans ćttu ađ snúast um ađ finna fyrirkomulag, sem hámarkar lífsgćđi almennings. Slíkt fyrirkomulag er órjúfanlega tengt stjórnkerfisumbótum, sem fćrir almenningi völd til ađ stöđva "elítuna", ţegar "hugsjónir" hennar leiđa hana á villigötur stórveldisóra eđa annarra óra, sem ganga ţvert gegn hagsmunum og óskum almennings í bráđ og lengd. Auka ber verđmćtasköpun međ sjálfbćrum hćtti međ ţví ađ nýta beztu fáanlegu tćkni og dreifa auđnum til ţeirra, sem skapa hann, án milligöngu opinberra ađila.  Ţannig verđur hagsmunum afkomenda okkar bezt borgiđ.       

  Stefán Eyjólfsson-Bjarni Jónsson-Auđur Eyjólfsdóttir      

 

 


Evrópuhugsjónin fer halloka

Örlagatímar eru nú í Evrópu vegna bresta sameiginlegu myntarinnar á evrusvćđinu. Forseti leiđtogaráđs Evrópusambandsins (ESB), Herman van Rompuy, hefur lýst ţví yfir, ađ hrynji evran, ţá líđi ESB undir lok.  Ţessi ummćli vitna um sálarháska ţeirra, sem telja Evrópumenn ađeins verđa sáluhólpna, lúti ţeir stjórnun og reglugerđasetningu miđlćgs og sjálflćgs skrifrćđisbákns, sem lýtur takmörkuđu eđa engu lýđrćđislegu ađhaldi almennings í Evrópu.  Ţetta er ókrćsileg Evrópuhugsjón, enda nćr hún vart eyrum annarra en opinberra starfsmanna.

Ţekktur hagfrćđingur, Willem Buiter, sem í skýrslu, saminni fyrir íslenzku bankana sumariđ 2008, taldi innviđi ţeirra vera svo fúna, ađ ţeir vćru ţá komnir ađ fótum fram, hefur nú spáđ falli evrunnar.  Hann telur hagkerfi Spánar vera mun veikara en bókhaldsbćkur sýna og gerir ráđ fyrir ţví, ađ Evrópubankinn, ECB, sem gárungarnir kalla EBB (European Bad Bank í stađ - Central Bank), muni hefja stórfellda prentun peninga í örvćntingarfullri tilraun miđstýringarmanna í Frankfurt og Brüssel til bjargar Spáni.  

Á talsmönnum ţýzkra viđhorfa í ţessum efnum er hins vegar ekki ađ heyra, ađ gripiđ verđi til ţess óyndisúrrćđis, og tónninn í Berlín er tekinn ađ draga dám af rómi ţýzks almennings, sem líkir opinberum stuđningi viđ nauđstadda banka viđ ţađ ađ reyna ađ fylla bađker án tappa í niđurfallinu.  Yrđi prentun peninga hafin, mundi ţađ leiđa til mikillar verđbólgu, og til ţess er reyndar leikurinn gerđur ađ grynnka á skuldum evruríkjanna međ greiđslum međ verđminni mynt.

Ţjóđverjar mega hins vegar ekki til slíks óstöđugleika hugsa, sem af slíku kynni ađ leiđa, í ljósi sögunnar.  Weimar lýđveldiđ féll 1933 vegna ráđleysis ríkisstjórna, fjöldaatvinnuleysis, óđaverđbólgu og auđmýkingar ađ hálfu Vesturveldanna međ Versalasamningunum 1919.  Ţýzkur almenningur hefur nú fengiđ ţađ á tilfinninguna, ađ ćtlunin sé ađ láta hann greiđa skuldir allra evruríkjanna, sem á ţurfa ađ halda.  Ţetta er nú ađ renna upp fyrir stjórnendum viđ Potzdamer Platz, sem standa andspćnis stjórnmálalegum rústum, eđa ađ láta Spán róa og ţar međ evruna.  Ţví skal spá hér, ađ lýđrćđiđ verđi ofan á viđ ákvarđanatöku í Berlín og dálćti Ţjóđverja, Deutsche Mark, sjái dagsins ljós ađ nýju.   

Mynt í skammarkrókiViđ ţessar ađstćđur líđur Alţingi Íslendinga s.k. félagshyggjustjórn, ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri-grćnna, ađ halda út í ađlögunarferli stjórnkerfis landsins ađ kröfum ESB á röngum forsendum međ miklum peningalegum útlátum úr ríkissjóđi, beinum og óbeinum. 

Ríkisstjórnin er í óleyfi viđ ţetta ferli vegna ţess, ađ reginmunur er á samningaviđrćđum, sem Alţingi samţykkti međ semingi 16. júlí 2009, svo ađ vćgt sé til orđa tekiđ, og ađlögunarferli.  Ţá var aldrei minnzt á ađlögun, heldur viđrćđur, jafnvel könnunarviđrćđur, međ ţađ ađ markmiđi ađ athuga, hvađ byđist í Brüssel.  Grátleg grautargerđ ţađ.  Gagnađilinn, ESB, hefur hins vegar ekki fariđ í launkofa međ eđli málsins og ađ í bođi vćri ađeins ein međ öllu, Evrópuhugsjón,stofnsáttmálar, lög og tilskipanir ESB, án nokkurra varanlegra undanţága.  

Ţví má svo bćta viđ ţessar hugleiđingar, ađ jafnvel ţótt undanţágur fengjust viđ lok ađlögunarferlisins, sem auđvitađ vćru ćtlađar sem agn fyrir ţing og ţjóđ, ţá yrđu ţćr haldlausar síđar meir, ef einhver ađildarţjóđanna mundi kćra ţćr til Evrópudómstólsins, sem dćmir jafnan stranglega eftir stofnsáttmálum ESB.  Ţar međ vćri fjöregg ţjóđarinnar dćmt í útlegđ til Brüssel, og Alţingi og ríkisstjórn í Reykjavík yrđu ađ lúta bođvaldi ţađan, t.d. varđandi nýtingu lands og sjávar.

Af ţessum sökum öllum leggst Alţingi međ eindćmum lágt nú ađ láta bjóđa sér framhald ţessa ólýđrćđislega ferlis, sem Samfylkingin keyrir nú fram af offorsi gegn vilja allra hinna stjórnmálaflokkanna.  Ţađ er skammarlegt út á viđ og slćm framkoma viđ ESB ađ halda ţví uppi á snakki af algjörri sýndarmennsku og bruđla ţannig međ fé skattborgaranna, sem í ţokkabót er tekiđ ađ láni.  Sannast ţar enn, ađ ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er siđlítil og ábyrgđarlaus.

Sigfusson, Steingrimur JŢađ virđist bera brýna nauđsyn til ađ auka veg Alţingis og sjálfstćđi gagnvart framkvćmdavaldinu.  Almennara má orđa ţetta svo, ađ gera ţurfi sérstakar ráđstafanir í Stjórnarskrá til eflingar ţrígreiningar ríkisvaldsins og til eflingar gagnkvćmu ađhaldi. 

Aukin valddreifing og gagnkvćmt ađhald allra ţriggja greina ríkisvaldsins er nauđsyn í okkar fámenna ţjóđfélagi, ţar sem tilhneiging er til valdsamţjöppunar, klíkuskapar og annarra meinsemda lítils kunningjasamfélags.  Ţá er alkunna, ađ stađa forsetaembćttisins er óljós og hálfutanveltu í fámennu íslenzku ţjóđfélagi. 

Til mótvćgis ţessum veikleikum og áhćttuţáttum mćtti slá tvćr flugur í einu höggi og sameina embćtti forseta lýđveldisins og forseta Alţingis.  Forseti Alţingis yrđi međ öđrum orđum kosinn beint af ţjóđinni samhliđa Alţingiskosningum og mundi viđ ţađ öđlast visst sjálfstćđi frá stjórnmálaflokkunum, og hann mundi veita Alţingi forystu um ađhald ađ ríkisstjórn, ţar sem ráđherrar gegndu ekki ţingmennsku og hann hefđi ekki atkvćđisrétt.  Til ađ lög öđluđust gildi yrđi forsetinn ađ undirrita ţau, og hann gćti synjađ lögum stađfestingar ţar til ţjóđin hefđi greitt um ţau atkvćđi.  Viđbótarleiđir til ađ framkalla ţjóđaratkvćđi vćru tilmćli 20 ţingmanna til forseta um slíkt, sem hann féllist á, eđa undirskriftir 20 % atkvćđisbćrra manna, sem skilmálalaust gćtu framkallađ ţjóđaratkvćđi. 

 

Til greina kemur ađ fćkka ţingmönnum um 14, ađ ráđherrarnir verđi 7 og ađ komiđ yrđi upp Stjórnlagadómstóli 7 manna.  Ţangađ yrđi hćgt ađ vísa til úrskurđar deilum um ţađ, hvort samningar ríkisstjórnar, lög ţingsins eđa dómar Hćstaréttar brytu í bága viđ Stjórnarskrá landsins. Forseti Alţingis og forseti Hćstaréttar mundu skipa ţessa 7 dómara.  Í Hćstarétt mundi Forseti Alţingis skipa ađ fengnum tillögum innanríkisráđherra og Hćstaréttar.   

Nýkjöriđ stjórnlagaţing ţarf ađ leggjast undir feld og velta fyrir sér fjölmörgum öđrum mikilvćgum málum, er varđa stjórnun ríkisins, kjördćmaskipan, kosningafyrirkomulag, og rétt minnihluta.  Eitt af ţessu er ađ móta reglur um međ hvađa hćtti Stjórnarskrá verđur breytt í framtíđinni.  Ţađ má hugsa sér, ađ frumkvćđiđ gćti komiđ frá forseta Alţingis eđa Alţingi, sem mundu senda tillögu Stjórnlagadómstóli til umsagnar og síđan ţjóđinni til stađfestingar eđa synjunar.   

Ţorvaldur GylfasonEitt er ţó víst, ađ núverandi Stjórnarskrá verđur ekki breytt međ öđrum reglum en ţeim, sem hún sjálf mćlir fyrir um.  Ţađ er ótrúleg hegđun ađ hálfu ţess stjórnlagaţingmanns, sem myndin hér til hliđar er af, ađ hreyta ţví í Alţingismenn, ađ ţeir skuli senda tillögur stjórnlagaţings óbreyttar og umsvifalaust í ţjóđaratkvćđagreiđslu.  Ţađ mega Alţingismenn ekki gera, ţví ađ Stjórnarskráin kveđur á um, ađ tvö Alţingi ţurfi til ađ samţykkja Stjórnarskrárbreytingu og Alţingiskosningar á milli.  Var ţetta alveg ótrúlegt frumhlaup ađ hálfu prófessorsins og lofar ekki góđu um framhaldiđ. 

Ţetta var međ eindćmum hrokafull hegđun í ljósi ţess, ađ líta má svo á, ađ meirihluti ţjóđarinnar sé á móti ţví ađ setja ţetta stjórnlagaţing á laggirnar nú, ţar sem hann hunzađi kosningarnar.  Úr ţví ađ stjórnlagaţing er nú samt ađ taka til starfa ber ađ brýna fyrir ţví auđmýkt gagnvart ţví mikilvćga starfi, sem fulltrúarnir 25 eru nú ađ takast á herđar, og ţađ verđur ađ vona, ađ lýđskrum víki fyrir íhygli og vönduđum vinnubrögđum.  Niđurstađan verđi innviđum lýđveldisins til eflingar ađ beztu manna yfirsýn.

         

   


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband