Vönduð fréttamennska af atvinnulífinu

Það er skoðun höfundar þessa vefpistils, að umfjöllun Morgunblaðsins, bæði vef- og ritmiðils, um viðskipti og atinnulíf, sé sú ítarlegasta og vandaðasta á Íslandi um þessar mundir. Þetta virðist stafa af því, að blaðamennirnir eru með fingurinn á þjóðarpúlsinum, og af góðri ritstjórn með heilbrigt fréttamat m.t.t. hagsmuna þjóðarinnar.  Fyrir lýðræðisþróun er gríðarlega mikilvægt, að mikilvægir atburðir, tilhneiging og þróun innan atvinnulífsins séu þar ekki innilokaðir og sótthreinsaðir, þar til einhver sprenging verður eða ráðamönnum þar þóknast að láta einhverja matreiðslu í té að eigin smekk.  Illmögulegt er þá fyrir almenning að mynda sér raunhæfa mynd af stöðu mála og þróun. 

 

Almenningur á Íslandi á allt undir velgengni atvinnuveganna komið, einnig ríkis- og bæjarstarfsmenn, því að hjá atvinnuvegunum, í raunhagkerfinu, verður öll verðmætasköpun þjóðfélagsins til, sem heimilin fá síðan væna sneið af, eina þá stærstu í hlutfalli og verðmætum talið um þessar mundir, og hið opinbera heggur síðan í, bæði hjá heimilunum og fyrirtækjunum.  Dæmi eru um skelfilega sóun verðmæta hjá hinu opinbera.  Hjá Sjúkratryggingum Íslands stingur í augun kerfisóreiða, sem hvetur til utanfarar sjúklinga í stað aðgerðar á einkareknum fyrsta flokks stofum fyrir 1/3 kostnaðar við utanförina.  Hjá Reykjavík er fjármálaóreiðan slík, að skuldirnar nema MISK 10 á hverja 4 manna fjölskyldu.  Þar mun óreiðan enda með ósköpum, verði ekki fljótlega gripið í taumana.  Borgarlína höfuðborgarsvæðisins er hugarfóstur, sem hentar engan veginn hér vegna mannfæðar, veðurfars og krafna almennings um lífsgæði.

Stefán E. Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, hefur látið sér annt um áliðnaðinn og flugstarfsemina og heyjað sér mikillar þekkingar á þessum sviðum.  Laugardaginn 27. júní 2020 birti hann Baksviðsfrétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni:

"Enn ber talsvert í milli".

Með greininni birtist mjög viðeigandi mynd af fyrsta hverfilshjóli Landsvirkjunar í Búrfelli, sem Landsvirkjun gaf ISAL við hátíðlegt tækifæri, þegar gott talsamband ríkti á milli fyrirtækjanna, sem yfirleitt var á tímabilinu 1966-2010.  Nú er öldin önnur, eins og Stefán flettir ofan af í téðri baksviðsfétt. Hún hófst þannig:

"Enn ber talsvert á milli í viðræðum Landsvirkjunar og Rio Tinto um endurmat á raforkuverði til verksmiðju síðarnefnda fyrirtækisins í Straumsvík.  Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 

Greint var frá því í Viðskipta-Mogganum á miðvikudag [24. júní 2020], að Rio Tinto hefði lýst yfir vilja til þess að auka framleiðslu sína í álverinu að nýju, en fyrirtækið hefur dregið talsvert úr framleiðslunni, það sem af er ári. Álverð hefur haldizt mjög lágt á heimsmarkaði síðustu mánuði, og flest bendir til þess, að ástandið muni haldast þannig á komandi mánuðum.  Verksmiðjan í Straumsvík var rekin með nærri mrdISK 14 tapi í fyrra [2019]."

Þarna er frásögnin af yfirstandandi samningaviðræðum um raforkusamning á milli fyrirtækjanna í véfréttastíl, enda kunna menn að leggja mismunandi mat á stöðu og horfur í flókinni stöðu.  Hitt dylst engum, að það mun ráða örlögum ISAL, hvort samningar nást eða ekki.  Rio Tinto hefur lýst yfir, að lengra verði ekki haldið á sömu tapsbraut og einnig, að náist viðunandi samningar, sé samstæðan tilbúin að nýta framleiðslugetu ISAL til fullnustu, sem er um 240 kt/ár af söluhæfu áli út úr steypuskála (m.v. aðkeypt ál um 25 kt/ár).  Þetta er að sjálfsögðu miðað við, að framlegð fyrirtækisins sé yfir 0.  Eftir verðlækkun helztu aðfanga gerist það sennilega við um 1700 USD/t, og þar sem viðbótar verð (premía) fyrir sérvöru hefur verið í lágmarki á þessu ári, er óvíst, að sú sér raunin enn, þótt álverð fikri sig nú í rétta átt.

  Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun virðist ekki tvínóna við það að standa yfir höfuðsvörðum þessarar áhættulausu gjaldeyriskýr á tímum, þegar þjóðfélagið hefur orðið fyrir mesta gjaldeyristapi sögunnar, einnig hlutfallslega.  Þetta ríkisfyrirtæki er utan gátta með núverandi forstjóra þar við völd, og þar verður að breyta þegar í stað um stefnu.  Fyrirtækið á ekki að vera hágróða fyrirtæki, heldur lággróða fyrirtæki, eins og F.D. Roosevelt mótaði sína "New Deal" stefnu um á 4. áratugi 20. aldarinnar í BNA.  Aðspurður um þetta, sagði hann: við tökum gróðann út á hinum endanum.  

Síðar í Baksviðsfréttinni skrifaði Stefán:

"Talsverð harka virðist hafa hlaupið í viðræðurnar, og heimildarmenn Morgunblaðsins herma, að stjórnendur Rio Tinto hafi kvartað undan meintri óbilgirni forstjóra Landsvirkjunar í viðræðunum.  Svo rammt hefur kveðið að þessari óánægju, að stjórnendur Rio Tinto hafa beint erindum sínum til stjórnar Landsvirkjunar í stað forstjóra, eins og hefð er fyrir í samskiptum milli fyrirtækjanna."

 

Hér er einstæður texti í sögunni.  Aldrei áður hefur frétzt af svo yfirþyrmandi samskiptavandræðum á milli stórs íslenzks ríkisfyrirtækis og eins af stærstu viðskiptavinunum, hvað þá, þegar í hlut á öflugur erlendur fjárfestir, sem ekki vílaði fyrir sér að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þegar mest reið á í kjölfar bankahrunsins 2008, með mrdISK 70 fjárfestingu (MUSD 500) í Straumsvík.  Rio Tinto hefur lýst yfir vantrausti á Herði Arnarsyni, og hann hefur brugðizt við með þvergirðingshætti og langlokuskrifum til æðstu manna áldeildar Rio Tinto.  Þetta er náttúrulega ekki hægt að líða.  Maðurinn er skaðvaldur fyrir erlendar framtíðarfjárfestingar í landinu og helzti Þrándur í Götu nýrra raforkusamninga við RT/ISAL.  Skyldi hann ekki þurfa hvíld frá miklum önnum ?

Niðurlag Baksviðsfréttarinnar var þannig:

"Endurskoðun rekstrarforsenda álversins töfðust vegna kórónuveirunnar, og Rio Tinto gat ekki staðið við fyrirheit um, að vinnu við hana myndi ljúka á fyrri hluta ársins.  Vinnan er þó komin í gang að nýju, og vænta má niðurstöðu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins síðar í sumar.  Fyrirtækið mun hafa lýst sig reiðubúið til þess að auka framleiðsluna að nýju, náist samningar um nýtt raforkuverð.  Að öðrum kosti komi enn til álita að loka verksmiðjunni, annaðhvort tímabundið, eins og eigendur PCC á Bakka hafa gert, eða til frambúðar."  

Rio Tinto vill helzt selja ISAL, en hefur ekki enn tekizt það.  Aðalástæðan er talin vera raforkusamningurinn við Landsvirkjun, en hann er í raun ávísun á tap verksmiðjunnar m.v. fyrirsjáanlegan álmarkað.  Þess vegna eru mestar líkur á lokun verksmiðjunnar, ef stjórnendur Landsvirkjunar þverskallast við að semja um samkeppnishæft raforkuverð.  Það yrði feiknarlegur fingurbrjótur og mikill ábyrgðarhluti.  Nauðsynlegt er, að forstjórinn og stjórn fyrirtækisins axli þá ábyrgð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónas Kristjánsson 12.6.2020:

"Ársreikningar eru ágæt heimild um fjármálastjórn. Séu ársreikningar Reykjavíkur, Garðabæjar og Seltjarnarness fyrir árið 2019 bornir saman kemur fram að liðurinn "skuldir og skuldbindingar" hefur hækkað frá árinu áður, 2018, um 54% hjá Seltjarnarnesi, 15% hjá Garðabæ en 4,8% hjá Reykjavík. cool

Eigið fé á íbúa á Seltjarnarnesi lækkaði um 20 þúsund krónur en hækkaði hjá Garðabæ um 5.800 krónur og í Reykjavík hækkaði eigið fé á íbúa um 10.400 krónur. Og þannig mætti lengi telja.

Reykjavík er ekki verr rekin en nágrannasveitarfélögin nema síður sé og Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið sem er rekið með tapi. Hvernig er það hægt? Þar hafa ekki verið neinar framkvæmdir í fjölda ára." cool

"Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind einsog klerkur á stól.

Konurnar skvetta úr koppum á tún.
Karlarnir vinda segl við hún.
Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
Duus kaupir af þeim málfiskinn."

Hvað er á Seltjarnarnesi?!

Nærri því ekki neitt.

Ekki einu sinni miðbær.

Einungis verslunarmiðstöð við bæjamörk Seltjarnarness og Reykjavíkur.

Þar var ekki einu sinni pláss fyrir nýja Bónusverslun, þannig að ný verslun var opnuð úti á Granda í Reykjavík í stað þeirrar sem lokað var á Seltjarnarnesi.

Hversu stór höfn er á Seltjarnarnesi og hversu miklu er landað þar?!

Höfnin í Kópavogi er meira að segja stærri.

Seltirningar sækja nær alla þjónustu og vinnu til Reykjavíkur og enginn framhaldsskóli, banki eða pósthús er á Nesinu. cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 09:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.2.2018:

Rúmlega þriðjungur landsmanna býr í Reykjavík og þeir hafa væntanlega valið það sjálfir. cool

Flestir sem starfa á höfuðborgasvæðinu vinna í Reykjavík og ekki er nú mikil atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi, þannig að Seltirningar sækja alls kyns atvinnu og þjónustu til Reykjavíkur.

Það er því auðvelt að hafa útsvarið lægra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík þar sem sífellt er verið að auka þjónustu og atvinnu fyrir þá sem búa á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Í Reykjavík búa einnig þúsundir manna sem ekki eiga þar lögheimili og þeim fjölgar sífellt, til að mynda erlendum ferðamönnum, erlendum starfsmönnum starfsmannaleiga og námsmönnum af landsbyggðinni.

Allir vita að sjálfsögðu að gríðarlega mikið hefur verið byggt í Reykjavík undanfarin ár, þúsundir íbúða og atvinnuhúsnæði, til að mynda hundruð hótela og gistiheimila.

Og vegna stóraukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli er einnig verið að byggja gríðarlega mikið í Reykjanesbæ, þar sem lóðir eru ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu en útsvarið hærra.

15.1.2018:

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 09:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með lögheimili á Seltjarnarnesi, samkvæmt Hagstofu Íslands:

Árið 2001: 4.673,

árið 2020: 4.726.

Þeim sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi hefur því fjölgað um 53 síðastliðna tvo áratugi, eða 0,01%. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2020: 131.136.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 19.592 síðastliðna tvo áratugi, eða 17,6%, rúmlega fjórum sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.025 um síðustu áramót. cool

Ef þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi ættu lögheimili í Reykjavík væru þeir einungis 3,6% þeirra sem þar ættu lögheimili.

Og nú vill þessi fámenni hópur stjórna því hvað er í miðbæ Reykjavíkur. cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 09:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um ágæti Borgarlínunnar, sem verður á öllu höfuðborgarsvæðinu en ekki einungis í Reykjavík.

Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ. cool

Reykvíkingar eru "einungis" um 56% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Kjalarness.

En nú telur Miðflokkurinn nær allt Alþingi og ríkisstjórnina, þar á meðal Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, vera klappstýrur borgarstjórans í Reykjavík. cool

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 09:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á rafskutlunni Bjarni brunar,
brosir allan hringinn,
frá Garðabæ sá skarfur skrunar,
skutlast svo
á þing inn.

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 09:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Akstur einkabíla er einungis lítill hluti umferðar í evrópskum borgum. cool

Langstærsti hluti umferðarinnar er akstur strætisvagna, sporvagna, jarðlesta, leigubifreiða, sendibíla, vörubifreiða og annarra flutningabíla, gangandi og hjólandi fólk.

Í evrópskum borgum fer fólk yfirleitt gangandi í næstu matvöruverslun, veitingahús, kaffihús, krá eða almenningsgarð, og börn, unglingar og háskólanemar fara gangandi, hjólandi eða með strætisvagni í skólann. cool

Ellilífeyrisþegar fara ekki lengur í vinnuna og í langflestum Evrópulöndum fær fólk ellilífeyri mörgum árum fyrr en hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 10:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, 20.7.2020 (í gær):

"Í brezkum og þýzkum fjölmiðlum eru vaxandi umræður um að ein af afleiðingum kórónuveirunnar verði sú, að heimavinna festist í sessi. Kannanir á meðal stjórnenda fyrirtækja og starfsmanna benda til þess, að vilji sé fyrir hendi, bæði hjá vinnuveitendum og starfsmönnum.

Í Bretlandi er rætt um að fyrirkomulagið gæti orðið það að starfsfólk komi einu sinni til tvisvar í viku á vinnustað en vinni að öðru leyti heima.

Í Þýzkalandi er rætt um að veita skattaívilnanir til þeirra, sem vinni heima og jafnvel að breyta lögum á þann veg að starfsfólk eigi rétt á því að stunda vinnu sína heima.

Fjarskiptakerfi nútímans gera þetta auðvelt og nú eru komin til sögunnar fjarfundakerfi, sem gera þetta enn auðveldara.

Verði heimavinna fastur þáttur í tilverunni geta áhrifin orðið margvísleg. Fyrirtækin þurfi ekki að leggja jafn mikið í húsnæði fyrir vinnustaðinn. Umferð vegna ferðar á vinnustað minnkar og kostnaður starfsmannsins þar með og svo mætti lengi telja. cool

Auðvitað á þetta ekki við um allar starfsgreinar. Fiskverkun verður ekki stunduð heima í stórum stíl. Heilbrigðisþjónusta ekki heldur.

En það er t.d. auðvelt að gera starfsfólki fjölmiðla kleift að vinna heima svo dæmi sé tekið. Það getur t.d. dregið verulega úr húsnæðiskostnaði lítilla netmiðla."

Þorsteinn Briem, 21.7.2020 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband