Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Glittir í ljóta afleiðingu af OP#1 og OP#2

Það hefur verið margsýnt fram á, hversu illa orkubálkalöggjöf Evrópusambandsins á við íslenzkar aðstæður.  Sú stefnumörkun að taka upp löggjöf Evrópusambandsins (ESB) á sviði raforkumála um EES-samninginn fyrir Ísland var röng og hefur dregið langan dilk á eftir sér.  ESB stefnir á einkavæðingu raforkuvinnslunnar, og ríkisafskipti af þeirri starfsemi eru bönnuð.  Þar af leiðandi var sú kvöð tekin af Landsvirkjun með raforkulögum 2003, sem reist voru á OP#1, að sjá landsmönnum jafnan fyrir nægu framboði af forgangsorku, bæði heimilum og fyrirtækjum.  Markaðurinn átti að sjá um þetta, en markaðsaðstæður á Íslandi eru þannig, að markaðurinn bregzt þessu hlutverki. Að innleiða hér markaðsstýrt viðskiptakerfi raforku mun óhjákvæmilega framkalla hér viðvarandi seljendamarkað og þar með talsverða raforkuverðhækkun, þótt engin verði aflsæstrengur til útlanda.  

Nú er komið í ljós, að hætta er á aflskorti í landinu frá 2022 og þar til virkjun, sem verulega munar um, kemst í gagnið, en engin slík er á döfinni.  Hér getur þannig orðið stórfellt samfélagslegt tjón í boði Alþingis og innleiðingar þess á löggjöf ESB á orkusviði. Hætt er við, að enn meira tjón verði hér eftir innleiðingu OP#3 og markaðsstýringar á raforkukerfinu í kjölfarið. Þetta stafar af því, að markaðsstýringin er ekki þess umkomin að tryggja bæði nægt afl og orku, enda útvega eldsneytismarkaðirnir orkuna í ESB.  Það vantar hér fjárhagslega hvata til að bæta við nýjum orkuverum, og það vantar samræmda orkulindastýringu fyrir allt landið, sem tekur mið af að viðhalda afhendingaröryggi raforku til allra neytenda í stað þess að hámarka tekjur hvers orkuvinnslufyrirtækis, eins og markaðsstýringin er hönnuð fyrir. Á meginlandi Evrópu lækkar orkuvinnslukostnaður fyrirtækis, sem bætir við nýju orkuveri. Það er vegna bættrar nýtni og meiri sjálfvirkni í nýjum orkuverum en gömlum.  Á Íslandi hækkar hins vegar orkuvinnslukostnaðurinn með nýrri virkjun vegna þess, að hagkvæmustu kostirnir hafa þegar verið virkjaðir.  

Ef/þegar embætti Landsreglara kemst á koppinn, sem fylgir samþykkt OP#3, þá mun hann koma hér á laggirnar orkukauphöll. Orkuvinnslufyrirtækin munu verðleggja raforkuna m.v. að hámarka tekjur sínar, alveg óháð því, hvort of lítil orka verður tiltæk (úr miðlunarlónunum) næstu vikurnar. Á Íslandi veldur markaðsstýring orkuvinnslunnar viðvarandi seljendamarkaði, sem alls staðar jafngildir háu verði. Orkustefna ESB, en orkupakkar ESB eru aðferð ESB við að innleiða orkustefnu sína í aðildarlöndunum, felur þess vegna í sér lífskjararýrnun fyrir íslenzka neytendur og verulega lakari samkeppnishæfni fyrirtækjanna, sem mun koma niður á þjóðartekjum og atvinnustigi í landinu, sjá minnisblað um OP#3 í viðhengi með þessum pistli. 

Landsreglarinn, væntanlegur hæstráðandi á landinu í raforkugeiranum, mun ekki taka í mál að gera eitthvert eða einhver fyrirtæki ábyrg fyrir nægu raforkuframboði.  Slíkt yrði brot á ætlunarverki yfirboðara hans hjá ESB um  einkavæðingu og frjálsan samkeppnismarkað á raforkuvinnslusviði.  Reyni íslenzk yfirvöld slíkt, mun Landsreglarinn óðara setja reglugerð til ógildingar slíkrar tilraunar rétt kjörinna yfirvalda landsins.  Þetta er eitt dæmi af mörgum um yfirþjóðlegt vald, sem hér verður leitt til öndvegis, ef Alþingi afléttir hinum stjórnskipulega fyrirvara af OP#3.  

Frétt Ásgeirs Ingvarssonar í Morgunblaðinu 8. júlí 2019,

"Aukin hætta á aflskorti" , hófst þannig:

"Samkvæmt nýrri skýrslu Landsnets er hætta á því, að á einhverjum tímapunkti árið 2022 verði framboð á raforku á Íslandi ekki nægilegt til að svara eftirspurn. ... Núna sýnir spáin, að árið 2022 fara líkur á aflskorti yfir viðmiðunarmörk og gæti leitt til þess, að á álagstímum þurfi að draga úr framboði á raforku á vissum svæðum eða til tiltekinna kaupenda."

Þann 12. júlí 2019 lét forstjóri RARIK opinberlega í ljós áhyggjur sínar af því, að ástandið væri í raun mun alvarlegra en Sverrir Jan Norðfjörð lætur þarna í ljós.  Miðað við tíðarfarið undanfarið og drjúga aukningu orkunotkunar þarf ekki að koma á óvart, að um er að ræða yfirvofandi hættu á orkuskorti strax næsta vetur samkvæmt Tryggva Þór Haraldssyni.  Aflskorturinn verður algerlega af mannavöldum, og það er hægt að skrifa hann með húð og hári á kostnað gildandi orkulöggjafar frá Evrópusambandinu (ESB) í landinu, þ.e. OP#2. 

Í því lagaumhverfi, sem orkumarkaðinum er búið á Íslandi, ræður hann ekki við viðfangsefnið, sem þessi löggjöf ætlast til af honum. Hann ræður ekki einu sinni við að koma í veg fyrir aflskort, sem er þó hlutverk markaðsstýringar raforkukerfisins í EAB, en þar sjá hins vegar eldsneytismarkaðirnir um að sjá fyrir nægri orku.  Innleiðing OP#3 getur hæglega leitt til öngþveitis á íslenzka orkumarkaðinum.  Það verður farið úr öskunni í eldinn.  

Í stað þess að fela í sér neytendavernd, eins og stuðningsmenn þessarar Evrópulöggjafar hampa í tíma og ótíma án þess að vita, hvað þeir eru að tala um, þá verður þessi ESB-löggjöf að martröð íslenzka raforkunotandans, sem verður sviptur aðgengi að "vörunni", sem er afkomu hans lífsnauðsynleg, rafmagninu.  Þetta sýnir, að á eyju, eins og Íslandi, sem er rafmagnslega ótengd við umheiminn, gengur það ekki upp að skilgreina rafmagn sem vöru, enda er ekki hægt að skila keyptu rafmagni, eins og hægt er með vörur.  

Rafmagn á að vera þáttur í grunnþjónustu samfélagsins við íbúana og þar með fyrirtækin, sem þeir lifa á. Þar af leiðandi þarf að koma hér á samræmdri orkulindastýringu, sbr viðhengið.  Á Íslandi eru yfir 90 % innviðanna, sem þarf til að framleiða, flytja og dreifa þessari grunnþjónustu, í eigu hins opinbera.  Valið stendur nú um að einkavæða raforkuvinnsluna með því að samþykkja OP#3 og OP#4 og búa til seljendamarkað fyrir raforku eða að hafna OP#3 og leita samninga við ESB á vettvangi Sameiginlegu EES-nefndarinnar um nauðsynlegar undanþágur frá OP#3, sem m.a. feli í sér leyfi til samræmdrar orkulindastýringar og raunverulegt vald Orkustofnunar til að hafna umsókn um sæstreng og vald Alþingis til að banna undirbúning sæstrengs hérlendis (hjá Landsneti).  Þetta er val á milli missis forræðis orkulindanna með óheftri markaðshyggju innan EES og dálítillar forræðishyggju á þessu lífsnauðsynlega sviði landsmanna.  Það þýðir ekki lengur að berja hausnum við steininn.  Orkupakki#2 veldur stórtjóni á Íslandi, og OP#3 mun valda enn meira tjóni, sem við sjáum ekki fyrir endann á.  Iðnaðarráðherra verður að hætta stuðningi sínum við OP#3.  Að öðrum kosti axlar hún sem ráðherra orkumála fulla pólitíska ábyrgð af tugmilljarða ISK tjóni af völdum yfirvofandi afl- og orkuskorts.  

Það er ekki nóg með, að orkustefna stjórnvalda, sem er orkustefna ESB, hafi beðið skipbrot, heldur hefur "loftslagsstefnan" strandað líka og markmið um orkuskipti rokið út í veður og vind, því að þau voru alfarið reist á hugmyndinni um nægt afl og orku, þ.m.t. næga ótryggða orku í flestum árum.  Þetta kemur fram í tilvitnuðu viðtali við Sverri Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóra þróunar- og tæknisviðs Landsnets:

"Skýrslan skoðar raforkujöfnuð landsins í heild sinni, og segir Sverrir erfitt að segja til um, hvar í dreifikerfinu séu mestar líkur á, að vandinn komi fram, en væntanlega yrði brugðizt við með því að draga úr framboði á rafmagni til notenda, sem þegar eru skilgreindir sem skerðanlegir.  Væru það t.d. fiskvinnslur, sem nota rafmagn til fiskbræðslu, og hitaveitur.  "Þessir kaupendur geta í sumum tilvikum brugðizt við með því t.d. að nota olíu á meðan vöntun er á raforku.""

  

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjar yfirþjóðlegar stofnanir samkvæmt OP#4

Það er deginum ljósara, að Evrópusambandið hefur komið sér upp lagalegri spennitreyju um aðildarlöndin með síðustu orkupökkum, OP#3 og OP#4.  Enn er ekkert handfast um OP#5.  Ein af áhrifameiri nýjungunum í OP#4 er stofnun svæðisbundinna samhæfingarmiðstöðva, eins og nú skal greina.

Samkvæmt rafmagnstilskipun OP#4, gr. 62, verður komið á laggirnar fáeinum samhæfingarmiðstöðvum innan ESB fyrir rafmagnsflutningakerfi hvers svæðis með eigin stjórn fyrir hverja miðstöð.  Í OP#4 er þetta fyrirbrigði kallað "Regional Coordination Centre - RCC".

  • Landsreglarinn er skyldugur að taka þátt í þessari starfsemi á sínu svæði og samþykkja stofnun RCC með þeirri auknu kerfismiðstýringu og kostnaði fyrir Landsnet, sem hún hefur í för með sér.
  • Kostnaðinum af RCC er skipt á milli orkuflutningsfyrirtækjanna og er greiddur af notendum innanlands með hækkun gjaldskráa.  Hvernig skiptingin verður er enn óákveðið.  Verði skipt eftir orkunotkun innanlands, mun RCC leggjast kostnaðarlega tiltölulega þyngst á Íslendinga.  
  • Stjórn RCC ákveður, hvernig kosningafyrirkomulag við ákvarðanir verður viðhaft, þ.e. hvort einhvers konar vigtun fer fram.
  • Stjórn RCC getur sjálf lagt til við ACER aukin völd sér til handa gagnvart aðildarlöndum á svæðinu.  Svæðismiðstöðvarnar, RCC, gætu þróazt í kerfisstjórnstöðvar, sem yfirtaki kerfisstjórnir aðildarlandanna.  
  • RCC skal tryggja, að löggjöf ESB sé framfylgt, sérstaklega um millilandatengingar.
Hér er enn bætt í yfirbygginguna til að efla völd ESB yfir raforkuflutningum.  Þetta kostar sitt, og sá kostnaður lendir á almenningi án þess, að almenningur fái nokkuð í staðinn.  Hálaunaðar silkihúfur, sem éta úr lófa ESB, munu trúar og tryggar vinna að því að draga öll völd, þ.á.m. kerfisstjórn raforkuflutninga í einstökum löndum, í hendur ESB/RCC.  Það er mjög varhugaverð þróun fyrir eyjarskeggja langt norður í hafi.
 
ÞAÐ VERÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB AÐ ÁKVARÐA REGLUR UM ORKUFLUTNINGA MILLILANDATENGINGANNA, EKKI LANDSNETS EÐA ÍSLENZKRA YFIRVALDA.
 
Með útgáfu netskilmála og reglna stjórnar Framkvæmdastjórnin orkuflutningunum í smáatriðum með ACER, bæði innanlands og á milli landa.  Slíkt verður ekki á hendi kerfisstjórans Landsnets, eins og þó væri eðlilegast.  Með öðrum orðum er það raforkumarkaðurinn og ekki þjóðarhagsmunir, sem eiga að ráða ferðinni.  Þetta er stórhættulegt fyrir Íslendinga og getur hæglega leitt til ofnýtingar gufuforðabúra og tæmingar lóna löngu áður en að leysingum kemur.  Þetta er svo veigamikið afsal valds úr landinu til yfirþjóðlegrar stofnar, að er hrein frágangssök, sem varpar ljósi á nauðsyn þess að koma í veg fyrir gildistöku undanfarans, OP#3.
 
Samkvæmt rafmagnstilskipun OP#4, gr. 63, ber ACER að kveða upp úrskurð, ef netskilmálum eða netreglum ekki er hlýtt.  Sé ekki farið eftir úrskurðinum innan 4 mánaða, er send skýrsla um málið til framkvæmdastjórnar ESB.  Hún getur látið afturkalla úrskurð ACER, eða hún getur staðfest hann og áréttað viðlagða rafsingu.  Landsreglarinn fær tvo mánuði til að framfylgja úrskurðinum.  
Það stendur hvergi í þessari tilskipun, hvað gerist, ef Ísland fer ekki eftir úrskurðinum.  Það er ekki undarlegt.  Ef þessi endurskoðaða rafmagnstilskipun verður samþykkt í Sameiginlegu EES-nefndinni og í þjóðþingum EFTA-landanna þriggja, þá verður hún að landslögum.  Landsreglarinn mun fyrst kæra brotið fyrir Héraðsdómi, sem mun dæma eftir lögunum, og telji ESB/ESA það ekki hafa gerzt í Landsrétti heldur í anda Evrópuréttar, þá dæmir EFTA-dómstóllinn eftir þessum Evrópurétti að lokum.
 
ESB HEFUR AFSKIPTI AF LEYFISVEITINGUM FYRIR NÝ VIND- OG VATNSORKUVER
 
Í raforkutilskipun OP#4, gr. 8, eru settar fram nákvæmar reglur um leyfisveitingar vegna nýrra vind- og vatnsorkuvera.  Þær skulu m.a. taka tillit til ætlaðs framlags þessara virkjana til markmiða ESB um hlutdeild virkjana endurnýjanlegrar orku á sameiginlegum raforkumarkaði ESB.  Sjá menn ekki skriftina á veggnum ? 
Það verður mjög erfitt eða ógjörningur að standa gegn flestum hagkvæmum virkjanakostum á Íslandi. 
Með samþykkt orkupakka #4 verður þessi hugmyndafræði lagalega ríkjandi á Íslandi. 
Hvernig ætla umhverfisverndarsinnar að hindra það, að rannsóknarleyfi verði veitt til hagkvæmra virkjana í bið- og verndarflokki Rammaáætlunar
Ætla þeir að leggja hald sitt og traust á fyrirvarann í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um bann Alþingis við millilandatengingum ?  Þar er ekki á vísan að róa, sbr EES-samninginn gr. 7.
Það eru aðrar leiðir til að flytja orkuna utan, t.d. vetnisframleiðsla, sem líklega verður arðvænleg strax á næsta ári. 
Á að treysta skessunum fyrir fjöregginu eða á að anda með nefinu og senda OP#3 aftur til Sameiginlegu EES-nefndarinnar til alvarlegra samningaviðræðna ?
 
Samkvæmt rafmagnstilskipun OP#4, gr. 42, verður Landsneti gert skylt að tengja ný vind- og vatnsorkuver og væntanlega jarðgufuver einnig inn á flutningskerfi raforku án þess að virkjunarfyrirtækið þurfi að borga aukakostnað vegna vegalengdar eða annars, eins og nú er krafizt í skilmálum Landsnets.  Þetta er mikið hagsmunamál fyrir virkjunarfyrirtæki á Íslandi, sem þá verða ekki lengur bundin af nálægð við t.d. Byggðalínu eða, að á lausu sé tengistaður í aðveitustöð Landsnets. Kostnaður virkjunarfyrirtækis verður fastur.  Auðvitað mun þetta fyrirkomulag leiða til hækkunar á gjaldskrá Landsnets fyrir almenna notendur; "there is no free lunch in this world of ours".  Þetta mun vonandi leiða til aukins framboðs raforku og aukins afhendingaröryggis, en mun orkuverðið lækka í kjölfarið (án sæstrengs).  Það mun reynslan leiða í ljós, ef þingmenn gína við þessu.
Annex ACER á Íslandi, Landsreglarinn, mun annast stjórnun þessara tengimálefna og samþykkt viðkomandi reglna.  
Dettifoss 
 
 
 
 
 
    
 
 
 
 
 

 


Innlend afskipti af verðlagningu rafmagns bönnuð í OP#4

Yfirlýst hlutverk orkupakka #3-4 er myndun sameiginlegs markaðar rafmagns í Evrópu.  Nú eru nokkrir svæðisbundnir raforkumarkaðir þar, og er einn slíkur fyrir norðanverða Evrópu, NordPool.  Innri markaðurinn hefur þegar leitt til mikillar jöfnunar á raforkuverði, þar sem raforkuverð til heimila og iðnaðar á Norðurlöndunum hefur hækkað mjög sem hlutfall af meðalverði í Evrópu, en lækkað t.d. í Austurríki, Þýzkalandi, Belgíu og Frakklandi.  Þessi þróun hefur að sama skapi leitt til breyttrar samkeppnisstöðu, atvinnustigs og lífskjara í þessum löndum, jaðarsvæðunum á Norðurlöndum í óhag, en þungamiðju framleiðslu í Evrópu í hag, enda kerfið hannað með það fyrir augum. Orkan er alls staðar undirstaða nútímaþjóðfélags. Ætlum við að ganga í þessa gildru stórkapítals og stjórnenda Evrópusambandsins ? Augljóslega er það keppikefli ESB-sinna.

Ísland er mjög háð raforku vegna atvinnuhátta, iðnaðarins og hnattlegu landsins.  Talsverður hluti hitunarkostnaðar húsnæðis er raforkukostnaður, einnig á hitaveitusvæðum, því að hitaveitur þurfa talsverða raforku til að dæla miklu vatni.  Raforkuverðhækkun á Íslandi er þess vegna stórmál og mjög neikvæð fyrir allt þjóðfélagið, og það er algerlega ótækt, að stjórnun verðlagningar á raforku í landinu verði í höndum embættis, sem er algerlega utan seilingar lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsmanna.  Þar er átt við Landsreglarann (The National Energy Regulator), sem starfa mun hér undir stjórn og á ábyrgð ACER-Orkustofnunar ESB, þótt ESA-Eftirlitsstofnun EFTA fái fyrir siðasakir að afrita og hafa milligöngu um afhendingu gagna til og frá ACER.

Í OP#4, gr. 59.3, er eftirfarandi tekið fram um valdsvið Landsreglarans:

  • hann skal taka bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki
  • hann skal taka ákvarðanir, sem tryggja, að raforkumarkaðurinn virki, eins og ætlazt er til
  • hann skal leggja sektir á raforkufyrirtæki, sem ekki fara eftir rafmagnstilskipuninni, ákvörðunum Landsreglarans eða samþykktum ACER.  [Allt er þetta ótækt með öllu fyrir þjóð, sem ekki vill ganga ESB á hönd-innsk. BJo].  

Landsreglarinn á að taka þátt í fundum ACER, en EFTA-löndin verða þar án atkvæðisréttar.  Auk þess skal hann taka þátt í svæðisbundnu samstarfi til að:

  • tryggja næga flutningsgetu á milli landa
  • samræma þróun á flutnings- og dreifikerfisskilmálum og öðrum reglum
  • Landsreglarinn getur stundað svæðisbundið samstarf óháð íslenzkum yfirvöldum.  [Hann verður ríki í ríkinu - innsk. BJo].
Framkvæmdastjórn ESB á að samþykkja viðmiðunarreglur um skyldur Landsreglara til samstarfs við aðra hagsmunaaðila og við ACER. Íslenzk yfirvöld koma þar hvergi nærri.  Er þeim alveg sama ?  Eru stjórnvöld tilbúin til að afhenda völdin í orkugeiranum til ESB ?  Þá er í lýðræðisþjóðfélagi kominn tími til að segja þeim sömu þingmönnum og stjórnvöldum upp störfum.  
 
 
ESB VILL ENGIN AFSKIPTI INNLENDRA KJÖRINNA YFIRVALDA AF VERÐLAGNINGU RAFORKU.
 
Margir hafa af því áhyggjur, að sú valdatilfærsla frá lýðkjörnum fulltrúum og til embættismanna Evrópusambandsins, sem hér hefur verið lýst, muni leiða til þess, að við með tíð og tíma fáum hér evrópskt raforkuverð.  Á Íslandi, sem er hákostnaðarland á flestum öðrum sviðum en á sviði innlendrar orku, verða raforkuverðhækkanir sérstaklega íþyngjandi fyrir bæði heimili og atvinnulíf af þeim sökum, að hvergi í heiminum er raforkunotkun á mann meiri en hér.  Heimilin nota mikla orku vegna legu landsins.  Sumt húsnæði er rafhitað, og ríkissjórn og Alþingi munu enga heimild hafa lengur til að niðurgreiða raforkuverð.  Hitaveitukostnaður mun hækka líka, því að hitaveitur þurfa talsvert rafmagn til dælingar.
Lífskjör fjölskyldna og samkeppnisstaða fyrirtækja mun fyrirsjáanlega hríðversna við raforkuverðhækkun.  Undirstöðunum verður kippt undan ýmiss konar starfsemi. Tal um mótvægisaðgerðir að hálfu ríkisins er tómt píp, tíðkast hvergi, enda óleyfilegar að Evrópurétti.
 
 
Í gr. 5.4 (í rafmagnstilskipun OP#4) segir, að hið opinbera megi aðeins hafa afskipti af verðlagningu raforkunnar, ef það er nauðsynlegt fyrir "general economic interest".  Hvað  almennir efnahagshagsmunir eru, ákveður ekki íslenzka ríkisstjórnin í þessu tilviki, heldur Evrópusambandið.  Það þarf ekki að búast við samþykki frá Brüssel fyrir niðurgreiðslum til "kaldra svæða" eða t.d. gróðurhúsabænda.  Þetta stjórnunarfyrirkomulag er fjandsamlegt Íslendingum og afturhvarf til nýlendutímans, þegar vísa varð málum til "kóngsins" til ákvörðunar.  Fyrirkomulag af þessu tagi er algerlega óásættanlegt fyrir Íslendinga nútímans.  Þess vegna ber að stöðva þessa stórhættulegu vegferð við afgreiðslu Orkupakka #3.  Það verður enginn friður í landinu um aðra úrlausn.   

 Hjálparfoss 20.07.2011

 

 

 


Bréf frá ESA

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, sendi þann 30. apríl 2019 bréf til norska olíu- og orkuráðuneytisins undir fyrirsögninni: "Request for information concerning the the award and renewal of hydropower authorizations in Norway" eða "Krafa um upplýsingar varðandi úthlutun og endurnýjun vatnsvirkjanaleyfa í Noregi".  Þessi upplýsingakrafa er reist á þjónustutilskipun nr 2006/123/EB. 

Það er augljóst, hvað er í uppsiglingu gagnvart Norðmönnum að hálfu ACER/ESA, og tímasetningin er athygliverð.  Frá útgáfu þjónustutilskipunarinnar eru 13 ár, en fyrst núna, rúmlega ári eftir, að Stórþingið aflétti hinum stjórnskipulega fyrirvara af Orkupakka #3, OP#3, treður ESA sama slóða og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, tróð fyrir nokkrum árum gagnvart 8 aðildarlöndum ESB, þ.á.m. Frakklandi, þar sem svipað háttar til með markaðshlutdeild stórs orkufyrirtækis í ríkiseigu, EdF, og íslenzku Landsvirkjunar.  Því máli virðist ætla að ljúka þannig, að EdF selji vatnsvirkjanir sínar, en eftir standa þá kjarnorkuverin og annars konar orkuver.  

´I Noregi eru virkjanaleyfi veitt ótímabundin og án uppboðs eða tilboðsbeiðna, þannig að í raun er veittur aðgangur að takmarkaðri auðlind gegn gjaldi, sem enginn veit, hvort er markaðsverð. Þetta kallar sumir ógagnsæi, en aðferðin er einföld og ætluð til að lágmarka kostnað, sem á endanum lendir á raforkunotendum.

Þetta er  hins vegar andstætt þjónustutilskipuninni og EES-samninginum og þess vegna augljóst, að niðurstaðan verður sú, að gömul og ný virkjanaleyfi verða sett á EES-markaðinn með einum eða öðrum hætti.  Nákvæmlega hið sama mun gerast á Íslandi.  Virkjanaleyfin í Þjórsá og í Tungnaá, sem ríkið öðlaðist frá Títanfélaginu og lét verða stofnframlag sitt til Landsvirkjunar 1965, munu verða einkavædd, ef ESA/ESB fá vilja sínum framgengt og þróun mála verður að þessu leyti með sama hætti í EFTA-löndunum og í ESB-löndunum. Þessu verður erfitt að standa gegn, eins og það er erfitt að verjast úrskurði ESA og dómi EFTA-dómstólsins um varnir Alþingis frá 2009 gegn dýra- og mannasjúkdómu, t.d. fjölónæmum sýklum í innfluttu kjöti.   

Þessi þróun mála hlýtur að leiða til raforkuverðshækkunar, því að hæstbjóðandi, sem virkjunarleyfið hreppir til tiltölulega skamms tíma í senn, hlýtur að vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð, og það mun á endanum koma niður á raforkunotandanum. Sá, sem á virkjanaleyfið, hefur töglin og hagldirnar varðandi rekstur viðkomandi virkjunar, hver sem eigandi hennar er.  Með þessu móti geta erlend orkufyrirtæki náð kverkataki á virkjunareigandanum og ráðstöfun hans á orkunni.  Þar kemur einmitt Orkupakki #3 til skjalanna, því að honum er ætlað að breyta litlum innanlandsmarkaði í risavaxinn innri markað ESB. 

Þetta ferli er eins ólýðræðislegt og hugsazt getur, og það er ekki nokkur leið fyrir almenna raforkunotendur á Íslandi, sem jafnframt eru eigendur þessara virkjana og virkjanaleyfa, að sætta sig við, að þessi þessi kaupahéðnastefna sé innleidd á Íslandi með virkjanaleyfi, án þess að stefnumótandi ákvörðun um slíkt sé tekin í nokkrum stjórnmálaflokki, hvað þá á Alþingi.  Þetta er forsmekkurinn að því, sem búast má við eftir innleiðingu OP#3 hér, þótt hann komi ekki beinlínis við sögu í þessu máli. Umrætt bréf ESA er að finna í viðhengi með þessum vefpistli. Svipað bréf var sent íslenzkum yfirvöldum fyrir nokkrum árum, en það er meðhöndlað af íslenzka stjórnkerfinu, eins og því er lagið, með því að stinga hausnum í sandinn.

Í Noregi var það almennt og óumdeilt sjónarmið, að með því að aflétta hinum stjórnskipulega fyrirvara af OP#3 væri Stórþingið að samþætta norska raforkukerfið rækilega við raforkukerfi ESB-landanna og að undirgangast fyrir hönd Noregs þá tækni- og viðskiptaskilmála, sem gilda á hinum sameiginlega ESB-raforku- og gasmarkaði, sem t.d. eru útlistaðir í reglugerð #713/2009 í OP#3.  Hérlendis er hins vegar þrætt fyrir, að nokkuð slíkt eigi sér stað hér og beitt við það "lofsverðum blekkingum" að mati fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi áhrifamanns í Viðreisn.  

Það er skákað í því skjólinu, að engin millilandatenging sé enn við íslenzka raforkukerfið og boðuð lagasetning, sem bannar undirbúning að sæstreng hérlendis að hálfu Landsnets án samþykkis Alþingis.  Þetta eru Pótemkíntjöld og gagnslaus fyrirætlun, því að Evrópurétturinn hefur forgang umfram hinn íslenzka, þegar ágreiningur verður, og hann getur orðið strax eftir innleiðingu OP#3 og uppsetningu þessarar "Maginot-línu".  Aðferðin brýtur nefnilega í bága við sjálfan EES-samninginn, grein 7. Það er ekki nóg að fá pólitískar yfirlýsingar frá orkukommissar ESB á förum og tveimur EFTA-fulltrúum í Sameiginlegu EES-nefndinni, því að hagsmunaaðilar geta kært þann galla við innleiðingu OP#3, að hún sé gerð óvirk að hluta með banni Alþingis við lagningu aflsæstrengs til Íslands.  Hvers vegna halda menn, að norska ríkisstjórnin hafi enn ekki sett umsamda fyrirvara stjórnar og stjórnarandstöðu við OP#3 í lagabúning til framlagningar í Stórþinginu, eins ríkisstjórnin lofaði áður en Stórþingið samþykkti OP#3.  Það ætti að verða fyrirvarafólkinu á Alþingi alvarlegt umhugsunarefni, og kannski þá færi að tíra á tíkarrófunni.  Jafnvel sameignarsinninn í stóli forsætisráðherra skilur ekki afleiðingar markaðsvæðingar raforkugeirans, sem ESB stefnir leynt og ljóst að. Það gæti orðið pólitískt dýrkeypt.

Fyrirtækið Atlantic Superconnection, sem lýst hefur áformum sínum um að framleiða aflsæstreng á NA-Englandi og leggja hann til Íslands, bíður áreiðanlega eftir því, að Evrópurétturinn taki yfir málefni millilandatenginga rafmagns við Ísland. Ef íslenzk stjórnvöld sýna þvermóðsku gagnvart þessu verkefni eftir að hafa beitt sér fyrir innleiðingu OP#3, þá má vissulega búast við kærumálum fyrir EFTA-dómstólinum (brotamál vegna EES-samningsins) og kröfugerð fyrir íslenzkum dómstólum um skaðabætur á hendur íslenzka ríkinu fyrir óþarfa tafir á að hefja ábátasöm viðskipti.  Alþingi er augljóslega að skapa mikla réttaróvissu, ef það afléttir hinum stjórnskipulega fyrirvara af OP#3.  Það er heilt lögfræðingastóð á Alþingi, sem ætlar að standa að þessu, og eru þó lagasérfræðingarnir Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson búnir að vara við þessari hættu í álitsgerð sinni frá 19. marz 2019.  Hvers vegna er allt þetta fólk stungið líkþorni ?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Handhafi sannleikans um þróun raforkuverðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra m.m., ritar pistil um þróun raforkuverðs á "Vettvangi" Morgunblaðsins 21.04.2019, sem útheimtir athugasemdir.  Hún nefnir pistil sinn:

"Staðreyndir um raforkuverð",

eins og hún sé handhafi sannleikans í þeim efnum, en eftir lestur pistilsins er ekki hægt að fallast á það. Því fer reyndar fjarri, enda rökin sama og engin. 

Ráðherrann hóf pistilinn með nokkuð háreistum hætti, eins og þreyttur kennari, sem talar til tornæmra  nemenda sinna, en góður kennari myndi síðan ekki slengja fram getgátum í fullyrðingastíl án rökstuðnings, eins og iðnaðarráðherra gerir sig seka um. Það, sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. 

Lítum á upphafið:

(1) "Í opinberri umræðu er æskilegt að greina á milli staðreynda og skoðana.  Það er bæði heilbrigt og eðlilegt, að menn séu ósammála og deili um mál með sannfæringu - og staðreyndir að vopni."

(2) "Fullyrðingar um, að raforkuverð hafi hækkað á Íslandi vegna upptöku fyrsta og annars orkupakka ESB og muni hækka enn frekar við upptöku þriðja orkupakkans, eiga ekki við rök að styðjast."

(3) "Þaðan af síður er stoð fyrir fullyrðingum í þá veru, að óheimilt verði að niðurgreiða húshitunarkostnað eða jafna dreifikostnað raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis.  Slíkar ákvarðanir hafa frá 2002 verið í höndum Alþingis og munu verða þa[r] áfram."

Um (1): Ráðherrann er ekki sterk á svellinu við að fylgja þessum ágætu ráðum kennarans.  Hún hefur t.d. ekki fært neitt til umræðunnar um Þriðja orkupakkann (OP#3) annað en hann sé beint framhald OP#2, og þess vegna sé ekkert áhorfsmál að samþykkja hann.  Þetta er efnislega kolrangt, nema 3 koma á eftir 2 í talnaröðinni, en það lærðum við mörg 5-6 ára.  Það eru 3 meginbreytingar í OP#3 frá OP#2. 

Í fyrsta lagi verður með OP#3 gert að skyldu að innleiða markaðskerfi að hætti ESB með frjálsri samkeppni á heildsölu- og smásölumarkaði með rafmagn, en það er valfrjálst núna. Ef ráðherrann heyrir minnzt á frjálsa samkeppni, veðrast hún öll upp, einnig nú, þegar rafmagn á í hlut.  Hún hefur fallið fyrir skilgreiningu ESB á rafmagni sem vöru, en höfundur þessa pistils er þar á öndverðum meiði við hana. Rafmagn á ekki að fjalla um sem vöru, heldur hérlendis sem orkuafurð náttúruauðlinda Íslands, sem nýta ber landsmönnum um allt land til hagsbóta.  Eru vinstri grænir ekki sammála þessari norrænu skilgreiningu, eða eru þeir gengnir í björg ESB, þar sem búrókratar og auðjöfrar hafa fallizt í faðma ?  Öðru vísi mér áður brá. 

Þetta þýðir, að heimili, atvinnurekstur opinberir aðilar og aðrir hérlendis fái orkuna á lágmarksverði, þ.e. m.v. tiltölulega lága ávöxtunarkröfu af fjárfestingunum í samanburði við fjárfestingar almennt.  Þetta má réttlæta með langri endingu mannvirkja og lítilli áhættu fjárfesta. 

Ráðherrann virðist engan gaum hafa gefið að aðvörunarorðum á þessu vefsetri og víðar við því, að hún sé að leiða tíðari orkuskort og hærra raforkuverð yfir landsmenn, af því að íslenzka orkukerfið er í grundvallaratriðum öðruvísi en orkukerfi ESB. Það er gösslazt áfram án nokkurrar frambærilegrar áhættugreiningar og haldið dauðahaldi í lögfræðilegar greinargerðir, sem ekki bera með sér djúpstæða þekkingu á þeirri lögfræði, sem máli skiptir í þessu sambandi, Evrópuréttinum.  

Í öðru lagi fjallar OP#3 um millilandaviðskipti með raforku, en OP#2 fjallar um innanlandsviðskipti með raforku.  Á þessu tvennu er grundvallarmunur.  Það er tóm vitleysa ráðherrans og sumra annarra lögfræðinga, að ákvæðin um millilandatengingar gildi hreinlega ekki hérlendis, af því að þær eru ekki enn fyrir hendi.  Í Álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más kemur þvert á móti fram, að líta verður á gildissvið gerða og tilskipana OP#3, eins og sæstrengur muni verða lagður til Íslands. 

Þetta viðurkennir iðnaðarráðherra í verki með því að setja fyrirvara í þingsályktun sína um, að sæstrengur verði ekki lagður án leyfis Alþingis.  Þessi fyrirvari er þó hreint píp, þegar búið er að aflétta hinum stjórnskipulega fyrirvara af öllum OP#3, eins og rökstutt er í umsögn til atvinnuveganefndar í viðhengi með þessari vefgrein.

Þriðji reginmunurinn á OP#2 og OP#3 er, að í hinum síðar nefnda er stofnað til embættis Landsreglara á Íslandi, sem starfar á snærum ACER, Orkustofnunar ESB, með ESA sem afritandi millilið fyrir formsins sakir, svo að formsins fólk geti skýlt sér á bak við "tveggja stoða kerfið".  Íslenzk stjórnvöld mega þó engin önnur afskipti hafa af þessum Landsreglara en að leggja honum til fé af fjárlögum, og af fjárlögum á einnig að renna fé til ACER. 

Iðnaðarráðherra ætlar að breyta embætti Orkumálastjóra í bastarð með því að láta hann gegna embætti Landsreglara ásamt öðrum skyldum, sem verða áfram undir yfirstjórn ráðherra.  Þetta er skelfilegt fyrirkomulag, sem er til þess fallið að hámarka hér völd Landsreglara í stað þess að lágmarka þau, eins og Norðmenn samþykktu að gera með því að að stofna embætti Landsreglara utan við NVE, norsku orkustofnunina.  

Iðnaðarráðherra hefur þannig efnislega ekkert til síns máls, þegar hún staðhæfir, að ekkert áhorfsmál sé að samþykkja OP#3, af því að hann sé beint framhald af OP#2.  Hvers vegna rignir upp í nefið á henni, þegar OP#3 er annars vegar ?

Um (2): Ráðherranum er mikið í mun að sýna fram á, að innleiðing OP#1 með nýjum raforkulögum árið 2003 hafi leitt til lækkunar á kostnaði neytenda.  Aðferð hennar við þetta er þó algerlega ótæk, því að hún notar einvörðungu um 45 % heildarkostnaðar án VSK, sem er orkuhlutinn.  Það, sem skiptir neytendur máli, er summan af orkuverðinu, flutningsgjaldinu, dreifingargjaldinu og jöfnunarkostnaðinum auk virðisaukaskattsins, sem nú er 24,0 %.  Jafnvel þessi þröngi samanburður, sem ráðherrann hefur valið, sýnir engan árangur á mælikvarða ráðherrans sjálfs, sem hún gerir grein fyrir seinna pistlinum: 

"Í skýrslu EFLU kemur fram, að tekizt hafi að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu raforku og að fyrirtækjum, sem keppi á þeim markaði, fari fjölgandi.  Verð á raforku í smásölu hafi farið lækkandi eftir setningu raforkulaga, hafi síðan hækkað að nýju og sé nú svipað að raunvirði og það var fyrst eftir skipulagsbreytingarnar." 

Þótt litið sé framhjá þessum annmarka við aðferðarfræði ráðherrans, þá getur hún aldrei sannað eitt eða neitt með þessu móti um það, hvort gamla eða nýja kerfið (m.v. 2003) sé skilvirkara fyrir neytendur.  Það er vegna þess, að meginkostnaðarliður raforkugeirans er fjármagnskostnaður, en rekstrarkostnaðurinn er tiltölulega lágur. Þó er hann umtalsverður í jarðgufuvirkjunum. Mestu fjárfestingar sögunnar í raforkugeiranum hérlendis voru skömmu fyrir aldamótin 2000.  Nú ætti kostnaðurinn þess vegna að vera að sjatna.  Hvers vegna kemur það ekki fram í raforkuverðinu ?  Það getur verið vegna aukinnar arðsemiskröfu fyrirtækjanna og/eða meiri rekstrarkostnaðar fyrirtækjanna á hverja MWh vegna uppskiptingar í vinnslu, flutning, dreifingu og sölu samkvæmt OP#1 og OP#2.

Úr því að ekkert bendir til, að samkeppnisfyrirkomulag OP#2 með rafmagn hafi orðið neytendum til hagsbóta, heldur þvert á móti, þegar litið er á þróun heildarkostnaðar án VSK við raforkukaup, við hverju má þá búast af markaðsvæðingunni í OP#3 ?  Ef kerfi, sem sniðið er við eldsneytisknúið raforkukerfi, er innleitt í raforkuvinnslukerfi, reist á  illfyrirsjáanlegum náttúrukröftum, þá er hættunni boðið heim. Sú hætta felst í tíðum orkuskorti í kerfi, þar sem eðlisólíkar virkjanir með ólíkt kostnaðarmynztur keppa á frjálsum markaði og enginn er né má vera ábyrgur fyrir afhendingaröryggi raforkunnar.  Markaðurinn á að sjá um það og gerir það í ESB, en getur ekki gert það hér.  Þetta ræðir iðnaðarráðherrann aldrei, en þetta er þó grundvallaratriði fyrir hagsmuni neytenda. Við þurfum sérlausn, raforkumarkaðskerfi, sem sniðið er að eðli okkar náttúrulegu orkulinda og að fákeppniumhverfi, með auðlindastýringu á hendi ríkisins, svipað og með sjávarauðlindina, og einhver verður að bera ábyrgð á afhendingaröryggi raforku.  

Við þurfum ekki á að halda iðnaðarráðherra, sem sér bara tvö orð í orkupakkanum, "frjáls samkeppni", virðist hafa tekið trú á þetta hugtak og boðar, að það muni frelsa raforkugeirann, og síðan fari bezt á að láta hann eiga sig.  Það er hrikaleg skekkja fólgin í þessu skilningsleysi ráðherrans.  Skekkjan er öll á einn veg.  Það hallar á neytendur, en birgjarnir fleyta rjómann ofan af, áhættulítið.  Til að bæta gráu ofan á svart kallar hún þetta neytendavernd. 

Þegar dregur að orkuskorti, hækkar raforkuverðið á frjálsum uppboðsmarkaði, en það er allt of seint til að bregðast við með róttækum hætti til að forða mjög miklu tjóni, sem hleypur á tugum milljarða ISK.  Það er mjög erfitt að áætla verðþróun af einhverju viti eftir gildistöku OP#3, en það er líklegt, að meðalverðið hækki talsvert af þessum sökum, eins og við sáum í Noregi í fyrra vegna þurrka, en þá leit um tíma illa út með fyllingu miðlunarlóna.  

Í s.k. Kvikuskýrslu frá 2016 um aflsæstreng til Bretlands er reiknað með allt að 100 % hækkun raforkuverðs m.v. núverandi heildsöluverð á Íslandi, þ.e. upp í 66 EUR/MWh úr 33 EUR/MWh. 

Flutningskerfið verður órekanlegt án DC-strengs með um 500 MW flutningsgetu yfir Sprengisand eftir sæstrengstengingu.  Kostnaður hans er áætlaður mrdISK 45.  400 kV loftlínur niður að landtökustað sæstrengs og tengivirki munu ekki kosta undir mrdISK 55, þ.e. heildarfjárfesting að lágmarki mrdISK 100 (reiknað með, að afriðlastöð og áriðlastöð við enda sæstrengsins verði hluti sæstrengsverkefnisins). Þessa fjárfestingu Landsnets þarf að greiða með gjaldskrám Landsnets af almennum flutningi og stóriðjuflutningi hérlendis samkvæmt OP#3.  M.v. núverandi árleg útgjöld Landsnets gæti þetta kostað tvöföldun á gjaldskrá hennar.  

Hvaða tökum Landsreglarinn mun taka dreifiveiturnar veit enginn, en þær standa margar hverjar frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf í jarðstrengjum og aflspennum, m.a. vegna orkuskiptanna.  Ef aukin ávöxtunarkrafa þeirra  (vegna fjárfestingarþarfar, ekki arðsemikröfu, eins og t.d. í Reykjavík) leiðir til 10 % hækkunar gjaldskrár dreifiveitna rafmagns, verður meðalhækkun rafmagns um 64 % í landinu við tengingu þess við innri orkumarkað ESB.

Um (3): Ráðherrann fullyrðir, að heimilt verði að greiða niður húshitunarkostnað eftir markaðsvæðingu OP#3.  Hefur hún fengið bréflega tryggingu fyrir því frá ESA, eða er þetta bara innantóm fullyrðing út í loftið ? Slíkar niðurgreiðslur, eins og útjöfnun á hitunarkostnaði, eru óþekktar á orkumarkaði ESB,og þekkjast heldur ekki í Noregi.  Þar hafa uppsveiflur raforkuverðs þó bitnað einstaklega illa á almenningi, vegna þess að húsnæði er yfirleitt rafhitað í Noregi.  Jafnvel í verðtoppunum hefur ríkisstjórnin ekki léð máls á niðurgreiðslu rafmagns, þrátt fyrir sárar kvartanir, t.d. frá eldri borgurum, sem ráða ekki við rafmagnsreikninginn, þegar frjáls samkeppni virkar á þennan hátt.  Eru ýmsar sorgarsögur til af því.

  Að hygla einu upphitunarformi umfram annað kann að verða kært til íslenzkra dómstóla, Samkeppniseftirlits eða ESA, eins og reyndin var á í Noregi, þar sem ríkisstuðningur við viðarbrennsluofna með hárri nýtni og minni mengun fyrir vikið var dreginn til baka vegna kæru um ríkisaðstoð, sem skekkti frjálsa samkeppni á sviði upphitunar.  Það er ekkert sjálfgefið á frjálsum markaði eftir OP#3, þar sem Ísland verður að lúta ströngum samkeppnireglum innri markaðarins.  

Þegar atvinnurekstur er annars vegar, eru niðurgreiðslur á rafmagni úr ríkissjóði hins vegar skýlaust taldar ríkisstuðningur, sem skekki samkeppnistöðu á markaði.  Eftir OP#3 og viðeigandi markaðsvæðingu í kjölfarið mun ESA ekki taka slíkar niðurgreiðslur í mál. Þetta skapar tilvistarhættu fyrir marga framleiðendur hérlendis, sem þegar búa við hátt kostnaðarstig og eiga í harðri samkeppni við innflutning.  Iðnaðarráðherra hikar ekki við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni á altari goðs síns, sem heitir "frjáls samkeppni með rafmagn" og hún skilur ekki.  

Ráðherrann nefnir jöfnun dreifingarkostnaðar á milli þéttbýlis og dreifbýlis.  Aðgerða- og úrræðaleysi iðnaðarráðherra í þeim efnum er sláandi.  Ef einhver áhugi væri hjá henni fyrir þessu réttlætismáli, þá væru aðgerðir lengra komnar en raun ber vitni um.  Sérleyfi dreifiveitna á að vera bundið gjaldssvæði.  Innan sama gjaldssvæðis á ekki að vera leyfilegt að mismuna tveimur notendum með sams konar notkun eftir búsetu einni saman. Þetta hefur þó viðgengizt frá 2003.  Núna munar 11 %-38 % innan sömu dreifiveitu á milli þéttbýlis og dreifbýlis.  Almennt á ennfremur að hygla notendum með tiltölulega jafna (yfir sólarhringinn) og mikla orkunotkun.  

  • Rafhitunarkostnaður í dreifbýli (án hitaveitu) í ár verður væntanlega um kISK 300 á fjölskyldu.
  • Eftir OP#3 og með sæstreng má búast við hækkun um 190 kISK/ár á núvirði.
  • Hitaveitukostnaður í dreifbýli nemur í ár um kISK 240.
  • Reikna má með um 16 % hækkun á hitaveitu, ef rafmagn hækkar um 64 %.  Það er vegna mikillar raforkunotkunar hitaveitna vegna vatnsdælingar.  Þá hækkar meðalhitaveitukostnaður í dreifbýli um 38 kISK/ár.    
Þessar tölur gefa til kynna, hversu mikið hagsmunamál það er fyrir almenning í landinu, að rafmagnsverð taki ekki stökk.  Það er sömuleiðis hagsmunamál hans, að það sé stöðugt og fyrirsjáanlegt yfir árið.  OP#3 getur orðið verðbólguvaldur hér og skapað erfiðleika í öllum rekstri.  
Í lok pistils síns skrifaði iðnaðarráðherra:
(4) "Bæði garðyrkjubændur og bakarameistarar hafa lýst áhyggjum af hækkun raforkuverðs, ef þriðja raforkutilskipunin (svo !) verður innleidd.  Þær áhyggjur byggjast á fullyrðingum um, að innleiðingin muni án nokkurs vafa leiða til raforkusæstrengs til Evrópu.  Slík fullyrðing á ekki við rök að styðjast, þar sem ákvörðun um sæstreng verður alfarið í höndum Alþingis og íslenzkra stjórnvalda, eins og nánar er útlistað í frumvarpi og þingsályktunartillögu, sem ég hef lagt fram á Alþingi."
(5)"  Innleiðingin mun, ein og sér, ekki leiða til hærra raforkuverðs á Íslandi, hvorki til garðyrkjubænda, bakara né nokkurra annarra.  Markmiðið er einmitt, að með aukinni samkeppni á sölu raforku muni verð lækka." 
 (Um 4)Fyrirvari iðnaðarráðherra um, að samþykki Alþingis þurfi fyrir sæstreng, er  eintómt píp.  Ef ESA kærir sig um að hrinda þeim fyrirvara, og það ber ESA skylda til að gera, þá verður hann fljótlega eftir innleiðingu dæmdur brotlegur við EES-samninginn af EFTA-dómstólinum.  Íslenzk löggjöf víkur fyrir ESB-rétti.  Hvort eða hvenær slíkur strengur kemur, er annað mál, en sæstrengsfjárfesting, þótt áhættusöm sé, freistar sumra, og orkuseljendur brenna í skinninu eftir mjög auknum hagnaði af raforkusölu hér innanlands. Þar verður þeirra aukni hagnaður, ekki af útflutninginum. Af honum hirða sæstrengseigendur hagnaðinn.  Hvatarnir eru fyrir hendi. 
UM (5): Þótt enginn komi sæstrengurinn strax, hafa verið leidd gild rök að því, að innleiðing frjáls uppboðsmarkaðar fyrir raforku á Íslandi, eins og ESB tíðkar slíkt kerfi, muni alls ekki ganga upp á Íslandi vegna eðlismunar á raforkukerfum og markaðsáðstæðum á Íslandi og í ESB-löndunum.  Slík staða leiðir óhjákvæmilega til hækkunar meðalverðs á rafmagni.  Ráðherra trúir blint á frjálsa samkeppni, einnig með rafmagn, sem hún heldur, að sé sama varan og í ESB.   Það er villutrú á Íslandi, þar sem rafmagn er hér framleitt með gjörólíkum hætti m.v. ESB-löndin.  

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rúsínan í pylsuenda orkumarkaðstilskipunar

Á þessu vefsetri hefur verið rakið, hvernig Orkumarkaðstilskipun 2009/72/EB, sem er hluti af Þriðja orkupakka ESB, felur í sér valdatöku  Evrópusambandsins með embættismann sinn,Landsreglarann, í stafni, yfir Landsneti.  Nú verður haldið áfram, þar sem frá var horfið í vefgreininni, "Lýðræðið og Landsreglarinn".

6. Landsreglarinn skal vakta og meta framkvæmd 10 ára Kerfisáætlunar Landsnets.

7.  Í þeim tilvikum, að rekstraraðili raforkuflutningskerfisins [Landsnet] af einhverjum öðrum orsökum en óviðráðanlegum, sem liggja utan valdsviðs hans, lætur hjá líða að fara í fjárfestingu, sem hefði átt að raungera á fyrsta 3 ára tímabili 10 ára áætlunarinnar, skulu aðildarríkin tryggja, að Landsreglarinn verði skuldbundinn til minnst einnar af eftirtöldum aðgerðum til að tryggja framgang þeirrar fjárfestingar, sem í hlut á, ef hennar er enn þörf samkvæmt nýjustu 10 ára áætlun:

a) krefjast þess, að Landsnet fari í umrædda fjárfestingu

b) skipuleggja útboðsferli, sem sé opið fyrir fjárfesta i viðkomandi fjárfestingarverkefnum,  þannig að þeir geti tekið verkið að sér, eða

c) skylda Landsnet til að auka eigið fé sitt til að fjármagna hinar nauðsynlegu fjárfestingar  og láta óháða fjárfesta taka þátt í fjármögnuninni.  

Ef Landsreglarinn hefur notað vald sitt til að krefjast verkútboðs samkvæmt lið b að ofan, getur hann skyldað Landsnet til að fallast á einn eða fleiri eftirtalinna valkosta:

a) fjármögnun frá hvaða þriðja aðila sem er

b) verkframkvæmd hvaða þriðja aðila sem er

c) Landsnet reisi mannvirkin

d) Landsnet reki viðkomandi mannvirki

Landsnet skal veita fjárfestunum allar upplýsingar, sem eru nauðsynlegar til að framkvæma fjárfestingarverkefnið, tengja nýju mannvirkin við flutningskerfið og almennt að gera allt, sem í sínu valdi stendur, til að auðvelda framkvæmd fjárfestingarverkefnisins.  

Landsreglarinn skal fá valda fjármögnunarleið til samþykktar.  

8.  Ef Landsreglarinn hefur notað valdheimild sína í lið 7.a, skulu gjaldskrárákvarðanir taka mið af fjármögnun framkvæmdanna, sem Landsreglarinn bætti inn á framkvæmdaáætlun.  

Hér eru viðamiklar valdheimildir til að ráðskast með Landsnet færðar Landsreglara.  Það er ljóst, að Landsnet mun ekki geta frestað verkum, sem Landsreglarinn er búinn að samþykkja inn á Framkvæmdaátlun til þriggja ára.  Það þýðir ekki að bera við fjárskorti, því að þá er gjaldskrárhækkun, alútboð og leiga á mannvirkjum eða skuldabréfaútboð í boði að hálfu Landsreglara.

Það er ljóst, að Landsreglarinn mun t.d. hafa völd til að stjórna því með harðri hendi, að búið verði í haginn fyrir flutning á nauðsynlegu afli, t.d. 1200 MW, frá stofnrafkerfi landsins og niður að lendingarstað aflsæstrengs í tæka tíð áður en taka á strenginn í notkun.  Sá kostnaður verður allur fjármagnaður með hækkun á gjaldskrám Landsnets til almennings og stóriðju.  Þetta er ótækt framsal valdheimilda til stofnunar, sem rétt kjörnum stjórnvöldum á Íslandi er ekki ætlað að hafa nein áhrif á.

Hið orkuhungraða Evrópusamband hefur sótt fjölgun aflsæstrengja frá Noregi fast, og nú er í afgreiðslu hjá Orkustofnun Noregs (NVE) umsókn frá hlutafélaginu NorthConnect um samnefndan aflsæstreng frá Harðangri í Noregi til Petershead á Skotlandi.

Þessi sæstrengur var til umræðu í Noregi í byrjun árs 2018.  Statnett (norska Landsnet) hefur lagzt gegn leyfisveitingu fyrir þennan streng að svo komnu máli, því að fyrst sé nauðsynlegt að sjá efnahagslegar og tæknilegar afleiðingar af tveimur 1400 MW sæstrengjum, sem nú eru á framkvæmdastigi, annar til Englands og hinn til Þýzkalands.  Eignarhaldið á NorthConnect er mörgum Norðmönnum þyrnir í augum, því að allar aðrar millilandatengingar við Noreg eru í eigu Statnetts.  Fyrir norska Verkamannaflokkinn er eignarhaldið frágangssök.  Þannig var það eitt af 8 skilyrðum flokksins fyrir stuðningi á Stórþinginu við Þriðja orkupakkann 22. marz 2018, að eignarhaldið á NorthConnect yrði á hendi Statnetts.  ESB hefur engu svarað um þessi 8 skilyrði, enda brjóta þau í bága við reglur Þriðja orkupakkans og/eða EES-samningsins. Skilyrðið, sem utanríkisráðherra Íslands virðist hafa gert munnlegt samkomulag við (handsalað ?) framkvæmdastjóra orku- og loftslagsmála hjá ESB í Berlaymont í Brüssel er af svipuðum toga, lagalega algerlega haldlaust og með eindæmum, að Íslendingum skuli vera boðið upp á svona trúðsleg stjórnmál. 

De Facto heitir þekkingarsetur norsku verkalýðshreyfingarinnar.  Þar á bæ hefur fólk lagt mat á afleiðingar 3. og 4. orkupakkans í Noregi og komizt að þeirri niðurstöðu, að 12´000 störf verði í hættu í orkukræfum iðnaði og með afleiddum störfum utan verksmiðjugirðinganna verði alls 30´000 störf í uppnámi.  Miðað við orkuna, sem fer til þessa iðnaðar í Noregi og á Íslandi, verða um 8´000 störf á Íslandi í stórhættu, ef Orkupakkar #3 og #4 fá að grassera hér með þeim orkuflutningum frá "grænni rafhlöðu" norðursins til orkuhungraðrar "þungamiðju" fjármagns og iðnaðar Evrópu.  Hví kvaka ei foglar Samtaka iðnaðarins á Íslandi eilítið hærra.  Vita þeir ei, hvað til síns friðar heyrir ?

Í Noregi er nú verið að blása til sóknar fyrir norskan iðnað og byggðir Noregs fram að Stórþingskosningum 2021.  Terje Lien Aasland, framámaður í norsku verkalýðshreyfingunni, sagði í ræðupúlti á Landsfundi norska Verkamannaflokksins nýlega: "Ekki eitt einasta kW skal fara úr landi, ef iðnaðurinn okkar þarfnast þess".  Svona eiga sýslumenn að vera.  Ekkert holtaþokuvæl !

 

 

 

 

 


Ísland og raforkumarkaður ESB

Raforkumarkaðskerfi ESB er skilgreint í Orkupökkum #1 og #2 og gert að skyldu að innleiða það í Orkupakka #3.  Hérlendis voru reglur Orkupakka #1 um aðskilnað starfsemi á raforkumarkaði í fernt innleiddar með nýjum orkulögum 2003.  Það var til að skapa jafnræði um aðgang að flutningskerfinu og aðstæður fyrir frjálsa samkeppni.  Ávinningur fyrir orkukaupendur er ekki merkjanlegur, sé þróun raforkuverðsins skoðuð (raunverð), og sennilega hefur heildaryfirbygging og þar með stjórnunarkostnaður raforkugeirans vaxið við þennan aðskilnað í vinnslu, flutning, dreifingu og sölu. 

Nú er Landsnet með í undirbúningi uppboðskerfi á heildsölumarkaði í orkukauphöll samkvæmt forskrift ESB í Orkupakka #2.  Innleiðing á kerfi, sem er sniðið við frjálsan eldsneytismarkað, sem sjái raforkuverunum fyrir öruggri frumorku, og miðað við mörg, stór og smá, raforkuvinnslufyrirtæki í frjálsri samkeppni um viðskiptavinina, er augljóslega vandkvæðum háð hérlendis, þar sem aðstæður eru gjörólíkar, frumorkan eðlisólík og markaðurinn verður alltaf "grunnur".

Ef þetta markaðskerfi ESB verður ekki vandlega aðlagað íslenzkum aðstæðum, dyntóttri náttúru, sem ætlazt er til, að veiti áreiðanlegri frumorku inn í vinnslukerfið, og að fákeppnismarkaði með gríðarlegu ójafnræði á markaði vegna stærðarmismunar og mismunandi frumorkusamsetningar, þá mun slysalega takast til, sem mun lýsa sér í miklum verðsveiflum á heildsölumarkaði og smásölumarkaði, hækkuðu meðalverði vegna ófullnægjandi hvata til að hefja virkjanaverkefni í tæka tíð, og, ef allt fer á versta veg, mun valda alvarlegum orkuskorti og tíðari en við höfum átt að venjast.  

Vart þarf að efast um, að sérfræðingarnir, sem að innleiðingu þessarar markaðsvæðingar vinna, hafa áhættugreint ferlið, sem þeir eru að skipuleggja, en meira er hægt að óttast, að þeim séu of þröngar skorður reistar til almennilegrar aðlögunar, því að slíkt táknar eðlisbreytingu á kerfinu, sem Landsreglarinn hérlendis mun líta óhýru auga, enda hefur hann bara eina forskrift við að styðjast.  Hér er t.d. átt við, að hérlendis krefjast aðstæður  samræmdrar auðlindastýringar, sem er nauðsynleg og nægjanleg til að tryggja beztu nýtingu tiltækra orkulinda í því augnamiði að forða vatnsleysi miðlunarlóna að vori og ofnýtingu viðkvæms jarðgufuforða.  Slíka auðlindastýringu má hvert fyrirtæki viðhafa undir markaðskerfi ESB, en samræmd auðlindastýring heildarkerfisins er bönnuð, þar sem frjáls samkeppni orkuvinnslufyrirtækjanna er hinn heilagi Graal í Brüssel.  Að sumra dómi dæmir þetta bann orkumarkaðskerfi ESB úr leik á Íslandi sem raunhæft markaðsfyrirkomulag.  

Elías Elíasson, verkfræðingur og sérfræðingur í orkumálum, skrifar áhugaverða Morgunblaðsgrein um þetta efni þann 14. marz 2019, undir fyrirsögninni:

"Raforkuöryggi á Íslandi":

"Reglugerðir Evrópusambandsins virka einfaldlega ekki hér, og á grundvelli þeirra verður vel virkur frjáls markaður með rafmagn ekki settur upp hér á landi.  Eins og rakið er í ritgerð minni, "Rafmagn til heimila og útflutnings", á síðunni http://hhi.hi.is/vinnupappírar, þá er orkuauðlindinni dreift á marga staði, víðs vegar um landið, og misjafnlega dýrt að nýta hana á hverjum stað.  Við þær aðstæður getur samkeppnin ekki tryggt eðlilega verðmyndun, sem hvetur til nýframkvæmda, þegar jafnvægi ríkir [á] milli framboðs og eftirspurnar, heldur myndast hvati til að taka of mikla áhættu á kostnað notenda.  Reglur ESB tryggja því ekki orkuöryggi á Íslandi, og öryggið minnkar enn með tilkomu sæstrengs."

Iðnaðarráðuneytið/utanríkisráðuneytið verður að birta áhættugreiningu, sem sýnir hið gagnstæða við lýsinguna hér að ofan, áður en það biður um  staðfestingu Alþingis á Þriðja orkumarkaðslagabálkinum, því að feiknarlegir hagsmunir landsmanna eru í húfi.  Meðmælendur Orkupakka #3 hafa skautað léttilega framhjá þessum risaþætti málsins, og það með öðru gefur málstað þeirra ótraustvekjandi blæ.

Með orkulögunum 2003 var ábyrgðin á að viðhalda nægri frumorku í landinu fyrir raforkuvinnsluna tekin af Landsvirkjun, og nú ber enginn þessa ábyrgð og mun trauðla fá hana með Orkupakka #3, því að vísast þykir sú kvöð virka samkeppnishamlandi á markaði ESB.  Fyrir raforkunotendur á Íslandi er hættan á orkuskorti hins vegar óviðunandi. Þetta mál er dæmigert fyrir gallana, sem felast í ákvarðanatöku fjarri landsteinum.

Frá 2003 hefur þetta blessazt, þótt skollið hafi hurð nærri hælum, t.d. 2013, því að virkjað hefur verið fyrir stóriðju og almenning í leiðinni, en nú virðist áhugi "stórnotenda" á raforkusamningum við íslenzka orkubirgja hafa dvínað, og sáralítið "í pípunum" af nýju afli inn á kerfið. Þó eru smávirkjanir í undirbúningi, og 18.03.2019 var tilkynnt um staðfest deiliskipulag fyrir 55 MW Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.   

Það er til marks um skilningsleysi orkuyfirvalda hérlendis á sérstöðu íslenzka orkukerfisins og afleiðingum þess að troða Íslandi í ESB-flík, sem er sniðin á annars konar sniðmát, að engin áhættugreining vegna innleiðingar nýs orkumarkaðskerfis hefur verið kynnt til sögunnar.  Yfirvöld munu ekki geta skákað í því skjólinu, að þau hafi ekki verið vöruð við, þegar raforkuverðið og afhendingaröryggi raforku fara úr böndunum.  Skilja þau ekki, hvað er í húfi ? Mikið er þó búið að predika. Afkoma fjölda fjölskyldna og fyrirtækja er í húfi. Vinnubrögðin eru ekki Sjálfstæðisflokkinum sæmandi. 

Að sjálfsögðu mun keyra um þverbak í þessum efnum, ef stórsala hefst á rafmagni úr landi.  Þröskuldur í vegi þeirra áforma snarlækkar við innleiðingu Þriðja orkulagabálks ESB, en ætlun Evrópusambandsins með honum er einmitt að örva millilandaflutning orku og færa stjórn þeirra mála undir lögsögu Evrópuréttarins og undir miðstýringu ACER/Framkvæmdastjórnar ESB.  Um þetta skrifaði Elías Elíasson í téðri grein:

"ESB stefnir samt á að tvöfalda vægi vindorku í raforkuvinnslu sinni.  Við þessar aðstæður er það knýjandi nauðsyn fyrir bandalagið að komast yfir hina hreinu og sveigjanlegu orku Noregs og Íslands og nota hana til að keyra á lognið í Evrópu.

Sæstrengur mun því koma í kjölfar þriðja orkupakkans og tengdra nýrra reglugerða.  Þegar orkumálaráðherra fullyrðir, að sæstrengur muni ekki koma, er hún bæði að vanmeta ákveðni Bandalagsins í málinu og lofa upp í ermina á öðrum stjórnmálaöflum, sem munu samþykkja sæstreng orðalaust."

Þess má geta, að Þórdís Kolbrún, iðnaðarráðherra, gaf til kynna á ársfundi Landsvirkjunar í lok febrúar 2019, að hún teldi orkusölu um sæstreng á stóran markað þarfaþing til að losna við "umframorku", sem var reyndar stórlega ofmetin hjá henni, 2 TWh/ár (> 10 %) eftir tilkomu Búrfells #2 og væntanlegrar 220 kV línu frá Fljótsdalsvirkjun til Norðurlands.  Nefndi hún hið gildishlaðna hugtak "brottkast" í þessu sambandi og líkti því við það, að vatn rynni framhjá virkjunum, sem er í sjálfu sér ósmekkleg  samlíking og út í hött.

Í þessu sambandi er fróðlegt að skoða þankagang búrókrata Framkvæmdastjórnarinnar.  Í Orkumarkaðstilskipuninni 2009/72/EB, kafla 6, um eflingu svæðisbundinnar samvinnu, stendur:

1. Aðildarlöndin og landsreglararnir skulu vinna saman í því augnamiði að samþætta orkumarkað hvers lands við eitt eða fleiri svæði sem fyrsta skref til myndunar alfrjáls innri markaðar.  Einkum skulu landsreglararnir í aðildarlöndum, sem hafa undirbúið samstarfið, eða aðildarlöndin skulu hvetja til og undirbúa svæðissamvinnu á milli rekstraraðila flutningskerfa [hér Landsnet], og þar innifalin eru viðfangsefni millilandatenginga, í því augnamiði að skapa samkeppnisvæddan innri markað fyrir rafmagn, fá samræmi í lagaumgjörð landanna, rammaregluverk og tæknilega tengiskilmála, og undirbúa jarðveginn fyrir samþættingu einangruðu kerfanna, sem mynda s.k. orkueyjar, sem enn er að finna í ESB [2009], við innri markaðinn."

Það er engum blöðum um það að fletta, að höfundarnir sjá tækifæri fyrir heildina, EES, fólgið í að tengja "orkueyjar" við innri markaðinn.  Þarna fara einfaldlega ekki saman hagsmunir "orkueyjar", sem getur breytt endurnýjanlegri orku sinni í eftirsótt verðmæti, og orkuhungraðs "stórveldis".  Er þetta ekki augljóst ?

Það vefst ekki fyrir öllum.  Þannig ritaði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, ágæta grein um málefnið í Morgunblaðið, 9. marz 2019:

"Orkan okkar".

Hún hófst þannig:

"Í fjölmiðlum, ekki sízt í Morgunblaðinu, hefur farið fram mikil og oft á tíðum mjög upplýsandi umræða um orkustefnu Evrópusambandsins.  Í þessari umræðu hafa kunnáttumenn úr orkugeiranum útskýrt, hvað felist í svokölluðum "orkupökkum" ESB, en samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar hefur staðið til, að Íslendingar samþykki "þriðja orkupakkann" á yfirstandandi þingi.  Ekki er þó útséð um það, því [að] Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vill skoða málið nánar.  Það er vel."

Ögmundur Jónasson á heiður skilinn fyrir málefnalega nálgun sína á þessu máli.  Hann hefur lagt sig í líma við að átta sig á staðreyndum þessa máls, sem á yfirborðinu kann að virðast bæði flókið og óáhugavert, en þeir sem gefa sér tíma til að hugleiða það,sem dregið er fram í umræðunni á báða bóga, komast margir fljótlega að því, að í grundvallaratriðum er málið ekki flókið og að það varðar mikla framtíðarhagsmuni í þessu landi, snertir hag hvers einasta íbúa landsins og atvinnuöryggi fjölmargra.  Það varðar sjálfsákvörðunarrétt landsmanna um orkumál og lýðræðislegt áhrifavald kjósenda í þessu landi á ráðstöfun einnar aðalauðlindar landsins.  

 

 

  


Hundsbit

Það hefur komið fram, að ætlunin er að gera Orkumálastjóra að Landsreglara og þar með væntanlega að sameina embættisskyldur Orkumálastjóra og Landsreglara Evrópusambandsins, ESB, á Íslandi.  Þetta er stórfurðulegt uppátæki, því að embættisskyldur orkumálastjóra spanna mun meira en raforkumál, en Landsreglari (National Energy Regulator) verður æðsti maður raforkumála á Íslandi, óháður íslenzkum stjórnvöldum, en Orkumálastjóri er aftur á móti núna beint undir ráðherra.  Það fer mjög illa á þessu, enda ætla Norðmenn að viðhafa annað fyrirkomulag, þar sem Stórþingið áskildi, að völd Landsreglara yrðu eins takmörkuð og auðið væri.

Nú er Landsreglari Noregs sjálfstætt embætti innan Orkustofnunar, en verði Þriðji orkupakkinn hluti EES-samningsins, þá verður stofnað sjálfstætt embætti Landsreglara í Noregi. Ekkert slíkt virðist vaka fyrir íslenzka iðnaðarráðherranum.  Þvert á móti virðist Landsreglarinn munu verða hér valdameiri en efni standa til.    

Hvert verður fyrirsjáanlega hlutverk Landsreglara ? Verkefnum hans er lýst í Raforkumarkaðstilskipuninni 2009/72/EB, sem er hluti af Orkumarkaðslagabálki #3.  Hér verður drepið á fáein atriði varðandi flutning og dreifingu raforku úr þessari tilskipun, og fleiri atriði tíunduð við tækifæri:

1 a) ákvarða eða samþykkja, á grundvelli skýrra skilmála, raforkuflutningsgjaldskrár og raforkudreifingargjaldskrár eða aðferðirnar, sem útreikningar þeirra eru grundvallaðar á.

Landsnet hefur hingað til samið sínar gjaldskrár, og rafmagnsdreifingarfyrirtækin sínar, og fyrirtækin hafa síðan lagt þær fyrir Orkustofnun til rýni og samþykktar.  Orkumálastjóri hefur starfað í umboði ráðherra, en verður, ef "pakkinn" gengur eftir, starfandi í umboði ESB.  Á bara að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti ?

1 b) tryggja, að rekstraraðilar flutnings- og dreifikerfanna, og, eins og við á, eigendur þessara kerfa, auk allra fyrirtækja í raforkugeiranum, standi við skuldbindingar sínar samkvæmt þessari tilskipun og öðrum viðeigandi Evrópusambandsreglum, að meðtöldu því, sem varðar millilandatengingar.  

Raforkugeirinn í heild sinni skal sýna regluverki Evrópusambandsins hollustu framar öllu öðru.  Íslenzk orkulög og íslenzk orkustefna verða að vera í samræmi við gildandi regluverk ESB á hverjum tíma á sviði orkumála, ekki einvörðungu þess hluta, sem fólginn er í Þriðja orkupakkanum.  Er þetta ekki of stór biti að kyngja fyrir þjóð, sem stendur ekki í neinum raforkuviðskiptum við ESB og kærir sig ekki um það, eftir því sem bezt er vitað ?

Í kafla 6 er tekið til við að lýsa hlutverkum Landsreglarans við tengingu inn á þessi kerfi: 

6 Landsreglarinn skal bera ábyrgð á að ákvarða eða samþykkja, tímanlega fyrir gildistöku, a.m.k. aðferðirnar, sem nota á til að reikna eða ákvarða skilmálana fyrir:

a) tengingu og aðgang að landskerfi, þ.m.t. flutnings- og dreifingargjaldskrár, eða aðferðirnar, sem leggja skal til grundvallar útreikningunum.  Þessar gjaldskrár eða aðferðir eiga að vera þannig, að tekjur af þeim standi undir nauðsynlegum fjárfestingum í kerfunum fyrir viðgang þeirra.

 Landsreglarinn ákveður þannig tengigjöldin fyrir nýja birgja, t.d. vindorkuver, og notendur raforku.  Það er líklegt, að hann muni fá leiðbeiningar frá ACER um þetta, svo að samræmis við ESB-löndin verði gætt.  Með þessu fyrirkomulagi getur hvorki Alþingi né ráðherra haft áhrif á hvetjandi og letjandi þætti þessara gjaldskráa.

b) viðskipti með jöfnunarorku. 

Allir kaupendur á heildsölumarkaði raforku í landinu senda með minnst sólarhrings fyrirvara inn áætlun um orkukaup sín á hverri klukkustund til síns orkubirgis og þurfa að greiða honum fyrir mismun raunverulegrar notkunar og áætlunar utan vissra marka.  Orkubirgjarnir senda jafnframt inn tilboð um að láta þessa jöfnunarorku í té.  Þessi jöfnunarorkumarkaður hefur virkað vel, síðan honum var komið á hérlendis.  Samkvæmt Orkupakka #3 verður hann settur undir stjórn Landsreglara.  Nú stjórnar Landsnet þessum markaði.  Ólíklegt er, að til bóta verði að færa stjórn þessa markaðar lengra frá mörkinni, persónum og leikendum.

c) aðgang að innviðum á milli landa, þar með aðferðarfræði við úthlutun flutningsgetu og meðhöndlun yfirálags.

Landsreglarinn mótar regluverkið um það, hvernig orkuvinnslufyrirtækjum og vinnslugetu þeirra verður á hverjum tíma raðað inn á sæstrenginn eða sæstrengina.  Þarna munu áreiðanlega samræmdar reglur ACER gilda í þessum efnum.  Til þessara kasta kemur sérstaklega, ef strengurinn er fulllestaður.  Landsreglarinn ræður því líka, hvaða orkubirgi er kastað fyrst út eða dregið úr flutningi frá, ef mannvirkin verða yfirlestuð.  Hér kunna að koma upp hagsmunaárekstrar á milli orkuseljenda og orkukaupenda. Verður sá úrskurður þjóðhagslega hagstæður Íslandi ?

Norski hagfræðiprófessorinn Anders Skonhoft hefur rannsakað þjóðhagslegar afleiðingar fleiri aflsæstrengja á milli Noregs og útlanda.  Þjóðhagslegar afleiðingar fyrsta aflsæstrengsins til útlanda hérlendis ættu að verða sams konar, en þó meiri.  Skonhoft fann út, að summa ávinnings orkuvinnslufyrirtækjanna og taps orkukaupenda yrði neikvæð.  Þetta þýðir, að út frá þjóðhagslegu sjónarmiði er verr farið en heima setið varðandi sæstrengsverkefni hérlendis.

Málið er enn alvarlegra en þetta, því að Skonhoft reiknaði ekki út afleiðingar orkuverðshækkana á fyrirtækin.  Samkeppnisstaða þeirra hríðversnar, og hefur formaður samtaka grænmetis- og blómaræktenda lýst þessu á raunsæjan hátt í Bændablaðinu, en gróðurhúsabændur nota tiltölulega mikla orku á hvert kg framleiðslunnar.  Svigrúm allra framleiðslufyrirtækja í landinu til launagreiðslna, nýsköpunar og annarra fjárfestinga mun minnka, sem leiða mun til minni hagvaxtar og að lokum stöðnunar.  Að jafna raforkuverðið á Íslandi og í Evrópu er þannig stórfelld ógn við lífskjör allra Íslendinga.

Af þessum sökum ætti það að verða þáttur í orkustefnu landsmanna að tengjast ekki erlendum raforkukerfum.  Þá vaknar spurningin um sambúð innlendrar orkustefnu við orkustefnu ESB eftir samþykkt Orkupakka #3.  Ef í Orkustefnu Íslands verður stefnumörkun um að nýta beri orkulindir Íslands með sjálfbærum hætti og einvörðungu hér innanlands, þá samræmist sú stefnumörkun alls ekki Þriðja orkupakka ESB, sem er sniðinn við að koma öllum slíkum orkulindum ESB/EES á sameiginlegan Innri orkumarkað ESB og hið minnsta að tvöfalda flutningsgetu raforku á milli landa ESB frá 2010-2030. Aðildarríkin eiga að koma sér upp orkustefnu, eins og iðnaðarráðherra hefur upplýst, að nú sé í mótun, en, ef samþykkja á Orkupakka #3, þá verður orkustefna Íslands að verða í samræmi við orkustefnu ESB, eins og hún er sett fram í Viðauka IV í EES-samninginum, t.d. í gerð #714/2009, kafla 1 b, formálanum-atriði 24 og formálanum-atriði 1.  Þarna er skrifað um að tryggja "mikið afhendingaröryggi fyrir raforku" í ESB, styðja við "vel virkan" samkeppnismarkað og "samkeppnishæf verð" á ESB markaði.  Íslendingar geta þetta ekki án þess að tengjast ESB-markaði beint.

Nú hafa 2 af 4 lagasérfræðingum, sem utanríkisráðherra fékk til að meta, hvort ákvæði Þriðja orkupakka ESB brytu í bága við Stjórnarskrá, komizt að þeirri niðurstöðu, að ein gerð hans, nr 713/2009, samrýmist ekki Stjórnarskrá.  Þá hefur hann brugðið á afar einkennilegt ráð.  Hann leggur til innleiðingu gerðarinnar "með hefðbundnum hætti", en með lagalegum fyrirvara um, að sæstrengur verði hvorki undirbúinn né lagður, "nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar, og komi ákvæði hennar, sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni."

Samkomulag utanríkisráðaherra við framkvæmdastjóra orku- og loftslagsmála er ekki lagalega skuldbindandi fyrir Evrópusambandið, sem þýðir, að ESB getur litið svo á, að Orkupakki #3 hafi verið innleiddur á Íslandi.  Lagasetning um skilyrta innleiðingu verður væntanlega úrskurðuð ólögmæt að Evrópurétti hjá ESA.  Leiðin er þess vegna greið fyrir sæstrengsfjárfesta, hafi þeir hug á "Ice-Link", og sá áhugi er fyrir hendi.  Yfirlit um þetta er að finna í viðhengi með þessum pistli.  

 

Ef orkustefna Íslands reynist verða sniðin við orkustefnu ESB, er áreiðanlegt, að hún mun vekja upp miklar deilur í landinu og óvíst, hvernig henni reiðir þá af á Alþingi.  Hugsanlega verður hún eitt af "kosningamálunum" fyrir næstu Alþingiskosningar, ef drög að henni hafa birzt þá.  Ráðstöfun orkulindanna er eitt af mestu hagsmunamálum landsmanna, og afstaða kjörinna fulltrúa á löggjafarsamkundunni til orkumálanna gæti haft drjúg áhrif á beitingu atkvæðisréttarins.     

 Akkilesarhæll

 

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ráðherra um víðan völl

Iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, kom víða við í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar, 28. febrúar 2019, eins og eðlilegt er. Það var hins vegar varla eðlilegt hjá henni að nota tækifærið til að gera lítið úr þeim viðvörunarorðum, sem höfð hafa verið í frammi á fullkomlega málefnalegum grundvelli. Sízt af öllu var það viðeigandi af henni í ljósi þeirra "undanþága", sem hún og utanríkisráðherra flagga með í fréttatilkynningu 22. marz 2019.  Gagnvart Evrópusambandinu eru þessar "undanþágur" haldlausar, en meira um það síðar.

  Ef Þórdís myndi spyrja kjósendur í NV-kjördæmi, þangað sem hún sækir umboð sitt, hvort þeir hafi átt í erfiðleikum með að fylgja umræðunni "út um víðan völl", mundu þeir líklega velflestir svara því neitandi og hafa á þessu máli þá bjargföstu skoðun, að ekki eigi að stíga skref til frekara valdframsals yfir raforkumarkaðinum í hendur Evrópusambandsins með því að samþykkja Orkumarkaðslagabálk #3. Orkumálum sínum eiga, vilja og geta Íslendingar stjórnað sjálfir án atbeina Landsreglara, sem stjórnað er af ESB (gegnum ESA).  

Það skuggalegasta við þessa ræðu ráðherrans var áróður hennar fyrir því að samþykkja aflsæstreng til Íslands frá útlöndum. Rökin eru eins veigalítil og hugsazt getur:

"Afgangsorka fer til spillis".  "Það er ekki hægt að selja hana, af því að það er ekki hægt að tryggja, að hún verði til reiðu í óvenjulega þurrum árum." 

Hún sagði í ræðunni, að hér væri um að ræða 2,0 TWh/ár (meira en 10 % af heildarorkuvinnslu landsins) í meðalári og líkti því við "brottkast" af fiskiskipum að nýta ekki þessa orku.  

Þessi samlíking ráðherrans er út í hött.  Með brottkasti er verið að fleygja mat og má í mörgum tilvikum líkja við að kasta útsæðinu á glæ.  Í staðinn þarf að afla annars fiskjar.  Ekkert af þessu á við um þá vatnsorku, sem annaðhvort stendur eftir í miðlunarlóni eftir veturinn, þegar leysingar hefjast, eða fer á yfirfall framhjá virkjun síðsumars.  

Það er góð auðlindastýring, ef tekst að nýta miðlunargetu lóna, þannig að innan við 10 % sé eftir af hámarks vatnsmagni í lóni, þegar vatnsstaðan er í lágmarki að vori.  Þegar stefnir í vatnsskort, er vatnshæðinni stýrt með því að draga úr sölu á "ótryggðri" orku, sem er mun ódýrari en forgangsorkan. 

Af einhverjum ástæðum hefur Landsvirkjun undanfarin ár dregið úr framboði "ótryggðrar" orku, og er það vissulega vottur af orkuskorti.  Í því ljósi skýtur skökku við, að Landsvirkjun skuli ekki standa í neinum virkjanaframkvæmdum nú um stundir.  Þótt hingað yrði lagður aflsæstrengur frá útlöndum, væri algert óráð að tæma miðlunarlónin á vorin, því að þá myndast "venesúelskt" ástand á Íslandi við strengbilun.  Það er þannig ekkert vit að ganga meir á miðlunarforðann en nú er venjulega gert.  

Það, sem iðnaðarráðherra sennilega er aðallega með í huga í þessu sambandi, er yfirfallsorkan úr miðlunarlóni.  Það er hins vegar af og frá, að þessi orka nemi að jafnaði um 2 TWh/ár. Hér er mestmegnis um að ræða 2 miðlunarlón, Þórisvatn og Hálslón.  Í fyrra var lokið við nýja virkjun, Búrfell #2. Henni er ætlað að nýta yfirfallsvatn úr Þórisvatni og annað vatn, sem fyrri virkjanir ekki geta nýtt.  Búrfell #2 er miklu minni en ofangreind orkutala ráðherrans gefur til kynna, að til ráðstöfunar sé í efri Þjórsá, eða 100 MW að afli og 300 GWh/ár að orku.  Framhjá þessum virkjunum mun sáralítið vatn renna eftir þetta í venjulegu árferði.  Ef aðrennslið eykst marktækt á næstu árum vegna hlýnunar, þá er ólíkt nærtækara að stækka miðlunarlónið Þórisvatn en að leggja aflsæstreng til útlanda.  Það væri vissulega að fara yfir lækinn að sækja vatnið.

Þá víkur sögunni að Fljótsdalsvirkjun, stærstu virkjun landsins, með aflgetu 690 MW og orkuvinnslugetu 5000 GWh/ár.  Aðalálagið á þessa virkjun er frá Fjarðaáli. Það er um 550 MW og núverandi orkuþörf versins er um 4800 GWh/ár.  Þetta þýðir að auka má álag Fljótsdalsvirkjunar um allt að 140 MW frá grunnálagi álversins og keyra inn á stofnkerfið, gegn álagslækkun, t.d. í jarðgufuvirkjunum, á móti, og verður þá hægt að "hvíla" jarðgufugeyminn og stunda viðhald á búnaði.  Lítil flutningsgeta núverandi Byggðalínu takmarkar mjög möguleikana á aflkeyrslu á milli landshluta.  Þegar 220 kV loftlína/jarðstrengur verður komin frá Fljótsdalsvirkjun og til Akureyrar og jafnvel vestur fyrir Eyjafjörð, þá verða engin vandkvæði á að keyra Fljótsdalsvirkjun á fullum afköstum, þegar vel gengur að fylla Hálslón og koma þannig í veg fyrir megnið af yfirfalli úr Hálslóni og grugg í Jökuldalsá, sem nú rennnur í farvegi Jöklu, er tær og orðin þokkaleg veiðiá.  Þarna fengjust e.t.v. 200 GWh í góðum vatnsárum.  

Þessi aðgerð kallar ekki á neinar fjárfestingar, því að styrking Byggðalínu er nauðsynleg, hvort sem er.  Þannig er ljóst, að yfirfallsorka verður ekki fyrir hendi í neinum umtalsverðum mæli í nánustu framtíð. Hugmyndir um hana sem einhvers konar undirstöðu fyrir orkusölu inn á sæstreng eru úr lausu lofti gripnar.  Að líkja umframorkunni við "brottkast" og réttlæta raforkusölu inn á sæstreng með henni er algerlega óboðlegt á Íslandi og hneisa að iðnaðarráðherra skuli bera þetta á borð á ársfundi Landsvirkjunar. 

Getur verið, að ráðuneytisfólkið hafi heyrt röksemdir Norðmanna fyrir aflsæstrengjum og haldið, að hægt væri að yfirfæra þær hráar á milli þessara tveggja vatnsorkulanda ?  Það eru 2 meginástæður fyrir því, að það er ekki hægt.  Önnur er gríðarleg umframaflgeta í norska kerfinu utan kaldasta tímans, af því að húsnæði er yfirleitt rafhitað í Noregi.  Á Íslandi er umframaflgeta nánast engin.  Hin er umframmiðlunargeta lóna í 9 af hverjum 10 árum að jafnaði í Noregi.  Þetta veldur því, að Noregur hefur undanfarin ár haft úr að spila 8-16 TWh/ár (góð vatnsár) inn á sæstrengina, sem er um 9 % af vinnslugetu kerfisins. 

Það er þó önnur hlið á þessu íslenzka sæstrengsmáli, sem er miklu alvarlegri en sú gloppa eða vanþekking á afgangsorku/yfirfallsorku, sem lýst er að ofan.  Hún snýr að fjárhagshlið málsins.  Formælendur aflsæstrengstengingar við útlönd fullyrða, án þess að leggja fram nokkra útreikninga því til stuðnings, að orkuseljendur muni hagnast mikið á því að selja raforku inn á slíkan sæstreng.  Er þá reynt að halda því að þjóðinni, að verkefnið sé þjóðhagslega hagkvæmt og að hér sé um fundið fé fyrir eigendur orkufyrirtækjanna að ræða, sem að mestu er hið opinbera á Íslandi.  Þarna er maðkur í mysunni.

Hér er um eintóma loftkastala að ræða samkvæmt norska hagfræðiprófessornum Anders Skonhoft, en ritgerð hans um þetta efni, "Kraftkabler, samfunnsnytten, miljöet og industrien", er birt sem viðhengi við þennan pistil.  Niðurstaða hagfræðilegrar greiningar prófessors Skonhoft er sú, að aukinn hagnaður norskra orkuseljenda af orkusölu inn á næsta aflsæstreng frá Noregi verði alfarið sóttur til verðhækkunarinnar innanlands, sem af viðbótar tengingu við hærra verðlagssvæði leiðir.  Þetta er afar athyglisverð niðurstaða og stingur algerlega í stúf við málflutning talsmanna raforkusölu frá Íslandi.  

Orðrétt segir í ritgerð prófessors Skonhft:

"Merk ellers, at gevinsten for produsentene utelukkende er knyttet til, at innenlandsk pris öker som fölge av utvekslingen.  Uten ökt innenlandsk pris har kraftprodusentene dermed ikke noe ökonomisk motiv for å önske utenlandsk kraftutveksling velkommen."

Þessu snarar pistilhöfundur þannig:

"Veitið annars athygli, að hagnaður raforkuvinnslufyrirtækjanna [af orkusölu inn á sæstreng] er alfarið tengdur því, að innanlandsverð [raforkunnar] hækkar vegna utanlandsviðskiptanna.  Án raforkuverðhækkunarinnar innanlands hafa raforkuvinnslufyrirtækin enga fjárhagslega ástæðu til að bjóða utanlandsviðskipti með rafmagn velkomin."

Þetta eru vissulega stórtíðindi, en þá er spurningin, hvort hægt sé að yfirfæra þessa niðurstöðu á Ísland ?  Noregur er vatnsorkuland með vaxandi vinnnslu raforku með vindmyllum, með margar millilandatengingar fyrir raforku og frjálsan samkeppnismarkað fyrir hana. Á Íslandi koma yfir 70 % raforkunnar frá vatnsorkuverum, tæplega 30 % frá jarðgufuverum og vindorkuver ásamt frjálsum samkeppnismarkaði raforku eru í undirbúningi. Flutningsgeta fyrsta aflsæstrengsins frá Íslandi gæti numið meiri orku en þeirri, sem hér verður í byrjun á frjálsum markaði.  Í Noregi verður þetta hlutfall aðeins um 10 % fyrir næsta sæstreng (Þýzkalandsstrengur-NORGER).

Af þessu er hægt að draga þær ályktanir, að sömu lögmál muni gilda á Íslandi og í Noregi um fjárhagslegar afleiðingar sæstrengstengingar, en þær munu þó verða miklu stórtækari á Íslandi, rýra lífskjör almennings, veikja samkeppnishæfni og launagreiðslugetu fyrirtækjanna, og þetta mun vafalaust verða mörgum þeirra, ekki sízt þeim minni, um megn. Að tala um þjóðhagslega hagkvæmni af aflsæstreng héðan til útlanda stenzt ekki skoðun.  Af honum verður stórfellt þjóðhagslegt tap. 

Verður þá enginn hagnaður af utanlandsviðskiptunum með rafmagn ?  Hér á Íslandi verður ónýtanleg afgangsorka í miðlunarlónum og yfirfallsorka sáralítil eftir tilkomu Búrfells #2 og 220 kV tengingar Fljótsdalsvirkjunar við Norðurland.  Þessi tenging mun gera kleift að keyra Fljótsdalsstöð á fullum afköstum inn á Fjarðaál og stofnkerfið, þegar þess gerist þörf, t.d. til að hindra myndun fossins Hverfanda niður í Jökulsárgljúfur í góðum vatnsárum fyrir austan.  Af þessum sökum verður að reisa nýjar virkjanir fyrir útflutning um sæstreng frá Íslandi (í Noregi eru það litlar vatnsvirkjanir og vindmyllur).  Kostnaður þessara framkvæmda verður miklu hærri en núverandi meðalkostnaður í orkuöflunarkerfinu.  Útflutningurinn sjálfur leiðir þess vegna ekki til hagnaðarauka hjá vinnslufyrirtækjunum, heldur lendir allur hagnaður útflutningsins, ef einhver verður, hjá eigendum millilandatengingarinnar.  

Í Noregi á norska Landsnet, Statnett, allar núverandi millilandatengingar raforku og hefur notað hagnaðinn af þeim m.a. til að byggja upp flutningskerfið innanlands, enda hefur verulegur kostnaður fallið til við að tengja sæstrengina við stofnkerfið.  Líklega þykir framkvæmdastjórn ESB óeðlilegt, að Günther og Hildegard í Þýzkalandi borgi uppbyggingu flutningskerfis Noregs, því að í Orkupakka #3 er búið að reisa skorður við þessari ráðstöfun hagnaðar, og hert á í Orkupakka #4, og aðalreglan verður þá sú, að allur hagnaður mililandatenginga gangi til endurnýjunar og fjölgunar millilandatenginga við ESB-löndin.  Þetta veldur ekki hrifningu í Noregi. 

Þessi greining hins norska prófessors í hagfræði sýnir, að það er maðkur í mysunni, þegar kemur að þeim málflutningi, að raforkusala um sæstreng til útlanda sé fundið fé fyrir íslenzka virkjanaeigendur, sem að mestu eru í eigu opinberra aðila á Íslandi, og íslenzka hagkerfið. Hið síðara er ekki rétt. Samkvæmt Skonhoft kemur aukinn hagnaður alfarið úr vasa innlendra raforkukaupenda, og slíkur sæstrengur virkar þá eins og viðbótar skattheimta á heimilin og fyrirtækin í landinu.  Alþingi á við þessar aðstæður ekki að stíga neitt skref, sem auðveldar erlendum fjárfestum að fá heimild til lagningar aflsæstrengs til útlanda.  Þriðji orkumarkaðslagabálkurinn er tvímælalaust tæki Evrópusambandsins til að fá á framkvæmdastig verkefni, sem það hefur sett á forgangsverkefnalista sinn, PCI, þ.á.m. "Ice-Link".

Þessi sæstrengur verður ekki fjarlægður af forgangs verkefnalista ESB/ACER með einu pennastriki, eins og látið er að liggja í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar 22.03.2019.  Hann hefur verið staðfestur þar inn með undirritun margháttaðra skjala, sem farið hafa einnig ril Ráðherraráðsins og ESB-þingsins.  Það er að líkindum ekki skilyrði, að yfirvöld viðkomandi landa óski eftir verkefni inn á PCI.  Það eru verkefniseigendurnir (Sponsors-hvatamennirnir), sem gera tillögur um verkefnaval til Framkvæmdastjórnarinnar, ekki löndin, og aðildarlöndin eru þá bara einn af mörgum aðilum, sem ákveða valið.  Út frá þessu er engin trygging fyrir því, að "Ice-Link" geti ekki staðið áfram á PCI-listanum, þrátt fyrir óskir íslenzku ríkisstjórnarinnar.  Löndin virðast ennfremur ekki hafa neitunarvald í þessum efnum.  

Valið inn á PCI-listann er grundvallað á Kerfisþróunaráætlun ESB/ACER ásamt samevrópskri áætlun um meginflutningaleiðir (corridors) orku (Trans European Network for Energy).  Allt þetta mælir gegn því, að framkvæmdastjóri hjá ESB geti tekið ákvörðun um að fjarlægja verkefnið.  Er verið að reyna með lúðrablæstri og söng að slá ryki í augu Alþingismanna og almennings ? 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjórði orkupakkinn

Fjórði orkumarkaðslagabálkur Evrópusambandsins er enn í umsagnar- og umræðuferli innan sambandsins, enda sýnist þar sitt hverjum.  Pakkinn hefur þó verið reifaður opinberlega, og fylgir stutt lýsing hér í viðhengi (á ensku).

Tveimur árum eftir gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES, kom út Orkupakki #1, eða 1996.  Hlutverk hans var að rífa niður einokunaraðstöðu nokkurra risa á raforkumarkaðinum, sem áttu bæði flutningskerfið, orkuver og jafnvel dreifiveitur.  Með Orkupakka #1 fyrirskrifaði ESB, að dreifiveiturnar skyldi gera sjálfstæðar frá hinum þáttum orkugeirans, og aðaldreifiveitunum á hverju svæði var veitt sérleyfi á skilgreindum athafnasvæðum, og þannig var komið í veg fyrir tvöfalt eða þrefalt kerfi á sumum svæðum. Ætla mátti, að einfalt dreifikerfi myndi draga úr sóun og þar með verða neytendum hagkvæmara, enda skyldu orkuyfirvöld fara í saumana á gjaldskránum og þurfa að staðfesta þær. Dreifiveiturnar í Evrópu eru  nú yfir 2000 talsins.  Samkeppni dreifiveitna er með þessu móti lítil sem engin, en þær geta misst sérleyfið sitt og mörk sérleyfissvæðisins má endurskoða.

Flutningsfyrirtækið átti að vera óháð virkjanafyrirtækjunum og dreifiveitunum, og er það málefnalegt sjónarmið til að tryggja öllum, einnig nýliðum, t.d. vindorkufyrirtækjum, frjálsan aðgang að stofnkerfinu.  Á Íslandi var farin sú leið að stofna flutningsfyrirtækið Landsnet með því að skilja flutningshluta Landsvirkjunar, RARIK, OR og OV frá þeim, og þessi fyrirtæki urðu þannig stofneigendur Landsnets í hlutfalli við eignamat á framlaginu til hins nýja fyrirtækis. 

Þetta eignarhald er óeðlilegt fyrir lögbundið einokunarfyrirtæki, enda hafa nýir aðilar á markaðnum kvartað undan þessu og talið samkeppnishindrandi.  Nú hefur ríkisstjórnin loks tekið þá stefnu, að ríkið kaupi Landsnet.  Það er fagnaðarefni og óþarfi að gera því skóna, að með þessu sé verið að undirbúa sölu á Landsvirkjun.  Verði Orkupakka #3 hafnað hér, er ólíklegt, að tillaga um sölu Landsvirkjunar verði lögð fyrir Alþingi og enn ólíklegra, að Alþingi samþykki slíkt. 

Ef Alþingi glepst á að samþykkja Orkupakka #3, þá verður stofnað hér embætti Landsreglara.  Erlend fyrirtæki gætu þá vissulega fengið augastað á Landsvirkjun með útflutning raforku fyrir augum, en hún verður þá væntanlega seld í bútum á samkeppnisforsendum, óháð eignarhaldi sínu í Landsneti. Það er líka óvíst, að undanþága ESA um núverandi eignarhald Landsnets verði áfram í gildi eftir sölu ríkissjóðs á hluta af Landsvirkjun.

Þannig lagði Orkupakki #1 grunninn að frjálsri samkeppni á orkumarkaði (þetta átti líka við eldsneytisgaskerfi), enda var rafmagn skilgreint þarna í fyrsta kipti á Íslandi sem vara.  Noregur hafði  innleitt þetta fyrirkomulag um 1990, e.t.v. að fordæmi Breta, og hafa vafalaust verið þess mjög fýsandi í Sameiginlegu EES-nefndinni, að hin EFTA-ríkin, Ísland og Liechtenstein, samþykktu og innleiddu þetta fyrirkomulag, þótt á ýmsu hefði gengið í Noregi við innleiðinguna (sum gamalmenni höfðu ekki ráð á rafmagnsreikninginum).  Íslenzk stjórnvöld sáu þess vegna ekki ástæðu til að streitast á móti þessum Fyrsta orkupakka.  Í okkar litla samfélagi leiddi þessi uppskipting orkugeirans 2003 hins vegar til meiri yfirbyggingar (fleiri silkihúfur) og dýrara kerfis, sem endurspeglaðist í rafmagnskostnaði almennings og síðar í langtímasamningum um raforku.  Að þessu leyti höfðu t.d. vinstri grænir á þingi rétt fyrir sér, en þeir voru á móti þessum orkupakka á Alþingi, e.t.v. vegna markaðsvæðingarinnar, sem að baki lág.

Með Orkupakka #2 var orkumarkaðurinn skilgreindur nákvæmlega og mælt fyrir um það fyrirkomulag, sem gæfi orkukaupendum beztu kjörin til lengdar.  Mælt var með uppboðsmarkaði fyrir raforku og gas í Orkukauphöll, þar sem afleiðuviðskipti með orkuna væru leyfð. Ekki var gert að skyldu að innleiða þetta.  Sýnt hefur verið fram á, að þetta kerfi hentar afleitlega á Íslandi til að lágmarka orkuverð og hámarka afhendingaröryggi innan skynsamlegra marka. Þvert á móti býður þetta fyrirkomulag upp á skjótfenginn gróða orkuseljenda og spákaupmanna, þótt hinir síðarnefndu geti snögglega tapað háum fjárhæðum líka á orkuviðskiptum, jafnvel orðið gjaldþrota, eins og dæmin sýna erlendis frá.   

Mismunurinn á Íslandi og meginlandi Evrópu að þessu leyti er fákeppnismarkaður hér, dyntótt náttúruöfl sem frumorka í stað þróaðra eldsneytismarkaða. Bann við sameiginlegri auðlindastýringu samkvæmt þessum orkupakka getur valdið misnotkun markaðarins á orkulindunum, miðlunarlónum, árrennsli og jarðgufuforðageymunum. Orkupakki #2 hefur verið innleiddur hér, en hann felur að þessu leyti í sér alvarlega anmarka fyrir íslenzkar aðstæður. 

Með Orkupakka #3 var gert að skyldu að innleiða þetta frjálsa markaðskerfi, jafnframt skal stofna embætti Landsreglara, sem verður hæstráðandi orkumála í hverju landi, óháður stjórnvöldum hvers lands, og þjónar hann beint undir ACER, sem er Orkustofnun ESB og er beint undir Framkvæmdastjórninni.  Fyrir EFTA-löndin verður ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) milliliður Landsreglara og ACER, en breytir engu um skilyrðislausa hlýðniskyldu  Landsreglara við stofnanir ESB og Evrópurétt.  Með Orkupakka #3 tekur Evrópulöggjöf gildi um millilandatengingar, en gildir um allan innlenda raforkugeirann frá og með orkulögum 2003 og um frjálsan orkumarkað frá innleiðingu Orkupakka #2 2007.  Lög frá Alþingi verða eftir innleiðingu Orkupakka #3 sett til hliðar í öllum orkugeiranum, ef þau stangast á við Evrópuréttinn. Þetta er ekki ásættanlegt, þegar litið er til mikilvægis orkuvinnslu og orkusölu fyrir hagkerfi landsins.  Ef ágreiningur verður við ESB á raforkusviðinu, er næsta víst við þessar aðstæður, að hagsmunir þeirra verða ofan á.   

Orkupakki #4 mun sennilega taka gildi í ESB 2020.  Hann er saminn af ríkri þörf Evrópusambandsins til að ná tökum á orkuskiptunum, sem fólk þar á bæ telur forsendu fyrir því, að ESB geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu 2015, þ.e. 20 % heildarorkunotkunar verði frá endurnýjanlegum lindum 2020 og 27 % árið 2030, og síðan verði kolefnishlutleysi náð 2050. 

Það horfir nú mjög illa með að ná þessum markmiðum.  Hitt veldur meiri áhyggjum í Berlaymont, hversu einhæfir orkuaðdrættirnir eru, og hversu háð ESB-löndin eru og verða á næstu árum Rússum um eldsneyti.  Þess vegna er gríðarleg áherzla lögð á að komast í endurnýjanlegar orkulindir, hvar sem hönd á festir.  Norðurlöndin Svíþjóð, Noregur og Ísland eiga öll miklar endurnýjanlegar orkulindir, og tvö hin síðarnefndu eru talin vera aflögufær.  

Auðvitað hefur ESB nákvæmar upplýsingar um Rammaáætlun um orkulindir hérlendis, nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk, svo og um verkefni, sem þangað hafa ekki ratað, s.s. djúpborunarverkefni með tífalt afl í holu. Hvernig á að koma í veg fyrir, að fyrirtæki einhvers staðar að, innan EES, komi höndum yfir orkulindir og hefji nýtingu á þeim, þegar bannað er að mismuna einstaklingum og lögaðilum innan EES, þegar hvers konar viðskipti og leyfisveitingar eiga í hlut ?    Það er jafnframt þannig, að náttúruvernd er ekki lögmæt ástæða fyrir útflutningshindrun á vöru, en ESB og Þórdís Kolbrún hafa skilgreint rafmagn sem vöru, illu heilli fyrir okkur, þótt slíkt sé fjarri skilningi almennings á rafmagni.  Það hefur lengi verið skilningur almennings á Íslandi og í Noregi, að rafmagnið sé afurð náttúruauðlinda, sem nýta eigi til að bæta hag heimila og fyrirtækja hvarvetna á landinu til samkeppnishæfrar verðmætasköpunar.

"Hrein orka fyrir alla Evrópumenn" er slagorð Fjórða orkupakkans.  Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkulindum í ESB-löndunum  á tímabilinu 2015-2030 eru áætlaðar TriEUR 1,0 eða tæplega 70 mrdEUR/ár. Að leggja einn 1200 MW sæstreng frá Íslandi um 1200 km leið til Bretlands er áætlað, að muni kosta tæplega mrdEUR 6.  Fjárfesta í endurnýjanlegum orkulindum mun því lítið muna um að leggja í slíka sæstrengslög.  Fái þeir áhuga, sem margt bendir til, m.a. sú staðreynd, að "Ice-Link" hefur komizt gegnum nálarauga ESB inn á PCI-forgangsverkefnaskrá ACER/ESB og inn á Kerfisþróunaráætlun sambandsins, getur í raun ekkert stöðvað þá framkvæmd, eftir að Alþingi hefur innleitt Evrópurétt á sviði millilandatenginga fyrir orku (Þriðji orkupakkinn). 

Þau, sem halda því fram, að slíkt valdaafsal innlends ákvörðunarvalds í hendur yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER/ESB, skipti sáralitlu máli, eru algerlega úti að aka um það, sem ESB gengur til með umfangsmikilli löggjöf og stjórntækjum til að fylgja henni eftir.  Þar ræður ekki illur hugur, heldur brýn þörf, en augljósir hagsmunaárekstrar við eyjarskeggja norður í Atlantshafi fá þá hins vegar marga hverja til að reisa burst gegn því arðráni, sem flutningur á orku frá eyjunni eðli máls samkvæmt mun hafa í för með sér.

Í Fjórða orkupakkanum eru höfð uppi áform um að stofna svæðisstjórnstöðvar fyrir raforkuflutninga.  Væntanlega þýðir það, að Stjórnstöð Landsnets (á Gylfaflöt í Reykjavík), þaðan sem helztu virkjunum, aðveitustöðvum og raun- og launaflsflæði stofnkerfisins, er stýrt, yrði sett undir slíka ROC-Regional Operational Centre, í norðanverðri Evrópu.  Með þessu á að fást betri stjórn á millilandaflutningum og e.t.v. að ryðja einhverjum hindrunum fyrir þeim úr vegi. 

Það kemur jafnframt fram í viðhengdu skjali með þessum pistli, að þessar svæðisstjórnstöðvar kunni í framtíðinni að ryðja kerfisstjórn hvers lands úr vegi og yfirtaka hlutverk þeirra í löndunum, sem svæðisstjórnin spannar.  Hvernig hugnast mönnum það, að Landsnet, sem ríkisstjórnin vill núna, að verði í ríkiseign, verði gleypt með húð og hári og að stofnkerfi landsins ásamt millilandatengingum rafmagns verði stýrt frá stjórnstöð á meginlandi Evrópu, t.d. í Hamborg ? 

Ef Alþingi samþykkir Orkupakka #3, mun engin fyrirstaða verða fyrir Orkupakka #4, og þá verða hagsmunir "heildarinnar" að ráða, þar sem heildin er allt EES, og sá sem framkvæmir hagsmunamatið, verður ACER.

Í viðhengdu skjali segir svo um framtíðaráformin, sem Alþingismenn eru nú að velta fyrir sér, hvort sé ekki bara allt í lagi, að Íslendingar verði hluti af:

"Stronger regulatory cooperation within ACER is seen as a prerequisite to achieving the EU Energy and Climate goals."

Höfundur þessa pistils túlkar þennan texta þannig, að öflugri miðstýring á orkumálum aðildarlandanna að hálfu ACER (Orkustofnunar ESB) sé talin forsenda þess að ná orku- og loftslagsmarkmiðum ESB.  Nú hníga öll vötn til Dýrafjarðar.  Tilhneigingin er öll til að færa lýðræðislega ákvarðanatöku í aðildarlöndunum til landsreglaranna og búrókrata Framkvæmdastjórnarinnar í ACER.  Vilja Alþingismenn fara inn á þessa braut ?  Til þess hafa þeir enga heimild.  Stjórnarskrá lýðveldisins bannar þessa þróun mála.  Samt hóta 2 ráðherrar ríkisstjórnarinnar enn að óska eftir því við þingið, að það lyfti stjórnskipulegum fyrirvara af máli, sem búrókratar þeirra í blindni eru búnir að samþykkja í Sameiginlegu EES-nefndinni.  Þetta heitir að skíta í eigið hreiður.  

Samkvæmt Fjórða orkupakkanum á að styrkja millilandasamstarf dreifiveitnanna.  Með endurnýjanlegum orkulindum í eigu almennra viðskiptavina dreifiveitnanna, á borð við sólarhlöður og vindmyllur, er komið fram nýtt hugtak, "prosumer", framleiðandi og notandi, í sama viðskiptavini.  Koma á á laggirnar nýrri stofnun innan ESB við hlið ACER fyrir "Distribution System Operators"-DSOs, samstarfsstofnun dreifiveitna.  Ekki er ólíklegt, að með tímanum þróist þetta samstarf í átt að samræmingarstöð og að lokum verði til einhvers konar yfirstjórn dreifiveitnanna í anda ESB-stjórnkerfisins. Það er greinilega sannfæring fyrir því innan Berlaymont, að bezt fari á því að miðstýra flutnings- og dreifikerfum orku innan EES af Framkvæmdastjórninni og stofnunum hennar.  Höfundur þessa pistils hefur aldrei verið á móti fjölþjóðasamvinnu, en þetta stjórnkerfi ESB á einfaldlega ekki heima á Íslandi.    

Eignarhald dreifiveitnanna á  endurhleðslustöðvum rafmagnsfartækja verður bannað eftir innleiðingu Fjórða orkumarkaðslagabálksins.  Það er af samkeppnisástæðum.  Dreifiveiturnar starfa samkvæmt sérleyfum hins opinbera, Orkustofnunar, og gjaldskrár þeirra mun Landsreglarinn rýna.  Samkvæmt Fjórða orkupakkanum eiga aðeins einkafyrirtæki að þjónusta endurhleðslumarkaðinn.  Að opinbert fyrirtæki á borð við dótturfyrirtæki OR hérlendis leiki talsvert hlutverk á þessum vettvangi, skekkir frjálsa samkeppni. Dreifiveitur eiga að halda sig við sitt hlutverk, og Veitum væri nær að gera rausnarlegt átak í að styrkja heimtaugar fjölbýlishúsa, svo að þær beri fyrirsjáanlega aukið álag af völdum endurhleðslu rafgeyma.  

Almennt er ekki von á auknum framförum með aukinni miðstýringu.  Sízt af öllu á það við, þegar um er að ræða að fjarstýra þróun raforkukerfis á eyju lengst norður í Atlantshafi frá meginlandi Evrópu.  Stöðva ætti þessa óheillaþróun með því að hafna Orkupakka #3.  Til þess þurfa Alþingismenn örlítið hugrekki til að feta nýjar slóðir.  Til þess virðast þeir njóta stuðnings kjósenda, sem ætlast til slíks sjálfstæðis af þeim.  Heybrækur eiga lítið erindi á þing. Það verður enginn fyrir tjóni, þótt ESB felli þá úr gildi Orkupakka #1 og #2 í EES-samninginum.  Alþingi getur eftir það hagað orkumálunum eins og því sýnist.

 

  

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband