Færsluflokkur: Umhverfismál
14.1.2024 | 09:32
Ramminn - misheppnað fyrirkomulag
Nú standa menn frammi fyrir gjaldþroti þess fyrrirkomulags að draga úr aðkomu stjórnmálamanna að vali á næstu virkjunum og að færa þetta að mestu leyti í hendur embættismanna með alls konar mótvægi á formi víðtæks kæruréttar framkvæmda. Allt of víðtækur réttur til að kæra ákvarðanatökur í öllu ferlinu hefur kyrkt það með þeim afleiðingum, að á undanförnum 10 árum hefur ekkert virkjunarleyfi og framkvæmdaleyfi verið veitt fyrir nýjum virkjunum yfir 10 MW, þótt stækkanir eldri virkjana hafi átt sér stað, t.d. hjá HS Orku. Skemmst er að minnast ofstækisláta aðallega aðkomumanna á Vestfjörðum út af fyrirætlunum um 50 MW virkjun þar, sem Vestfirðingar studdu, en kæfð var í fæðingu. Nú brenna Vestfirðingar dísilolíu í rafstöðvum til að anna spurn eftir raforku. Vitleysan ríður ekki við einteyming.
Vegna orku- og aflskorts þarf að brjóta kerfið upp. Orkustofnun veiti virkjunarleyfi fyrir verkefni, sem virkjunarfyrirtækin hafa rannsakað, sett í umhverfismat, hannað og sætt hefur afgreiðslu sveitarstjórnar. Orkuráðherra leggi það í hendur Alþingis að forgangsraða verkefnum og setja um þau framkvæmdalög. Eftir það sé ekki unnt að tefja málið með kærum, nema með lögbannskröfu fyrir dómstólum. Aðilar, sem hafa tjáð opinberlega fjandsemi sína gegn aukningu á framboði raforku í landinu verði úrskurðaðir vanhæfir til að standa að kærum gegn virkjana- og línuframkvæmdum.
Í Morgunblaðinu 28. desember 2023 birtist forystugrein undir heitinu:
"Orkan er okkur lífsnauðsyn".
Þar gerir höfundurinn að umtalsefni, hversu utan gátta sumir stjórnmálamenn eru í orkumálunum. Það má líklega að einhverju leyti rekja til þess, að hlutur Alþingis er minni en áður var í þessum málaflokki. Sú breyting reyndist ekki verða til góðs. Með því að þjóðkjörnir fjalli meir um þessi mál, má afnema áfrýjunarferli á gjörðum stjórnsýslunnar á þessu sviði.
Hvað sagði Morgunblaðið ?:
"Það var því ekki lítið undrunarefni, þegar orkuskorturinn var gerður opinber fyrir mánuði, að stjórnmálamenn létu margir sem hann kæmi þeim öldungis á óvart, þó að margoft hafi verið við því varað og um langt skeið, að í óefni stefndi.
Værukærðin um það er í raun óskiljanleg. Öllum hefur mátt ljóst vera, að fjölgun þjóðarinnar, mikill hagvöxtur, aukin orkunotkun, orkuskipti og öll önnur skilyrði leiddu til hins sama, að aukinnar orkuöflunar er þörf.
Það eru engar ýkjur að segja, að sú orkunýting sé ein helzta forsenda þess velmegunarþjóðfélags, sem Íslendingum hefur auðnazt að skapa í köldu og harðbýlu landi; forsenda hagvaxtar og hagsældar, fólksfjölgunar og lífskjara í fremstu röð þjóða heims.
Orkuöryggi er þjóðaröryggismál fyrir Íslendinga engu síður en aðrar þjóðir. Það er ein af frumskyldum stjórnvalda að sjá til þess, að því sé ekki ógnað og enn frekar, að það sé ekki vanrækt, eins og nú blasir við, að hefur gerzt."
Allt er þetta satt og rétt hjá Morgunblaðinu. Nú hefur þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Kragann, Jón Gunnarsson, fitjað opinberlega upp á því að mynda nýjan þingmeirihluta um nýjar virkjanir, því að VG þvælist fyrir þeim sjálfsögðu framfaramálum. Forsætisráðherra og formaður þessa óstjórntæka flokks staðfesti afturhaldssemi þessa flokks á tröppum Bessastaða á leið á Ríkisráðsfund 31.12.2023 með því að segjast ekki trúa því, að meirihluti gæti myndazt um að slá af faglegum kröfum við virkjanaundirbúning. Að valda töfum á því, að landið verði að nýju sjálfbært um raforku heitir í munni þess, sem alltaf leikur tveimur skjöldum, að uppfylla faglegar kröfur. Þetta eru alger öfugmæli. Ekki þarf að slá af verkfræðilegum kröfum né eðlilegum umhverfisverndarkröfum um að við hönnun verði beitt beztu tækni við að lágmarka inngrip í náttúruna.
4.1.2024 | 15:26
Orkumálin hér og þar
Ef mannkynið ætlar að losa sig af klafa jarðefnaeldsneytis og alls konar áhættu, sem viðskiptum með það og notkun þess (bruna) fylgir, þá er þörf á meiri endurnýjanlegri orku fljótlega. Þetta virtust trúðarnir frá 118 löndum á furðuráðstefnunni í Dubai í vetur langflestir vera sammála um, en þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Núverandi tæknistig mannsins leyfir þetta ekki, og þess vegna er tómt mál að gaspra, eins og þetta geti stjórnmálamenn einfaldlega ákveðið. Þetta er ekki hægt að svo komnu, en því fer fjarri, að dómsdægur vofi yfir lífinu á jörðunni þess vegna.
Áróðurinn um óvenjulega og mikla hlýnun andrúmslofts jarðar er úr lausu lofti gripinn. Það þarf ekki annað en að hlýða á góða tölfræðinga, sem kunna að beita tölfræðilegri greiningu á langar tímaraðir gagna, til að sannfærast um, að óvenjuleg hlýnun er ekki í gangi, heldur frávik, sem oft hefur orðið áður frá lokum síðustu ísaldar fyrir um 10 k árum. Ísaldarskeið virðist vera hið venjulega ástand jarðar, svo að rétt er oss á breiddargráðum nærri pólunum "að njóta á meðan á nefinu stendur".
Trúðarnir á stóra fundinum í Dubai, bæði þeir á náttfötunum og í jakkafötunum, hétu því þar að hafa aukið við uppsett afl virkjana orku endurnýjanlegra orkulinda upp í 11,0 TW (terawött) árið 2030 úr núverandi 3,4 TW eða nálægt 1,1 TW/ár. Til samanburðar er allt uppsett afl í Bandaríkjunum (BNA) 1,3 TW. Spyrja má á hverju trúðar eru, sem lofa öðru eins og þessu ?
Þrátt fyrir metfjárfestingar í búnaði til að framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkulindum á fyrri hluta árs 2023 á sá iðnaður erfitt uppdráttar um þessar mundir þrátt fyrir gósentíma í lágvaxtaskeiðinu). Undirbirgjar íhluta vindknúinna rafala hafa átt í vandræðum vegna aukningar á afköstum rafalanna, sem ákveðin hefur verið af sölufyrirtækjunum. Í nóvember 2023 var Siemens Energy, sem er móðurfélag hönnunar- og samsetningarfélags fyrir vindorkubúnað, bjargað með láni, sem þýzka ríkið gekk í ábyrgð fyrir. Kostnaðarhækkanir, sumpart vegna hærri vaxta, hafa knúið fyrirtæki á sviði virkjanaframkvæmda fyrir hreinorku til að hætta við verkefni, sem áður voru arðsöm. Fimm vindrafalaverkefni undan ströndum Bandaríkjanna (BNA) hefur verið hætt við á árinu 2023 vegna 20 % kostnaðarhækkunar.
Meðaltalsarðsemi vind- og sólarverkefna hefur numið aðeins 6 %/ár á undanförnum árum. Þetta er ekki nægt aðdráttarafl fyrir þær TriUSD 8, sem þarf til að uppfylla loforð trúðanna á loftslagsráðstefnunni í Dubai í nóvember-desember 2023 um, að uppsett afl hreinorku verði 11 TW árið 2030. Erlendis er hæggengt samþykktarferli verkefna hindrun, þótt agaleysi embættismanna sé ekki jafnalvarlegt og hérlendis.
Evrópuþingið reyndi síðari hluta árs 2023 að berja í brestina með þingsályktun um, að virkjanir endurnýjanlegra orkulinda væru "forgangsalmannahagsmunir" ("overriding public interest"). Þetta er þó ekki talið líklegt til árangurs, og Evrópusambandið hefur þegar í gildi kröfu um, að leyfisveitingaferlið taki að hámarki 2 ár. Vita værukærir og/eða öfugsnúnir íslenzkir embættismenn af þessu ? Tillaga hefur komið um umbætur á leyfisveitingaferli alríkisins í BNA, en samþykkt hennar hefði takmarkaðar afleiðingar, nema ríkin 50 fylgi slíkum umbótum eftir. Þótt afturhaldið sé óvíða jafnsvæsið og á Íslandi, er víða pottur brotinn, og hægri höndin veit ekki, hvað sú vinstri gerir á sviði orkuskiptanna. Þau ganga þess vegna á afturfótunum, og stjórnmálamenn þvælast bara fyrir með kjánalegum vinnubrögðum.
Morgunblaðið hefur fylgzt náið með þróun orkumálanna heima og erlendis og hefur líklega frá stofnun sinni stutt hugmyndir um virkjanir fallvatna og jarðhita, sem til heilla horfðu í landinu. Blaðið hefur á stundum staðið í mikilli orrahríð við úrtölumenn framfara, t.d. vegna Búrfellsvirkjunar. Núverandi ritstjórn veit nákvæmlega, hvar skórinn kreppir pólitískt og í embættismannakerfinu. Um þetta vitnaði forystugrein blaðsins 8. desember 2023 undir fyrirsögninni:
"Raforkumálin þarf að hugsa út fyrir rammann".
Hún hófst þannig:
"Viðvarandi raforkuskortur hefur verið á Íslandi undanfarin ár, en nú blasir við neyðarástand í orkumálum, og stjórnvöld leggja í fáti á ráðin um orkuskömmtun.
Það er í flestra huga óskiljanlegt, að í okkar orkuríka landi sé skollin á orkukreppa. Hitt er þó ekki með minni ólíkindum, að ríkisstjórninni hugkvæmist engin önnur bjargráð en skömmtunarstefna með gamla laginu."
Í hálfa öld frá upphafi umtalsverðrar rafvæðingar á Íslandi var viðvarandi raforkuskortur á Íslandi, sem skrifa mátti á reikning fátæktar og umkomuleysis landsmanna. Í þessum efnum varð fyrst róttæk breyting með tilkomu Viðreisnarstjórnarinnar, en fyrsti dómsmála- og iðnaðarráðherra hennar var hinn stórhuga og víðsýni stjórnmálamaður dr Bjarni Benediktsson, sem síðar varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Á hans könnu voru líka raforkumálin, og hann beitti sér strax fyrir undirbúningi samninga um mikil raforkukaup, sem mundu gera fjárhagslega kleift að ráðast í fyrstu stórvirkjun landsins í jökulfljótinu Þjórsá við Búrfell. Í ljósi þessarar framsýnu stefnumörkunar sjálfstæðismanna á sinni tíð er það þyngra en tárum taki, að á vakt Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarið verið flotið sofandi að feigðarósi í orkumálum landsins. Núverandi orkuráðherra flokksins nær botninum með því að fela embættismönnum skömmtunarvald til að fela vandamálið fyrir almenningi. Sá tilgangur er undirstrikaður með orðaleppinum "umframeftirspurn" í stað orku- og aflskorts.
Umframeftirspurnin er auðvitað miðuð við stöðnun, sem eru ær og kýr afturhaldsins, en helber vitleysa í landi öflugs hagvaxtar og mikillar fólksfjölgunar. Hagvöxturinn væri reyndar talsvert meiri, ef hægt hefði verið að verða við áhugaverðri og arðsamri spurn eftir raforku. Þar liggur hundurinn grafinn: afturhaldið með VG í broddi fylkingar vill hagvöxtinn feigan af nostalgíu og sérvizku einni saman.
"Það er því einkennilegt að lesa í greinargerð frumvarpsins, að Orkustofnun, sem gleggsta yfirsýn á að hafa á orkumál, hafi fyrst orðið áskynja um ástandið, þegar Landsvirkjun sendi henni bréf í október [2023]. Í ljósi annarrar embættisfærslu þar kemur það því miður ekki á óvart."
Undir núverandi forystu er Orkustofnun afar gagnslítill ráðgjafi um heillavænlega og raunhæfa stefnumörkun , eins og varað var við á þessu vefsetri við ráðningu núverandi Orkumálastjóra. Það tekur þó steininn úr, að nokkurra ára raforkuskortur í landinu skyldi hafa farið fram hjá henni og hún ekki áttað sig á grafalvarlegri stöðu fyrr en Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, bar sig illa yfir að verða að hafna góðum viðskiptum með raforku. Nú hefur verið ákveðið að sameina Orkustofnun og Umhverfisstofnun, og verður þá niðurlægingin fullkomnuð.
"Enn skrýtnara er því, að það sé einmitt orkumálastjóri, yfirmaður Orkustofnunar, sem færa á þessi fáheyrðu völd og gera að skömmtunarstjóra orkunnar í landinu. Enn frekar í ljósi vanhæfis hans vegna margvíslegra umræðna, sem Samtök iðnaðarins benda á í ítarlegri umsögn sinni.
Með frumvarpinu á að taka markaðslögmálin úr sambandi, andstætt EES-samninginum, en til þess að fara í kringum það er látið sem lögin eigi að vera tímabundin til tveggja ára.
En ástandið verður engu skárra þá; það verður verra: orkuþörfin mun meiri, en tiltæk orka engu meiri."
Hingað til hefur Stjórnstöð Landsnets annazt framkvæmd forgangsorkuskömmtunar í neyð. Það hefur verið gert samkvæmt reglum, sem ekki hefur verið ágreiningur um og njörvaðar eru niður í langtímasamningum stærstu orkunotenda landsins. Ef ríkisvaldið ætlar nú að ganga í bág við þessa samninga, sem sumir eru 55 ára gamlir og hafa staðizt tímans tönn, mun það jafngilda hruni á trausti þessara fjárfesta og annarra svipaðra í garð íslenzka ríkisins og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun. Það má búast við lögsóknum fyrir samningssvik og jafnvel krröfu um ógildingu þeirra. Þarna er um að ræða frumhlaup viðvaninga í fílabeinsturni embættismennsku, sem getur orðið þjóðinni dýrkeypt. Allt er þetta vegna óhæfni Orkumálastjóra við að lesa í aðstæður áður en allt er komið í óefni.
Hlutur orkuráðherrans er slæmur. Hann átti að hotta á eftir Orkustofnun um útgáfu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun, strax eftir að lögboðinn frestur var liðinn (í ESB má allt umsóknarferlið með umhverfismati taka mest 2 ár), og þegar fyrri ógilding virkjunarleyfisins kom á grundvelli ófullnægjandi umfjöllunar um "vatnshlot", sem er furðuorð og fáir skilja, að blása til sóknar með sérlögum um Hvammsvirkjun. Hann skorti þrekið, þótt sjálfhælinn sé.
21.12.2023 | 18:11
Heiðarlega stunduð tölfræði andspænis gífuryrðum SÞ
Tölfræðin er fallegt fag, og vaxandi minnis- og reiknigeta tölvubúnaðar hefur eflt hana í sessi sem notadrjúga grein til að sanna eða afsanna kenningar um efni, þar sem langar raðir mæligagna eru fyrir hendi. Þetta á t.d. við um hitastig á jörðunni. Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði, ritaði þungavigtar grein um meinta hlýnun jarðar, sem birtist í Morgunblaðinu 12.12.2023. Tölfræðileg greining á hitamæligögnum sýnir, að núverandi skammvint hlýskeið er aðeins eðlilegur breytileiki í hitafari jarðarinnar og að engin fylgni er á milli hækkandi styrks koltvíildis í andrúmslofti og núverandi hlýnunar. Um þetta síðasta skrifar Helgi í greininni "COP28":
"Aukning koltvísýrings í andrúmslofti, sem sést frá 1960 í röð frá Havaí, getur ekki verið mikilvæg stýribreyta."
Brezkur stjórnmálamaður sagði um miðbik síðustu aldar, að til væru 3 gerðir lyga: lygar, bölvaðar lygar og tölfræði. Enginn þarf að draga heilindi og fagmennsku Helga Tómassonar í efa, þegar hann kynnir tölfræðilegar niðurstöður sínar á hvaða vettvangi sem er, enda eru kollegar hans, t.d. norskir, sem hann tilgreinir í téðri grein, á sömu skoðun og hann. Heiðarlega og kunnáttusamlega stunduð tölfræði lýgur aldrei. Hún gefur óyggjandi niðurstöður, en áróður Sameinuðu þjóðanna, SÞ, og ráðgjafarhóps þeirra, IPCC (International Panel on Climate Change heldur fram flokki 2 í hópi lyga, sem vitnað var í hjá brezka þingmanninum. Margir stjórnmálamenn í heiminum hafa látið glepjast af hræðsluáróðri SÞ, þar sem framkvæmdastjóri þeirra hefur gengið svo langt, að mannkyns bíði stiknun í helvíti á þessari jörð, en ekki hinum megin vegna syndanna, eins og í gamla daga. Fer vel á því, að páfi nútíma ofsatrúar hræði fólk til fylgilags með sams konar hræðsluáróðri og páfar fyrri alda. Munur á staðsetning óskapanna er bitamunur, en ekki fjár.
Það, sem lygalaupar túlka sem upphaf ískyggilegrar þróunar, er aðeins ein af fjölmörgum uppsveiflum frá nánast föstu gildi (meðalgildi), sem menn geta séð í tímaröðum hitastigsmælinga andrúmslofts eða árhringjum langlífra trjáa eða með öðru móti (borkjarnar).
Athyglisverða og þakkarverða grein sína hóf prófessor Helgi þannig:
"Olíufursti Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur verið með varkárar yfirlýsingar um hlýnun jarðar. Varfærni furstans á fullan rétt á sér. Skoðun á tímaröðum á veðurstofugögnum síðustu 200-300 ár sýnir, að ekki er grundvöllur fyrir yfirlýsingum á borð við hamfarahlýnun allrar plánetunnar."
Þar höfum við það. Það er enginn grundvöllur fyrir líkangerð með innbyggðan marktækan hitastigul, sem gefur niðurstöður í ósamræmi við tímaröð hitastigsmælinga veðurstofanna. Þess vegna sætir furðu, að veðurfræðingar heimsins, einnig á Veðurstofu Íslands, sem eru raunvísindamenn með menntun í stærðfræði, skuli vera hallir undir hamfarahlýnunarkenningu SÞ. Eftir höfðinu dansa limirnir var löngum sagt.
Prófessor Helgi telur ósannað, að hækkun koltvíildis í andrúmslofti stafi af athöfnum manna, en hann telur freistandi að draga þá ályktun. Hins vegar veldur eldsneytisbruni ekki hlýnun andrúmsloftts. Það er ekki vegna þess, að gróðurhúsaáhrif koltvíildis séu ekki fyrir hendi, heldur vegna þess, að geislun varma út í geiminn eykst að sama skapi.
"Árangur tímaraðalíkananna stóð fyrir sínu og sýndi fram á ýkjukenndar væntingar manna um nytsemi mikils gagnamagns og flókinna líkana. Eftir 1980 fer í gang sáttaferli, sem birtist með Nóbelsverðlaunahöfum eins og Granger og Sims (hagfræðingar hafa oft fengið verðlaun fyrir tölfræðiaðferðir). Í hagrannsóknum nútímans hefur tímaraðafræðin sjálfsagðan sess. Hagrannsóknarmaðurinn T.C. Mills (hefur skrifað margar kennslubækur um hagrannsóknir) telur, að hugsanlega séu loftslagsvísindin á sama stað og hagfræðin var fyrir 50 árum. Hann segir: A new climate war brewing: forecasting versus modeling. Hann nefnir, að hagfræðingar hafi þróað með sér heilbrigðan efa um nytsemi eigin líkana."
IPCC hefur nokkuð gumað af loftslagslíkani sínu, sem mun vera samsuða úr nokkrum líkönum mismunandi landa. Líkanið er þó ekki betra en það, að stöðugt þarf að laga það að raunhitastigi á jörðunni. Spágildi þess er með öðrum orðum lítið. Meginskekkjan er fólgin í því, að endurkast varmageislunar út í geiminn er í líkaninu aðeins helmingur þess, sem er í raunveruleikanum. Þess vegna birtir IPCC allt of háa hitastigsspá. Tímaraðir Helga Tómassonar sýna nánast enga tilhneigingu til hlýnunar, eftir að koltvíildisstyrkur andrúmslofts tók að aukast hratt.
"Á COP 28 koma saman olíuframleiðendur og -kaupendur. Eflaust verður þar lagður grunnur að ýmsum olíusamningum, vopnasamningum og vonandi friðarsamningum. Þetta er [aðallega] pólitísk viðskiptaráðstefna. Allt tal um útfösun jarðefnaeldsneytis er ótímabært, þegar stærðargráðurnar í orkunotkun eru skoðaðar. Þó [að] ég sé sammála olíufurstanum, vildi ég síður vera honum háður í orkumálum (né Pútín, Írönum og hinum). Núverandi olíusvæði einkennast mörg af stjórnarfarslegum óstöðugleika. Þessi óstöðugleiki kallar á nýja valkosti, í Svíþjóð á kjarnorku, á Íslandi virkjun fallvatna, jarðhita o.fl. Hagfræðin segir, að olíufurstar muni reyna að stýra verðinu, þannig að valkostir verði ekki hagkvæmir. Selt magn er háð verði. Það er víða neyðarástand, t.d. styrjaldir og mengun í borgum, en það er ekki neyðarástand vegna þróunar og breytileika hitastigs. Í bók sinni Grænu fötin keisarans rekur danski rithöfundurinn Jens Robdrup (2015), hvernig loftslagsumræða nútímans hefur á sér yfirbragð ofsatrúar með tilheyrandi rétttrúnaði og bannfæringum. Fólk þarf að skilja stærðargráður, og þar er menntun í lestri og stærðfræði grundvallaratriði."
Þannig lauk frábærri grein. Höfundur þessa pistils hefur tekið eftir vaxandi notkun á orðskrípinu "útfösun". Í málinu er fallegt orð "samfösun" notað um að stilla saman strengi. Þegar tengja á saman 2 riðstraumskerfi, má það aðeins gerast á því andartaki, þegar kerfin "eru í fasa", þ.e. augnabliksspenna hvers fasa er jöfn. Annars verður skammhlaup yfir samtengirofann og útleysing, ef allt er með felldu. Þessi gerð samtenginga raforkukerfa kallast "samfösun".
Útfösun jarðefnaeldsneytis er nú notað um að stöðva notkun og framleiðslu þess á ákveðnu tímabili, m.ö.o. afnám þess í áföngum. Útfösun er óþarft orðskrípi. Það er hárrétt hjá prófessor Helga, að afnám 80 % af orkunotkun jarðarbúa er óraunhæft í fyrirsjáanlegri framtíð. Til að losna undan verðstýringu sjeikanna á olíuvörum með hringamyndun þeirra (kartell), sem hafa með sér samráð um framleiðslumagnið, og til að draga úr loftmengun, er góð ástæða fyrir Vesturlönd að draga úr olíuviðskiptum, þegar tækniþróun leyfir. Að skjóta sig í fótinn með refsigjöldum á sjálfan sig, ef losun er yfir mörkum, sem ákveðin eru út í loftið, er alger óþarfi. Nú þarf að fara að snúa ofan af vitleysunni.
12.12.2023 | 14:20
Loftslagsráðstefnan er dæmd til að missa marks
Hvers vegna eru allar loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna dæmdar til áhrifaleysis, þ.e. að verða orðin tóm ? Það eru nokkrar ástæður fyrir því, en nefna má, að skuldbindingar þar eru ekki lagalega bindandi, og þeir, sem mest tala þar, hafa ekki nægilega góða yfirsýn og skilning á þeim tæknilegu og efnahagslegu viðfangsefnum, sem úrlausna krefjast, ef árangur á að nást við að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Fullyrða má, að blaður þjóðarleiðtoga breytir engu fyrir loftslagið. Að fjöldi ráðstefnugestanna á 28. loftslagsráðstefnunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (Dubai) frá Íslandi skuli nema 0,1 % af heildarfjölda segir meira um ferðagleði og hégómagirni landsmanna en gagn, sem Ísland eða aðrir nokkru sinni geta haft af að hafa þarna fleiri en 0,01 % þátttakenda.
Meginástæða árangursleysis þessara fjöldasamkoma (80-90 k viðstaddir) er þó líklega sú, að enginn þar virðist hafa velt fyrir sér kostnaðinum af áætlaðri hlýnun umfram 1,5°C og borið hann saman við kostnaðinn við að halda hlýnun í skefjum við 1,5°C. Í staðinn fljúga orðaleppar um salina, sem eiga að hræða fólk til fylgilags við loftslagstrúboðið. Það dytti sennilega dautt niður, ef kostnaðarupplýsingar frá Copenhagen Consensus fengju einhverja athygli á þessum dæmalausu blaðurskjóðu fundum stjórnmálamanna og embættismanna.
Björn Lomborg, stofnandi téðrar hugveitu, skrifaði nýlega grein um þetta, og birtist hún í Morgunblaðinu 4. desember 2023. Þar kemur nefnilega fram, að kostnaðurinn af baráttunni við hlýnun er margfaldur á við kostnaðinn af afleiðingunum. Opinberu fé verður bezt varið til mótvægisaðgerða, nema viðskiptalega hagkvæmar lausnir séu fyrir hendi. Þegar kemur að orkuöflun, eru þær fyrir hendi með jarðgufu og fallvatni hérlendis, en það á varla við um vindinn vegna lágs nýtingartíma, lítilla eininga og mikils umhverfiskostnaðar við að nýta hann til raforkuvinnslu.
Nú skal grípa niður í grein Björns Lomborg, sem bar fyrirsögnina:
"Þegar loftslagspáfar vilja ekki hlusta á vísindin".
"Næstum öll ríku löndin prédika mun meira en þau standa síðan við. Dæmi um þetta er Evrópusambandið, sem hefur lofað meiru en nokkur annar, en fór þó að leita að meiri olíu, gasi og kolum í Afríku, þegar það var nauðbeygt til að stöðva gasinnflutning frá Rússum í kjölfar villimannslegrar innrásar þeirra í Úkraínu. Á sama tíma setja næstum öll fátæk ríki skiljanlega eigin velmegun í forgang, sem þýðir næga ódýra og áreiðanleg orku - sem þýðir enn sem komið er jarðefnaeldsneyti [þar á bæ - innsk. BJo]."
Þetta þýðir, að ráðstefnublaðrið um, að nú sé ekki eftir neinu að bíða, mundi hafa afar neikvæðar afleiðingar á lífskjör í heiminum, sérstaklega á meðal þjóða, sem verst eru settar, ef úr yrði. Jarðarkringlan og allt, sem á henni er, yrði miklu betur sett, ef SÞ mundu hætta að boða til þessara árlegu funda. Fjarfundir hljóta að duga á milli staðfunda á 10 ára fresti til að bera saman bækur.
Það er vita vonlaus aðferðarfræði að setja einhver markmið án skuldbindinga. Miklum hræðsluáróðri er dembt yfir heiminn, en hann hrín ekki á olíuvinnslulöndunum og stærstu notendunum í fjölmennustu löndunum, Indlandi og Kína. Vesturlönd geta ekki dregið þennan vagn ein og verða að gæta að sér að missa ekki kostnað atvinnuvega sinna úr böndunum fyrir vikið.
"Undirstaða skrípaleiks loftslagsráðstefnunnar er lygi, sem er endurtekin aftur og aftur: að græn orka sé alveg við það að koma í stað jarðefnaeldsneytis á öllum sviðum lífs okkar. Þessum ýkjum er [núna] haldið á lofti af Alþjóðaorkumálastofnuninni, sem hefur snúið sér frá hlutverki hlutlauss úrskurðaraðila um orkugögn yfir í talsmann þeirrar langsóttu spár, að notkun jarðefnaeldsneytis muni ná hámarki innan aðeins 7 ára."
Þarna er um einfaldan blekkingarleik að ræða, sem stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa margþvælt um, en þegar til á að taka, er gripið í tómt. Þetta er meginskýringin á því, að framkvæmd orkuskipta er langt á eftir áætlun alls staðar. Katrín Jakobsdóttir talar, eins og lausnir séu "hilluvara", en hvernig eiga útgerðarfélög og flugfélög og verktakar að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi ? Það vantar jarðtengingu tækninnar inn í þessa umræðu. Glæpasagnahöfundur hrekkur skammt. Almenningur hefur áttað sig á innihaldsleysi orðaflaums og ósvífins hræðsluáróðurs.
"Það, sem verður ekki viðurkennt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum - vegna þess að það hefur aldrei verið viðurkennt á alþjóðlegum loftslagsráðstefnum - er hinn óþægilegi veruleiki, að þótt loftslagsbreytingar hafi raunverulegan kostnað í för með sér, þá hefur loftslagsstefnan það líka."
Það hefur aldrei gagnrýnin og fræðileg umræða farið fram í miðlum fyrir almenning um raunverulegar afleiðingar af hækkandi styrk koltvíildis í andrúmslofti af mannavöldum, kostnaðinn af að stemma stigu við þessari losun, kostnaðinn af tiltækum mótvægisaðgerðum og kostnaðinn af aðgerðaleysi. Það hefur bara verið hamrað á nauðsyn orkuskipta í samgöngum og iðnaði og landbúnaði og þá litið fram hjá því, að tæknin fyrir stórfelld orkuskipti er enn ekki fyrir hendi, enda fer notkun jarðefnaeldsneytis vaxandi víðast hvar í heiminum og toppinum á brennslu jarðefnaeldsneytis verður líklega ekki náð fyrr en á næsta áratugi. Loftslagspostular hafa skotið sig í fótinn með árlegum dómsdagsspádómum, og er formaður Loftslagsráðs Íslands dæmi um slíkan hamfarapostula, sem hefur gert sig að ómerkingi. Hver lofslagsráðstefna (COP) er sögð sú síðasta fyrir mannkynið til að bjarga sér. Ef raunveruleg hætta væri á ferðum, hefði ekki þótt verjanlegt að setja þessum ráðstefnum algerlega ófaglega og óskilvirka umgjörð.
"Loftslagsaðgerðasinnar, sem krefjast þess, að við hlustum á vísindin, hafa sjálfir stöðugt hundsað þessar rannsóknir og hvatt ríka leiðtoga heimsins til að gefa sífellt meiri loftslagsslagorð. Margir leiðtogar heimsins hafa jafnvel gengið svo langt að lofa núll-marki í kolefnislosun fyrir árið 2050. [Katrín Jakobsdóttir stökk snemma á þann vagn, en hún gösslast áfram án þess að kynna sér málin út í hörgul, þegar kemur að því, að skuldbinda Ísland og ríkiskassann, þótt enginn sé hún heimsleiðtoginn - innsk. BJo.]
Þrátt fyrir að þetta sé líklega dýrasta stefnan, sem leiðtogar heimsins hafa lofað, var hún sett fram án þess að gera nokkurt ritrýnt mat á heildarkostnaðinum. Fyrr á þessu ári fjallaði sérútgáfa Climate Change Economics um fyrstu slíkar greiningar.
Þetta undraverða verk hefur nánast hvergi verið kynnt af neinum stórum fréttamiðlum. Það sýnir, að jafnvel með mjög rausnarlegum forsendum muni ávinningurinn af því að sækjast eftir hreinu núlli aðeins mjakast upp mjög hægt og rólega á öldinni. Um miðja öld gæti ávinningurinn - þ.e. kostnaður vegna loftslagsbreytinga, sem verður forðað - orðið um 1 TriUSD/ár.
En kostnaðurinn yrði miklu, miklu hærri. Þrjú mismunandi líkön sýna sýna öll kostnað langt umfram ávinning hvert einasta ár alla 21. öldina og langt inn í þá næstu.
Þetta hafa menn upp úr því að láta hjarðeðlið leiða sig í gönur. Í upphafi skyldi endinn skoða. Ef menn hefðu setzt niður um 1990 og gert kostnaðarútreikninga, eins og Climate Change Economics hefur nú birt, í stað þess að reka hræðsluáróður um óafturkræfa ofurhlýnun jarðar, þá hefði mátt frelsa mannkynið undan miklu fári falsspámanna og loddara.
"Alla öldina er ávinningurinn [árlega - innsk. BJo] 1,4 % af VLF, á meðan kostnaðurinn er að meðaltali 8,6 % af VLF. Hver króna í kostnaði [við að ná 0 nettó losun CO2 - innsk. BJo] skilar kannski 16 aurum af lofslagsávinningi. Ljóst er, að þetta er skelfilega illa farið með fé.
Það eina, sem getur komið í veg fyrir, að þessi leiðtogafundur verði endurtekning á 27 öðrum mistökum er, að stjórnmálamenn viðurkenni rauverulegan kostnað af hreinni núllstefnu og í stað þess að lofa meiri kolefnisskerðingu [að] heita því frekar að stórauka rannsóknir og þróun á grænni orku."
Varðandi hið síðast nefnda er brýnt að þróa raunverulega valkosti við jarðefnaeldsneytið, t.d. þóríum-kjarnorkuver, sem skrýtið er, að ekki skuli vera tekið að hilla í. Þess má geta, að þýzkir stjórnmálamenn ræða nú enduropnun úraníum-kjarnorkuvera í Þýzkalandi. Ef Græningjar samþykkja það, hafa þeir snúizt í hring.
Hræðsluáróður loftslagspostula er reistur á spá um þróun hitastigs á jörðunni. Loftslagsfræðingurinn dr John Christy o.fl. hafa sýnt fram á með hitastigsmælingum gervihnatta og loftbelgja, sjá Earth and Space Science við The University of Alabama á tímabilinu 1979-2014, að líkan IPCC er rangt, sem leiðir til allt of mikillar framreiknaðrar hlýnunar. Villan er fólgin í endurgeislun frá jörðu og út í geiminn, sem í líkaninu er aðeins helmingur af raunverulegu hitatapi.
15.11.2023 | 17:57
Gæluverkefni að breytast í martröð
Mikið hefur verið ferðazt og mikið hefur verið skrafað og skrifað um uppáhaldsgæluverkefni stjórnmálamanna alla þessa öld og reyndar frá Kyoto ráðstefnunni áratug fyrir aldamótin, þótt ekki sé traust land undir fótum um nákvæman þátt styrks koltvíildis í andrúmslofti á hlýnun jarðar. Snorri, goði, spurði á Alþingi, er fregnir bárust þingheimi um eldsumbrot á tíma þinghaldsins, er trúskipti í landinu voru til umfjöllunar: hverju reiddust goðin, er hraun það rann, er nú stöndum vér á.
Nú spyr afkomandi hans: hverju hafa sætt fyrri hlýskeið í sögu jarðar, þegar hitastig andrúmslofts náði hærri hæðum en núverandi lífverur á jörðunni upplifa, í ljósi þess, að rannsóknir sýna, að þá var koltvíildisstyrkur andrúmslofts miklu lægri en nú er eða svipaður og í upphafi iðnvæðingar (um 1750) ?
Það skyldu þó ekki vera önnur lögmál á ferðinni en lögmál Ångströms um gróðurhúsaáhrif gastegunda á borð við CO2 ? Enginn efast um, að gróðurhúsaáhrif gastegundanna eru fyrir hendi, einna helzt H2O, en deilt er um, hversu mikil sú hlýnun raunverulega er, og er þá vísað til gervihnattamælinga (t.d. frá John Christi), sem sýna mun minni hlýnun en IPCC (Loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna) belgir sig út með af mikilli vandlætingu yfir hegðun manna í sönnum loddarastíl.
Íslenzkir stjórnmálamenn hafa farið offari í skuldbindandi markmiðasetningum á alþjóðavísu, þótt Íslendingar hafi náð mun meiri árangri á sviði, þar sem tæknilega auðveldast hefur verið um vik, þ.e. orkusviðinu, þar sem um 85 % heildarorkunotkunar landsmanna er frá endurnýjanlegum orkulindum, sem losa lítið koltvíildi við notkunina.
Tveir valinkunnir menn rituðu afar skýra og ítarlega grein um þessi efni í Morgunblaðið 4. nóvember 2023 undir fyrirsögninni:
"Heimsmet í hættu".
Þar er með talnalegum rökum sýnt fram á skýjaglópsku íslenzkra stjórnmálamanna, sem tekið hafa gæluverkefnið "Baráttuna við hlýnun jarðar" upp á arma sér af fullkominni sýndarmennsku, því að þeir hafa sett landsmönnum með öllu óraunhæf markmið með þeim afleiðingum, að ríkissjóður mun þurfa að greiða risaupphæðir til fjölþjóðlegra stofnana (ESB) í sektir. Hér hefur stjórnmálamönnum rétt einu sinni tekizt að forgangsraða með vitlausum hætti. Þeir hafa ekki tekið tillit til þess, að tækniþróun og kostnaður samfara þessum orkuskiptum útiloka, að hægt verði að ná markmiðum þeirra, og rétt einu sinni hafa þeir látið flækja ríkiskassann í stórfelld útlát, sem landsmenn hafa ekki efni á. Síðan er sú einkennilega þversögn við lýði á stjórnarheimilinu, að sá stjórnarflokkanna, sem ákafastur er í vitleysunni, þ.e. að setja óraunhæf markmið og gorta af, leggst þversum gegn útvegun sjálfbærrar, innlendrar orku í stað jarðefnaeldsneytisins og flutningi hennar á milli landshluta. Með þessu skýtur forsætisráðherra sig í fótinn, en það er í stíl við aðra ósamkvæmni í pólitískum störfum hennar, sem er ný af nálinni í íslenzum stjórnmálum. Þann skrípaleik virðast kjósendur þó ekki kunna að meta, og þarf engan að undra.
Téð grein Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, og Egils Jóhannssonar, stjórnarmanns í SVÞ og Bílgreinasambandinu, hófst þannig:
"Stjórnvöld virðast ekki vita í hvorn fótinn þau eiga að stíga, þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Glundroði ríkir.
Stjórnvöld hafa undirgengizt alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt losunar á beinni ábyrgð Íslands, sem nemur um 29 % árið 2030 m.v. stöðuna árið 2005. Þau hafa sett sér enn metnaðarfyllri markmið í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg um 55 % samdrátt sama ár og stefna að heimsmeti með því, að Ísland verði fyrsta jarðefnaeldsneytislausa land heims árið 2040. Ef illa tekst til, blasa við allt að mrdISK 10 ríkisútgjöld á ári vegna kaupa á losunarheimildum eða innflutningur á rándýrum íblöndunarefnum, sem margfalda gjaldeyrisútstreymi."
Hvað í ósköpunum gengur íslenzkum stjórnvöldum til að haga sér með svo óábyrgum hætti, sem þarna er lýst. Áður en markmið eru sett, verður sá, sem á að ná markmiðinu, að hafa aðferðarfræðina, sem beita á til að ná markmiðinu, á hreinu. Í tilviki stjórnvalda fórna þau mikilvægum stjórntækjum sínum við neyzlustýringuna áður en áratugurinn, sem skipta átti sköpum, er hálfnaður. Ríkisvaldið hefur ekki haft nægilegt úthald við að ná markmiðinu til að nokkur von sé til, að það heppnist. Hún flækir þar með landsmenn enn meir í gildru fjárhagskvaða, sem Evrópusambandinu mun þóknast að innheimta í fyllingu tímans. Þetta er léttúðug stjórnsýsla.
"Árið 2022 áttu 33 % af losun koltvísýrings á beinni ábyrgð Íslands uppruna sinn að rekja til vegasamgangna. Í þeim flokki hefur losun aukizt með auknum efnahagsumsvifum. Í vegasamgöngum liggja þó mestu tækifærin til losunarsamdráttar, þar sem nýting hreinorkutækni er þar lengst komin. Til að ná settum markmiðum hafa stjórnvöld m.a. ráðizt í aðgerðir, sem eiga að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum."
Menn sjá í hendi sér, hversu lélega leiðsögn stjórnvöld veita við að ná rándýrum loftslagsmarkmiðum þeirra, að á sviði, sem nemur þriðjungi losunar á beinni ábyrgð Íslands, höfum við fjarlægzt markmiðin, því að losun hefur aukizt, þrátt fyrir innflutning hreinorkubíla og bætta orkunýtni bíla, sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti. Nú eru stjórnvöld að gera fjölmarga afhuga hreinorkubílum í bílaviðskiptum 2024-2025 með því að auka bæði stofnkostnað og rekstrarkostnað kaupenda hreinorkubíla 2024-2025. Þannig skýtur ríkisstjórnin sig í fótinn og býður hættunni heim á stórútlátum í refsigjöld til ESB frá 2030.
"Þrátt fyrir ágætan árangur erum við enn langt frá fullum orkuskiptum. Hreinorkuökutæki voru aðeins 18.054 í lok árs 2022 eða 6,5 % af heildarfjöldanum. Því er ljóst, að það þarf að gera enn betur. Búast má við, að ökutækjaflotinn í landinu nemi 328 k ökutækjum árið 2030 og hreinorkubílar verði aðeins um 104 k talsins eða 32 %. Líklegt er, að losun frá vegasamgöngum nemi þá 893 kt CO2íg (koltvísýringsígildi) og verði í raun 15 % meiri en árið 2005, en ekki 55 % minni."
Þetta er átakanleg niðurstaða. Hvernig datt Katrínu Jakobsdóttur og umhverfisráðherranum úr sama flokki í hug að vaða algerlega blint í sjóinn með það, sem þau voru að gera. Þau geta auðvitað ekki reiknað dæmi af þessu tagi, en þau hafa örugglega ekki fengið neinn með viti til að gera það fyrir sig. Eini hugsanlegi ráðgjafinn í þessum efnum er Landvernd, þar sem ráðherrann gegndi framkvæmdastjórastöðu áður en hann var dubbaður upp í stjórnarráð Katrínar. Hneisan verður alger fyrir yfirvöld, þegar þau kynna þessi ósköp innanlands og erlendis. Það er bót í máli, að fyrir loftslagið skiptir þessi heimska engu máli, enda hafa eldgos 2020-2030 haft meiri áhrif en eldsneytisknúnir bílar á Íslandi á loftslagið á tímabilinu.
"Tvístígandi stjórnvöld hafa misst móðinn, og hafa þau áhyggjur af dvínandi skatttekjum af ökutækjum og eldsneyti. Staðan hefur hins vegar verið fyrirséð allt frá þeim tíma, þegar ákveðið var að beita efnahagslegum hvötum skattkerfisins til að vinna að orkuskipta- og loftslagsmarkmiðum. Hinar nýtilkomnu áhyggjur ríkisstjórnarinnar hafa leitt hana inn á ranga braut viðbragða, sem draga úr virkni eigin aðgerða og hægja [á] hraða orkuskipta. Fyrir vikið mun Ísland fjarlægjast sett markmið."
Hið opinbera vinnur flest með hangandi hendi, og þegar allt í einu rennur upp fyrir vinstri slagsíðu ríkisstjórnarinnar, að þeir eru orðnir nokkrir núna, sem aka um vegi landsins án þess að greiða allt of háar álögur til ríkissjóðs og nota raforku, sem er af skornum skammti í boði vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, þá veit ríkisstjónin ekki í hvora löppina hún á að stíga.
"Orkuskiptin eru eitt stærsta og mikilvægasta verkefni síðari tíma, og þau er mikilvægt að taka föstum tökum. Glundroði getur reynzt sandur í vél þeirra. Öllu skiptir, að undirbúningur og framkvæmd aðgerða helgist af jafnmiklum metnaði og markmiðin, sem að er stefnt. Þær séu í samhengi, fyrirsjáanlegar, hagkvæmar, samvirkar og mælanlegar."
Ráðherrar, Alþingi og embættismenn hafa klúðrað góðri hugmyndafræði orkuskiptanna með fljótræði, innantómum montmarkmiðum og getuleysi við skipulagningu framkvæmda. Flest þetta fólk er reynslulaust úr heimi einkaatvinnurekstrar, þar sem þekking, geta og reynsla af sviði stjórnunar með markmiðasetningum ("Management by Objectives") er fyrir hendi og hefur borið góðan árangur. Þetta þekkja þeir 2 heiðursmenn, sem tilvitnaða grein rita, vafalaust úr sínum rekstri. Þessu virðist alls ekki vera til að dreifa á meðal opinberra starfsmanna. Hugarfarið er öðru vísi, og því fer sem fer með markmið og áætlanagerð opinberra starfsmanna.
Þei, sem tekið hafa þá trú (bitið það í sig), að þjóðfélagslega sé bezt, jafnvel nauðsynlegt, að færa sem flest svið mannlegrar tilveru undir opinbera stjórn eða jafnvel í hendur hins opinbera, eru gjörsamlega veruleikafirrtir afneitunarsinnar og skapa fólki þess vegna mikil vandamál, þar sem þeir ná völdum.
3.11.2023 | 13:32
Stjórnun orkumála í lamasessi
Í Noregi hefur Fellesforbundet, sem eru stór verkalýðssamtök með marga starfsmenn iðnaðarins innanborðs, fengið "kalda fætur", því að starfsmenn óttast um sinn hag vegna versnandi samkeppnisstöðu norsks iðnaðar á erlendum mörkuðum, sem leiða mun af raforkuverðhækkunum, sem starfsmenn óttast í vetur. . Hagur norsks útflutningsiðnaðar varðar í raun hag nánast allra norskra launþega, því að launabreytingar í kjarasamningum taka mið af stöðu hans og svigrúms til aukins launakostnaðar.
Hver er þá ástæðan fyrir núverandi áhyggjum norskra launþega út af vinnumarkaðnum ? Ástæðan er sú, raforkuverð í Noregi fylgir raforkuverði á evrópska raforkumarkaðinum vegna öflugra tenginga norska raforkukerfisins við Evrópu og aukaaðildar Noregs við ACER, Orkustofnun Evrópusambandsins. Frá september 2022 til september 2023 lækkaði raforkuverðið sunnan Dofrafjalla almennt um 90 %. Nú er gasverð tekið að hækka og miklar áhyggjur út af aðdráttum jarðefnaeldsneytis til Evrópu, ef ófriðarbál blossar upp fyrir botni Miðjarðarhafs.
Ekki má gleyma mestu styrjaldarátökum í Evrópu síðan 1945, sem nú geisa í Úkraínu vegna skefjalausrar útþenslustefnu Kremlar, sem með vanburðugum, en grimmúðlegum hætti, reynir að leggja undir sig önnur lönd að hætti zaranna og aðalritara sovézka kommunistaflokksins, Jósefs Stalín.
Norðmenn hafa mjög slæma reynslu af því að vera rækilega tengdir við raforkukerfi Bretlands og meginlands Evrópu, og þess vegna ályktaði Fellesforbundet um, að Norðmenn ættu að taka stjórnun norskra raforkumála í eigin hendur, sem þýðir í raun, að Stórþingið mundi ógilda Orkupakka #3 í Noregi, sem mundi vera einsdæmi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fellesforbundet er áhrifaríkasta einingin innan LO-Landsorganisasjonen, sem er Alþýðusamband Noregs. Ef LO snýst gegn ACER og þar með Orkupakka #3, gæti í kjölfarið dregið til tíðinda innan Verkamannaflokksins, leiðandi stjórnarflokks Noregs, um aukaaðildina að ACER, sem hann studdi árið 2018 á Stórþinginu, þegar OP#3 var innleiddur.
Íslendingar hafa líka innleitt Orkupakka 3 í sína löggjöf, en gerðu það reyndar með fyrirvara um samþykki Alþingis á hugsanlegri umsókn um tengingu Íslands við raforkukerfi EES. Ekki verður séð, að þessi innleiðing evrópskrar orkulöggjafar á Íslandi hafi bætt skilvirknina við stjórnun orkumála hérlendis. Þvert á móti hefur óvissan um þróun þessara mála ekki verið meiri á Íslandi í háa herrans tíð, og yfirstjórnin er eins og lömuð fluga, því að flotið er að feigðarósi orku- og aflskorts með algeru aðgerðarleysi. Það hefur þegar reynzt dýrt og mun verða gríðarlega kostnaðarsamt fyrir allt samfélagið, því að þessi skortur mun draga úr hagvexti og auka atvinnuleysi. Raforkuverðshækkanir verða fyrir vikið tilfinnanlegar hér, þegar dótturfyrirtæki Landsnets innleiðir hér raforkumarkað að hætti Evrópusambandsins í boði Orkupakka #3. Hvers vegna æmtir íslenzk verkalýðshreyfing hvorki né skræmtir út af þessu hagsmunamáli, þótt hún þykist þess umkomin að taka að sér stjórnun peningamála landsins ?
Í Morgunblaðinu 19. október 2023 fór Ólafur E. Jóhannsson yfir stöðuna í frétt undir fyrirsögninni:
"Orkuskiptin sögð vera í uppnámi".
Í lok fréttarinnar stóð þetta:
"Í minnisblaði ráðherrans [orkuráðherra til ríkisstjórnarinnar - innsk. BJo] kemur fram, að meginástæður þess, að staða orkuskipta er í óvissu, séu 3: andstaða sveitarfélaga, veikburða flutningskerfi á milli Norður- og Suðurlands, en einnig eru virkjunarkostir í jarðvarma í óvissu, vegna þess að þá kosti þurfi að skoða og meta í samhengi við rekstur þeirra jarðvarmavirkjana, sem fyrir eru, þar sem nýjar virkjanir kunni að hafa áhrif á þær.
Því sé ekki hægt að fullyrða, að þeir virkjunarkostir, sem eru í 3. áfanga rammaáætlunar, séu fullnægjandi, svo [að] hægt sé að framkvæma 3. orkuskiptin hér á landi."
Þessi greining orkuráðherrans fyrir ríkisstjórnina á orsökum aðgerðaleysis við orkuöflun í einn áratug er hálfkák eitt, eins og allt, sem frá þessum verklitla og sjálfhælna ráðherra kemur. Eftir innleiðingu evrópskrar samkeppnislöggjafar um orkumál er enginn aðili í landinu ábyrgur fyrir því, að á hverjum tíma sé til næg raforka, nema í þurrkaárum, fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. Aflskortur, eins og nú hrjáir raforkukerfið, á aðeins að koma upp í alvarlegum bilunartilvikum.
Landsvirkjun hafði áður þetta tryggingarhlutverk á raforkusviðinu og í nafni þjóðaröryggis þarf að setja sérlög um það, sem trompa orkupakka ESB, hvað sem bókun 35 líður, enda er Landsvirkjun alfarið í eigu ríkisins.
Það er lítilmannlegt af þessum ráðherra að gera orkusveitarfélög að blóraböggli þess, að orkuöflun undir hans stjórn er í skötulíki. Hvers vegna hefur hann ekki beitt sér fyrir samningaviðræðum á milli ríkisins og viðkomandi sveitarfélaga og orkufyrirtækja ? Er Landsreglarinn að skipta sér af því ? Nú síðast 27.10.2023 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir Hvammsvirkjun. Fíflagangur þessarar úrskurðarnefndar ríður ekki við einteyming. Nú er mælirinn fullur. Ráðherrann verður að reka af sér slyðruorðið og færa úrskurðarvald um þessa bráðnauðsynlegu virkjun til þjóðkjörinna fulltrúa á Alþingi. Hann þarf að láta smíða í snatri eins konar neyðarlög um, að Alþingi staðfesti áður útgefið virkjunarleyfi Orkustofnunar, framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarfélags vestan Þjórsár, og að viðkomandi sveitarfélag austan Þjórsár taki útgáfu framkvæmdaleyfis strax til efnislegrar meðferðar. Það verður að höggva á hnútinn. Hefur ráðherrann bein í nefinu til þess, eða fær hann ekki leyfi til að leggja slíkt frumvarp fyrir þingið ? Kjósendur eiga heimtingu á hreinum línum í þessu máli.
Hverrs vegna hefur orkuráðherrann ekki beitt sér fyrir að flýta lagningu 220 kV Byggðalínu frá Akureyri og til Hvalfjarðar ? Laugardaginn 28. október 2023 birti Morgunblaðið frétt af því, að öll miðlunarlón hafi fyllzt í haust, nema Þórisvatn, sem boðar ekki gott fyrir veturinn, sem gekk í garð þann sama dag. Það vantar þar 300 GWh upp á hámarksforða. Með 220 kV línu frá Fljótsdalsstöð að Klafa í Hvalfirði væri auðvelt að flytja þessar 300 GWh suður á 2 mánuðum, en með 132 kV línunni tæki slíkt 8 mánuði, sem er allt of langur tími til að gagnast álaginu hér syðra, nema að litlu leyti.
Nú ætlar Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður sjálfstæðismanna í NA-kjördæmi, að flytja þingsályktunartillögu um einmitt það. Doði þessa ráðherra gagnvart framfaramálum landsins er óskiljanlegur. Ágóði af þessari framkvæmd er í báðar áttir, því að Norðurlandið fengi þá aðgang að öllu afli Blönduvirkjunar og viðskiptaleið opnast fyrir Landsvirkjun að stækka virkjunina og/eða setja þar upp vindknúna rafala, ef hugur hennar og viðkomandi sveitarfélaga stendur til þess.
Morgunblaðið er algerlega með fingurinn á púlsi þjóðmálanna. Það birti 27. október 2023 forystugrein undir fyrirsögninni:
"Alvarleg staða orkumála".
Þar var vitnað í greinargerð með ofangreindri þingsályktunartillögu:
""Í fyrravor [2022] kom upp sú staða, að orkuskerðing varð vegna slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum, og því var þúsundum lítra af olíu brennt til að anna eftirspurn, t.d. í fiskimjölsverksmiðjum [sem hafa fjárfest í rafmagnskötlum - innsk. BJo].
Á hverju ári tapast raforka, sem nemur rafmagnsnotkun 100.000 heimila [með jarðhitaveitu og án rafmagnsbíls - innsk. BJo], þar sem flutningskerfi raforku er fullnýtt, og ekkert svigrúm er til að bregðast við sveiflum. Með öflugra flutningskerfi raforku minnkar flutningstap, dregið er úr sóun og bætt afhendingaröryggi er tryggt. Það kemur einnig í veg fyrir, að fyrirtæki keyri á dísilvaraaflstöðvum, sér í lagi, þegar rafmagn fer af í vondum veðrum."
Eru þetta ekki nægilega sterk rök fyrir orkuráðherrann til að beita sér fyrir þeirri flýtingu framkvæmda, sem Njáll Trausti og félagar telja brýna, eða getur ráðherrann í hvoruga löppina stigið ? Er hann þá stunginn líkþorni í vinstri löppina ?
Það er þó alveg sama, hversu öflugt flutningskerfið er á milli landshluta; það getur ekki komið í veg fyrir orkuskort, sem leiðir til raforkuvinnslu með bruna jarðefnaeldsneytis. Nú hafa pexararnir í Landvernd hafið orðhengilshátt með spurningunni, hvað sé orkuskortur ? Orkuskortur er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða, að virkjanir vantar til að fullnægja aflþörf núverandi álags og álags næstu 5 ára samkvæmt raforkuspá. Hins vegar getur vantað jarðgufu eða vatn til að knýja núverandi virkjanir, og það hillir undir, að svo verði í vetur, því að 7 % vantar upp á hámarksforðann. Ef t.d. Hvammsvirkjun væri komin í gagnið núna, þá mundi hvorki vanta afl né orku inn á raforkukerfið, því að með henni bætast 95 MW við aflgetuna, og hún notar sama vatnið og nú er nýtt í Efri-Þjórsá og rennur til sjávar sem Neðri-Þjórsá til að framleiða 720 GWh/ár.
Vegna hagvaxtar eykst orkuþörfin ár frá ári. Það þarf auðvitað að virkja til mæta þeirri þörf, ef ekki er ætlunin að kyrkja hagvöxtinn með því að koma í veg fyrir allar nýjar virkjanir stærri en 10 MW. Fyrirtækin þurfa meiri orku ár frá ári og landsmönnum fjölgar. Það er nóg samt, þótt afturhaldið bjóði nú landsmönnum ekki upp á orðhengilshátt um orkuskort.
Næsta umfjöllunarefni téðrar forystugreinar var einmitt vöntun virkjana:
"Annar vandi í orkumálum og ekki minni [en ófullnægjandi flutningskerfi - innsk. BJo] er þó einmitt, að ekki er framleidd næg orka í landinu um þessar mundir m.v. þá þörf, sem er uppi. Rætt er fjálglega um orkuskipti, og á Íslandi háttar vissulega þannig til, að hér ætti að vera hægt að færa orkunotkun að stærri hluta úr jarðefnaeldsneyti yfir í raforku, þó að villtustu draumar í þeim efnum verði líklega seint eða aldrei að veruleika. En áður en hægt er að ræða af skynsemi og raunsæi um orkuskipti er nauðsynlegt, að landsmenn búi við orkuöryggi, en því er ekki að heilsa um þessar mundir."
Þetta er hárrétt hjá Morgunblaðinu, og vandamálið hafa stjórnmálamenn búið til í hugsunarleysi. Þeir innleiddu hér óskilvirkt og bosmamikið norskt kerfi, sem kallast Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkulinda. Norðmenn lögðu þetta stjórnkerfi af fyrir nokkrum árum. Ef það virkar ekki hjá þeim, þá virkar það örugglega ekki hjá okkur.
Kæruferli virkjunarleyfa og framkvæmdaleyfa er misnotað af óprúttnum sérhagsmunaaðilum, sem eiga ekki að hafa aðgang að þessu ferli. Það er misnotað í þágu pólitískrar hugmyndafræði um skaðsemi hagvaxtar. Breyta verður lögum þannig, að eingöngu þeir, sem sannanlega eru þolendur stjórnvaldsákvörðunar í þröngum skilningi, séu réttmætir kærendur í þessu ferli, en aðrir geta þá farið dómstólaleiðina strax, ef þeir kæra sig um það. Það er ekki bara þjóðarhagur í veði, heldur er þjóðaröryggi í húfi, eins og málum er nú komið.
Að lokum er dregin sú ályktun í þessari forystugrein af stöðnun orkumálanna, að forystu stjórnvalda (ráðherra) skorti. Vitað er, forsætisráðherra dregur lappirnar og setur skít í tannhjólin, komi hún því við, en frammistaða orkumálaráðherrans er fullkomlega óboðleg:
"Af þessum sökum kemur á óvart, hve viðbrögð stjórnvalda í þessum efnum eru misvísandi og máttlaus. Þar ættu allir að taka höndum saman, bretta upp ermar og forða þjóðinni ekki aðeins frá tekjutapi vegna glataðra tækifæra, heldur [aðallega] frá orkuskorti og þeim óþægindum og þeirri hættu, sem slíku ástandi fylgir. Þetta ætti að vera [á] meðal forgangsmála stjórnmálanna, en landsmenn fá ekki þá tilfinningu, að svo sé, þegar þeir hlusta á forystumenn þjóðarinnar."
Sjálfstæðismenn á Alþingi ættu að íhuga þessi orð Morgunblaðsins rækilega og róa að því öllum árum að rjúfa kyrrstöðuna. Eitt er víst, að núverandi doði og drungi yfir orkumálunum er ekki í anda Sjálfstæðisflokksins, sem haft hefur forystu um framfarir í orkumálum borgarinnar og landsins alls frá stofnun sinni 1929, þegar hann hefur verið í aðstöðu til. Núverandi doði er stílbrot.
30.10.2023 | 09:47
Nauðsyn skynsamlegs fiskveiðistjórnunarkerfis
Fiskveiðar í heiminum eru víðast hvar stundaðar með taprekstri og, það sem ekki er skárra, þær eru víða stundaðar sem rányrkja, þ.e. ofveiði gengur á stofnana, sem leiðir til minnkandi fiskgengdar á miðin og minni veiði, jafnvel þótt bátum/fiskiskipum fjölgi. Þetta gerist alls staðar, þar sem gott fiskveiðistjórnunarkerfi með veiðitakmörkunum og jákvæðum hvötum til hagræðingar er ekki fyrir hendi.
Þetta gerðist líka á miðunum við Ísland, fiskgengd dvínaði og síldin hvarf. Í kjölfar biturrar reynslu af þessu og svartra skýrslna Hafrannsóknarstofnunar um vöxt og viðgang botnlægra fisktegunda, var hafizt handa við að smíða haldbært fiskveiðistjórnunarkerfi. Fyrirmyndir voru fáar eða engar, en auðlindahagfræðingar höfðu smíðað líkön, þannig að "akademían" gat veitt stjórnmálamönnum vitræna leiðsögn í þessum efnum, og það er mörgum enn í fersku minni, að þar veitti sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, málum forystu innan og utan þings, sem dugði, til að ná leiðarenda í umdeildu máli.
Vitað var, að fækka varð fiskiskipum og þar með útgerðarmönnum og sjómönnum, en spurningin var, hvernig ? Það var tekin sú giftudrjúga ákvörðun að eftirláta það útgerðarmönnunum sjálfum. Þeim skipum, sem haldið hafði verið til veiða árin 3 áður en aflamarkskerfið var sett á, var síðan úthlutuð aflahlutdeild á fyrsta ári aflamarkskerfisins, sem var sama hlutfall af aflamarki og verið hafði af heildarafla áranna 3 á undan.
Ekki er hægt að finna að þessari aðferðarfræði, en það vantaði enn að finna farveg til að auðvelda útgerðarmönnum að minnka eða auka umsvif sín. Enn var markaðsleiðin valin og mönnum heimilað að stunda viðskipti með óveiddan afla um leið og aflahlutdeildirnar voru gerðar að varanlegri eign eigenda skipanna, sem þær voru skráðar á. Þetta er mörgum þyrnir í augum, þar sem verið er að stunda viðskipti með óveiddan fisk úr fiskistofnum, sem eru sameign þjóðarinnar. Þetta er þó rökrétt afleiðing af því, að búið er að forðast bölvun sameignar með óheft aðgengi með því að skipta afnotaréttinum á milli einstaklinga og félaga (lögaðila) eftir þeim reglum, sem lýst var að ofan. Menn geta gert einkaeignarleg viðskipti með aflahlutdeildir sínar, selt þær nýjum eða gömlum útgerðarmönnum, eða leigt þær.
Þetta markaðsfyrirkomulag hefur hefur verið öflugur farvegur til hagræðingar í útgerð, því að fyrirkomulagið hefur leitt til mikillar fækkunar útgerðarmanna og fiskiskipa (togarafjöldinn er nú u.þ.b. helmingur þess, sem áður var.
Þótt þetta sé gegnsætt og einfalt markaðskerfi, sem sannað hefur ágæti sitt á um 40 árum, gætir enn óánægju með það og gagnrýni. Oftast er viðkvæðið í öfundartóni, þar sem fárast er yfir velgengni sumra og tárast yfir hinum, horfið hafa af vettvangi útgerðanna. Þessa nöldurs mun alltaf gæta, þar sem hafa þarf stjórn á nýtingu takmarkaðra gæða. Skörin hefur þó færzt upp í bekkinn, þegar núverandi ráðherra matvæla hefur fiskað í gruggugu vatni og alið á tortryggni í garð greinarinnar í aumkvunarverðri tilraun til að auka ríkisafskipti af þessari sjálfbæru og vel reknu atvinnugrein. Það er engin raunveruleg ástæða til þess, og stærðarhömlurnar eru þjakandi fyrir íslenzku fyrirtækin í samkeppni við miklu stærri fyrirtæki á erlendum fiskimörkuðum.
Frumhlaup matvælaráðherra að beita Samkeppnisstofnun fyrir sinn pólitíska vagn er lögbrot og brot á góðum stjórnarháttum. Svandís Svavarsdóttir hefur stundað moldvörpustarfsemi gagnvart íslenzkum sjávarútvegi og réttlætir pólitísk frumhlaup sín gagnvart atvinnugreininni með því, að starfsemin njóti ekki trausts á meðal þjóðarinnar. Hvers vegna ætti atvinnugrein, sem spjarað hefur sig svo vel, síðan hún slapp úr öndunarvél stjórnmálamanna með þeirri fiskveiðistjórnunarlöggjöf, sem rakin er hér að ofan, að njóta minna trausts hjá almenningi en aðrar atvinnugreinar ? Eina skýringin er undirróður vinstri sinnaðra stjórnmálamanna og annarra hælbíta greinarinnar, sem neita að viðurkenna góðan rekstrarárangur útgerðarmanna, sem leikið hafa þó alfarið eftir leikreglum laganna. Stjórnmálamenn eiga að snúa sér að öðru en að berjast fyrir breytingum á kerfi, sem gengur vel, sérstaklega þar sem það er viðurkennt á meðal fræðimanna, sem gerst mega til þekkja, að ekkert annað kerfi er réttlátara og meira hvetjandi til umbótafjárfestinga og gæðastjórnunar en það fiskveiðistjórnunarkerfi, sem nú er við lýði í landinu.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus, reit fróðlega grein um efnið í Morgunblaðið 19. október 2023 undir yfirskriftinni:
"Afareglan um aflahlutdeild".
Þar stóð m.a.:
"Fiskihagræðin varð til, þegar kanadíski hagfræðingurinn H. Scott Gordon birti tímamótaritgerð árið 1954, þar sem hann reyndi að skýra, hvers vegna fiskveiðar væru ekki arðbærar, þótt fiskimið væru víða gjöful. Skýringin var í fæstum orðum, að aðangur væri ótakmarkaður að fiskimiðum, þótt fiskistofnar væru takmarkaðir."
Þannig var þetta á Íslandsmiðum frá landnámi og þar til landhelgislínur voru dregnar umhverfis landið til að bægja erlendum veiðiskipum frá. Erlendir togarar voru mjög aðgangsharðir og hafa vafalaust skaðað fiskimiðin, en vandamálið jókst með tækniþróuninni og mikilli afkastagetu veiðiskipanna. Takmörkun aðgangs að miðunum varð óumflýjanleg, þótt enn séu uppi efasemdir um nauðsyn svo lágs aflamarks sem sérfræðingar rannsóknarstofnunar ríkisins á þessu sviði ráðleggja, en þær ráðleggingar eru rýndar og samþykktar á alþjóðavettvangi áður en þær eru gefnar út.
Þá vaknar spurningin, hvort eignarhald aflahlutdeilda eigi að vera varanlegt. Það hefur verið sýnt fram á, að umgengni við auðlindir er bezt, þar sem eignarhald er varanlegt. Þetta er flestum skiljanlegt. Fé, sem varið er til fjárfestinga í aflahlutdeildum, verður ekki nýtt í aðrar fjárfestingar, sem nauðsynlegar eru til að auka framleiðni og gæði í greininni. Þess konar byrðar á hana virka þess vegna eins og aukin skattheimta á hana, sem getur leitt til fjármagnsflótta úr greininni. Hún verður að njóta jafnstöðu á við aðrar atvinnugreinar í landinu, svo að ekki sé nú minnzt á erlenda samkeppnisaðila.
"Gordon notaði greiningu sína til að skýra, hvers vegna fiskiskipaflotinn yxi alls staðar langt umfram það, sem hagkvæmast væri. Ótakmarkaður aðgangur að takmarkaðri auðlind ylli jafnan ofnýtingu hennar. (Þetta hefur bandaríski vistfræðingurinn Garret Hardin kallað samnýtingarbölið, the tragedy of the commons.)"
Þeir eru til, þótt þeim fari fækkandi, sem telja fiskveiðistjórnunarkerfið íslenzka uppfinningu andskotans í þeim skilningi, að það hafi verið alger óþarfi á sínum tíma, en kerfið er bein afleiðing af samnýtingarbölinu, sem dæmi finnast um um allan heim.
"Samnýtingarbölið í fiskveiðum var hliðstætt samnýtingarbölinu í íslenzkum afréttum að fornu:
Hver útgerðarmaður freistaðist til að bæta nýju fiskiskipi við, unz [heildar]kostnaður var orðinn jafnmikill og [heildar]tekjurnar, rekstur á núlli. Það voru of mörg skip að eltast við fiskana í sjónum, af því að aðgangur að takmarkaðri auðlind var ótakmarkaður.
Íslendingar römbuðu síðan á ráð við þessu svipað og við ofbeitinni forðum. Síldin hvarf á 7. áratug, eflaust vegna ofveiði. Þá voru síldveiðar bannaðar í nokkur ár, en síðan ákveðinn hámarksafli árið 1975. Fékk hvert skip að veiða tiltekið hlutfall hámarksaflans á vertíðinni. Þetta var í raun fyrsti kvótinn. Hann varð síðan framseljanlegur, svo að eigendur síldarbátanna gætu hagrætt hjá sér. Svipað gerðist í loðnuveiðum nokkrum árum síðar.
Þorskur og annar botnfiskur voru erfiðari viðfangs, vegna þess að fiskiskipin, sem sóttu í þá, voru af misjafnri stærð og gerð og mislangt var frá miðum. Þó var ljóst, að takmarka varð aðgang þar, eftir að "svartar skýrslur" fiskifræðinga um ofveiði litu dagsins ljós eftir miðjan 8. áratug [20. aldar]. Íslendingar öðluðust þá líka yfirráð yfir Íslandsmiðum eftir nokkur þorskastríð við Breta.
Smám saman varð til kvóti í botnfiski svipaður þeim, sem þegar hafði verið settur á í uppsjávarfiski (síld og loðnu). Hann var fólginn í því, að ákveðinn var hámarksafli á hverri veríð í hverjum fiskistofni, en síðan var einstökum útgerðarfyrirtækjum úthlutað aflahlutdeild í þessum hámarksafla eftir aflareynslu áranna á undan. Ef fyrirtæki hafði t.d. landað 5 % af heildaraflanum í þorski árin á undan, þá fékk það 5 % hlutdeild í leyfilegum hámarksafla í þorski.
Aflaheimildirnar í öllum fiskistofnum urðu varanlegar og seljanlegar með heildarlögum árið 1990, fyrir 33 árum. Hafa þær síðan gengið kaupum og sölum, og er nú svo komið, að þorri aflaheimilda einstakra útgerðarfyrirtækja er aðkeyptur, yfir 90 %.
Íslendingar höfðu fundið ráð við samnýtingarbölinu. Þeir höfðu takmarkað aðgang að takmarkaðri auðlind. Og þeir höfðu fundið eðlilegustu úthlutunarregluna; að takmarka aðganginn við þá, sem höfðu stundað veiðar, enda var mest í húfi fyrir þá."
Segja má, að kvótakerfið í sjávarútvegi hafi sprottið fram af nauðsyn, þeirri illu nauðsyn, að draga varð úr veiðunum til að bjarga fiskistofnunum. Augljóst var, að til að sjávarútvegur gæti orðið lífvænleg atvinnugrein á Íslandi við þessar aðstæður, varð að fækka skipum og þar með útgerðarmönnum. Nýir aðilar komust aðeins inn í greinina með því að kaupa kvóta (aflahlutdeild) af þeim, sem fyrir voru, og aðrir, sem fyrir voru, bættu við sig kvóta með kaupum af hinum. Þessi skipti á mannskap við útgerð hafa gengið ótrúlega hratt, og eru meginástæðan fyrir góðum rekstrarárangri sjávarútvegsins í heildina núna, þrátt fyrir að aflamarkið hafi gengið upp og niður.
Í þessum miklu viðskiptum hefur ekki farið hjá því, að sumar byggðir hafa orðið fórnarlömb markaðarins. Eitt stingur þó í augun í því sambandi og virðist ekki rökrétt, en það er sala aflaheimilda frá Vestfjörðum. Þaðan er styttra á miðin en frá ýmsum öðrum útgerðarstöðum, og úti fyrir Vestfjörðum eru ein beztu þorskmið landsins. Frá Vestfjörðum ætti þess vegna að vera hagkvæmara að gera út en víða annars staðar. Engum vafa er undirorpið, að vanbúnir innviðir, erfiðar samgöngur, hafa átt þátt í þessu, en það stendur nú til bóta, enda hafa fiskeldi og ferðamennska eflzt á Vestfjörðum undanfarinn áratug, og byggðir eru þess vegna að jafna sig eftir blóðtöku.
21.10.2023 | 14:21
Til hvers að mála skrattann á vegginn ?
Formaður Landssambands veiðifélaga, Jón Helgi Björnsson, ritaði grein í Morgunblaðið 7. október 2023 til að níða skóinn ofan af laxeldi í sjókvíum í fjörðum fyrir vestan og austan. Málflutningur hans um hættuna, sem villta laxinum stafar af erfðablöndun við úrkynjaðan eldislaxinn, stangast á við málflutning fræðimanna á þessu sviði, t.d. Ólafs Sigurgeirssonar, lektors í fiskeldi við Háskólann á Hólum, sem vitnað hefur verið til á þessu vefsetri.
Fullyrðingaflaumur frá þessu Landssambandi er aðallega reistur á ímyndunum, og málflutninginn verður að flokka sem hræðsluáróður, en hvað rekur þetta landssamband áfram ? Er tilgangurinn að búa til blóraböggul vegna dvínandi gengis íslenzkra laxastofna ? Þarf einhver að verða hissa á þeirri þróun, þegar þess er gætt, að veiðin er ekki undir eftirliti Fiskistofu og veiðiálagið er alls ekki samkvæmt vísindalegum ráðleggingum um laxveiðar, enda hafa þær ekki litið dagsins ljós ?
Í ljósi þess, að veiðiálagið er langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga í landhelginni, er ekki unnt annað en að álykta, að árleg veiði upp á 65 % af stofnstærð í ánum sé rányrkja. Ef Landssamband veiðifélaga styður við núverandi nýtingarhlutfall laxveiðistofna landsins, sem virðist vera reist á einskærri græðgi, hefur það ekki úr háum söðli að detta, enda er málflutningur þess í garð laxeldis í sjó svo ofstækisfullur, að með endemum er.
Meðal þess, sem Jón Helgi Björnsson fékk birt í Morgunblaðinu í téðri grein, var þetta:
"Landssamband veiðifélaga hefur árum saman varað við og barizt gegn uppbyggingu á eldi á frjóum norskum eldislaxi í opnum sjókvíum. Reynslan af fyrri eldisbylgjum kenndi okkur, að alltaf sleppur fiskur úr kvíum. Nágrannar okkar í Noregi og Skotlandi hafa einnig varað okkur við, að þrátt fyrir góð áform um að halda eldisdýrunum í kvíum, sleppur alltaf verulegt magn."
Þetta er nú fremur loðinn texti, sem auk þess er teygjanlegur í allar áttir. Það er t.d. alls ekki svo, að gat komi á allar kvíar á rekstrartíma þeirra, en óhöpp verða. Það er þó misjafnt, hversu mikið sleppur, og yfirleitt eru fiskarnir ókynþroska, þegar þeir sleppa, einfaldlega af því að þeim er yfirleitt slátrað áður. Undantekning var slysasleppingin í Patreksfirði haustið 2023. Það er með öllu ranghermi, að verulegt magn sleppi, þegar tekið er hlutfall fiskafjöldans, sem sleppur á hverju ári og meðaltal heildarfiskafjöldans í sjókvíum við landið eða innan við 160 ppm ("parts per million"). Þetta hlutfall mun fara lækkandi með bættum búnaði og sjálfvirku eftirliti, sem gefur strax aðvörun, ef skemmd myndast á kví. Aðeins brot af strokulöxum nær nokkurn tímann að taka þátt í hrygningu og afkvæmin verða svo illa fyrir barðinu á náttúruvalinu, að þau hverfa nánast alveg á fyrsta árinu.
"Nýlega kom út skýrsla Hafrannsóknarstofnunar vegna erfðasýna, sem tekin voru af villtum laxi á árunum 2014-2019, en þau sýna verulega erfðamengun í ám nærri eldissvæðunum, en einnig í ám, sem liggja fjarri, eins og Laxá í Aðaldal og Víðidalsá.
Vert er að hafa í huga, að á þessum árum var umfang eldisins tæplega 1/10 þess, sem leyft er í dag. Það kemur auðvitað ekki á óvart, en í Noregi er þriðjungur laxastofna með alvarlega erfðamengun og annar þriðjungur með verulega erfðamengun eftir áratuga eldi þar."
Það fer mikið á milli mála í þeirri dökku mynd, sem Jón Helgi Björnsson dregur upp hér af afleiðingum laxeldis á villta laxastofna á Íslandi og í Noregi. Færi betur á því, að fomaður Landssambands veiðifélaga væri nákvæmari í frásögn sinni (hvað er verulegt í tölum ?) og vísaði í heimildir sínar.
Í nýjustu skýrslu Haf- og vatnarannsókna um þessi efni - HV 2023-31 - frá september 2023, er í engu vikið að því, að einhver íslenzkur laxastofn hafi beðið erfðafræðilegan hnekki, enda er fjöldi eldislaxa eða blendinga þeirra sem hlutall af villtum löxum alls staðar undir viðmiðunarmörkum Haf- og vatnarannsókna, sem í varúðarskyni er sett langt undir raunverulegum hættumörkum. Sofnunin miðar við 4,0%.
Málflutningur Jóns Helga Björnssonar stríðir gegn heilbrigðri skynsemi, því að væri eitthvað til í honum, hefði náttúrulögmál verið brotið, með því að úrkynjuð tegund legði undir sig búsvæði tegundar, sem aðlagazt hefur heimasvæði sínu í þúsundir ára. Það væri þá einsdæmi á jörðunni.
Það, sem Jón Helgi Björnsson tilfærir um Noreg, nær engri átt, enda getur það ekki verið sannleikanum samkvæmt, ef Ólafur Sigurgeirsson, lektor í fiskeldi, fer með rétt mál í viðtali á bls. 6 í Morgunblaðinu 9. október 2023, og það hefur höfundur þessa pistils enga ástæðu til að draga í efa. Hann segir í téðu viðtali, að "í yfir 80 % norskra laxveiðiáa sé erfðablöndun undir 4 %", sem er viðmið Haf- og vatnarannsókna um, að hætta steðji að villtum laxastofnum á Íslandi. Reist á þessu má fullyrða, að skrif formanns Landssambands veiðifélaga um, að 2/3 norskra laxastofna sé "með verulega erfðamengun" eða þaðan af verra er fleipur eitt.
Spyrja má, hvað komið hafi fyrir allt að 20 % norskra veiðiáa. Þar gæti átt hlut að máli, að villtir laxastofnar hurfu í nokkrum ám um 1970, ekki af völdum eldislaxins, heldur af völdum súrs regns. Eftir kölkun þessara áa tóku aðrir stofnar sér bólfestu þar, þ.á.m. strokulax, sem hafði ekki mikla samkeppni frá villtum löxum fyrst í stað.
"Erfðamengun, þegar hún nær ákveðnu umfangi, eyðir stofnunum. Þannig getur stofn, sem lifað hefur í 10.000 ár horfið á örfáum árum. Verði slíkt tjón, þá eru það náttúruverðmæti, sem koma ekki aftur og gæti tekið 10.000 ár að þróa á ný, ef stofninn á annað borð kemur til baka."
Þetta er dæmigert fyrir ósvífinn fullyrðingaflaum Landssambands veiðifélaga, og þarna setur formaður þess sig í stellingar fiskifræðings með erfðafræðilega sérþekkingu, án þess að hann eigi minnstu innistæðu fyrir slíku. Hann nefnir ekkert dæmi málflutningi sínum til stuðnings, heldur veður bara á súðum. Svo vill til, að 2 dögum eftir birtingu þessarar Landssambandsspeki birtist viðtal í Morgunblaðinu við lektor í fiskeldi við Hólaháskólann, sem áður hefur verið vitnað til hér. Hann segir þar sögu frá hinu mikla laxeldislandi Noregi, þaðan sem Landssambandið hefur lapið upp miklar ýkjusögur af slæmum afleiðingum laxeldis á norska náttúru og fjölbreytni lagarlífsins:
"Það eru engin dæmi um, að erfðablöndun hafi útrýmt laxastofnum í Noregi."
Úr því að engin dæmi finnast frá mesta laxeldislandi Evrópu fullyrðingu formanns Landssambands veiðifélaga til stuðnings, væri fróðlegt að vita, hvaða gögn hann hefur í handraðanum, sem hann reisir fullyrðingu sína á, eða lifir maðurinn í sýndarveruleika og skáldar upp atburði ?
Formaðurinn hnykkir á bábilju sinni um, að laxeldi í sjókvíum við Ísland, sem mun líklega aldrei nema meira en örfáum hundraðshlutum af sams konar laxeldi við Noreg, muni ganga af villtum íslenzkum laxastofnum dauðum:
"Auðvitað átta sig allir á því, að eldi á 65 milljónum frjórra laxa í opnum sjókvíum mun ganga af villtum laxastofnum dauðum. Fyrst í nágrenni eldisins og síðan í ám, sem liggja fjær. Þess vegna mótmælum við í dag á Austurvelli. Í Laxárdeilunni 1970 var mótmælt til að bjarga einni á. Allar ár, þar sem villtur íslenzkur lax hefur átt óðul sín í þúsundir ára, eru í hættu. Við ætlum að bjarga ánum. Villti laxinn skal varinn."
Þarna er formaðurinn búinn að sefja sig upp í dauðans vitleysu og reynir að bregða hetjuljóma yfir sig og Landssmband sitt með samanburði við sprengingu á stíflu í Laxá í Aðaldal. Ljóst er, að hetjunni í þessu ævintýri má helzt líkja við vindmylluriddarann don Kíkóta, hins spænskættaða hugarfósturs Cervantes.
17.10.2023 | 09:57
Mátt náttúruvalsins má ekki vanmeta
Landssamband veiðifélaga og náttúruverndarsamtök hafa lengi þann steininn klappað, að íslenzkum laxastofnum stafi bráð hætta af kynblöndun við norskættaðan eldislax. Þessi fullyrðing er ímyndun ein og alls ekki reist á neinni erfðafræðiþekkingu eða reynslu af sambærilegum aðstæðum erlendis, eins og glögglega kom fram í frétt Morgunblaðsins 09.10.2023, þar sem viðtal var tekið við Ólaf Sigurgeirsson, lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum í Hjaltadal.
Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því uppnámi, sem verður í hvert skipti, sem fréttist af, að lax hafi sloppið úr eldiskvíum á Vestfjörðum eða Austfjörðum. Ef það er umhyggja fyrir náttúrunni, er sú umhyggja reist á misskilningi, því að engin önnur próteinframleiðsla á Íslandi, og þótt víðar væri leitað, kemst í samjöfnuð við laxeldið, hvað lítil umhverfisáhrif varðar, nýtni á hráefni og kolefnisspor. Svo kallaðir umhverfisvinir skjóta sig í fótinn með því að beina spjótum að sjókvíaeldi og vinna gegn eigin stefnu. Þannig fer fyrir ofstækisfólki, sem skeytir engu um vanþekkingu sína á málefnum, sem höfða til tilfinninga þess.
Svo er það Landssamband veiðifélaga. Um það má hafa þau orð, að hæst bylur í tómri tunnu. Á meðan jafngegndarlausar veiðar eru stundaðar úr íslenzku laxastofnunum (allt að 2/3 drepnir árlega) og seiðasleppingar úr öðrum ám stundaðar, hafa þessi samtök ekki úr háum söðli að detta, en reyna að nýta sér allar neikvæðar fréttir af laxeldinu til að búa til blóraböggul úr þeirri starfsemi, sem gæti nýtzt þeim til að klína sök á minnkandi laxastofnum á aðra en þessa ábyrgðarmenn ánna. Þola einhverjir fiskistofnar hærra en 2/3 veiðihlutfall til lengdar ? Þetta lið hefur gasprað um, að eldislax útrými villtum laxastofnum, en sá málflutningur er reistur á fávísi og misskilningi, eins og gerð er grein fyrir í þessum pistli.
Téð frétt bar fyrirsögnina:
"Villtir laxar sterkari en eldislax".
""Við þurfum að framleiða meiri mat, og það hefur umhverfisáhrif. T.d. með því að framleiða lax með fiskeldi í sjókvíum. Í okkar tilviki erum við að reyna að ala verðmæta tegund, eins og lax, en það hefur gengið upp og niður í [tímans rás]. Það var ekki fyrr en fyrir rúmum áratug, að hjólin fóru að snúast. Fiskeldi hefur umverfisáhrif, en flestir reyna að draga úr þeim", segir Ólafur Sigurgeirsson, lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum."
Fiskveiðar í höfunum fara minnkandi, aðallega sökum ofveiði, og umhverfisspor kjötframleiðslu er hátt. Mannkyni fer fjölgandi og af öllum þssum orsökum er mikil spurn eftir umhverfisvænu próteini. Fiskeldið í heiminum reynir að mæta vaxandi eftirspurn, og verðið á eldislaxi hefur haldizt hátt eða um 1 kISK/kg. Íslendingum gekk illa að fóta sig í greininni, en Norðmönnum tókst það fyrir rúmlega 40 árum og hafa fært út kvíarnar til Íslands með miklum fjárfestingum og þekkingaryfirfærslu. Eru Vestfirðingar og Austfirðingar yfirleitt ánægðir með þetta samstarf, enda hefur það aukið fjölbreytni atvinnulífs á þessum svæðum, svo að um munar.
"Náttúruverndarsinnar hafa varað við erfðablöndun íslenzkra og norskra laxa, einkum eftir slysasleppingu úr kví í Patreksfirði.
"Það gerist af einhverjum klaufaskap eða handvömm. Þar var mjög hátt hlutfall af löxum þar kynþroska. Það á að vera hægt að koma í veg fyrir það með ljósastýringu. Þetta er tjón hjá fyrirtækinu, því að kynþroska lax er annars flokks eða ónýt vara. Það er eðli kynþroska laxa að ganga upp í ár, sem hann hefur verið að gera. Það má búast við, að hluti þessara fiska taki þátt í hrygningu með villtum löxum, sérstaklega hrygnurnar. Rannsóknir sýna, að hængarnir eru óvirkir eða lélegir þátttakendur í hrygningunni og verða undir í samkeppninni við náttúrulega laxastofna.""
Einkenni "náttúruverndarsinna" er hræðsluáróðurinn, sem oftast er algerlega fótalaus og reistur á ímyndun einni saman. Virðist þetta fólk ekki greina muninn á eigin tilbúna hugarheimi og raunheimi. Þau vaða áfram og geipa í fjölmiðlum, eins og þau hafi höndlað stóra sannleika, en þegar betur er að gáð, er ekki flugufótur fyrir gasprinu. Þetta eru falsfréttadreifarar, sem ekki dettur í hug að leiðrétta kúrsinn, t.d. í þessu tilviki með því að leita til Hólaskóla.
""Ég trúi, að náttúruvalið muni henda þeim út. Það er órökrétt, að dýr með skerta hæfni taki yfir vistkerfi hjá sömu tegund, sem hefur aðlagazt aðstæðum í þúsund ár eða lengur."
Hvernig stendur á því, að s.k. "náttúruverndarsinnar" reyna án nokkurs fræðilegs bakgrunns að kokka upp hverja vitleysuna á fætur annarri í algerri mótsögn við raunverulega reynslu og vísindalegar athuganir. Það má vafalaust leita skýringa í sálarlífi þeirra, en oftar en ekki hræra einhverjir hagsmunaaðilar í viðkvæmu geðslagi og fávizku. Veiðiréttarhafar kæra sig ekki um að verða settir undir vísindalegt veiðistjórnunarkerfi yfirvalda. Skammsýnin er ríkjandi, en með gegndarlausri ofveiði verður hrun stofna villtra laxa í íslenzkum ám óhjákvæmilegt.
"Dæmi um þetta séu t.d. frá Kanada. "Þar var stór slepping á kynþroska laxi við Nýfundnaland í september 2023. Hún var jafnstór og villti stofninn var metinn og talið, að um 50 % af klakfiski hafi gengið upp í árnar á svæðinu [um helmingur af fjölda villtra laxa í viðkomandi ám - innsk. BJo].
Það [urðu] til blendingar og bæði blendingsseiði og hrein eldisseiði, en þau hurfu nánast mjög hratt á fyrsta ári út úr vatnakerfinu. Það tekur seiði nokkur ár að komast í sjógöngubúning, 3-5 ár á Íslandi, þannig að náttúruúrvalið lemur á þeim, og hinir hæfustu lifa af.""
Af þessari frásögn lektorsins sést, að lætin í atvinnumótmælendum, "náttúruvinum" og veiðiréttarhöfum út af 3500 eldislöxum utan kvía hérlendis á þvælingi aðallega austur með norðurströndinni eru gjörsamlega tilhæfulaus stormur í vatnsglasi. Um þessi læti mætti segja: "maður, líttu þér nær". Náttúran á Nýfundnalandi hristi af sér úrkynjaða eldislaxana og afkvæmi þeirra á mjög skömmum tíma. Það er engin ástæða til að halda, að í íslenzkum ám ríki meiri jafnaðarstefna en í Kanada. Hver er að hræra í einfeldningunum ?
"Fram hefur komið, að í 75 % laxveiðiáa í Noregi hafi fundizt merki um erfðablöndun villi- og eldislaxa. Ólafur segir, að í yfir 80 % norskra laxveiðiáa sé erfðablöndun undir 4 %. "Það eru engin dæmi um, að erfðablöndun hafi útrýmt laxastofnum í Noregi."
Hann nefnir nýja skýrslu NINA, norsku náttúrufræðistofnunarinnar, um laxveiðiá í Harðangri á mjög miklu eldissvæði, sem var orðin laxlaus í kringum 1970. Ástæðan var súrt regn, sem eyddi meira en 25 laxastofnum í Suður- og Suð-Vestur Noregi.
"Síðan gerðist það, að áin var kölkuð til að rétta af sýrustigið, og þá fóru að birtast þar laxar aftur úr nálægum ám og víðar að, en hlutdeild eldislaxins hefur farið minnkandi ár frá ári. Fullyrðingin um, að eldislax útrými villtum laxi stenzt ekki.""
Fávísir og illviljaðir landar vorir úr hópi þeirra, sem ranglega kalla sig náttúruverndarsinna, hafa frétt það á skotspónum, að villtir laxastofnar væru útdauðir í nokkrum ám í Noregi, en þar væru aftur á móti eldislaxar. Úr þessu verður svo tröllasagan um það, að úrkynjaður eldislax hafi rutt laxastofni nokkurra áa úr vegi. Þetta er einhver heimskulegasti samsetningur, sem um getur. Í raun var það brennisteinssýra, sem drap villtu laxana, þar sem mikill brennisteinn steig til himins frá orkuverum, iðjuverum og umferð á landi og hafi, sem svo skilaði sér niður sem súrt regn. Nokkrir fréttamenn virðast hafa keypt þennan skáldskap ásamt hræðsluáróðrinum um, að íslenzku laxastofnunum stafi hætta af úrkynjuðum eldislöxum.
Þegar "the usual suspects" hefja upp sinn mótmælasöng, er rétt að hafa varann á sér gagnvart "falsfréttum".
13.10.2023 | 09:08
Móðursýkisleg læti - ofveiði í ánum
Stangveiðimenn, veiðiréttarhafar og "the usual suspects", náttúruverndarsamtök, hafa farið offari gegn sjókvíaeldi lax á Vestfjörðum og Austfjörðum, eftir að gat fannst á einni sjókví á Vestfjörðum sunnanverðum. Geipa mótmælendur um stórvá, sem að íslenzkum, villtum laxastofnum steðji, eins og þeir um 3500 laxar, sem munu hafa sloppið gegnum eitt gat í þetta skiptið, muni allir valda óafturkræfum erfðabreytingum á íslenzkum villtum stofnum.
Þetta er helber hræðsluáróður, sem getur stafað af vanþekkingu, andúð á erlendum fjárfestingum í landinu, eða þetta er tilraun til að afvegaleiða almenningsálitið í landinu frá slæmu tíðindunum af íslenzku löxunum, sem er hnignun stofnanna án nokkurra erfðabreytinga.
Meint vanþekking er erfðafræðilegs eðlis. Eldislaxinn er svo úrkynjaður, að aðeins lítill hluti sloppinna hænga og hrygna nær að eðla sig með villta laxinum. Seyði blendinganna eiga mjög erfitt uppdráttar, svo að þau drepast flest, og nær ekkert sleppur lifandi til hafs og til baka aftur. Í þeim ám, þar sem fjöldi eldislaxa á hrygningarstöðvum er undir 10 % af fjölda villtra laxa, er engin hætta talin á varanlegri erfðablöndun, en í varúðarskyni miðar Hafrannsóknarstofnun við að hámarki 4,0 % í sínu áhættumati til ákvörðunar hámarksfjölda eldislaxa í firði eða fjarðarhluta. Af erfðafræðilegum orsökum þyrfti fjöldi eldislaxa í á að vera meira en 10 % árlega í um 15 ár, til að hætta verði á varanlegri erfðablöndun. Einstaka slepping, eins og þarna ræðir um á Vestfjörðum, hefur mjög litla þýðingu, og hún gefur ekkert tilefni til að rjúka upp til handa og fóta, eins og gerðist við Alþingishúsið og víðar helgina 7.-8. október 2023. Þeir, sem hrópa úlfur, úlfur, hvað eftir annað í geðshræringu, en án tilefnis, eru ómerkingar.
Andúð á erlendum fjárfestingum hefur lengi orðið forsjárhyggjufólki tilefni til æsinga. Jafnstaða fjárfesta innan EES er þó einn hyrningarsteina EES-samstarfsina, og þess vegna eru niðurrifsupphrópanir afturhaldssinna nú í garð norskra frænda okkar ósæmilegar og alger tímaskekkja. Erlendar fjárfestingar í landinu eru hlutfallslega minni en víðast hvar annars staðar innan EES og eru almennt allt of litlar til að ná að styrkja hér hagvöxt og tækniþekkingu ásamt markaðsaðgengi til framtíðar. Þess vegna eru norsku fjárfestingarnar í laxeldinu kærkomnar.
Þá er komið að ástæðu smjörklípunnar miklu, en hún er ofveiði á löxum í íslenzkum ám, sem er líkleg skýring á hnignun stofnanna, en veiðiréttarhafar og stangveiðimenn mega ekki heyra minnzt á. Til að beina athygli almennings frá því, sem við leikmanni blasir sem hrottaleg ofveiði í íslenzkum ám, er gripið til "vúdú" um, að fáein þúsund úrkynjaðra eldislaxa geti þrengt sér inn í genamengi íslenzku laxastofnanna og breytt þannig eðliseiginleikum þeirra til hins verra. Þessi "vúdú-fræði" hundsa algerlega almenna vitneskju um úrval náttúrunnar og vitneskju frá öðrum löndum um, að eldislaxar í ám og blendingar þeirra verða undir í lífsbaráttunni og hverfa fljótlega.
Á árunum 2012-2022 (10 ár) má ætla út frá gögnum Hafrannsóknarstofnunar, að að jafnaði hafi verið drepnir 32.303 laxar/ár, ef 15 % af veiddum og slepptum löxum hefur verslazt upp og drepizt. Stofnarnir eru taldir telja um 50.000 fiska, svo að veiðiálag á stofnana nemur um 65 %. Þetta er meira en þrefalt viðmiðunarhlutfallið, sem fiskifræðingar ráðleggja fyrir nytjastofna í sjó.
Hér er græðgin að ganga mjög nærri laxastofnunum. Ef Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, fréttir af þessu, mun hún umsvifalaust skipa um vandamálið 20 manna launaða nefnd af ráðuneytinu, hundsa algerlega niðurstöðu hópsins, ef einhver verður, og semja frumvarp til laga um að þjóðnýta veiðiréttinn í ánum. Hún getur í því efni vísað til fordæma frá öðrum vestrænum löndum.
Gamanlaust er hins vegar full þörf á að koma böndum á þessa rányrkju með tilstilli veiðiráðgjafar frá Hafró og eftirliti Fiskistofu. Þá hafa veiðiréttarhafar verið að kukla við seiðasleppingar í ár. Fyrir fúsk af þessu tagi ætti að taka, nema að ráðgjöf og undir eftirliti Hafrannsóknarstofnunar. Þeir, sem breytt hafa genamengi fiska mest í íslenzkum ám, eru veiðiréttarhafar sjálfir. Þeir hafa ríka ástæðu til að beita smjörklípuaðferðinni til að beina athygli frá köldum staðreyndum um vafasama fiskveiðistjórnun sína.
Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf, ritaði tímabæra grein í Morgunblaðið um þessi mál 5. október 2023:
"Milljón veiddir laxar":
"Hins vegar má segja, að umræðan hafi farið úr böndunum umliðna daga og ýmsar fullyrðingar, upphrópanir og gífuryrði verið látin falla, sem eiga sér engan stað í raunveruleikanum.
Fulltrúar veiðimanna og veiðifélaga tala um útrýmingu hins villta íslenzka laxastofns [þeir eru reyndar margir - innsk. BJo]. Sum hafa gerzt svo ósmekkleg að líkja þessu við Chernobyl-slysið í Úkraínu".
Yfirlýsingagleði illa gefinna leiðir þá oft í gönur, en það er varla hægt að hugsa sér heimskulegri samanburð en þennan. Skyldleikinn er enginn við kjarnorkuslysið. Ímyndunarveikin stjórnar talfærunum og/eða skriffærunum. Vitsmunirnir eru ónógir til að leita sér þekkingar á viðfangsefninu, heldur er vaðið áfram í villu og svíma og haft sem hæst og reynt að sviðsetja dramatík með því að raða eldislöxum úr ám upp við inngang Alþingishússins. Það er andrúmsloft af þessu tagi, sem ofstækisstjórnmálamenn nýta sér, og Svandís Svavarsdóttir er þar engin undantekning.
"Förum í tölulegar staðreyndir. Samkvæmt tölum frá Hafrannsóknastofnun (skýrsla nr HV 2023-22) veiddu íslenzkir og erlendir stangveiðimenn á tímabilinu 2012-2022 yfir hálfa milljón laxa eða nákvæmlega 507.397 stk. Af þeim var 216.578 löxum sleept og 290.819 laxar voru drepnir. Tæplega 300.000 laxar voru drepnir af stofni, sem talsmennirnir segja, að telji aðeins 50.000 fiska ! Tölurnar eru því miður enn skuggalegri, ef horft er á tímabilið 2002-2022. Á því tímabili voru veiddir rúmlega milljón laxar, og þar af voru 728.778 drepnir við árbakkann.
Rannsóknir benda til þess, að 5-30 % af öllum laxi, sem er sleppt, drepist [og hvers konar dýravelferð er það að sleppa særðum fiski í gini eða annars staðar ? - innsk. BJo]. Ef við förum milliveginn til að gæta allrar sanngirni, þá hafa á síðast liðnum 10 árum um 35.000 laxar verið drepnir af göfugum stangveiðimönnum í nafni "veiða og sleppa" [á hverju ári - innsk. BJo]. Spurningin, sem vaknar, er einföld: er þessi veiði til hagsbóta fyrir deyjandi stofn ? Ég hygg, að flestir, sem hallast að Chernobyl-kenningunni segi, að þetta sé til bóta fyrir laxinn; hinir ættu að hugsa sig vel um áður en þeir svara." Hafrannsóknarstofnun verður að taka á þessu máli og veita veiðiréttarhöfum ráðgjöf, því að þeir virðast ekki kunna fótum sínum forráð. Frá leikmannssjónarmiði virðist það ekki geta verið sjálfbær auðlindarnýting, þar sem um 2/3 hlutar heildarstofns eru drepnir á hverju ári. Hverju sætir þá þessi skefjalausa veiðiásókn. Er íslenzkum laxastofnum fórnað á altari Mammons ?