Ósvífni siðlausrar klíku

Það hefur komið berlega í ljós í Svandísarmálum, að Vinstri hreyfingin grænt framboð (VG) er lítil og siðlaus klíka, sem fer með völd, eins og ríkið sé þeirra eign og lögin séu bara bókstafir í skræðum fyrir stjórnmálamenn að hafa til hliðsjónar.  Ekki þurfi að fylgja lögum, nema þau falli að hugmyndafræði VG.  Kannast nokkur við þessa hegðun frá dögum byltingar bolsévíka í Rússlandi 1917 ?  Viðhorf Svandísar eru af sauðahúsi bolsa, og það er ekki heil brú í réttlætingu hennar á lögleysu hennar frá 20. júni 2023, þegar hún hóf stríð við Hval hf með því að meina fyrirtækinu að stunda sína löglegu starfsemi fram að 1. september 2023. Með þessari atlögu ætlaði hún að greiða fyrirtækinu banahöggið.  

Hátt var reitt til höggs og án fyrirhyggju.  Nú hittir atlagan hana sjálfa og flokk hennar fyrir vegna fádæma aulaháttar forsætisráðherrans og formanns VG.  Katrín Jakobsdóttir kvittaði undir frámunalegan málatilbúning Svandísar ásamt þingflokkinum.  Þar með hafa stöllurnar dregið flokksnefnuna með sér ofan í svaðið, og gæti atburðurinn riðið þessari siðlausu klíku að fullu í næstu Alþingiskosningum.  

Klóför hinnar siðlausu klíku sjást víða í þjóðfélaginu.  Gríðarlegir erfiðleikar eru uppi í orkumálunum, þar sem VG virðist leggjast þversum bæði gegn nýjum virkjunum yfir 10 MW og nýjum flutningslínum á milli landshluta.  Blýhúðun reglugerða og tilskipana Evrópusambandsins er í anda VG, þótt þar eigi vafalítið embættismenn hlynntir öðrum stjórnmálaflokkum líka hlut að máli.  Hvers konar lýður er þetta í stjórnarráðinu, sem tekur upp hjá sjálfum sér að auka enn á kostnað þessa litla samfélags á Íslandi með því að gera tilskipanir og reglugerðir enn meira íþyngjandi fyrir fyrirtæki og einstaklinga en efni standa til frá Brüssel ?  Kærir þetta lið sig kollótt um það, að gerðir þess valda gríðarlegu samfélagslegu tapi og skerða í sama mæli lífskjör almennings á Íslandi.  Þessi hegðun er ólýðræðisleg og ófélagsleg og ætti að sæta refsingu með starfamissi, nema viðkomandi ráðherra hafi samþykkt gjörninginn.  Þá ber hann hina pólitísku ábyrgð. 

Nú þykist umhverfis-, orku- lofslagsráðherra ætla í "afhúðun".  Orðið minnir á afhausun, sem verður líklega ekki.  Gangi ráðherranum vel með að flysja reglugerðabáknið með sama mannskapnum og smurði eigin geðþótta utan á það.  Hér er betra að spyrja að leikslokum, því að skrattinn sér um sína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar pistill Bjarni og svo sannur.

Þessum skrípaleik verður að ljúka sem fyrst en vert er að

þetta er allt i boði sjálfstæðis og framsóknar flokka.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.1.2024 kl. 17:15

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Skrípamynd Moggans í dag um "afhúðun" var góð, og í blaðinu var mjög gott viðtal við forstjóra Nóa Síríusar, Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur, sem sýndi á kurteislegan hátt, hversu alvarlegt vandamál fyrir atvinnulífið þessi heimskulega "blýhúðun" íslenzkra embættismanna á reglum Evrópusambandsins er.  Það þarf meeira en muldur orkuráðherra til að "afhúða".  

Bjarni Jónsson, 29.1.2024 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband