Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Stjórnkerfi sóttvarna er ábótavant

Hlutverk Sóttvarnarlæknis er að varpa upp valkostum fyrir yfirvöld um sóttvarnaraðgerðir eða að gera til þeirra tillögur um sóttvarnir.  Eðli máls samkvæmt eru tillögur Sóttvarnarlæknis gerðar út frá þekkingu hans og mati á því, sem sóttvarnarlega er bezt, en er það endilega þjóðhagslega bezt eða bezt til þess fallið að lágmarka hið samfélagslega tjón af heimsfaraldri ?  Svarið markast af því við hvers konar heimsfaraldur er að eiga. 

Ef heimsbyggðin hefði t.d. þurft að kljást við þann skelfilega sjúkdóm ebólu, sem geisaði í Vestur-Afríku 2013-2016, en tókst með harðfylgi að kveða niður, og nú hefur verið þróað bóluefni gegn, þá er lítill vafi á því, að beztu sóttvarnaraðgerðirnar eru jafnframt samfélagslega hagkvæmastar, af því að þær lágmarka tjónið.  Ebóluveiran var bæði bráðsmitandi og bráðdrepandi.  Alls er vitað, að 28´616 sýktust og af þeim létust 11´310 úr þessum innvortis blæðingasjúkdómi, sem gefur dánarhlutfall CFR=40 %, og dánarhlutfall sýktra á sjúkrahúsum var 60 %. 

Til samanburðar er dánarhlutfall COVID-19 greindra á Íslandi CFR=0,5 % og IFR=0,3 %, þ.e. dánarhlutfall þeirra, sem taldir eru hafa sýkzt af SARS-CoV-2-veirunni hérlendis.   Fyrir aldurshópinn 0-70 ára er IFR=0,1 %, sem er sambærilegt við það, sem þekkist í inflúenzufaröldrum.  Þegar þannig háttar til með hættuna, sem af faraldri stafar, eins og COVID-19, þá aftur á móti þarf að taka tjónið af sóttvarnaraðgerðunum með í reikninginn áður en ákvörðun um þær er tekin.  Gagnrýnisefnið er, að það virðist alls ekki hafa verið gert hingað til hérlendis.

Allar sóttvarnaraðgerðir eru íþyngjandi fyrir atvinnulíf og einstaklinga.  Í Morgunblaðsgrein Þorsteins Siglaugssonar 11. september 2020 kom fram, að fyrir hvert 1 % viðbótarstig atvinnuleysis ykjust dánarlíkur þeirra, er fyrir því yrðu, um 6 % ári seinna. Þegar aukið atvinnuleysi í landinu af völdum núverandi sóttvarnaraðgerða, einkum á landamærunum, er athugað, kemur í ljós, að lífslíkur fleira fólks en smitazt hafa af kórónaveirunni hingað til hérlendis munu rýrna umtalsvert á Íslandi af völdum sóttvarnaaðgerða stjórnvalda.  Þessu verða gerð betri skil síðar.  Sóttvarnaraðgerðir eru þannig dauðans alvara frá fleirum en einu sjónarhorni. Hamlandi aðgerðir fyrir komufarþega eru mestar á landamærum Íslands af öllum EES-löndunum samkvæmt samantakt Evrópusambandsins.  Það eitt ætti að hringja aðvörunarbjöllum á skrifstofum ráðherranna og í þingflokksherbergjum.  Íslenzk stjórnvöld hafa farið offari í þessum efnum, þvert á það, sem þau fullyrða sjálf, og þannig fórnað meiri hagsmunum fyrir minni.  Þessi staða ber vott um óvönduð vinnubrögð og dómgreindarleysi forsætis- og heilbrigðisráðherra.  

Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði merka grein í Fréttablaðið 10. september 2020 undir fyrirsögninni:

"Opnum landamærin fyrir farþegum sem ólíklega smita".

Hún hófst þannig:

"Í þessari grein eru færð rök fyrir breyttum aðferðum við skimun á landamærum.  Við þurfum að opna landamærin, því [að] það er mikilvægt heilbrigðis- og félagsmál.  Þetta snýst ekki eingöngu um sóttvarnir.  Jafnmikilvægt er almennt heilbrigði í landinu, og þar er atvinnuleysi mikill áhættuliður.  Rannsóknir sýna, að atvinnumissir er eitt alvarlegasta áfall, sem fullorðnir einstaklingar verða fyrir á eftir ástvinamissi og skilnaði (Holms and Rahe)."

 Þarna kveður við allt annan tón en heyrzt hefur frá stjórnvöldum, og það má furðu gegna, að þau skuli vera gjörsamlega vanbúin til að fást við þetta viðfangsefni á vitrænan hátt.  Gunnlaugur mælir fyrir svipaðri nálgun á viðfangsefninu og pistlahöfundur þessarar vefsíðu o.fl.  

Tillaga Gunnlaugs er að skipta komufarþegum í 3 hópa eftir smithættu í heimalandi og brottfararlandi til Íslands.  Farþegar í A-flokki (vegabréf og brottfararland) fari í einfalda eða enga skimun.  Farþegar í B-flokki fari í tvöfalda skimun án sóttkvíar.  Farþegar í C-flokki fari í tvöfalda skimun með sóttkví. 

Þetta eru virðingarverðar tillögur, en flokkur B skilar takmörkuðum ávinningi m.v. flokk A, því að sýktir, sem ekki greinast í fyrri skimun, smita í 5 daga fram að seinni skimun.  Á móti telur höfundur þessa pistils engan komufarþega nægilega örugglega heilbrigðan til að sleppa við skimun, nema hann geti sýnt gilt vottorð um ónæmi.

Meginhugsunin er góð, þ.e. að opna landamærin gegn nægilegum sóttvarnarráðstöfunum.  Þar mætti t.d. fyrst um sinn nota viðmiðunargildi Evrópusambandsins (ESB) í skjalinu

"Travel and transportation during the coronavirus pandemic", 

en það er nýgengisstuðullinn NG=50.  Ef NG<50 verði skimað einu sinni og ef NG_> 50, þá verði skimað tvisvar með sóttkví á milli.  

Þann 8. september 2020 birtist mjög góð grein í Morgunblaðinu eftir Karl Rútsson, rafeindavirkja og tækjahönnuð, sem hann nefndi:

"Og hvað svo og hvað svo".

Karl telur stjórnvöld hér og erlendis hafa farið offari í viðbrögðum sínum við SARS-CoV-2-veirunni með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landsins og fjárhag fjölda heimila.  Þetta blasir nú við, og það er með eindæmum, að yfirvöld landsins skuli ekki sjá þetta og grípa í taumana áður en óþarfa tjón verður enn þá meira.  

Karl skrifaði m.a.:

"Bara á Íslandi deyja tugir úr lungnabólgu árlega, mun fleiri en hafa dáið hér úr COVID-19 til þessa. Það er ekki mikið í fréttum.  Árlega deyja milli 10 og 20 manns á Íslandi í umferðarslysum, ungir sem aldnir.  Það væri auðvelt að breyta því, ef beitt væri jafnharkalegum aðgerðum og gegn COVID-19.  Er vilji fyrir því ?" 

Þarna þrýstir Karl á kýli, sem búið hefur um sig í öllu Kófinu.  Hvers vegna eru hafðar uppi íþyngjandi og kostnaðarsamar sóttvarnaraðgerðir gegn COVID-19, þegar önnur og skeinuhættari fyrirbrigði leika lausum hala ?  Nú er tekið að halda því fram, að sóttvarnaraðgerðir íslenzkra stjórnvalda séu ekki öfgafullar í samanburði við útlönd.  Þetta er villandi málflutningur, því að þær eru mjög öfgafullar, þegar tekið er tillit til þess, sem er í húfi.  Dauðsföll á tíma Kófsins hafa hérlendis hingað til verið færri en að meðaltali á sama tímaskeiði undanfarin 3 ár. 

Í Bylgju 2 hefur fjöldi samtíma innlagna á sjúkrahús ekki farið yfir 1 og yfirleitt enginn verið í gjörgæzlu.  Enginn hefur látizt af völdum COVID-19 í Bylgju 2.  Samt er haldið uppi sóttvarnaraðgerð á landamærum, sem er að kyrkja stærstu atvinnugrein landsins og haldið er uppi skrýtnum fjöldatakmörkunum í þreksölum og sundlaugum auk íþyngjandi fjöldatakmarkana á mannamótum, þ.á.m. í réttum landsins, og þar má helzt ekki hafa söngvatn um hönd. Öðru vísi mér áður brá.

Er yfirvöldum landsins ekki sjálfrátt ?  Lögmenn hafa bent á, að slík hegðun stjórnvalda styðjist hvorki við Stjórnarskrá né stjórnsýslulög.  Samt lemja stjórnvöld hausnum við steininn og þykjast vera að verja líf og heilsu landsmanna.  Þau eru á kolröngu róli.

"Mér er alveg óskiljanlegt, hvernig öll heimsbyggðin hefur sameinazt í allsherjar múgsefjun við að forðast jafnhættulitla veiru og hér um ræðir; líklega er hér að raungerast máttur nútíma fjölmiðla og samskiptamiðla, upplýsingarnar berast beint í vasa allrar heimsbyggðarinnar á sekúndubroti, og svo apar hver eftir öðrum og allri gagnrýni er ýtt til hliðar; hræðslan við dauðann kyndir bálið.  Þó er dauðinn það eina, sem víst er, að alla hendir, og aldnir og veikburða eiga augljóslega stytzt eftir."

Það á eftir að gera Kófið upp, reyna að útskýra viðbrögð stjórnvalda og leggja mat á árangur þeirra, kostnað og tekjutap landsins.  Ekki er ólíklegt, að niðurstaðan verði sú, að stjórnmálamenn og embættismenn hafi víða farið á taugum, þegar þeir stóðu andspænis nýrri veiru frá Wuhan í Kína.  Kostnaðurinn verður líklega metinn margfaldur á við ávinning aðgerðanna. 

Það er hárrétt að reyna að einangra hópsmit, eins og Þjóðverjar hafa einhent sér í og Kínverjar gerðu með árangri í Wuhan, en þaðan og til þess að drepa heila atvinnugrein í dróma á heimsvísu og þar með stærstu atvinnugrein sumra landa er langur vegur.  Það er líka sjálfsagt að verja viðkvæma hópa, beita persónulegum sóttvörnum og skimun á landamærum að vissu marki. 

Með því að valda fjöldaatvinnuleysi með aðgerðum stjórnvalda eru þau hins vegar að kalla yfir þjóðfélagið mikið böl og persónulega harmleiki, sem eru líklega þungbærari en þeir, sem reynt er að forða með aðgerðunum.  "The Show must go on."

"Nú er heimsbyggðin nánast rjúkandi rúst efnahagslega, og afleiðingarnar samt varla farnar að koma í ljós, framundan eru óteljandi gjaldþrot, atvinnuleysi og eignamissir, og víða í heiminum mun fólk á bezta aldri deyja í þúsundavís beint og óbeint af völdum þessara manngerðu hamfara. 

Stundum er lækningin verri en sjúkdómurinn; ég held, að það eigi heldur betur eftir að koma í ljós í þessu tilfelli."

Karl Rútsson er glöggur og réttsýnn maður, sem ekki fer með neitt fleipur.  Það er því miður líklegt, að yfirvöld víða hafi verið of ómarkviss og valdið miklu meira tjóni en nemur tjóninu, sem aðgerðirnar áttu að afstýra.  Yfirvöld þykjast vera að bjarga mannslífum, en afleiðingar gjörða þeirra hafa valdið heimskreppu og orðið og munu verða fjölmörgum að fjörtjóni. 

Á Íslandi náði sjúklingafjöldinn hámarkiinu 122 í Bylgju 2 þann 18. ágúst 2020 og hefur síðan lækkað yfir 40 %.  Sjúkrahúsin eru fjarri þolmörkum.  Hvað réttlætir þá hænufet, eins og hækkun aðgengis þrekstöðva og sundstöðva úr 50 % í 75 % og samkomutakmarkana úr 100 í 200 ?  Hvers vegna ekki 100 % og 1000 með persónulegum sóttvörnum og tilslökun á landamærunum í von um, að meira líf færist í ferðamannaiðnaðinn og fólk verði vart minni þvingana innanlands ?  Það verður að hafa í huga, að sóttvarnarráðstafanir eru rándýrar, og sumar skila þær sáralitlu.  

 

 

 

 

 


Er aðferðarfræðin óboðleg ?

Fréttablaðið hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á sóttvarnarstefnu stjórnvalda í ritstjórnargreinum a.m.k. frá tilkynningu ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví komufarþega til landsins, enda er það skoðun ýmissa, að í ljósi þeirra tiltölulega fáu landa, sem ferðamenn eru leyfðir frá til Íslands, sé um allt of íþyngjandi aðgerðir m.v. tilefni að ræða og keyri fram úr meðalhófi af þeim sökum.

Fréttablaðið hefur líka birt viðtal við læknaprófessorinn Jón Ívar Einarsson. Sá fræðimaður í Harvard á heiður skilinn fyrir framlag sitt til umræðunnar á Íslandi.  Fyrir það hefur hann þó hlotið ómálefnalega ágjöf (Kárínu) úr Vatnsmýrinni, sem ber að harma. 

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði m.a. í forystugrein Fréttablaðsins 3. september 2020:  

"Á tímum, eins og þessum, er mikilvægt að spyrja spurninga, en taka ekki boði og bönnum stjórnvalda, eins og algerlega sjálfsögðum hlut.  Það þarf að þráspyrja, hvort aðgerðir, sem takmarka mannréttindi fólks, valda því stórfelldum fjárhagsskaða og atvinnumissi, séu raunverulega nauðsynlegar.  Ein mikilvægasta spurningin er, hvort ástæða hafi verið til að leggja efnahagskerfi heimsins svo að segja í rúst vegna COVID.  Það þarf að spyrja, og svörin verða að koma og mega ekki vera: "Af því bara".

Kolbrún minnist á heimshagkerfið, sem er að vísu ekki í rúst, þótt hlutar þess (ferðaþjónustan) séu það, en það er mjög illa laskað með 10 % - 20 % samdrætti vergrar landsframleiðslu (VLF) víða.  Á Íslandi var höggið deyft með hrikalegum hallarekstri hins opinbera, sem er umdeilanleg hagspeki.  Opinberar hlutfallstölur um dauðsföll sýktra hafa verið að lækka á þessu hálfa ári, sem COVID-19 hefur hrellt heiminn (a.m.k. 9 mánuði í Kína), en heildarfjöldinn mun nú nema um 0,9 M (M=milljón). 

Árlega látast um 8,0 M manns af tóbaksneyzlu og 3,0 M manns vegna ofneyzlu áfengis.  Ekki hefur höfundur þessa pistils séð áætlaðar tölur um, hversu mörgum sóttvarnaraðgerðir yfirvalda í heiminum hafi bjargað, en það eru varla fleiri en þeir, sem árlega hverfa yfir móðuna miklu af völdum glímu sinnar við Bakkus. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda á Íslandi valda meiri mannlegum harmleik en þær hindra og kunna að valda fleiri dauðsföllum en þær koma í veg fyrir.  Þetta er vegna hinna voveiflegu afleiðinga, sem sóttvarnaraðgerðir hafa á efnahag fyrirtækja og fjárhag einstaklinga. 

Að missa atvinnuna er eitt versta áfallið, sem fólk verður fyrir, og það hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsufarið.  Að skrúfa fyrir megnið af ferðamannastrauminum til landsins 19.08.2020, sem þó var áður stórlega skertur, er dæmi um kolranga aðgerð og langt utan þess meðalhófs, sem skynsamlegast er að viðhafa í þessum efnum.  Trilljónir bandaríkjadala hafa farið í súginn á heimsvísu í þessum faraldri á 6 mánaða tímabili, en árangurinn virðist vera sorglega lítill m.v. tilkostnaðinn, svo að ekki sé minnzt á þá mannlegu harmleiki, sem stjórnvöld hafa valdið með aðgerðum sínum (fjárhagshrun). 

Til að færa sig á heimaslóðir með þetta mál er rétt að vitna í forystugrein Fréttablaðsins 4. september 2020, sem Hörður Ægisson skrifaði og hann nefndi:

"Traustið farið".

"Ráðherrar hafa fullyrt, að ekki sé stefnt að veirufríu samfélagi, en með síðustu aðgerðum, þegar landamærum var í reynd lokað, vegna þess að ekki náðist að stöðva alfarið, að sýktir einstaklingar kæmust inn í landið, fer hljóð og mynd ekki lengur saman.  

Sjónarmið, sem byggjast að hluta á órökstuddri hræðslu og kvíða, eru nú látin ráða för.  Afleiðingarnar af slíkri stefnu, sem eru síður sýnilegar og koma fram yfir lengri tíma, eiga eftir að valda gríðarlegu samfélagslegu tjóni, m.a. á lífi og heilsu fólks, og snerta yngra fólk frekar en eldra.  

Við vitum nú, að dánartíðni af völdum veirunnar er mun minni en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.  Samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er dánartíðni þeirra, sem sýkjast hérlendis, um 0,3 %, en 0,1 % hjá þeim, sem eru yngri en 70 ára. Slíkar staðreyndir hljóta að skipta lykilmáli við ákvarðanir um, hversu langt eigi að ganga í sóttvarnaraðgerðum.  Staðan er sú hin sama í öðrum ríkjum. Tíðni smits hefur vissulega aukizt, en á sama tíma er ekki að merkja neina aukningu hjá þeim, sem veikjast alvarlega eða deyja.  Ungu fólki, stærsta hópnum sem er að greinast, stendur ekki alvarleg ógn af veirunni - og það er engum greiði gerður með því að ala á hræðsluáróðri, sem fullyrðir hið gagnstæða.  Fólk er ekki fífl, og ef gögnin sýna annað en skilaboð stjórnvalda, þá mun almenningur hætta að taka mark á þeim.  

Ljótt er, ef satt er, að sjónarmið, reist á "órökstuddri hræðslu og kvíða" ráði nú för sóttvarnaryfirvalda.  Gera þau sér grein fyrir því gríðarlega tjóni, sem þau hafa með sóttvarnaraðgerðum, samþykktum af heilbrigðisráðherra með handayfirlagningu ríkisstjórnar, valdið þjóðinni, efnahagskerfi hennar og hag og heilsu einstaklinganna ?  Hver er ávinningur þessara aðgerða í fækkun sýkinga, fækkun innlagna á spítala, fækkun gjörgæzlusjúklinga og fækkun dauðsfalla ?  Hvaða áhrif mundi það hafa á nýgengi COVID-19, ef fjöldatakmarkanir sóttvarnayfirvalda að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum yrðu afnumdar strax og skorður við hópamyndun, innan og utanhúss, t.d. í réttum, hækkaðar úr 200 í 1000 gegn grímu- og hanzkaskyldu, þar sem fleiri en 200 koma saman innanhúss ? 

Sennilega myndi innlögnum ekkert fjölga, og lítið sem  ekkert hægja á lækkun nýgengis. Í bylgju #2 hefur heildarnýgengisstuðull, NG, aldrei nálgazt viðmið Evrópusambandsins, ESB, um lönd, sem óráðlegt er talið að ferðast til og taka við farþegum frá án skimunar, en það er NG>50.  Þetta eitt og sér bendir til brots yfirvalda á meðalhófsreglu Stjórnsýsluréttar, því að hingað má aðeins fólk frá löndum, völdum af ESB, ferðast.  ESB setur ekki skilyrði um neina skimun á landamærum.  Þegar jafneinfalt ákvörðunartökulíkan er notað og hérlendis, þ.e. að fara þá leið, sem Sóttvarnalækni finnst gefa bezta sóttvarnarlegu niðurstöðu hverju sinni, verður meðalhófsreglan óhjákvæmilega í stöðugu uppnámi.  

Mikilvægast fyrir efnahag landsins er þó að móta stefnu í sóttvarnarmálum landamæranna.  Það er algerlega óráðið ferli, sem virðist ráða því, hvaða skilyrðum komufarþegar hafa sætt síðan 15.06.2020 og munu sæta. Fálm út í loftið mætti segja. Þetta ástand hefur kollsteypt ferðaþjónustunni í landinu, valdið og mun valda persónulegum harmleikjum og efnahagskreppu í landinu.  Að láta sem svo, að "bezta sóttvarnaraðgerðin" sé sjálfsögð lausn á flókinni stöðu, er ofeinföldun og má líkja við hegðun strútsins, sem velur þá aðgerð, þegar hann mætir vanda, að stinga hausnum í sandinn. 

Það á að setja reglu  um einfalda skimun allra komufarþega og smitgát fram að niðurstöðu hennar, á meðan fjöldi sjúklinga COVID-19 í landinu er undir fjöldanum X, en þá verði sett á núgildandi tvöfalda skimun.  Þennan fjölda X þarf að reikna út, hver má vera án þess að hverfa aftur til tvöfaldrar skimunar á landamærum. Hann er vafalaust miklu hærri en nokkurn tímann varð í s.k. Bylgju 2 og sennilega hærri en hámark veikra af COVID-19 í Bylgju 1.

Þann 5. september 2020 birtist viðtal við Jón Ívar Einarsson, læknaprófessor við Harvard-háskóla í Fréttablaðinu.  Hér verður gripið ofan í það:

""Það hefur sumum fundizt undarlegt, að kvensjúkdómalæknir sé að tjá sig um þessi mál, en ég er líka með meistaragráðu í lýðheilsufræði frá Harvard og doktorsgráðu frá HÍ og hef verið á kafi í vísindastarfi í mörg ár.  Ég er því frekar að tala út frá þeirri reynslu og sjónarhorni og velti vöngum yfir því, hvaðan þessi gagnrýni kemur.   Eru þetta fordómar gagnvart konum ?  Væri hún hin sama, ef ég væri hjartalæknir ?, spyr Jón."

Framlagi Jóns Ívars til umræðunnar á Íslandi ber að fagna, enda er það á meðal þess fróðlegasta, sem hérlendis hefur komið fram.  Önugheit út í hann vegna starfsgreinar hans eða starfsstaðar eru óskiljanleg og ókurteisleg, jafnvel götustráksleg, að öllu leyti.

"Hann bendir á, að gögn um það, hve margir, sem greinzt hafi, hafi látið lífið vegna sjúkdómsins (e. Case Fatality Rate) [CFR], sé um 3 %.  "Og er reyndar líka u.þ.b. 3 % fyrir inflúenzu.  Þetta skiptir máli vegna þess, að það er enginn að segja, allra sízt ég, að COVID sé ekki alvarlegur sjúkdómur, en það þarf samt að byggja allar ráðstafanir og ákvarðanir á raunverulegum tölum.""

Ef CFR fyrir COVID-19 og inflúenzu eru jafnar, þá er réttmætt að spyrja yfirvöld í landinu, hvernig standi á margfalt umfangsmeiri og dýrari sóttvarnaraðgerðum vegna annarrar pestarinnar en ekki hinnar, eða hvort búast megi við nákvæmu eftirliti með því á landamærunum í vetur, að komufarþegar beri ekki með sér flenzuveiruna ?  Í þessu ljósi eru síðustu ráðstafanir um hækkun fjöldatakmarkana úr 100 í 200 og í sundlaugum og þreksölum úr 50 % í 75 % hégómlegar og án annars rökstuðnings en um fækkandi sjúklinga og lækkandi nýgengi.  Hvers vegna þá ekki 1000 og 100 %.

"Stjórnmálamenn þurfa að hafa réttar upplýsingar, svo að þeir geti tekið ákvarðanir, sem eru í meðalhófi, sem eru beztar fyrir heildina."

Stjórnmálamenn þurfa meira en réttar upplýsingar.  Þeir þurfa verkfæri, líkan, sem reiknar fyrir þá bezta valkostinn hverju sinni m.t.t. lágmörkunar hins samfélagslega tjóns.  Hið frumstæða tréhestalíkan heilbrigðisráðherra gefur oftast ranga niðurstöðu, og í núverandi stöðu eins COVID-19 sjúklings á spítala af um 70 sjúklingum og NG tæplega 20 (nýgengi) gefur tréhestalíkanið kolranga niðurstöðu, sem leiðir til gríðarlegs þjóðhagslegs taps.  Tréhestalíkanið varpar tillögunni, sem sóttvarnarlæknir telur þjóna sóttvörnum bezt, yfir á lausnarhliðina sem beztu lausn. Forsætisráðherrann telur sömuleiðis tréhestalíkanið fullnægjandi.  Ferðamálaráðherrann fær ekki rönd við reist.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt, að núverandi sóttvarnarfyrirkomulag á landamærum og annars staðar verði ekki látið standa deginum lengur en nauðsyn krefur.  Hann ætti núna að berja í borðið og segja nóg komið af öfgaaðgerðum.  Héðan í frá samþykki hann ekki annað en það, sem flokka má til meðalhófs, og sýna verði fram á lágmörkun samfélags kostnaðar með þeirri leið, sem lögð er fram til samþykktar.  

Síðan víkur Jón Ívar að verðmætamati á lífi, sem yfirleitt er reynt að víkjast undan, nema valþröng komi upp í neyðarástandi:

""En svo er önnur umræða, sem er eiginlega enn þá erfiðari: eru öll líf jafndýrmæt ?  Auðvitað er fyrsta hugsun allra, sem spurðir eru: já.  En hins vegar má alveg færa rök fyrir því, að líf konu á þrítugsaldri, sem er tveggja barna móðir, er það kannski meira virði en líf 85 ára gamallar konu ?"

Jón Ívar segir, að þessi umræða sé fyrirferðarmikil innan læknavísindanna. Hann bendir á, að við sem samfélag höfum þegar sett ákveðið fjárhagslegt mat á líf.  

"T.d. ef það verður dauðsfall af læknamistökum við fæðingu barns, versus ef það verða læknamistök hjá einstaklingi, sem er á áttræðisaldri, að þá eru skaðabæturnar margfalt hærri í tilfelli barnsins, því [að] okkur finnst sem samfélagi, að líf þess sé þá meira virði í raun.  En þetta er anzi flókin umræða og tilfinningahlaðin.  Það er kannski ekki alveg rétt að taka eitt dauðsfall á móti einu dauðsfalli; það flækir þessa umræðu svo frekar"."

Þegar hannað er líkan til að aðstoða við ákvarðanatöku um sóttvarnaraðgerðir, þarf að taka bæði meðalkostnað af sýkingu og dauðsföllum með í reikninginn. Þessar vangaveltur eiga þess vegna erindi inn í umræðuna. 

 

 

 


Of kröftugt meðal fyrir sjúklinginn

Alræmt er orðtakið: "meðalið læknaði sjúkdóminn, en drap sjúklinginn".  Þótt furðulegt megi heita, hefur ríkisstjórnin valið þá leið í smitvörnum gegn COVID-19, sennilega af dómgreindarleysi fremur en vilja til að leggja fyrirtæki í rúst og senda fjölda manns á vonarvöl atvinnuleysis. 

Afleiðingin af slíku er auðvitað bullandi hallarekstur ríkissjóðs, viðskiptahalli og fjármálalegur óstöðugleiki með gengisfalli ISK.  Svona gera menn ekki, nema önnur neyð og öllu verri skapist annars. Engin slík þróun var í augsýn um miðjan ágúst 2020, þegar tilkynnt var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun komufarþega fyrir COVID-19 og 5 daga sóttkví, þar til niðurstaða beggja skimananna væri ljóslega neikvæð. 

Það er hræðsluáróður, að ella hefði eðlileg starfsemi í landinu verið í húfi. Þá er gengið út frá öfgafullum og ónauðsynlegum viðbrögðum við lítils háttar fjölgun smita, sem trufla mundu eðlilega starfsemi í landinu algerlega að þarflausu.  Stefnumið um Ísland laust við SARS-CoV-2 er óraunhæft, og sú stefna útheimtir aðgerðir, sem engin stoð er fyrir, hvorki í Stjórnarskrá né lögum.  Slík öfgastaefna kostar margfalt meira en hún sparar. Alþingi þarf að taka í taumana, þegar það kemur næst saman.   

Kolbrún Bergþórsdóttir hefur orðið þess áskynja, að stjórnmálamenn saga nú greinina, sem margir sitja á, frá stofninum, sem er tekjustreymi frá útlöndum um ferðaþjónustuna.  Hún hefur áttað sig á, að "something is rotten in the state of Danemark", þar sem Danmörk í þessu tilviki stendur fyrir Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.  Leiðari hennar í Fréttablaðinu 3. september 2020 hét "Spurningar" og hófst þannig:

"Þótt fréttaflutningur bendi æði oft til annars, þá eru jarðarbúar ekki að stráfalla úr COVID, þótt pestin sé vissulega skæð. Tölur yfir það, hversu margir hafa látizt, eru háar, svona einar sér, en þegar þær eru settar í samhengi við fjölda jarðarbúa, má velta fyrir sér, hvort heimsbyggðin, og þar með fjölmiðlar, hafi hreinlega farið á taugum á síðustu vikum og mánuðum.  En sumt má víst ekki tala um, og vangaveltur í þessa átt eru sízt fallnar til vinsælda nú um stundir."

Þetta er rétt athugað.  Óaflátanlegar fréttir af smitum, mannslátum og yfirkeyrðum sjúkrastofnunum erlendis í vetur og vor voru til þess fallnar að skapa almennan ótta og gagnrýnisleysi á sóttvarnaraðgerðir. Nú er ráðrúm til að skoða tölfræði Kófsins og setja tölur þess í samhengi til að átta sig á því, hvers konar skepna þetta er (Wuhan-veiran). 

Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, birti lofsverðar upplýsingar í grein sinni:

"Hversu líklegt er að deyja af völdum Covid ?"

í Morgunblaðinu, 3. september 2020. Hann nefnir til sögunnar stærðirnar IFR ("Infection Fatality Rate"), sem er hlutfall sýktra (ekki aðeins greindra), sem deyja, og CFR (Case Fatality Rate), sem er hlutfall greindra, sem deyja. Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) bendir til, að hérlendis sé IFR=0,3 %, en hins vegar er CFR=0,47 %.  Hjá fólki yngra en sjötugu er IFRy70=0,1 %.  Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, áætlaði dánartíðni af völdum COVID-19 sjúkdómsins 3,2 % í marz 2020, líklega á grundvelli talna frá Kína. Daglegar dánarhlutfallstölur frá Kína voru reyndar þegar í upphafi grunsamlegar, því að þær hefðu getað verið fyrirskipaðar, svo stöðugar voru þær. Þessi áætlun WHO er meira en tífalt íslenzka dánarhlutfallið, IFR. Nú reynist dánarhlutfallið, IFR, afar misjafnt eftir löndum og einna lægst á Íslandi.  

Fróðlegt er að bera dánarhlutfall af völdum COVID-19 saman við dánarhlutfall af völdum inflúenzu.  Á Íslandi er IFRi: 0,1 %-0,2 %, þrátt fyrir bólusetningar.  Það má segja, að dánarhlutfallið sé sambærilegt fyrir þessa 2 sjúkdóma, en eftirköst eru algengari og e.t.v. alvarlegri eftir COVID-19. Langvinn og margvísleg eftirköst eru þó algeng í kjölfar veirusjúkdóma.

Í ljósi þessa má draga þá ályktun, að ekkert samræmi sé í tillögum sóttvarnaryfirvalda til ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaraðgerðir, þegar litið er til hættunnar af hinum mismunandi sjúkdómum, nema gagnvart umönnunarstofnunum veiklaðra einstaklinga, COVID-19 sækir þá harkalega heim.  COVID-19 er þeim hættulegur sjúkdómur, og þeir þarfnast sérstkrar verndar.  Að öðrum kosti munu þeir yfirlesta sjúkrahúsin. Þessi þáttur er til fyrirmyndar hérlendis og er ein skýringin á litlu sjúkrahúsálagi og lágu dánarhlutfalli sýktra af COVID-19.

Jón Ívar Einarsson rekur dánartíðnina eftir aldri:

"T.d. sýnir nýleg rannsókn, þar sem tekin eru saman  gögn  frá mörgum löndum (m.a. Íslandi), að IFR fyrir 0-34 ára er 0,01 % (1/10´000), og 35-44 ára 0,06 % (1/1´667).  Hins vegar er IFR fyrir aldurshópinn 75-84 ára  7,3 % og fyrir 85 ára og eldri 27,1 %.  Þetta tekur ekki inn í myndina áhættuþætti.  Þannig myndi hraustur ungur einstaklingur hafa enn lægri dánartíðni, en eldri einstaklingur með undirliggjandi sjúkdóma enn hærri dánartíðni."  

Hvaða ályktanir ber að draga af þessari tölfræði Jóns Ívars Einarssonar ?  Í fyrsta lagi eru sóttvarnarráðstafanir á landamærunum fram úr öllu hófi íþyngjandi, því að þær hafa kippt fótunum undan ferðaþjónustunni í landinu og valdið samfélaginu milljarðatjóni án teljandi sparnaðar, jafnvel þótt sýna mætti fram á, að nýgengisstuðullinn fari lækkandi vegna miklu færri erlendra ferðamanna í landinu. Leggja ætti af takmarkanir á ferðafrelsi til og frá landinu, þ.e. öllum lögmætum farþegum verði heimil för, gegn einfaldri skimun og smitgát fram að niðurstöðu ellegar 14 daga sóttkví á kostnað ferðalangs.   

Spyrja má, hvort ætlunin sé að setja samfélagið á annan endann, ef hingað berst skæður flenzufaraldur í vetur, en dánarlíkur af völdum slíks eru svipaðar og af COVID-19.

Í öðru lagi þarf að beina sóttvörnum aðallega að eldri borgurum og að fólki með langvarandi sjúkdóma og/eða veiklað ónæmiskerfi.

Í þriðja lagi eiga íþyngjandi almennar sóttvarnaraðgerðir innanlands á borð við 200 manna samkomutakmörkun og 75 % fjöldatakmörkun á sundstöðum og í þreksölum engan rétt á sér lengur.  Engin rök standa gegn afnámi þessara takmarkana gegn fullri smitgát á borð við andlitsgrímur og plasthanzka á viðburðum yfir 200 manns og sótthreinsun hvers tækis í þreksölum eftir brúk.  Sjálfsagt er að viðhafa 1,0 m fjarlægðarreglu þar.  Sótthreinsun í verzlunum er líka mikilvæg, enda mun hún jafnframt draga úr umgangspestum á vetri komanda.  Á veitingahúsum þarf að gæta að smitgát með grímum og plasthönzkum starfsfólks. 

Einstaklingsbundnar sóttvarnarráðstafanir eru nauðsynlegar til að s.k. smitstuðull, þ.e. fjöldi þeirra, sem hver sýktur smitar, verði minni en 1 að jafnaði.  Þannig verða veirur, sem til landsins berast, og það munu þær óhjákvæmilega gera, skaðlitlar.  Bakkus gefur skít í sóttvarnir, og hans staðir verða að taka afleiðingunum af aðgangstakmörkunum.  Verst, að sóttvarnir skána ekki undir yfirborði jarðar. 

Hér kemur meira úr grein Jóns Ívars:

"Það er hlutfallslega fleira yngra fólk að smitast í þessari bylgju, og það skýrir sennilega að mestu, að hún virðist vægari.  Nýleg rannsókn frá Oxford-háskóla, byggð á gögnum Medical Research Council Biostatistics Unit á Englandi, sýnir líka, að IFR hefur farið lækkandi í sumar, en á tímabilinu júní til ágúst 2020 lækkaði IFR úr u.þ.b. 0,7 % niður í 0,3 % og virðist enn á niðurleið.  Það er ekki ólíklegt, að þetta sé a.m.k. að hluta vegna þess, að nú séu hlutfallslega fleiri ungir og hraustari einstaklingar að sýkjast."  

Nú eru þjóðfélögin að aðlagast SARS-CoV-2 veirunni með því að halda uppi sérstökum smitvörnum fyrir þá, sem fremur ólíklegir eru til að ráða niðurlögum veirunnar sjálfir.  Þá hafa og komið fram lyf, sem virðast hjálpa sjúklingum í baráttunni við veiruna.  Það eru hins vegar engin "Wunderwaffen" eða dásemdarvopn handan við hornið.  Ekki er skynsamlegt að búast við viðurkenndum bóluefnum innan árs, því að langan tíma tekur að ganga úr skugga um virkni og skaðleysi bóluefnis og að framleiða það í magni, sem dugi til hjarðónæmis í samfélögum.   

"IFR er einn af þeim þáttum, sem þarf að taka tillit til, þegar teknar eru ákvarðanir um samfélagslegar aðgerðir út frá heildrænu sjónarmiði.  Vissulega eru afleiddir kvillar Covid líka mikilvægir, og þarf að rannsaka [þá] betur.  Það er hins vegar ekki heillavænlegt að keyra á hræðsluáróðri til lengdar, því [að] fólk á Íslandi er skynsamt og vel upplýst, og ef gögn styðja ekki skilaboðin, þá fjarar smám saman undan samstöðunni.  Það er líka mikilvægt, að stjórnmálamenn taki ákvarðanir sínar, byggðar á nýjustu og beztu upplýsingum."

Ríkisstjórnin, þá aðallega heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra, hafa algerlega brugðizt í þessu máli.  Ráðherrarnir hafa ekki haft uppi neina tilburði til að leggja sjálfstætt mat á málið.  Ráðherrarnir ættu þó að vita af biturri reynslu áranna 2009-2013, þegar þær sátu í ríkisstjórn, að þegar fjarar undan ríkisstjóði, þá er þess skammt að bíða, að fjari undan fjármögnun heilbrigðiskerfisins.  Ríkisstjórnin hafði enga tillögu frá Sóttvarnalækni um næsthörðustu atlögu að ferðaþjónustunni næst á eftir 14 daga sóttkví komufarþega.  Hún valdi valkost sinn úr vopnabúri hans.  Nú hefur hann gert tillögur um tilslakanir innanlands 7. september 2020, sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt, sem ganga allt of skammt m.v. stöðu sjúkdómsins innanlands.  Þann 4. september 2020 var enginn á sjúkrahúsi af 96 sjúkum, 7 ný smit, 579 í sóttkví og nýgengi innanlands, NGi=16,6.  Það er brýnt, að heildrænt mat komi á ákvarðanatöku í þessum efnum. 

Enn bólar ekkert á hugbúnaði, sem gerir stjórnendum kleift að ákvarða aðgerðir út frá lágmörkun samfélagslegs kostnaðar.  Hvers vegna í ósköpunum er ekki smíðað slíkt líkan ?  Það er hundódýrt m.v. þann geigvænlega kostnað, sem sóttvarnaraðgerðir hafa í för með sér.  Sóttvarnarlæknir bleytir þumalfingurinn, rekur hann upp í loftið og við liggur, að heilbrigðisráðherra jesúsi sig í bak og fyrir af hrifningu yfir hinni "faglegu" niðurstöðu.  Þetta eru frumstæðir stjórnarhættir, sem við getum varla verið þekkt fyrir á árinu 2020. 

"Það er áfram mjög mikilvægt að halda áfram aðgerðum innanlands, þ.e.a.s. iðka smitvarnir, vernda viðkvæma hópa o.s.frv.  Mér finnst raunar sums staðar, að ekki hafi verið nægilega langt gengið, t.d. ættu þeir, sem sinna aðhlynningu á hjúkrunarheimilum alltaf að vera með grímu í vinnunni.  Það var ekki gert lengi vel, en vonandi hefur það beytzt.  Hins vegar þykja mér aðgerðir á landamærum ekki í samræmi við þá stöðu, sem við erum í nú, og utan meðahófs."

Undir þetta skal taka. Við eigum að gæta vel að persónulegum smitvörnum, en þegar kemur að fjöldatakmörkunum af öllu tagi, nema líklega á skemmtistöðum, þar sem áfengissala er ótæpileg, þá ber að fara mjög varlega.  Má ekki ná sama árangri með áfnámi fjöldatakmarkana gegn grímuskyldu og plasthanzkaskyldu, þar sem fleiri en 200 m koma saman ? 

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum eru nýjar upplýsingar um dánarlíkur, og að við verðum að fara að venja okkur við að lifa með þessari veiru og þá sem eðlilegustu lífi, eins og við erum vön.

Í lok greinarinnar reit Jón Ívar, læknir, og skal taka undir þann málflutning heilshugar og þakka honum fyrir framlag hans til umræðunnar á Íslandi, sem þó hefur ekki gengið kárínulaust fyrir hann:

"Við vitum, að það er óraunhæft, að við [munum] búa í veirufríu landi, og neikvæð umræða, sem elur á ótta, er ekki heillavænleg til langframa.  

Ég tel, að nýjustu gögn bendi til, að dánartíðni Covid hafi verið ofmetin, en við erum nú að ganga í gegnum eitt mesta efnahagsáfall sögunnar og því afar mikilvægt að hlúa að innviðum, andlegri heilsu og lágmarka skaðann fyrir sem flesta."

 

 

 

  


Hvernig á að mæla árangur ?

Forsætisráðherra heldur því fram, að árangur hafi náðst af aðgerðum þeim, sem hún fór í fylkingarbrjósti fyrir, að teknar yrðu upp á landamærunum og kynnti með brauki og bramli 14. ágúst 2020 og tóku gildi 19. ágúst 2020.

Þá (14.08.2020) var fjöldi COVID-19 sjúklinga 112, þar af 1 á sjúkrahúsi og enginn í gjörgæzlu.  Nýgengi innanlands var NGi=21,0 og á landamærum NGl=5,5 eða alls NG=26,5.  Þann 1. september 2020 eða 13 dögum síðar var fjöldi sjúklinga 99 og enginn á sjúkrahúsi.  NGi=16,9 og NGl=8,2 eða alls NG=25,1.  Þetta er í rétta átt, en það er hæpið að halda því fram, að batinn stafi af tvöföldun skimana og sóttkví komufarþega.  Þær aðgerðir eru aftur á móti dýrar í framkvæmd og hafa valdið íslenzka þjóðarbúinu gríðarlegu tekjutapi, sett mörg fyrirtæki í mikinn rekstrarvanda og svipt fjölda manns atvinnu sinni.  Ef reynt er að leggja mat á kostnað og sparnað aðgerðanna, kemur í ljós, að hlutfall gjaldeyristaps vegna fækkunar ferðamanna og sparnaðar af völdum færri COVID-19 sýkinga er 30-40.  Af þessu má draga þá ályktun, að hrapað var að þessari ákvörðun með hrapallegum afleiðingum fyrir hag þjóðarbúsins.  Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra bera hina stjórnmálalegu ábyrgð, þótt ríkisstjórnin öll hafi dregizt með. 

Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra skipað starfshóp, sem á að reyna að koma vitinu fyrir stjórnendur landsins við framtíðar ákvarðanatökur í sóttvarnarmálum. Sóttvarnarmál eru efnahagsmál, því að allar sóttvarnaraðgerðir eru samfélaginu dýrar og sumar þungbærar.  Hlutverk stjórnvalda er ekki að velja á hverjum tíma, það sem Sóttvarnarlæknir telur vænlegast til árangurs, heldur að lágmarka samfélagslegt tjón af faraldrinum, sem við er að etja.  Það er nóg af tölulegum gögnum fyrir hendi til að unnt sé að gera þetta af skynsamlegu viti.  Það er búið að valda þjóðfélaginu allt of miklu tjóni með rangri aðferðarfræði og þröngsýnu sjónarhorni í andrúmslofti óttans.  Nú er mál að linni.

Hörður Ægisson sá, hvað verða vildi, og ritaði strax 21. ágúst 2020 gagnmerka forystugrein í Fréttablaðið undir heiti, sem lýsir skoðun hans á þeim, sem fóru fyrir þessari ákvörðun:

"Farið á taugum".

Hún hófst þannig:

"Það hefur orðið óskiljanleg kúvending í stefnu stjórnvalda.  Fyrr í sumar, eftir að ákveðið var að taka það sjálfsagða skref að liðka fyrir frjálsri för fólks til og frá landinu og reyndist afar vel, var ráðizt í fjárfestingar, svo [að] mögulegt væri að auka skimunargetuna á landamærunum í 5 þúsund manns. Flestir stóðu í þeirri trú, að það væri gert til að halda áfram á sömu braut. Hægt yrði að halda landamærunum opnum með varúðarráðstöfunum, þannig að ferðafrelsið - sem telja má til mikilvægra mannréttinda í opnu, frjálsu lýðræðisríki - væri ekki skert, og ferðaþjónustan gæti aflað þjóðarbúinu gjaldeyristekna.  Þetta reyndist allt vera misskilningur."

 Ísland er nú með mest íþyngjandi sóttvarnir á landamærum sínum, sem þekkjast innan Schengen, e.t.v. þó að Noregi undanskildum.  Þetta var þó ekki lagt til af Sóttvarnarlækni að þessu sinni, heldur tók hann það fram, að þetta væri öflugasta sóttvarnaraðgerðin á meðal þeirra 9 valkosta, sem hann tíndi til og afhenti heilbrigðisráðherra.  Engu að síður virðist engum detta í hug að leyfa öðrum en Schengen-þjóðunum og örfáum öðrum, sem Schengen-stjórnin í Brüssel taldi "örugg", komur hingað.  Þetta er stórfurðulegt, því að hvorki íbúum á Íslandi né annars staðar á Schengen-svæðinu getur stafað smithætta af fólki, sem farið hefur í tvöfalda skimun við SARS-CoV-2 og 5 daga sóttkví á milli.  Það er ekki heil brú í því, að við séum með miklu strangari sóttvarnir á okkar landamærum en Schengen miðar við, en séum samt bundin við að taka einvörðungu við fólki frá löndum, sem Schengen telur örugg.  Hér er utanríkispólitískt vandamál á ferðinni, en ekki lýðheilsulegt vandamál, sem veldur landinu stórtjóni.

"Ísland, sem á hvað mest undir ferðaþjónustunni af öllum ríkjum Evrópu, framfylgir nú einna hörðustu aðgerðum við landamærin í allri álfunni.  Þeir, sem vonuðust til, að þessar nýju reglur myndu vara í skamman tíma, urðu fljótt fyrir vonbrigðum, þegar sóttvarnalæknir lýsti yfir, að þær ættu að gilda í marga mánuði.  Enginn ráðherra hefur séð ástæðu til að mótmæla þeim ummælum. 

Gríðarlegur fjöldi fyrirtækja á nú ekki annarra kosta völ en að fara í tímabundið greiðsluskjól eða óska eftir gjaldþrotaskiptum.  Þúsundir munu bætast við á atvinnuleysisskrá.  Það er frostavetur í vændum." 

Sóttvarnarlæknir hefur enga heimild til slíkrar yfirlýsingar.  Hafi hann lýst þessu yfir, sem Hörður Ægisson heldur fram, varpar það ljósi á, að sóttvarnarmálin eru komin út í öfgar.  Þegar um tiltölulega vægan  veirufaraldur er að ræða, eins og á við um COVID-19 sjúkdóminn, þótt veiran sé bráðsmitandi, þá eru sóttvarnir ekki lýðheilsumál, heldur efnahagsmál.  Aðgerðir þarf þá að vega og meta kostnaðarlega.  Sé það reynt, kemur strax í ljós, að tvöföld skimun og sóttkví á milli er algerlega óverjandi úrræði m.v. stöðuna, sem var hér á faraldrinum, þegar til þess var gripið.  Tekjutap og kostnaður, sem þetta úrræði leiddi til, er líklega á bilinu 30-40 sinnum meira en nemur sparnaði af völdum færri smita og sóttkvía, sem úrræðið hefur í för með sér. Úrræðið er þess vegna fráleitt, nema við mun alvarlegri aðstæður, miklu hærra nýgengi og álag á heilbrigðiskerfið. 

"Efnahagslegar afleiðingar þessarar misráðnu ákvörðunar hafa strax komið fram.  Fyrir utan þúsundir afbókana ferðamanna til landsins hafa erlendir fjárfestingarsjóðir, stærstu eigendur íslenzkra , ríkisskuldabréfa, í vikunni selt þær eignir fyrir marga milljarða [ISK] með tilheyrandi gengisveikingu krónunnar - sem Seðlabankinn reynir að sporna við með sölu gjaldeyris - og verðbólguvæntingar hafa snarhækkað.  Ekki er að sjá, að sú atburðarás hafi verið tekin með í þeim dæmalausu útreikningum, sem voru að baki þeirri ákvörðun, byggðri á minnisblaði fjármálaráðuneytisins, að það væri efnahagslega skynsamlegt að skella landinu í lás."

Ekki er að sjá, að nokkurt vitrænt fjárhagslegt mat á aðgerðum hafi legið að baki ákvörðun ríkisstjórninnar, heldur örvænting út af því, að nýgengið væri komið yfir 10 og að Norðmenn settu Ísland þess vegna á rauðan lista hjá sér, eins og önnur lönd, þar sem svipað var ástatt.  Enn er nýgengið um 25 (í septemberbyrjun 2020), og það er mun lægra við landamærin en innanlands.  Það er vandséð, að hinar einstæðu og dýru sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hafi skipt nokkrum sköpum um þróun faraldursins hérlendis, en hins vegar blasir við hverjum manni, að þær hafa valdið efnahag landsins stórtjóni, og það er auðvelt að sýna fram á, að tjónið er meira en einni stærðargráðu meira en líklegur sparnaður vegna færri smita.  Í dag, 3. september 2020, er afar fróðleg grein í prentútgáfu Morgunblaðsins um dánarlíkur af völdum SARS-CoV-2 og inflúensu í ljósi sóttvarnaraðgerða yfirvalda, og er öllum áhugasömum bent á að lesa þá grein í viðleitni til að mynda sér skoðun um þessi mál.  Kunna þá að renna 2 grímur á marga varðandi réttmæti núverandi meðhöndlunar yfirvalda á þessum málaflokki. 

Það er bráðnauðsynlegt, að Alþingi taki þetta mál til alvarlegrar umfjöllunar í viðleitni til að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda.  Þannig þyrfti þingumræðum að ljúka með þingsályktunartillögu, sem yrði yfirvöldum leiðarljós í aðgerðum þeirra.  

 

 


Firring forsætis

Sóttvarnayfirvöld hafa tvisvar flaskað á s.k. öruggum svæðum í sambandi við hina bráðsmitandi, en yfirleitt fremur skaðlitlu veiru, SARS-CoV-2, sem veldur sjúkdóminum COVID-19.  Þetta er öndunarfærasjúkdómur í ætt við lungnabólgu, sem er reyndar aldrei hættulaus, en meirihluti sýktra af þessari veiru verður fyrir vægum eða engum einkennum.  Sjúkdómurinn getur hins vegar lagzt þungt á fólk, ef ónæmiskerfið er veikt fyrir, og veiran getur valdið tjóni á flestum líffærum líkamans, ef marka má upplýsingar lækna á Langbarðalandi, sem einna lengst hafa barizt við ólíkindatólið, sem veira þessi er. Veira þessi er þannig gerð, að engin furða er, að fjöllunum hærra fljúgi, að hún eigi upphaf sitt á rannsóknarstofu.  Því heldur m.a. fram Nóbelsverðlaunahafi sá, sem fyrstur skilgreindi HIV-veiruna. 

 

Í hið fyrra skiptið héldu hérlend sóttvarnayfirvöld því fram í vetur, að viss skíðasvæði í Ölpunum væru ekki sýkt, þegar hið sanna var, að allir Alparnir voru þá undirlagðir af téðri kórónaveiru.  Fólki frá þessum "öruggu" svæðum var hleypt óhindrað inn í landið, og þess vegna gaus hér upp megn faraldur í marz 2020 með meiri fjölda sýktra sem hlutfall af íbúafjölda en annars staðar þekktist þá.  Með hörðum og viðeigandi sóttvarnaaðgerðum tókst að hemja faraldurinn fyrr en sóttvarnayfirvöld reiknuðu með og má segja, að tilslakanir hafi verið anzi hægar. 

Í hið síðara skiptið voru Norðurlöndin, utan Svíþjóðar, og Þýzkaland skilgreind sem "örugg" svæði, og sluppu þá farþegar frá þessum ríkjum við skimun.  Líklegt er, að með þessum óskimuðu farþegum, hérlendum íbúum og öðrum, hafi smit dreifzt um samfélagið, og það er reyndar vitað í tilviki Rúmena, sem hingað komu frá Þýzkalandi og þóttust hafa dvalið þar í tvær vikur eða svo. 

Það gerist svo í óttablöndnu andrúmslofti s.k. Bylgju 2 af COVID-19 í Evrópu og víðast hvar annars staðar, að ríkisstjórn Íslands tilkynnti 14. ágúst 2020, að hún myndi grípa í neyðarhemilinn þann 19. ágúst 2020 með því að setja alla komufarþega í tvöfalda skimun og 5 daga sóttkví á milli.  Það var fyrirsjáanlegt og við því var varað, að þessi "sóttvarnaraðgerð" yrði hrikalega dýrkeypt og væri óþörf og óviðeigandi við aðstæðurnar, sem þá ríktu.  2/3 farþega afbókuðu ferðir sínar hingað 19. ágúst og dagana í kjölfarið, og sá viðsnúningur, sem var að verða innan ferðaþjónustunnar, gufaði upp í einni svipan, og nú blasa við lokanir og uppsagnir starfsfólks í stórum stíl. 

Hver var staða faraldursins 14. ágúst 2020 ? 

Nýgengið (NG) innanlands var 21,0 og á landamærunum 5,5 eða 26,5 alls, og var þá lægra en dagana 6 á undan.  Smitin sólarhringinn á undan voru 5 og alls engin þróun upp á við sjáanleg.  Sjúklingafjöldinn var 112, þar af 1 á sjúkrahúsi og enginn í gjörgæzlu.  Fjarri fór, að heilbrigðiskerfið væri að oflestast.  Sóttvarnaraðgerðir eru rándýrar, því meiri, þeim mun dýrari, og það er stórlega gagnrýnivert, að stjórnvöld skyldu fáta í neyðarhemlinum án þess að hafa til þess sýnilega ástæðu.  Afleiðingarnar eru, að stöðugleika hagkerfisins er ógnað, erlendum eigendum ríkisskuldabréfa lízt ekki á blikuna, heldur selja eignir sínar, svo að Seðlabankinn verður að verja ISK með því að selja 1 % gjaldeyrisvarasjóðsins og sígur ISK þó. 

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, reyndi að bera í bætifláka fyrir gjörðir sínar með því að bregða upp villuljósum í Morgunblaðsgrein þann 24. ágúst 2020, sem hún nefndi:

"Skýr leiðarljós fyrir almannahag".

Verður nú gripið niður í þessa grein forsætisráðherra:

"Frá upphafi hefur leiðarljós stjórnvalda verið að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar, og því hefur verið gripið til töluverðra sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu faraldursins.  

Annað leiðarljós hefur verið að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif faraldursins bæði til skemmri og lengri tíma, þannig að þau hafi sem minnst áhrif [á] lífsgæði almennings." 

Hér bregður Katrín upp villuljósum, sem leiða til rangra ákvarðana ríkisstjórnarinnar um sóttvarnir vegna ferðalanga til landsins.  Sóttvarnir skerða frelsi fólks og eru dýrkeyptar.  Því meiri sóttvarnir, þeim mun meiri kostnaður eða tekjutap.  Hvers vegna nú að setja "heilbrigði þjóðarinnar" í forgang einvörðungu m.t.t. til veirunnar SARS-CoV-2 ?  Flest slys og líkamstjón verða við einhvers konar íþróttaiðkun.  Á þá að banna íþróttir til að draga úr álagi á heilbrigðisgeirann ?  Sælgæti er viðbjóðslegur óþverri fyrir heilsuna.  Er þá ekki sjálfsögð lýðheilsuaðgerð að banna sælgæti ?  Það stafar engin sú ógn af téðri kórónaveiru fyrir lýðheilsuna eða heilbrigðiskerfið, eins og varpað er ljósi á með tölum úr Kófinu hér að ofan, að réttlætanlegt sé að svæfa áður lamaða ferðaþjónustu um allt land með einstæðum aðgerðum á landamærum, sem talið er, að svipta muni um 5000 manns starfi sínu og lífsbjörg, draga enn meir úr gjaldeyrisöflun með slæmum áhrifum á gengi ISK og auka enn skuldasöfnun ríkissjóðs og samdrátt þjóðarframleiðslu. 

Katrín gumar af öðru "leiðarljósi" sínu, sem sé að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif faraldursins bæði til skemmri og lengri tíma.  Þessa hagsmuni hefur hún vegið og léttvæga fundið.  Hún hefur nákvæmlega ekkert tillit tekið til þeirra.  Allir almennilegir stjórnendur vega saman kosti og galla aðgerða og búa til lausn, sem lágmarkar tjónið eða hámarkar heildarávinninginn, eftir því hvort við á.  Ef Katrín hefði gert það, hefði hún sagt sem svo: við getum ekki litið á neinn farþega sem örugglega ósmitaðan.  Þess vegna skimum við alla fyrir kórónuveirunni, sem hingað til lands leggja leið sína. Það eru um 20 % líkur á, að sýktur greinist ekki við eina skimun og 0,05 % líkur á, að sýktur sé á meðal farþega.  Þetta þýðir, að 0,01 % af farþegum eða 1 af hverjum 10.000 farþegum sleppa sýktir inn í landið.  Dánarlíkur af völdum kórónaveirunnar á Íslandi eru innan við 0,5 %.  Þetta þýðir, að minna en 1 af hverjum 2 milljón farþegum munu valda hér dauðsföllum.  Þetta er mun minni áhætta en þjóðfélagsþegnarnir hafa sætt sig við á öðrum sviðum samfélagsins, t.d. í umferðinni á vegunum.  Þess vegna eigum við að skima alla farþega einu sinni, og þeir gæti að sóttvörnum sem sýktir væru, þar til niðurstaða skimunar berst.  Jafnframt er ljóst, að engin sóttvarnarrök eru fyrir því að takmarka fjölda brottfararlanda til Íslands með þeim þrönga hætti, sem nú er gert.  Annaðhvort mætti miða við ákveðið nýgengi í brottfararlandi og einfalda skimun, t.d. NG=100, eða heimila einnig þjóðernum með hátt nýgengi, t.d. NG>100, komuna hingað gegn tvöfaldri skimun og sóttkví á milli.  Varla geta yfirvöld hinna Schengen-landanna haft nokkuð á móti þessu ?

"Faraldurinn hefur verið í vexti í heiminum undanfarnar vikur.  Smitum á landamærum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við það. [Er það rétt ?-innsk. BJo.] Allt bendir til, að önnur bylgja faraldursins hér á landi tengist smitum, sem hafa flotið yfir landamærin þrátt fyrir varúðarráðstafanir.  Við blasti, að það þurfti að vega og meta, hvernig ætti að heyja næstu orrustu í því stríði, sem staðið hefur yfir á Íslandi frá lokum febrúar. 

Niðurstaða ríkisstjórnarinnar, að fengnum tillögum okkar færustu vísindamanna, var að herða þyrfti aðgerðir á  landamærum með því að taka þar upp tvöfalda skimun með 4-5 daga sóttkví á milli sem valkost við 14 daga sóttkví.  Þar var byggt á reynslunni af aðgerðunum frá 13. júlí, þær útvíkkaðar og hertar.  Ákvörðunin byggist á þróun faraldursins hér heima og erlendis, en líka á þeim leiðarljósum, sem sett voru í upphafi að verja líf og heilsu fólks og tryggja, að samfélagið geti gengið áfram með sem eðlilegustum hætti."

Hugarheimur Katrínar er furðulegur.  Hún upplifir sig vera í stríði og slátrar ferðaþjónustunni með köldu blóði.  Hún sendir líklega 5000 fjölskyldur á vönarvöl með framferði sínu, en bjargar engum frá alvarlegum sjúkdómi, hvað þá dauða.  Hún getur ekki skýlt sér á bak við Sóttvarnalækni, því að hann gerði í þetta sinn enga tillögu til heilbrigðisráðherra, heldur lagði hann fram 9 valkosti.  Ríkisstjórnin valdi þann kost, sem Sóttvarnalæknir taldi beztan út frá sóttvarnasjónarmiðum, en gallinn á gjöf Njarðar er einfaldlega sá, að sá kostur er gjörsamlega óviðeigandi við núverandi aðstæður.  Hann er neyðarhemill, sem ríkisstjórnin misnotaði.  Meðalhófsregla Stjórnsýslulaga er virt að vettugi, því að vægari úrræðum var sjálfsagt að beita með broti af tilkostnaði neyðarhemilsins og með alveg viðunandi árangri. 

"Í aðdraganda þess, að farið var að skima á landamærum og þannig greitt fyrir umferð, lét ríkisstjórnin vinna hagræna greiningu á þeirri stöðu.  Hún hefur nú verið uppfærð m.t.t. reynslunnar.  Margt áhugavert kemur þar fram, m.a. að hagræn rök hnígi að því að herða beri aðgerðir á landamærum til þess að tryggja, að innanlandshagkerfið verði ekki fyrir of miklu raski af hörðum sóttvarnarráðstöfunum.  Þar er enn fremur bent á, að ferðatakmarkanir, sem ákveðnar eru hér á landi, eru ekki það eina, sem ræður fjölda ferðamanna; þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli, en einnig almennur ferðavilji, sem gera má ráð fyrir, að minnki, þegar faraldurinn er í miklum vexti.  Stjórnvöld munu áfram vinna að því að meta áhrif faraldursins og sóttvarnaráðstafana á efnahagslífið."

Það er áhyggjuefni, að forsætisráðherra skuli láta frá sér fara svo einfeldningslegan texta.  Hún er ekki að verja "innanlandshagkerfið" með því að herða aðgerðir á landamærunum.  Hún kæfir með því ferðaþjónustuna og veldur þar með stórtjóni á "innanlandshagkerfinu".  Síðan koma "selvfölgeligheder", sem hún ber á borð sem merkilegar niðurstöður "sérfræðinga".  Þeir eru nú ærið mistækir, margir hverjir, og vandasamt að nota þá rétt, eins og alþjóð veit. 

Síðan þylur hún upp efnahagssamdrátt nokkurra ríkja og reynir að tengja hann við sóttvarnaraðgerðir þeirra. Það er mjög óvarlegt að gera, enda fellur hún í þá gryfju að draga af þeim kolranga ályktun: 

"Þarna spilar margt inn í, en segir okkur samt, að ekki er hægt að draga þá einföldu ályktun, að harðar sóttvarnarráðstafanir skili sjálfkrafa meiri samdrætti."

Það er einmitt þannig, að sóttvarnarráðstafanir á borð við ferðatakmarkanir og samkomutakmarkanir eru dýrar og að öðru óbreyttu til þess fallnar að draga úr hagvexti.  Aðalatriðið er, hvort þær eru gagnlegar, þ.e. hvort tjónið af þeirra völdum verði minna en af því að sleppa þeim.  Mikilvægast er, að þær séu réttar, þ.e. viðeigandi og hvorki of litlar né of miklar.  Þær eru þess vegna vandasamar og ekki á færi Sóttvarnalæknis eða Landlæknis að feta þetta einstigi.  Hér hefur Katrín, forsætisráðherra, misstigið sig herfilega, eða eins og Norðmenn segja: "traðkað á salatinu".  

Í lok greinarinnar skrifaði Katrín:

"Baráttunni við veiruna er hvergi nærri lokið.  En þegar henni lýkur, er okkar markmið, að hægt verði að segja, að saman hafi okkur tekizt að vernda heilsu, efnahag og frelsi okkar þannig, að þjóðlífið allt verði fyrir sem minnstum skaða og þjóðinni takist að vinna hratt til baka það, sem tapazt hefur í þessum faraldri.  

Í opnu lýðræðissamfélagi er mikilvægt, að fram fari umræða um ólíka þætti þessarar baráttu og eðlilegt, að það sé rætt með gagnrýnum hætti, hvernig gripið er inn í daglegt líf fólks, og hvernig efnahagslífi þjóðarinnar verði sem bezt borgið.  

Stefna íslenzkra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.  Allar aðgerðir okkar endurspegla þessi leiðarljós og miða að því að tryggja hag almennings á Íslandi sem allra bezt."

Það er nú þegar ljóst, að tjónið af völdum sóttvarnaaðgerða vegna veirunnar er gríðarlegt og skuldasöfnun hins opinbera ofboðsleg.  Efnahagslífi þjóðarinnar er ekki borgið, heldur er það í algeru uppnámi, þar sem við liggur, að öllum viðsnúningi hins opinbera frá 2013 hafi verið á glæ kastað.  Forsætisráðherra er veruleikafirrt, ef hún heldur, að staðan sé allt önnur. Frelsi einstaklinganna hefur auðvitað verið fórnað á altari sóttvarnanna, en forsætisráðherra skrifar, eins og hún sé að berjast fyrir frelsinu.  Hún snýr öllu á haus.  

Það er alls ekki rétt, að reynt hafi verið að feta hinn gullna meðalveg á milli heilsuverndar og eðlilegs gangs samfélagsins.  Sóttvarnaraðgerðir hafa gengið allt of langt og lamað eðlilegan gang þjóðfélagsins til skamms tíma og bundið þjóðinni þunga skuldabagga til langs tíma.  Það þýðir ekkert fyrir forsætisráðherra að þyrla upp einhverju moldviðri í tilraun til að draga dul á þetta. 

 

 


Að kasta barninu út með baðvatninu í Kófinu

Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem hún boðaði 14. ágúst 2020 um sóttvarnir á landamærum landsins, sætir tíðindum.  Á sama tíma og nýgengisstuðull smita á landinu í heild fer frekar lækkandi, er gripið til einna harkalegustu og dýrkeyptustu verkfæranna í verkfærakistu Sóttvarnalæknis (ÞG), sem hann skenkti ríkisstjórninni í viku 33/2020 og sagði "vessgú", nú getið þið, en hann hefur hingað til lagt tillögu fyrir heilbrigðisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur jafnan samþykkt. Nú var það eins og við manninn mælt.  Ríkisstjórnin féll á prófinu; hún gein við einum dýrkeyptasta kostinum, sem var alger óþarfi, þar sem farsóttin var þegar í rénun á Íslandi í viku 33/2020.

 Valkostir sóttvarnalæknis voru 9 talsins:

  1. Aðgangur ferðamanna óheftur.  Þessum valkosti mælir ÞG ekki með, enda er þetta öfgakostur, sem á ekki við m.v. gang heimsfaraldursins og nútíma tækni.  
  2. Ýtrustu hömlur á komur til landsins.   ÞG telur þetta óraunhæft í framkvæmd og ekki koma að fullu í veg fyrir dreifingu innanlands.  Þetta er öfgakostur, sem á alls ekki við núna, þegar faraldurinn er í hjöðnun innanlands.  Það má ekki gleyma því, að atvinnulíf landsins er háð opnum fólksflutningum til og frá landinu, og það er hæpið, að framkvæmdavaldið hafi lagaheimild til þessarar ákvörðunar. Aðgerðin felur í sér frelsisskerðingu, sem framkvæmdavaldið án atbeina löggjafarvaldsins á ekki að hafa heimild til. Landinu hefur enn ekki verið lokað í þessum faraldri, þótt farþegaflug hafi að mestu lagzt af í 3 mánuði, og það er óeðlilegt, að framkvæmdavaldið véli eitt um slíka ákvörðun, heldur verði hún reist á þingsályktun eða beinum lagafyrirmælum. 
  3. Allir í 14 daga sóttkví án skimunar.   Þetta telur ÞG, að myndi fækka ferðamönnum verulega og að erfitt verði um eftirlit með, að sóttkví verði virt.  ÞG telur, að líkur á dreifingu veirunnar innanlands minnki, en hverfi ekki.  Ferðamönnum myndi fækka svo mjög, að engum vandkvæðum verður háð að hafa með þeim eftirlit, enda hlýtur að mega setja á þá ökklaband.  Kostnaður sóttkvíar lendir á ferðamönnum, en tekjutap ferðageirans yrði nánast algert.  Þessi aðgerð er meira íþyngjandi en búast má við, að sóttvarnalög heimili, og kemur ekki til greina m.v. núverandi tæknistig. 
  4. Allir skimaðir við komuna.   Hér er ekkert getið um, hvort viðhafa ber heimkomusmitgát eða sóttkví á tímabilinu frá skimun og þar til niðurstaða er tilkynnt, en væntanlega er sóttvarnalega árangursríkara að viðhafa sóttkví.  Ef farþeginn er sýktur, eru taldar um 80 % líkur á, að niðurstaða skimunar verði "jákvæð".  Þetta er þar af leiðandi viðunandi örugg aðferð, ef farþegum frá löndum með nýgengisstuðul yfir 100 verður meinaður aðgangur að landinu og á meðan summa nýgengis innanlands og á landamærum er undir 40.  Skimunargetan verður þá næg í þessa aðgerð utan sumarannar m.v. núverandi stöðu og tempra má álag skimunar með þeim málefnalega hætti að hnika til kröfum um nýgengi í brottfararlandi. Við núverandi stöðu er þess vegna eðlilegt að velja þennan valkost Sóttvarnalæknis fyrir fólk frá öllum löndum heims, þar sem nýgengið er undir 100.  
  5. Allir skimaðir við komuna, sóttkví í 4-6 daga, þá önnur skimun.   Þetta er fyrirkomulagið, sem gildir f.o.m. 19. ágúst 2020.  Þetta telur ÞG, að sé áhrifaríkast út frá sóttvarnarsjónarmiði, en er það nóg ?  Kostnaður er mikill fyrir ríkissjóð og fyrir ferðamennina, sem standa straum af sóttkvínni, enda segir ÞG, að aðferðin krefjist mikillar rannsóknargetu, skipulags og mannafla, og sé þar að auki kostnaðarsöm. Hann bætir við þeim annmarka, að eftirlit með sóttkví gæti reynzt erfitt. Það er þó misskilningur, því að sóttkvíarhræður verða fáar. Líklegast er, að þessi aðgerð gangi af ferðaþjónustunni dauðri.  Þetta er að kasta barninu út með baðvatninu og hefur þótt skýrt merki um dómgreindarleysi.  Ríkisstjórnin hefur í núverandi stöðu hjaðnandi faraldurs og takmarkaðs álags á heilbrigðiskerfið (1 á spítala, enginn í gjörgæzlu) tekið skakkan pól í hæðina með því að mikla fyrir sér neikvæða þróun víða erlendis, vaðið út í fenið án vandaðrar ígrundunar valkosta m.t.t. til efnahagsþróunarinnar hérlendis.  Þegar ríkissjóður safnar 1 mrdISK/dag í skuldir, má ekki drepa niður neina tekjulind landsins með móðursýkislegum ráðstöfunum. 
  6. Fólk frá áhættusvæðum skimað, aðrir ekki.  Þessi aðferð hefur reynzt vera ófullnægjandi smitvörn m.v. eftirlitið á landamærunum.  Fólk þykist hafa verið í öruggu landi í 14 daga, en er að koma frá svæðum með hátt nýgengi.  Þá er auðvitað ekkert svæði "öruggt", eins og sóttvarnayfirvöld brenndu sig illilega á í vetur, þegar þau trúðu því, að sum svæði Alpanna væru "örugg".
  7. Allir skimaðir á landamærum, 5-7 daga sóttkví og önnur sýnataka fyrir fólk af áhættusvæðum.  Ekki er ljóst, hvers vegna sóttkvíin á að vara lengur í þessu tilviki en þegar allir eru settir í sóttkví.  Þessi aðferð getur verið réttlætanleg við verri aðstæður en nú eru uppi.
  8. Sóttkví allra í 7 daga, sem lýkur með sýnatöku.  Enn misreiknar sóttvarnalæknir áhrifin á ferðamannastrauminn, því að hann heldur, að erfitt verði að hafa eftirlit með "fjöldanum" í sóttkví.  Þetta er ein af aðferðunum til að nánast stöðva veiruflutning til landsins.  
  9. Skimun frá lágáhættusvæðum, en 14 daga sóttkví frá áhættusvæðum.Hér er spurning, hvernig áhættusvæði er skilgreint.  Almennt felur þessi aðferð í sér mikið óréttlæti og mismunun ferðamanna, sem vilja heimsækja landið.

Þann 13. ágúst 2020 birtist í Morgunblaðinu þörf hugvekja eftir Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara, þar sem hann leggur áherzlu á vandað og fjölþætt mat yfirvalda áður en frelsisskerðandi ákvarðanir eru teknar, og nauðsyn aðkomu löggjafans til að sannprófa, að meðalhófs hafi verið gætt af hálfu framkvæmdavaldsins.  Þetta eru orð í tíma töluð.  Greinin, "Réttarríkið og Covid-19", hófst þannig:

"Fréttaflutningur af Covid-19 (C19) veldur mér stöðugum ónotum, sem hafa ágerzt eftir því, sem liðið hefur á sumarið, sérstaklega þegar ég mæti grímuklæddu fólki á víðavangi eða sé grímuklædda bílstjóra eina á ferð í bifreiðum sínum.  Frammi fyrir slíkri sjón get ég ekki varizt þeirri hugsun, að óttinn hafi yfirtekið dómgreindina.  Ójafnvægi, sem af því leiðir, samræmist illa klassískum hugmyndum um dyggðugt líf, þ.e. um meðalhóf milli tveggja lasta.  Skeytingarleysi um eigið líf og annarra er augljóslega löstur, en það er ofsahræðsla einnig."

Í sumar hefur borið á skeytingarleysi, sem sýnir, að almenningur er orðinn þreyttur á 2 m reglunni og öðrum sóttvarnartakmörkunum.  Mest ber á því, þar sem áfengi er haft um hönd.  Þá ríður á, að ráðamenn sýni gott fordæmi og að eitt gangi yfir alla.  Á þessu hafa verið brotalamir.  Þegar um þingmenn og ráðherra er að ræða, kemur augljóslega til kasta stuðningsmanna þeirra, þegar þing kemur saman, Landsfundur verður haldinn eða við undirbúning framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar. Hins vegar getur vitleysan líka gengið í ofstækisátt, sem kenna má við óttann, og eru mýmörg fáránleg dæmi um slíkt, eins og við er að búast.

"Hafa má skilning á því, að stjórnvöld hafi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig, þegar C19 skaut fyrst upp kollinum.  Í ljósi staðreynda, sem síðan hafa skýrzt, m.a. um dánartíðni og meðalaldur látinna, þarf stöðugt að leita endurmats í því skyni að afstýra því, að viðbrögð stjórnvalda valdi meira tjóni en veiran sjálf.  Í því samhengi sakna ég þess að hafa ekki heyrt fleiri íslenzka lækna tjá sig um málið. Með sama hætti hefur samfélag íslenzkra lögfræðinga verið gagnrýnislaust á aðgerðir stjórnvalda hingað til.  Þá hefur stjórnarandstaðan engu bætt efnislega við umræðuna. 

Í stuttu máli virðist mér umræðan um C19 einkennast af gagnrýnisleysi og áherzlu á hlýðni. Fjölmiðlar, sem í upphafi fluttu fregnir af dánartíðni, hafa í seinni tíð fjallað meira um fjölgun tilfella.  Slík nálgun getur haft þær afleiðingar, að almenningur ofmeti hættuna, sbr nýlega könnun Kekst CNC, sem gefur vísbendingu um, að 29 % Breta telji, að 6-10% eða jafnvel stærri hluti dauðsfalla á Bretlandseyjum megi rekja til C19.  Slíkt mat er þó fjarri opinberri tölfræði, sem sýnir 0,1 % dánarhlutfall."

  Þess má geta, að hérlendis hefur dauðsföllum fækkað á tímabilinu, sem SARS-CoV-2 hefur geisað, enda eiga allar smitandi pestir erfiðara uppdráttar á tímum samkomutakmarkana, sótthreinsunar og félagslegrar fjarlægðar (handaböndum og faðmlögum fækkar).  Fjöldi látinna af smituðum er tæplega 0,5 %, og álagið á heilbrigðiskerfið í bylgju 2 er fremur lítið, enda er tiltölulega stór hluti sýktra í yngri kantinum. 

Það hafa ýmsar efasemdarraddir heyrzt úr þjóðfélaginu um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að velja valkost 5.  Sú borðleggjandi spá ferðaþjónustunnar, að straumur ferðamanna til landsins mundi þurrkast upp, er að rætast.  Ríkisstjórnin situr nú uppi með Svarta-Péturinn.  Hún getur ekki lengur skákað í skjóli sterkrar stöðu ríkissjóðs.  Hún er orðin veik, og versnandi lánshæfismat ríkissjóðs blasir við.  Ríkisstjórnin verður að fara að ná skynsamlegu jafnvægi á milli sóttvarna og tekjustreymis.  Hvers vegna heyrist ekkert um að opna á ferðalög til fleiri landa utan Schengen, svo fremi nýgengi sjúkdómsins sé þar viðunandi (NG<100) ?

Þingmenn ríkisstjórnarinnar eru farnir að tjá sig opinberlega um málið, og er það vel.  Sigríður Á. Andersen, Óli Björn Kárason og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður, hafa efasemdir um núverandi stefnumörkun. Ríkisstjórnin stefnir efnahag landsins í algert óefni, og stjórnarandstaðan virðist í hvoruga löppina geta stigið.  Annað mun kannski koma í ljós, þegar þingið kemur saman. 

Síðasti hluti greinar Arnars Þórs var svohljóðandi:

"Aðrir eru betur til þess fallnir að meta, hversu alvarleg heilsufarsógn C19 er í reynd, en sem almennur borgari hlýt ég að hafa rétt og skyldu til að horfa á tölfræðilegar upplýsingar og draga sjálfstæðar ályktanir, fremur en að samþykkja umyrðalaust, að vísindamönnum og ráðherrum séu falin öll völd.  

Í fljótu bragði virðist mér t.d., að sóttvarnalög nr 19/1997, sem auglýsing heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir byggist á, skorti ákvæði um, að ákvarðanir ráðherra skuli koma til umræðu og endurskoðunar hjá löggjafarþinginu við fyrsta tækifæri, en slíkt ákvæði er t.d. að finna í sóttvarnalögum í Noregi.  Miðað við allar þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, hlýtur að mega vega öryggissjónarmið gagnvart öðrum mannlegum og samfélagslegum hagsmunum, þannig að feta megi farsælustu leið.  Hvað verður t.d. um heilbrigðiskerfið, ef atvinnuleysi eykst úr öllu hófi með þeim afleiðingum, að skatttekjur dragast saman og erfitt verður að fjármagna sjúkrahúsin ?  Slík þróun hefði í för með sér sjálfstæða ógn við heilsu og líf borgaranna.  Framangreind sjónarmið um lög og landsstjórn eru til áminningar um, að við reglusetningu í lýðræðisríki ber að ræða mál út frá fleiri hliðum en einni og leita viðunandi jafnvægis milli allra þátta, sem máli skipta.  

Þótt öryggisþátturinn sé mikilvægur, ber okkur í lýðræðislegu tilliti að leggja skynsamlegt mat á hættuna og hafa burði til að mæta því, sem vekur kvíða og ótta.  A.m.k. má öllum vera ljóst, að til langframa getum við ekki látið stjórnast af óttanum einum.  Hver eru mörkin, sem miða ber við í þessu samhengi ?  Ef öryggissjónarmið eiga ein að ráða ferð - og ef bíða á þar til covid-smit hafa með öllu horfið - þurfum við að búa okkur undir gjörbreytta tilveru.  Þolir sálarlíf og efnahagur þjóðarinnar slíkt til langframa ?"

Undir þetta skal heilshugar taka.  Það er einmitt kjarni gagnrýninnar á ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem gildi tók á landamærunum 19. ágúst 2020, að "öryggisþátturinn" hafi hlotið of mikið vægi og efnahagsþátturinn of lítið vægi. Í raun má segja, að ríkisstjórnin hafi misnotað neyðarhemilinn og gripið til hans að óþörfu.  Það var alls ekkert neyðarástand í uppsiglingu í landinu.  Bylgja 2 var farin að hjaðna, aðeins 1 COVID-19 sjúklingur á sjúkrahúsi, og hann var ekki í gjörgæzlu.  

Það er misskilningur, að hægt sé að útrýma veirunni í landinu við núverandi aðstæður.  Það ber að taka upp sem eðlilegasta lifnaðarhætti með viðeigandi sóttvörnum, eðlilega starfsemi skóla með grímuskyldu í framhaldsskólum.  Grímuskyldu alls staðar, þar sem hópazt er saman, og þar gildi 1,0 m fjarlægðarregla og fjöldamark við 1000.  

Á landamærunum er eðlilegast að skima alla eða senda ella í 14 daga sóttkví.  Afnema núverandi takmörkun á þjóðerni ferðamanna, en stýra ferðamannafjöldanum að skimunargetunni með kröfum um nýgengi smita í viðkomandi landi undir tilgreindum mörkum. Það er málefnaleg aðferð, sem lagar sig að ástandinu erlendis.   

 


Veiran verður á meðal vor

Sigríður Á. Andersen, Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að mati höfundar þessa vefpistils verið rödd skynsaminnar í afstöðunni til aðgerða gegn veirunni og umtals um þróun farsóttarinnar.  Hún varar við að "dramatísera" þróunina með orðum eins og "bakslagi".  Það verður að halda starfsemi þjóðfélagsins sem eðlilegastri og þar með skólunum með þeim varúðarráðstöfunum, sem tiltækar eru á borð við andlitsgrímur og hanzka.  Áherzlu ber að leggja á að verja viðkvæma hópa, sem sóttvarnaryfirvöld hafa rækilega upplýst um, hverjir eru. 

Við verðum að lifa með þessari veiru, þangað til nægilega mikið af bóluefni berst til landsins til að skapa hjarðónæmi.  Rússar hafa tilkynnt, að þeir hyggist hefja bólusetningu á framlínufólki sínu í baráttunni við COVID-19 í október 2020.  Það mun létta þeim róðurinn, ef vel tekst.  Enn er undir hælinn lagt, hvenær öruggt bóluefni kemur á markaðinn á Vesturlöndum.  Enn hefur ekki tekizt að þróa bóluefni gegn HIV-veirunni eftir 20 ára rannsóknarvinnu, og sagt er, að SARS-CoV-2 svipi til HIV-veirunnar.  Ekkert bóluefni er enn til gegn eldri gerðum kórónuveirunnar (flensuveiru).

Skimun á landamærum gegnir sjálfsagt vísindalegu hlutverki, en það, sem hún hefur skilað til smitvarna, er ekki í neinu samræmi við tilkostnaðinn.  Í viku 32/2020, sem var fyrsta heila vikan í ágúst, höfðu frá 15.06.2020 greinzt 32 virk smit í meira en 75´000 sýnum úr fólki að koma til Íslands.  Sýktir innkomandi ferðamenn, að heimamönnum meðtöldum, námu þannig um 0,04 % af þýðinu, sem er lægra hlutfall en nemur hlutfalli COVID-19-sýktra í íslenzka þjóðfélaginu samkvæmt nálgunarmælingum Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE.  Hlutfallið þar á milli er marktækt eða 2,5.  Þar á ofan verður að taka tillit til smithættunnar.  Talið er, að hver smitaður íbúi í landinu smiti að jafnaði 2,5 aðra, en erlendir ferðamenn eru mun minna smitandi, af því að þeir eru í nánum samskiptum við miklu færri hérlendis.  Þetta smitnæmi gæti vefpistilshöfundur ímyndað sér, að væri undir 1,0.  Takmarka mætti fjölda ferðamanna hingað með kröfu um nýgengisstuðul í landi þeirra undir 100, þegar þeir bóka ferð.  Að þessu öllu virtu, geta erlendir ferðamenn ekki haft nein úrslitaáhrif á gengi veirunnar hér. Þegar sóttvarnarráðstafanir eru gerðar í landinu, einkum á landamærunum, verður að taka tillit til staðreynda, sem nú eru fyrir hendi um þennan nýlega vágest, í stað þess að ofvernda íbúa landsins með öllum þeim kostnaði og tekjutapi, sem slíkt leiðir af sér.  

Skimun á landamærum orkar tvímælis m.v. hversu lágt hlutfall ferðamanna greinist smitaður.  Ef kostnaður við hverja skimun er kISK 15, þá nemur kostnaðurinn við að finna hvern sýktan ferðamann MISK 40 eða kUSD 300.  Þetta er mun hærri upphæð en búast má við, að nemi kostnaðinum af að hleypa hinum sýkta inn í landið.  Fækka mætti skimunum með því að einungis ferðamenn frá löndum með hátt nýgengi, t.d. 50-100, væru skyldaðir í skimun eða sóttkví.  Þá mundi fólk frá t.d. Frakklandi (NG=57) og Spáni (NG=122) af Schengen-löndunum þurfa að fara í skimun m.v. stöðuna 1.-6. ágúst 2020.  

Það er mjög æskilegt, að skólakerfið starfi sem mest óraskað.  Þar af leiðandi ber að fagna tilslökun á fjarlægðarreglu fyrir framhaldsskólanemendur úr 2,0 m í 1,0.  Hvers vegna ekki að minnka smithættuna þar með grímuskyldu, ef fjarlægð er minni en 2,0 m. 

Sundlaugum og öðrum heilsueflandi stöðum, eins og þrekmiðstöðvum, ber að halda opnum fram í rauðan dauðann með nauðsynlegum fjöldatakmörkunum og grímunotkun, ef fjarlægð er undir 2,0 m.  Fyrir utan almenna fjölatakmörkun ætti að setja hámarksfjölda á m2 á veitingastöðum, því að þar er grímunotkun óraunhæf.  Hvers vegna ekki að leyfa starfsemi kvikmyndahúsa, leikhúsa og tónleikahaldara með 1,0 m reglu og grímuskyldu fyrir gesti, og tíðri innköllun hluta starfsfólks til skimunar ?  

Í sunnudags Moggagrein sinni 9. ágúst 2020, 

"Þetta veltur á okkur",

ritaði Þórdís Reykfjörð, ferðamálaráðherra, þetta m.a.:

"Bakslag reynir jafnvel enn meira á þrautseigju okkar og þolinmæði en þær hörðu aðgerðir, sem gripið var til [til] að kveða fyrstu bylgjuna niður.  Samheldnin, sem ríkti á mestu ögurstundum í baráttunni og gleðin yfir sameiginlegum árangri víkur fyrir vonbrigðunum með bakslagið.  Við sjáum í samfélaginu, að þetta veldur vanlíðan, óþoli og leit að sökudólgum."

Hér gerir ráðherrann mikið úr meintu bakslagi, sem er hugtak, sem Sigríður Andersen, Alþingismaður, telur óviðeigandi í þessu sambandi á þeim tíma, þegar ljóst er, að veiran verður ekki kveðin niður fyrr en hjarðónæmi hefur skapazt og að við verðum að búa við þessa veiru í samfélaginu.  Eftir á séð virðast sóttvarnarráðstafnir við fyrstu bylgju hafa verið of strengar og íþyngjandi (dýrkeyptar), því að fyrsta bylgjan hjaðnaði svo hratt, að kom sóttvarnayfirvöldum á óvart. 

Í næsta bút greinarinnar kemur skoðun ráðherrans á þessu raunverulega fram, og pistilhöfundur vill þar taka undir með Þórdísi:

"Þetta er skiljanlegt og þarf ekki að koma á óvart.  En það þarf ekki heldur að koma á óvart, að þetta bakslag skyldi koma.  Það hefur allan tímann verið talað á þeim nótum, að það væri líklegt. Það hefur verið sagt alveg skýrt, að við gætum þurft að læra að "lifa með veirunni" í töluvert langan tíma.  Við þurfum að setja okkur andlega í þann gír.  Öðru vísi komumst við ekki með góðu móti í gegnum þetta tímabil."

Síðasta málsgreinin er kjarni málsins, en hvað felst í "að lifa með veirunni".  Í stuttu máli er átt við, að þjóðlífið geti að mestu gengið sinn vanagang að viðhöfðum lágmarks sóttvörnum.  Í þessu gæti t.d. falizt að leyfa þéttsettna bekki á tónleikum og í kvikmyndahúsum (með 1 sæti á milli ótengdra), ef grímuskylda yrði virt.  

Síðan tekur Þórdís tvo hagfræðinga til bæna, en þeir þykjast hafa fundið það út, að betur borgi sig fyrir þjóðfélagið að hindra ferðir innlendra og erlendra um landamæri Íslands.  Þótt alls ekki megi vanmeta skaðleg heilsufarsáhrif þess vágests, sem allt þetta umstang snýst um, þá telur höfundur þessa vefpistils, að hagfræðingarnir hafi ekki hitt naglann á höfuðið við þessar vangaveltur sínar, enda er ekki vitað um neitt eyland, sem hefur lokað sig af vegna smithættu af SARS-CoV-2. Segja má, að lokunarstefnan og "að lifa með veirunni" sjónarmiðið takist á.  

Þórdís skrifar:

"Tveir hagfræðingar, Þórólfur Matthíasson og Gylfi Zoëga, hafa nýlega kvatt sér hljóðs og lýst þeirri skoðun, að tilslakanir á landamærunum hafi verið misráðnar og gefa í skyn, að fjölgun smita núna undanfarið sé afleiðing þeirra ákvarðana.  Það á ekki við rök að styðjast."

Það er rétt hjá Þórdísi, að hagfræðingarnir virðast fremur vera á tilfinninganótunum með þennan málflutning sinn.  Það er ekki hægt að útiloka, að smit berist til landsins, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að útiloka landsmenn frá samskiptum við útlendinga.  Þar með sitjum við uppi með innanlandssmit og enga ferðamenn, hvorki innkomandi né útfarandi.  Innanlandssmit hefur um hríð verið greint í 0,1 % þýðisins.  Sýnaþýðið á landamærunum er að 0,04% smitað, og eru Íslendingar þar á meðal innkomandi ferðamanna.  Lítil smithætta af ferðamönnum veldur því, að sú tilgáta hagfræðinganna, að stöðvun ferðamennskunnar borgi sig fjárhagslega fyrir þjóðarbúið eða auki við lífsgæðin í landinu virðist vera og er sennilega alveg út í hött.  Þessi tillaga þeirra, ef tillögu skyldi kalla, nýtur varla nokkurs fylgis, og íslenzk yfirvöld mundu ekki ríða feitum hesti frá fjarfundum, þar sem þau reyndu að útskýra, hvernig sú einangrunarniðurstaða hefði verið fengin, sérstaklega þar sem tillagan hefur alls ekki komið frá sóttvarnaryfirvöldum landsins. 

Að lokum reit Þórdís, ferðamálaráðherra m.m.:

""Stjórnmálamaður gerist hagfræðingur" gæti nú einhver sagt.  Já, ég leyfi mér að hafa áhyggjur af stöðu ríkissjóðs, efnahagslífsins, fyrirtækja og einstaklinga.  Ég leyfi mér líka að benda á, að þótt það sé rétt hjá Gylfa, að atvinnuleysisbætur örvi eftirspurn, þá er það ekki sjálfbært. 

 Við þurfum núna á öllu okkar að halda.  Öllum þeim tekjum, sem við getum aflað með ábyrgum hætti.  Allri okkar sérfræðiþekkingu á sóttvörnum.  Öllu því aðhaldi, sem við getum beitt í ríkisfjármálum, sérstaklega með nýsköpun í ríkisrekstri og snjöllum lausnum ásamt því að örva efnahagslífið, eins og kostur er.  Allri okkar árvekni gagnvart vágestinum.  Og allri okkar þrautseigju, þolinmæði og samtakamætti."

Það er vert að taka undir þetta með ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar.  Rökrétt framhald af þessu er að hleypa ferðamönnum utan Schengen-svæðisins til Íslands með einni skimun á landamærunum, ef Nýgengisstuðullinn í landi þeirra eða brottfararlandinu er á bilinu 50-100, en hleypa fólki ekki inn, ef það hefur á undanförnu 14 daga tímabili dvalið í landi með nýgengisstuðul yfir 100. 

Gylfi Zoëga settist niður við skriftir eftir lestur sunnudagspistils ráðherrans og úr varð grein, sem birt var í Morgunblaðinu 10. ágúst 2020 undir fyrirsögninni:

"Í tilefni af grein ráðherra".

Höfundi þessa vefpistils finnst holur hljómur í boðskap Gylfa, sem gæti stafað af því, að sterk rök skorti og að hann hafi ekki ígrundað málefnið nægilega vel.  Það ber að fagna andstæðum sjónarmiðum, en smithættan, sem hann telur stafa af tiltölulega fáum ferðamönnum í haust og vetur er stórlega ofmetin.  Gylfi vill pakka landinu inn í bómull, ofvernda þjóðina.  Þetta er skrýtinn málflutningur hjá hagfræðingi og nefndarmanni í Peningastefnunefnd Seðlabankans:

"Stjórnvöld þurfa að ákveða, hversu mikið eigi að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu á næstu mánuðum með því að auðvelda ferðir um landamæri.  En þá er einnig við því að búast, að Íslendingar ferðist meira til útlanda, sem dregur úr innlendri eftirspurn.  Ferðir innlendra sem erlendra ferðamanna yfir landamæri auka hættuna á, að farsóttin komi til landsins aftur, eftir að núverandi bylgja er gengin niður.  Það þarf ekki sóttvarnalækni til þess að skilja, að því meiri, sem hreyfanleiki fólks er, þ.e.a.s. því fleiri Íslendingar, sem ferðast til útlanda og því fleiri erlendir ferðamenn, sem hingað koma, þeim mun meiri hætta er á, að farsóttin berist til landsins."

 Við þetta er ýmislegt að athuga.  Eftir að þessi árstími er genginn í garð, eru litlar líkur á, að Íslendingar, sem vilja "lengja hjá sér sumarið" með sólarlandaferð, en komast ekki vegna smitsjúkdómshindrana yfirvalda, muni eyða meiru fé innanlands fyrir vikið.  Ætli séu ekki meiri líkur á, að þeir auki sparnað sinn og hyggi gott til glóðarinnar, þegar lífið færist í eðlilegra horf ?

Að fara með almennar og óskilyrtar eða magnteknar staðhæfingar, eins og hagfræðingurinn gerir um samband "hreyfanleika ferðamanna" og smithættu innanlands er villandi og býður hættunni á röngum ályktunum lesandans heim.  Þessi staðhæfing Gylfa er álíka nytsamleg, og ef pistilhöfundur tæki sig til og skrifaði blaðagrein um það, að hættan á, að ekið verði á bíl hans stóraukist við það að fara á honum út á vegina í stað þess að láta hann standa á hlaðinu.

Í lýðræðisþjóðfélagi ber stjórnvöldum að gæta meðalhófs við ákvarðanatöku, eins og Arnar Þór Jónsson, héraðsdómslögmaður, bendir á í mjög þarfri hugvekju í Morgunblaðinu 13. ágúst 2020, og huga um leið að beztu þekkingu í þessum efnum.  Slíka ákvarðanatöku er t.d. hægt að reisa á því sjónarmiði, að öllum, sem hingað vilja koma í lögmætum tilgangi sé heimil för með skilyrðum, sem snúa að nýgengi COVID-19 í heimalandi þeirra eða þaðan, sem þeir koma.  Nýgengisstuðullinn 20 reisir óskynsamlega háar skorður við frjálsri för.  Talan NG=100 virðist réttlætanlegri, enda séu ferðamenn skimaðir, ef NG>50.  Þar sem fólk búsett á Íslandi er mun meira smitandi en almennt ferðafólk, er eðlilegt að beita það strangari sóttvarnaákvæðum, t.d. tvöfaldri skimun og sóttkví á milli við komu til landsins.  Með þessu móti væri gætt meðalhófs, en með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum er ekki gætt meðalhófs. 

"Ef aukið flæði ferðamanna hefur í för með sér, að farsótt geisi innanlands, verður efnahagslegt tjón þjóðarbúsins margfalt meira en sá ávinningur, sem fjölgun ferðamanna hefði í för með sér.  Hagkerfi margra Vesturlanda hefur orðið fyrir miklu áfalli í ár; ekki vegna þess, að ferðamönnum hefur fækkað, heldur af því, að fólk getur ekki mætt til vinnu og margvísleg viðskipti geta ekki átt sér stað.  Ekki þarf að horfa mikið lengra en til Bretlands til þess að sjá slæmar efnahagslegar afleiðingar farsóttar og harkalegri sóttvarna en Íslendingar hafa hingað til kynnzt." 

Hagfræðingurinn getur varla verið þekktur fyrir að senda frá sér slíkan texta.  Hann getur ekki fullyrt, að efnahagstjónið af völdum geisandi farsóttar innanlands af völdum ferðamannafjölgunar verði margfalt á við ávinninginn af fjölgun ferðamanna.  Hér er verið að mála skrattann á vegginn til að skapa andrúmsloft ótta, sem fær stjórnvöld til að hálfloka landinu, og efnahagslegar afleiðingar farsóttar eru algerlega háðar sóttvarnarviðbrögðunum.  Þessi ráðgjöf er ekki upp á marga fiska.  

Enn heggur Gylfi í sama knérunn:

"En þeir, sem taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, verða að hafa heildarhagsmuni skýra.  Ekki má horfa framhjá þeim mikla efnahagslega skaða, sem verður, ef farsóttin herjar á samfélagið í vetur.  Efnahagslegt tap af völdum farsóttar innanlands getur verið mikið, eins og sést í mörgum nálægum ríkjum."

Við verðum að lifa með veirunni, og óttinn er mjög slæmt vegarnesti í langferð.  Miklu nær er að blása til gagnsóknar, reyna að auka tekjurnar á öllum sviðum, svo að stöðva megi skuldasöfnun, sem hefur verið mikil það, sem af er árinu, og efla mótvægisaðgerðir, sem gefizt hafa vel, á borð við skimun fyrir veirunni og smitrakningu með sóttkví, sem stytta má í 5 daga með skimun.  Það má heita líklegt, að heimurinn þurfi að glíma við miklu hættulegri veiru en SARS-CoV-2 síðar, og þess vegna vert að þjálfa varnarviðbrögð og færa reynsluna inn í hönnun nýja spítalans við Hringbraut, sem verður að vera í stakk búinn til að fást við skæða veirufaraldra. 

 

 

 

 

 


Hömlulosun

Ætíð er fengur að blaðagreinum Jóhannesar Loftssonar, verkfræðings.  Hann setur oftast fram frumleg og vel rökstudd sjónarmið.  Oft fjallar hann um það, sem efst er á baugi.  Allt á þetta við um Morgunblaðsgrein hans 

"Sumarið er tíminn".

Þar leggur hann til með rökstuddum hætti, að opna ætti landið nú þegar án sýnatöku og greiningar við komuna.  Hann nefnir ekki tilmæli yfirvalda um smitrakningarapp í farsíma ferðamanna, enda kostar slíkt fjárhagslega lítið, og Persónuvernd er búin að leggja blessun sína yfir gjörninginn með þeim varnöglum, sem þar eru. (Áður var reyndar svo að skilja, að appið yrði krafa.)

Við upphaf greinarinnar veltir Jóhannes vöngum yfir þróun bóluefnis.  Hann færir fyrir því rök, að það muni ekki vera væntanlegt á næstunni:

"Þróun bóluefnis fyrir kórónuvírus er vandasamt verkefni.  Slíkt bóluefni hefur aldrei verið þróað fyrir þessa tegund vírusa og óvíst er, hvort það takist frekar en fyrir HIV-vírusinn. Ef það tekst, mun þróunin alltaf taka langan tíma, enda er að mörgu að huga, þegar heilbrigt fólk er "sýkt" með bóluefni.  Bæði þarf að tryggja, að lækningin sé ekki hættulegri en sjúkdómurinn, og verndin, sem bólusetningin veitir, sé nægjanleg, til að áhættan borgi sig.  Óhætt er að segja, að fyrstu væntingar yfirvalda um skjóta úrlausn á kórónufaraldrinum fyrir lok maí [2020] hafi verið óskhyggja.  Nú sjá flestir, að langt er í bóluefni, og gefur framtíðarsýn Lyfjastofnunar Evrópu til kynna, að ár sé í slíkt, ef það þá yfirhöfuð finnst."

 Hafi einhver talið, að vandamál samfara SARS-CoV-2 veirunni á heimsvísu mundu hverfa í maí 2020, er sá hinn sami ekki með báða fæturna á jörðunni.  Þótt veiran hverfi af Íslandi í maí, sem gerðist ekki alveg, þá er hún grasserandi í mörgum löndum, sem við eigum í miklum samskiptum við og verðum að hefja eðlileg samskipti við eigi síðar en 15. júní 2020, ef efnahagurinn á að eiga sér viðreisnar von á næstunni. Nú hefur dómsmálaráðherra tilkynnt, að við munum fylgja Evrópusambandinu (Schengen) að málum, sem ætlar ekki að opna ytri landamæri sín fyrr en í fyrsta lagi 1. júlí 2020.

Bólusetning kann að vera moðreykur einn, því að áhættulítið bóluefni verður varla komið í almenna dreifingu fyrr en 2022 (og verður líklega rándýrt), og þar sem téð veira er "ólíkindatól", kann hún að hafa breytzt nægilega, þegar þar kemur sögu, til að bóluefni virki ekki sem skyldi.  Vona verður, að breytingarnar verði hvorki í átt til meira smitnæmis né þungbærari sýkinga. Venjulega hafa stökkbreytingar virkað til minni skaðsemi þessara veira, en það flýgur fjöllunum hærra, að þessi sé manngerð.  

Hins vegar hafa verið gerðar rannsóknir á virkni veirulyfs, sem beitt hefur verið gegn malaríu og eyðni með góðum árangri, á COVID-19 sjúkdóminn, og gefa niðurstöður til kynna, að sjúklingunum batni fyrr og dauðsföllum fækki mikið.  Ekki var getið um aukaverkanirnar.  Heilbrigðisyfirvöld í mörgum löndum eru nú að leyfa notkun þessa lyfs gegn COVID-19, og mun því áreiðanlega verða beitt hérlendis og annars staðar í Evrópu, ef önnur bylgja faraldursins ríður hér yfir.  

 

 "Lág dánartíðni er ekki það eina, sem svipar með kórónuveiki og flensu.  Vísbendingar eru þegar komnar fram um, að árstíðasveiflur séu í kórónusmitum líkt og þekkt er fyrir flensu.  Á sama tíma og hægt hefur á smitum á norðurhveli jarðar, hefur orðið stökk í smitum í nokkrum löndum á suðurhveli (Síle, Argentínu og Suður-Afríku) samhliða því, að vetur hefur gengið í garð."

 Rúmlega 1800 manns er vitað til, að smitazt hafi hérlendis.  Það er aðeins um 0,5 % íbúanna.  Slembiúrtak ÍE gaf til kynna innan við 1 % smit, en mælingar á ónæmisefnum í blóði bentu til 1,5 %. Það er trúlegt, að þrefalt fleiri hafi smitazt en skráðum smitfjölda nemur.  Sóttvarnalæknir hefur nefnt, að smitfjöldi gæti numið allt að 5 % þjóðarinnar.  Ef svo er, nemur fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 sjúkdómsins aðeins 0,05 % smitaðra, sem er sambærilegt við venjulegan flensufaraldur.  Í ljósi þessa virðast viðbrögð yfirvalda vítt og breitt um heiminn hafa verið úr hófi fram.  Annars konar áherzlur verður að leggja við næsta sambærilega faraldur.  Beitt hefur verið aðgerðum, sem viðeigandi væru væntanlega við ebólu. 

Þjóðverjar náðu góðum árangri með viðbrögðum sínum.  Þeir notuðu sýnatökur og greiningar til að beina athyglinni að miklum smitstöðum.  Sláturhús landsins reyndust slíkir staðir.  Ástæðan er sú, að þessi kórónuveira þrífst vel og lifir lengi á köldu yfirborði, og kemur þetta heim og saman við skrif Jóhannesar hér að ofan. Hann reit reyndar fleira athyglisvert um áhrif hitastigs og rakastigs:

"Loftraki er einn stærsti áhrifaþáttur í skaðsemi flensu á veturna.  Kalt vetrarloft verður mjög þurrt, þegar það er hitað upp innandyra.  Í þurru lofti endast vírusar lengur, og smitdropaagnir verða minni, þannig að þær svífa lengur í loftinu og smita því lengur. Einnig er varnarkerfi líkamans gegn smiti mun veikara í þurru lofti, og smit minni dropa berast dýpra í öndunarfærin og virðast hættulegri.  

Hlýtt smuarloft ber margfalt meiri raka en kalt vetrarloft.  Það lokar þannig á smitleiðir og eflir náttúrulegar varnir líkamans.  Einnig hjálpar til, að með hækkandi sól batnar D-vítamínstaða líkamans, sem hefur sýnt sig að gagnast gegn kórónuveikinni.  Þessi liðsauki gerir sumarið að bezta tímanum til að eiga við þessa óværu."

Með þessum upplýsingum er Jóhannes að reisa stoðir undir þá ráðleggingu, að nú sé rétti tíminn til að opna landamærin og leyfa óhefta starfsemi í hverju landi um sinn.  Með þessu má draga úr gríðarlegu efnahagstjóni, sem annars er fyrirsjáanlegt, og verður það þó óhjákvæmilega mjög mikið. Jóhannes hélt áfram: 

"Í ljósi þess gríðarlega skaða, sem öll hindrun á komu erlendra ferðamanna mun hafa á möguleika Íslendinga til að takast á við þá erfiðu tíma, sem fram undan eru, er afar mikilvægt, að gengið sé sem vasklegast fram við að opna landið sem fyrst, [á] meðan sumarið er með okkur í liði.  Þó að einhver viðbótar smit berist hingað með sumum þeirra, eru sterkar líkur á, að slíkt verði ekki til vandræða, því [að] ef það er rétt hjá sóttvarnalækni, að allt að 5 % Íslendinga hafi smitazt fram að þessu, þýðir það, að 90 % allra smita á Íslandi urðu til og hurfu af sjálfu sér, án þess að nokkur tæki eftir.  Ef smit verða mildari með hækkandi sól, mun þetta hlutfall skaðlausra smita hækka enn meira á næstu mánuðum."

Þetta er mikilvæg röksemdafærsla.  Þótt hæpið sé, að um sé að ræða svo víðtæk smit í samfélaginu, sem þarna kemur fram, má hiklaust reikna með, að a.m.k. annar hver smitaður hafi ekki orðið var við smit sitt.  Þegar þar við bætist, að 80 % hinna, sem verða varir við einkenni, veikjast aðeins vægt og það hlutfall er sennilega hærra að sumarlagi, virðist áhættan vera svo lítil, að vert sé að taka hana.

Þar sem dánartíðni hefur verið hæst, hefur mistekizt að vernda viðkvæma hópa.  Það verður þess vegna áfram að gæta ýtrustu varkárni gagnvart þeim.  Þetta á við alla þá, sem eru með veiklað ónæmiskerfi eða lítið mótstöðuþrek gagnvart sjúkdómum almennt.  Þetta á t.d. við um dvalarheimili aldraðra og sjúkrahúsin. 

Síðan heldur Jóhannes því fram, og hér skal undir það taka, að farsælast sé að opna landið strax alveg án allra óþarfa og íþyngjandi takmarkana:

"Þær rándýru prófanir, sem yfirvöld ætla að gera á hverjum ferðamanni, eru vanhugsaðar.  Í fyrsta lagi geta slíkar prófanir aldrei tryggt, að smit berist ekki hingað til lands.  Enn verra er þó, að með því að halda vírussmiti niðri yfir sumartímann, [á] meðan auðvelt er að eiga við sjúkdóminn, er verið að flytja vandann yfir á næsta haust, þegar smithætta vex og smit verða lífshættulegri.  Aukið ónæmi yfir sumarið mun draga úr hættunni, sem skapast næsta haust."

Misvísandi upplýsingar hafa borizt um kostnaðinn við sýnatökur og greiningar vegna COVID-19.  Frá Sýkla- og veirufræðideild Landsspítalans, Karli G. Kristinssyni, hafa borizt upplýsingar um tækni, sem lækki kostnaðinn niður í kISK 5-6/greiningu, en við kynningu á þessum valkosti við sóttkví var nefnd talan kISK 50/greiningu.  Ætlunin er að láta þennan kostnað falla á ríkissjóð fyrst um sinn, en síðan að taka kISK 15 gjald af hverjum ferðamanni.  Ætla yfirvöld einhverra annarra þjóða að leggja út í þessa miklu fyrirhöfn með takmörkuðum ávinningi ?  Þessar tafir og óþægindi fyrir ferðamenn auk kostnaðarbyrðar virðast ekki vera réttlætanlegar.  

 

 

 

 

 

 

 


Bandaríkin og Ísland

Fróðlegt er að bera saman stöðu Bandaríkjanna og Íslands nú á krepputíma.  Ýmsir hagvísar bentu til þess fyrir SARS-CoV-2 kreppuna, að fjármálakerfi heimsins væri komið á yztu brún og að stutt væri í fjármálakreppu, þegar þessi veira tók að breiðast út fyrir Kína. Alþjóðleg fjármálakreppa var í raun orðin óhjákvæmileg vegna eignabólu langt umfram raunverðmæti í Bandaríkjunum (BNA) og misvægis á milli norðurs og suðurs á evrusvæðinu. Þetta misvægi í Evrópu er óbrúanlegt um fyrirsjáanlega framtíð vegna djúpstæðs mismunar, sem Evrópusambandið (ESB) hefur að sumu leyti magnað (frjáls för fólks hefur magnað vinnuaflsskort af völdum öldrunar samfélaga). Efnahagslegar afleiðingar CoVid-19 veikinnar bætast við eignabólusprengingu í BNA og væntanlegt uppgjör á evrusvæðinu.  Þetta saman mun skapa djúpa og langvinna efnahagskreppu í heiminum.  Við þessar aðstæður mun taka tíma fyrir tapaðar tekjulindir Íslendinga að jafna sig að fullu, og þess vegna er ekki hægt að búast við snöggum bata.  Lífskjaraskerðing hérlendis er óhjákvæmileg, eins og annars staðar.  Það væri fásinna að láta þessar aðstæður af völdum ytri krafta leiða til þjóðfélagsátaka hér.  

Undir þetta rennir Kristrún Frostadóttir stoðum í grein sinni í Markaðnum 18. marz 2020: 

"Hagstjórnarfyrirmynd annarra":

"Talsverður aðdragandi hefur verið að núverandi markaðstitringi víða um heim.  Stutta útgáfan af sögunni snýr að áhrifum lágra vaxta og ódýrs fjármagns í Evrópu og Bandaríkjunum á skuldsetningu og sókn í ávöxtun síðastliðinn áratug.  

Mikið fjármagn hefur streymt inn á hlutabréfamarkaði víða um heim, sérstaklega til Bandaríkjanna.  Í upphafi ársins [2020] var markaðsvirði bandaríska hlutabréfamarkaðarins 160 % af landsframleiðslu.  Árið 2007 var hlutfallið 100 %.  Ásókn í ávöxtun hefur einnig ýtt undir hraðan vöxt fyrirtækjaskulda í formi skuldabréfa í Bandaríkjunum á meðan hægt hefur á útlánavexti banka. 

Útgáfa annarra skuldaskjala hefur einnig stóraukizt, enda opinberar skuldir í Bandaríkjunum farið úr 60 % af VLF í rúmlega 100 % frá 2007. 

Bandaríski fjármálamarkaðurinn, þ.e. hlutabréf að meðtöldum skuldabréfum ríkis og fyrirtækja, mældist þrefalt stærri en raunhagkerfið í upphafi ársins [2020], en var 185 % af hagkerfinu 2007.  Húsnæðisskuldir hafa þó farið fallandi á þennan mælikvarða frá síðustu kreppu, úr 100 % af VLF í 75 %.  Hraður vöxtur á fyrrnefndum mörkuðum leiðir líklega til kreppu í raunhagkerfinu, sem er langt umfram COVID áfallið."

Þarna er lýst sjúku ástandi fjármálakerfis, sem hlaut að enda með verðmætahruni, enda stóð það á brauðfótum.  Skýringarinnar er að nokkru leyti að leita í lágum vöxtum Seðlabanka BNA, en lýsingin ætti þá að eiga í enn sterkari mæli við evrusvæðið, þar sem stýrivextir seðlabanka evrunnar hafa verið niðri við núllið.  Die Bundesbank, Seðlabanki Sambandslýðveldisins, hefur verið mótfallinn þessari lágvaxtastefnu einmitt af því, að hún hvetur til óarðbærra fjárfestinga og spákaupmennsku, sem endar í útþaninni blöðru, sem er dæmd til að springa með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Lágvaxtastefnan hefur hentað þýzku þjóðfélagi illa, því að Þjóðverjar spara mikið á bankareikningum, t.d. til elliáranna, og kunna ekki að meta mjög lága eða jafnvel neikvæða ávöxtun. 

Hvað hafði Kristrún Frostadóttir að skrifa um stöðuna á Íslandi ?:

"Ójafnvægi hefur einnig verið til staðar í íslenzka hagkerfinu síðustu ár, en af öðrum toga.  Laun hafa hækkað mikið samhliða vexti mannaflafrekra greina [á borð við ferðaþjónustuna - innsk. BJo] og mælast nú 55 % af VLF.  Aðeins einu sinni á síðustu 50 árum hefur hlutfallið mælzt hærra eða 2007.  [Þetta er ótvírætt hættumerki og vísbending til verkalýðshreyfingarinnar um, að nú sé tími kröfugerða á enda, en komið að því að einbeita sér að því að treysta grundvöll lífskjaranna með framleiðniaukningu-innsk. BJo.]  Aukin greiðslugeta heimilanna, frekar en skuldsetning, hefur því drifið fasteignamarkaðshækkanir hér heima.  [Þetta er ekki næg skýring á óhóflegum fasteignaverðshækkunum, heldur koma þar til aukinn kostnaður vegna byggingarreglugerðar, lóðaokur og lóðaskortur, aðallega í höfuðstaðnum - innsk. BJo.]

Til samanburðar hefur launahlutfallið farið nær stöðugt lækkandi í Bandaríkjunum frá 1970 og stendur nú í 43 %.  [Þetta er enn óheilbrigðari þróun en á Íslandi.  Raunlaun hafa á þessu tímabili lítið hækkað í BNA og launþegar verið hlunnfarnir um ávinning framleiðniaukningarinnar, þótt eðlilegt sé, að launþegar og vinnuveitendur skipti honum á milli sín - innsk. BJo.] Þetta er spegilmynd hækkana á hlutabréfamörkuðum vestanhafs, þar sem hagnaður fyrirtækja [og arðgreiðslur - innsk. BJo] hefur aukizt hratt á kostnað launafólks og samneyzlu.  Þessi þróun hefur veikt stoðir samfélagsins til að bregðast við áföllum í bókstaflegri merkingu þessa dagana. 

Hér hefur hlutabréfamarkaðurinn hins vegar lítið tekið við sér síðustu misseri þrátt fyrir mikinn hagvöxt, en markaðsvirði fyrir núverandi áfall var um þriðjungur af landsframleiðslu samanborið við 200 % árið 2007.  Skuldabréfamarkaður með ríkis- og fyrirtækjabréf hérlendis er um 40 % af landsframleiðslu, en var tæplega 60 % árið 2007."

Nú eru stýrivextir Seðlabanka Íslands í sögulegu lágmarki, 1,75 %.  Það ætti að styðja við endurfjármögnun fyrirtækja með hlutabréfakaupum í þeim, enda hafa nú myndazt þar kauptækifæri.  Jafnframt er ljóst, að skuldabréfamarkaðurinn mun aukast á þessu ári vegna fjármögnunarþarfar hins opinbera og fyrirtækja, en ríkið hlýtur jafnframt að leita eftir lánveitingum erlendis.  Mun þá reyna á raunverulegan trúverðugleika ríkissjóðs Íslands á erlendum lánamörkuðum og formlegt lánshæfismat, og hvort lausafjárþurrð er orðið vandamál á heimsvísu.  Seðlabanki Íslands ætlar að hindra offramboð skuldabréfa með því að kaupa þau á eftirmarkaði, og fetar þar í fótspor margra annarra seðlabanka, þótt hann hafi látið þetta ógert síðan 1993.  

Botninn virðist vera dottinn úr álmörkuðum heimsins með álverð að nálgast 1400 USD/t, en fisk og aðrar matvörur verður fólk að kaupa, hvernig sem allt veldur, svo að sjávarútvegur og fiskeldi sigla vonandi hraðbyri gegnum þessa gríðarlega erfiðu tíma. Nú berast þó þau tíðindi af sjávarútvegi, að útflutningsverðmæti hans kunni að dragast saman á þessu ári vegna afleiðinga SARS-CoV-2 veirunnar bæði hérlendis og erlendis.  Vonandi nær sjávarútvegurinn þó fljótt og vel vopnum sínum, því að við þurfum á öllu að halda til að laga viðskiptastöðuna við útlönd.  

 

 

 

 

 

 

 


CoVid-19 og evran

Stefán E. Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, er skarpur greinandi.  Þann 18. marz 2020 birti hann í Viðskipta-Mogganum stórmerkilega "skoðunargrein" sína undir fyrirsögninni:

"Endalok evrunnar",

sem ástæða er til að birta hér og leggja út af:

"Það fór ekki vel af stað hjá Christine Lagarde, þegar hún kynnti fyrsta alvarlega inngrip Seðlabanka Evrópu, frá því að hún tók við stofnuninni síðastliðið haust.  Glannaleg yfirlýsing, sem mátti túlka sem svo, að bankinn myndi ekki bakka upp hagkerfi Ítalíu, þegar öll sund eru lokuð, olli því, að markaður með ríkisskuldabréf landsins fór á annan endann.  Hún baðst í kjölfarið afsökunar á framgöngu sinni - en skaðinn er skeður." ?! [Erlendur hortittur í lokin-innsk. BJo.]

Christine Lagarde endurómaði væntanlega þarna umræðurnar innan Seðlabanka evrunnar (ECB), þegar hún tók við stöðu formanns bankastjórnar hans.  Þar sem ítölsku ríkisskuldabréfin fóru í ruslflokk við þessi ummæli, er ljóst, að fjárfestar telja þau illseljanleg á markaði, nema ECB bjóðist til að kaupa þau.  Það er hins vegar ekki víst, að ECB hafi í þetta skiptið getu til að kaupa nóg af þeim.  Það má búast við, að mörg ítölsk fyrirtæki lendi í vanskilum við banka sína á næstu vikum og mánuðum, af því að þau hafa litlar eða engar tekjur haft vikum saman.  Bankarnir eru veikir fyrir, og ríkisstjórnin mun reyna að bjarga einhverjum þeirra, en lausafjárþurrð mun líklega reka bankana og ítalska ríkissjóðinn í þurrð.  

Seðlabanki evrunnar mun þurfa í fleiri horn að líta, t.d. til Spánar og Grikklands, en einnig norður fyrir Alpana.  Deutsche Bank stóð tæpt fyrir þetta áfall, og núverandi hagkerfislömun og vafalaust lausafjárskortur í Evrópu fyrir vikið mun geta riðið honum að fullu. Þýzki ríkissjóðurinn mun sennilega teygja sig langt til að bjarga einhverju af þessum risa, svo að Þýzkaland verður líklega ekki aflögufært fyrir björgunaraðgerðir utan landamæra Sambandslýðveldisins.  Allar þessar sviptingar hljóta að hafa veikjandi áhrif á evruna, sem gæti kannski upplifað fall í líkingu við fall norsku krónunnar, NOK, í viku 12/2020, er hún féll um fjórðung m.v. USD, líklega aðallega vegna helmingunar á verði hráolíu, sem þýðir, að allir olíuborpallar Noregs eru nú reknir með tapi.     

Á óróa- og óvissutímum leita fjárfestar í bandaríkjadal, USD. Þótt forseta Bandaríkjanna hafi brugðizt bogalistin illilega við að veita landinu forystu í vörnum þess gegn CoVid-19 veikinni með þeim afleiðingum, sem Bandaríkin munu væntanlega þurfa að súpa seyðið af (nú er 80 þúsund manns spáð dauðdaga í BNA af völdum SARS-CoV-2 veirunnar), þá er evran þegar farin að tapa talsverðu verðgildi m.v. USD eða tæplega 5 % á vorjafndægri 2020 m.v. marzbyrjun.  Aðeins glannar spá fyrir um gengi gjaldmiðla, en það er hægt að leyfa sér að ýja að því, að núverandi lömun hagkerfa af völdum CoVid-19 pestarinnar muni geta leitt til þess, að evran verði um hríð ódýrari en dalurinn.

"Ríkin í Suður-Evrópu, sem hafa barizt í bökkum allt frá fjármálahruninu 2008, ekki sízt vegna drápsklyfjanna, sem alþjóðlegar fjármálastofnanir fengu að hengja á ríkissjóðina, horfa nú fram á enn eitt rothöggið.  Nú er enginn peningur í kassanum til að bregðast við, og ríkin, sem gátu komið til hjálpar þá, eiga þess varla kost nú.  Merkel þarf ekki að neita þeim um aðstoð; hún er einfaldlega ekki aflögufær."

Þarna stiklar Stefán Einar á stóru um orsakir efnahagsvandræða Suður-Evrópu og þar með orsakir ógnana, sem nú steðja að evrusamstarfinu.  Því miður gliðnaði hin óbrúanlega gjá, sem efnahagslega liggur um Alpana og Rín, enn við hrossalækningu ESB og AGS við fyrstu evrukrísunni, sem náði hámarki 2012. Nokkrar afskriftir lána áttu sér raunar stað, en meginþungi aðgerðanna fólst í því, að stórbankar Frakklands, Bretlands og Þýzkalands, voru losaðir úr prísund áhættusamra lánveitinga og skuldaklafi ríkissjóða Suður-Evrópu aukinn að sama skapi.  Þetta hefur virkað svo vaxtarhamlandi á þessi ríki, að þau hafa ekki borið sitt barr síðan. 

 

Eðlilega mega þau ekki við neinum ytri áföllum við þessar aðstæður, og greiðsluþol ríkissjóða Suður-Evrópu mun verða í uppnámi, þegar hvert fyrirtækið á fætur öðru verður gjaldþrota vegna tekjubrottfalls af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, sem tekur feiknarlegan toll af þessum ríkjum.  Þetta eru ill tíðindi fyrir evruna, því að seðlabanki hennar í Frankfurt getur ekki einbeitt sér að björgun Suður-Evrópu, þar sem öll Evrópa er lömuð af völdum veirunnar.  Skyldi nokkurn vísindaskáldsöguhöfund hafa órað fyrir því, að efnahagstjónið yrði jafnmikið af völdum lungnabólguveiru og raunin verður af þessari, en það mun hlaupa á tugum trilljóna bandaríkjadala á heimsvísu áður en yfir lýkur ? 

"Þegar veiran hefur gengið yfir með öllum sínum eyðileggingarmætti, ekki sízt í efnahagslegu tilliti, þurfa ríkin hvert og eitt að ræsa efnahagskerfi sín að nýju.  Það verður nánast ómögulegt innan sameiginlegs myntsvæðis.  Ríkin í suðri þurfa veikara gengi en Frakkar og Þjóðverjar, og við þeim bráða vanda er aðeins ein lausn.  Hún liggur í augum uppi, en enginn vill verða fyrstur til að benda á. Draumurinn um evruna er úti."

 Höfundur þessa vefpistils er alveg sammála málatilbúnaði og höfuðályktun Stefáns E. Stefánssonar hér að ofan, nema honum er til efs, að Frakkar muni fylgja Norður-Evrópu, heldur fremur Suður-Evrópu. Evran er hugarfóstur Frakka til að afnema ráðandi stöðu þýzku myntarinnar, DEM, á fjármálamörkuðum Evrópu.  Þá átti frammistaða franska frankans meira skylt við líruna og pesóann en þýzka markið.  Frakkar urðu ítrekað að biðja Vestur-Þjóðverja um að hækka gengi þýzka marksins til að þurfa ekki að lækka gengi frankans.  Frakkar héldu, að þeir hefðu leyst gjaldmiðilsvanda sinn með evrunni, en misreiknuðu sig.  Þýzka hagkerfið, skilvirkni og framleiðnivöxtur Þjóðverja, hefur haft mest áhrif á gengi evrunnar og haldið því uppi, en nú verða mjög líklega þau kaflaskil, að evran mun veikjast út á við og inn á við.  Til þess þurfti aðeins örsmáan próteinklasa frá Kína, sem sezt að í frumum manna um allan heim og reynir á þanþol og mótstöðukraft ónæmiskerfis þeirra.    

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband