Atvinnuhorfur og hagvöxtur

Fráfarandi forsætisráðherra slær hausnum við steininn, eins og hennar er vandi, þegar hún stælir við formann Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og við forseta Alþýðusambands Íslands, ASÍ, um það, hvort atvinnutækifærum fari fjölgandi á Íslandi eður ei.  Þessum lélegasta forsætisráðherra Íslandssögunnar virðist vera fyrirmunað að rýna nokkurt mál með hlutlægum hætti og að halda sig sannleikans megin.  Í stað þess er geipað um stjórnmálalega andstæðinga og farið með gjörsamlega innihaldslausa frasa.  Á slíkum málflutningi er ekkert að græða.

Staðreyndir málsins eru eftirfarandi:

  • Fjöldi í vinnu náði sögulegu hámarki í júní 2008, 179´500 manns 
  • Síðan varð stöðug fækkun fólks í vinnu til maí 2009, er fjöldinn varð 166´700
  • Í ágúst 2012 voru 166´100 manns starfandi.  "Som den observante læser umiddelbart ser", voru færri starfandi á vinnumarkaðinum samkvæmt nýlegri tölu Hagstofunnar en í lágmarkinu í kjölfar bankahrunsins.  Þetta þýðir, að vinnuframboðið dregst saman og hefur gert það með stuttum hléum frá bankahruni. 
  • Í ágúst 2012 voru 178´300 manns á vinnumarkaði, þ.e. annaðhvort starfandi eða atvinnulausir og að leita eftir vinnu.  Í þessum hópi hefur illu heilli fækkað síðan 2011 meira en í hópi starfandi, og þess vegna hefur atvinnulausum virzt fara fækkandi, en þeir voru 10´300 í ágúst 2012.  Ofangreindar tölur gefa hlutfallslegt atvinnuleysi, þ.e. 10´300/178´300 = 0,058 = 5,8 %.
  • Það er langt seilzt til lyginnar, þegar stjórnarherrarnir halda því fram á grundvelli þessarar lækkandi hlutfallstölu, að atvinnuástandið fari batnandi og störfum fari fjölgandi.  Það eru lygamerðir við stjórnvölinn í tugthúsinu gamla við Bankastræti 0. 

Það þarf engan að undra á því, að hagkerfið skuli framleiða æ færri störf.  Hagkerfið fær enga hvata frá ríkisvaldinu til vaxtar.  Þvert á móti eru ríkisumsvif orðin þrúgandi stór þáttur landsframleiðslunnar, og skattheimtan fyrir löngu tekin að virka lamandi á hagkerfið og fækka störfum.  Þá eru nú við völd stjórnmálamenn, sem af hugsjónaástæðum eru beinlínis á móti hagvexti og hafa lýst því yfir froðufellandi af sjálfumgleði, að hagvöxtur auðvaldsins sé ósjálfbær.  Þetta eru alger ósannindi hjá þessu öfgaliði á vinstri væng stjórnmálanna.  Vöxtur allra atvinnugreina á Íslandi hefur um langt árabil verið sjálfbær.  Það á við um iðnaðinn, sjávarútveginn, landbúnaðinn og að nokkru um ferðaþjónustuna, en þarf þó gagngerar umbætur, ef landið á ekki að bíða óafturkræft tjón af.  Ráðsmennska ríkisins er sízt til fyrirmyndar, sbr mengunarslysið í Silfru á Þingvöllum á dögunum.  Hvers konar áhættugreining fór þar fram ? 

Hið eina, sem er algerlega ósjálfbært, er vöxtur hins opinbera, og þá óheillaþróun verður að stöðva hið bráðasta.  Ef það verður ekki gert á næsta kjörtímabili, munum við, þegnar landsins, ekki geta um frjálst höfuð strokið.  Það eru váboðar framundan, eins og algerlega er ljóst af fréttaskýringu Harðar Ægissonar í Morgunblaðinu 25. október 2012: "Óttast, að hagsmunum Íslands sé stefnt í voða".    

Það er "system i galskapaet" hjá vinstri vinglunum.  Þeir vilja ekki hagvöxt, þó að þeir sýni tvískinnung í þeim efnum sem öðrum, og með því að kyrkja hagvöxtinn ætla þeir að herða verulega að sjálfstæði miðstéttarinnar og drepa niður "litla" sjálfstæða atvinnurekandann, sem alls staðar er hryggjarstyggi miðstéttarinnar, atvinnusköpunar og velmegunar almennings.  Allt eru þetta gamalþekktar kokkabækur kaffihúsasnata og þjóðfélagslegra afæta, sem ekkert hafa botnað í samtíð sinni, en hreykt sér á stall falsspámanna.  

Listakjör      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ef þú stofnar fyrirtæki í Scotlandi- ertu skattlaus í 3 ár- þú færð styrk og alla hugsanlega aðstoð.

 Það sama var á Spáni fyrir Evru- ef þú skaffaðir 3 vinnu fekkstu aðstoð við að koma upp fyrirtæki- veit ekki hvernig það er í dag.

 á islandi ertu strax tekinn fyrir ef þú ætlar að fara að vinna eitthvað sjálfstætt- og útlendingar fluttir inn - 'Islendingar út

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.10.2012 kl. 18:03

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæl, Erla Magna, og þakka þér kærlega fyrir fróðlegan samanburð á hegðun íslenzkra stjórnvalda og yfirvalda í Skotlandi og á Spáni gagnvart nýsköpun í atvinnulífinu. 

Í öllum löndum, þar sem ég þekki til, eru lítil og meðalstór fyrirtæki hryggjarstykkið í atvinnusköpun og hagvexti.  Forstokkaðir vinstri menn, sem nú eru við völd á Íslandi, hafa hins vegar horn í síðu einkaframtaksins og leggja meira að segja fyrir það gildrur með því að breyta leikreglum, sem hafa mjög mikil áhrif á afkomu fyrirtækjanna.  Núverandi ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa ekkert vit á athafnalífinu og alls engan skilning á þörfum þess.  Þeir hatast við það, sem er hræðileg staða. Þess vegna ríkir nú alger stöðnun á Íslandi, sem skjótt mun leiða til grafalvarlegrar hrörnunar.  Nú er fyrsti vetrardagur.  Atvinnuástandið í vetur er mjög kvíðvænlegt.  Vonandi ber þjóðin gæfu til að hrinda afturhaldinu af höndum sér í vetur og hefja nýja framfarasókn á komandi sumri.

Með góðri kveðju /  

Bjarni Jónsson, 27.10.2012 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband