Ķsland og Evrópusambandiš

Af landfręšilegum, menningarlegum og sögulegum įstęšum er grķšarlega mikilvęgt fyrir Ķslendinga, aš samband landsins viš Evrópulöndin sé hagfellt og traust. Frį strķšslokum 1945 hefur tilhneigingin ķ Evrópu veriš aukiš višskiptalegt, menningarlegt, peningalegt og pólitķskt samband, sem formgert hefur veriš meš Evrópusambandinu - ESB og Sešlabanka evrunnar.  

Ķslendingar eru ķ višskiptasamtökunum EFTA meš Noršmönnum, Liechtensteinum og Svisslendingum, en mikil samstarfsžjóš Ķslendinga, Bretar, įsamt fįeinum öšrum Evrópužjóšum hafa séš hagsmunum sķnum bezt borgiš meš žvķ aš standa utan viš bęši ESB og EFTA og reiša sig į frķverzlunarsamninga ķ sumum tilvikum.  

  Žeim mįlefnasvišum fer fękkandi ķ ESB, žar sem ašildarrķkin hafa neitunarvald.  Žetta og sś stašeynd, aš löggjöf ESB er ķ mörgum tilvikum snišin viš ašstęšur, sem ķ litlum męli eša alls ekki eiga viš ķ litlu eyjarsamfélagi, gerir aš verkum, aš of įhęttusamt er fyrir Ķsland aš leita eftir ašild aš ESB, og Noršmenn hafa metiš stöšuna į sama veg fyrir Noreg sem aušlindarķkt land. Noršmenn sętta sig viš aš taka ekki žįtt ķ įkvaršanatöku ESB. Žį vaknar aušvitaš spurningin um, hvernig hagfelldast og öruggast sé fyrir Ķsland aš haga sambandinu viš ESB. 

Ķ byrjun 10. įratugar 20. aldar bjó ESB til bišsal fyrir EFTA-rķki, sem hugsanlega mundu sękja um ašild sķšar og mundu nota bištķmann fyrir ašlögun aš regluverki ESB.  Žetta var kallaš Evrópska efnahagssvęšiš - EES.  Sķšar breytti ESB umsóknarferlinu, og önnur en EFTA-rķkin hafa ekki gengiš ķ EES.  Žetta fyrirkomulag var hannaš til bįšabirgša, og hefur augljósa galla, en hefur veriš lįtiš dankast, og lķklega hefur ESB engan hug į aš endurskoša žaš. 

Meginvalkosturinn viš EES fyrir EFTA-rķkin er vķštękur frķverzlunarsamningur viš ESB.  Žaš vęri žarfur gjörningur, aš utanķkisrįšuneytiš, hugsanlega ķ samstarfi viš EFTA, léti greina kosti og galla vķštęks frķverzlunarsamnings ķ samanburši viš EES og legši mat į hvort tveggja ķ EUR/įr m.v. nśllstöšuna, sem er aš standa utan viš hvort tveggja, en ķ EFTA. 

Hjörtur J. Gušmundsson, sagnfręšingur og alžjóša stjórnmįlafręšingur (MA ķ alžjóša samskiptum meš įherzlu į Evrópufręši og öryggis- og varnarmįl) hefur aflaš sér haldgóšrar yfirlitsžekkingar į žessum mįlum og skrifaš mikiš um žau.  Hann reit grein ķ Morgunblašiš 11. marz 2024 undir fyrirsögninni:

 "Verri višskiptakjör ķ gegnum EES".

"Hins vegar hefur sambandiš į undanförnum įrum samiš um vķštęka frķverzlunarsamninga viš rķki į borš viš Kanada, Japan og Bretland, žar sem kvešiš er į um tollfrjįls višskipti meš sjįvarafuršir [sem eru betri višskiptakjör en Ķsland nżtur viš ESB].

Fyrir vikiš hafa ķslenzk stjónvöld į lišnum įrum ķtrekaš óskaš eftir žvķ viš Evrópusambandiš, aš komiš yrši į fullu tollfrelsi ķ višskiptum meš sjįvarafuršir ķ gegnum EES-saminginn. Óįsęttanlegt vęri, aš rķki, sem ekki vęru ķ eins nįnum tengslum viš sambandiš, nytu hagstęšari tollkjara.  Til žessa hefur sś višleitni ekki skilaš tilętlušum įrangri, en tollar eru einkum į unnum og žar meš veršmętari afuršum." 

Žessi öfugsnśna afstaša ESB gagnvart EFTA-rķkjunum, gęti įtt sér eftirfarandi skżringar:  ESB žarf aš mešhöndla fiskveišižjóširnar žar innan boršs eins, og žaš er mikiš magn unninna fiskafurša, sem berast mundi Innri markašinum į meginlandinu frį Ķslandi og Noregi.  Framkvęmdastjórnin óttast sennilega afdrif fiskišnašar innan ESB, ef slķkt gerist, og neitar žvķ Ķslendingum um lękkun žessara tolla.  Af ótta viš fordęmi gagnvart Noršmönnum er ekki sérlega lķklegt, aš ESB vęri tilleišanlegt til aš semja um lękkun žessara tolla ķ frķverzlunarsamningum.  

"Meginįstęša žess, aš įkvešiš var į sķnum tķma, aš Ķsland skyldi gerast ašili aš EES-samninginum, var sś, aš viš Ķslendingar įttum aš njóta sérstakra kjara fyrir sjįvarafuršir inn į markaš Evrópusambandsins umfram žį, sem ekki ęttu ašild aš honum.  Einkum og sér ķ lagi m.t.t. tolla.  Į móti įttum viš aš taka upp regluverk sambandsins um innri markaš žess.  Var žaš réttlętt meš sérstöku kjörunum."  

Nś hefur ESB grafiš undan žessari röksemdafęrslu meš téšum frķverzlunarsamningum. Žaš setur EFTA-löndin ķ óhagkvęma stöšu. Framkvęmdastjórn ESB gerir tillögu um žaš til Sameiginlegu EES-nefndarinnar, hvaš taka beri upp ķ landslög EFTA-landanna. Ešlilega einblķnir hśn ķ žvķ višfangi į langöflugasta rķkiš į žeim vettvangi, Noreg.  Žaš, sem į vel viš Noreg, į alls ekki endilega vel viš Ķsland.  Dęmi um žaš er orkulöggjöf ESB, s.k. Orkupakkar 1-4, žar sem Noegur er tengdur viš hin skandinavķsku löndin meš lofttlķnum og viš Danmörku, Žżzkaland og Holland meš sęstrengjum.  Reyndar voru lķka miklar deilur um réttmęti innleišingar žessarar löggjafar ķ Noregi, og fyrir Ķsland er langsótt aš tengja raforkukerfi landsins viš Innri markaš ESB.  Žaš er fjölmargt, sem kemur frį Sameiginlegu EES-nefndinni til viškomandi rįšuneytis og sķšan Alžingis, sem er meira ķžyngjandi en gagnlegt fyrir okkar litla hagkerfi.  Į grundvelli reynslunnar af vķštękum frķverzlunarsamningi viš Bretland vęri fróšlegt, aš "óhįš" stofnun eša fyrirtęki mundi gera samanburš į hagkvęmni lķklegrar nišurstöšu samningavišręšna um vķštękan frķverzlunarsamning viš ESB annars vegar og hins vegar į óbreyttri ašild aš EES.  

"Fram kemur ķ svari frį utanrķkisrįšuneytinu ķ įgśst 2022 viš fyrirspurn frį mér, aš įętlaš sé, aš tollar į ķslenzkar sjįvarafuršir ķ gegnum EES-samninginn nemi įrlega mrdISK 2,5-2,7.  Ķ svari rįšuneytisins viš annarri fyrirspurn minni įriš 2019 kemur hins vegar fram, aš įn samningsins vęri aukinn kostnašur vegna śtfluttra sjįvarafurša įętlašur aš lįgmarki mrdISK 4,2 vegna eftirlits og skerts greišslužols."

Įvinningur EES-samningsins fyrir sjįvarśtveginn  aš öšru óbreyttu er žannig um 1,6 mrdISK/įr og er žannig frekar rżr ķ rošinu, og kostnašurinn af innleišingu reglugeršafargans ESB fyrir Ķsland vafalaust hęrri, en taka veršur tillit til įvinnings allra śtflutningsvaranna, įls og annarra išnašarvara og žjónustu įsamt styrkjum, skólasamstarfi o.fl., og veršur heildarsamanburšurinn žį lķklega EES ķ vil.

Hins vegar vęri fróšlegt aš fęra kostnašinn 2,6 mrdISK/įr nišur į tonn og bera saman viš tollkostnaš o.ž.h. viš śtflutning sjįvarafurša į tonn til Bretlands samkvęmt frķverzlunarsamninginum viš Breta. 

"Mišaš viš tölur rįšuneytisins mį žannig draga žį įlyktun, aš ef Ķsland gerši vķštękan frķverzlunarsamning viš Evrópusambandiš ķ staš EES-samningsins og žyrfti žar meš aš sęta auknu eftirliti meš sjįvarafuršum af hįlfu sambandsins, en nyti į móti fulls tollfrelsis ķ žeim efnum, vęri višskiptalegur įvinningur af ašildinni, hvaš umręddar vörur varšar, mögulega einungis į bilinu 1,5-1,7 mrdISK/įr." 

Žaš hafa lķklega engar žreifingar fariš fram af Ķslands hįlfu gagnvart ESB um, hvers konar skilmįlar vęru ķ boši viš gerš vķštęks frķverzlunarsamnings viš ESB ķ staš EES-samningsins, og žess vegna er aš svo komnu erfitt aš meta hagkvęmni frķverzlunarsamnings ķ samanburši viš EES-samninginn.  Į žrķtugsafmęli hans um žessar mundir er tķmabęrt aš breyta žessu, enda er mikiš valdaójafnvęgi fólgiš ķ žessu bįšabirgša fyrirkomulagi.  Inn ķ hagkvęmnisamanburš EES og frķverzlunarsamnings er naušsynlegt aš taka kostnaš žjóšfélagsins af hinu ólżšręšislega fyrirkomulagi aš senda Alžingi Ķslendinga lagasetningu ķ pósti, žar sem engu mį breyta.  Svona fyrirkomulag grefur undan lżšręšinu og sjįlfstęšisvitund almennings, enda lķtillękkandi. Hjörtur minnist į žetta:

"Taka žarf enn femur meš ķ reikninginn vaxandi tilkostnaš vegna ķžyngjandi regluverks frį Evrópusambandinu fyrir bęši atvinnulķfiš og almenning, sem innleiša žarf vegna EES-samningsins.  Óheimilt er aš innleiša regluverkiš minna ķžyngjandi, en fullt svigrśm til žess aš gullhśša žaš, eins og žaš hefur veriš kallaš.  Utan EES vęri hęgt aš setja minna ķžyngjandi regluverk ķ staš regluverks sambandsins eša alls ekkert." 

Ķ ljósi reynslunnar ętti aš banna embęttismönnum rįšuneytanna aš breyta reglugeršum og tilskipunum ESB ķ meira ķžyngjandi įtt fyrir atvinnulķf og skattgreišendur en ESB gefur tilefni til og fitja upp į samtali viš ESB um žaš, aš Ķsland geti ķ Sameiginlegu EES-nefndinni gert tillögu um efnislegar breytingar į žvķ, sem frį ESB kemur, ķ ljósi landfręšilegrar legu og fįmennis. Žaš yrši žarft verk aš snķša helztu skavankana af žessu samstarfi EFTA/ESB, en žaš er ekki einfalt eša aušvelt, į mešan utanrķkisįšherra Noregs kemur frį stjórnmįlaflokki, sem vill sjį Noreg innanboršs ķ ESB, en žannig er žvķ variš bęši meš Hęgri og Verkamannaflokkinn.  Hver trśir žvķ, aš Samfylkingin, einn jafnašarmannaflokka Noršurlandanna, muni ekki vilja dusta rykiš af alręmdri ašildarumsókn Össurar Skarphéšinssonar frį 2009 ?  

 

 

 

  

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sęll Bjarni.

Hvaš er aš žvķ aš semja um ašild aš ESB og bera svo samninginn undir žjóšina ķ allsherjar atkvęšagreišslu?

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.4.2024 kl. 07:37

2 Smįmynd: Bjarni Jónsson

Sęll, Tryggvi, og žakka žér tilskrifiš.

Žaš er ešlilegt aš uppfylltum eftirfarandi skilyršum:

1) Rķkisstjórnin er einhuga um samningsmarkmišin.  

2) Į Alžingi er meirihluti fyrir žvķ aš endurlķfga ašildarumsókn.

3) Naušsynlegar stjórnarskrįrbreytingar hafa veriš geršar, sem leyfa fullveldisframsal, sem ašild krefst.

Aš hefja ašildarvišręšur meš klofna rķkisstjórn til mįlsins og įn meirihluta stušnings Alžingis er glapręši, eins og dęmiš frį rķkisstjórn Jóhönnu Siguršardóttur, 2009-2013, sżnir.

Žaš er jafnframt misskilningur, aš um eitthvaš sé aš semja.  Ķslendingar verša aš gangast undir sįttmįla og lög ESB.  Žegar kom aš sjįvarśtveginum, stöšvašist ašlögunarferliš į sķnum tķma.  Hvaš hefur breytzt sķšan žį aš žessu leyti ?

Bjarni Jónsson, 12.4.2024 kl. 16:46

3 Smįmynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sęll aftur Bjarni.

1. Af hverju žarf rķkisstjórnin aš vera einhuga um samningsmarkmišin? Žaš veršur  kosiš um nišurstöšuna.

2. Žaš žarf aš komast framhjį ,,pólitķskum ómöguleika" og vera sammįla um aš lįta į reyna.

3. Žaš er löngu tķmabęrt aš fara yfir Stjórnarskrįna og laga hana aš hagsmunum almennings.

Žaš stóš aldrei annaš til hjį rķkisstjórn Jóhönnu en aš samningur viš ESB yrši borinn undir žjóšina. En žetta ferli var stoppaš m.a. af fyrrum stušningsmanni ESB Bjarna Benediktssyni.

Eg veit ekkert um hvort viš nęšum fram einhverjum sér įkvęšum, en ég vil sjį pakkann og fį aš taka žįtt ķ žjóšar atkvęšagreišslu um hann.

Kvešja T

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.4.2024 kl. 17:41

4 Smįmynd: Bjarni Jónsson

1. Žaš kemur til kasta rįšherranna aš hafa umsjón meš ašlögun sinna mįlaflokka aš kröfum ESB.  Tökum matvęlarįšherra sem dęmi.  Ķsland veršur aš laga sig aš CAP-Common Agricultural and Fisheries Policy - Sameiginlegu landbśnašar- og fiskveišistefnu bandalagsins.  Sé rįšherrann į móti žessum gagngeru breytingum į ķslenzkri stjórnsżslu, mun hann draga lappirnar.  Fulltrśar ESB munu žį geta sagt, aš Ķslendingar gangi til žessara ašlögunarvišręšna meš hangandi hendi og varla nenna aš eyša tķma sķnum ķ aš ręša viš Ķslendingana.

2. Hinn "pólitķski ómöguleiki" eša žverstęša er, aš klofin rķkisstjórn til mįlsins óski višręšna viš ESB.  Fengu menn ekki nóg af vitleysunni 2009-2023 ?

3. Nśverandi stjórnarskrį žjónar hagsmunum almennings alveg prżšilega.  Stjórnarskrį er lögfręšilegt plagg, en ekki óskalisti ólķkra hagsmunahópa, eins og langlokan, sem kölluš var "Nżja stjórnarskrįin" er.  

4. Hvernig getur žś gert formann stęrsta stjórnarandstöšuflokksins žį, Bjarna Benediktsson, aš blóraböggli fyrir įrangursleysi "fyrstu tęru vinstri stjórnarinnar" ? Žaš finnst mér lķtilmannleg framkoma į vinstri vęngnum.   

Bjarni Jónsson, 13.4.2024 kl. 17:29

5 Smįmynd: Einar Sveinn Hįlfdįnarson

Bjarni

Išnfyrirtęki sem reiša sig į vottanir ķ samręmi viš reglur EES verša žį aš flytja stafsemi sķna śr landi. Hversu mikill veršur sį fórnarkostnašur?

Einar Sveinn Hįlfdįnarson, 14.4.2024 kl. 20:01

6 Smįmynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sęll enn aftur Bjarni.  Hversvegna ertu aš gefa žér fyrir fram nišurstöšur af samningavišręšum viš ESB?  Getur veriš aš žeir sem eru hvaš mest į móti inngöngu ķ ESB hafi engan įhuga į aš samningur komi į boršiš fyrir žjóšina til aš kjósa um. Tengingin viš Bjarna Benediktsson er grein hans og Illuga Gunnarssonar sem sķšar var skotin ķ kaf, m.a. af honum sjįlfum.

Tryggvi L. Skjaldarson, 15.4.2024 kl. 08:33

7 Smįmynd: Bjarni Jónsson

Sęll, Einar;

Žaš kemur ekki til mįla.  Ef višręšur um vķštękan frķverzlunarsamning viš ESB leiša til žeirrar nišurstöšu, veršur aš hverfa frį žessari hugmynd.  Gagnvart Bretum var žetta ekki vandamįl, en aušvitaš veršur allt annaš uppi į teninginum gagnvart ESB. Ég tel nįnast engan fórnarkostnaš įsęttanlegan, žvķ aš hann mun leiša til lakari višskiptakjara meš alls konar slęmum afleišingum.  

Bjarni Jónsson, 15.4.2024 kl. 09:30

8 Smįmynd: Bjarni Jónsson

Sęll, enn, Tryggvi;

Žaš eru engar varanlegar undanžįgur ķ boši fyrir Ķslendinga af hįlfu ESB, taki žeir upp žrįšinn aš nżju viš ESB um ašild aš bandalaginu.  Žaš hefur margoft komiš fram hjį stękkunarstjóra ESB, og žaš leiddi gönuhlaup rķkisstjórnar Jóhönnu til Brüssel ķ ljós.  Ég held, aš ķslenzk rķkisstjórn og ķslenzk pólitķk hafi annaš žarfara aš gera en aš knżja dyra aftur hjį ESB, en ef žaš veršur engu aš sķšur ofan į, t.d. į nęsta kjörtķmabili, žį veršur sś rķkisstjórn aš standa einhuga um žaš, til aš foršast megi endurtekiš klśšur.  

Ég skil ekkert ķ ķslenzkum ašildarsinnum, sem setja allt sitt traust į "ašildarvišręšur", og aš śt śr žeim komi ašild aš einhverjum klśbbi, sem er einfaldlega allt annaš en ESB.  Žaš er aš mķnu mati óskhyggja, sem į engar rętur ķ raunveruleikanum, aš halda, aš ESB bjóši upp į samningavišręšur, žar sem umsóknarlönd geti vinzaš frį reglur ESB, sem žeim gešjast ekki aš.  Žannig gerast ekki kaupin į eyrinni.  Žaš er kominn tķmi til fyrir žetta fólk aš kynna sér sjįlft, hvaš ESB er, og lįta af žeirri žrįhyggju, aš ķslenzka utanrķkisrįšuneytiš muni hafa lag į aš snśa į bśrókratana ķ Brüssel viš eitthvert samningaborš, sem er ekki einu sinni bošiš upp į.  

Bjarni Jónsson, 15.4.2024 kl. 09:51

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband